Búið að semja við Villa vegna Benteke

Andy Massey læknir Liverpool er á leiðinni heim frá Ástralíu til að afgreiða læknisskoðun á Benteke. Ian Ayre er búinn að semja við Aston Villa um greiðslufyrirkomulagið og því er ekkert að vanbúnaði. Læknisskoðun fer fram á morgun eða hinn en Benteke fer ekki í æfingaferðina til Ástralíu/Asíu.

Hann mun þess í stað æfa með Firmino og Coutinho á Melwood en þeir mæta á miðvikudaginn. Jose Enrique er nú þegar búinn að skipuleggja FIFA mót þá um kvöldið heima hjá sér.

Ian Ayre og félagar hafa átt stjörnuleik í sumar og er með þessu líklega búið að klára öll helstu leikmannaviðskipti Liverpool og það mjög vel fyrir 1.sept.

Á næstu vikum sjáum við líklega nokkra “farþega” yfirgefa félagið og mögulega kemur einhver einn inn til viðbótar enda…

19 Comments

 1. Góðar fréttir! En vonandi endar þetta ekki eins og Remy fíaskóið og allt í einu, þegar að maður bíður eftir (staðfest) með Benteke, þá er hann orðinn leikmaður Man Utd.

  Þetta sumar hvað varðar kaup og sölur er að líta helvíti vel út eins og staðan er akkurat núna.

 2. Maður er orðinn óeðlilega spenntur fyrir tímabilinu! Þvílíka sem Ian Ayre er búinn að standa sína plikt. Maður er kominn úr því að hafa viljað buffa karlangann í það að vilja gefa honum rembingsfaðmlag! Núna þurfa leikmenn að delivera. Gæðin eru til staðar. Þetta season má byrja!

 3. Lítur þetta ekki einhvern svona út?

  Cristian Benteke £32,5m – Mario Balotelli £10m – Styrking
  James Milner – Steven Gerrard – Styrking
  Danny Ings £6m – Fabio Borini £10m – Styrking
  Adam Bogdan – Brad Jones – Styrking
  Joe Gomez – Charlton, £3.5m – Sebastian Coates £3,5m – Styrking
  Roberto Firmino – £21.3-29m Raheem Sterling – 44- £49m – Styrking
  Nathaniel Clyne – £10m plus add-ons) – Glen Johnson – Styrking

  Til viðbótar vonandi
  Enrique £3m
  Aspas £3m
  Alberto £3m
  Javi Manquillo – Skilað

  Lloyd Jones – Blackpool, Lán
  Jordan Williams – Swindon, Lán
  Kevin Stewart – Swindon, Lán
  Danny Ward – Aberdeen, lán

  Heildarkostnaður enginn 🙂

  Er ekki viss um að þessar forsendur haldi en miðað við þetta þá eru 30 -40 m til ráðstöfunar og mikil styrking á liðinu. Raunhæfara að miða við 20 til 40 en í það minnsta erum við ekki að setja fjárhaginn á hliðina.

  Ég vona að ekki verði fjárfest meira nema annað hvort í ungum framtíðarleikmönnum eins Gomes eða enn yngri mönnum og eða heimsklassaleikmanni sem getur gengið í öll lið og selt skyrtur.

  Það er ótrúlegt að við fáum nýjan Firmino núna og þá er betra að geyma peninginn í bankanum en að kaupa menn sem uppfylla þessi skilyrði.

  Hópurinn er miklu sterkari enn í fyrra ef þetta gengur eftir.

  Markmenn: Mignolet, Bodgan
  Bakverðir: Clyne Moreno, Gomes, Wisdom, Flanagan
  Miðverðir; Skrtel, Sakho, Toure, Lovren
  Miðjumenn; Henderson, Milner, Lucas, Allen
  Framliggjandi miðjumenn, Firmino, Coutinho, Lallana, Ibe, Markovich
  Framverðir; Sturridge, Benteke, Ings, Origi

  Það væri frábært er að Sturridge yrði klár í vetur en því miður er ekki hægt að gera ráð fyrir því.

  Núna reynir á Rodgers hann mun ekki fá lengri tíma en fram að áramótum hjá eigendunum ef þetta gengur ekki upp hjá honum er Klopp á hliðarlínunni.

  Það lítur úr fyrir að Rodgers hafi fengið að stýra ferðinni hvað varðar leikmannakaup og fleiri hluti. Vonandi gengur þetta upp hjá okkur en þetta verður ekki auðvelt.

  Arsenal er með mjög sterkan hóp og gríðarleg styrking að fá Chech.

