Kop.is Podcast #88

Hér er þáttur númer áttatíu og átta af podcasti Liverpool Bloggsins!

KOP.is podcast – 88. þáttur

Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.

Ég (Kristján Atli) stýrði þættinum að þessu sinni og með mér voru SSteinn og Babú.

Í þessum þætti ræddum við endalok Sterling-sögunnar, fyrirliðann Jordan Henderson, þjálfarann Gary McAllister og fyrsta æfingaleikinn í Tælandi.

34 Comments

  1. [mynd: Sterling faðmar Rodgers]

    og hann talar um að þetta sé maðurinn sem á sök á því að hann vilji fara, ég sá bara aldrei að það væri eitthvað ósætti milli þeirra tveggja

  2. Gott að vera laus við þennan strakræfil. Eg sprakk ur hlátri þegar eg sa hann i þessum ljótu ljósbláu náttfötum sem MC spilar í. Það er alltaf betra að fá fuleggin i burtu þvi annars kafnar folk ur skíta fýlu. Vonandi mun hópurinn verða styrktur enn frekar a næstunni!

  3. Fór að velta fyrir mér eftir að hafa séð til Teixeira í kvöld, hvort hann verði hugsaður sem sjötti miðjumaður inn í hópinn fyrir Liverpool og fari ekki í lán ?

    Gæti veirð að miðjumannahópurinn sem Rodgers hefur að moða úr næsta ár verði svona ?

    Miðjumenn

    joao Carlos Teixeira
    Joe Allen
    James Milner
    Jordan Henderson
    Lucas Leiva
    Emre Can

    Nú veit ég ekki hvernig hann stendur, en ef hann er burðugur til þess að vera í hóp, þá spyr ég afhverju ekki ? Einu mótrökin sem ég finn eru að hann fái lítin spilatíma og því kannski betra að hafa hann enn í láni.

    Varðandi framherjamál ?

    Er eitthvað hæft í þessum sögusögnum um Mario Gomez eða er ekki Benteke örugglega planið ?

  4. Dásamlegt sem er að heyra raddirnar ykkar drengir mínir þegar maður er að gera sig kláran í svefninn.

    En mikið dásamlega er ég ósammála mörgu þarna í umræðum um söluna á Sterling og selling clubs mentality-ið. Hins vegar er það ljóst að það er ekkert sem hægt er að dæma núna og mér finnast öll lýsingarorð eiga bara að bíða. Kannski er þessi sala síðasti naglinn í kistu Rodgers…en kannski fer Sterling á andlitið og við hlæjum í bankann. We’ll see.

    En ég leyfi mér að ítreka þann pirring að annað sumarið í röð missum við ás úr hópnum sem við náum ekki að halda. Mikið vona ég bara að það sé bara bull í mér og við séum bara að sjá þessi tvö dæmi í sögunni og svo bara höldum við öllum þessum leikmönnum sem við viljum það sem eftir er. Ekki verða margir glaðari en ég.

    Mér finnst hins vegar Rodgers og FSG hafa náð að snúa umræðunni síðustu vikur frá því sem að verið var að ræða í vor sem var gjaldþrot hugarfars liðsins og stjórnenda. Fannst reyndar stjórinn býsna djarfur í því í dag að segja með þessum leik í dag væri búið að loka hurðinni á síðasta tímabil. Þetta er greinilega að virka samt því umræðuþræðir, okkar sem og aðrir, eru bara komnir á fullt að undirbúa sig undir spennandi tímabil og að það sé allt í besta lagi hjá Liverpool FC.

    Vonandi verður innistæða fyrir því hjá okkur öllum. Vonandi.

    Þessi hlið peningsins er mér þó ekki enn skýr fyrir augum og eins og stundum áður langar mig svo til að fá skammt af bjartsýni kollega minna í þessari umræðu allri. Því það er svo leiðinlegt að vera sá sem efast og pirrar sig á klúbbnum sínum.

