Liverpool 0 – West Ham 3

Ætla ekkert að bíða og bara nenni ekki einhverri djúpri leikskýrslu eftir svona frammistöðu.

Uppstilling dagsins var þessi:

Mignolet

Clyne – Skrtel – Lovren – Gomez

Milner – Lucas – Can

Firmino – Benteke – Coutinho

Bekkur: Bogdan, Ings, Origi, Sakho, Rossiter, Moreno, Ibe

Á einhvern óskiljanlegan hátt er ákveðið að vera með þrjá alvöru sóknarmenn í þessu liði á móti West Ham heima og leikmaður sem ekki var í hóp (uppfært: fyrstu tvo leikina) hóf þennan og spilaði allan leikinn.

Á þriðju mínútu byrjaði hörmungin þegar vörnin sem hefur verið býsna góð í haust sýndi gamlan takt þegar Lanzini fékk fáránlega mikið svæði til að athafna sig og skora fyrsta mark West Ham á Anfield síðan 2006. Ókei þá, við vöknum við það er ekki?

Heldur betur ekki, við fengum endalaust að vera með boltann…yfirleitt endaði það á því að Joe Gomez strákanginn fékk boltann á vinstri væng og köttaði inn til þess eins að vera étinn…Hamrarnir biðu eftir færi. Sem Dejan Lovren gaf þeim svo algerlega einn og sjálfur, að dúlla sér með bolta úti á væng og tapaði honum í pressu, boltinn fyrir og Mark Noble setti annað mark. Fram að hálfleik sama uppskrift. Sorry, Firmino átti skot í stöng þarna á milli markanna, en að öðru leyti ekki skot á markið.

Í hálfleik kom það upp á twitter frá James Pearce að Moreno og Ings væru orðnir klárir til að koma inná. Þegar liðin svo komu út á völl var Ings skipað í treyjuna aftur og einungis Moreno kom inná. Sérkennilegt finnst mér en uppleggið áfram einn senter, 3-4-2-1. Smá lífsmark en ekkert sem skapaði færi. Á 52.mínútu kom svo enn beygja þegar Kevin Friend skellti öðru gulu á Coutinho og þar með rauðu spjaldi. Litli Brassinn fer ekki með á OT. Frábært.

Ekki ýtti þetta heldur við okkar mönnum, næst skrifaði ég niður þegar Friend rak Mark Noble útaf á 80.mínútu…fyrir heldur litlar sakir fannst mér og svo fór Anfield að tæmast upp úr mínútu 85. Frekar en að við skoruðum þá var það West Ham sneri hnífnum þegar Sakho fékk að hlaupa á vörn sem var föst í bakkgír og skoraði mark númer þrjú í uppbótartíma.

Aðdáendur Hamranna sungu “we want four” það sem eftir lifði leiks og Anfield tæmdist að sjálfsögðu eftir þessa skammarlegu frammistöðu.

Það sýður á mér því mér fannst þetta forljótt í alla staði og algerlega ljóst að einhver bleikur himinn eða trú á verkefnið er skítfallið um sjálft sig. Það vita allir hvaða skoðun ég hef á hlutum og bjartsýnin sem ég var komin í gefur mér á kjaftinn. Ætla ekki að setja inn einhvern mann leiksins þó Milner sé skástur. Það á bara enginn skilið nafnbótina í dag.

Fyrsti sigur Hamranna í 52 á Anfield…skoruðu síðast á þessum velli 2006. Þetta var eins vont og hægt var og búið að vekja upp hvern einasta draug síðasta vors.

Stjórinn náði aldrei að kveða þá niður á þeim tíma…en það er eins gott að honum takist það núna…og hefji verkið á Old Trafford.

Rodgers Out er trendið á twitter…og það skil ég fullkomlega eftir þetta. Skrifa örugglega meira í athugasemdum, þetta var skýrslan.

116 Comments

 1. jæja hver hefur ennþá trú á Rodgers ? og hver heldur að dumb & dumber séu gott hafsentapar ?

 2. Fjórir leikir búnir.

  Með Henderson: Tveir sigrar.
  Án Henderson: Núll sigrar.

  Tilviljun?

 3. Við mættum einfaldalega ofjörlum okkar í dag. Ekkert við því að gera. Þurfum að gera betur ef við ætlum í CL. Erum 5 stig frá toppnum og 2 stigum frá 4 sæti svo þetta er nú engin heimsendir.

 4. Sorry gæs, ég skil ekki pælinguna á bak við 3-5-2 breytinguna 2-0 undir í hálfleik. Með 1 striker.

 5. Þetta var flashback á síðasta season.

  Spurningin er. Er þetta frávikið eða venjan hjá okkur?

  Rodgers og leikmenn allir þurfa að svara þessari niðurlægingu strax í næsta leik!

 6. Ætla að vera jákvæður og líta á björtu hliðarnar á þessu snautlega tapi á heimavelli.

  Maður elur þá von í brjósti að Brendan Rodgers fái tækifæri til að starfa við eitthvað sem hann ræður við.

 7. Því miður er B.R alveg gjörsamlega steingeldur þegar kemur að taktik. Hann lætur menn spila sama leik út leikinn þó svo að aðrir virðist alveg vera búnir að lesa hvaða bolta B.R ætlar að láta okkar menn spila. Jú Jú óheppnir að missa Philipe út en samt bara samt ótrúlegt hvað við erum alltaf geldir eitthvað.

 8. Varnarsinnað Liverpool lið tapar 0 – 3 á heimavelli…… kostar þetta ekki lögreglurannsókn??

 9. Þetta er bara ekki boðlegt á Anfield !

  Skitum algerlega í brækurnar gegn Bournemouth komumst upp með það, svo fer Rodger í Útivallaruppstillingu gegn west ham á heimavelli. Hvað með 4-4-2 ??

  Benteke = Balotelli sama Gúllashið annar verðmiði

 10. Landsleikjahlé: Yesssss

  Annaðhvort rekur Rodgers aðstoðarþjalfarana (alltaf þeim að kenna) eða John Henry gerir hið eina rétta og rekur þennan vonlausa mann.
  Gary McAlister getur tekið við a meðan menn eru að semja við Klopp.

  Einu sinni enn þá gerir Rodgers taktískt uppá bak. Ef CL skitan í fyrra sýndi það og sannaði ekki þá má benda á nánast alla leiki PL deildar í fyrra – hann veit ekkert þegar heimsklassa Suarez er ekki til að bjarga honum

  Efrir 6-1 niðurlæginguna gegn Stoke þá fóru 90 % Liverpool manna af Rodgers vagninum. Núna vona ég að restin hafi vaknað.

  Menn voru hér að tala um að láta sauma jakka merktan LFC – ég ætla að fá mér bíl merktan Rodgers out.

 11. Liverpool var búið að vinna leikinn áður en hann hófst. Alla daga voru í fréttum að meiðsli væri að hrjá West Ham, engin framlína hjá þeim. BR getur bara ekki gírað menn upp fyrir leiki. Við erum bara nokkuð betri en þetta, það er eitthvað að hjá honum sem stjórnar þessu liði.
  Stjóri West Ham kann greinilega að gíra liðið upp fyrir leik, allur pakkinn. Fréttir í blöðum og á netinu að þetta yrði erfitt, mikið um meiðsli hjá honum. En hann vinnur 0-3, sumir eru bara betri en aðrir.

  En samt:
  Áfram Liverpool

 12. Það að leggja leikina eins upp – hvort sem mótherjin er Chelsea eða Scunthorpe. Minnir óneitanlega á náunga sem klæðir sig eins fyrir -15° frost og 30° hita.

 13. Jæja drengir, nú skulum við passa okkur á því að detta ekki í þá gryfju að smyrja allt liðið með mykju. Við áttum því miður aldrei séns í dag. West Ham spilaði mjög vel í dag eftir allt saman á meðan að við vorum einfaldlega ekki tilbúnir að kljást við smávægilegan mótvind.

  Vandamálið í dag að mínu mati er það að við vorum of varnarsinnaðir, þá er ég ekki endilega að spá í því hvaða leikmenn eru á vellinum. Hvað eftir annað vorum við aðeins með 1-2 leikmenn í boxinu, 3-4 leikmenn eru á milli teigs og miðju. Við verðum, við VERÐUM að setja meiri pressu á lið eins og West Ham og hvað þá á heimavelli. Benteke greyið fékk ekki einu sinni lykt af þjónustu í dag.

  Við lendum 0-2 undir eftir varnarmistök sem er náttúrulega hræðilegt. En hvernig er brugðist við því? Við færum okkur yfir í afbrigði af 5-4-1 í rauninni eða 3-6-1 jafnvel, þar sem að Benteke var ennþá einangraður uppi á topp. Ég veit vel að við fengum rautt stuttu eftir þessa breytingu en ef maður spáir aðeins í þessu, þurftum við að hafa 3 miðverði og 2 bakverði inni á vellinum í byrjun seinnihálfleiks? Hvað þá þegar við vorum einnig með Lucas inni á miðjunni. Sako (framherji West Ham) var einn uppi á topp þar sem Hamrarnir lágu til baka og við vorum með 3 miðverði á honum og Lucas þar fyrir framan ásamt 2 bakvörðum? Mikil vonbrigði þessi breyting hjá BR í hálfleik. Auðvitað áttum við að setja annan Center inn til þess að tengja betur við Benteke.

  Aðal vandamálið var þó ekki BR, kannski ekki rétt breyting en “at the end og the day” þá eru það leikmennirnir sem spila leikinn, og miðað við spilamennsku þeirra í dag þá hefðum við ekki skorað mark sama hvaða kerfi við hefðum spilað, hvað þá unnið leikinn.

  Þetta verður að laga,
  YNWA

 14. BR OUT vagninn er kominn á fulla ferð. Hann lifir ekki af mikið fleiri svona úrslit. Þvílík andskotans hörmung.

  BR er taktískt algjörlega vanhæfur. Það hreinlega öskrar á mann.

  Eigendur klúbbsins hljóta að fara að sjá að blessaður maðurinn er ekki með þetta. Hann hefur fengið að eiða óheyrilega miklum peningum í leikmenn en virðist samt ekki hafa nokkra hugmynd hvað hann er að gera.

  BR OUT TAKK

 15. Þetta á eftir að vera langt landsleikjahlé ég hreinlega veit ekki hvort það sé gott eða slæmt, coutinho verður í banni gegn utd, En rodgers er að kenna um þetta tap með þessa fáranlegu liðsuppstillingu og skiptingarnar sem hann gerði meika ekki einu sinni sense. En það er eitt jákvætt sem er hægt að taka úr þessum martraðarleik er að vonandi kemur sakho inn í hópinn aftur.

 16. Ókey,stilla liðinu upp með einn striker vitandi að þeir yrðu með sex manna pakka í boxinu er bara merki um algert kjarkleysi og orðið nokkuð ljóst að hann hlýtur að vera orðinn verulega valtur í jobbinu, markmaðurinn hjá WH þurfti að verja eitt skot í leiknum. Varnarlega gersamlega glórulausir. Sorglega dapurt með öllu.

 17. Sælir félagar
  Það er því miður þannig að þessi leikur liktaði svipað og fýlan af lokaleikjum síðasta tímabils. Ráðleysið og þrekleysi í ákvörðunum sem hefði þurft að taka í leikhléi það sama, skiptingar í fullkominni uppgjöf þær sömu og áræðið ekkert. BR féll á þessu prófi og liðið átti ekkert skilið út úr þessum leik – því miður. Það er þó ekkert nýtt að lið lendi í svona uppákomum og er skemmst að minnast Arsenal leiksins gegn þessu sama liði. Það hefði þó mátt draga lærdóm af þeim leik.

  Hitt er samt svo að BR skildi ekki gera afgerandi breytingar í leikhléinu, skipta Kútinum útaf sem var ekkert að gera í fyrri hálfleik nema nöldra út spjald er athyglivert. Einnig er það athyglivert að Lovren skyldi ljúka þessum leik. Honum tókst að eiga stóran þátt í þriðja markinu með fádæma merkilegri varnar vinnu og agressivu skokki til baka þekar hann var búinn að tapa af boltanum á fáránlegan hátt.

  Margt fleira mætti sjálfsagt tína til en þetta nægir í bili WH átti skilið að vinna þennan leik og vann hann verðskuldað. Þrátt fyrir að liðið kæmi verulega laskað til þessa leiks var það alltaf hættulegra enda er ekki hægt að segja að Liverpool hafi átt marktækifæri í þessum öðrum leik á sínum eigin heimavelli. Það er auðvitað til skammar þó segja megi að lið tapi alltaf einhverjum leikjum og það einnig á heimavelli. Það er bara að vona að svona skita gerist ekki aftur.

  Það er nú þannig

  YNWA

 18. Hvað er hægt að segja um þennan leik annað en að þetta var mjög lélegt hjá okkur í dag. Við lentum í þessu mikið á síðustu leiktíð að láta lið sem pakka í vörn komast yfir í einum af sínum fáu sóknum í byrjun leiks og það gerðist í dag.