  United ætlar augljóslega að kaupa árangur og það verður fróðlegt að sjá hvernig þessi Galni framkvæmdastjóri þeirra mun spila úr liðinu í vetur. Ég er ekki að tala niður til hans, hann er augljóslega svolítið galinn og það má færa rök fyrir því að að hjálpi í þessu starfi.

  Chelsea og City eru í sérflokki.

  Tottenham, Everton og jafnvel Crystal Palace skyldu ekki vera vanmetin.

  Það er hinsvegar ekki hægt að annað en að vera ánægður með þróunina. Fyrsta skipti í 7 ár sem klúbburinn er rekinn með hagnaði, mikið af ungum leikmönnum sem geta bætt sig verulega og sumarglugginn hefur verið góður.

  Við erum á réttri leið.

  YNWA

 4. Eitt orð . “Glæsilegt”

  Ein meginástæðan fyrir því að Benteke var aðal skotmark Liverpool í sumarglugganum er sú að hann er með hæfileika sem okkar menn skorti á síðasta tímabili. Hann er nefnilega óvenju góður í því að taka við bolta, koma honum niður á jörðina og senda hann aftur á samherja. Jafnvel þó varnarmenn eru í bakinu á honum eiga þeir erfitt með að ná til knattarins, því hann er naut að burðum og skýlir boltanum vel. Það þýðir að ef Liverpoolvörnin er pressuð mjög framanlega af mótherjum, geta t.d markvörður, miðverðir eða bakverðir Liverpool, átt möguleika á því að senda langa sendingu af hættusvæði beint á Benteke sem kemur boltanum síðan aftur á samherja, sem yfirleitt eru miklu leiknari með boltann heldur en hann eins og t.d Firmino eða Coutinho,Milner eða Lallana, Henderson.
  Aðrar ástæður fyrir áhuga Liverpool á Benteke er fjölhæfni . Hann t.d nýtir færin sín mjög vel og er framúrskarandi skallamaður sem nýtist vel þegar lið liggja mjög aftarlega. Þá er hægt að senda fyrirgjafir á hann inn í teiginn en síðasta vetur var enginn framherji okkar með með heimsklassagetu að taka við hásendingum. Okkar menn voru oft með knöttinn um 70% af tímanum en sköpuðu mjög lítið af færum, því það vantaði lokahnikkinn í sóknaraðgerðinar.
  Með tilkomu Benteke aukast sóknarmöguleikar okkar manna til muna, bæði með þríhirningum með því að senda boltann beint í lappinar á Benteke sem sendir svo boltann aftur til baka til samherja sem koma þjótandi á móti sendingunni eða með fyrirgjöfum því hann er frábær skallamaður og með baneitraðan skotfót. Hann er sannkallaður ísbrjótur og mögulega púslið sem Liverpool vantaði í fyrra.

 5. Verðum svo að negla hafsent eða djúpan miðjumann áður en glugginn lokar. Eini miðvörðurinn sem við getum treyst á er Martin Skrtel. Það má reikna með meiðslum hjá Sakho, Lovren er ekki treystandi og Toure löngu kominn yfir sitt besta.

  Ljóma með Benteke og við erum búnir að styrkja okkur mikið. Megum samt ekki gleyma því að liðin fyrir ofan styrkja sig líka og sum hver meira en við.

 6. Þetta er flott kaup og vonandi nær Benteke bljómstra hjá okkur. Þetta þýðir bara að dagar Lambert og Balotelli eru taldnir er það ekki. Ég get þó séð halda einum til jánúar eða þanagað til Studge kemur úr meiðslum og komin i leikform.
  Ég er ekki sammála sölu Coates því mér fannst hann betri enn margir miðverðir sem eru núna hjá Liverpool. Ég hafði frekar ekki endurnýjað saming við Toure og haldið Coates.
  Núna vantar kannski einn topp leikmann i miðjuna.

 7. Ég verð að segja að ég er hissa á þessum kaupum hjá Rodgers, hann er að spila sama system og síðustu ár, og þar er ekki sniðugt að hafa svona stóran og sterkan framherja, heldur vantar Liverpool hraðar og agressívar týpur, SAS voru s.s. fullkomnir í þetta kerfi.
  Las það í einhverri grein að Liverpool voru með fæsta krossa í deild í fyrra, og ekki mikið fleira árið þar áður, þetta var reynt með A. Carroll og sú tilraun klúðraðist frá A-Ö.
  Og svo með að United hafi verið á eftir honum er bull, umboðsmaður að reyna að fá hærri laun eða þá að einhverjum blaðamanni vantaði grein til þess að birta.
  En annars eru pool búnir að vera sniðugir í kaupum í ár, Firmino er leikmaður sem að ég allavegana sá eftir , hefði alveg verið til í hann í United, Clyne er klassakaup, ungur, enskur og í landsliðinu, getur ekki klikkað með hann, Milner er alltaf stapíll, seigur durgur sem að skilar sínu..

