Arsenal á morgun

Þeir félagar hlátur og grátur eru mjög nánir bræður þegar kemur að fótbolta og ansi oft eru þeir á sömu slóðum og því stutt á milli þeirra. Við stuðningsmenn Liverpool erum eiginlega ótrúlega lítið sáttir við stöðuna eins og hún er í dag, jú tveir sigrar, en ósannfærandi í bæði skiptin og menn ekkert í neinum blússandi bjartsýnisgír. Ég fullyrði það samt að ef liðið verður með 9 stig eftir þessa fyrstu 3 leiki, þá verður hann Grátur Jónsson ansi langt frá bróður sínum honum Hlátri. Það góða er að menn fara inn í þennan mánudagsleik með allt að vinna og engu að tapa. Almennt séð telja “sérfræðingar” Arsenal eiga að vinna þennan leik. Sumir (þar á meðal ég) spá þeim titlinum, á meðan þeir spá okkar mönnum fyrir utan topp 4 (ég er ekki þar á meðal). Sigur á mánudag setur þessi meistaraefni heilum 6 stigum á eftir okkur og það eftir aðeins 3 umferðir. Góður draumur það. Tap gerir það að verkum að Arsenal myndi ná okkur að stigum.

En hvað er það sem gerir þetta Arsenal lið allt í einu að meistaraefnum? Ekki skrítið þótt spurt sé. Jú, þeir eru komnir með alvöru markvörð í fyrsta skipti síðan ég veit ekki hvenær. Ætli Lehman sé ekki það skásta sem þeir hafa haft síðan Pat Jennings var og hét (og nei, Seaman var bara í góðu liði, ekki spes sem markvörður). Þrátt fyrir mistök í fyrsta leiknum, þá vitum við að Chech er frábær markvörður og á eftir að gera mikið fyrir þá varnarlega með reynslu sinni og snilli. En hann eitt og sér breytir liðinu ekki í meistaraefni. Í minni spá var ég að taka mið af því að þeir væru að fara að versla sér alvöru framherja. Ef einhver af Benzema gæðum kæmi inn, þá er það engin spurning, þeir berjast allt til loka um titil. Þeir eru með góða breidd, nánast alls staðar á vellinum nema í framlínunni. Ég reyndar gæti trúað að varnartengiliðsstaðan gæti orðið smá vandamál, þessi ungi sem kom sterkur inn í fyrra, hann bara er ekki svona góður. En svo gæti vel verið að hann bara væri það.

Arsenal liðið er á svipuðum slóðum og okkar menn með það að gera að þeir hafa ekki virkað sannfærandi í byrjun tímabilsins, töpuðu illa gegn West Ham á heimavelli og unnu síðan Crystal Palace í síðasta leik á afar döpru sjálfsmarki. Í þeim leik áttu Palace menn alveg sín færi til að klára leikinn. Við erum því ekkert að fara að mæta liði í einhverjum blússandi gír þar sem sjálfstraustið lekur af mönnum. Nei, síður en svo. Við erum bara að fara að spila við Arsenal, sem er geysilega öflugt lið, og menn þurfa að mæta ansi hressilega til leiks. Ekki þurfa menn að hræðast brjálaða áhorfendur, hvísl á bekknum heyrist víst inná völlinn alla jafna. Þannig að það eru allar aðstæður fyrir hendi til að láta til sín taka og ná í eitt eða fleiri stig þangað. Hjá þeim eru þeir Wilshere og Rosicky meiddir (kemur þvílíkt á óvart og óskiljanleg ákvörðun um að láta frænda þeirra hann Diaby fara, þeir þrír voru víst mjög nánir), ásamt Welbeck. Coquelin hefði átt að vera í banni í þessum leik, en vinur okkar hann Mason gerði enn og aftur upp á bak í síðustu umferð. Ég reikna með Arsenal liðinu svona:

Chech

Debuchy – Mertesacker – Koscielny – Monreal

Coquelin – Cazorla
Ramsey – Özil – Alexis
Giroud

En að okkar mönnum, þar eru þeir Sturridge, Joe Allen og Flanno meiddir og ennþá einhver tími í að þeir verði klárir. Jordan Henderson þurfti að fara meiddur af velli í síðasta leik og verður líklegast ekki með á morgun. Verulega heimskuleg ákvörðun að láta hann spila meiddan gegn Bournemouth og taka sénsinn á að hann myndi missa af Arsenal leiknum. En hvað um það, ég reikna allavega ekki með honum í þessum leik. Líklegast kemur Emre Can inn fyrir hann, en ég myndi helst af öllu vilja sjá Lucas koma inn í liði og liggja vel tilbaka gegn sterkri miðju Arsenal. Eins mikið og ég er spenntur fyrir Can, þá finnst mér oft vanta ákveðinn aga í hann og við þurfum svo sannarlega aga í þennan leik. Lallana má alveg fá smá hvíld núna og væri ég til í að sjá Firmino byrja leikinn, hann bara hlýtur að vera kominn í form. En við þurfum að fara agaðir inn í leikinn, skýla markinu okkar vel og reyna að halda hreinu. Þar með væri eitt stig komið í hús og ein góð skyndisókn gæti tryggt okkur öll þrjú stigin.

Ég var einn af þeim sem var ekkert að kafna úr hamingju þegar byrjað var að orða okkur við Benteke, en ég viðurkenni það fúslega að ég er orðinn verulega spenntur fyrir þessum strák. Menn þurfa að læra aðeins betur á hann og hvernig hann spilar, en ég gæti trúað því að hann gæti gert mikinn usla í vörnum andstæðinga okkar og vonandi heldur hann því áfram á morgun. Firmino og Coutinho fyrir aftan hann ættu að geta hrellt hvaða varnir sem er. Ég ætla að spá liðinu svona (hefði sjálfur viljað stilla því öðruvísi upp):

Mignolet

Clyne – Skrtel – Lovren – Gomez

Can – Milner
Ibe – Coutinho – Lallana
Benteke

En eins og áður sagði, við förum pressulausir inn í þennan leik, allt að vinna og litlu að tapa. Fyrirfram er búist við sigri heimamanna og það er bara okkar að breyta því. Ég á von á hörku leik, en ekkert alltof mörgum mörkum. Ég ætla að henda mér á 1-1 jafntefli og það verður Benteke sem skorar mark okkar manna. Í mínum huga er þetta óformlegt start á tímabilinu, tveir upphitunarleikir búnir, núna fer alvaran að hefjast.

52 Comments

 1. Aðeins varðandi markmanninn Chech,hann er búinn að vera í einhver tíu ár með Chelcea vörnina fyrir framan sig og stóð undir væntingum þar. Ég þori samt að fullyrða að það myndu flestir markmenn í premierelige líka gera,svo eigum við ekki að sjá til hvernig hann reynist hjá Arsenal sem verður seint lofsungið fyrir góðan varnarleik síðustu árin.
  Hann hefur alla vega ekki byrjað sannfærandi og ef að Benteke kemur nokkrum skotum á markið held ég að sigurinn verði Liverpool á morgun.
  En hvar er Sigurkarl?(Það er nú þannig)
  Kop. is er ekki það sama án hans.

 2. Að mínu mati mun líklegra að Liverpool fari stigalausir af þessum velli en nokkrum öðrum. Ég vil held ég bara taka Mourinho taktík á þetta og reyna að drepa leikinn. 0-0 væri frábær úrslit fyrir okkur.

  Mitt lið til þess væri:
  Benteke
  Moreno – Coutinho – Milner
  Lucas – Can
  Gomez – Sakho – Lovren – Clyne
  Mignolet

 3. Hef góða trú á því að við getum tekið 3 stig, Arsenal langt frá því að vera sannfærandi í sínum leikjum.
  Mitt lið :
  Benteke – Firmino (frjálst hlutverk)
  Coutinho
  Can Milner
  Lucas
  Gomez Lovren Skrtel Clyne
  Mignolet

 4. Er þessi Ings bara allsekki með vildi sjá hann með Benteka og taka Lallana út af.

 5. Ætla að benda á að markmaður Arsenal heitir Cech en ekki Chech.