  Nú fer væntalega Rodgers út að fara í gang enda átti maður von á því um leið og tap myndi koma. Liðið okkar fékk mark á sig strax í byrjun og svo eftir að hafa verið að halda boltanum vel og pressa þá alveg aftur þá gaf Lovren(sem var búinn að vera mjög solid í fyrstu 3 leikjunum) mark.
  Það var enþá sóknarþungi en vantaði færinn. Í þeim síðari þá ákvað Rodgers að gera breyttingar Moreno inn fyrir Can til þess að færa Coutinho/Firmino enþá framar og meira inn á miðsvæðið og áttu Moreno og Clyne að sjá um kanntinn.
  Coutinho létt fljótlega reka sig af velli og því komst þetta varla í gang og leikurinn nánast búinn manni færi og 0-2 undir, Ings kom svo inná með smá kraft og svo eftir að West Ham missti mann af velli þegar 10 mín voru eftir þá kom smá sóknarþungi aftur en án þess að skapa færi. Þeir skoruðu svo í restina.

  Þessi leikur er búinn. Maður er drullu svektur að missa Coutinho út gegn Man utd og maður er drullu svektur eftir þessa framistöðu. Liðið spilaði einfaldlega illa í þessum leik en þeir sem hafa verið að fylgjast vel með deildinni og ég tala nú ekki um Liverpool vita að svona úrslit gerast reglulega en það breyttir því ekki að maður er brjálaður eftir svona tap leiki því að 10 stig eftir 4 leiki hefði verið frábært og við í dauðafæri að blanda okkur strax í efrihlutan.

  Ekki ætla ég að fara að fara strax á Rodgers út vagninn en ég vill að menn mæta grimmir í næsta leik og sýni betri framistöðu.
  Vill svo minna ykkur á að fara ekki of hátt upp í sigrum og ekki of langt niður í töpum.

 19. Er þetta ekki fyrsti leikurinn sem dómarinn hjálpar ekki upp á Liverpool?

 20. Vandamálið er augljóst!

  Rodgers er með skelfilega aðstoðarmenn og auk þess er ræstitækniliðið á Anfield vanhæft!

 21. Viola #14

  Ertu ekki í pínu mótsögn við sjálfan þig þegar þú kvartar yfir varnarsinnaðri uppstillingu í seinni hálfleik og segir svo síðar að BR sé ekki vandamálið?

  Eftir höfðinu dansa limirnir myndi ég halda og BR var vandamálið í dag að mínu mati.

 22. Liðið sem gerði jafntefli við Ars, drullaði í sig á móti WH á HEIMAVELLI. Ég sagði við kunningja mína að Coutinho og Benteka ættu að vera á bekknum og Ings og Origi ættu að byrja, en sama liðið og ekkert í gangi í spilamenskunni, steingeldur hugsunarháttur hjá BR.

 23. Mínar áhyggjur eru þær að við erum búnir að skora eitt löglegt mark í fjórum leikjum! Eitt!!!

 24. Sælir félagar

  Ég kem inn aftur til þess eins að þakka Magga fyrir skýrsluna og bíð eftir að hann tjái sig nánar um þennan leik í athugasemdum. Við deilum sömu afstöðu til mikilvægra atriða í málefnum Liverpool svo ég bíð eftir að geta gefið honum “læk” þegar gusan kemur. 🙂

  Það er nú þannig

  YNWA

 25. Á þessum tíma í fyrra sagði ég að þetta er búið áður en þetta byrjar. Segji það aftur því miður, er algjör Rogers Out maður.
  Bara skil ekki öll þessi kaup og nota ekki menn, lána menn eða ekki lána menn osfrv.

 26. Hæhæ, við borguðum einhverjar 30 millur fyrir Firmino, mikið svakalega vona ég að ég hafinrabgt fyrir mér hérna en mér finnst hann virka afskaplega miðlungs leikmaður. Veit að hann er nýkominn og allt það, mér finnst bara einhvernveginn skorta gæðin sem maður sér oft fljótt í þessum strákum.

  Ps. Rodgers, ekki stilla upp þessari miðju aftur í leikjum sem við ætlum að sækja og dóminera.

 27. Hvar er 442 kerfið að finna ? Á allt í einu að nota það þegar Sturridge kemur aftur ? Tek ekkert af Benteke en það virkar bara ekkert að hafa hann einan uppá topp. Fáum ekkert uppúr framherjum okkar með svona skíta leikkerfi og taktík. Ég persónulega vill sjá 442 með tígul, coutinho í holunni með Benteke og Origi/Ings. Ég held að liðið geti spilað mikið betur með því kerfi . Þegar við liggjum svona neðarlega og leikmenn eru hægir upp þá kemur ekkert úr spilinu, menn gefa boltann sín á milli eins og í handboltaleik. Svó kemur vonlaus sending inn í teig sem ekkert verður úr eða þá að við missum boltann.

  Skammarlegt í dag og vandræðalegt í alla staði.

 28. Svakalegt. Leikkerfið er eitthvað sem leikmennirnir greinilega eru ekki með á hreinu og þrátt fyrir góða stöðu í deildinni er ekkert sjálfstraust í liðinu; það er eins og það sé barið niður á milli leikja. Hér vantar mótiveringu eins og á síðustu leiktíð, BR virðist ekki ná almennilega að pressa liðið saman. Var einhver að tala um að Lowren væri góður? Hann er í mesta lagi tæplega meðalmaður og er þá mikið sagt. Gomes og Clyne eru enn þeir unglingar sem þeir hafa verið og ekki að búast við meiru af þeim en öðrum guttum. Mér fannst fyrirliðinn ekkert sérstakur eða Kúturinn hvað þá Benteke, sem er á álíka plani og Balotelli, ennþá. Þegar markmaðurinn nennir ekki að reyna við bolta, eins og í öðru merkinu, þá má hann bara éta það sem úti frýs, ekkert við mann með slíka leti að gera í liðinu. Skrtl er enn og aftur minn maður og sá besti af 13 lélegum.

 29. Bjóst einhver við einhverju öðru á þessu tímabili? Slefum í gegnum fyrstu þrjá leikina og drullum svo á okkur. Markatalan þegar orðin neikvæð.

  Liverpool hefur átt ansi lélega varnamenn en það kemst engin nálægt Lovren. Hann er versti leikmaður sem ég hef séð, ekki bara í Liverpool heldur í allri deildinni. Hann á ekki einu sinni að fá að æfa með aðalliðinu.

  Til að lifa af síðasta tímabil þurfti Brendan nánast fullkomna byrjun á þessu tímabili. Það klikkaði og héðan er ekki aftur snúið. Því fyrr sem hann fer því betra.

  Lovren og Rodgers out!

 30. erfitt að tapa þessum leik hefðum verið í 2 sæti og 6 stigum a undan chelsea , 3 a undan arsenal og svo eigum við utd i næsta leik og segjum sem svo að við hefðum tapað honum væri ekki séns að missa arsenal og chelsea uppfyrir okkur en ef sa leikur tapast geta united náð 6 stiga forskoti

 31. Hin eilífu vandræði í vörn Liverpool:

  „Brendan Rodgers must look at alternatives. Mamadou Sakho was on the bench here and offers a blend of physicality and quality in possession while full-back Joe Gomez will surely end up as a centre-back, so why not start the transition now?”

  Segir Michael Fox hjá ESPN… og ég ætla að vera sammála honum.

 32. Rogers hefur aldrei ráðið við þetta starf. Oft er ég búinn að segja þetta. En ef við viljum vera miðlungs klúbbur þá eigum við að halda í þennan mann. Viljum við vera það? Ekki ég!!!!!!! Heimir hjá FH gæti gert betur!!!!!!!!!!!!!

  En ‘AFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!!!!!!!

 33. Ja hérna, þetta er svakalega stórt skref afturábak og í raun brotlending því þetta tap finnst mér vera á pari við Stoke stórslysið. Maður er orðlaus eftir frammistöðu Brendan og skósveina hans! Sárvorkenni þeim sem á horfðu og sérstaklega þeim sem þurftu að horfa upp á niðurlæginguna á Anfield. Hrikalegt alveg og Brendan á því miður met í skituleikjum, what does he smoke?

 34. Sakna mánudagsleikjanna, þá allavega eyðileggja þeir ekki helgina fyrir manni 😉

 35. Hvað er það sem lætur Markovic þurfa að fara út á lán en Ibe fær sénsana hægri vinstri þótt hann eigi þá ekkert meira skilið?

 36. “What’s that noise in the distance? Sounds a bit like a horse. No, wait, it’s more like Klopp, Klopp, Klopp…”

  Frank Fitzgibbon, Sunday Times Dublin

 37. Hörmulegur leikur og frammistaða leikmanna sem hafa staðið sig vel það sem af er móti ekki boðleg á köflum. Slöppum samt aðeins af með dómsdagsspár alveg strax, það er nánast eins og menn hafi beðið eftir fyrsta tapi m.v. greiningu á þessum leik í ummælum hér að ofan. Þetta var hræðilegur dagur, það gekk ekkert upp og þetta minnti allt of mikið á síðasta tímabil.

  Fyrir leik var búist við óbreyttu liði í flestum fjölmiðlum og varla það svakalegur skandall að það hafi orðið rauninn með Henderson ennþá á meiðslalistanum. Ég hefði sjálfur byrjað með Ibe, Moreno eða Ings fyrir Lucas en það er ekki eins og Ibe hafi verið að slá í gegn undanfarið og planið alveg skiljanlegt þó það hafi verið heldur of varnarsinnað að mínu mati. Það sem ég skil samt ekki alveg er að leggja leikinn eins upp gegn Arsenal úti og gegn West Ham heima en það hefur líklega mikið með meiðsli að gera. Henderson og Sturridge eru meiddir og hefðu líklega báðir byrjað annars, sama með Lallana. Ings og Origi hafa ekki spilað mínútu fram að þessum leik og Ibe hefur ekki verið að spila vel.

  Leikplanið fer út um gluggann eftir tvær og hálfa mínútu og mark frá West Ham var það síðasta sem þetta varnarsinnaða lið mátti við að gefa þarna. Skrtel náði ekki að hreinsa nógu vel frá og hinn 18 ára bakvörður sofnaði á verðinum og gerði mistök sem allir búast við að hann geri á þessum aldri. Þetta er fórnarkostnaðurinn við að gefa svona ungum mönnum séns, ekki að þetta hafi verið það slæm mistök hjá honum, þetta datt mjög vel fyrir leikmenn West Ham líka sem gerðu vel og skoruðu. Skítur skeður.

  Það var enginn að röfla yfir veru Lovren í liðinu fyrir leik og varla hægt að úhúða stjóranum fyrir hroðalega takta hans í öðru markinu, hann VERÐUR að fara horfa á nokkra leiki með Henchoz og læra no-nonesens varnarleik af honum. Þetta mark var fullkomlega í boði Lovren og á hroðalegum tíma enda Liverpool búið að vera líklegra og vel inn í þessu ennþá. Synd þar sem Lovren hefur verið með bestu mönnum Liverpool það sem af er þessu móti.

  Ég skil ekki afhverju Rodgers skipti ekki strax eftir að West Ham skoraði, fæstir stjórar gera það reyndar og Rodgers breytti vissulega um taktík í hálfleik. Hann lagði skiljanlega upp með að nýta vængina betur og teygja á liði gestanna og koma Coutinho inn í spilið á miðjunni. Persónulega hefði ég tekið Lucas af vell og fært Can niður en skil alveg að hann hafi lagt upp með að hafa Lucas aftast til að verja vörnina sem þarna var orðin þriggja manna. Clyne og Moreno voru væng bakverðir.

  Þetta var auðvitað allt ónýtt strax á 52.mínútu er Coutinho fær ansi ódýrt gult spjald, hans annað í leiknum. Þar með var þessu endanlega lokið, West Ham lagði upp með stífan varnarleik frá byrjun, hvað þá 0-1 yfir og enn frekar 0-2 yfir. Liverpool einum færri, án síns mest skapandi leikmanns og þegar í vandræðum 11 gegn 11. Kick and hope á Benteke í restina var fyrirsjáanlegt og skilaði engu.

  Eftir að Coutinho fór útaf varð það enn verra að hafa ekki tekið Lucas frekar en Can útaf enda Can með miklu meiri yfirferð á miðjunni en skipti varla miklu um niðurstöðu þessa leiks.

  Það skiptir svo engu hvort leikurinn fari 0-2 eða 0-3 og því tekið séns undir lokinn og sett Ibe inn fyrir varnarmann, það gekki ekki upp frekar en nokkuð annað í þessum leik og þeir setja mark í lokin.

  Það er rosalegt að tapa 0-3 á heimavelli í leik sem flokkast alltaf sem skyldusigur. Þetta er svartur blettur á annars ágæta byrjun á þessu tímabili en vonandi ekki það sem koma skal. Þetta lið okkar var aldrei að fara taplaust í gegnum tímabilið en svona slys þurfa að vera undantekningin í vetur, ekki nánast reglan eins og í fyrra.

