Malasíu XI 1 Liverpool 1

Þá er komið að lokaleiknum í Asíu- og Eyjaálfuferð Liverpool. Í dag mætir liðið „úrvali“ Malasíu kl. 12:45 að ísl. tíma í Kuala Lumpur. Reyndar er hópur leikmanna Malasíu-úrvalsins í verkfalli og því verða þeir með eitthvað veikt lið.

Liðið lék reyndar aukaleik á æfingu á miðvikudag gegn einhverju lókal-liði, fyrir luktum dyrum og endaði sá leikur 7-0. Danny Ings skoraði þar þrennu. Leikurinn í dag er fjórði opinberi leikurinn af fimm, liðið á eftir að leika við HJK Helsinki í Finnlandi eftir viku og svo leikur varaliðið annan fyrir luktum dyrum gegn Swindon degi seinna. Þetta eru því í raun lokasénsarnir fyrir Brendan Rodgers að skoða uppstillingar fyrir Stoke-leikinn eftir hálfan mánuð.

Byrjunarlið Liverpool í dag er svona:

Bogdan

Clyne – Skrtel – Lovren – Moreno

Henderson – Lucas – Milner

Ibe – Origi – Lallana

Aðrir eru á bekk. Við uppfærum þessa færslu að leik loknum.


Uppfært: Leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Patrick Ronaldinho (án djóks) kom heimamönnum yfir snemma en Jordon Ibe jafnaði með frábæru vinstrifótarskoti fyrir lok fyrri hálfleiks. Þetta var frekar slök frammistaða hjá okkar mönnum, þeir sköpuðu sér færi en nýttu illa og það var lítill taktur í spilinu fannst mér, auk þess sem vörnin var í vandræðum með tvo stóra og sterka sóknarmenn Malasíu-úrvalsins. Dejan Lovren leit illa út í marki þeirra.

Annars var Malasíu-liðið aðallega í því að reyna að meiða okkar menn. Olnbogarnir flugu og vönkuðu/blóðguðu bæði Clyne og Lucas í fyrri hálfleik á meðan eitthvert fíflið reyndi sitt besta til að fótbrjóta Ibe aftan frá í seinni hálfleik (í alvöru, þetta var fávitaskapur). En okkar menn sleppa heilir úr þessu og er það vel.

Við getum kannski skrifað frammistöðuna á þreytu, liðið hefur verið á löngu ferðalagi og að gera ótrúlegustu PR-hluti á milli æfinga á hverjum stað í tvær vikur. Nú taka við tvær mikilvægustu vikur sumarsins; Melwood í 14 daga þar sem Benteke, Firmino, Coutinho og Can bíða eftir að komast í takt við restina af liðinu.

37 Comments

  1. greinilegt að lovren se hugsaður i byrjunarliðið i vetur framyfir sakho…

  2. origi búinn að vera arfaslakur staðan er 1-0 fyrir malasíu ef einhver er ekki að horfa

  3. Frábært mark hjá Ibe, hann er ótrúlegur, heldur boltanum vel og er ösku fljótur. Vel gert hjá Origi í undirbúningnum, þetta er allt að smella saman. Ég vona svo innilega að Lovren sé ekki hugsaður sem 1st choice við hliðina á Skrtl, vil sjá Sakho allan daginn

  4. Origi er að staðsetja sig vel og fylgja vel á eftir, vantar bara að klára færin, hef fulla trú á að stráksi hrökkvi í gang!

  5. Smá röfl. Mark Lawrenson var fínn varnarmaður á sínum tíma. Sem þulur er hann hins vegar í besta falli mega steiktur.

  6. Ojo og Rossiter að koma inná, verður gaman að sjá þá aðeins sprikla

  7. vantar hraða í þetta, menn að klappa boltanum of mikið. t.d Lallana alltof mikið….

  8. Þetta var gervigrasvöllur. Ekki alveg að marka niðurstöðuna úr þessum leik.

  9. Lala leikur Ibe flottur ekki gleyma því að sóknin okkar er öll í Liverpool 🙂

  10. Byrjunarliðið klárt á móti Stoke?

    ————Benteke
    Coutinho –Firmino—Ibe
    ——-Milner—-Henderson
    Moreno–Sakho–Skrtel–Clyne
    ————–Mignolet

    Ef Coutinho og Firmino eru ekki komnir í leikform þá eru Lallana og Markovic mínir menn.

  11. Ég var að skoða opinberu Liverpool síðuna og sá að Aspas, Alberto og Manquillo eru ennþá skráðir þar.
    Erum við ekki örugglega lausir við Aspas ?