 8. Þessi gagnrýni varðandi fáa krossa á síðasta tímabili á ekki alveg við. Liðið var ýmist með stubb frammi (Sterling) eða mann sem mætti aldrei í teiginn (Balotelli).

 9. Inn
  Joe Gomez – 3.5m
  Nathaniel Clyne – 12,7m
  Roberto Firmino – 29m
  Benteke 32.5m
  Danny Ings – 7m (uppeldisbætur, áætluð tala)
  Milner – Frítt
  Bogdan – Frítt

  Út
  Sterling – 39.2m
  Gerrard – Frítt
  Glen – Frítt
  Sebastian Coates – 2m

  Svona lítur sumarglugginn út hingað til frá mínum bæjardyrum séð. Ég miðaði við kaupverð af transfermarkt.com. Eyðsla gluggans stendur í 43.5m punda, hérna gef ég mér að kaupverð leikmanna sé að fullu greidd (kaup+mögulegir bónusar) og eins geri ég ráð fyrir 49m punda kaupverði Sterling að frádregnum 20% til QPR. Uppeldisbætur vegna Danny Ings skaut ég á 7m punda.

  Yfir það heila er þetta mjög góð styrking á hópnum.

  Milner – Gerrard : Styrking (leiðinlegt að segja það)
  Clyne – Glen : Hrein og klár styrking
  Firmino – Sterling – Styrking (þangað til annað kemur í ljós)
  Ings, Benteke, Origi – Borini, Lambert, Balotelli : Mikil styrking
  Bogdan – Jones : Styrking
  Gomez er svo skemmtileg viðbót við hópinn, yrði ekki hissa að sjá Enrique hverfa á braut.

  Eigum svo eftir að selja eftirtalda leikmenn að öllum líkindum
  Balotelli – 10m
  Borini – 8m
  Enrique – 2m
  Lambert – 3m

  Ef ofantaldir leikmenn verða seldir á ca þessu verði endar glugginn í ca 20m punda. Yrði ekkert rosalega hissa þó maður sæi eitt stykki miðjumann mæta á svæðið en ef ekki þá lítur glugginn samt ansi vel út.

 10. Dóttir mín var að leita að Pollýönnu en aldrei í lífinu datt mér í hug að finna hana hér inni á kop.is og það í sinni svæsnustu útgáfu.

  Milner og Firmino vs Gerrard og Sterling? Allan daginn hinir síðarnefndu og rúmlega það.

  Við höfum svo bætt við okkur nokkrum sem mér sýnist á öllu að rati beint á bekkinn. Kannski f.u. Clyne en hvað veit maður svo sem.

  Og Benteke fyrir 32 milljónir punda? Aldrei í lífinu. Allt of hátt verð fyrir leikmann sem engum dettur í hug að kalla heimsklassa.

  Jæja vonum samt það besta.

  Áfram Liverpool!

 11. #13 (Hossi) Hvenær ætlarðu að játa á þig hvarf Pollýönnu fyrir dóttur þinni?

 12. Hef aldrei þolað Benteke, það er bara vegna þess að það er leiðinlegt að spila á móti honum, því hann er ferlega góður og alltaf líklegur – þetta eru fín kaup ! Kannski verður hann að heimsklassa leikamaður í rauðu treyjunni. Ætla að bíða með að bjóða hann velkominn, það á eftir að klára eitt og annað sýnist mér.

 13. Nr.13
  Einfalt að setja þetta svona upp og láta eins og þetta sér bara svart og hvítt.

  Hefði Sterling ekki verið seldur er ekki ólíklegt að hann myndi byrja mótið í varaliðinu og hann er bara ekki orðinn nógu góður til að flokkast sem ómissandi partur af liðinu. Hann getur orðið það en var undir það síðasta mjög ólíklega að fara gera það sem leikmaður Liverpool. Hann málaði sig það illa út í horn. Hann færi eftir tvö ár, það er staðreynd og í stað þess að hafa hann ósáttan með fleiri trúðslæti fær félagið 49m fyrir hann (mínus 20%). Ef Firmino er ekki betri þá eigum við enn Lallana, Markovic og Ibe í þetta skarð. Firmino btw. hefur verið mikið betri en Sterling undanfarin ár.

