Síðasti varnartengiliðurinn

Staða varnartengiliðs eins og við þekkjum hjá Liverpool virðist vera endanlega út úr myndinni. Brendan Rodgers hefur ekki keypt einn varnartengilið og þó Lucas hafi byrjað 60 deildarleiki sl. þrjú tímabil hefur það alls ekkert alltaf verið sem sópur milli varnar og miðju.

Þrátt fyrir að Rodgers notist ekki við varnartengilið er ekki þar með sagt að hann ætlist ekki til þess að miðjan verji vörnina, áherslan er bara meiri á sóknarleikinn. Lucas er lakastur sóknarlega af miðjumönnum Liverpool og líklega verður það honum að falli nú er kröfurnar eru orðnar allt aðrar en þær voru. Öfugsnúið þar sem hann er keyptur fyrir átta árum sem spennandi sóknartengiliður frá Brasilíu.

Lucas Leiva hefur verið eini eiginlegi varnartengiliður Liverpool síðan Rodgers tók við og hefur nú fengið þau skilaboð að hann sé fimmti kostur sem miðjumaður. Honum er frjálst að yfirgefa liðið og þó ég komi til með að sjá mikið á eftir honum get ég skilið sölu á honum. Reyndar sé ég ekki brennandi þörf á að fá mann inn í staðin, ekki út frá leikmannakaupum sumarsins og eins miðað við það hvernig liðinu var stillt upp í fyrsta leik.

Undanfarin ár hefur Lucas verið okkar besti kostur í stöðu varnartengiliðs og með hann innanborðs hefur liðið fengið á sig færri mörk og vörnin nánast alltaf litið mikið betur út. Hann hefur engu að síður misst mjög mikið af hraða og yfirferð í erfiðum meiðslum undanfarin ár og er ekki sami leikmaður og hann var fyrstu mánuðina eftir að Mascherano fór og þar til hann meiddist.

Það eru tíu leikmannagluggar síðan Mascherno fór og ég hef nánast síðan öskrað á þörfina fyrir nýjan varnartengilið. Lucas er góður leikmaður en lið eins og Liverpool þarf bara stöðugri og betri leikmann en Lucas hefur verið þá sjaldan hann er ekki meiddur. Sú skoðun mín að Liverpool vanti ennþá sinn Nemanja Matic/Mascherano hefur ekki breyst en núna fyrst skal ég kaupa það sem verið er að leggja upp með á miðjunni þó það innihaldi ekki eiginlegan varnartengilið.

Rodgers sýndi tímabilið 2013/14 að það er hægt að leggja leikinn upp öðruvísi en með hreinum varnartengilið þó ég fari ennþá ekki ofan af því að betri varnarmaður aftast á miðjunni hefði getað skilað okkur meiru. Á síðasta tímabili var pínlegt að horfa á tilburði Liverpool varnarlega á miðsvæðinu og ég man ekki eftir að hafa séð lið sem vantaði eins illa alvöru varnartengilið. Eini sæmilegi kafli tímabilsins kom einmitt er stoppað var í þetta gat.

Tölfræðin með og án Lucas í fyrra talaði sínu máli, Liverpool vann 63,6% deildarleikja með hann innanborðs en bara 27,7% án hans. Þessu var hinsvegar alveg öfugt farið árið á undan þegar liðið vann bara 55% leikja sinna með hann innanborðs (samt helmingi betra en 27,7%) en 83,3% leikjanna án hans. Undanfarin tvö ár hefur Liverpool skorað ca. marki minna að meðaltali með hann innanborðs en lekið tæplega marki minna hinumegin á vellinum. Þannig að takist Rodgers að láta þetta Liverpool lið skora aftur í líkingu við tímabilið 2013/14 er kannski í lagi að minnka mikilvægi varnatengiliðs. Ef ekki munar um hvert mark sem Liverpool fær á sig.

Hlaupageta og kraftur núverandi miðjumanna Liverpool vinnur vonandi upp á móti því sem liðið missir varnarlega.

Leikkerfið
Rodgers hefur mótið með 4-2-3-1 eða 4-3-3 leikkerfi rétt eins og hann byrjaði mótið fyrir ári síðan. Á meðan Liverpool á bara einn leikmann í sitthvora bakvarðarstöðuna og 18 ára miðvörð “back-up” fyrir þá báða útiloka ég ekki þriggja manna varnarlínu en vonandi er þeirri tilraun lokið.

Þetta gera þrjú pláss á miðri miðjunni og aðeins tvö fyrir þá sem spila aðeins aftar. Henderson og Milner eru fyrstu kostir þar með Can, Allen og Lucas að berjast við þá um stöður. Tveir ungir og mjög efnilegir leikmenn fóru í túrinn í sumar og báðir gætu fengið séns, Jordan Rossiter og Pedro Chirivella.

Fremst á miðjunni er Coutinho sjálfkjörin að mínu mati og ég vona að hann spili ekki mikið út á kanti í vetur. Adam Lallana er einnig bestur fremst á miðjunni, þetta er líka besta staða Markovic, Texeira og Jordon Ibe hefur sýnt mjög góða takta þarna.

