Hendo er nýr fyrirliði Liverpool FC

Það hefur nú verið staðfest á heimasíðu Liverpool FC að Jordan Henderson er sá sem tekur við fyrirliðabandinu af Steven Gerrard. Ég stór efast nú um að margir séu hoppandi hissa yfir þessum fregnum, enda hefur Jordan borið bandið oft í fjarveru Steven á síðasta tímabili. Hendo hefur svo sannarlega vaxið mikið sem leikmaður síðan hann kom til liðsins frá Sunderland og hann nýtur einnig mikillar virðingar á meðal leikmanna og í raun allra starfsmanna félagsins.

Ekki hefur enn verið greint frá því hver verði varafyrirliði. Það er hlutur sem er tiltölulega nýr af nálinni, því áður fyrr var bara einhver einn fyrirliði og svo tekin “ad hoc” ákvörðun á hverjum tímapunkti hver bæri bandið í fjarveru hans. Ég er hrifinn af því að skipa varafyrirliða, ekki síður út af því að fyrirliði í dag er miklu meira en bara sá sem bandið ber. Þetta er hálfgert sendiherrastarf útávið, en innávið er þetta helsta tenging leikmannahópsins við þjálfarann og hans teymi. Sé leikmaður óánægður með eitthvað og vill ekki fronta stjórann beint, þá er farið í gegnum fyrirliðann eða varafyrirliðann. Þetta snýst nefninlega ekki bara um að peppa mennina upp í kringum sig inni á fótboltavellinum.

Ég held nefninlega að oft á tíðum geri menn sér ekki almennilega grein fyrir þessu hlutverki. Jordan er til fyrirmyndar innan vallar sem utan og mikill leiðtogi í sér. Hann kemur afskaplega vel fram, er jarðbundinn og leggur hart að sér. Eins og áður sagði, þá er mikil virðing borin fyrir honum og verð ég að segja fyrir mitt leyti að ég er ákaflega sáttur við að þetta sér orðið staðfest, alvöru maður þarna á ferðinni.

Nú er bara að vona að Hendo eigi eftir að jafnhenda mörgum bikurum á loft í fyrirliðatíð sinni næstu árin.

26 Comments

  1. Sterling sem varafyrirliða ! Djóóók!

    Kemur ekki á óvart með Hendo og er frekar sáttur með það. Finnst líklegt að Skrtel verði vara, örugglega vegna þess að hann er búinn að vera lengur en margir hjá klúbbnum. Ég myndi þó kjósa Sakho, hann er natural born leader og varð ungur fyrirliði hjá PSG. Hann verður bara að haldast heill drengurinn.

  2. Flottar fréttir, hárrétt val held ég. Það er ótrúlegt að hugsa til þess að fyrir þremur árum var Rodgers reiðubúinn að selja Hendo til Fulham í skiptum fyrir sóknarmann. Nú gerir hann Hendo að fyrirliða félagsins.

    Sýnir bara hvað ákveðni og festa geta gert. Henderson hefur fyrir löngu sannað að hann hefur karakterinn til að stíga upp, ekki síst af því að hann bakkaði sjálfan sig upp þegar öll sund virtust lokuð hjá Liverpool.

    Ánægður með þetta.

  3. Ég og danskir Liverpool félagar mínir skeggræddum þetta nú í vor þegar hann skrifaði undir loksins og töldum það að fyrirliðabandið hafi verið gulrót til að fá hann til þess. Þó ég viti ekki hvað fór fram á bak við tjöldin þá kæmi það mér ekki á óvart ef satt reyndist. það voru skiptar skoðanir á hvort mönnum fyndist það gott eða ekki.

    Persónulega er ég nokkuð ánægður með Henderson sem leikmann, ég er samt ekkert töfraður uppúr skónum, og mér finnst hann eiga langt í land með að ná einhverjum leiðtoga status á caliberi við Gerrard, og ef ég á að vera hreinskilinn hefði ég frekar látið Skrtel njóta þess með Henderson til vara. En kanski verður þetta til þess að hann stígur uppúr öskustónni og brillerar, hver veit.

