Liðið gegn Bournemouth

Rodgers stillir upp sama byrjunarliði og gegn Stoke og kemur það varla mikið á óvart. Bekkurinn er einnig óbreyttur en það getur ekki annað en komið á óvart.

Liðið er svona:

Mignolet

Clyne – Skrtel – Lovren – Gomez

Henderson – Milner
Ibe – Coutinho – Lallana
Benteke

Bekkur: Bogdan, Toure, Firmino, Moreno, Can, Origi, Ings

Ég mun bara aldrei skilja val á Kolo Toure fram yfir Sakho ef báðir eru heilir heilsu. Næ þessu alls ekki en það hlítur að vera vitiborin skýring fyrir þessu sem við vitum ekki af. Firmino og Can byrja því ekki deildarleik fyrr en í fyrsta lagi gegn Arsenal.

Hvað um það, liðið er gott og bekkurinn er mjög sterkur sóknarlega.

Nú er bara að landa öllum þremur stigunum.

104 Comments

 1. Gott að sjá að það skiptir ekki máli þó menn eigi slæman leik eða góða innkomu.

 2. Hvaða skrípaleikur er þetta með Sakho, veit einhver hvað er í gangi?

 3. Liðsuppstillingin kemur ekki á óvart. Hef samt pínu áhyggjur af þessu Sakho-máli. Er BR að spá í að selja hann? Það er með nokkrum ólíkindum að hann sé ekki einu sinni í hópnum. Veit ekki til þess að hann sé meiddur.

 4. Hefði viljað sjá Firmino inni a kostnað annaðhvort Lallana eða Ibe sem mer fannst baðir frekar slakir gegn Stoke.

  Furðulegt þetta með Sakho.

  Hvað um það við þurfum þrju stig og treystum Rodgers fyrir þessu Liðsvali.

 5. Sá alla leiki á undirbúningstímabilinu og Stoke leikinn einnig að sjálfsögðu.
  Liðið spilar miklu betur þegar stillt er upp í 433, ekki þetta kerfi.

  Greinilega eitthvað í gangi með Sakho bakvið tjöldin, enginn önnur skýring á því að Kolo sé fyrir framan hann í röðinni.

  Hefði líka viljað sjá Firmino inn í þetta.

  En hvað um það, vonandi spilar liðið vel og klárar þetta með stæl.

 6. Ég hefði alltaf byrjað með sama lið aftur. Lallana er góður leikmaður og vill ég að hann fái annað tækifæri í dag.

  í sambandi við Sakho/Toure þá geta verið margar ástæður sem við vitum ekkert um.

 7. Við erum að sjá framhald á hroka BR frá síðasta tímabili. Að halda manni eins og Sakho utan hóps er verulega skrýtið. BR er einnig ekki að afla sér nýrra aðdáenda með þessum gælum við Lovren og Lallana. Þetta tímabil verður eflaust stutt hjá BR.

 8. Sveinn, alveg rétt hjá þér – úrslitin skipta engu máli. Að hann skuli svo ekki refsa Lallana og Lovren fyrir seinasta leik er óskiljanlegt.

 9. Þeir sem ætla að festa umræðuna í Sakho ættu að fara á helgarnámskeið hjá Jóhanni Inga Gunnarsyni íþróttasálfræðingi,,,,,,,

 10. Þrjóska Rodgers heldur áfram inn í nýtt tímabil, Can kemur inn fyrir Lallana gegn Stoke og gjörbreytir leiknum. og rodgers verðlaunar hann með annarri bekkjarsetu.

 11. Ánægður með óbreytt lið sem skilaði sigri. Can átti góða innkomu. Er ekki hægt að gefa BR það að hann gerði vel þar. Ekkert sem segir okkur að ef Can hefði byrjað leikinn hefði þetta verið e-H betra. Enda ekki hægt að biðja um meira en 3 stig úr fyrsta leik er það?

 12. Alltaf jafn stórfenglegt að sjá gífuryrt ummæli okkar stuðningsmanna liðsins. Að sjálfsögðu vitum við mun betur en stjórinn og aðstoðarfólk hans sem ver fleiri klukkustundum dag hvern með leikmönnum liðsins.

  Annars þurfum við ekki að hafa áhyggjur af þessum leik. Synir mínir 3 og 15 mánaða fóru í keppni í dag og spáðu fyrir um úrslit leiksins. Sá 15 mánaða var fulltrúi Liverpool og skilaði 4 kúkableyjum í dag en sá 3 mánaða (reynsluminni og því fulltrúi Bournemouth) skilaði 3. Jafnt var á öllum tölum þar til sá eldri skilaði rosalegri drullu rétt fyrir háttatíma. Ég túlka þetta sem svo að við vinnum með svaðalegri bombu rétt fyrir leikslok. Lásuð það fyrst hér.

 13. Flott að halda Lovren inni. Þótt Sakho sé betri leikmaður er glórulaust að setja hann í byrjunarliði, vitandi það að hann getur ekki haldið sér heilum. Spilum frekar Lovren og Skrtel saman og fáum stöðugleika í vörnina… eða fáum á hreint hvort það,sé hægt.