Þegar Can kom inná gegn Stoke færðust Milner og Henderson framar og Coutinho aðeins út á væng. M.ö.o. samkeppni á miðjunni er gríðarlega hörð og hætt við því að krafan á að setja Lucas í liðið verði ekki mikil. EKki það að Lucas sé ekki nógu góður leikmaður, hann er bara augljóslega ekki partur af plönum stjórans og hentar ekki í upplegg liðsins. Fari Lucas frá Liverpool vænti ég þess að sjá hann í erlendu Meistaradeildarliði í vetur.

Jordan Henderson
Ef Rodgers vill halda í það hlutverk sem hann skapaði fyrir Gerrard þá er Henderson líklega bestur í núverandi hópi til að spila þessa leikstjórnanda stöðu. Persónulega finnst mér það smá sóun á sóknarhæfileikum hans en hann hefur sannarlega yfirferðina til að verja vörnina vel sem og getuna til að hefja sóknaraðgerðir Liverpool og stjórna þeim. Ekki hægt að skilgreina hann sem varnartengilið en hann var klárlega aftasti miðjumaður Liverpool og hefur svosem alla burði til að stórbæta sig með auknum leikjafjölda í þessari stöðu. Varnarlega væri þetta bæting frá síðasta tímabili að mínu mati.

James Milner
Persónulega hélt ég að Milner yrði sá sem kæmi aftast í stöðuna sem Gerrard skilur eftir sig en ég skil svosem alveg að hann taki frekar við hlutverki Henderson. Hann er alls engin eftirbátur Henderson hvað vinnusemi varðar og sóknarlega er Milner líklega töluvert betri þó Henderson hafi vaxið mikið undanfarið. Nái þeir saman á miðjunni gætum við verið að sjá öflugt miðjupar fæðast þar sem báðir geta varist, sótt og hlaupið box-to-box allann leikinn.

Emre Can
Satt að segja hélt ég að hann kæmi beint í liðið sem varnartengiliður á síðasta tímabili. Hann fékk nánast ekkert að spila sína stöðu á miðjunni en það segir margt að hann var samt nánast alltaf í liðinu eftir að hann vann sér loksins sæti í því. Það að hann hafi farið aftast á miðjuna er hann kom inná um helgina er kannski besta vísbendinginn um að honum er ætluð þessi staða í vetur frekar en Henderson. Hann hefði líklega gott af því að hafa varnartengilið fyrir aftan sig og þar með meira svigrúm til að gera mistök varnarlega en á móti spilaði hann í vörninni mest allt síðasta tímabil og er því vonandi betur undirbúin í þetta hlutverk nú en hann var fyrir 12 mánuðum.

Can er bara 21 árs en ég á erfitt með að hugsa mér byrjunarlið Liverpool í deildarleik eða öðrum stórleikjum án þess að hann sé í liðinu. Varnarlega myndi ég frekar vilja Can heldur en Lucas upp á kraft og hlaupagetu. Reynsla og staðsetningar hjá Lucas eru auðvitað mun betri en Can sé ég fyrir mér veita vörninni alvöru skjól. Sóknarlega er þetta engin samkeppni þeirra á milli, Can getur borið boltann upp sjálfur, hann er með góðar sendingar og hann getur alveg skotið sjálfur. Með auknum leikskilningi milli hans, Henderson og Milner gætu þeir vel skiptst á að bruna fram og/eða bíða átekta.

4-3-3
Líklega er liðið sem lauk leik gegn Stoke nálægt því sem Rodgers vill leggja upp með. Fyrir mér er Can mikilvægur partur en detti einhver af Can, Milner eða Henderson út færist Coutinho aftur á miðjuna. Þeir sem ekki eru í þessu liði eru t.a.m. Ibe, Sturridge, Lallana, Markovic, Allen og Ings

Það eru í raun endalaust margir möguleikar í boði og Lucas er vissulega einn af þeim ennþá. En þó hann sé sagður fimmti kostur á miðjuna efa ég að það sé rétt komi til meiðsla hjá Henderson, Milner eða Can. Sóknarþenkjandi miðjumenn eins og Lallana og Coutinho myndi ég halda að komi fyrr inn á miðjuna en Lucas eða Allen. Þetta færi þó auðvitað eftir mótherjanum.

Joe Allen
Fyrr myndi ég selja Allen en Lucas og er hann að mínu mati mesti meðalmennsku leikmaður liðsins eins og sakir standa. Allen er ágætur í öllu, ekki afleitur í neinu og alls ekki frábær í neinu. Hann er lítill og ekkert sérlega fljótur og hentar mjög illa sem varnartengiliður. Hann gagnast mjög lítið sóknarlega og hefur alls ekki þann sprengikraft sem þarf. Honum líður best á miðjunni hafi hann varnartengilið með sér og sóknartengilið fyrir framan sig. Hann er fínn í að koma boltanum ágætlega hratt og örugglega á milli þeirra. Þar fyrir utan er hann hreint ótrúlega meiðslagjarn og hefur að ég held bara alltaf meiðst þegar hann vinnur sér sæti í liðinu.

Vonandi rekur hann þetta ofan í mig í vetur en ég ætla ekki að halda niðri í mér andanum, hann byrjar tímabilið mjög kunnuglega.

