Opinn þráður

Líklega er þetta ein rólegasta helgi okkar á Kop.is í nokkuð langan tíma. Aldrei þessu vant var landsleikjahléið líka bara enga stund að líða.

Það er engu að síður Man Utd úti um helgina og fókusinn hefur ekkert farið af þeim leik hjá manni heldur. Það er svosem lítið að frétta af okkar mönnum nema þá helst það að Benteke var í liði Belga um helginaog því vonandi í lagi fyrir leikinn. Staðan á Henderson er hinsvegar óljós að því er ég best veit.

Höfum opinn þráð þar til annað kvöld er við tökum líklega upp næsta podcast þátt.

21 Comments

  1. Verður áhugavert að sjá byrjunarliðið gegn Man Utd. Dásamlegt ef Hendo nær leiknum, ef svo er að þá vil ég sjá hann inn fyrir Firmino sem hefur alls ekki verið að réttlæta sinn verðmiða.

  2. Finnst þetta mjög ósanngjörn gagnrýni á Firmino. Liðið hefur verið mjög bitlaust fram á við en hann var samt sá leikmaður sem var næst því að skora á móti West Ham. Bæði á móti Arsenal og West Ham dó sóknarleikur liðsins algjörlega eftir að hann fór útaf sem gefur til kynna að hann sé ekki vandamálið.

  3. Hefur einhver hér reynslu af þessu?
    http://ipsjonvarp.com/

    Helvíti blóðugt að borga yfir 10.000 kall á mánuði fyrir stöð 2 sport 2 – og fá ekki einu sinni CL eða FA cup með því. Hvernig eru menn almennt að bjarga sér í þessum efnum?

  4. Veit ekki með aðra en ég reyni yfirleitt að finna mér þokkalegan straum til áhorfs – það gengur misvel. Stundum kíkir maður á næsta sportbar, en það er frekar sjáldgæft.

    Ég fæ mig ekki til að kaupa sportpakka á 10.000 kall fyrir 3 – 6 leiki á mánuði, bæði tími ég því ekki og hef ekki áhuga á að styrkja 365.

  5. Hvernig ætli ástandið á Daniel Sturridge sé ?
    Ætli það sé einhver séns á að hann fái einhverjar mínútur í þessum leik ?

  6. Ég fékk prufu hjá Ip sjónvarpinu í sólarhring og fannst þetta virka alveg ágætlega. Var að spá í að kaupa mánuð og sjá hvernig þetta virkar til langframa. Er að nota app í sjónvarpinu til að ræsa þetta.

  7. Ég er með net tv frá satis.is og þar er ég með yfir 800 stöðvar, þar af eru um 190 af þeim sport stöðvar, í bæði SD og HD gæðum og þetta er að virka mjög vel og er miklu betri díll en að borga 14.500 fyrir tvær sportstöðvar frá 365. Með net tv-inu er maður ekki að fara að missa af neinum íþróttaatburði sem er í gangi í heiminum og ég er að borga 7990 á mánuði fyrir þetta.

  8. @Krummi#3

    Þetta er eins og að vera með gervihnött í gegnum netið beint í sjónvarpið og þetta er vel þess virði segi ég.
    Ég er í þessum töluðu orðum að horfa á landsleikina á portúgölsku sportstöðinni sport tv1;)

  9. Sælir félagar

    Krummi #3 Ég keypti mér aðgang í gegnum Stream TvBox.com Það kostar 11 pund sterling á mánuði. Gott streymi í miklum gæðum. Verðið er hlægilegt miðað við okrið hjá 365. Við leiki eins og Liverpool og aðra stórleiki plögga ég tölvuna við sjónvarpið og er helsáttur við það.

    Það er nú þannig

    YNWA

  10. Sælir.

    Ég keypti áskrift að IPsjónvarpinu í byrjun ágúst. Verð að segja að það blendnar tilfinngar. Keypti allan pakkann bara til að prófa hvort þetta væri eitthvað sem vildi hafa, en mundi í dag bara taka sportið.

    Virkar þokkalega en ekki þrautalaust. Hefur varla verið leikur þar sem þetta hefur ekki frosið eða hökt.

