HJK Helsinki 0 – Liverpool 2

Samantekt

Fyrri hálfleikurinn erfiður, Finnarnir lágu mjög aftarlega og gáfu lítil færi á sér, í raun í mesta lagi hálffæri sem við fengum. Ings mest í þeim en átti pínu erfitt með “touchið” á lykilmómentum. Síðari hálfleikur mun betri. Pressuðum hærri og meiri hraði í spilinu. Það var þó ekki fyrr en að leikur heimamanna riðlaðist með skiptingum að við fórum að fara meira í gegnum varnirnar og skoruðum tvö fín mörk. Undir lokin var bara verið að rúlla í rólegheitum og sigurinn aldrei í hættu.

Hvað lærði maður

Ég held að við getum vænst þess að liðið spili 4-2-3-1 um næstu helgi, ekki með einn djúpan miðjumann heldur hápressu þar sem tveir miðjumenn sitja aðeins aftar. Á sama hátt ætla ég að spá því að þetta lið byrji að mestu á Brittania. Origi kemur væntanlega inn fyrir Ings miðað við frammistöðuna en ég held að Rodgers hafi horft til þess að þarna væri uppstillingin og í raun kannski ekkert í leiknum sem hann ergir sig á.

Hvað var best við leikinn?

Hægri vængurinn var mjög öflugur, Clyne og Ibe ná vel saman og Ibe lang líflegustur okkar. Við gáfum engin færi á okkur, bakverðirnir vörðust mjög vel og það fannst mér jákvætt. Pressan virkaði á fínum stað og Milner er býsna góð viðbót í henni. Menn virtust hafa fínt sjálfstraust á boltanum og teiknuðu langa samleikskafla fínt.

Hvað var verst við leikinn?

Vinstri vængurinn mun veikari, Lallana var þar og leysti reglulega inn án þess að mikið kæmi út úr því og þó Gomez hafi varist vel á hann erfitt með að senda boltann með vinstri og það hægði á. Á sama hátt var Lallana sá sem pressaði verst. Mignolet var shaky í upphafinu að koma út í krossa og það má ekki sjást. Í fyrri hálfleik vantaði áræðni á síðasta þriðjungi.

Bestu leikmennirnir

Í þessari röð… 1) Ibe – 2) Milner – 3) Clyne – 4) Coutinho

Minnst bestu leikmenirnir

1) Ings – 2) Lallana

Annars sjáiði hér að neðan rauntímalýsingu á leiknum. Annar leikur á morgun, annað lið sem mætir til Swindon. Vonandi verður fullur völlur þar, eiginlega sorglega fáir á vellinum í Helsinki í dag….

Þá er það næstsíðasti æfingaleikur sumarsins og hann fer fram í Helsinki.

Við ætlum að uppfæra þennan þráð með mörkum um leið og þau koma og svo samantekt í hálfleik og eftir leik.

Byrjunarlið dagsins er komið og hljóðar svo:

Mignolet

Clyne – Skrtel – Lovren – Gomez

Henderson – Milner
Ibe – Coutinho – Lallana

Ings

Bekkurinn er skipaður sex mönnum sem fæstir munu fá mikinn tíma – en einn af þeirra er brasilíski drengurinn Allan Rodrigues da Souza sem var í dag staðfestur sem nýr liðsmaður félagsins, velkominn Allan!

Við erum mögulega að sjá byrjunarliðið fyrir næstu helgi miðað við viðtölin við stjórann í vikunni. Á bekknum eru: Fulton, Maguire, Chirivella, Kent, Allan, Origi.

Hálfleikur 0-0

Ekki mikið markvert í gangi. Finnarnir mjög varkárir, okkar menn mikið með boltann en hafa ekki skapað sér mikið. Hægri vængurinn með Clyne og Ibe klárlega það jákvæðasta.

Vonandi meira að frétta í seinni.

1-0 Divorck Origi á 73.mínútu

Öll hættan kemur hægra megin, fínn undirbúningur Clyne til Ibe sem sendi inn í teiginn þar sem Milner sendi hælsendinu inn í markteig þar sem Origi dúndraði honum í netið. Fínt mark og verðskuldað í lágtempóleik.