Rossiter / Chirivella
Fari svo að annað hvort Lucas eða Allen yfirgefi Liverpool í ágúst skapast þörf á mönnum í þeirra stað þó vissulega séum við þarna að tala um 4-5 kost á miðjuna og varla það. Þegar svo aftarlega í goggunarröðina er komið held ég að módel FSG sé alltaf að leita fyrst og fremst innávið og Liverpool á leikmenn sem gætu vel fengið mínútur í vetur. Slúður um menn eins og Illarramendi er spennandi og hann myndi líklega henta Liverpool mjög vel en ég bara sé kaup á slíkum manni ekki fyrir mér núna í ágúst, jafnvel þó Lucas fari.

Jordan Rossiter er sá Scouser sem heimamenn binda hvað mestar vonir við og fullyrða margir að hann muni pottþétt þróast úr akademíunni yfir í aðalliðið. A.m.k. í atvinnumennsku hvort sem það verði hjá Liverpool eða ekki. Hann er fæddur 1997 og hefur nú þegar spilað fyrir aðalliðið og skoraði meira að segja í þeim leik. Ef að West Ham treystir 16 ára strák á miðjuna á Emirates í fyrsta leik og Rodgers stólar á 18 ára miðvörð í vinstri bakverði er alls ekkert fjarstæðukennt að tippa Rossiter í einhverju hlutverki hjá Liverpool þó það verði ekki í deildinni til að byrja með. Liverpool gefur svona leikmönnum séns þegar hægt er þó vissulega sé líklegt að hann verði lánaður á einhverjum tímapunkti.

Pedro Chirivella er annar miðjumaður fæddur 1997 sem mikið hefur verið látið með í akademíu Liverpool og er hann jafnvel líklegri en Rossiter til að fá séns. Hann kom frá Valencia árið 2013 ári eftir að hafa verið fyrirliði U16 hjá Spánverjum og fór með aðalliðinu í Asíutúrinn í sumar sem og leikina gegn HJK Helsinki og Swindon.

Fari þeir ekki út á láni er ekki ólíklegt að sjá þá á bekk eða jafnvel í liðinu einhverntíma í vetur, jafnvel á kostnað Joe Allen enda getur það varla skaðað mikið.

Vörnin þarf miklu betri vernd frá miðjunni en hún hefur fengið undanfarin ár og vonandi stórbatnar hún í vetur og þessi mikilvægi hluti af hryggsúlu liðsins fari að virka. Clyne stórbætir vonandi varnarleik Liverpool í hægri bakverði sem var svo lélegur í fyrra að félagið hætti að nota hægri bakverði. Gomez er meira varnarsinnaður og kemur vonandi betra jafnvægi á liðið en Moreno var að gera í fyrra eða þeir kantmenn sem spiluðu þessa stöðu. Ég vona ennþá að Moreno komi til en hann þarf þá að stórbæta sig varnarlega. Henderson og Can eru líklegri til að veita cover en 35 ára gamall Gerrard var að gera í fyrra og Milner eykur vinnslu á miðjunni gríðarlega. Benteke gerir það svo vonandi að verkum að ekki er hægt að sækja áhyggjulaust á vörn Liverpool á meðan Firmino stórbætir vonandi pressu fremstu manna og þar með varnarleik liðsins í heild. M.ö.o. þó að enginn komi varnartengiliðurinn er vonandi búið að stórbæta varnarleikinn í heild með mörgum öðrum misstórum breytingum.

Ég er ennþá í stjórn #TeamDMC og ætla bíða og sjá hvernig þetta fer hjá okkar mönnum í vetur en skil í það minnsta núna hvað Rodgers er að leggja upp með.

33 Comments

  1. Við verðum einfaldlega að næla okkur í varnartengilið – fari svo að Lucas yfirgefi félagið. Megum nefnilega ekki við miklum meiðslum á miðsvæðinu til að allt fari til andskotans. Hef engan áhuga á að sjá Joe Allen spila yfir tuttugu leiki.

    Væri náttúrulega frábært ef við ættum einn varnartengilið innan okkar raða eins og Arsenal áttu í formi Francis Coquelin. Sáum hvaða áhrif hann hafði á það lið. Hinsvegar efast ég um að svo sé. Þess vegna væri ég til í að sjá klúbbinn fara á eftir Lucas Biglia, Grzegorz Krychowiak eða Alex Song.

  2. Ekki það að ég sé einhver Allen maður, þvert á móti hef ég viljað sjá hann seldan, en…

    “Hann er pínulítill og ekkert sérlega fljótur og hentar mjög illa sem varnartengiliður. Hann gagnast mjög lítið sóknarlega og hefur alls ekki þann sprengikraft sem þarf. ”

    Hvað í fjandanum á þessi blammering að þýða ? Hvaða fasísku fordómar eru þetta varðandi hæðina á leikmanninum ??

    Ég á bara ekki til orð.. Í fyrsta lagi, þá er ekkert að því að vera pínulítill… Í öðru lagi er hann ekkert pínulítill…strumparnir eru pínulitlir, ekki við Allen…nei ég meina, hann, Allen !!!

    Í þriðja lagi, þá máttu taka þessa dvergafordóma og stinga þeim uppí spæleggið á þér góði minn…ég er stór hneykslaður !!!

    Og ef hann væri svona lítill, ( sem ekkert væri hræðilegt, ég veit um marga flotta litla menn), þá væri löngu búið að selja hann á hálfvirði !!!