    Efinn og áhyggjurnar liggja helst í því að mér finnst lítill stöðugleiki vera í gangi og menn stöðugt að segja frá hvað það verður falleg mynd á veggnum án þess kannski að pæla mikið í því hvernig á að mála hana. Núna er það hversu mikinn pening við fengum fyrir Sterling (sem vissulega á stærstu sökina) og ótal greinar um hæfileika þjálfarateymisins…svo hvað þá “frábærar” frammistöður dagsins gegn “erfiðum” mótherjum svo ég vitni í stjórann.

    Kaup á Benteke finnst mér eðlilegri eftir leik dagsins sem var annars vegar stillt upp með tveimur senterum, litlum og stórum í fyrri hálfleik og svo hins vegar einum upp á topp með “alvöru” vængjum. Breyting á leikstíl sennilega það sem Rodgers er að horfa á og væntanlega ráða þjálfara í samræmi við það. Gott og vel, hann ætlar að reyna að breyta og færa til…sem er virðingarvert á allan hátt og skiljanlegt.

    Stórt gamble auðvitað og hann er alveg maður að meiri fyrir það finnst mér, en alltaf þegar er gamblað getur líka farið illa. Það er eitthvað sem ég er ofboðslega lélegur í og sennilega er það ástæðan fyrir efanum.

    Svei mér ef það að skrifa þessar línur bara voru sjálfshjálp í því og vonandi fyrst skrefið í að ég öðlist virkilega trú á því sem verið er að brugga hjá klúbbnum þessa dagana.

  5. Gott pod….
    1) Sammála ykkur með Sterling. Frábær sala að fá 49 millz fyrir óánægðan mann sem var ef til vill ekki að leggja sig 100% fram. Reikna samt með að hann verði góður fyrir City.

    2) A -liðið og B-liðið leit vel út í æfingaleiknum. Má ekki gleyma að það vantaði Coutinho, Firmino, Moreno og Can.

    3) Ætli liðið sé ekki að verða nokkuð fullmótað. Borini, Balotelli og Enrique skildir eftir og væntanlega til sölu. Framherji á leiðinni? Við erum með nokkra en er ekki nokkuð tæpt að fara inn í tímabilið með Origi, Ings og Lambert á meðan að Sturridge er staddur í veiði á Þingvallavatni?

  6. það sem okkur greinir mest á um Maggi er þessi samanburður á “ásum”. Í mínum huga er Sterling bara enginn ás. Við erum að bera saman menn sem annars vegar við gátum (getum) ekki verið án einn einasta leik, dró liðið áfram og hins vegar dreng sem spilaði of mikið og hefði þurft að vera mun meira utan vallar. Sterling er efnilegur leikmaður, en hann dregur engann vagn áfram, það eina sem hann hefur dregið er nokkra aðila innan klúbbsins á asnaeyrunum.

    Það skiptir í rauninni engu máli hvernig ferill hans þróast hjá City, hann mun ALDREI standa undir þessum verðmiða. Hann gæti orðið flottur leikmaður hjá þeim, en fyrir 49 milljónir punda þá væntanlega þarft þú að verða aðeins meira en bara flottur.

  7. Menn voru fljótir að gleyma 2013/2014 þannig að er ekki bara fínt að gleyma 2014/2015 sem fyrst!! 🙂

  8. Held nú Steini að enginn sé meira sammála þér um Sterling en ég. Styð algerlega það sem þú segir í podcastinu um hversu slakur hann var og Rodgers höndlaði hann illa (ekki klúbburinn eins og þú segir) með því að spila honum endalaust þrátt fyrir hversu slakur hann var. Heldur áfram að púrra undir strákinn eftir að áhangendum er stórlega misboðin framkoma hans. Á öðrum spjallþráðum en okkar er tekið undir ergelsi mitt á þessu jákvæða útspili BR í gær. Yfirlýsing klúbbsins fór ekki á sömu braut sem betur fer.

