Enn af leikmannakaupum

Svona af því að logn er í fréttum frá Anfield þá datt mér í hug að skella hér inn tveimur athyglisverðum punktum sem ég hef rekist á síðustu daga sem snúa að leikmannakaupum félagsins.

Fyrst er hér ágætis lestur um innkaupanefndina sífrægu og skemmtilegu og þá sex gaura sem í henni sitja og þá þeirra hlutverk.

Það helsta sem ég las út úr fréttinni er þetta.

  • FSG er nú fyrst og síðast með tengingu við félagið í gegnum Mike Gordon sem á 12% hlut í því en er sá sem er í mestu tengslunum við Liverpool, er að miklum hluta staðsettur í borginni og tekur virkan þátt í öllum málum hjá félaginu. Það finnst mér afar gott að heyra.

  • Brendan Rodgers er sá sem hefur innkaupaferilinn, á þann hátt að hann segir hvaða leikstöður á að styrkja og nefnir þá kosti sem hann telur vera þá sem að eru líklegastir til að ná árangri í þeirri stöðu. Eftir það hefst starf njósnadeildarinnar sem að notar ótal mismunandi kríteríur til að skoða leikmenn út frá.

  • Lykilmenn í njósnadeildinni eru að mér sýnist fyrst og síðast tveir. Þeir Barry Hunter yfirnjósnari og Mike Edwards sem er tölfræðinördinn sem að Comolli fékk með sér og hélt starfinu þegar sá var rekinn. Dave Fallows sem oft er rætt um virðist fyrst og fremst vera sá sem heldur utan um starf allra njósnara félagsins og safnar saman þeim upplýsingum sem þaðan koma, allt frá yngstu liðum til aðalliðs. Það virðast því vera þeir Edwards og Hunter sem hafa sterkustu röddina auk Brendan í mati á leikmönnum.

  • Þarna kemur fram að enginn leikmaður komi til félagsins nema að Brendan segi já við því. Honum hafi ekki alltaf tekist að sannfæra nefndina um að borga það sem þarf til að ná í ákveðna leikmenn en í engu tilviki hafi nefndin keypt leikmann nema að hann hafi verið því samþykkur.

Ágætt að hafa þetta í huga þegar kemur að umræðum um leikmannakaupin okkar, hver sem þau hafa verið. Nefndin tók að manni sýnist við af Damien Comolli og þarna kemur líka skýrt fram að Rodgers mun ekki vinna undir Director of Football, telur sig gera betur í starfi með því að vera í milliliðalausu sambandi við yfirmenn.

Hitt atriðið var svo skemmtileg mynd sem ég sá á Facebook síðu Liverpoolaðdáenda og leyfi mér að koma með hér:

Hæstukaupánúvirði

Þetta eru semsagt leikmannakaup félagsins á núvirði, þau 30 dýrustu. Þar er Firmino aðeins í tíunda sæti, á eftir nokkrum snillingunum.

Uppfært: Sé að mér fróðari menn hér þekkja uppruna töflunnar, sem er uppreiknuð út frá formúlu snillingsins Paul Tomkins. Hún er auðvitað skoðuð í því samhengi að gaman sé að bera saman upphæðir á mismunandi tíma en ekki endilega kórrétt út frá viðskiptafræði.

Þegar maður lítur yfir þennan lista þá er að mínu mati einmitt ágætt að skoða það hvernig ákveðin kaup hafa komið út, auk þess sem ekki er úr vegi að rifja upp hversu ánægður eða fúll maður var með kaupin þegar þau urðu. Af efstu níu (Firmino enn ódæmdur) finnst mér t.d. bara tveir hafa verið stjörnur, þeir Torres og Masch – auk þess sem auðvitað Heskey átti fína tíma hjá félaginu. Hinir sex verða ekki settir með hástöfum í sögu félagsins. En í öllum þessum tilvikum var ég afskaplega glaður þegar þeir voru keyptir. Þeir voru fengnir inn í lykilstöður sem vantaði í og höfðu staðið sig afbragðs vel með fyrri félugum sínum.

Það skánar aðeins finnst mér á bilinu 11 – 20 þar sem mér finnst um helmingur vera þess verður að geta verið vel heppnuð kaup en á bilinu 21 – 30 sé ég tvo. Ágætis upprifjun finnst mér að miklir peningar kaupa ekki endilega miklar stjörnur þó útlitið sé alltaf jafn gott fyrst þegar þeir birtast í treyjunni!