  Leikmenn.
  Ekki skrifast neitt af þessu á Mignolet sem fékk þrjú opin skot á sig og gat ekkert gert við þeim.

  Miðvarðaparið átti mjög slæman dag þó ekki reyndi oft á þá. Báðir með vel undir fimm í dag og mistök Lovren í seinna markinu það léleg að fyrir mér á þetta að kosta hann sæti í liðinu. Samkeppnin á að vera það hörð með Sakho á bekknum að svonalagað á að hafa afleiðingar.

  Gomez átti sinn allra versta dag enda í hlutverki sem hentaði honum illa. Liverpool þurfti að sækja frá 3.mínútu og West Ham gaf honum eftir plássið sóknarlega þar sem nákvæmlega ekkert kom út úr hans sóknaraðgerðum. Varnarlega var hann í vandræðum líka, sofnaði í fyrra markinu og þegar Lovren gefur seinna markið er hann út á vinstri kanti, veit samt ekki hvar Gomez var eða hvort það skrifist á nokkurn hátt á hann enda átti Lovren ekki að vera í vandræðum þarna.

  Clyne fannst mér einn af okkar skárri mönnum í dag og sé eini í fyrri hálfleik sem var að reyna bjóða upp á eitthvað sóknarlega.

  Lucas er að mínu mati óþarfur í svona leik, hann bíður ekki upp á neitt sóknarlega og varnarlega reyndi ekki mikið á hann enda lagði andstæðingurinn upp með að verjast. Reyndar eru líklega þrír leikmenn meiddir sem væru í liðinu á undan honum (Hendo, Lallana og Allen). Vera hans ætti samt að gefa Can og Milner meira frelsi sóknarlega og það er bara ekki nógu sóknarsinnaður dúett í svona leik.

  Milner var líklega okkar besti leikmaður eins og áður í byrjun þessa tímabils en miðjan var rosalega stirbusalega upp sett með Can fyrir framan hann og Lucas fyrir aftan.

  Can sem sóknartengiliður gegn liði sem liggur aftarlega á ég MJÖG erfitt með að skilja, Coutinho á ALLTAF að vera þarna gegn svona liðum að mínu mati. Ef ekki Coutinho þá Firmino, Lallana, Ibe, Markovic eða Texeira frekar. Ég er mikill Can aðdáandi en ekki í þessu hlutverki í svona leik. Þetta minnti mig mjög á þá leiki sem Liverpool spilaði með Momo Sissoko fremst á miðjunni og skilaði álíka miklu sóknarlega. Þetta var auðveldara að skilja á Emirates en ekki í dag. Skil vel að skipta Moreno inn fyrir hann og setja á vænginn og fá þannig Coutinho inn á miðju.

  Coutinho spilaði í dag sinn versta leik í vetur og kórónaði hann með tveimur ódýrum spjöldum og banni gegn United. Fari það í kolbölvað bara. Finnst hann reyndar alltaf hverfa þegar hann er settur út á kant eða spilað sem einn af þremur efstu. Hafa hann á miðjunni að stjórna umferðinni takk.

  Firmino átti líklegasta færi Liverpool í dag en sást varla að öðru leyti enda sóknartríóið jafnan að spila 3 gegn a.m.k. 6. Augljólega ekki kominn í 100% leikform en það vonandi nálgast.

  Benteke var að spila svipað hlutverk í dag og margir óttuðust að hann myndi spila hjá Liverpool. Þetta var eins og að hafa Emile Heskey þarna í dag enda afar margir langir boltar fram á hann sem urðu að engu. Mátti ekki við margnum og líklega hlakkar enginn meira til að fá Sturridge aftur heldur en Benteke.

  West Ham hefur unnið Arsenal og Liverpool með sama uppleggi en tapað fyrir Leicester og Bournemouth sem sóttu óhædd á þá. Liverpool átti að gera það sama í dag en hefur byrjað tímabilið sóknarlega nánast eins og allt síðasta tímabil var.

  Bölvað veganesti í landsleikjahléið og risaleikur næst sem varð ennþá stærri eftir þessi úrslit.

 38. #33 eigum við ekki aðeins að róa okkur ? Óþarfi að hóta því að drepa manninn þrátt fyrir slæm úrslit, þetta er bara fótbolti.

  Til að súmmera þetta upp þá held ég að þessi góða frammistaða Gomez í fyrstu leikjum hafi blekkt okkur svolítið. Strákurinn átti aldrei breik í dag ogg er einfættari en Riise sem er mjög slæmt í þessari stöðu. Hann átti að gera betur í fyrsta markinu.
  Lovren var mjög slakur í dag, ótrúlegustu mistök og annað markið var algjört djók. Þriðja markið kom svo eftir mistök frá Moreno.

  Martin Skrtel er samt ekki stikk frí af þessum leik. Hann skallar ömurlega skalla út í fyrsta markinu, hann og Lucas tekst ekki að hreinsa nægilega vel í marki tvö og skrtel er slakur í þriðja markinu. Vörnin leit alls ekki vel út og að vera með 2 varnasinnaða miðjumenn inná og fá á sig 2 mörk í fyrri hálfleik á eiginlega ekki að vera hægt.

  Benteke verður svo að fá framherja með sér frammi. Ég reikna með að það gerist fyrst Coutinho er í banni, reikna með að LFC byrji með Sturridge og Benteke saman og Firmino fyrir aftan þá. Það gæti verið nokkuð gott lið (ef maður reynir að blekkja aðeins sjálfan sig)

  Það sem er samt mest óskiljanlegt við þennan leik eru skiptingar Brendan Rodgers. Í fyrsta lagi tók hann Can útaf en ekki Lucas. Lucas ekki búinn að vera slakur en maðurinn er aldrei liklegur að skora, Can getur þó skorað mörk. Næsta skipting kemur Ings inná fyrir eina manninn sem virtis geta skapað eitthvað og á endanum Ibe fyrir Gomez og hann gerði nákvæmlega ekki neitt. Hversu mikið lélegri er Markovic fyrst hann er lánaður en Ibe fær endalaust af tækifærum? Hrikalega hefur hann verið dapur á æfingum.
  Rodgers lagði þennan leik kolvitlaust upp og fær algjöra falleinkunn fyrir leikinn. Hann lifir ekki af sem stjóri Liverpool með margar svona frammistöður.
  Við skulum samt slaka á, liðið er með 7 stig í 6 sæti 2 stigum á eftir 2.sætinu sem Palace er í. Þannig þetta er nú engin dauðadómur. Erum búnir að tapa jafn mörgum stigum og Arsenal sem og færri en Chelsea og Tottenham sem ásamt Man Utd virðsta vera liðin sem við munum keppa við um þetta 4.sætið.

  Þetta var vissulega ömurleg úrslit en við eru ekki í fallbaráttu eins og eftir 4 umferðir í fyrra.

 39. 3 varnarsinnaðir miðjumenn á heimavelli gegn West Ham. Joe Gomez er álíka góður sóknarlega og Lucas (Moreno á bekknum). Einn sóknarmeður lánaður til Ítalíu, annar á leiðinni og tveir á bekknum sem eru ekki notaðir fyrr en það vantar lappir á slaka miðjumenn liðsins. Leikmenn upp á 36M punda frá því fyrir ári lánaðir. Firmino búinn að vera afleitur, sömuleiðis Ibe. Benteke er eins og Tom Hanks í Cast away-leitar að Mr. wilson út um allt-enginn til að gefa á, fær boltann nánast bara í hausinn. Enn einn senterinn sem Brendan ætlar að skemma með því að hafa einan upp á topp. Besti varnarmaður Liverpool fær aldrei að spila (Sakho). Lovren sem kemst ekki nálægt byrjunarliði Króata slær hann út. Eftir milljarðatuga eyðslu segir Rodgers að Lucas sem sé besti varnartengiliðurinn sinn þrátt fyrir að Lucas hafi nánast ekkert spilað í 18 mánuði og kæmist ekki í lið Norwich í dag. 0-2 undir í hálfleik og skiptir vinstri bakverði inn á.
  Bolaði Steven Gerrard burt frá félaginu með því að neita honum um mínútur ( af því Joe Allen og Lucas eru svo frábærir???)))
  Þessi leikur í dag var svo átakanlega slakur, leiðinlegur og sorglegur fyrir Liverpool FC að ég gæti grátið. Minni á að það eru ekki nema örfáir mánuðir síðan Liverpool tapaði 6-1 fyrir Stoke og varð að athlægi bæði í UEFA league og heima fyrir.
  2 mörk skoruð þetta season og kannski 3 færi sköpuð. 7 varnarsinnaðir leikmenn á vellinum í dag en töpuðu samt 0-3 fyrir meiðslum hrjáðu leiði West Ham.
  Ég get ekki meir.

  HVENÆR ERU MENN BÚNIR AÐ SJÁ NÓG???

  Semja við Klopp strax eftir helgi.

 40. Vá! Liverpool er í 6. Sæti með jafn mörg stig og Arsenal og Utd, fyrir ofan Chelsea og Tottenham.
  Dramatíkin hér inni er ekki í neinu samræmi við veruleikann. Slæmur leikur vissulega en frammistaðan ekki lýsandi fyrir tímabilið.

 41. Mikið er ég fegin að hafa ekki horft á þennan leik. Sá að einn af mínum uppáhalds leikmönnum sampdoria var inná hjá West ham obing !. hörku miðjumaður. Hann kostað ekki mikið en góður. Ef liverpool tapar á móti man u þá má Rodgers fara að hugsa sinn gang. jafntefli þar þá er þetta allt í góðu.

 42. Hvaðan koma þessir atvinnuraöflarar inná síðuna þegar illa gengur?
  Full margir af þessum sömu röflurum láta ekki í sér heyra þegar vel gengur?

  Lítið hægt að segja um þessa herfilegu frammistöðu og það er ekki hægt að hengja BR fyrir það þegar varnarmenn LFC gefa þessi mörk skuldlaust með arfaslökkum varnarleik.

  Það sem veldur áhyggjum er hversu einangraður Bentake var það þarf miklu meiri hreyfingu í kringum hann og hlaup.

  Næsta leik takk YNWA.

 43. Margir eru að óska eftir höfði Rogers, en ekki ég, ekki svona á sem skyndiákvörðun, en hann er kominn með ansi stutt reipi og ég vill meina að það þarf að skipta um mann í brúnni ef liðið er ekki á top 4 um áramót, ég held alllir sjái að þetta er tímabilið og engar afsakanir eru teknar gildar, Liverpool er lið sem á að vera efst og to 4 viðmiðið á að vera neðri mörk þess sem eiga að viðgangast. ef þetta er ekki að fara að smella á þessu ári, ætti ekki að vera neinn Rogers skráður sem stjóri besta lið veraldar í eina sekondu á næsta ári.

  og enginn fara að snúa út úr mínum orðum með “við erumekkert besta lið veraldar”, þið sem það segið haldi í rauninni ekkert með Liverpool, þið haldið bara með hugmyndinni um Liverpool, og það er ekki sami hluturinn

 44. Ég hef alltaf staðið með BR, en í þessum leik gef ég honum falleinkunn. Sorglegur leikur í alla staði, fáum valla færi.

 45. tvær athugasemdir,

  eftir 4 leiki höfum við skorað færri mörk en við höfum fenfið á okkur, og við höfum skorað helmingi færri mörk en leikir sem við höfum leikið.

  Ranglega hafa verið dæmd af andstæðingum okkar jafn mörg mörk og við höfum skorað.

 46. Svona lélegt Liverpool hefur ekki sést lengi. Þessi sjö stig eru aðallega dómara mistök , ættu í raun og veru að vera 3. Getum spilað vel á móti stóru liðunum en kúkurinn kemur strax þegar þarf að stjórna. BR kúkaði þó allra mest allra í dag með því að stilla upp sama liði og á Emirates.

 47. Sæl og blessuð.

  Ég spáði 0-2 í leikhléi og að Lovren myndi skora á 55. mínútu. Það reyndist ekki fjarri sanni því til viðbótar stöðunni þá átti hann blessaður markskot einmitt á 55. mínútu en markvörðurinn hjá WH varði, illu heili. Reiknaði ekki með því í þessari breytu en það er flókið að spá og það er ekki bara nútíminn sem er trunta – framtíðin er líka dyntótt skepna.

  Jæja, við þessu er lítið að gera. Nú er að sjá hvort vegur þyngra í framhaldi þessa leiks – lærdómurinn sem af hinum síendurteknu mistökum hlýst, eða bömmerinn sem hvílir eins og sekkur á herðum stjórans og liðsins.

 48. Það var marg búið að vara við hruninu! Það var margbúið að vara við að Rodgers tapaði klefanum, starfsfólki Anfields og áhangendum Liverpool á síðasta tímabili. Það var svo toppað með 6-1 ósigri gegn Stoke og áhangendur þurftu að fela Liverpoolbúningana inni í skáp í marga mánuði.