2-0 Coutinho á 78.mínútu

Snöggt horn frá Lallana á Coutinho sem spilar þríhyrning við Milner áður en hann dúndrar boltanum í netið með viðkomu í varnarmanni.

35 Comments

 1. Það kæmi mér á óvart að byrjunarliðið gegn Stoke yrði einhvern veginn svona, nema hvað að Bogdan verður væntanlega ekki í markinu gegn þeim.

 2. Öll þessi kaup í sumar og samt er líklegt að Lovren byrji leikinn gegn Stoke. Ég veit fyrir mína parta hvar ég tel veika hlekkinn vera. En upp með hökuna, hér má ekki vera neikvæður.

 3. Já það verður nokkuð magnað ef rodgers ætlar að troða Lovren fram fyrir Sakho gegn stoke. Ef stoke leikurinn fer illa með Skrtel og Lovren er nánast hægt að bóka það að þrjóskan í rodgers mun ekki breyta þessu lovren-skrtel kombóinu. Sakho er svo miklu betri en lovren, ótrúlegt að þjálfarinn sjái þetta ekki.

 4. Breaking News: Sterling óskaði eftir sölu frá Manchester City í hálfleik í æfingaleik á móti Stuttgart. Ástæðan er sú að hann vill fara til liðs þar sem hann getur unnið titla! Stuttgart 4 – City 0 í hálfleik, Kompany átt hræðilegan leik.

 5. Sæl og blessuð.

  Góni á þetta með öðru. Finnarnir mjög góðir. Fátt um varnir við tútalfútboll hjá þeim. Ekki traustvekjandi…

 6. Lallana og Milner klappand’onum árangurslaust út um allan völl. Henderson úrræðalaus og með feilsendingar. Mignolet skelfilegur í föstum leikatriðum, átti að fá á sig mark úr horni, Ings, ekki góður í móttökunni … ekki góður dagur hjá þeim.

  Ibe flottur og agressívur, Coutinho sprækur og hugmyndaríkur

 7. um leið og Coutinho fær boltann gerir hann flotta hluti og sendir hann svo á andstæðinginn. not good…

 8. Henderson þarf að vera framar að mínu mati. Hann týnist alveg sem varnartengiliður. Okkur vantar meiri vinnslu við fremsta þriðjunginn. Graða seinni bylgju til að hirða bitana eins og t.d. frá Ibe, sem hefur verið langbestur í fyrri hálfleik.

  Svo finnst mér líka skrýtið hvað það gengur hægt hjá Rodgers að fá Lallana til að dreifa boltanum betur, en ekki vera alltaf klappa honum svona mikið.

 9. Ég er ekkert yfir mig hrifin. Mér finnst andleysa yfir liðinu og það er lítið að skapa sér af færum. það vantar allan kraft, engin hápressa eða þetta killer instictk sem einkenndi liðið 2013-2014.

  Annars eru margir þættir mjög góðir. Varnarleikur er sterkur, liðið spilar vel sín á milli en þegar kemur að lokahluta vallarins er eins og allt sigli í strand. Liðið hefur reyndar skapað sér einhver færi en það er deginum ljósara að liðið verður að mæta meira á tánum en í þessum leik þegar það mætir Stoke.

  það getur verið skýring á þessu. t.d æfingaþreyta – eða einfaldlega að liðið er ekki orðið nógu vel samspilandi.

 10. Annars var þetta laglegt mark hjá Origi og góður undirbúningur hjá Ibe og Milner. Seinni hálfleikurinn er búinn að vera aðeins ferskari – þó mér finnist vanta enn allt fútt í liðið.

 11. Strákar ég er í heyskap væri ands… Fínt ef einhver myndi henda inn link hvr ég get séð leikinn á eftir… Þiiið eruð krútt

 12. Reyndi ekkert á Mignlolet og vörnina.

  Ibe er sá einstaklingur sem hagnast mest á brotthvarfi Sterling. Hann lofar góðu!

  Origi hann átti góða innkomu.

  Liðið vann vel.

  Það verður spiluð hápressa á þessu tímabili.

  Er þokkalega sáttur og hlakka til að sjá Firmino og Benteki á morgun.

  YNWA

 13. Einhvernveginn hef ég það á tilfinningunni að Henderson og Milner eru bara einfaldlega ekki nógu gott miðjupar fyrir lið sem ætlar sér í topp fjóra á Englandi.

