Gary Macca, Gary, Gary Macca!

Í dag var það gert opinbert að hinn eini sanni Gary McAllister hefur verið ráðinn sem þjálfari aðalliðsins og tekur þá stað Mike Marsh á bekknum.

Við sem erum komin yfir tvítugsaldurinn (ehemm) þekkjum auðvitað Macca eftir tvö mögnuð ár hans hjá okkur undir stjórn Houllier, hann átti stóran þátt í bikarfimmunni frægu og skoraði mikilvæg mörk. Sennilega þó ekkert magnaðra en þetta:

https://www.youtube.com/watch?v=6-bc0wWMNT0

Hef sagt það áður, var þarna á vellinum og þetta móment var 18 gæsahúðir minnst og ekki síður gaman að sjá hvað hann var ofboðslega kátur karlinn. En ferillinn hans hefur ekki bara verið sem leikmaður, hann var spilandi stjóri Coventry eftir að hann fór frá okkur, stjórnaði svo Leeds um stund og síðan aðstoðarþjálfari hjá Middlesboro og síðast hjá Houllier með Aston Villa.

Með þessu er verið að styrkja tengsl við klúbbinn og aðdáendur og fín tilraun til þess. Hann hefur ekkert hreyft við alheiminum sem stjóri en er gríðarlega vel liðinn hjá félaginu og mun fá virðingu þeirra sem þar vinna. Carra og Gerrard báðir búnir að lýsa yfir ánægju með þessa ákvörðun hjá klúbbnum.

Ég legg til að allir aðdáendur sem fara á Anfield læri svo þetta hérna…einkennislag Macca sem er eitt af uppáhalds!

Live from The Park!

Velkominn Gary McAllister!!!

Hendo er nýr fyrirliði Liverpool FC

Hópurinn í ferðina valinn.