  Annars spái ég hörkuleik þar sem við komum grimmir til leiks og klárum þetta 1-2 í mjög skemmtilegum leik. Benteke og Firmino með mörkin

 6. Henderson/Lallana út og Can/Firmonho inn spá ég.

  Ég vona að við fáum eitthvað út úr þessum leik en ég spái því að við gerum það ekki og töpum 1-0. Ég spáði Arsenal 3 sætinu á tímabilinu og okkur 5.sæti og spái því hörku leik. Ég sé okkur liggja mjög aftarlega og Arsenal meira með boltan og þeir munu ná að skora eitt mark og þrátt fyrir smá sóknarþunga frá okkur þá náum við ekki að skora.

  Mér fannst nefnilega Stoke og Bornmouth engir upphitunarleikir eins og stendur í skýrsluni einfaldlega alvöru leikir gegn fínum liðum og frábær úrslit. Af svokölluðum stóruliðum þá finnst mér Arsenal henta okkur hvað verst. Þeir vilja halda boltanum, stjórna leikjum og eru mjög skapandi. Þeir opna sig ekki eins mikið og Man City og þeir eru með meiri sóknarþunga en Chelsea/Man utd.

  Það besta við þessa íþrótt er að hún kemur manni oftar en ekki á óvart og vona ég að ég hafi rangt fyrir mér og að okkar menn vinni leikinn. Það eru gæði í liðinu og liðið virkar þéttara varnarlega en oft áður. Hef smá áhyggjur af Gomez en miðverðirnir og Clyne hafa verið flottir. Samála því að Can er pínu viltur og vona ég að ef hann byrjar getur passað vörnina okkar og passa sig að selja sig ekki í einhverjum tæklingum á miðjuni eins og hann hefur stundum gert. Ég vill að Firmonho byrji í staðinn fyrir Lallana en ef það væri einhver rök fyrir að hafa Lallana inná er það að hann er ótrúlega duglegur og skilar alltaf varnahlutverkinu sínu. Coutinho og Benteke held ég að eiga eftir að ná vel saman og munu þeir halda áfram að skora í vetur og á ég von 20+ mörkum hjá þessum tveimur(samtals) í deildinni í vetur.

 7. Liverpool verða klárlega underdogs í þessum leik og 1 stig væru góð úrslit í þessum leik en sigur frábær.
  Það verður gaman að sjá Liverpool gegn sterkari liði og sjá hvernig við stöndum okkur gegn Arsenal.

 8. Afhverju reyndi Liverpool ekki ad fá Pedro frá barsa fyrir Suarez í fyrra, hann er ad brillera med Chelsea nùna 🙁

 9. Takk fyrir góða upphitun Ssteinn og ég er þér alfarið sammála. Það átti aldrei að spila Henderson meiddum í síðasta leik og það verður skarð fyrir skildi með hann meiddan í þessum leik. En hvað um það tap er ekkert sem drepur okkur, jafntefli væri fínt og sigur beinlínis frábær niðurstaða.

  Þar fyrir utan tek ég undir með honum Tomma hér efst með hann Sigkarl. Kopið er ekki það sama án hans. Legg til að þeir sem vilja fá hann hér inn aftur læki þennan status hjá mér. Ef við fáum 50 læk þá skora ég á Sigkerl að taka þátt í umræðum hér því ég er viss um að hann fylgist með öllu sem hér fer fram.

  Góðar stundir.

 10. Ég elska þegar allir eru svartsýnir á Liverpool það þýðir að þeir komi okkur á óvart 🙂
  T.d í fyrra spáðu koparanir flestir Liverpool sigri í deildinni og allir vita hvernig það fór, en árið áður spáðu þeir 5-6 sæti og við voru 2mm frá titlinum.
  Þannig ég vona að það spái allir 5-0 tapi fyrir okkur því þá vinnum við 😉

  YNWA!?!!

 11. Veit einhver um hvar ég get séð leikinn èg r í sumarbústað à milli Borgarnes og bifraust.. veit einhver um einhvern stað à því svæði

 12. Leikurinn verður örugglega sýndur i Olís í Borgarnesi á efri hæðinni þar.

 13. mjög margir hérna eru að spá Firmino inn í byrjunaliðið, en staðreyndin er að hann hefur nákvæmlega ekkert sýnt þegar hann hefur komið inná sem réttlætir það. auðvitað er þetta dálitið eggið og hænan vandamál, hann þarf að spila til að geta sýnt hvað hann getur og hann þarf að geta eitthvað til að getað fengið að spila, en í þennan leik fær hann ekki byrjuna liðs sæti.

  svo vona ég að Lugas fái að byrja og fari hvergi, hann á heima í liverpool og á að spila alla leiki þegar hann er heill.