  Byrjun tímabilsins er eins og að dómararnir hafi reynt að hjálpa blindu liði yfir M-Highway að góðmennskunni einni saman. 1 löglegt mark eftir 4 leiki er af og frá!

  Það segir ansi mikla sögu að þegar áhorfendur syngja YNWA á Anfield að eftir tvær mínútur fá þeir risakjaftshögg. Það á ekki að vera hægt á heimavelli.

  Pollýönnur og kóarar Rodgers geta ekki kvartað yfir gagnrýni. Borgar sig ekki að segja meir en gagnrýni er að rýna til gagns.

  Rodgers out – Klopp in! ?

  Áfram Liverpool!

 49. Góða skemmtun að stilla upp í næsta leik segi ég nú bara, það er að segja að hann verði þerna ennþá Gaffinn…..

 50. Það er náttúrulega út úr kú að klína sökinni á öðru markinu á Skrtl og Lucas; það voru algerlega óskiljanleg mistök Lowren sem gáfu það mark og Skrtl og Lucas þar hvergi nærri.
  Ef BR nær ekki tökum á liðinu í næsta leik má hann fara fyrir mér, en ég vona að hann fari að sjá eitthvað annað en sama strögglið og í fyrra.

 51. Viðurkenni það bara að ég þurfti að demba mér í húsverk, verslunarleiðangur og eldamennsku áður en ég gat skrifað meir um þennan leik.

  Ég ætla ekki að vera með mjög hástemmd lýsingarorð…en fyrir mér finnst mér sama ráðaleysið og rótleysið í gangi í kringum félagið og hefur verið frá hausti 2014. Þessi leikur var enn eitt taktíska slysið. Ég er bara algerlega ósammála honum Babú mínum í því að það sé eðlilegt að stilla liðinu svona upp með þá Lucas og Can þarna…og Benteke svona einangraðan uppi á topp. Þetta er bara algerlega sama upplegg og kolbrást okkur síðasta haust. Ég skildi alveg að menn væru eilítið varkárir gegn B’mouth en þegar að Henderson dettur út þá bara setur þú liðið þitt ekki svona upp. Alls ekki.

  Auðvitað á að spila 4-4-2 eða þá hið minnsta gera eins og Babú lýsir, stilla Coutinho upp á miðjunni fyrir framan Milner og Can, með vængmenn líka. Þetta steingelda kerfi dó á 3.mínútu auðvitað. Markið sem Lovren gaf var síðasta strikið mitt. Ég er hættur að verja hann. Þetta einfaldlega gengur ekkert lengur – hversu mörg mörk þarf maðurinn að gefa áður en þetta er fullreynt. Einn eitt snilldarviðtal BR í vikunni lítur út eins og skipulagt kaos í dag…núna dásamaði hann frábæra varnarvinnu sína og félaga í sumar og hversu ánægður hann er með framfarir Lovren…sem ég fullyrði að eigi sér engan málsvara eftir daginn. Engan.

  Skipt í hálfleik. Í hvað? Kerfið sem klikkaði í fyrra með 3-4-2-1 uppleggi og einum framherja. Aumingja Benteke. Hver var það sem ákvað að Ings færi ekki strax inná og við myndum vera með tvo uppi á topp? Hver í þjálfaraliðinu???? Og það að Lucas spilar nú 90 mínútur. Sýnir það að allt sé í fullkomnu skipulagsstandi…maðurinn sem var alveg klárt að var á leið í burt fyrir viku. Ég fíla alveg Lucas og vill honum gott. En mér finnst þetta bera vott um ístöðuleysi hjá stjóranum.

  En þá það. Moreno átti spræka innkomu og ekkert vont endilega um það að segja. Nú fær hann mögulega séns því auðvitað mun 18 ára strákur lenda í vanda og nú er að sjá hvað gerist, því ekki er reiknað með því að við bætum við. Það verður verkefnið held ég fram í janúar að sjá hvernig mun ganga að dekka vinstri bak…og reyndar alveg varnarleikinn svosem, hann er augljóslega í ólagi.

  Ég ætla að hætta að vera bjartsýnn, það fer mér örugglega bara betur að vera passívur í lýsingunum. Margir leikmenn klikkuðu í dag og það er því miður að verða býsna regluleg tilfinning að detta í. Lovren hef ég áður nefnt, Lucas er vorkunn í svona leik því hann á ekki að spila þá…en Emre Can verður að stíga betur upp ef þið spyrjið mig sem fyrst, Coutinho er framtíðarstjarnan en dagurinn í dag var vondur.

  Í dag er svo Markovic kominn á mynd með Fenerbahce trefilinn og það verður gaman að sjá hvort fleiri fara frá okkur, en Lazar kostaði 20 milljónir í fyrra ef ég man rétt. Sem er reyndar tvöfalt meira en Origi sem enn er ekki kominn inná í vetur…vonandi fær hann mínútur með landsliði Belgíu.

  Veit…er örugglega Reykás miðað við síðustu leiki, daga og vikur. Einn leikur á kannski ekki að snúa manni svona í hring. En sjokkið eftir þennan var nú bara svipað eins og shambles-ið á Wembley eða Palace heima þó það ná ekki Stoke slysinu. Næsta æfing af viti verður fimmtudag fyrir leik á Old Trafford. Auðvitað stjórnar Rodgers henni en það er áfram algerlega mín skoðun að ef að sama ráðaleysið verður uppi á teningnum í næstu leikjum og var svo innilega augljóst haustið 2014 eða vorið 2015 þá er bara ekki eftir neinu að bíða.

  0-3 tap á heimavelli – einu sinni áður í sögu félagsins hefur það hent í Úrvalsdeildinni, 1-4 gegn Chelsea 2005. Ég ætla að leyfa mér að vera dramatískur og velja þetta versta tap í sögu okkar í Úrvalsdeildinni. Mögulega dramadrottning í dag…en þetta er samt mín skoðun, 100 dögum eftir versta tap sem ég man eftir í sögu félagsins.

  Sorry – nóg fyrir mig…living on borrowed time mr. Rodgers.

  Afsannaðu það fyrir mig takk í næsta leik.

 52. Ég ætla ekkert að væla að allir leikmenn og framkvæmdastjórinn séu lélegir og allt það

  EN VIÐ ERUM LIVERPOOL OG ÞEGAR VIÐ ERUM Á HEIMAVELLI EIGUM VIÐ AÐ STJÓRNA LEIKJUM OG SPILA MUN SÓKNDJARFARI FÓTBOLTA.

  En eini kosturinn við þennan leik er sá að núna kemur mér ekkert á óvart að við jörðum Man Utd í næsta leik.

 53. Þetta var hrikalega slæmur skellur sem kom ekki á óvart eftir þessi viðtöl í vikunni.
  Af hverju þurfa menn að hrósa sé eftir smá heppnis byrjun og svo kemur skellurinn, hversu oft höfum við séð þetta atriði.
  Ég vil sjá sjá 2 sóknarmenn á heimavelli en ekki svona steingelda miðju.
  Ef þetta heldur svona áfram og við lögum ekki bæði vörn og sókn þá kalla ég eftir Klopp eða Ancelotti.

 54. Jæja, menn hættir að vera pirraðir og þá er hægt að snúa sér að máli málanna.

  Fyrsta setning þessarar skýrslu: „Á einhvern óskiljanlegan hátt er ákveðið að vera með þrjá alvöru sóknarmenn í þessu liði á móti West Ham heima og leikmaður sem ekki var í hóp hóf þennan og spilaði allan leikinn.“

  HVAÐ ÞÝÐIR ÞETTA EIGINLEGA?
  HVAÐ ER ÓSKILJANLEGT VIÐ AÐ VERA MEÐ ÞRJÁ ALVÖRU SÓKNARMENN?
  HVERNIG GAT MAÐUR SEM VAR EKKI Í HÓP SPILAÐ ALLAN LEIKINN?

  HJÁLP!!!

 55. Slökum aðeins á að rakka Rodgers niður! Byrjum á að fá á okkur klaufalegt mark þar sem Gomez gleymir sér og eftir það erum við að sækja og eigum skot í stöngina. Seinna gefur Lovren seinna markið. Kannski eina leiðin til að fá Sakho aftur í liðið.
  Snemma í seinni hálfleik fær kúturinn rautt og þvi erfitt að sækja 10 á þessa rútu sem var búið að leggja svona myndarlega fyrir fram markið þeirra.
  Hef ennþá góða trú á 4 sætinu

 56. Ég sé að virkur í athugasemdum hefur gert sig heimakominn á kop.is eftir þennan leik. Þvílík og önnur eins dramatík sem hér veður uppi!

  Auðvitað eru allir búnir að gleyma stórgóðum sigri gegn Stoke, hörkuleik gegn Bournemouth og solid frammistöðu gegn Arsenal. Eftir þessa fyrstu þrjá leiki tímabilsins þá voru flestir hér bara nokkuð sáttir – 7 stig af 9 mögulegum fengin. Já, hér voru einmitt langflestir bara svífandi um á bleiku skýi.

  Greinilegt að góð byrjun hafði þau áhrif að allir sem hér kommenta trúðu því að LFC væri bara orðið hið fullkomna lið sem myndi aldrei tapa leik á þessu tímabili.

  Búmm. Svo kemur skellur. Bleika skýið hvarf eins og dögg fyrir sólu (get it?!). Sama volæðið tekur hér völd líkt og það gerði í allt heila sumar. Allt er ömurlegt. Lestrarstjórar “BR out” vagnsins sinna sínu hlutverki af stakri prýði.

  Já, það er fúlt að tapa leik 0-3 á móti West Ham. Lélegur leikur og margt gagnrýnivert. Og hvað?

  Nei, hér vilja menn (komment 30) jafnvel dæma Firmino úr leik. Eftir um það bil 200 mínútur í PL. Og enn annar ákveður að reyna að vera fyndinn og ætlar að “lóga greyinu (Rodgers)” með kindabyssu (komment 33). Og fær þumal upp fyrir – 18 þegar þessi orð eru skrifuð. Vel gert, til hamingju AEG fyrir smekklausasta komment síðunnar það sem af er þessu tímabili.

  Nú er landsleikjahlé, og engin Liverpool leikur í tvær vikur. Hér verður eflaust jafn ólíft og í mest allt sumar, því mönnum liggur svo mikið á að bölva liðinu, stjóranum, nýju kaupunum o.s.frv. í sand og ösku.

  Sjálfur horfði ég á þennan leik. Fannst hann ömurlegur. Vil sjá breytingar gegn ManUtd. Vonandi verður Henderson kominn aftur í gang, vonandi verður rauða spjaldi Coutinho áfrýjað og það dregið til baka. Ég hlakka til næsta leiks, því þrátt fyrir allt þá er ég alltaf spenntur fyrir næsta leik. Sérstaklega á móti erkióvini LFC.

  Kannski tapar LFC þeim leik líka. Liverpool fer auðvitað aldrei í gegnum heilt tímabil án þess að tapa. Það er líka bara fínt. Smá mótlæti sýnir okkur hverjir eru menn og hverjir eru mýs. Nú þurfa leikmenn, þjálfarar, eigendur og ræstitæknar LFC að hysja upp um sig brækurnar og horfa fram á veginn. Ég legg til að dramadrottningarnar hér geri slíkt hið sama.

  Onwards and upwards, og allt það.