    Insjallah..
    Carl Berg

  3. Nr. 2
    Afsaka af auðmýkt, illa orðað og hæðin ekki aðalatriði. Laga þetta aðeins (pínu) meira að segja.

    Allen vinnur engu að síður ekki beint skallaboltana og truflar lítið stóra sóknarþenkjandi leikmenn andstæðinganna, vill sjá miklu öflugri mann þarna. Hæðin er þó ekki það sem ég sé helst á móti Allen og því rangt að æsa menn upp með því að minnast á það.

    Þig myndi ég mikið frekar setja milli miðju og sóknar ekki miðju og varnar

    Ég meina Allen.

  4. Messi er smar. Maradonna er smar. Pele smar. Scholes er ekki har. Sterling smar. Owen. Allen er er bara medal sem vaeri finn hja wba eda palace

  5. Það er hægt að setja þetta upp á svo marga vegu, með eða án hins hreinræktaða varnartengiliðs. T.d ef Sturridge kemur aftur þá má setja upp liðið svona upp og láta Henderson og Milner liggja aftarlega

    Firmino -Benteke – Sturridge
    ————-Coutinho
    ———-Henderson – Milner
    Gomez- Skrtel- Lovren – Clyne

    Liðið er orðið suddalega sterkt þá og ég tala nú ekki um ef við höfum Can í 4-3-3 kerfinu og eiga möguleika á að setja Sturridge inn á. Mótherjar okkar hljóta að fá martraðir bara við að sjá hvað breiddin er orðin mikil.

    Annars fannst mér þið koma vel inn á þetta í síðasta Brodkasti. Hugmyndir Rodgers er að byggja upp sterka beinagrind, marga leikmenn sem spila sem flesta leiki fyrir Liverpool og meiðast sjaldan.

    Ég held að það angri hann fyrst og fremst varðandi t.d Lukas og Sakho er að þeir eru báðir ottalegir meiðslapésar. T.d var liðið komið á rosalega siglingu með þá báða innan borðs í fyrra en svo þegar þeir duttu út, fór að fjara undan liðinu hægt og bítandi.

    Þessi hugmynd Rodgers er mjög rökrétt og skiljanleg. Það skiptir gríðarlegu máli að vera með leikmenn sem spila nánast alla lykilleiki. T.d Benteke, Coutinho, Firmino, Henderson, Milner, Skrtel, Clyne, Lovren, Can, Mignolet.

    Liðið spilast þá betur og betur saman, í stað þess að það fer að flisjast úr kjarnanum ef menn eru sífellt að detta í meiðsli.

  6. Ef það a að selja miðjumann þa verður að kaupa öflugan miðjumann i staðinn.. eg hefði alltaf allan daginn selt þa Allen og haldið Lucas.

  7. Sammála fyrri ræðumanni varðandi stöðuleika. Að mínu mati er vel samstilltur kjarni leikmanna betri heldur en að henda inn meiðslapésum sem á blaði eru kannski betri en þeir sem spila þeirra stöðu. Að spila vel á tiltölulega fáum leikmönnum í deildinni er gífurlega mikilvægt, að því gefnu að liðið sé að sigra leiki að sjálfsögðu. Frekar að nota meiðslahrúgurnar okkar í bikara og evrópudeild, til að hvíla þá sem eru í kjarnanum.

    Sá eini sem mögulega er hægt að réttlæta að mínu mati til að spila nánast alla leiki þegar hann er heill er Sturridge. Það væri náttúrulega eins og að hafa keypt hann að nýju ef rótin að hans meiðslum var í raun mjöðmin og að aðgerðin hafi “lagað hann”.

    Hvað varðar DMC, þá er erfitt að mótmæla því að það getur verið gífurlega mikilvæg staða. Flest stórlið í dag spila með einns slíkan eða eru í það minnsta með einn slíkan á bekknum sem er tilbúinn að koma inn á þegar með þarf. Þó ég skilji hvert Rodgers er að fara, þá skil ég ekki þessa þrjósku hans við að nota svona leikmann. Það er náttúrulega auðvelt að vera einhver sófasérfræðingur en það tekur engan eldflaugavísindamann til að sjá hvernig sigursæl stórlið stilla upp liðunum sínum í dag. Liverpool er því miður dottið af þeim stalli eins og staðan er í dag.

    En eins og aðrir hafa bent á er klárlega bæting að hafa tvo þyndarlausa hlaupagarpa á miðjunni, sem báðir geta varist þegar á þarf að halda. Auk þess að hafa bætt við manni eins og Firmino sem er leikmaður sem pressar andstæðinginn mjög grimmt (miðað við það sem maður hefur lesið um hann á veraldarvefnum), í líkingu við menn eins og Suarez og Sanchez. Svo náttúrulega að ógleymdum Can, sem án nokkurs vafa hefur bætt varnarskilning sinn á síðustuleiktíð, þykir hann í raun langbesti kandídatinn í þetta hlutverk eins og staðan er núna. Hann er góður bæði fram og aftur, og þó hann geri mistök í þessari stöðu er vörnin fyrir aftan hann og hann getur hlaupið manninn aftur uppi.