 14. Ég vil bara skjóta einu inn í Benteke umræðuna. Mér sýnist það besta mögulega vera að gerast í stöðunni, Benteke er að læra hvernig LFC er að spila en ekki öfugt!

  P.S. er að hlusta á Everton stuðningsmenn vaula sterling í kaf ????

 15. Held að þetta er frábær leikur fyrir Benteke. Arsenal pressar oft framanlega og því gæti verið mjög gott að losa um pressuna með því að senda háann bolta á Benteke.

  Þið verðið að afsaka, en mér finnst byrjunarlið Liverpool ekkert mikið verra en Arsenal. Með tilkomu Gomez og Clyne hefur vörnin batnað til muna og ég fæ ekki betur séð en Liverpool er með ámóta hágæðaleikmenn í sínum röðum og Arsenal.

  Jú þeir eru með stórstjörnur á borð við Alexis og Özil en það er ekki eins og Liverpool sé stórstjörnulaust. T.d eru Coutinho og Benteke báðir leikmenn sem búa yfir gríðarlega miklum gæðum og svo eigum við alltaf Firmino alltaf inni.

  Ég held að þetta verði jafn leikur og persónulega væri ég sáttur við stórmeistarajafntefli.

  Spái þessu byrjunarliði. Ef Firmino er kominn í toppform er gott að fá hann inn því það þarf agaða vinnuhesta inn í liðið, sem búa yfir toppgæðum. Þau skilyrði uppfyllir Firmino.

  Clyne – Skrtel – Lovren – Gomez

  ————-Can –- Milner

  Ibe –———- Coutinho —–Firmino

  ————– Benteke

 16. Arsenal er með aðeins beittara lið heldur en við…en á móti kemur þá er vörnin okkar sterkari heldur en undanfarið. Gæti orðið spennandi leikur og tippa á 2-1 Liverpool sigur af mikilli sannfæringu.

 17. Er það bara ég eða eru fleiri ósáttir við þessa taktík. Þessir 2 leikir hafa í besta falli verið hundleiðinlegir. Er ekki að sjá það henta Benteke að vera þarna einn frammi. Í fyrra kvartaði maður yfir gl0tuðum marktækifærum og nýtingu leikmanna. En maður gat þó huggað sig við að leikirnir voru yfirleitt fínasta skemmtun. Stoke og Bournmouth eru að mínu mati lið sem verða fyrir neðan miðju og líklegt að hið síðarnefnda falli þá finnst mér það afar dapurt að við fáum varla færi í þessum leikjum að neinu marki. skorum mark eftir einstaklings tilþrif rétt fyrir leikslok á móti stoke fram að því var ekkert sem benti til að við myndum vinna. Skorum rangstöðu mark í seinni leiknum og mark dæmt af hinum. Fanst við ekkert vera gera mikið sóknarlega i þeim leik heldur þó við séum meira með boltann drepleiðinlegir leikir. En 6 stig engu að síður. En það sem gerir mig og sjálfsagt fleiri svartsýna er það að með sömu spilamennsku á móti liði eins og Arsenal þá tel ég bara að okkur verði rúllað upp þar sem maður er ekkert að búast við markaregni frá okkar mönnum.Finnst altaf líklegt að Arsenal setji svona eins og eitt mark þá þurfum við 2-3 til að vinna og í fljótu bragði sé ég okkur ekki gera það eins og staðan er í dag finnst menn þungir og sóknar uppbyggingin hugmyndasnauð og hæg. Ég yrði gríðarlega sáttur við jafntefli. En finnst bara Rodgers komin helvíti langt frá sínu vörumerki tiki taka fárra snertinga fótbolta og miklum hraða sem að gerði liverpool leikna þá allra skemmtilegustu. En vona að hann breyti til og troði upp í mig eins og pari af skítugum sokkum:)

 18. Áhorfendur á Goodison að syngja Gerrard níðsöngva, stay classy Goodison! Finnst alltaf jafn merkilegt þegar það er sungið um leikmenn eða lið sem eru ekki að spila á vellinum.