    Ef ég er ekki búinn að nota aðganginn í nokkra klst. þarf alltaf að endurræsa móttakarann (ég er með Raspberry PI2).

    Viðmótið er þokkalegt en erfitt að hafa yfirlit yfir dagskrá. Bara birt hvað er í gangi og hvaða dagskráliður er næstur, en ekkert meir og maður getur ekki rúllað jafnauðveldlega á milli stöðva og í hefðbundnu sjómvarsviðmóti. Eitthvað sem allir karlmenn vilja hafa í lagi !

    HD gæði er ekki full HD gæði, eitthvað við hreyfinguna sem er ekki allveg mjúk eða hnökralaus, en alls ekkert sem ekki hægt að horfa á, en jafnast ekki á við HD eins og maður vill hafa það.

    Ég set þó þann fyrirvara við allt framangreint að auðvitað velta gæði og tengingin á hversu góð tenging internetsins er inn í íbúð. Ég held að þau séu góð hjá mér, allavega hef ég verið að sjá rúmlega 5mb/s niðurhal t.d. á torrentefni.

    Ég ætla að kynna mér það sem aðrir hafa verið að benda á og takk fyrir þær upplýsingar.

  11. #6 Arnar

    Þarf að fikta í einhverjum DNS stilllingum til að opna fyrir streymið eða er þetta bara plug&play?

  12. Sá einhver u21 árs leikinn í dag? Kunnulegt nafn þarna inná Ryan McLaughlin sem einhverntímann þótti efnilegur. Væri gaman að heyra hvernig hann stóð sig ef einhver sá hann.

    Annars eru það bara ókeypis streams sem ég nota, voða auðvelt að finna góða strauma á þessa stóru leiki finnst mér.

  13. haha alltaf jafn fyndið þegar menn tala um að þeir tými ekki að borga 10 þúsund krónur fyrir áskriftina hjá 365 samt eru þeir tilbúnir í að keyra á barinn til að horfa á leikinn og eru svo að gúffa í sig hamborgara og bjór og kostnaður við slíkt er líklegast meira en 10 þúsund krónur. svo er þetta miklu meira en bara 4 liverpool leikir á mánuði fyrir þá sem horfa mikið á þetta og uppí 5 leiki hverja helgi , Og ég hef ekki fattað það hvernig fólk nennir að vera að streama þessu þetta er alltaf sífrjósandi og ómögulegt

  14. Var með pakkann hjá 365 síðasta season en er búinn að gefast upp.
    gjalddagi er fyrsti dagur mánaðarins og eindagi er líka fyrsta, svo strax þann tíunda margfaldast reikningurinn því þá leggjast á vanrækslugjald !
    Auk þess, eftir að þau keyptu Tal þá hefur orðið áberandi aukning í að klúðra reikningum flest mánaðarmót og áskriftinni líka (mér í óhag)
    Þannig að, eins og var bent á hér að ofan, þá er þetta helvíti mikið að borga fyrir þásem fylgjast einungis með Liverpool. 1 leikur í viku ef það eru ekki landsleikir eða bikarkeppni á annari sjónvarpsrás.
    Prufaði að streyma leik í sjónvarpinu um daginn og var það frábært, en það besta hef ég tekið eftir, er að fara á pöbbinn því ég á 2 börn og sá fæsta leiki í ró og næði heima hjá mér haha

  15. Lebbins. Með kingmedia þá er hægt að nota vafra til að spila leikina eða vlc, winamp, XBMC ofl. Engar breytingar á dns eða öðru, bara straumur – vefslóð sem keyrist í spilara.

  16. #SigKarl getur þú sagt mér hvort það sé hægt að hafa stream TVbox.com opið á tveimur stöðum í einu?

  17. Breaking news!
    Leikmenn sem ekki fengu að spila hjá Rodgers fíla hann ekki. Sláandi fréttir sem gefa til kynna að Rodgers sé ekki bara vondur þjálfari heldur siðblint fól. Þið heyrðuð það fyrst hér.

  18. #18 Arnar
    Hvernig er Kingmedia að virka, er hökt eða stopp á þessu eða? Mæliru með þessu?

Komdu með Kop.is á Anfield í janúar!

Kop.is Podcast #96