    Málflutningur minn snýst ekki um Sterling, heldur það að leikmaður sem var sá sem stjórinn hefur margítrekað lýst sem “framtíðarstjörnu LFC” komist upp með þessa framkomu gagnvart félaginu og að menn séu til í að selja sínar stjörnur, því það var hann vissulega þó ég og þú höfum pirrað okkur á honum allan síðasta vetur.

    Alonso, Masch, Torres, Suarez og nú hann vildu fara frá félaginu annað hvort af því þeir vildu titla eða meiri pening. Þeir notuðu alls konar orðræður þegar þeir fóru hjá ólíkum eigendum og ólíkum stjórum. Þú nefnir United, þar sem Ronaldo vissulega fór og á svipuðum díl og Suarez (reyndar eftir nokkra bikarana) en ekki nefna Nistelrooy eða aðra í því samhengi, United valdi að losa þá.

    Við erum á sama stað og Arsenal var – allir til sölu fyrir rétt verð…mín sent allavega….en vonandi er það ekki rétt hjá mér.

    Því það skilar ekki árangri inni á fótboltavelli til lengri tíma.

  9. Persónulega skil ég ekki hvað Maggi er að fara. Við seljum leikmann á 49 milljónir punda og ættum að geta keypt tvo leikmenn sem eru jafn góðir og hann, fyrir þann pening sem við seljum hann á.

    Ég myndi frekar segja að Liverpool er “good bisnes club”, þar að segja ef Liverpool væri jafn gott í því að kaupa leikmenn og selja þá (tilvitnun í Carragher”. Eins og ég sá þessi kaup þá voru þau algjör “halleluliah himnasending” því núna getum við væntanlega keypt leikmann í þær stöður sem vantar upp á. (Vinnstri bakvörður, miðjumaður, Framherji)
    Þetta væri allt annað ef t.d sterling hefði farið á 15 milljónir punda eða 8 milljónir punda. Við erum að tala um fé sem er stjarnfræðilega hátt og því get ég ekki með nokkru móti verið sár út í að hann er að fara.

    Eins og ég sé þetta, þá erum við að styrkja liðið en ekki að veikja það, ef ágóða sölunar er eitt með réttum hætti.

    Við verðum að horfast í augu við þá staðreynd að við höfum ekki fjármagnið til þess að berjast við klúbba eins og Man City, Man Und, Chelsea,Tottenham og jafnvel Arsenal, nema með því byggja upp lið til framtíðar.

    Þetta óþol “árangur strax” er einmitt ástæða þess að Liverpool er búið að skíta á sig síðustu 20ár, Ég sagði það í fyrra og segi það enn – að á næstu 2-3 árum erum við með lið – sem er í toppbáráttunni ef við gerum eftirfarandi.

    A- Við höldum okkur við framkvæmdarstjórann og gefum honum tæki færi á að byggja upp liðið eftir sínu höfði
    B- Kaupum áfram skynsamlega og agað inn leikmenn.
    C- Stefnufesta.

  10. Nú þarf Dirham Sterling bara að finna sér rétta sætið á bekknum hjá Shitty. #burnout

  11. Eins og eg hef sagt aður þa er eg ekki sattur með gluggann nema það verði eitt nuna lágmark 49 milljónir punda sem fengust fyrir Sterling og helst eitthvað aðeins meira en það.

    Benteke sagan er endalaus og nu virðist man utd ætla að Blanda ser i þann slag sem veldur mer miklum áhyggjum því eg vill rosalega mikið að okkar menn klari Benteke.

  12. Það var aldrei ætlunin hjá Liverpool að selja Sterling. Heldur ekki Suarez. En þegar menn bjóða fáránleg verð er allt til sölu nema samviskan hjá siðferðilegum einstakling. Þannig ég sé ekki enn í það minnsta að Liverpool sé orðinn selling club. Það þarf vissulega margt að breytast til þess að leikmenn eins og þessir vilji vera hjá Liverpool aftur á móti og fyrsta verkefnið er að kaupa gæða leikmenn til þess að fara að gera alvöru atlögu að titlum og verða stöðugut CL lið. Hvað Sterling varðar þá er hann ekki Suarez, Torres, Alonso eða Mascherano. Hann er tveimur klössum neðar að mínu viti. Ég meina Mario friggin Balotelli hefur unnið fleiri titla en Sterling. Látum þetta verða lokaorðin um Sterling. Hann er farinn og við ættum bara að vera nokkuð bjartsýnir á framhaldið. Eigendur sem eru tilbúnir að eyða stórum upphæðum í leikmenn eins og Firmino eru eigendur sem mean business í mínum kokkabókum. Vonum það besta.

