Hópurinn í ferðina valinn.

Ákvað að henda í sérstaka færslu um hópinn sem fer nú í langferð til Asíu og Ástralíu. Hér að neðan er svo frétt um ráðningu Gary McAllister sem þjálfara sem tilkynnt var í morgun.

30 manna ferðahópur var birtur á opinberu síðunni nú rétt í þessu.

Stóra fréttin verður örugglega að Raheem er boðaður í vélina og nú er að sjá hvernig því fram vindur, ekki það að mig langi í sekúndu meir af þessum farsa þá er klúbburinn klárlega við stjórnvölinn sem er gott!

Annars eru margir ungir að fara þarna með en þó kemur á óvart að Jerome Sinclair og Cameron Brannagan eru ekki þar á meðal, væntanlega á leið á lán. En við ættum að fá að sjá Harry Wilson, Sheyi Ojo, Ryan Kent og Joe Maguire eitthvað.

Af nýju mönnunum eru Joe Gomez, Adam Bogdan, James Milner, Danny Mills, Nathaniel Clyne og Divorck Origi í fyrstu vél…mér skilst að staðan verði tekin á Firmino þegar hann mætir til samningsundirritunar og svoleiðis og þá væntanlega sendur með flugi suðaustur á bóginn.

16 Comments

  1. skil ekki hvernig þú færð það út að við séum við stjórnvölina i þessu raheem máli…það að hann sé valinn i þessa ferð sýnir að menn geta augljóslega hagað sér eins og þeir vilja.
    við hefðum átt að henda honum í varaliðið og láta hann vera þar, enn nei i staðinn höldum við áfram að láta raheem og ward taka okkur i þurrt

  2. Enginn Balo :O :O Nú er það ljóst, striker algjört must á næstum dögum.

  3. Það sem mér finnst koma líka koma á óvart að Balotelli fer ekki með en það er laust pláss fyrir Lambert.

    Einnig held ég að Sinclair sé ekki lengur með samning við Liverpool.

  4. Sennilega síðasta tímibilið hans Danny Mills. Verður sterkt að hafa reynsluna í fyrri hálfleik 😉

  5. Enginn Balotelli né Enrique.

    Þetta kemur á óvart myndi ég segja. Ætli Balotelli sé ekki á leið út? Myndi halda að það væri best fyrir hann sjálfan en vona einnig að Lambert fái að reyna sig annarsstaðar

    In Rodgers we trust – YNWA

  6. væri gaman að sjá samskiptin a milli Sterling og hinna i háloftunum Hehehe… Þetta er nu meiri asnalingurinn! LFC a ekki að gefa tommu eftir i þessu mali!!

  7. Ég spái því að Danny Mills og Raheem Sterling verði hvorugur í hópnum þegar tímabilið hefst.

  8. Já Sterling er búinn að mála sig út í horn. Erfitt að ímynda sér framtíð hjá Liverpool fyrir þennan kjána. Við höfum Ibe og Firmino. Menn koma í kjánastað. Ég bíð enn eftir kaupum á framherjaNUM.

    @Kristján Vissulega rosaleg kaup hjá þeim en hann er samt orðinn nokkuð gamall. En ég er vissulega alveg hundfúll með þetta, skil ekki hvað Bayern eru að spá. Uppáhalds leikmaðurinn minn í þessu þýska landsliði – verður ömurlegt að sjá hann spila fyrir þennan dusilklúbb.. Algjör sigurvegari og verður líklegast því miður hrikaleg styrking fyrir þá. Hann á eftir að bossa miðjuna í morgun leikjum í vetur. En paaast it heh!

  9. Ég var að spá í hvað hópurinn væri þunnur en svo fattaði ég að það vantaði nátturulega Coutinho, Firmino og vonandi ókeyptan framherja og svo Raus sem arftaka Sterling (Held reyndar að Raus er ekkert að fara að koma, en það má leyfa sér að dreyma)

  10. Held það sé nokkuð víst að Balo sé í fríi vegna föður hans.

    Er hálf hissa að Sterling sé mættur, finnst furðulegt að hafa mann sem hefur engann áhuga á að vera með og mun eflaust ekki bæta andrúmsloftið í búðunum eitthvað frekar.
    En að sjálfsögðu erfitt að dæma svona hluti frá okkar sjónarhól þar sem við vitum ekki hvað gerist milli manna í liðinu að mestu.

    Vonast innilega eftir að keyptur verður striker þá fyrst getur maður orðið verulega spenntur fyrir næsta season! Að hafa sturridge sem okkar eina og helsta striker er algjört djók, ekki nema rodgers ætli sér að spila firmino uppá topp með honum.

    Hlakka alltaf til að sjá pre-season leiki en enda oftast fyrir vonbrigðum þar sem þeir eru nú oftast helvíti leiðinlegir 🙂

  11. Það er alveg spurning um að taka þessum fregnum rólega með ósætti og allt það. Fjölmiðlar voru víst búnir að selja Delph til City, en nú kemur hann út sjálfur og segir að hann sé ekki að fara neitt.
    Ef hann vill fara, setja official 50 mill. Verðmiða á hann og henda honum í reserves. Ef ekki, þá finnst mér að hann eigi að koma með yfirlýsingu þess efnis!

  12. Sterling var tekin með til að selja hæstbjóðanda þarna úti 😀

    Einnig held ég að City séu í Ástralíu á einhverju móti, skiljum hann bara eftir hjá þeim.

Gary Macca, Gary, Gary Macca!

Roberto Firmino – mikilvægasta púslið?