Hópur í Helsinki – Lambert farinn (opinn)

Opinbera síðan var rétt í þessu að tilkynna hvaða 16 leikmenn munu fljúga til Helsinki og spila við HJK Helsinki á morgun.

Á hópnum má ráða að það verður síst lakara lið sem spilar svo við Swindon Town á sunnudaginn. Í fljótu bragði þá eru þetta tvö afar jöfn lið, á bekknum á morgun verða margir ungir menn og menn eins og Sakho, Moreno, Firmino, Lucas, Allen, Markovic, Emre Can og Benteke verða heima. Svo maður þarf semsagt að horfa á báða leikina. Þá það.

Annars er það að frétta að í dag var brottför Rickie Lambert staðfest og hann mun leika undir stjórn Tony Pulis (úffffff) næsta tímabil. Við vitum öll að Rickie var að láta draum sinn um að spila með LFC rætast í fyrra sumar og því miður var sá draumur ekki beint magnaður. Það verður þó ekkert neikvætt sagt um hann annað en að hann náði ekki að skora mörg mörk, hann lagði sig allan fram en var einfaldlega ekki maður í að rífa upp lið á nokkurn hátt.

Miðað við fréttir um að við höfum selt hann á 3 milljónir punda þá er þetta ekkert versti díll mögulegur og hópurinn minnkar. Wisdom farinn og nú Lambert, sennilega sjáum við fleiri brottfarir á næstu dögum miðað við fréttir um að Borini, Balotelli og Enrique æfi ekki einu sinni með aðalliðinu.

Annars er þráðurinn opinn elskurnar…

20 Comments

 1. Rickie Lambert lét drauminn rætast og átti nokkur góð moment fyrir Liverpool. Mikilvægt mark í meistaradeildinni(sem á þeim tíma var mikilvægt en dugði ekki til) og flott mark gegn Aston Villa þar sem ástríðan skein í gegn og fannst maður eins og að einn af aðdáendum liðsins hefði skorað þegar hann stökk uppí stúkuna.

  Ég held að hann hafi stórt liverpool hjarta en sem leikmaður þá vill hann spila meira og skilur maður það að hann sé að fara.
  Nú vona ég að Borini og Balo fari að fara því að ég hefði miklu frekar hafa Lambert hjá Liverpool tilbúinn að gefa allt í leikinn af bekknum heldur en Balo með fýlusvipinn innan vallar eða á bekknum.

 2. Ricky brillerar undir stjórn Pulis. Annars vil ég sjá fleiri fara. Lovren og Lallana vonandi næstir. Það væri gott að fá 10 milljónir fyrir hvorn.

 3. Eg atta mig ekki a tvi hvort Brodgers er snillingur eda auli. Eg myndi samt halda ad verdi lidid of langt fra toppnum i lok des ad ta se hann farinn

 4. Svo skorar hann 2 mörk sama dag og hann gengur til liðs við WBA. 3 mörk fyrir Liverpool allt tímabilið.

 5. Fyrir mér er í versta falli stórskrítið af hverju hann tekur ekki Sakho með í þessa ferð. Er hann að fara spila gegn Finnska liðinu með sitt byrjunarliðspar í hafsentum (Skrtel & Lovren) vona ekki.
  Miðað við hvaða leikmenn eru eftir heima þá mun hann Brendan ekki spila einn æfingaleik með sitt sterkasta lið. Eru leikir viku fyrir mót ætlaðir til þess að skoða leikmenn ef svo er finnst mér það ansi slæmt. Hefði viljað sjá liðið byrja með sitt sterkasta lið en ekki að fyrsti leikur byrjunarliðsins væri gegn Stoke.

  Kannski of mikil svartsýni en svona horfir þetta við mér!

 6. ?g get alveg sætt mig við að horfa a tvo leiki. Í mínum huga er verið að tryggja sem flestir fái góðan spilatíma um helgina. Hinsvegar óttast ég að BR glími enn við sama vandamál og í fyrra en það er að hann viti ekki nákvæmlega hvert hans sterkasta byrjunarlið er.

  Hluti af vandamálinu liggur í þeim mikla fjölda leikmanna sem hafa verið keyptir í síðustu tveimur sumargluggum. Ungu efnilegu leikmennirnir eru heldur kannski ekki búnir að taka stökkið framúr þeim reyndari. Ég held það sé alveg augljóst að þetta lið mun ekk slípast saman á nokkrum vikum heldur þurfi meiri tíma.

  En klárlega er hópurinn stærri en nokkru sinni fyrr undir stjórn BR og ég myndi halda að lfc ætti að geta stillt upp feikisterku liði í öllum leikjum í vetur.

  Persónulega er ég eiginlega spenntastur að sjá hvar emre can og markovic muni spila á vellinum á móti swindon.

 7. Vona að Lambert gangi vel undir stjórn Pullis en hann gæti alveg passað inní þá spilamennsku. Hann var klárlega á vitlausum tíma hjá Liverpool en á vissum tímapunkti hefði hann hentað leikstílnum en alls ekki núna.