  13. Það verður að segjast að Brendan Rodgers hefur verið klókur í þessu Sterling fíaskói öllu og þetta ferli gat vart komið á betri tíma fyrir hann. Öll reiðin sem beindist að BR eftir síðasta tímabil fór yfir á Sterling og umbann hans þegar sá sirkus fór á fullt. Á meðan passaði Brendan sig á því að halda sig algerlega til hlés þar til fyrir skömmu. Og þetta er að virka, það virðast flestir búnir að gleyma því að þeir hafi viljað Brendan burt frá félaginu og umræðan um það hvort hann sé maðurinn til að stýra liðinu er nánast alveg þögnuð. Hann er meira að segja loksins búinn að opinbera það að hafa verið sá sem tók ákvörðunina um þjálfaraskiptin en hefði hann gert það strax í kjölfarið á uppsögnunum hefðu gagnrýnisraddirnar orðið mun háværari. Og enginn talar lengur um hvort Klopp sé inni í myndinni. Brendan er kominn aftur inn í hlýjuna.

    En nú reynir á að fara vel með þá fjármuni sem fengust fyrir Raheem og setja þá í leikmann eða menn sem koma til með að styrkja liðið strax. Sá maður virðist eiga að vera Benteke en ég deili því með mörgum hér að þykja hann óspennandi kostur, einhverra hluta vegna. Finnst það líka undarleg stefnubreyting hjá BR að geta ekki með nokkru móti notað Andy Carroll þar sem hann hentaði ekki leikstílnum sem lagt var upp með en leggja nú ofuráherslu á að fá mann sem er að mínu mati keimlíkur, stór og sterkur target striker.

    En verður maður ekki að vera bjartsýnn, fyrsti titill tímabilsins í húsi og svona….ha?

  14. Voðaleg biturð er þetta varðandi Sterling. Þetta er mjög svo skiljanlegt. Við erum hreinlega ekki samkeppnishæfir við Chelsea, City, ManU og Arsenal. Við verðum að sætta okkur við það.

    Þó svo að fyrirtækið sem ég er að vinna hjá hafi gefið mér tækifæri á sínum tíma þá er þetta tiltölulega lítið fyrirtæki sem er bara á innlendum markaði.

    Samkeppnisaðili býður mér miklu hærri laun plús að vinna á alþjóðlegum vettfangi og jafvel vera bestir á okkar sviði. humm á ég að sýna vinnuveitundum mínum hollustu, eða á ég að hugsa um sjálfan mig og hoppa á tækifærið að vinna fyrir samkeppnisaðilann. ÉG veit hvað ég myndi velja.

  15. Hverjir fara næsta sumar ef við verðum enn eitt tímabilið út úr Meistaradeildinni?
    Held að Coutinho, Henderson og fleiri séu engin undantekning þegar risaklúbbarnir fara af fullri alvöru í þá. Verðum einfaldlega að gera tvö alvöru kaup til að teljast samkeppnishæfir í þessari baráttu.

  16. Takk fyrir góðan þátt drengir.

    Ef við förum ekki að gera svipuð kaup manu þá getum við gleymt meistaradeildarsæti.
    Það er draumsýn ein að halda að við komumst þangað með þennan mannskap.

    Ég tel alveg jafn miklar líkur á að Firmino verði slakur eins og góður spilari fyrir okkur þ.e.a.s fyrsta tímabilið. Það getur alveg orðið þannig og töluvert meiri líkur á því heldur en að mannskapurinn sem manu er að kaupa klikki.