  En aðalatriðið er auðvitað að John Lithgow (besti vondi kall Hollywood) er á leikmum með okkar mönnum.

 14. #gústi

  Held það s? limit hversu margir geta notað þennan link. Lang best að tjúna sig inn 5-10 fyrir flautið.

 15. Það held ég að Benteke sé með gæsahúð núna!!!
  Verum jákvæðir!!!
  YNWA

 16. sorrí þessi linkur er ekki að virka er einhver með eitthvað skárra?

 17. Ansi slæmt hjá Markovic að komast ekki í hóp tvo leiki í röð. Veit einhver hvernig staðan er á honum?

 18. Eftir fyrstu 15 erum við enn ekki búnir að ná tökum á þessu. Algjör ringulreið og engin yfirvegun og spil. Hvað varð um að halda boltanum?… Dúndrum bara fram á Benteke og vonum það besta…erum við komnir þangað?

 19. Svakaleg vinnsla er í Millner. Ég man varla eftir öðru eins.

 20. Jahh vandamál Liverpool liggur fyrst og fremst i thvi ad vid spilum fram 11 leikmönnum viku eftir viku sem geta ekki neitt… (Thessi)

 21. Þetta “miðjucombo” Milner, Henderson er ekki að gera sig. Can inn og combo framar eins og á móti Stoke. Bournemouth síst lakara það sem af er!

 22. Dapurt það sem af er.

  En eins og í öllum heimaleikjum (nema kannski á móti big 4), þá er þetta algjör skyldusigur.

  Nú er bara að rífa þetta í gang. Áfram Liverpool!

 23. #35
  “Dúndrum bara fram á Benteke og vonum það besta…erum við komnir þangað?”
  Kannski vantar bara upp á leikskilninginn hjá mér, en ég skil ekkert í þessum ummælum.

 24. Allt að koma núna, flottar síðustu 10 mínúturnar. Nú fer þetta að detta inn!

 25. Öss, Benteke!

  Djö er Clyne annars að looka vel svona við fyrstu sýn, virkar eins og massíft upgrade á Johnson.

 26. Og þetta er nákvæmlega ástæðan fyrir því að við keyptum þennan gull af manni hann veit hvar markið er !

 27. Benni skorar, jákvætt.
  Liverpool yfir, jákvætt.
  Rangur dómur fellur okkur í hag, jákvætt.

  3for3?

 28. Skv. nýjustu rangstöðureglunni hefði þetta mark ekki átt að standa, en hverjum er ekki sama því að þetta féll með okkur!

 29. Alltaf rangstaða, samkvæmt nýjum regluáherslum.

  En féll með okkur svo who cares?

 30. Glæsilegt að Benteke se komin a blað.

  Svaka vinnsla i Milner og clyne mjog flottur

 31. Sakho er sennilega bara enn í einhverju mini-fæðingarorlofi reikna ég með. Hefur fengið að æfa minna eða eitthvað vegna nýja barnsins.

 32. Coutinho!!!…úfff, dettur inn næst. Þetta var sennilega of nálægt fyrir hann, skorar bara fyrir utan teig.

 33. Clyne og Coutinho búnir að vera flottastir í fyrri hálfleik. Finnst alveg æðislegt að hafa solid bakvörð núna. Clyne virkar eins og Cafú í samanburði við Glen Johnson.

 34. Mín tvö sent eftir fyrri hálfleik:

  1. BM byrjuðu á að nota alla orkuna sína sem gerði okkur erfitt fyrir fyrstu 15 mínúturnar, eftir það höfum við að mestu stýrt leiknum.
  2. Allir leikmenn að skila sínu, enginn að brillera og enginn að sökka.

  Fleiri voru ekki þau orð.

 35. clyne búinn að vera stórkostlegur , milner virkar eins og 300 hestafla dísel vél , ibe búinn að vera slakastur að mínu mati og við erum að taka yfir þennan leik meira og meira með hverri mínutunni 7,9,13

 36. Við erum heppnir að vera ekki marki undir.
  Okkar mark var rangstæða og ekkert annað.
  Þeirra mark ranglega dæmt af þeim.

 37. og hvenær gerðist það eiginlega að við fáum ólöglegt mark gilt og tekið löglegt mark af andstæðingnum í sama leiknum

 38. Nýja uppáhalds dómaratríóið. Algjörlega útí hött bæði að dæma markið þeirra af og dæma “okkar” mark löglegt. Annars boða döll eitthvað nema kannski Coutinho

 39. Þetta þýðir bara eitt, gerið ykkur klár fyrir flott season, ákvarðanir fara að falla með okkur eins og á þarsíðasta seasoni!

 40. Hlutirnir að detta með okkur í fyrri hálfleik… Lallana er ekki alveg með finnst mér.. En annars er þetta alveg ágætis leikur hjá okkar mönnum…. Hápunktur fyrri hálfleiks klárlega þegar myndavélarnar snéru sér að mario balotelli þar sem hann gjörsamlega brilleraði í sinni langbestu stöðu….