  12. Ég hugsa að það reynist heillaspor að hafa hlíft benteke,firmino,can og coutinho við þessari æfingaferð. Þessir aðilar munu væntanlega mynda sóknardúetinn og ég hugsa að undirbúningur á melwood hafi ekki verið síðri en þessi ferð.

  13. #24

    “Byrjunarliðið klárt á móti Stoke?

    ————Benteke
    Coutinho –Firmino—Ibe
    ——-Milner—-Henderson
    Moreno–Sakho–Skrtel–Clyne
    ————–Mignolet”

    Held og vona að Clyne og Ibe eigi eftir að eiga góð samspil á komandi leiktíð! Þetta lið er flott, okkar besta starting 11 og blússandi sókn.

  14. Þetta líð lítur ágætlega út sem sett er upp hér að ofan. Bekkurinn er líka nokkuð sterkur, Lallana, Markovic, Can, Lovren, Flanagan, Ings, Lucas osfr

    En pressan á kallinum er gríðarlega og þolinmæðin verður ekki mikil. Hann er búin að eyða skriljónum undanfarin tvö ár burtséð frá stórum sölum. Hann er með sína leikmenn, hann er með sitt backroom staff. Hann hefur til áramóta að til að sanna sig held ég.

    Ekki bætir það svo að við erum búnir að eiga skrítið undibúningstímabil, spilum eingöngu á mót tómum pappakössum á meðan önnur lið í toppnum eru að spila á móti mjög sterkum andstæðingum.

    Við eigum erfitt programm í byrjun og spurningin er er það eitthvað sem BR getur notað sem afsökun eða verður það honum að falli.

    Það sem ég hræðist í raun mest er að tímabilið verði dull, að við verðum ekki nógu lélegir til að reka BR, ekki nógu góðir til að keppa að nokkrum hlut.

    Þá vil ég frekar sjá flugelda eða “fall”

  15. Ég er nú ekki hrifin af að spila með einn upp á topp leiðinleg taktík gæti vel Séð Benteke og Ings virka vel saman hann er að virka flottur á mig svo kemur sturridge inn.En Það langbesta við þetta og hvað fyllir mig mestri tilhugsun er þegar ég ætlaði að fara stilla upp því liði sem mér litist best á þá var ég bara i helvitis vandræðum með að stilla mönnum upp í stöður á vellinum fyrir utan markvarðarstöðuna Bogdan að minu mati ekki nógu mikill stuðningur aðahald eða backup fyrir Simon. Finnst við hefðum átt að fá Rob green frá qpr fyrir lítin aur hugsa að hann hefði myndað fínt par með belganum. En hvenær gerðist það síðast við erum með 3-4 leikmenn i hverri stöðu og 22-24 þessara leikmanna að mínu mati allir leikmenn sem myndu mögulega allir geta spilað án þess að veikja liðið . frammi . ings benteke /Sturridge, origi ,lambert Balo,Borini
    Miðja .Milner /lalana/Marko Couthinio Henderson /lucas can Firminio/Ibe

    vörn
    Gomez/moreno/enri skrtel /Toure lovren/sakho Clyne//flan/wish

    Mignolet

  16. Hvernig er þetta,erum við ekkert að fara að kaupa leikmann,við höfum bara engann keypt núna í fjóra daga. Er farinn að að hafa áhyggjur af þessu,verð að segja það 🙂

  17. #33 jú eg var vist að segja þarna eitthvað bull, hann var seldur til sevilla sem seldi hann svo strax til celta vigo.

  18. Eg mun aldrei gleyma Aspas-hornspyrnunum… Annars bara virkilega flottur hópur að myndast hjá okkur og nú þarf að kveikja hungrið upp í mönnum og gredduna. Ef það tekst þá verður tímabilið flott hja okkar liði.

  19. Það er gaman að hafa rétt fyrir sér svona öðru hvoru. Ég var yfir mig hrifinn af Mohamed Sallah og þeirri hugmynd að Liverpool væri að fara að kaupa hann á sínum tíma. Mér fannst hann blanda af Coutinho og Sterling. Lítill, snöggur og teknískur og hlakkaði mig til þess að fá hann yfir til okkar frá Basel.
    Þegar Chelsea tók sig til og rændi honum á lokasekúndum Janúargluggans, varð ég eðlilega frekar fúll og sagði þá strax það augljósa að hann myndi aldrei nokkurn tímann passa inn í leikstíl Chelsea. Það var algjörlega augljóst, á leikstíl hans.

    Ekki kvarta ég yfir því að Mourinho er búinn að átta sig á því tveimur árum síðar að ég hafði greinilega rétt fyrir mér. 🙂

    http://433.moi.is/enski-boltinn/chelsea/mourinho-salah-a-ekki-heima-her/

Benteke kominn (Staðfest)!

Góður gluggi?