 14. Það voru algeng vandamál þarna í fyrri hálfleik. Óþarfa brot utan teigs og HJK fengu slatta af aukaspyrnum og hornspyrnum. Mignolet var ekki verstur. Það sem var verst var að varnarmennirnir eru ekki að valda stóru, hættulegu mennina í föstu leikatriðunum. Vandamál sem við könnumst vel við allan þann tíma sem Rodgers hefur verið við völd. Coutinho gleraugun eru heldur ekki á mér og hann hægir alveg jafn mikið á spilinu og Lallana. Það vantar í leik liðsins að opna vængina og koma bolta, sem og mönnum inn í teig. Að öðru leyti leit þetta fí t út og það komu augnablik þar sem áðurnefndir vankanntar voru teknir föstum tökum.

 15. Voru Firmino og Benteke ekki með i dag ?

  Eg vil allan daginn sja benteke byrja gegn stoke

 16. Eftir að hafa horft á leiki okkar manna á síðustu dögum er ekki mikil ástæða til bjartsýni, Origi er bara alveg úti á túni , sem er að vísu betra en að vera utan við túnið eins og Balotelli,blessuð sé minning hans.Án gríns þá finnst mér leikur okkar manna í þessum leikjum undanfarið hafa verið slappur. Ég trúi ekki að lovren verði fyrsti kostur í miðverði , það er ekki alveg í lagi með stjórann ef svo verður, held að þetta verði spennandi keppni um sjöunda sætið á milli LFC og Watford

 17. Ég gef lítið fyrir þessa æfingaleiki enda hafa þeir ekki hjálpað okkur mikið í gegnum tíðina við að lesa í leik liðsins né frammistöðu leikmanna eins og hefur margoft komið fram hér.
  Ég er hinsvegar ótrúlega spenntur fyrir þessum vetri.

  Það er auðvitað hálfgerður Pollýönnuleikur sem endurtekur sig á hverju ári hjá okkur stuðningsmönnum en ég er til að mynda miklu spenntari fyrir þessum hópi heldur en nokkurn tímann hópnum sem fór inn í tímabilið í fyrra. Þó svo að maður gíraði sig upp í einhverja jákvæðni eftir hin fáránlegu “panic” kaup síðasta sumars þá var það alltaf ljóst fyrir mér að ef Sturridge yrði ekki heill yrði róðurinn þungur eins og kom svo í ljós. Eftir á að hyggja er í raun ótrúlegt að við höfum einhvern tímann verið inn í baráttunni um topp fjóra í fyrra miðað við framlínuna sem okkur var boðið upp á.

  Ég hef mínar efasemdir um Brendan okkar Rodgers en ég er ekki ósáttur við að hann fái eitt tímabil enn til að sanna sig. Stærstu spurningarnar í mínum huga varðandi leik liðsins eru þessar:

  1. Getur hann stoppað upp í varnarleikinn?
  Það líta allir varnarmenn út eins og hálfvitar undir stjórn hans óháð fyrrum afrekum þeirra. Terry og Cahill myndu líta út eins og strákar í 7. flokki í þessu skipulagi. Bakverðir sækja hátt og við höfum ekki neinn DMC sem fellur niður og þrífur upp skítinn. Þetta VERÐUR að laga og þetta er stærsta áskorun Rodgers.

  2. Hefur hann nógu mikið aðdráttarafl til að fá stjörnuleikmenn til liðs við liðið?
  Fyrir mína parta hafa hann og FSG sent okkur, efasemdarmönnunum, fingurinn í sumar. Fáránleg bæting á hópnum.

  3. Nálgun Rodgers við evrópuboltann er í besta falli barnaleg. Ég vil sjá okkur fara alla leið í Evrópudeildinni í vetur. Ég hlusta ekki á neitt kjaftæði varðandi leikjaálag eða að deildin sé leiðinleg, sem áhorfandi vil ég fá sem flesta leiki. Það HRÆÐIR mig hvað það eru fáir “sigurvegarar” eftir í hópnum okkar og það er eitthvað sem verður að laga. Við vinnum ekki aðalbikarinn í vetur en ég tek alla aðra bikara alla daga. Hvort sem við lendum í fjórða eða tíunda sæti ef bikar kemur ekki í hús þá er þetta tímabil lélegt hjá okkur. Bikar í hús, takk!