  En djöfull er David Silva góður leikmaður hann er heilinn í uppspili city og það fer allt spil í gegnum hann.

 19. Menn enn að tala um Lucas en sem betur fer er hann á förum. Þó fyrr hefði verið.

 20. Félagar gerið ykkur grein fyrir því að það eru aðeins tvö lið í Permier League sem hafa ekki tapað stigum. það verðu ennþá þannig kl 9 annað kvöld.
  YNWA

 21. Stundum las ég bara kommentin hans Sigurkarls og lét það duga.
  Það var nú bara þannig.

 22. Við eigum aldrei séns á morgun , völlurinn er okkur hræðilegur. Ef Rogers er skynsamur þá vill hann fá stig úr þessum leik. Þetta er 6 stiga leikur snemma seasons.
  Þétta miðju og nota Benteka sem batterí ram í þessum leik.
  væri sigur að fá stig úr þessu

 23. #18: Ennþá meira spes að syngja um leikmann sem spilar ekki einusinni í sömu heimsálfu.

  Ég er ámóta svartsýnn og meirihluti stuðningsmanna sýnist mér. Yrði afar sáttur með eitt stig, og frá mér af gleði ef okkar menn vinna leikinn.

  Vonum það besta en búum okkur undir það versta.

 24. Ekki oft sem maður er ekki með væntingar fyrir svona stórleik. fyrstu 2 leikirnir alls ekki sannfærandi enn miðað við leiki helgarinnar þá ættu bæði arsenal og Liverpool að skella í það minnsta í 2-3 gírinn miðað við fyrstu 2 leikinna. Ég vil helst sjá Ibe-Lallana fá frí og skella Ings-Firminho í staðin í liðið! Ibe-Lallana hafa hvorugir náð að heilla mig mikið upp úr skónum af því sem ég hef séð til þeirra undanfarið! Held að þetta verði svoldið Numb leikur sem endi með 1-1 jafntefli þar sem Benteke Jafnar í byrjun seinni hálfleiks og núllar út Stressklúður í Gomez í fyrri hálfleik,

 25. Ég er ALDREI bjartsýnn fyrir leiki á Britannia Stadium og Emirates. Nú er annar búinn og 3 stig unnin. Það virðist mest hafa verið unnið með varnarskipulag í sumar og sjá 2 leikir búnir og ekkert mark lekið inn, hver hefði veðjað á það fyrir tímabilið??

  Núna höfum við meira að segja markaskorara sem er líklegur til afreka. Kannski tvo ef Sturridge nær sér á strik aftur.

  Ég held þetta geti orðið eitthvað í vetur……..((allavegana ekki verra en 5. sæti))

  Það er nú þannig.

 26. Það er kominn tími a að pakka i vörn og sækja stig, mer er sama um flottan fótbolta, það þarf að læsa vörninni og svæðinu fyrir framan vörnina þar sem þeir eru bestir.
  Ef eg væri Brendan þá færi eg i 5-3-2. Clyne, Moreno i bakverði. Skrtel Lovren og Sakho miðverðirnir. Milner, Henderson’ vonandi’ og Can. Benteke fremstur og Coutinho undir.

  Efast samt um að þetta verði svona.

  Ég yrði sáttur við eitt stig en vonandi verða þau 3.

 27. Við eigum því miður ekki breik í Arsenal á morgun. Einna rétta er að pakka í vörn og reyna að sækja stigið.

 28. 0-1 með marki frá Kútnum á 79.mín. Djöf… Hlakka ég til!

 29. Mér líst hreinlega ekkert á að Hendo sé meiddur. Arsenalsóknin á eftir að liggja vel á okkur, sérstaklega ef við skorum á undan þeim, og þá liði mér betur að vera með vinnudýrin Millner og Henderson að verja vörnina, heldur en Lucas/Can með Millner. Lucas væri þó skárri, leikskilningsins vegna. Fyrir utan það þá sé ég ekki fyrir mér að Lucas hjálpi mikið í skyndisóknum, en Ibe, Coutinho, Lallana/Firmino, Benteke og jafnvel Millner ætti svosem að vera sæmilegur slagkraftur fyrir okkur.

  Ég væri helsáttur við stórsigur, en vonast til þess að Rodgers verði loksins snjall gegn toppliðunum og negli einn taktískan og drepleiðinlegan núll-núll leik.