    En, eigi skal gráta Björn bónda heldur safna liði og drekka, þannig að til hamingju með þetta Henderson vonandi berðu bandið með sóma.

    YNWA

  4. Ef eg ætti að skjota a varafyrirliða tel eg að valið standi a milli Skrtel og Millner. Finnst líklegt að annað hvor þeirra fái bandið.

  5. Varafyrirliði, ég held að það sé á milli boring Milner og Skrtel.

  6. Ef bara er horft til aldurs og leikreynslu innan félagsins ætti Skrtel væntanlega að vera varafyrirliði. En svo er maður að heyra að það heyrist lítið í honum innan vallarins. Sel það svosem ekki dýrara en ég keypti. Ætti varafyrirliðinn ekki að vera karakter sem er óhræddur við að láta í sér heyra?

  7. Nei ekki kemur þetta sérlega á óvart hefði verið meira hissa ef hann hefði ekki verið valin. Eru menn í alvöru að biðja um Skrtel sem varafiriliða? Skrtle talar varla inná vellinum og ég er ekki einu sinn viss um að hann tali utan vallar heldur. Það er nú ein að frum skilyrðum fyrir því að vera fyrirliði er að vera vel talandi á vellinum. Ég hef reyndar ekki séð Skrtel live en þeir sem hafa séð það hafa nú ekki talað um að það heyrist mikið í honum.

  8. Milner varafyrirliði finnst mér, mikill leiðtogi á velli og drífur menn með sér.

  9. … og ekki nóg með að Hendo sé orðinn fyrirliði, heldur verður hann líka á coverinu á FIFA 16 í Bretlandi ásamt Messi.

  10. Þessar fréttir þýða að það verður ekki keyptur klassaleikmaður sem getur orðið framtíðarfyrirliði og leiðtogi liðsins.

  11. Lang rökréttasti kosturinn. Fyrirliðinn á ekki að vera sá sem er endilega besti leikmaðurinn inn á vellinum heldur sá sem er mest drífandi og er með jákvæðasta hugarfar. Henderson virðist hafa þá eiginleika, þar að auki kemur hann vel fyrir, virkar mjög vel gefinn og ákaflega hress í allri framkomu.

  12. Skrtel er kannski ekki mikið að tala inn á vellinum ef hann þarf þess ekki en getur líka alveg látið í sér heyra þess á milli. Síðan berst hann eins og ljón allan tímann.
    Fær allavega mitt atkvæði sem vara captain.

  13. Ekki sáttur.
    Fynnst hann ekki vera sá kappi sem stígur upp í leik liðsins þegar illa gengur.
    Sást til að mynda ekkert í síðustu leikjum liðsins í deildinni. Rífur menn ekkert áfram á vellinum.Ofmetur getu sína í aukaspyrnum (man ekki eftir að hann hafi skorað úr aukasp.) og því fá þeir sem eru betri en hann á því sviði ekki að taka spyrnurnar. Mér fynnst hann oft reyna að stæla Gerrard sem tekst mjög illa.
    Það má vera að hann sé góð persóna og duglegur og fólk beri virðingu fyrir honum utan vallar en það er ekki nóg.
    Hann þarf að vera kóngurinn á vellinum og það er hann sjaldan.
    En hvað veit ég svo sem en þetta er samt mitt mat.

  14. Það er alltaf svo skemmtilegt þegar menn röfla yfir því að einn kostur sé ömurlegur en geta ekki nefnt neinn betri.

  15. Þetta var aldrei spurning. Henderson er greinilega maðurinn með hjartað á réttum stað og hefur metnaðinn til að rífa sjálfan sig og liðið áfram, hefur meiri kraft í dag en Gerrard hafði síðustu 3-4 tímabil, sérstaklega núna síðast.