  Með vinsemd og virðingu
  Homer

 57. Ömurlegur leikur hjá okkar mönnum og sennilega bara það sem að liðið á skilið miðað við mannskap, enginn alvöru miðjumaður í hópnum og bara engin trú á sigur í hópnum.. Ég er búinn að halda með Liverpool síðan 1984 og tel mig því til stuðningmanns Liverpool en að detta það í hug að segja öðrum hér inn eins og sumir eru að gera hér hvernig maður á að haga sér sem stuðningsmaður Liverpool er ofar mínum skilningi…

 58. Jæja eftir ömurlegt tap. Fylist maður af vanlíðan ekki batnar það þegar maður kíkir á kopið eftir svona leiki eins og það er gaman að vinna og lesa kopið þá, þó strax eru færi menn sem dásema leiknum þegar vél gengur eins og þegar gengur ylla, velti stundum fyrir mér sófa þjálfurunum sem bíða eftir mistókum svo hægt er að hífa sjálfan sig upp með úd skýringar hvað átti að gera betur og hver átti að leika hvar og hvenar ,þó eru sum rök allveg fullgild og góð en að reka alltaf þjálfaran drepa eða hengja Nei slökum nú á, vill maður sjá liðið sit vera með nýjan þjálfara á 3 mánaða fresti eða eftir alla tapleiki , kanski einhver ekki ég (tapaði ferguson alldrey, ?) (Kanski hefði hann aldrey orðið goðsögn í nútíma bolta ) . Ég vil ekki alltaf skella skuldinni á ein mann eða tvo í dag áttu okkar ástkæru leikmenn virkilega lélegan dag. Hver mann ekki eftir svona degi í vinnuni, þegar planið er fokið úd um veður og vind áður en dagurinn er byrjaður , ég mann eftir svona degi , það skiftir engu máli hvað þeir fá borgað þeir eru jú mannlegir eins og t.d Messi og margir góðir en eiga stundum skelfilegan dag í vinnuni, launin í boltanum, verðið á leikmönnum fer eftir eftirspurn ekki eftir getu beint því fæstir standa undir verðmiðanum. Maður er ekki allveg að fara syngja lofsöngva eftir tap mig langar helst að öskra úr mér lungun hita einhvern skíta skrata (man u mann) og seigja honum hversu leiðinlegt hann og hans lið er, sama hversu vél eða ylla þeir spilla bara til að fá úd rás á mínum birrrrrring stað þess að úd húða mínum mönnum eins og þeir eru alltaf gagnlausir, bíðum aðeins 4 leikir búnir og allir búnir að slökkva ljósin ef þeir þá kveiktu þau þá. Vona ég geti tekið gleði mína upp á annað plan eftir næsta leik

  Já næsta leik YNWA

 59. Nú er ég búinn að horfa á allt undirbúningstímabilið og fyrstu fjóra leikina í PL. Fyrir utan fyrri hálfleikinn á móti Ars þá hefur mér fundist liðið vera í stökustu vandræðum sóknarlega og þurft að hafa töluvert fyrir hverju einasta marki…..og hafa ber þá í huga að eitthvað af þessum leikjum var á móti töluvert lökum andstæðingum á pre seasoni. Southampton sýndi það í fyrra að það þarf ekkert marga mánuði til þess að slípa lið saman og því held ég að við munum sjá ansi fljótt hvort að sóknarleikurinn dafni almennilega við eða verði á því leveli sem hann var í fyrra.

  Varnarlega hef ég klárlega séð batamerki og eru kannski úrslitin í dag sérstaklega svekkjandi í ljósi þess að maður hafði von um að þetta á réttri leið (sem ég vona enn að það sé og dagurinn í dag sé “one off”). Fyrsta markið var fyrir það fyrsta bara sofandaháttur hjá liðinu og léleg vinnsla fremst á vellinum sem gerði það að verkum að wh fékk færið. Skrtel skallaði boltann illa frá sér en gat kannski ekki gert mikið meira. Gomez steinsofnaði og að mínu mati liggur stærsti skellurinn hjá honum. Mark 2 var eitthvað sem Mourinho, Ancelotti, Klopp og Benítez gætu ekki þjálfað þó svo að þeir myndu einbeita sér að því til æviloka. Þetta er bara svo ævintýraléleg spilamennska hjá Lovren að ég myndi aldrei skella þessu á neinn þjálfara. Það var fullkomlega eðlilegt að hann byrjaði þennan leik og að sama skapi finnst mér fullkomlega eðlilegt að hann fari á bekkinn í næsta leik eftir svona frammistöðu.

  Mér dettur ekki til hugar að kalla eftir því að þjálfarinn verði rekinn útaf einu tapi. Mér finnst ég verða að sjá meira til þess að geta myndað mér skoðun á því hvort að hann hafi það sem til þarf til þess að koma liðinu meðal þeirra fremstu, sá tími er samt ekki langur og í vor talaði ég um að jólin ættu að geta gefið ágætis mynd af því sem koma skal. Eitt skal þó vera á hreinu að hann hefur ekki svigrúm í afhroðsúrslit af þessari stærðargráðu. Þau 25 ár sem ég hef fylgst með lfc þá hafa margar af sorglegustu frammistöðum liðisins komið undir hans stjórn og man ég ekki eftir neinum stjóra sem fékk jafn myndarlegan stuðning til leikmannakaupa og hann. Ég tek undir með einu kommenti hér að ofan, þessi úrslit voru litlu verri heldur en 6-1 tapið á móti stoke í vor.

  Samantekt: Horfum til jóla og metum stöðuna þá. Er samt enn í sjokki yfir frammistöðu dagsins og hef ekki hjarta í mér til að horfa á mikið fleirri svona leiki og ef það er framhaldið þá trúi ég ekki að eigendurnir horfi þegjandi og hljóðalaust á og bíði eftir frammistöðu skýrslu í vor.

 60. Jæja.

  Tímabilið búið hjá flestum stuðningsmönnum eftir 4 leiki.
  Það er sértaklega skrítið miðað við tóninn í mönnum eftir 3 leiki, þar sem við vorum yfir pari og allir gríðarlega ánægðir að vera me 7 stig.

  Öll lið í þessari deild eiga svona leiki, Arsenal tapaði m.a.s. á heimavelli gegn þessu sama liði, það hlýtur líka að vera Rodgers að kenna.

  Liðið var ekki gott í dag, það vantaði tölluvert uppá á flestum stöðum og þá sérstaklega í varnarleiknum, sem hefur verið þéttur það sem af er leiktíð. Joe Gomez átti að gera betur í fyrsta markinu, en þeir sem vilja frekar sjá Moreno inná mega fara í smá upprifjun, því að hann átti nokkur svipuð mistök á síðustu leiktíð sem kostuðu okkur mörk. Ég upplifði síðan hálfgert “Dejan vu” þegar Lovren blessaður sýndi gamalkunna takta og gaf þeim annað markið á silfurfati, þó að mér finnist aðrir einnig hafa brugðist í því atriði.
  Það sást síðan í dag að Lucas hentar töluvert verr í leiki eins og þennan þar sem andstæðingarnir liggja til baka og sækja á skyndisóknum.

  West Ham gerðu frábærlega í því að beina allri okkar umferð upp vinstri kantinn, þar sem Joe Gomez var frekar einangraður. Hefðum betur reynt að koma meiru upp þann hægri.

  Sóknin var óttalega bitlaus, Benteke í algjörri gjörgæslu allan leikinn og sást varla. Firmino ekki ennþá kominn almennilega inn í enska boltann, þó hann hafi átt flott skot sem hefði mátt detta inn. Coutinho hagaði sér síðan eins og fáviti með þvi að fá þetta gula spjald í fyrri hálfleik, ef það er eitthvað sem ég þoli ekki, þá er það þegar menn næla sér í spjöld fyrir kjaftbrúk. Dómarinn er búinn að taka ákvörðun, þú breytir henni ekki með því að rífa kjaft og gerir það eitt að verkum að dómarinn verður neikvæðari í þinn garð.
  Það lifnaði samt örlítið yfir sóknarleiknum þegar Ings kom inná, ég vil gefa þessum leikmanni fleiri og lengri tækifæri, hann þekkir deildina og er með instinct fyrir mörkum.

  Þrátt fyrir slæm úrslit í dag ætla ég að halda áfram að enda með nefinu, ég veit ekki hvort að flestir bjuggust við titlinum í byrjun tímabils, en vonin um top 4 er ekki dáin með tapi í 4. leik tímabilsins. Ef við myndum nú slysast til að vinna á OT eftir hléið, þá værum við með jafn mörg stig og eftir 5 leiki 2013/14.

  Ég get lifað með því.

 61. Þetta á að sjálfsögðu að vera “anda með nefinu”, en ekki “enda…”

 62. Brendan tapaði þessum leik. Hræðileg uppstilling á heimavelli! Af hverju var hann að kaupa Origi og Ings???

 63. Ég gat bara ekki tjáð mig um þessa hörmung fyrr en núna, en ég tek undir allt sem Maggi segir hér. Tap á gamla trafford setur mikla pressu á BR. Ég fékk “flashback” til Brittania Stadium þegar ég horfði á þessa hörmung í dag, við vorum ALDREI líklegir að klóra í bakkann. Mér finnst vanta svo mikið leiðtoga í þetta lið okkar að það er alveg skelfilegt. Reitabolti fram og tilbaka sem skilar engu, Benteke gjörsamlega einangraður frammi og sást varla. Af hverju við spilum ekki sókndjarfari bolta gegn varnarliði á heimavelli skil ég bara alls ekki.

  Ég hringdi í 1818 og 1819 en þau fundu ekkert númer hjá Klopp. Ég held samt og vona að Henry sé með hann í contact list.

 64. Ég sá að Instagramið hjá Dejan Lovren er horfið, hann hefur væntanlega eytt því út af abuse/væli: https://instagram.com/dejanlovren06

  Ekki mikill You’ll Never Walk Alone bragur yfir þessu.

  Vissulega margt gagnrýnivert, en það er nú allt í lagi að halda haus þótt á móti blási.

 65. held a? allt sem segja þarf sé komi?…

  ég nenni eiginlega ekki a? tala um þennan leik.
  bara nota gamla klisju
  þa? skiptir ekki màli hvernig þù tapar heldur hvernig þù kemur til baka og èg ætla a? gefa li?inu þa? a? um slys var a? ræ?a og þa? komi reynsluni rìkari til baka….

  en þa? fær ekki marga svona sènsa frà mèr ef þa? dettur ì sama fari? og sì?asta vetur ver?a menn a? endursko?a þetta a?eins….

 66. Lovren er búinn að vera ömurlegur í öllum leikjum Liverpool frá því að hann kom….líka á þessu tímabili. Það er eins og sumir séu stöðugt að hugsa um hann sem froskinn sem prinsessan kyssir og glansandi prins birtist skyndilega. Brendan lofsyngur hann í fjölmiðlum eins og bjáni. Lovren er og verður ömurlegur leikmaður þó Liverpool haldi hreinu í nokkrum leikjum.

  Ég er búinn að verja Brendan algjörlega hingað til en nú er komið gott. Þessi fílosófía hans er ekkert annað en rúnk. Að spila Gomez aftur og aftur er fáránlegt. Við erum með einn besta skallamann i deildinni bíðandi inn í teig og Brendan ákveður að láta strákinn spila aftur og aftur. Varnarmenn einfaldlega bakka á móti honum og bíða eftir því að hann tékki til baka og gefi stutta sendingu á Kútinn.

  Eftir annað markið skipti ég yfir á Chelsea – Palace ég get svarið það að Palace er með betra lið en Liverpool. Þeir eru allavega ekki með neinn Lovren, Gomez eða Lucas. 7 af 11 leikmönnum hjá Palace myndu labba inn í liðið hjá Liverpool. Alveg magnað…..

 67. Ég sá ekki leikinn er einhver með mörkin okkar úr leiknum…fór hann ekki annars 6-0 fyrir okkur?

 68. Þessi úrslit eru skelfileg! Hreint út sagt skelfileg en mikið óskaplega er leiðinlegt að lesa sum kommentin hèrna. Chelsea gullið eru með 4 stig! Fokking 4 stig! Bendiði mèr à einn, bara einn stuðningsmann Chelsea sem er farinn að heimta þjàlfarafok.

 69. Sammála Babu & Homer, hef s.s. litlu við það að bæta.

  Það er eins og sumir hafi verið að bíða eftir þessum úrslitum. Ég sagði fyrir leik í gær að þetta væri bananahýði. Rodgers getur afskaplega lítið gert við því að Gomez klikki eftir 2 mínútur og Lovren sé í ruglinu 20 mínútum síðar.

  Það að ætla að hengja hann fyrir að gera ekki skiptingar eftir 25 mínútur, þá eru menn nú að tengja sig ansi langt. Ef hann hefði lagt upp í þennan leik með tvo á toppnum og mun sóknarsinnaðra lið þá hefðu menn verið að drulla yfir hann fyrir að spila ekki sömu mönnum og áttu besta leik tímabilsins um síðustu helgi. Svo gerir hann bara eina breytingu í stað tveggja í hálfleik og þetta tap er Rodgers að kenna. Róa sig aðeins í dramatíkinni.

  Ég sagði alltaf að þetta tímabil væri make or break fyrir hann. Þrír leikir eru ekki tímabilið, það er fjórir leikir ekki heldur. Við vorum ekki að fara verða meistarar eftir fyrstu þrjá leikina og við erum ekki að fara falla eftir fyrstu fjóra.

  Chelsea tapaði gegn Crystal Palace á heimavelli og Arsenal tapaði gegn sama West Ham liði á heimavelli. Að vera með 7 stig eftir 4 leiki var líklega í takt við það sem menn bjuggust við þegar leikjaplanið var gefið út í sumar. Sjáum hvað næstu leikir færa okkur, þetta var að byrja og það eru ennþá 34 leikir eftir.

 70. Fullkomlega eðlilegt framhald af síðasta tímabili og þetta mun ekki breytast með þennan mann bið stýrið.

 71. Það sem mér fannst sorglegast við þennan leik var að sjá vörnina. Þrátt fyrir að vera með 6-7 varnarsinnaða leikmenn inná leit þetta illa út.

  Það þarf nýjann klassamiðvörð til þess að byrja alla leiki með Sakho. Eða bara starta Sakho og Joe Gomez.

