Kop.is Podcast #91

Hér er þáttur númer níutíu og eitt af podcasti Liverpool Bloggsins!

KOP.is podcast – 91. þáttur

Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.

Ég (Babú) stýrði þættinum að þessu sinni og með mér voru Maggi og Eyþór

Í þessum þætti ræddum við lokaleiki undirbúningtímabilsins, litla bætingu á varnarleik og spáðum í spilin fyrir leikinn gegn Stoke um helgina.

12 Comments

 1. Ég tel einmitt að Brendan sé að leysa úr óörygginu í vörninni með því að kaupa markaskorara hehe. Í fyrra fór Tiki-taka fótboltinn, framliggjandi bakverðir, spilandi miðverðir, pressandi miðjumenn…allt til fjandans vegna þess að það var enginn í sókninni.

  Núna er búið að leysa það vandamál með kaupum á 3 markaskorurum + Firmino. Þannig að ég tel að Brendan hafi enn fulla trú á leikmönnum sem hann hefur keypt í vörnina hjá sér Moreno, Lovren, Sakho og Co.

  Varðandi hver byrjar af þeim, þá veit maður ekkert hver er í góðu formi eða hver tók aðeins of vel á BBQ í sumar. Það virðist vera að ungviðið í vörninni er óvenjusterkt allavega virðist traustið vera lagt á þá til að vera varamenn liðsins…og það er einnig í takt við það sem Brendan hefur verið að gera síðan hann tók við. Hann er bara trúr sjálfum sér.

  Að lokum þá er ekki spurning að tölverð styrking á liðinu hefur átt sér stað í sumar. Maður hefur smá áhyggjur af föstum leikatriðum, en það hefur nú plagað Wenger í 10 ár þannig að enginn þjálfari er fullkominn. Allavega hef ég ekki trú á að Brendan fari að endurskipuleggja sóknarbakverðina sína og stilla upp í grjótmúr eins og Mourinho með hægri fótar vinstri bakvörð og miðvörð í hægri bakvörð.

 2. Mér lýst ekkert allt of vel á þetta tímabil. Væntingar mínar eru undir meðallagi og ef spilamennskan og árangurinn verður ekki vel yfir væntingum þá vonast ég hreinlega eftir harkalegri lendingu. BR út og eitthvað ferskt inn. Ég var mikill BR maður en nú er ég eiginlega búin að gefast upp á honum.

  Finnst hann virka ráðvilltur og stefnulaus. Pressan verður gríðarleg á honum í haust og hann er efstur á flestum veðmálssíðum um að verða fyrsti stjórinn sem fýkur í vetur.

  En ætli maður hangi ekki í hans horni til áramóta.

 3. Ég held að menn séu alltof bjartsýnir á gengi manure. Þeir hafa keypt tóma gamlinga fyrir alltof mikinn pening, gætu ennþá misst aðalmarkvörðinn og eru með vandræðastöður útum allan völl. Ég er gríðarlega ánægður með þessa skammtímahugsun Van Gal. Það er ómögulegt að segja hvað Shitty og Arsenal gera en hvort fyrir sig ætti að gera atlögu að titlinum. En þá væri sénsinn okkar á fjórða sætinu aðallega sá að komast yfir manure. Sem er að mínu viti mögulegt. Boltinn er kringlóttur, allir leikir byrja núll-núll og allt það.

 4. Nr. 6
  Þessi eini sem United hefur keypt yfir 25 ára (að ég held) er heimsmeistarinn Bastian Schweinsteiger 31 árs. Þeir eru að spila vel í sumarglugganum það er engin spurning þó sumarsögur De Gea og Di Maria hjálpi þeim ekkert.

 5. Snorri? Man u hefur keypt einn 30 ára leikmanna og elsti leikmaðurinn fyrir utan hann er 25 ára held ég. Ég er ekki sammála þér þarna. Hins vegar er ég sammála þér með að Man u gætu lent í vandræðum á tímabilinu en það væri þá vegna stjórans en ekki liðsins. Þeir eru með betra lið en við. Eini maðurinn okkar sem kæmist í lið þeirra væri líklega Skrtel og jafnvel Sakho miðað við gæði hafsenta þeirra. Ég tel samt að ef þeir kaupa Otamendi eða annan í sama klassa gætu þeir verið í titilbaráttu.

 6. Eitt sem ég skil ekki er að Liverpoo er gríðarlega stór klúbbur og telur sig vera “professional” en er samt að spila menn út úr stöðum. Hvernig stendur á því að td að besti kosturinn í DL sé 18 ára örfættur miðvörðr??? Það er ekki professional. Þetta hljóta að vera einhverskonar stór misstök. Annað dæmi var Can í hægri bak og Markovich í hægri væng þegar hans staða er vinstra megin frammi.
  Þetta hlítur að vera einhverskonar scandal að eiga ekki bestu mennina í réttar stöður, þeas ef við erum að miða við að Liverpool sé professional klúbbur sem vill láta sig taka sig alvarlega. Þetta á reyndar við um fleiri klúbba, en rosalega eru fótboltavísindin ónákvæm ef þetta er svona….

 7. Raunhæft að ætla að við endum í 5 sæti þetta seasonið, eins og endurspeglast jú í því að aðeins einn af 28 “knattspyrnuspekingum” BBC setur okkur í topp 4.

  Mér finnst við samt eiga möguleika, höfum keypt ágætlega í sumar. Höfum að mínu viti klárlega stigið skrefið framfyrir Tottenham og nálgast topp 4 verulega í gæðum og breidd.

  Það sem þaf að gerast að mínu viti til að við náum í topp 4 er eftirfarandi:

  Í fysta lagi þarf eitthvað af þessum stóru 4 að misstíga sig örlítið. Þar hef ég mesta trú á því að annaðhvort city eða utd gætu komið okkur til hjálpar. City með frábæran hóp en finnst stundum eins og vanti neista í liðið, Utd er svo smá spurningarmerki finnst mér. Þeir gátu ekki blautan í fyrra en sluppu með það vegna þess við drulluðum betur upp á bak og tókum athyglina af þeirra skitu.

  Í öðru lagi þarf Brendan Rodgers að finna aftur rétta lyfjaskammtinn sinn, hann var alveg úti á túni í fyrra. Endalausar tilfæringar á mönnum og kerfum jafnvel oft í leik ganga ekki upp. Hann þarf að finna sinn kjarna og halda sig meira og minna við hann, að auki þurfum við að hvíla lykilmenn í evrópudeildinni og einblína á deildina með okkar sterkasta lið.

  Hvort Brendan er áfram í ruglinu kemur í ljós að mínu áliti strax í fyrsta leik, ef hann stillir Lovren upp í stað Sakho og byrjar úti á móti Stoke með engan varnarmiðjumann er honum ekki við bjargandi.

  Annars er ég þokkalega bjartsýnn, eitthvað segir mér að við gætum komið á óvart. Finnst Millner/Henderson combóið hafa virkað sterkt í æfingaleikjunum, er líka spenntur fyrir Coutinho/Firmino samvinnu framar á vellinum.

  Meistaradeild here we come, make room for us please!

 8. Ég held að Remy verði áfram sterkur hjá Chelsea. Vann 14 stig fyrir þá í fyrra, við veðjum frekar á Balotelli

 9. Nr. 10

  Viðurkenni að ég var gjörsamlega búinn að gleyma honum og hélt að hann væri á förum frá þeim.

Mánudagsmolar – Opinn þráður

Allt undir