    Hins vegar er ég klár á því að ungu strákarnir sem voru að spila undir getu síðasta tímabil munu verða mun betri. En breytir því ekki að ég held að það dugi ekki.

    Ég væri til í að fá Mascherano og Lewandowski það myndi fleyta okkur langt. 😀

  17. Ef Styrmir Gunn #19 er með þetta spot on þá er fótbolti eins og við þekkjum hann búið spil.

    Ef það er ekkert annað en peningar sem skipta máli í boltanum. Þá er þetta einfaldlega ekki skemmtilegt.

    Það er alveg rétt að Sterling fær meiri pening hjá MC, umboðsmaðurinn fær meiri pening. En það er óljóst hvernig honum mun vegna. Jafnvel þó að hann spili og vinni jafnvel titla þá gæti hann orðið eins og Torres hjá Chelsea eða Van Persie, Owen hjá MU.

    Ég er sannfærður um að það er betra fyrir viðkomandi einstaklinga að sýna hollustu og skynsemi í stað þess að horfa eingöngu á peningana.

    Dæmi um slíka leikmenn er Gerrard, Giggs, Scholes, allir þessir leikmenn munu verða legend hjá risafélögum næstu áratugi.

    Þeir hefðu allir getað fengið meiri pening með því að færa sig en það kostar líka að elta peninga. Það kostar mannorðið sem er mun verðmætara.

    YNWA

  18. Giggs henti mannorðinu út um gluggann þegar hann svaf hjá mágkonu sinni:)

  19. Hvað eru góð kaup? Þ.e. … getum við vitað það fyrirfram?? Vissum við að Torres myndi slá í gegn? Var það vitað að Suarez (sem kostaði minna en Carroll er það ekki?) yrði hittari? Vitum við að Firmino verður frábær eða verður þetta erfitt?

    So far, þá líst mér vel á kaupin og myndi óska þess að góður framherji yrði keyptur … þangað til annað kemur í ljós er ég bjartsýnn. Sé ekkert endilega City lenda fyrir ofan Liverpool.

  20. Það er nú frekar erfitt að heimfæra þetta á hinn hefðbundna launþega, þar sem samningar eru á talsvert annan veg. Miðað við þetta dæmi hjá Styrmi, þá er hans dæmi í meiri átt að því að leikmaður láti samning sinn renna út og í stað þess að halda áfram hjá núverandi vinnuveitanda, þá hefur viðkomandi ákveðið að færa sig um set eftir 6 mánuði, eða við lok samningstímans (uppsagnarfrests). Þessi viðkomandi launamaður hefði væntanlega ekki beitt þeim brögðum sem Sterling er búinn að vera að beita, í fjölmiðlum og svo í að mæta hreinlega varla í vinnuna í nokkra mánuði.

    Ég er jafnframt algjörlega ósammála því að við séum ekki samkeppnishæfir við Arsenal þegar kemur að launum og kaupverði, höfum sýnt það undanfarið að við séum það. Annað mál aftur á móti þegar horft er til olíufélaganna.

  21. Var að hlusta a podcastið, takk fyrir mig.

    Er samt skíthræddur um að Okkar menn klúðri Benteke, margt slúður nuna a twitter segir að Man Utd ætli að taka hann, djofull væri það grautfúlt ef satt reyndist.

    Vil sja okkar menn klara Benteke bara Strax.

  22. Benteke á 32,5 eða Lacazette á 35? Hvorn væruði meira til í? Benteke með þrjú season úr premier league og proven markaskorari eða Lacazette sem á tvö alvöru tímabil úr frönsku deildini, 22 mörk overall 13/14 og 31 mark 14/15. Segjum sem svo þeir væru fáanlegir á nákvæmlega sama verði.

  23. Þessi Benteke saga er farin að hljóma kunnulega.

