Liverpool jakkafatajakkar

Viðar Skjóldal óskaði eftir að koma eftirfarandi á framfæri.


Jæja kæru Liverpool aðdáendur, sú hugmynd kviknaði hjá mér fyrir nokkrum vikum síðan að láta framleiða Liverpool jakkafatajakka eða jafnvel alveg jakkaföt. Eg komst i samband við klæðskera frá Tælandi sem hefur komið hingað til lands a hverju ári siðan arið 1989. Eftir þvi sem eg best veit þa er þetta algjort toppeintak og virkilega vandaður i öllum sínum vinnubrögðum.

Jakkinn verður rauður úr silki, hvítur kragi, hvítir vasar að framan og hvítar tölur ásamt Liverpool lógóinu á brjóstinu. Hver og einn jakki er sérsaumaður og kostar 200 dollara eða 28 þúsund krónur. Að láta sérsauma á sig jakka á Íslandi kostar 2 til 3 sinnum meira. Einnig er hægt að fá buxur í stíl fyrir þá sem vilja og kosta þær 12 þúsund krónur i viðbót.

Þetta fer þannig fram að gaurinn tekur málin, fær greitt fyrirfram, fer svo til Tælands og saumar jakkana og sendir þá svo hingað til lands sirka fjórum vikum seinna. Þá yrðu jakkarnir sendir allir á einn aðila sem yrði sennilega ég og menn nálgast svo jakkana hja mér eða ég keyri þá út fyrir þá sem það vilja.

Það er hægt að borga jakkana með peningum en einnig með Visa.

Rawinder Doowa klæðskerinn ætlar að mæta a Spot a mánudagskvöldið klukkan 20 og hitta okkur, taka mál og taka við greiðslum.

Þetta er einstakt tækifæri til að eignast eitthvað sem engin á í heiminum nema nokkrir Liverpool aðdáendur á Íslandi.

Ef þið hafið einhverjar spurningar þá er simi hja mer 775-4475.

Annars bara vonast eg til að sjá sem flesta a mánudagskvöldið a Spot kl 20.

Endilega kommentið hérna á þráðinn hvort þið ætlið að mæta á Spot á mánudgaskvoldið 🙂

Bestu kveðjur Viðar Skjóldal

7 Comments

  1. já þetta verður rosalega flott og vandað hjá kallinum, nuna er bara að vona að sem flestir verði með,,,

  2. Rauð silkijakkaföt með hvítum kraga og vösum…holy shjitt þetta er eiginlega safngripur nú þegar!

  3. Bara mæta a spot drengir a mánudag. . Þetta verðir geggjað

  4. Þetta er náttúrulega alveg hörmulega ljótt; “Jakkinn verður rauður úr silki, hvítur kragi, hvítir vasar að framan og hvítar tölur” Af hverju hvítir boðungar og vasar að ég tali nú ekki um tölurnar??!!!! Af hverju ekki bara rauður?? Hvaða júnæted-gæi hannaði þetta, ef þetta er þá hönnun??

  5. Nú hef ég nú þó nokkra reynslu úr tískuheiminum og get deilt því með ykkur að litirnir rautt og hvítt er svipað solid blanda og gin & tonic. Kristján E hlýtur að vera frá Brekkunni á Akureyri.

Kop.is Podcast #96

ManU á morgun