  8. Ég er ekki viss um að BR vilji ekki notast við DM held bara að hans skilgreining á því hvað aftasti miðjumaðurinn þarf að geta. Þeir þurfa geta varist, verið mjög hreyfanlegir og getað komið boltanum hratt upp völlin. Einnig þurfa þeir að vera “creative” framar á vellinum. Dæmi um svona leikmann er t.d. Sergio Busquets. Lucas hefur bara ekki þennan hreyfanleika sem er svo mikilvægur í okkar leik. Lucas væri frábær í liði sem liggur aftarlega og minna svæði sem þarf að verja.

  9. Var ekki þetta svokallaða “makalele-hlutverk” viðbragð við 4-4-2 sem er meira að segja á undanhaldi í Englandi? Alonso, Pirlo og Busquets (sbr. #7) eru allir djúpir en æða ekki um og tækla allt sem fyrir þeim verður (eins og Mascherano gerir þegar hann spilar sem DM). Rodgers er greinilega ekki á því að það sé mikilvægt að hafa öfluga tæklara aftarlega á miðjunni. Það er að mínu viti ekkert út í bláinn h já honum.

  10. Mögulega til að útskýra commentið mitt hér að ofan þá var ég einmitt að meina menn eins og Busquets. Can er þannig leikmaður, maður sem getur sinnt varnarhlutverki auk þess að hafa getuna til að fara fram með boltann sjálfur eða búa eitthvað til.

    Eru til betri menn í hlutverki en Can? Já, en enginn sem er leikmaður Liverpool í dag að mínu mati. Vegna þess að þó að Milner og Henderson gætu fyllt í þetta skarð, þá er þeirra hæfileikum sóað með því að láta þá vera varnartengiliði eða sem aftasti miðjumaður sem þarf að hjálpa mikið til með vörnina.

  11. Gæti Gomez ekki leyst þessa stöðu. Ungur strákur sem vel væri hægt að þjálfa upp í DMC eða er hann of efnilegur sem pjúra varnarmaður.

  12. Ég botna nú lítið í Rodgers og tel hann stæðsta vandamál liðsins.

    Að selja Lúkas er glórulaust og hann sýndi það heldur betur síðast vor að hann hefur hvorki misst hraða né getu þó hann hafi gengið í gegnum meiðsli eins og flestir.

    Það er í raun ótrúlegt hvað endurnýjunin hefur verið gríðarleg eftir velgengnina fyrir tveim árum. Það sem fer samt mest í taugarnar á mér er að þeir sem eru keyptir eru síður en svo betri en þeir sem eru fyrir eða eru látnir fara í staðinn. Svo heyrast raddir um að þar sem það er búið að kaupa svo marga verði að gefa liðinu tíma.

    Mér finnst því miður eitt alsherjar rugl vera í gangi. Réttlæting er fundin fyrir öllu sem gengur á og væntingar keyrðar niður úr öllu hófi.

    Ef Lúkas verður seldur er það einfaldlega jafn heimskuleg ákvörðun og þegar Rodgers byrjaði sitt fyrsta tímabil aðeins með einn senter – og það þrátt fyrir eigin fullyrðingar um að það væri fatalt. Það var ákvörðun sem eyðilagði það tímabil algjörlega. Þessi gæti gert það sama

  13. Ef Lucas fer er það fyrst og fremst vegna þess að hann er svo aftarlega í goggunarröðinni og hálfgerð synd að hafa svona færan mann sitjandi á tréverkinu allan veturinn. Þetta ræðst auðvitað af uppleggi og áherslum en Brendan sem vill leggja meiri áherslu á sóknarleik og finna aðrar leiðir til að verjast á miðjunni en með typical varnarmiðjumann. Ef Lucas gæti sótt og hefði meiri hraða ætti hann kannski séns í þessu systemi.

    Ég er ekki að réttlæta Brendan og vil ekki missa Lucas en við höfum engan kost annan en treysta þeirri sýn og taktík sem Brendan hefur. Hann verður að fá að framkvæma sýna sín, það er jú búið að treysta honum fyrir projcectinu. Brendan verður svo bara að standa og falla með sínum ákvörðunum.

    Lucas hefur verið góður, duglegur og heilt yfir mikill fengur fyrir Liverpool. En ég skil vel ef hann vill hugsa sér til hreyfings þ.e. ef hans hæfileikar eru ekki nýttir lengur. Auðvitað er hann ekki jafn góður og fyrir nokkrum árum síðan en ég myndi samt ekki afskrifa hann. Ef Brendan telur að það skipti máli að eiga einn góðan DMC þá væri betra að halda Lucas.

    Takk fyrir góðan pistil, þið Kop pennar eruð þvílíkt duglegir að setja inn allskonar efni auk Podcastanna. Það eru forréttindi að hafa ykkur hér á veraldarvefnum!

  14. Mín skoðun er að það á að halda Lucas. Breiddin á miðjunni er fín sóknarlega en central wise ekki svo mikil. Það var góður punkturinn hjá einum hérna að ath. ætti skyldleika BR og Allen. Hann var örugglega framarlega á hreinsunarlista flestra stuðningsmanna LFC eftir síðasta tímabil, þ.m.t. á mínum. Viðskipti LFC eru furðuleg og maður er oft og iðulega að pirra sig á þeim. Að kaupa Allen á 15 millj.punda og selja svo Shelvey á 5 ári seinna er ekkert nema bad business. Ég veit allavega hvern ég kysi að hafa í mínu liði í dag.