    Liverpool er að eltast við leikmann og virðast vera eina liðið sem sýnir alvöru áhuga. Þetta dregst svo á langinn og alltaf hvístlast út að Liverpool vilji ekki ofborga. Leikmaðurinn virðist hafa áhuga en félögin koma sér saman um verð. Liverpool liggur ekkert á. Hreyfing verður á markaði og allt í einu er eitt af topp 4 komin í baráttu um leikmanninn. Þeir borga svo uppsett verð og Liverpool missir af leikmanninum. Liverpool aðdáendur segja “góða skemmtun á bekknum hjá nýja liðinu” og í 70% tilfella er það tilfellið, gaurinn er ekki nægilega góður í byrjunarlið andstæðingsins.

    Ég var ekkert spenntastur yfir Benteke. En núna vil ég bara vinna keppnina um hann. Get ekki horft á eftir honum til Mau Utd.

  24. *Leikmaðurinn virðist hafa áhuga en félögin koma sér “ekki”saman um verð.

    Og takk fyrir gott podcast.

  25. Ef að Benteke er target nr. 1 þá finnst mér í lagi að eyða 32,5 millum í hann. Sérstaklega þar sem ég á erfitt með að finna annan raunhæfan kost sem er jafn góður eða betri en hann, þ.e. í þessu tilviki held ég að 2. og 3. kostur séu töluvert langt undir gæðum 1. kosts.

    Að því sögðu þá finnst mér Benteke ekki vera nóg. Ég vil ein spennandi kaup í viðbót í sumar. Ein kaup sem styrkja byrjunarliðið.

    Ég spái okkar sterkustu byrjunaliðum svona:

    Benteke
    Coutinho-Firmino-Markovic/Ibe/?
    Milner-Hendo
    Moreno-Skrtel-Sakho-Clyne
    Mignolet

    Benteke-Firmino
    Coutinho
    Milner-Hendo
    Lucas/Allen/?
    Moreno-Skrtel-Sakho-Clyne
    Mignolet

    Ég vil helst sterkan DM sem setur Lucas í annað sætið þar og strokar Joe Allen út sem möguleika þar. Væri líka til í mjög sterkan AMC en hugsa að Firmino hafi verið hugsaður þar í stað Sterling. Væri samt algjör snilld að fá inn mann á Reus kalíberi, en ég efast um það.

    Að þessu sögðu þá held ég að ef Liverpool kaupir Benteke þá sé öllum meginkaupum gluggans lokið. Þá hefur Liverpool restina af tímanum í að selja ítalana og kaupa einhverja spennandi unga leikmenn í akademíuna.

  26. Það er smá léttir ef Benteke kemur í hús innan skamms, því kaup á öðrum stöðum eru ekki eins nauðsynleg nema mögulega á vinnstri bakverði. Samt ekki því Maguire eða Einrique gætu verið varaskífa fyrir Moreno. Hvað miðjuna varðar held ég að það gæti verið sterkur leikur að hafa Texeira sem sjötta miðjumanninn.

  27. Er sammála Magga #5, Liverpool á ekki að vera klúbbur sem selur sína bestu leikmenn ár eftir ár. Þetta minnir óþæginlega mikið á Arsenal árin 2008-2013 þar sem bestu leikmenn liðsins voru seldir og ungir kjúllar keyptir í staðinn. Eftir að Arsenal fór að halda sínum bestu mönnum og kaupa inn gæðaleikmenn (Özil, Sanchez) hefur leiðin legið upp á við og skilaði sér í tveimur titlum á síðasta tímabili.

    Ég væri miklu spenntari fyrir því að Liverpool fengi til baka allan þann pening sem farið hefur í slök leikmannakaup síðustu árin, Borini (10,4 m), Luis Alberto (6,8 m), Aspas (7 m, (var seldur á 4,4 m )), Illori (7 m), Lambert (4,5 m), Balotelli (16 m).

    Við erum að fagna því hér að Sterling hafi verið seldur á 49 millj punda, ég myndi mikið frekar fagna því ef við næðum aftur þeim 51,7 milljón punda sem fóru í þessa farþega hér að ofan sem styrkja á engan hátt Liverpool í dag.

4-0 sigur á Thai all stars.

Brendan og “bakköppið”