  Menn tala mikið um Lovren, en Skrtel hefur verið partur af öllum óstöðugum og lélegum vörnum síðustu ár. Alveg síðan hann varð fastamaður, maðurinn er sífellt úti úr stöðu sem hann bjargar stundum með vel útlítandi tæklingum. Ég vil ekki sjá þá byrja leiki saman, og eiginlega vil ég sjá annan á bekkinn og hinn út úr hópnum.

  Svo var ég alveg gáttaður ég ar ég sá að breytingin sem kom þegar að Liverpool var lent undir var ekki að bæta í sóknina, heldur að stilla upp í enn leiðinlegra og varnarsinnaðra kerfi.

  Sem samt leit illa út varnarlega!

  Hvernig væri að spila með 2 frammi, og okkar besta leikmann í holunni? Ég bara skil ekki pælinguna hjá Rodgers.

  Hef enn trú á því að hann hætti þessari vitleysu, lið með dapra vörn verður einfaldlega að vera hættulegt sóknarlega. það gerist ekki með 1 sóknarmann.

 72. Alveg þess virði að lesa allar bölsýnisathugasemdirnar hérna fyrir ofan, þessi stuðningsmenn sem detta í svartnættið eftir 4 leiki eru “The Real Deal”, er það ekki?

  Okey, ég er sammála mönnum um Lovren, hann á ekki heima í þessum klassa. Gott og vel, á bekkinn og Sakho inn. Hann átti hinsvegar skilið, miðað við framistöu í seinustu leikjum, fullt erindi í byrjunarliðinu og allir eru sammála um það.
  J.Gomez er 18 ára réttfættur miðvörður sem var spilað í vinstri bakverði, þessi setning hljómar undarlega en er alveg hárrétt. Hann hefur verið fínn í fyrsti þremur leikjunum en í leik þar sem bakverðirnir þurfa að sækja, þá á Moreno heima þarna.

  Miðjan var allt of óskipulögð. Millner, sem hefur verið hjá liðinu í um 3 mánuði og er orðinn varafyrirliði (einmitt….), var fyrirliði í dag og ég sá ekki eitt brot af honum öskra á leikmenn eða peppa menn. Endilega leiðréttið mig ef það er rangt en mér fannst hann steingeldur.

  BR lagði þennan leik alveg kolvitlaust upp, það er alveg rétt en hefur hann tapað öllum leikjunum í upphafi leiktíðarinnar? Er Liverpool á barmi þess að falla eftir 4 leiki (einn gegn Stoke og annan gegn Arsenal)?

  Já, þetta er alveg hrikalegt ástand og ég held að sumir nái sér ekki eftir byrjun tímabilsins. Héldu menn virkilega að við færum í gegnum þetta tímabil án þess að taka leik og ekki fá á okkur klaufaleg mörk? Þetta eru jú atvinnumenn í fótbolta en rétt upp hend sá sem hefur aldrei gert mistök í sinni vinnu.

  Við skulum skoða þetta um áramót (það segja menn oft en af hverju ekki?) en þá er Studge kominn inn og nýju mennirnir búnir að stilla sína strengi gagnvart öðrum leikmönnum. Clyne, Milner og Benteke eru að fitta vel inn enda spilað í þessari deild lengi en aðrir leikmenn eru að koma úr öðrum deildum (Ings er enn ungur og að fóta sig).

  Hvar verða Tröllin ef við vinnum ManUtd á gamla trafford? Eitt veit ég, þau verða alveg klárlega hér ef við gerum jafntefli eða töpum vegna mistaka hjá leikmönnum eða “uppleggi” Rodgers.

  YNWA – In Rodgers we trust!

 73. #82

  Það er ekki eins og liðið sé búið að spila glimrandi fótbolta í þessum fyrstu leikjum. Heppin hefur verið á okkar bandi heldur betur.

  Síðan kemur þessi leikur og desavju, spilamennska síðasta timabils mætt aftur. Hörmuleg vörn og steingeld sókn.

  Hvað er það sem fær menn til að trúa því að hann fari að spila með 2 framherja þegar Studge kemur aftur? Hann virðist forðast það eins og heitan eldinn að spila með 2 frammi eftir að Suarez fór.

  Það sem fer mest fyrir brjóstið á manni er hver met skitan á eftir annarri. Scum létu Moyes fara þar sem hvert metið eftir öðru í skitu var slegið.

  Eftir allan þennan tíma og leikmannakaup BR ætti liðið að öllu eðlilegu að vera lengra komið.

  Fyrir mér vantar BR alltof mikið upp á til að koma liðinu lengra.
  Benitez styrði liðinu við erfið skilyrði en hann fékk liðið til að spila á sinn hátt, annað en með BR þar sem maður botnar hvorki upp né niður í þvi hvað hann er að gera.

  Hann veit það ekki einu sinni sjálfur.

  Það er rannsóknarefni að liðið skuli líta svona út eftir 3 ár. Það er ekki eins og liðið hafi verið fjársvelt.

  Að Liverpool skuli jarðað er ekki boðlegt og hvað þá að það gerist trekk í trekk.

 74. Lárus Sig er búinn að stela minni þrumu svona í morgunsárið.

  Það er nákvæmlega þetta sem ég hugsaði í gær. Þremur árum seinna erum við enn að horfa upp á það taktíkslys sem við sáum í gær.

  Menn tala um leikinn eins og þarna hafi bara einhver “mistök” orðið. Staðreyndin er sú að það var lokað á allar okkar sóknarleiðir, eitt markskot af viti og markmaður West Ham þurfti ekki að verja eitt skot því það fór í stöng. Maður skalf í hvert sinn sem West Ham kom upp völlinn því Mignolet þurfti að velja.

  Ég sá aldrei neitt gameplan í þessum leik í gær og það er nú býsna ódýrt að segja að það ætti ekki að geta komið í ljós eftir þrjár mínútur eða tuttuguogsex.

  Það að segja einhverja hafa beðið eftir þessu hefur vissulega tvöfalda merkingu. Ég neita því að menn telji okkur einhverja hafa glaðst í gær eða við höfum beðið eftir tapinu. Það þarf ekki að svara svoleiðis hugsunum með öðru en að hrista höfuðið. Þeir sem hlustuðu á podcastið mitt í liðinni viku heyrðu það að ég var bjartsýnn og að detta í gleði.

  Mér finnst ekki hægt að líta framhjá því að í gær var ekkert bara “bad day at the office”…og á sama tíma streyma leikmenn sem Rodgers keypti í lán til annarra liða og við borgum ennþá hluta launa þeirra áfram. Það eykur mér ekki bjartsýni um það að innan félagsins sé sterk sýn á hlutina í gangi eða það að sjá sama steingelda uppleggið og sást haustið 2014 verða svo breytt í kerfi sem var fundið út vorið 2015. Ég geri stærri kröfur en það til manna en að þeir sæki í sama brunn og hefur brugðist þeim áður.

  Það er svekkelsið mitt í dag…sem vonandi verður bara rekið ofan í mig. En ég harðneita því að einhver aðdáandi félagsins hafi beðið eftir svona hörmung eða að hlakki í honum í dag. Mér fannst Anfield gærdagsins algerlega lýsandi fyrir ástandið. Dauðaþögn meira og minna og völlurinn tómur á 90.mínútu. Að sjálfsögðu. Svona frammistaða er óafsakanleg – þar liggur pirringurinn og ef við værum ekki pirruð eftir 0-3 tap fyrir West Ham heima…hvað sættum við okkur við þá eiginlega!!!

 75. Ég tek undir með Magga og Lárusi Sig. ofl.
  Það verður ekkert fram hjá því horft að frammistaðan í þessum leikjum er mun lérlegri en stigataflan segir og að fá svona sögulega lélega frammistöðu með fárra leikja millibili er enganvegin ásættanlegt fyrir okkar klúbb. Brendan hefur haft langan tíma og fullt af peningum til að búa til lið en því miður virðist þetta allt vera í molum og sýn hans og hugmyndafræði (sem mér finnst reyndar vera síbreytileg) er bara ekki að virka eða hann ekki að koma henni til leikmanna. Það hlakkar auðvitað ekki í neinum stuðningsmanni heldur held ég að menn séu almennt hálf lamaðir eftir svona niðurlægingu og andrúmsloftið á Anfield í gær bendir til að þeta sé að verða búið hjá Brendan. Ég hallast eindregið að því að það sé skynsamlegast að gera breytingu fljótlega meðan nóg er eftir af tímabilinu. Það er niðurlægjandi fyrir klúbbinn okkar að halda bara áfram eins og svona háðung sé bara ásættanleg með reglulegu millibili.

 76. Þurftum alltaf miðjumann til að leysa Gerrard af en við keyptum í allar stöður í kring, hefði viljað sjá okkur reyna við Pjanic. Milner finnst mér ekki vera maðurinn til að leysa Gerrard af þótt ágætur sé. Mér finnst allavega miðjan okkar ekkert spennandi í dag.

 77. Það er í það minnsta ljóst að tölfræðin hjá Lucas er á niðurleið 🙁

 78. Sælir félagar

  Eins og ég bjóst við þá sagði Maggi hug minn allan og ætla ég ekki að endurtaka það. Ég vil þó segja mér til afbötunar að ómakleg orð Eyþórs um að einhverjir hafi beðið eftir þessu (og þá líklega fagnað) eru hvað mér viðkemur ósönn og ómakleg og eins og Maggi bendir á eiga þau varla við einn einasta stuðningmann liðsins. Ég er nú þannig gerður að ég ætla engum að vera í eðli sínu skítlegur nema að sá hinn sami sanni það fyrir mér, þannig að ég kýs að álíta að þetta hafi verið óvart hjá Eyþóri.

  Það er nú þannig

  YNWA

 79. What? Búið að eyða skeytinu mínu að ofan? Í alvöru?
  Kommon síðustjórnendur, rosa eru menn orðnir þurrtimbraðir og viðkvæmir eitthvað. Allt innleggið var í grínstíl og öllum ljóst að ég var auðvitað að grínast með síðustu setningunni enda var það komið með +25 “like”. Við erum flest fullorðin sem lesum þessa síðu hér og með töluvert meiri lesskilning en íslenskur skólakrakki í norðlensku byrjendalæsi.

  Heimir versnandi fer. Annars er þetta ekki alvitlaus pistill vilji menn skilja afhverju hnífarnir eru strax komnir á loft. http://paisleygates.com/?p=24943
  Balotelli farinn á lán. (16m)
  Markovic á leiðinni á lán (20m)
  Moreno (12m) orðinn supersub.

  Lovren (20m) gerir reglulegar varnargloríur á meðan Rodgers er að frysta besta varnarmann liðsins Sakho (18m). O.sfrv. Treystum við virkilega Brendan Rodgers til að eyða krónu í viðbót fyrir Liverpool? Þessi sóun á peningum og getu er alveg óhugnanleg. Rodgers segir í vikunni að hafa hann hafi ekkert séð eftir Balotelli tilrauninni! Í alvöru? Finnst manninum bara gaman að eyða peningum Liverpool eins og krakki í dótabúð?

  Rodgers er á 4.ári með liðið og enn er varnarleikurinn reglulega í molum þrátt fyrir mikla vinnu í sumar. Enn er Martin Skrtel stöðugt uppáhalds varnarmaður Rodgers og spilar nær alla leiki sem er óskiljanlegt. Á 4.ári Rodgers er mönnum enn spilað útúr stöðum þrátt fyrir stöðuga eyðslu (Joe Gomez í vinstri bak, Emre Can hægri bakverði og núna nánast í AMC, Sterling í hægri wingback sem var stór þáttur í að pirra hann o.s.frv.)

  Eftir alla þessa varnarvinnu í sumar er sóknarleikurinn vart sjáanlegur. Benteke einn frammi í öllum leikjum og Ings/Origi fá enn varla mínútur. Jordan Ibe líklega að fá of mikið af varnarleiðbeiningum svo ungur að hann virðist búinn að gleyma sóknarleiknum. Lið eins og West Ham farin að dobla á Benteke, beina Coutinho í miðjukraðakið á miðjunni og pressa Joe Gomez útúr vörninni með boltann á vitlausum fæti. Alveg eins og með 3-4-2-1 leikkerfið hans Rodgers í fyrra. Lið á Englandi munu fyrr en síðar alltaf finna svör og veikleika við svona tilraunastarfsemi Rodgers.

  Rodgers verður að fara:

  1) Kaupa vandaða leikmenn í liðið sem hafa ekki stóra veikleika.

  2) Hætta spila mönnum útúr stöðum eins og hann sé einhver unglingaþjálfari sem hafi 5-10
  ár til að þróa leikmenn áfram og bæta þá. Hann er á síðasta séns NÚNA.

  3) Finna stöðugleika og jafnvægi milli varnar og sóknar. Taldi sig hafa fundið það eftir Arsenal leikinn og þessvegna fékk Lucas að byrja inná gegn West Ham.