    Þótt að liðið sé ekki í CL er það í Evrópudeildinni. Keppni sem btw ég vill að stjórinn sýni virðingu og reyni að vinna. Auk þess að hann sýni fram á að hann geti stýrt liði með viðunandi árangri í Evrópukeppni. Svo eru auðvitað bikarkeppnirnar. Milner, Henderson og Can eru ekki að fara spila alla þessa leiki. Lucas kallinn ætti alveg að ná 15-20 byrjunarliðsleikjum ef hann yrði áfram. Hann sjálfur telur það örugglega of lítið en ég vildi hafa hann sem option fyrir komandi tímabil. Tala nú ekki um meiðsli og leikbönn. Ef hann verður seldur þá er klárt mál að ég vill að það verði keyptur maður í hans stað.
    Hrikalega er ég svo sammála þér Babú með að hafa beðið óþreyjufullur í einhverja 10 glugga að keyptur verði solid varnarmiðjumaður. Maður hélt í sumar að nú loksins yrði gert eitthvað í þessum málum en nei nei, selja eina manninn sem actually hefur valdið þessari stöðu að einhverju viti síðust ár. Held nú ekki !!

  15. “Tölfræðin með og án Lucas í fyrra talaði sínu máli, Liverpool vann 63,6% deildarleikja með hann innanborðs en bara 27,7% án hans.”

    Mér finnst þessi statistic rosalega one sided, það er líka hægt að segja að þetta sé munurinn á að vera með Gerrard sem CDM eða ekki, sem var hlutverk sem hann bara gat alls ekki sinnt.

    Við erum með Can, Henderson og Milner sem gætu sinnt þessari stöðu 200% betur en hann í dag, hann er orðinn alltof svifaseinn eftir meiðslin og hefur alla tíð verið sjúklega gjarn á að brjóta af sér á slæmum stöðum.

  16. Takk fyrir góðan pistil og jafnframt fínar umræður í gangi hérna um málefnið.

    Að mínu viti held ég að það hafi ekki mikil áhrif á liðið hvort lucas spili í vetur eða ekki, hann hefur þjónað klúbbnum vel í gegnum tíðina og á ekkert nema gott skilið. Ljóst er hinsvegar að hann hefur afar lítið sóknarlega fram að bjóða og varnarlega finnst mér ég lítið hafa séð sem er á því kaliberi sem hann var á fyrir hnémeiðslin Hann er klárlega aftar í goggunarröðinni heldur en milner, henderson og Can í dag. Fyrir tímabilið hefði ég sagt að ef hann færi þá væri nauðsynlegt að fá mann í staðinn. Ég er hinsvegar tvístígandi núna og myndi gjarnan vilja sjá fleiri leiki því miðjan er töluvert öðruvísi….sérstaklega þar sem við höfum tvo jafn orkumikla leikmenn og Milner og Henderson. Jafnframt væri ég afar spenntur fyrir því að Can fengi mikinn spilatíma og væri hann að mínu mati spennandi kostur að þróa í DMC í vetur. Því er ljóst að spilatími lucas er afar takmarkaður nema mikil meiðsli munu hrjá miðjumenn.

    Ég tek undir með mönnum að Allen hefur nkvl ekkert sýnt okkur í 3 ár fyrir utan stórkostlegan leik á móti man city á sínum fyrstu dögum í lfc treyju. Fari lucas er ljóst að allen er næsti kostur á miðjuna á eftir can, henderson og milner og er það skrambi veikt….sérstaklega miðað við það að við eigum mikið leikjaprógramm í vetur. Hinsvegar held ég reyndar að þessir þrír miðjumenn séu yfir meðallagi sterkir og duglegir og spila alla jafnan mikið af leikjum. Mig grunar að það verði frekar róterað og 2 af þessum 3 spili inn á í einu ásamt því að hafa allen til að bakka þetta upp frekar en að það verði farið í að kaupa annan leikmann í stað Lucasar skyldi hann fara.

    Hafandi sagt það þá held ég samt ekki að lucas fari fet í þessum glugga.

  17. Lucas er ekki sami Lucasinn og við höfðum fyrir tveimur árum.Til að setja þetta í samhengi þá yrði maður stressaður með Lucas eða Allen sem varnartengilið á móti city (yaya toure) en ef Can væri í þeirri stöðu “bring it on!

  18. Liverpool hefur fengið 141 mörk á sig í deildinni á 3 tímabilum undir stjórn Rodgers. Við erum ekki í neinni stöðu til að velta okkur upp úr þessu, svo bersýnileg er þörfin á varnartengilið. Ef hann áttar sig ekki á því er hann ekki starfi sínu vaxinn.

  19. Hæðin á Allen er ekki aðalatriðið eins og Babu er að segja , hann er bara versti miðjumaður sem við eigum, eða þá ( ef einhverjir særast) minnst góður. Það er bara þrjóskan í Brendan sem heldur honum hjá okkur, því miður.

  20. allir nema Rogers sáu á síðustu leiktíð að Lugas er afar mikilvægur, hann var meiddur í byrjun og við birjuðum hræðilega, í des fór hann að spila og við unnum allt, þangað til hann meiddist í mars, og þá fórum við að tapa

    við vorum í 10 sæti í des, þegar Lugas kom inn, og fjórða þegar hann meiddist aftur og enduðum í sjöunda.