    Ég mun samt sem áður sakna þess að sjá Gerrard klæddann í armbandið og leiða liðið en nú eru breyttir tímar og hver veit nema bjartari tíð sé framundan. Balotelli og Sakho munu slást um varafyrirliðastöðuna í hringnum í Vegas annað kvöld, væri örugglega ágætt sjónvarpsefni

    Vill ekki sjá Milner sem varafyriliða, gæti endað sem alger skita líkt og Lambert, en sjáum til.
    Hlakka til að sjá liðið spila á þriðjudaginn.

  16. Hvar er hægt að sjá liðið spila á þriðjudaginn? Ég þigg allar leiðbeiningar þar að lútandi með gleði.

  17. #22 þû getur keypt áskrift á lfctv þeir sýna alla leikina 😉

  18. Til hamingju Hendo. Verðskuldað en leyfðu Balotelli bara að taka vítin þegar hann er inná. Að mínu viti er bara einn maður sem kemur til greina sem vara fyrirliði og það er Skertl. Jaðrar alveg við að hann ætti að vera fyrirliði yfirhöfuð.

    Þá að öðru. Ég er búinn að vera að velta því töluvert þessum Firminho kaupum. Er litið á hann sem staðgengil Sterling? Ef ég mætti ráða þá ætti að nota og æfa hann í því að vera staðgengi?l Suarez. Hefur klárlega hæfileikann og vinnusemina til þess.

    Ástæðan fyrir því að ég vill að hann sé mótaður í að vera “Suarez” týpan er sú að mér finnst oft gleymast að áður en að félagsskiptaglugginn opnaði og áður en Milner skrifaði undir þá vorum við nú þegar komin með fullhæfan staðgengil. Ég er ekki að tala um Ibe heldur jafnaldra hans Origi.

    Tvítugur Belgi með reynslu á pari við Sterling ef ekki meiri og alla eiginleika hans fyrir innan vallar. Fylgdist aðeins með honum seinasta vetur og að eiga hann og Ibe inni í rauninni sem kosti á sitthvorn vænginn er gæsahúðgefandi.

    Sterling má hypja sig og þessi 50 m punda verðmiði sem félagið er að leita eftir er rugl. Taka næsta boði frá City og fá Jovetic á milli væri snilld. Sterling getur hvort sem er keypt upp samning sinn eftir 6 mán. Best að selja þegar hlutabréfið er í hámarki, sérstaklega þegar við höfum meira en fullnægjandi staðgengil í Origi. Fyrir áttum við Ibe og Markovic, einn af vonarstjörnum Evrópu tímabilið 13/14 með Benfica. Þú hættir ekkert að vera svona góður í fótbolta en bekkjarseta og röng notun á leikmanni getur haft bælandi áhrif á hæfileika. Það er að segja bælandi áhrif á sjálfstraust sem allir leikmenn verða að hafa.

    Við eigum meira en einn fulltrúa til að taka sæti Sterling og sennilega meira en tvo.

    Svo er ég búinn að ákveða að ég mun koma með í næstu Kop ferð þannig að glasið mitt er ekki hálf fullt heldur er að sullast út úr því við minnstu hreyfingu.

  19. Klárlega besti kosturinn eins og staðan er í dag ! er sammála mörgum með varafyrirliðan en það er Skrtl það er morgunljóst.

  20. Ég verð nú bara að segja Magnús T að þetta er nú frekar léleg kaldhæðni frá þér.
    Í fyrsta lagi af hverju þarf ég að koma með einhvern annan sem fyrirliða þó ég sé ekki sáttur við Hendó?
    Í öðru lagi þá rökstuddi ég mál mitt og þetta er mín skoðun hvort sem þér líkar betur eða verr.
    Í þriðja lagi fynnst mér að fyrirliðin í okkar liði eigi að vera heimsklassa leikmaður og það er Hendersson ekki og mun ekki verða.
    Í fjórða lagi þarft þú ekkert að vera svona sár þótt aðrir séu ekki sömu skoðunar og þú og kalla það röfl.

    Kveðja Ingó

Stjörnuframherjinn

Gary Macca, Gary, Gary Macca!