  Ég ætla ekki að setja fram einhverja sleggjudóma eins og margir gera um vissa leikmenn innan liðsins en ég hinsvegar vona alveg innilega að Sakho sé hugsaður sem byrjunarliðsmaður í miðverði með Skrtel. Skrtel er sjálfvalinn í þessa stöðu en svo er spurningin hver kemur þarna við hliðina á honum. Maður veit náttúrulega ekki neitt hvernig Lovren hefur verið að æfa og hvort að hann sé að sýna einhverja bætingu en Sakho hefur alveg klárelga gæðin í að vera fyrsti maður þarna inn.
  Get alveg séð fyrir mér Lovren og Sakho í hjarta varnarinnar innan fárra ára ef sá fyrr nefndi sýnir fram á töluverða bætingu frá seinustu leiktíð.

  Mér finnst samt skiljanlegt af hverju hann skilur Coutinho, Firmino, Benteke og fleiri eftir heima þar sem þeir eru ábyggilega ekki enn komnir í leikform og eru þeir líklega á æfingum sem ýta undir að þeir verði klárir í fyrsta leik.

  Þessir þrír eru mjög líklega þeir þrír leikmenn sem byrja uppá topp í fyrsta leik og eru þeir að vinna saman á æfingarsvæðinu til þess að samtilla sig og læra inná hvorn annan. Er það ekki líklegt annars?

  YNWA – Rodgers we trust!

 8. Eg se ekki ad hopur okkar se ad stækka mikid vid erum bunir ad kaupa 7 enn lata 9 fara

 9. Svona verður byrjunarliðið í dag:
  ………………Mignolet,
  Clyne, Lovren, Skrtel, Gomez,
  ……..Milner, Henderson,
  …………..Coutinho,
  …..Ings, Origi, Lallana.
  Bekkur: Ibe, Kent, Maguire, Fulton, Chirivella.
  Vinnuhestarnir á miðjunni og Coutinho stjórnar sókninni.

 10. Í uppsetningunni að ofan geta Benteke, Sturridge og Origi barist um toppinn.
  Vængframherjar væru: Firmino, Ings, Ibe og Markovic
  Holan eru Coutinho og Lallana
  Holding eru: Henderson, Millner, Can, Lucas (og Allen)
  Bakverði: Clyne, Moreno og Gomes (+Flannó þegar hann kemur inn)
  Miðverðir: Skrtle, Sakho, Lovren og Toure
  Mark: Mignolet og Bogdan.

 11. Erum við að fara sjá liðið sem spilar núna eftir vera liðið sem startar gegn Stoke hmm haa? Er samt ekki smá pressa að láta Benteke með sinn verðmiða byrja fyrsta leik? Hann hefur reyndar ekki spilað leik ennþá en sjáum til. Þarf ég að fara henda Ings inn fyrir Benteke í fantasy..

 12. sko mín skoðun er sú að Sakho er góður leikmaður og EF hann gæti haldið sér heilum í eitt tímabil þá ætti hann ALLTAF að vera okkar fyrsti varnarmaður á blað.
  En hann getur ekki haldist heill lengur en 15 -20 leiki, þar af leiðandi getur hann ekki átt varnarstöðunna.. Það er alltaf verið að tala um að við þurfum stöðuleika í vörnina og þess vegna trúi ég að okkar miðverjapar verði Skrtel og Lovren, þeir eru báðir leikmenn sem missa ekki mikið af leikjum þar af leiðandi geta þeir myndað gott par.. Meiðsli eru líka aðal hluturinn fyrir að Daniel Agger varð aldrei okkar aðalvarnarmaður.. Mikil meiðsli mikil rótering mikil óstöðuleiki…. sjáið Chelsea, Arsenal og Southampton spila nánast alltaf með sömu varnarmennina = stöðuleiki 😉

 13. Hver haldiði að verði vítaskytta í vetur?

  Ég vona að það verði einhver af sóknarmönnunum eins og kannski Coutinho, Benteke eða einhver sem kann að skjóta en ég held að Hendo verði fyrir valinu fyrst að hann var vara vítaskytta á eftir Gerrard síðasta vetur.

  Hver haldiði að verði fyrir valinu og hvern viljiði sjá sem vítaskyttu?

 14. Ég veit að maður á ekkert að lesa ofmikið í æfingaleikina en ég er að streama köln vs stoke og ég get ekki sagt að Stoke sé eitthvað að heilla en þeir eru samt fín spilandi lið en mikið um eyður á milli manna í pressun hjá þeim sem ætti að vera hægt að nýta 😉

 15. Ég spái Liverpool titlinum í ár…það gekk allt á afturfótunum á síðustu leiktíð…en í ár gengur allt upp. Þessi spá er í boði Carlsberg!

Liverpool tekur skref í átt að Barcelona

HJK Helsinki 0 – Liverpool 2