 30. Vona að Firmino kominn inn í þennan leik YNWA! get ekki beðið held að þessi leikur verði eitthvað sértstakur 🙂

 31. Gaman að sjá hvað Sigurkarls er sárt saknað. Við sem gengum með Kalla hinstu sporin erum sannfærðir um sigur. Sigur-karl koma svo.

 32. Ég hef góða tilfinningu fyrir þessum leik og spá 1-2.
  Sigurkarl var alltaf skemmtilegur en orðin helst til neikvæður í restina. Kemur líklega ekki aftur fyrr BR verður rekinn eða við orðnir meistarar.

 33. Vill sja:
  Mignolet
  Clyne skrtel lovren gomez
  Can milner
  Ibe Coutinho Moreno
  Benteke

 34. Lásuð byrjunarliðið fyrst hér. Þetta verður svona

  Mignolet

  Clyne, Skrtel, Lovren, Gomez

  Can

  Lallana, Milner, Coutinho, Moreno

  Benteke

 35. Fréttir um að Henderson og Lallana séu báðir meiddir….getum við plís fengið Spearing tilbaka?

 36. Ef að Lallana og Hendo eru báðir frá þá vona ég að liðinu verði stillt svona upp.

  ————–Mignolet
  Clyne–Lovren–Skrtel–Gomez
  ———–Lucas—–Can
  Firmino—Coutinho—Milner
  ————–Benteke

  Milner kæmi til með að hjálpa Gomez á vinstri vængnum og Firmino myndi aðstoða Clyne hægra meginn.
  Lucas og Can sitja djúpir fyrir framan vörnina.

 37. mætti ekki reyna Lallana á mi?juna hann hleypur miki? og er me? tæknina gæti vel sé? hann ì þessari stö?u…

  ————–Mignolet
  Clyne–Lovren–Skrtel–Gomez
  ———–—–Can
  ——-millner-lallana
  Firmino—————–Coutinho
  ————–Benteke

 38. Manhattan Doc fer mikinn á twitter í dag og kemur með ágætis rök fyrir því að spila með þriggja manna varnarlínu. Ég er eiginlega frekar sammála honum þar. Hópurinn okkar er þannig samsettur núna að það kerfi virkar eiginlega best. Sammála 200marka Halli með uppstillinguna, held að Lucas og Can ættu að vera með Milner á miðjunni og svo henda Firmino inn í þetta með Benteke. Pakka í vörn og sækja svo hratt á öðrum kantmanninum, Milner/Can og þessum tveimur sóknarþenkjandi. Arsenal hafa ekkert verið sérstakir frekar en við í byrjun og óvíst að þeir fari að skora eitthvað að ráði gegn þéttum varnarpakka. Rodgers verður einfaldlega að fara að finna lausnir á því að spila á erfiðum útivöllum og ná í stig.

 39. Nú fer stressið að hellast yfir mann. Ætli Lucas,can og Milner verði ekki saman a miðjunni, og Lucas i engu leikformi. Tæki jafntefli eins og staðan er núna.

 40. Dagurinn, sem Mario ákvað að yfirgefa Liverpool til að endurkveikja smá líf í ferilinn…..hlýtur að enda með sigri á Arsenal.

 41. Eitthvert slúður farið af stað á Englandi að byrjunarliðið hafi lekið:

  Mignolet
  Clyne – Skrtel – Lovren – Gomez
  Lucas
  Can – Milner
  Coutinho – Benteke – Firmino

  Sel það ekki dýrara …

 42. Einhvernveginn kæmi mér það ekkert á óvart ef Rodgers fer að hliðra til í vörninni svona af því að við höfum haldið hreini 2 leiki í röð.

  Lucas inn fyrir Hendo og Firmino inn fyrir Lallana er mín ósk.

 43. West Ham vann Arsenal á útivelli. Bournemouth vann West Ham á útivelli. Liverpool vann Bournemouth á heimavelli = ?

 44. Liverpool XI tonight: Mignolet, Clyne, Skrtel, Lovren, Gomez, Can, Lucas, Milner, Coutinho, Firmino, Benteke

Opinn þráður – Mikhitaryan o.fl.

RISAhópferð Kop.is á Anfield / Liðið gegn Arsenal