  4) Nota þau augljósu gæði sem eru þó í liðinu. Sakho, Ings, Origi o.fl. eiga að spila meira, sérstaklega á heimavelli gegn Bournemouth og West Ham.

  5) Hætta þessu endalausa andskotans röfli í fjölmiðlum um allt og ekkert til að fegra hluti. Maðurinn er með óstöðvandi munnræpu og er stanslaust að sýna öll sín spil, bæði gagnvart öðrum liðum og eigin leikmönnum. Kæmi mér ekki á óvart að hann tæki upp eigin blaðaviðtöl og hlustaði á til að sefa eigið egó fyrir svefninn.

  6) Berja meira sjálfstraust, sigurvilja og yfirvegun í liðið. 1 slysamark á 3.mín á heimavelli gegn West Ham sem við höfum ekki tapað þar gegn síðan 1963 á ekki að slökkva svona algjörlega á einbeitingunni mönnum sem leiða til varnarmistaka eins og þeirra sem Lovren gerði.

  Miðað við orð Rodgers í vikunni um að Liverpool þurfi ekkert fleiri kaup fyrir 1.sept þá virðist hann alveg jafn clueless og áður. Byrjunarliðið gegn Arsenal var bara ánægt með lífið og öruggan spilatíma, flaut sofandi að feigðarósi og skeit svo algerlega á sig gegn West Ham.
  Hvar er þetta “Death by Football” sem Rodgers kynnti sem sína ultimate fótboltaheimspeki? Hvar er öll liðspressan, baráttan, ástríðan og djöfulgangurinn sem hann lofaði okkur svo hátíðlega í 150mín viðtalinu fræga um árið?
  Við fengum að sjá hana 1 tímabil og það var aðallega öðrum manni að þakka: Luis Suarez.
  Mér sýnist Rodgers miklu frekar vera búinn að missa sinn karakter bæði utan og innan vallar og er leitandi að skyndilausnum hingað og þangað. Slíkt bara gengur ekki upp í enska boltanum. Enski boltinn gengur út á skúnaslátrun og bully tactics a la Ferguson/Mourinho/Wenger. Vera hrokafull bully-týpa og láta litlu liðin hræðast þig. Láta veikleika í eigin liði virðast styrkleika og öfugt. Það hræðist enginn orðavaðalinn í Brendan Rodgers enda hefur maðurinn fullkomlega ekkert til að bakka sig upp. Hefur aldrei unnið neina titla á ævinni. Hann er ungur, efnilegur og klókur stjóri á mörgum sviðum en það hræðist hann enginn annar þjálfari hvorki í enska né evrópska boltanum. Þessvegna vilja engir heimsklassa leikmenn koma til Liverpool þessi dagana og þessvegna fór Sterling. Það er ekki sexy eða kúl að spila fyrir Liverpool þessa dagana. Menn sjá bara óhræddir í gegnum Rodgers og herja á veikleikana í okkar liði líkt og West Ham gerði í gær.

  Ég ætla að gefa þessu nokkra leiki í viðbót og horfi sérstaklega á Man Utd leikinn eftir c.a. 2 vikur. Ef gamli útbrunni farturinn hann Luis Van Gaal pakkar Rodgers jafn svakalega illa saman taktískt og hann gerði á síðasta tímabili þá er fullreynt að Rodgers hefur fullkomlega ekkert að gera sem þjálfari Liverpool í dag. Reyndu þá aftur eftir 15-20 ár þegar þú ert actually búinn að vinna einhverja titla drengur.

  Áfram Liverpool.

 80. Sælir félagar.

  Langar að bæta í BR umræðuna að ein aðal ástæðan fyrir því að hann fékk áframhaldandi traust Rauðu Sokkana í FSG er salan á Sterling sem var að mörgu leyti vel heppnuð (sterling kom verr út sem frekjan sem dissaði þá sem gáfu honum sjénsinn).

  BR kom út sem framúrskarandi mentor sem breytir ungum talent í gullegg fyrir félagið og ungir leikmenn allstaðar í heiminum vita að í LFC geta draumar ræst.

  Ég stóð samt í þeirri meiningu að aðstoðarþjálfararnir nýju ættu að koma með sterkari taktík og ættu að vera með þekkingu og reynslu á því sviði til að styrkja BR, varðandi skiptingar og leikkerfisbreytingar sem andsvar við taktík mótherja.

  Það byrjar ekkert. sérlega vel. Bekkurinn bauð upp á sterkari svör við Sterkum WH mönnum hygg ég.

  Ég er hugsi yfir þessu, verð að segja það…….

  YNWA – ÞENÞ

 81. Já, menn bíða greinilega spenntir eftir MU leiknum í sept.

  En stóra spurningin er, hver er staðan á Henderson? Verður hann klár eða er hann kominn í enska landsliðshópinn og verður látinn spila þar?

  Veit einhver?

 82. Mikið rosalega fer þessi vagna umræða í taugarnar á mér. Rodgers in!! Rodgers out!! Hvernig er það er allt svart eða hvítt í þessum heimi. Er það jafnvel óhugsandi að vera ánægður með suma þætti Rodgers og gagnrýninn á aðra?

  Kæru LFC aðdáendur þetta niðurdrepandi röfl gerir ekkert vegna þess að FSG ræður og þeir hafa enn trú á þeirra manni. Á meðan er lítið annað að gera en að standa á bakvið sitt lið og vona það besta.

 83. Mér finnst mest óþolandi þegar það er verið að spila leikmönnum úr stöðu, það á að nota leikmenn þar sem þeir eru sterkastir t.d með Can hann á að spila sem DMC en ekki AMC eða DR.
  Það geta alltaf komið upp meiðsli og leikbönn og þá verður að gera breytingar en þetta finnst mér vera óþolandi.
  Næsti leikur gegn man utd á eftir að segja okkur margt, sá leikur verður prófsteinn á tímabilið finnst mér hvort núverandi stjóri sé með þetta eða ekki.
  Stjórinn okkar er á 4. ári og satt best að segja hefur liðið okkar lítið sem ekkert farið áfram að mínu mati þrátt fyrir að hafa verslað leikmenn fyrir töluverða peninga.

 84. Eftir allri “vagna”umrædunni hérna tá verda Mourinho, Wenger, Van Gaal og Rodgers allir ad leita sér ad vinnu fyrir næstu helgi 🙂
  Thetta er samt ekki fyndid med ad tad virdist ekki vera neitt heilsteypt plan hjá Rodgers. Engin markviss uppbygging, allavega ekki sjáanleg enntá. Kemur vonandi hjá okkar mønnum samt.
  Má segja ad lánid hafi leikid vid LFC hvernig adrir leikir spiludust tessa helgina.
  YNWA

 85. Eftir ófarir gærdagsins þá hafa Swansea komið mér aftur í gott skap. Takk Garry, Gylfi og félagar.

  Lífið er yndislegt! :O)

 86. Spurning til manna sem hafa vit á þessu 🙂

  Hverjar eru líkurnar að Liverpool láti Brendan fara fyrir Klopp .. eða einhvern annan stjóra?
  Er þá best að láta vaða á það sem fyrst eða ?

 87. Djöfulsins væl er í mönnum.
  West Ham spilaði bara frábæran varnarleik og nýttu þessi örfáu færi sem þeir sköpuðu.
  Þeir léku nákvæmlega sama leik á móti Arsenal á Emirates.

  Varnarleikurinn á móti Stoke og Bournmouth var solid, þó það hefði vantað aðeins meira upp á sóknarleikinn.
  Liðið lék svo frábærlega á móti Arsenal, skapaði fullt af færum og var það bara outstanding leikur hjá Cech og markstangirnar sem héldu boltanum úti.

  Gomez er efni í frábæran varnarmann, en bara 18 ára ennþá svo það er gefið að hann muni öðru hvoru gera mistök, eins og hann gerði í gær. Á móti liði sem hefur game-planið að pakka í vörn er algjörlega eitrað að fá á sig mark á fyrstu mínútunum, sérstaklega ef sóknarleikurinn er ekki á sama plani og hjá Barcelona eða City. Gomez var ekki á tánum í fyrsta markinu og því fór sem fór.

  Lovren átti svo að vera búinn að hreinsa boltann útaf í seinna markinu, en Friend hefði líka átt að dæma aukaspyrnu á West Ham þegar það var brotið á honum við endalínuna. Anyways, hann lærir af þessu.

  Það var ekkert að varnarskipulagi liðsins í gær, mörkin voru einstaklingsmistök sem er mun auðveldara að leiðrétta.
  Sóknarleikurinn er síðan eitthvað sem kemur með því að menn spila sig saman, skilja hreyfingarnar hjá hver öðrum og ná þessu “telepathiska” sambandi – en þetta eru það góðir leikmenn að þetta er ekki spurning hvort, heldur hvenær hlutirnir smella. Endurkoma Sturridge mun væntanlega ekki heldur spilla fyrir.

  Öll stóru liðin nema City eru að hiksta og þetta er bara oft svona á haustin. LFC er ennþá jafnt að stigum og Arsenal og ManUtd og 3 stigum á undan Chel$ki.
  Lighten up. Það eru svo 34 leikir eftir af tímabilinu.

 88. Eftir 4 umferðir hefur Liverpool skorað fæst mörk í deildinni ásamt Newcastle og Watford. Ég myndi nú alveg vera ánægður með 2 sigra og aðeins eitt tap eftir fyrstu fjóra í deildinni, en mér fannst Liverpool skelfilegir í fyrsta leiknum, í öðrum leiknum voru þeir engu skárri og máttu þakka sigurinn fyrir sofandahátt línuvarðar, svo missti ég að þriðja leiknum á móti Arsenal og svo þessi leikur. Þessi leikur var bara nákvæmlega eins og leikur 1 og 2 í deildinni nema í þessum leik skorðu andstæðingarnir þegar þeir fóru í sókn. Þannig að 3 af 4 leikjum (þ.e.a.s. þeir sem ég hef séð) hafa verið einstaklega ósanfærandi og ég sé ekki fram á neitt annað en bölvan miðjuhnoð annað tímabilið í röð.

  Og það sem hvað verst við þetta er að strákarnir mínir eru byrjaðir að halda með ARSENAL af öllum liðum út af því hversu lélegir Liverpool eru!!!!!!!!!!!!!!!!!!

 89. Ég ákæri ….. BR fyrir að hafa ekki svör/taktískar lausnir á móti varnarsinnuðum liðum.

  Að flestu öðru leiti er ég á BR vagninum.

  En þetta eina er nóg til að við eigum tæpast möguleika á topp 4 sætum í ár. 🙁

  Til að eiga góða möguleika á topp fjórum þurfa nokkri hlutir að ganga upp.

  A. Sturridge að koma sterkur inn og/eða BR að spila með tvo framherja. Ekki Sturridge eða Benteke eina fremst.

  B. Lovren á að vera varaskeifa fyrir Sakho. Vörnin er nógu góð þannig, bara fínstilla hana saman.

  C. Ings inn, hefur hraðan og getur partnerað með Sturridge.

  D. Eitthvert af liðum Chelsea, Arsenal eða MU þarf að hiksta all verulega. ( Lítur út fyrir að Móri sé að gera það ).

  Bíð spenntur eftir næsta leik.

  Kveðja, Sveinbjörn.

 90. Hefði nú alveg verið til í einn Ayew. Þessi sending var algjör rjómi. Af hverju eru Swansea svona lúnknir á að finna leikmenn á tiltölulega lágum prís sem svo brillera hjá þeim frá fyrsta degi? Fyrst var það Michu, svo Bony, nú Ayew. Við kaupum mun dýrari menn og þeir ströggla nánast undantekningalaust á fyrsta tímabili og sýna ekki sitt rétta andlit fyrr en á öðru tímabili (ef þeir eru þá ekki seldir). What gives?

 91. Það sem margir eru hérna á Rodgers út vagninum þá langar mig að koma með afhverju við eigum að halda Rodgers.

  1. Muniði spilamensku liðsins undir Hodgson og Daglish. Hodgson var það versta sem ég hef séð og Daglish fótboltinn(ath ekki 80s fótboltinn hans) var háar sendingar á Andy Carroll og liðið fékk líka á sig mörk. Ekki fallegur fótbolti en stundum árangusríkur.
  Rodgers kom inn og liðið fór allt í einu að halda boltanum betur og stjórna leikjum oftar. Það má vel vera að úrslitinn til að byrja með hafi ekki alltaf verið stórskostleg en liðið var þó farið að líkjast liverpool.

