Stjörnuframherjinn

Í fréttum í dag er það helst að það er ekkert að frétta. Raheem skrópaði aftur í unglingavinnunni. Geisp. Mér er alveg sama. Ef Liverpool selur hann, fínt að fá ofurverð, ef ekki þá fínt líka. Whatever.

Annars langar mig að kynna nýja stjörnuframherjann sem ætlar að leiða sóknarlínuna í vetur og sjá um að hræða líftóruna úr andstæðingunum fyrir okkur:

mystery-footballer

Alveg rétt, sá maður er ekki fundinn enn. Þá hef ég ekkert um þennan glugga að segja … ennþá. Í fyrra leist okkur voða vel á allt saman og sögðum alveg þar til seint í ágúst að „nú þarf bara að redda manni fyrir Suarez“. Bara, eins og það væri eitthvað einfalt. Það er ár síðan hann fór og við erum enn að bíða.

Ekkert sem hefur verið gert í sumar skiptir neinu ef við fáum ekki inn rétta manninn í framlínuna. Tíminn líður.

Þetta er opinn þráður, ræðið það sem ykkur sýnist.

20 Comments

  1. Það verður Benteke , Illaramandi og vonandi Pedro.. Tel að Liverpool sé heillandi kostur fyrir Pedro… Hann veit að hann yrði alltaf fyrsti kostur á kantinn og Sterling og Pedro eru ekkert ósvipaðir nema Pedro nýttir færinn mun betur en Sterling….

  2. Minnir að einmitt þú hafir veirð útrhópaður hálfviti, þegar þú bentir á að það gæti orðið mikill höfuðverkur að fá mann í stað Suarez. Allavega sagði einn snillingurinn að hugmyndir þínar væri með því heimskasta sem hann hafi nokkurn tímann lesið. Verr og miður þá hafðir þú sorglega mikið rétt fyrir því, það voru keyptir margir góðir leikmenn en enginn sem komst nálægt því að fylla skarð Suarex.

    Ég held að hugmyndin á bak við Benteke er að hann kemur hreifingu á varnirnar sem hann spilar á móti því það þarf oft tvo menn til að hafa augun á honum eða til þess að stoppa hann. Þá skapast oft meira pláss fyrir leikmenn eins og Coutinho, Lallana og vonandi Firmino til að athafna sig meira og sanna leikni sína.
    Hinn tilgangurinn er að hann er mjög góður að taka við bolta og halda honum á meðan liðið hans færir sig framar á völlinn.

    Leikmannakaup eru flóknari en hjartaígræðsla og því er ómögulegt að segja hvort kaup á manni eins og Benteke myndu ganga upp. En mér sýnist hann hafa margt með sér. Hann er t.d ágætlega leikinn á boltann, þvert gegn því sem hefur verið að reyna að hafa upp á hann og svo er hann framherji sem hefur verið að skora sirka mark í öðrum hverjum leik fyrir lið sem er mun verr mannað en Liverpool.

  3. Ég vona að Liverpool sé að fara að kaupa þennan, Alexandre Lacazette, held að þessi væri verðugur arftaki Suarez

  4. Alexandre Lacazette væri draumur en því miður held ég að scums nái að taka hann með V.P farinn , meistaradeildar bolta og hærri laun i boði. En ef hann á að koma þarf að að ske helst i gær vegna þess að Liverpool tapar oftast betting stríðum við önnur lið (sb. öll helstu transfer takmörk síðustu ára)

  5. Alltaf gaman af samsæriskenningum….. Hvernig lýst ykkur á þessa….

    Berahino er að leita sér að nýju liði og Liverpool sagði honum að á meðan Ward væri umboðsmaður hans yrðu engar viðræður um kaup !!

    Góður draumur…… ! 😉

  6. Berahino er svo ekki nafnið sem ég var að vonast eftir sem á að leiða sóknarlínu Liverpool.

  7. Hvorki Benteke né Berahino eru þeir menn sem við erum að leitast eftir. Ég myndi vilja taka alvörku breskan striker af gamla skólanum – Charlie Austin á minn disk, takk.

    Eins og Cato gamli sagði svo forðum:
    Auk þess legg ég svo til að Rodgers verði rekinn.

  8. Nú vil ég bara að Liverpool fari að klára þetta framherjamál. Man United að selja RVP og verða vafalaust á markaðnum á eftir framherja. Myndi helst ekki vilja lenda í kaupstríði við þá ef við erum að sækjast eftir sama bitanum.

  9. Í stað þess að koma viðra mínar eigin skoðanir, er ég með 3 spurningar fyrir ykkur:

    1) Hvað er að frétta af Bangbang sósunni á NAM?
    2) Er munur á bangbangsósunni í Ártúnsbrekku og á Nýbýlavegi?
    3) Er kimchi bara gott sem meðlæti eða er það gott eitt og sér?

    Ég er búinn að bíða lengi eftir opnum þræði til að varpa fram þessum spurningum.

  10. Bara að láta ykkur vita það að Ings verður með 15 mörk að minnsta kosti !!! á næsta tímabili…

    muniði þetta bara……..Takk fyrir………….

  11. Djövull verð ég fúll ef að hann Lacazette endar á Old Trafford.
    Ég segji það enn og aftur: Drullist að bjóða í hann!!!

  12. Ég veðjaði viskíflösku við vin minn að Origi myndi ekki ná að skora 14 mörk á tímabilinu. Það mun koma mér þægilega á óvart ef ég tapa því veðmáli.

  13. Það ætti að vera yfirlýst stefna hjá LFC að versla ekki leikmenn sem hafa þennan scumbag Aidy Ward sem umba..

    Þvílíka draslið þessi mannleysa.

    Ég er hinsvegar ekki með lausnina í staðinn fyrir Suarez… Held að við dettum ekki aftur á svona kvikindi… Hinir verða bara að stíga upp í markaskorun..

  14. sturridge , Ings, Origi, Lambert og Balo eru allir framherjar hjá liverpool í dag svo voru stráka úr unglinga liðinu að banka á dyrnar. Ég væri til í að fá Benteke til liverpool duglegur og líkamlega sterkur leikmaður sem getur látið miðherja andstæðingana lenda í miklum vandræðum( tala nú ekki um með samba strákana frá Brasilíu nálagt, neibb er ekki að tala um Lucas).

Raheem Sterling vill ekki ferðast með liðinu á undirbúningstímabilinu

Hendo er nýr fyrirliði Liverpool FC