  Ég er á báðum áttum eins og margir hvort Rodgers geti lagað þessa þrjá punkta. Rodgers hefur annað hvort verið algjörlega “með’etta” eða úti að drulla. Ég hlakka mest til þess að sjá hvorum megin hann lendir í vetur því þetta tímabil verður hans Stóri dómur. Ég er samt viss um að við getum andað rólega því hvort sem þetta verður frábært tímabil eða algjörlega ömurleg skita þá er nóg að líta á hópinn til að sjá að þetta verður allt í lagi næsta tímabil 😉

 18. Spilaði Allan einhvað í dag? Eða skipti bara Origi við Ings í seinni hàlfleik?

 19. Hvað sagði ég ykkut með Ibe? Það var enginn að tala um hann fyrr en ég byrjaði að benda á hann. Djöfull er ég ótrúlega góður að spotta talent.
  Ojo á samt eftir að toppa þá alla. Rodgers, þú getur hringt í mig anytime.

 20. #22

  “1. Getur hann stoppað upp í varnarleikinn?
  Það líta allir varnarmenn út eins og hálfvitar undir stjórn hans óháð fyrrum afrekum þeirra. Terry og Cahill myndu líta út eins og strákar í 7. flokki í þessu skipulagi. Bakverðir sækja hátt og við höfum ekki neinn DMC sem fellur niður og þrífur upp skítinn. Þetta VERÐUR að laga og þetta er stærsta áskorun Rodgers.”

  Þetta má sannarlega kallast veikleiki, tengist samt að verulegu leyti upplegginu/sýninni hjá honum. BR virðist einfaldlega lítið fyrir varnarsinnaða miðjumenn, sé eitthvað að marka félagaskiptagluggana og leikskipulagið á hans vakt. Verkefnið hjá vörninni getur orðið mun þægilegra með góðan DM inni á vellinum, en sóknin að sama skapi bitlausari. Eigum þrjá sem geta leyst DM stöðu þokkalega, en enginn þeirra virkilega vel (Lucas, Can, Allen). Lucas var auðvitað gjörsamlega frábær í þessu fram að krossbandaslitunum 2011. Ekki margir betri í Evrópu á þeim tíma, en því miður fór sem fór. Can mögulega framtíðarmaður, en það mun taka tíma.

  Virkilega góður DM auðveldar samt svo fáránlega margt! Þá gætu t.d. Milner og Henderson verið mun djarfari, báðir að er virðist keyrandi á endalausu gasi, sem og bakverðirnir. Þetta er vanmetnasta staðan í nútímafótbolta, að mínu viti.

  “2. Hefur hann nógu mikið aðdráttarafl til að fá stjörnuleikmenn til liðs við liðið?
  Fyrir mína parta hafa hann og FSG sent okkur, efasemdarmönnunum, fingurinn í sumar. Fáránleg bæting á hópnum.”

  Meistaradeildin (og það stöðugt, ekki inn og út) telur ca 7000-falt á við nafn/andlit/orðspor stjórans. En já, það er klárlega búið að bæta a.m.k. 3 stöður í byrjunarliðinu. Það er nú eitthvað. Finnst félagið hafa sniðið sér býsna góðan stakk eftir vexti í sumar. Svo þetta er jákvætt, all things considered.

  “3. Nálgun Rodgers við evrópuboltann er í besta falli barnaleg. Ég vil sjá okkur fara alla leið í Evrópudeildinni í vetur. Ég hlusta ekki á neitt kjaftæði varðandi leikjaálag eða að deildin sé leiðinleg, sem áhorfandi vil ég fá sem flesta leiki. Það HRÆÐIR mig hvað það eru fáir „sigurvegarar“ eftir í hópnum okkar og það er eitthvað sem verður að laga. Við vinnum ekki aðalbikarinn í vetur en ég tek alla aðra bikara alla daga. Hvort sem við lendum í fjórða eða tíunda sæti ef bikar kemur ekki í hús þá er þetta tímabil lélegt hjá okkur. Bikar í hús, takk!”