    Allen hefur átt einn góðan leik frá upphafi með Liverpool

    það þarf ekki að vera geimvísindamaður til að átta sig á að Allen ætti að fara og Lugas ætti að vera í byrjunaliðinu, það er mikið talað um að hann sé yfir sitt besta en hann er 28 ára, hann á nóg eftir, þarf bara að fá tækifæri til að spila sig í form, það er mikið talað um að hann sé meiðslapési, hann hefur át þrenn slæm meiðsli undanfarin tvö ár, verið óheppin, en þar á undan missti hann varla út leik.

  21. Það er ekki fræðilegur möguleiki að Henderson, Milner, Can og Allen geti klárað þessar 2-3 miðjustöður sem þarf að fylla. Ef Lucas fer þá verður að koma inn með nýjan miðjumann, nema svo ólíklega vildi til að einhver sé klár úr varaliðinu.

    Það er hárrétt greining hjá Babú að Rodgers virðist aðhyllast það kerfi núna að hafa tvo box to box miðjumenn sem hafa mikla hlaupagetu en líka margt fram að færa sóknarlega. Það sem ég hræðist er að í erfiðum útileikjum, t.d. næstu 6, gæti vel verið þörf á auka koveri fyrir vörnina.

    Ég held að Rodgers ætti að opna fyrir möguleikann að hafa djúpan fyrir aftan þessa tvo hlaupagikki, rétt eins og að hafa þriðja miðjumanninn sóknarþenkjandi fyrir framan þá. Það getur ekki verið sniðugt að fækka möguleikunum því leikirnir leggjast ekki allir eins upp í vetur. Ég sé fyrir mér að í næstu 6 útileikjum gæti Lucas komið mjög sterkur inn. Can gæti það auðvitað líka en það yrði teflt á tæpasta vað að hafa engan kláran ef einhver þeirra þriggja meiðist. Lucas gæti líka komið mjög sterkur inn í útileiki í Evrópudeildinni þar sem hyggilegt er að liggja aftar á vellinum en venjan er í úrvalsdeildinni.

    Bottom line-ið er það að ef á að selja Lucas, sem er á besta aldri, þarf að koma nýr maður inn fyrir hann. Best væri að bæta nýjum manni inn, ungum leikmanni sem fengi slatta af sénsum í vetur en væri síðan nálægt því að taka við hlutverki Lucasar á næsta tímabili og þá væri hægt að selja Lucas næsta sumar, 29 ára gamlan og fá þokkalegt verð fyrir hann frá t.d. Inter, Roma eða slíkum klúbb.

  22. Þvílikt fall síðan Meistari Benitez var rekinn með skömm frá Liverpool. Nú spila peningar meiri rullu en nokkru sinni fyrr og okkar staða er einfaldlega sú að við getum ekki keppt lengur við ríkustu klúbba heims.

    “Liverpool continue to fall down UEFA’s club rankings, entering the new season in 55th place – below clubs such as Apoel, Tranzonspor, Metalist Kharkiv and Genk.

    In 2009, Liverpool were ranked the No. 1 side in Europe, based on UEFA’s coefficient – which ranks teams based on results and standard of opposition in European competitions over the last 5 seasons.”

  23. Ég átta mig ekki alveg á þessum tölum hjá þér Babu: “Liverpool vann 63,6% deildarleikja með hann innanborðs en bara 27,7% án hans”. Ég er greinilega að reikna þetta öðruvísi en það væri flott ef þú gætir sýnt hvaðan 27,7% koma, mér finnst það heldur lágt. Ég fékk út að hann spilaði 15 leiki (þ.e. þeir leikir sem hann tekur þátt í 45mín af leiknum eða meira) og Liverpool vann 9. Þar af leiðandi 9/15 = 60% en þar sem hann var ekki með voru 23 leikir og 9 af þeim sigurleikir eða 9/23 = 39%.

    Ef við skoðum hins vegar svipaða tölfræði nema nota stig í stað sigurhlutfalls þá fékk Liverpool 66,7% allra stiga sem í boði voru þegar Lucas spilaði en 46,4% þegar hann var ekki með.

    En hvað um það, ég er ekki mikill Lucas maður og aldrei verið hrifinn af honum. Ekki það að hann sé lélegur leikmaður bara ekki lykilmaður í liði sem vill vera í topp 4. Ég er mikill DMC maður en finnst mikið vanta upp á hjá honum og hefur alltaf fundist.

    Mér finnst mjög auðskýranlegt afhverju gekk betur með hann innanborðs heldur en ekki á síðasta tímabil. Þegar við erum með miðju sem er mjög lítið varnarsinnuð (Gerrard, Henderson, Coutinho) og coverar vörnina illa þá fær liðið mörk á sig og þegar liðið er heldur ekki með sókn sem getur skorað þá tapar það leikjum. Þannig að með því að setja Lucas inn og þétta varnarleikinn þá eykuru líkurnar á því að vinna leiki sem og liðið gerði. Þannig að síðasta tímabil finnst mér ekki vera mjög marktækt á mikilvægi Lucas-ar innan liðsins.