  James Milner 29 ára sem verið hefur lykilmaður í liði Man City undanfarin ár er varla að fara veikja liðið mikið í samanburði við 35 ára Steven Gerrard. Ég veit a.m.k. ekki á hvaða leiki þú varst að horfa á í fyrra til að fá það út. Svona sé ég þetta a.m.k. núna árið 2015 þó þetta hafi ekki verið málið hér áður fyrr.

  Var annars að gera pistil þar sem ég set liðið upp með 4 nýjum byrjunarliðsmönnum. Það er meira en vanalega er gert milli ára.

 14. Var einmitt að vona svo innilega að Liverpool myndi ekki eyða peningnum frá Sterling sölunni í að borga þetta 32,5m punda ruglverð fyrir Benteke. Á sama tíma er talað um að snillingurinn Pedro frá Barcelona sé falur á c.a. 21m punda! Has the world gone fucking crazy?

  Benteke er reyndar mun liprari leikmaður en Andy Carroll var nokkurn tímann og meira en bara einhver lurkur sem hangir frammi og skallar inn fyrirgjafir. Ég set samt spurningarmerki við hvernig fótbolta Liverpool ætlar að spila næsta season. Hvernig ætlar Rodgers að láta leikmann eins og Benteke að fara fúnkera með tekníska menn eins og Firmino, Coutinho og Lallana fyrir aftan sig. Er Benteke ætlað að spretta á bakvið varnir andstæðinganna, er honum ætlað eitthvað “Fellaini” hlutverk hjá Liverpool? Mun Liverpool spila með hann einan frammi eða förum við í eitthvað tígulkerfi með 2 frammi, 4-3-3 eða 4-2-3-1? Komandi á þennan pening er ljóst að hann mun spila nær alla þá leiki sem hann er heill heilsu.

  4-3-3 hlýtur að vera það sem Rodgers stefnir á fyrst að Clyne o.fl. voru keyptir. Ætlunin að hafa sterka vinnusama miðju með bakverðina bombandi upp og niður kantinn með fyrirgjafir á Benteke á meðan Firmino og Coutinho taka menn á með Henderson, Milner og Can vinnusama fyrir aftan sig. Firmino líka mjög vinnusamur svo kannski fáum við loksins 4 árum seinna að sjá þennan blessaða “Death by Football” fótbolta sem Rodgers hefur aldrei staðið við. Með okkar menn pressandi útum allt.

  En þetta er allt voða óljóst núna og ekki vitað hvort við bætum fleiri leikmönnum við. Margir nýjir leikmenn sem hafa lítinn tíma (varla nema mánuð) til að smella saman á æfingasvæðinu. Liverpool og Rodgers verður að byrja mjög sterkt í haust ef þeir vilja ekki missa aðdáendur liðsins í mótlætis tuð strax í október kallandi eftir hausnum á Rodgers eða FSG. Þessi kaup á Benteke “beefa” vel upp sóknarlínu Liverpool en eru ansi mikil áhætta og mikil pressa sett ég Benteke að vera koma á þennan pening. Það þarf allt að ganga upp ef þetta á að fara vel.

  Það er þó gott að vera fá reynslubolta eins og James Milner í leikmannahópinn og Gary McAllister í þjálfaraliðið. Það er maður sem hafði frábær áhrif á Liverpool þegar hann spilaði með okkur fyrir um 15 árum. Aldrei mun ég t.d. gleyma gleðinni sem þetta sigurmark hans á 94.mín færði mér á þeim tíma! https://www.youtube.com/watch?v=6-bc0wWMNT0
  McAllister og Milner eru svona no nonsense gömlu Leeds týpur af leikmönnum sem gera liðin sem þeir spila fyrir bara betri. Bæta liðsheildir og vinna titla og hlutina af yfirvegun.
  Mér finnst okkur þó vantar ein alvöru kaup í viðbót til að liðið sé almennilega tilbúið fyrir næsta tímabil. Einhvern heimsklassagaur eins og Pedro, Gotze eða Reus sem getur lyft liðinu upp á þeim erfiðum stundum sem munu koma núna í haust. Einhvern sem verður hægt að treysta á ef Sturridge helst meiddur og þessi Benteke tilraun mistekst.

  Maður vonar samt það besta. Áfram Liverpool.

 15. Kil ekki vantrú manna á Benteke hann er heimsklassamaður, striker númer hjá Belgíu sem að mig minnir er á topp 10 á fifalistanum klassa striker sem á eftir að landa mörgum stigum fyrir okkur.

Joe Gomez fer ekki fet!

Toppbaráttan