  Núverandi hópur ætti að höndla margar keppnir býsna vel. Erum reyndar fremur overloaded (ef svo má segja) af tíum og vængmönnum, en e.t.v. léttari baka til. Svo er reyndar slatti eftir af glugganum.

  Þetta tímabil verður mjög áhugavert. Ég vona innilega að Adam Lallana muni ná sér vel á strik og að hann haldist heill. Frábær fótboltamaður þar á ferð! Við eigum nóg inni úr síðasta sumarglugga, svo mikið er víst. Can, Lovren, Lallana og fleiri eru engir amlóðar. Firmino er svo óumdeilanlega topp 5 leikmaður í Bundesligunni síðustu tvö ár. Jafnframt dýrasta transfer í sögu þeirrar deildar. Ég er engan veginn að reikna með að hann taki EPL með stormi frá fyrsta degi, en þetta er mest spennandi leikmaður sem félagið hefur fengið í sínar raðir síðan Luis Suárez mætti.

  Ég held að BR sé alltaf að hugsa um pressuna, vinnuframlagið og slíkt. Pældu t.d. í ef fremstu fimm á vellinum eru Henderson, Milner, Coutinho, Lallana, Firmino og Benteke (það má stokka og skoða Ibe, Markovic og fleiri). Varnarmenn andstæðinganna eru ekki að fá að klappa boltanum mikið, svo mikið er víst.

  Það er einfaldlega rosalega erfitt að lesa í þetta. Á fyrri hluta tímabilsins eigum við hrikalega mikið af erfiðum útleikjum, en það var nú líka þannig 2013-14, nota bene.

  #24,

  Ef Clyne nær að vinna vel með Ibe hægra megin, gætu flottir hlutir gerst. Það var ekki að gerast í dag (Ibe oft býsna einangraður), en Clyne náði samt a.m.k. að gefa 2-3 mjög góðar fyrirgjafir! Það er meira en verður sagt um bakverðina okkar síðustu misserin. 🙂

  Loks er hér smá kómdeía til að slaufa þessu: https://vimeo.com/92846254 🙂

 21. Voðalega eru allir svartsýnir hérna finnst manni….var kærastan að dömpa ykkur?

  Ég spái Liverpool titlinum. Það er kannski langsótt en tilhvers að stefna á 2.sætið. Ég er sannfærður um að Liverpool muni koma verulega á óvart á þessu tímabili. Við erum komnir með grjótsterkt lið. Keyptum marga dúndurgóða og lítum út eins og lið aftur. Skrtel verður maður tímabilsins.

 22. Nú er bara um að gera að halda væntingum niðri því liðið okkar er alveg rosalega stórt spurningamerki.

  Það eru ekki margir leikmenn ef það er einhver sem ætti möguleika að komast í liðin sem enduðu í efstu fjórum sætunum í fyrra.

  Öll leikmannakaupin þurfa að ganga upp og vörnin að smella saman og eitthvað að liðunum fyrir ofan okkur þarf að eiga slæmt tímabil svo að við náum að komast í CL að ári.

  Eins og ég sagði höldum væntingum niðri og njótum þess að horfa á Liverpool spila.

 23. Ef einhver snilli er með eitraðan link á samfélagsleikinn á milli ostanna Chelsea og Arsenal þá væri það vel þegið. Hef alltaf notað firstrow sem er eiginlega orðin ónothæf. Er með slatta pening undir annars myndi maður aldrei leggjast svo lágt að horfa á þessi lið.

 24. Teixeira verður ekki einu sinnmni í hóp á móti Swindon í dag. ER hann meiddur? Gríðarleg vonbrigði að mínu mati ef thick head Rodgers ER að skilja hann útundan I tveimur 18 manna hópum. Hann ER orðin 22 ára og ER tilbúinn að mínu mati….

 25. Sem betur fer er Brogers sennilega betur inn i malum teixeira en thu nafni.

 26. Sælir

  Liverpool team to face Swindon:
  Bogdan, Alexander-Arnold, Moreno, Toure, Sakho, Lucas,
  Markovic, Can, Benteke, Allen, Firmino.

  Subs: Fulton, Cleary, Ojo, Chirivella, Maguire, Kent

Hópur í Helsinki – Lambert farinn (opinn)

Swindon 1 – Liverpool 2