    Ég skoðaði öll tímabilin sem hann hefur spilað fyrir Liverpool og bar það saman við gengi liðsins. 07/08 og 08/09 lenti Liverpool í 4. og 2. sæti, bæði tímabil var hann í aukahlutverki. Tímabilið 09/10 var ekki mikið um breytingar á liðinu fyrir utan að minn maður Alonso fór og má segja að Lucas hafi bara komið inn fyrir hann. Það tímabil og næstu 3 (09/10 – 12/13) var hann lykilmaður í liðinu þar sem hann spilaði flesta leiki ef hann var ekki meiddur ( var meiddur megnið af 11/12). Þessi ár lenti liði í 7, 6, 8 og 7 sæti. Árin sem hann var í aukahlutverki (07/08, 08/09, 13/14 og 14/15) 4, 2, 2 og 6 ef við teljum hann hafi verið í aukahlutverki í fyrra.

    Ekki það að þetta sé allt honum að kenna heldur segir meira til um getu liðanna þar sem hann er lykilmaður og þeirra þegar hann er það ekki. Svo finnst mér einnig áhugaverður munurinn á frammistöðu liðsins milli áranna 08/09 og 09/10 þar sem eini munurinn er í raun að Lucas kemur inn í XI í stað Alonso.

    En með þessu vildi ég nú bara færi rök fyrir því afhverju ég tel að það sé ekki mikill missir í Lucas-i ef hann verður seldur því við þurfum töluvert betri leikmann í hans stað ef við viljum líta á okkur sem topp 4 klúbb að mínu mati.

  24. Sæl og blessuð.

    Varð vitni að því þegar Lúkas karlinn fleytti kerlingar á grasinu á Emirates 2011 þegar við unnum Nallana 0-2 sællar minningar. Það reyndist vera Phyrrusarsigur því þetta var um leið upphafið að endalokum hins farsæla varnartengiliðs. Hinn spólgraði kollegi hans í Arsenal Frimpong, vék af velli fyrir fólskulegt brotið og eftir það sá Lúkas okkar aldrei til sólar ekki ólíkt nafna hans á Akureyri.

    Það var með ólíkindum hversu illa liðinu gekk að halda dampi þann veturinn og má vafalítið kenna ófarnirnar við þessa salíbunu sem hann fékk í boði Lundúnarliðsins.

    Hvað um það.

    Þessi tölfræði um Lúkas er að mínu viti hvorki nógu nákvæm né nær hún yfir það langt tímabil að það réttlæti beitingu hennar sem röksemd fyrir gagnsemi hans. Það sem við þurfum er:

    1. yfirlit yfir sigurhlutfall leikja í yngri flokkum (8.-3. flokks) í Brasilíu þar sem Lucas ólst upp og lék.
    2. yfirlit yfir sigurhlutfall Liverpool frá upphafi til vorra daga
    3. greinargerð yfir möguleg ytri skilyrði sem kunna að hafa haft áhrif á gengi þeirra leikja sem a ) Lúkas ver með í, b) Lúkas var ekki með í. Í henni þarf þá að koma fram staða þeirra liða í deildinni sem Liverpool keppti við svo allur samanburður sé raunhæfur (voru þetta lið í efstu deild eða falllið?). Þá er rétt að líta til þess tíma árs sem suðurhafsbúinn Lúkas spilaði með liðinu. Er hann betri að hausti og vori en um hávetur? Hvað með loftþrýsting og rakastig?

    Allt þetta eru atriði sem við þurfum að skoða af vandvirkni til að geta verið samræðufær um meinta gagnsemi varnartengiliðsins góða.

    Annars finnst mér eðlilegt í ljósi þess sem að ofan er ritað að finna sprækan varnartengilið með bæði hné í lagi sem getur staðið sem brymbrjótur liðsins næsta tæpa áratuginn.

  25. Brymbrjóturinn sem Lúðvík Sverriz auglýsir eftir er nú þegar í liðinu og heitir……. Emre Can!

  26. Takk fyrir þetta Babu, fín lesning en ég set spurningamerki við þessar tölur sem hann nefnir.

    Menn geta náttúrulega haft mismunandi skoðanir á tölfræði og hægt að beita henni á marga vegu. Flestir vita eflaust af transfermarkt.com þar sem hægt er að skoða allskonar tölfræði og hægt er að graf upp flest af þessu sem meistari Lúðvík von Sverriz tekur upp.

    Menn tala um allskonar breytur sem koma til, sem er sannarlega rétt, en maður veltir samt fyrir sér af 8 árum sem Lucas hefur verið í Liverpool, nánast allur hans ferill, afhverju tekst liðinu ekki betur upp þegar hann er lykilleikmaður?

    3 af 8 árum er liðið á þeim stað þar sem við viljum sjá það, þ.e. í topp 4, í öll skiptin er hann bara squad player.

    Ef hann er svona mikilvægur og frábær leikmaður afhverju hefur hann ekki verið lykilmaður í liðinu þegar við eigum góð tímabil?

  27. Já við gætum notað Cole. Að mínu viti betri en Moreno á öllum sviðum fótboltans í dag (lesist fyrir tímabilið 2014/15). Stigi ofar en Glen Johnson allan ferilinn ef ekki tveimur. Myndi klárlega styrkja vinstri bakvörðinn töluvert.

  28. Aldrei myndi ég vilja sjá Ashley Cole hjá Liverpool.
    Látinn fara frá Roma vegna þess að hann er búinn sem leikmaður.

Kop.is Podcast #92

Íslensk bók um Steven Gerrard