  2. Ég er búinn að vera die hard stuðninsgmaður liðið alveg frá því að maður grét yfir því að Thomas skoraði 1989 og er eiginlega enþá að jafna mig á því og var Rodgers sá stjóri sem hefur komið hvers næstu því að láta liðið verða meistara. Já menn benda á að Suarez, Sturridge og aðrir hafi verið að spila frábærlega en það er einmitt stjórinn sem kemur með slíkt umhverfi og skipulag en þá var breyddinn engin og einfaldlega lið í hápressu og læti í hverjum leik og rann sá titil bókstaflega frá okkur(og mun ég líklega aldrei jafna mig á því)

  3. Rodgers er stjóri sem lætur unga menn fá tækifæri og lykilhlutverk í liðinu. Þetta finnst mér vera rosalegur kostur við stjóra og gefur ungum leikmönum enþá meiri kraft því að þeir sjá að ef þeir standa sig þá gætu þeir spilað fyrir aðalið liverpool. Það þarf kjark að láta leikmenn eins og Ibe og Gomez fá tækifæri til þess að byrja leiki og gera misstök og verða betri leikmenn. Fyrir utan að lykilmenn eins og Coutinho, Henderson, Lallana, Can, Clyne, Benteke, Firminho, Ibe, Gomez, Sakho og Sturridge eiga allir sín bestu ár eftir ef maður horfir á aldur.

  4. Hann er vel liðinn af eigendum, þjálfaraliðinu og leikmönum. Hvort sem liðinu gengur vel eða illa þá finnst manni hann njóta stuðings. Hann talar vel um sögu liðsins og stuðningsmenn. Hann virðist sýna leikmönum virðingu og fær hana til baka.

  5. Mér finnst hann alls ekki þrjóskur og er tilbúinn að breytta til. Bæði í sambandi við leikmenn og liðsupstillingar. 4-3-3 4-4-2 með tígulmiðju 3-2-2-3(eða 5-2-2-1 ) . Í ár höfum við verið að spila bæði með Lucas sem djúpan og svo án hans og bætum við þá leikmanni fyrir aftan Benteke(alltaf tveir á könntunum).

  Það má sjá hans gagnríni í mörgum póstum hér að ofan(með misgáfulegum rökstuðning en allir eiga rétt á sinni skoðun með eða á móti) en ég ætla ekki að gefast upp á strákunum eða Rodgers eftir 4.leiki á þessu tímabili.
  Ég vill gefa Rodgers þetta tímabil og mun styðja hann og strákana á meðan að þeir eru í mínu liði og nota YNWA sem þessi klúbbur stendur fyrir sem lífsreglu en ekki eintóm orð.

 92. Hvar eru menn að sjá framfarir á þessu tímabili frá því seinasta? Endilega bendið mér á það því ég set ekki séð það.

  1 löglegt mark skorað í 4 leikjum, tvö mörk ranglega tekinn af andstæðingum okkar, áttum við ekki hvað, 1 skot á markið gegn West Ham? Og leikur gegn nýliðum þar sem kolólöglegt mark gaf okkur sigurinn og mark tekið af þeim.

  Hvað á þessi “afsökun” um að nýjir leikmenn þurfa að spila sig saman að duga lengi, hún var notuð ítrekað seinasta tímabil og ekki sá maður mikinn mun á frammistöðu þessara nýju leikmanna í byrjun seinasta tímabils sem komu fyrir Suarez peninginn sumarið 2014 og í lok seinasta tímabils. Við erum ekki að skora nægilega mörg mörk og höfum ekki gert það síðan Suarez fór og rodgers lagði niður demantsmiðjuna með 2 framherja. Af hverju ekki að prófa það svona einu sinni og sjá hvort það geri eitthvað?

 93. Mér finnst persónulega helst hægt að gagnrýna Rodgers fyrir sóknarleikinn. Hann var lélegur í fyrra, og fókusinn var á að kaupa menn til að laga hann (Benteke, Firminho, Ings, Origi kemur úr láni), en liðið á eitt skot á rammann í leiknum í gær. BR verður að fara að ráða við það þegar lið parkera rútunni.

  Varnarleikurinn var auðvitað lélegur, en við erum bara orðin svo vön því. Plús það að hafandi verið með hreint lak í 3 leiki í röð var náttúrulega 0% ástæða til að breyta upplegginu þar. Auðvitað hlaut að koma að því að Gomez gerði mistök, Skrtel og Lovren eru ekkert heldur komnir með nýjar kennitölur.

  Já og það var nú ekki eins og maður ætti von á því að liðið færi taplaust í gegnum leiktíðina.

  Jú, 0-3 tap á Anfield er helvíti slæmt. Ég vil samt frekar að liðið fái á sig 0 mörk í tveim leikjum, og svo 3 mörk í þeim þriðja, frekar en að fá á sig eitt mark í hverjum og einum. Svona ef maður fengi að velja.

  Allavega, maður er að vona að þetta verði til þess að menn girði í brók fyrir leikinn á OT og vinni hann. Það var eiginlega verst að United skyldi tapa í dag, þá þurfa þeir jafn mikið að girða sig í brók. Nei hvernig læt ég, það er ekkert slæmt við það að United skyldi hafa tapað. Aldrei.

  Allavega, ef maður ætti að velja milli þess að tapa fyrir West Ham en vinna svo United, eða vinna West Ham og tapa svo fyrir United, þá vel ég fyrri kostinn allan daginn. Eigum við ekki bara að segja að það fari þannig?

  Og spáið í að þá hoppa United menn kannski á LVGout vagninn. Ætli Klopp fari þá til United? Hvað er gott og hvað er slæmt? Spyr sá sem ekki veit.

 94. Varðandi afhverju leikmenn koma inn og gera góða hluti hjá liðum eins og Swansea, Westham, Southampton og fleiri liðum en ekki hjá okkur þá er bara allt annað að spila fyrir Liverpool og þessi lið….þótt að ég þekki það að sjálfsögðu ekki af eigin raun.

  Hjá Liverpool er krafa um sigur alltaf, pressan er meiri, umræðan er meiri, mistökin eru blásin upp af miklu meiri krafti…allt er hægt að margfalda.

  Við erum með fullt af nýjum leikmönnum og nýtt þjálfaralið. Við erum í vandræðum en við erum ekki þeir einu. Arsenal fara mjög hægt af stað, Chelsea líka og LVG mun aldrei ná árangri hjá United.

  Það er ekki hægt að panicka eftir einn ósigur. Ef við töpum 4-5 leikjum í röð þá er kannski hægt að fara missa það en að lesa þennan þráð er mjög fyndið. Tek það fram að ég sá ekki leikinn þannig að ég er kannski ekki jafn svartsýnn eins og sumir. En það verða fleiri svona leikir eg fullyrði það.

  Við vorum með ömurlegt lið í fyrra og verðum ekki frábærir 1,2 og 3 (þótt að ég hafi spáð liðinu titlinum)

 95. #78. Auðvitað eru Chelsea aðdáendur ekki að heima að reka Móra eftir 4 leiki. Öfugt við Mr. Rodgers hefur hann nefnilega náð í fullt af titlum fyrir klúbbinn innlendis sem erlendis. Viltu bera afrekaskrá þessara stjóra saman?

 96. Hér eru nokkrir raunsæismenn eins og Maggi, SigKarl og AEG, sem hafa sagt nokkurn veginn það sem þarf að segja.

  Hins vegar finnst manni of snemmt að dæma þetta til dauða, þó svo að áhyggjurnar séu miklar – og ástæðurnar fyrir þessum miklu áhyggjum eru einfaldlega þær að þessi leikur á móti West Ham minnti svo hræðilega mikið á síðasta tímabil.

  En eftir svona afhroð á heimavelli, eitt versta heimavallartap í sögu klúbbsins, þá gerir maður nánast kröfu á sigur gegn united á old toilet, sá leikur má amk alls ekki tapast.

  Áfram Liverpool!

 97. Það hefur voða lítið breyst, Rodgers er enn sami sauðurinn. Spilar mönnum út úr stöðum stillir liðinu upp eins og hann ætli að hanga á jöfnu gegn West ham sem hefur verið að fá slatta af mörkum á sig og frystir besta varnarmann liðsins. Og til að kóróna bullið þá lánar hann Markovic sem var fínn þegar hann fékk sénsinn. Það er líka rannsóknarefni að hann skuli ekki spila 4-4-2 vegna þess að þegar hann spilaði þessa leikaðferð á móti Spurs úti var liðið að spila feikilega vel meira að segja Baló, sennilega hefur Rodgers ekki tekið eftir því. Það að skipta út aðstoðarmönnum er eins og að skipta um farþega í rútu það er enn sami sauðurinn við stýrið.

 98. Sælir félagar

  Er með smá innlegg í umræðuna hér sem að mínu mati mætti alveg skoða nánar af þeim sem þekkja vel til.

  Ég er hvorki á Rodgers in eða out vagninum, hef frekar verið á því að gefa honum tækifæri til að móta sitt lið með sínum leikmönnum, en tel jafnframt að þetta sé síðasta tímabilið sem eðlilegt er að hann fái til að sanna sig og sína hugmyndafræði.

  Þá kemur að því sem ég hef mestar áhyggjur af… hvernig lið erum við?

  Við höfum í tíð Rodgers verið lið sem spilar til að vinna, halda boltanum, spila stutt á milli manna og pressa framarlega á vellinum. Flottur bolti oft á tíðum, skemmtilegir leikir en hefur veikleika sem við höfum séð of oft undanfarin ár. Ég var alveg til í þetta og taldi að með meiri samhæfingu leikmanna og reynslu myndi þetta skila okkur góðum árangri með miklu skemmtanagildi.

  Í upphafi þessa tímabils finnst mér hinsvegar Rodgers hafa sagt skilið við þessa hugmyndafræði og farið alveg yfir á hinn vænginn. Núna finnst mér uppleggið vera að vera lið sem tapar ekki, frekar en lið sem vinnur (svona Móra nálgun). Við liggjum aftar núna en áður, pressum miklu neðar á vellinum og beitum meira löngum sendingum fram völlinn.

  Áhyggjur mínar eru s.s. af þessari breytingu á hugmyndafræði, það er búið að vinna í 3 ár eftir hinni nálguninni og leikmenn sem keyptir hafa verið undanfarin ár taka mið af henna. Erum við í raun núna að byrja aftur uppá nýtt, þó við höfum sama stjóra, og eru þá ekki síðustu 3 ár í raun farin í súginn? Þarf ekki langan tíma til að slípa hópinn saman í þessari nýju nálgun og erum við þá ekki með ranga leikmenn til að spila þetta kerfi?

  Er ég kannski bara alveg í ruglinu með þessar vangaveltur?

 99. Ég nennti ekki að lesa öll kommentin og ég náði ekki leiknum um helgina en mér finnst alltaf jafn fáránlegt þegar allir tapa sér í “hver hefur ennþá trú á Rodgers” og fleiru í þeim dúr eftir einn tapleik.

  Þetta voru slæm úrslit, meira að segja mjög slæm en Liverpool er samt í ágætum málum og þarf að setja fókusinn á næsta leik og það ættu stuðningsmenn að gera líka.

  Líka með að hengja Lovren.. Hann átti víst mjög slæman leik en hann er búinn að vera góður hingað til á tímabilinu. Ef einhver er búinn að vera tæpur í vörninni fyrir utan þennan leik þá er það Skrtel. Það eiga allir vonda leiki endrum og eins og Lovren er þar engin undantekning.

 100. “Ég nennti ekki að lesa öll kommentin og ég náði ekki leiknum um helgina” = ég ætti ekki að skrifa ummæli á Kop.is og gagnrýna aðra sem skrifa ummæli.

  Horfðu á leikinn áður en þú segir öðrum hvað þeim á að finnast. Það er algjört lágmark.

 101. Ég er ekki alveg sammála, búinn að sjá highlights og svona en inntakið í kommentinu mínu er basically að maður getur ekki dæmt neitt út frá einum leik. Ekki einu sinni þótt það sé 0-3 á móti West Ham.

  Allt í lagi að gagnrýna en mér finnst bara skrítið hvað hljómurinn umturnast eftir 7 stig í fyrstu 3 leikjunum og allir svaka hressir og svo eitt tap og þá bara boom rekum Rodgers og stjaksetjum Lovren.

  Þannig að gagnrýnin mín var á þessa umturnun í umræðunni sem kemur alltaf eftir tapleiki ekki endilega bara eftir þennan eina leik sem ég sá ekki.

 102. #115 það voru allir svaka hressir eftir fyrstu 3 leikina því við vonuðum þrátt fyrir óverðskulduð 3 stig gegn Bournemouth að liðið væri á réttri leið. Við héldum líka að Lovren væri búinn að bæta sig frá síðustu leiktíð. Það er ekkert skrýtið að heitir Púllarar umturninst þegar raunveruleikinn er að BR er ekki að stefna neitt með þetta lið. Enn eitt árið. Umtrunun? Held ekki frekar ískaldur raunveruleikinn og lyktin af súrum ósigri á heimavelli 0-3 sem er ekki bara eitthvað “tap”. VIð erum Liverpool. Við eigum betra skilið. Við erum ekki bara leiðir á tapleikjum við erum leiðir á titlaleysi. Við erum Liverpool!!!!! Metnaðurinn á að ná lengra en að rétt að skrimta við að vera í 5-7 sæti í deildinni.

Liðið gegn West Ham

Gluggalok nálgast / Markaþurrð