 41. Held það hefði fokið illa í okkkur ef þetta mark hefði verið dæmt gilt hjá BM. Sóknarmaðurinn byrjar á því að stjaka í bakið á Lovren og notar hann síðan sem æfingahest til að komast hærra og halda Lovren niðri. Alltaf ólöglegt mark.

 42. Henderson eitthvað meiddur megum alls ekki við þvi að hann se að meiðast

 43. í guðs bænum farið nú að henda firmino inná.
  það er ekkert að gerast fram á við. algerlega ekki neitt.

 44. Tek til baka að vera ósáttur við miðjuparið okkar í byrjun fyrri hálfleiks. Af BBC:

  “The Work Horse – Jordan Henderson had more touches than any other player while on the field.”

  “Milner’s engine – Well, he has run further than any other player in the first half of this match at 5.87km.”

 45. Nú fáum við fiðring í mallana
  er fínlega sleppum með skrekkinn
  Rogers minn, rektu nú Lallana
  rakleiðis út af á bekkinn

 46. Hvaða labb er á Lallana? Er hann í skoðunarferð á Anfield?

  Inná með Firmino STRAX.

 47. fokk.
  þeir eru nær því að gera eitthvað en við.
  seriously – og þetta er á anfield. veit að vissulega eru þetta early days – og það verður þolinmæðisverk að fylgjast með liðinu slíðast saman…
  en pælið í útileikjunum framundan… hjih.

  hjartastyrkjandi og róandi og allan pakkan fyrir komandi vikur held ég …

 48. Nýliðarnir líta allt of vel út á Anfield. Ég vil sjá Firminho fá tækifæri. Við þurfum annað (helst löglegt) mark til að negla þrjú stig til að þetta sé aðeins meira sannfærandi. Gomez er mjög brothættur i bakverðinum en Clyne að brillera.

 49. Held að það þurfi að smyrja Rolls Royce-inn, virkar eitthvað tregur í gang.

 50. leikurinn hrynur þegar henderson fer út af og Can kemur inn á

 51. Nýir leikmenn en sama system og ekkert breytist ….nema kannski dómgæslan

 52. Ég bara spyr. Eru þið ánægðir með eitthvað í þessum leik. Erum að spila á heimavelli við nýliðana og er ekki að skapa neitt.

 53. ef það fást 3 stig úr þessum leik þá er ég sáttur þrátt fyrir að þetta hafi ekki verið flugeldasýning.

 54. Jol: Já, við erum að vinna, er ánægður með það. Við erum ekki búnir að fá á okkur mark, er ánægður með það. Ekkert annað skiptir máli þegar dómarinn flautar leikinn af.

 55. Jæja …a.m.k. eitt stig í hús…vonandi þraukum við og tökum öll þrjú.
  ANNAÐ skiptir ENGU Helv. máli!!!

 56. Auðvitað er ég sáttur með það að LFC sé með yfirhöndina, en spilamennskan er ekki heillandi, ein og ein leikmaður að leggja sig vel fram sem er vel. En afskaplega hugmynda snauðir framavið.

 57. Hræðilegur leikur hjá okkar mönnum, þetta er eitt lélegasta liðið í deildinni.

 58. Þvílíkt run hjá Moreno! Benteke óheppinn að setjann ekki þarna.

 59. Það var laglegt tók stuðulinn 7 á 1-0 sigur….glæsilegur hjá Benteke að klúðra í lokin hehe.

  Frábær sigur hjá okkar mönnum!

 60. Góð stig.
  Léleg framistaða
  Voðalega er messan leiðinleg án G. Ben.
  Sérstaklega leiðist mér örlygsson

 61. Frábær 3 stig. Við spiluðum einfaldlega við gríðarlega gott lið í dag og kláruðum leikinn með sigri og vil ég benda mönnum á að það hefur ekki gerst allt of oft hjá okkar mönnum. Fair play til Bournmouth, þeir voru óheppnir að tapa leiknum á rangstöðumarki og þeir spila mjög jákvæðan fótbolta og ég vona innilega að þetta lið þeirra haldi sér uppi ef spilamennska þeirra í vetur verður svona.

  Svo er annað mál, hvaða rétt höfum við poolarar á því að væla yfir spilamennsku liðsins í fyrstu tveimur leikjum liðsins? Hvað halda menn eiginlega að við séum? Við höfum ekki unnið deildina í einhver 25 ár og menn í alvöru gráta sumir hverjir úr sér augun eftir þessa fyrstu 2 leiki sem btw unnust. Liðið er að slípast saman, við erum fyrirfram með 5-6 sterkasta leikmannahóp deildarinnar. Fyrsti leikur er úti gegn Stoke sem er mjög erfiður leikur og svo er heimaleikur gegn nýliðum Bournmouth sem eru heldur betur hugnraðir og með flott fótbolatalið.

  Verum smá raunsæir og styðjum okkar menn, ef menn geta það ekki þegar við vinnum hvenær þá?

Bournemouth á morgun

Liverpool 1-0 Bournemouth