22 Comments

  1. Að Joe Allen sé í 22 sæti overall dýrasti leikmaðurinn okkar á núvirtu verði er .. já nokkuð magnað

  2. Þetta eru auðvitað verð núvirt með Transfer Price Index frá Paul Tomkins en ekki með vísitölu neysluverðs. Vísitalan hans er sjálfsagt ágæt til þess að bera saman kaup á milli tímabila en ég er ekki alveg viss um að það megi taka tölunum sem heilögum sannleik.

  3. það er augljóst að það á alltaf að kaupa leikmenn á verðbilinu 22.200.000 til 28.803.000 að núvirði
    vonandi að transfernefndin viti af þessu

  4. Þetta segir mér að kaup, sem lýta rosalega vel út, eins og t.d kaupin á Firmino, geta orðið algjört flopp. Vona samt að þessi nefnd er að stefna í rétta átt með liðið og er að læra af reynslunni.
    Ég held t.d að Lallana og Lovren verði miklu betri í ár og vonast til þess að Firmino standi undir væntingum.
    Mér finnst kaupin í ár allavega bera vott um mikinn metnað og staðfesta að Liverpool er hægt og bítandi að stefna að því að gera liðið að meistaradeildarkatidöntum.

  5. Þónokkrir á þessum lista sem eiga það sameiginlegt að vera miðlungsleikmenn frá miðlungsliðum sem áttu eitt extra gott tímabil og voru keyptir fyrir alltof mikinn pening.

    Lærdómur: Ekki kaupa one-season wonders

  6. Auðvitað var það Liverpool spyrnusérfræðingurinn Fara Williams sem færði enska liðinu HM-bronsið!

    YNWA.

  7. #12
    Svona fyrst þú ert að laga stafsetninguna, þá er það hæstbjóðanda. Ekki hæðstbjóðanda.

    Kv. stafsetningarpúkinn.

    PS. Er einhver möguleiki á edit takka?

  8. Mjög áhugaverður listi.

    Hér er smá samkvæmisleikur. Gefið leikmönnunum einkunn. Frá 1 upp í 10.

    Það þarf ekki að taka fram að sumir leikmenn á þessum lista geta bætt sig og öfugt en þetta er staðan núna að mínu mati.

    Carroll 5
    Cisse 5
    Heskey 8
    Torres 9
    Collymore 7
    Masherano 8
    Aquilani 3
    Downing 5
    Saunders 7
    Firmino ?
    Suarez 10
    Alonso 10
    Johnson 7
    Hamann 9
    Lallana 6
    Henderson 8
    Diouf 1
    Stewart 5
    Keane 5
    Ruddock 7
    Wright 8
    Allen 6
    Babb 6
    Clough 6
    Ince 6
    Lovren 5
    Markovic 6
    Babel 6
    Scales 6
    Crouch 7

    Það er augljóst að það er ekki samhengi á milli kostnaðar og frammistöðu.

    YNWA

  9. Balotelli og Borini eru búnir að kveðja Liverpool, samkvæmt þeim fréttum sem ég las. Ings og Origi verða augljóslega staðgenglar þeirra og þá er spurningin hvort Lambert verði áfram? Liverpool fer augljóslega eftir skýrri og agaðari stefnu í leikmannakaupum og ef verðið á leikmanninum er ekki veruleikatengt þá skal hann ekki keyptur. Þessvegna kæmi mér því ekkert á óvart að Lambert verði áfram, sem varaskífa og aukavalkostur ef okkur býðst ekki heimsklassa framherji á viðunandi verði.

    Persónulega er ég sammála þessari stefnu og trúi því að Liverpool muni hægt og bítandi nálgast toppinn.

    Ég vona samt framherji og miðjumaður verði keyptir í þessum glugga og Lambert verði seldur.
    Ef það gerist, þá sé toppbaráttuna í hyllingum.

  10. #15 Ef þú ert að vísa til “fréttarinnar” um Twitter færslur ítölsku bræðranna þar sem Balotelli þakkar fyrir stuðninginn er rétt að benda á að Balo var að missa föður sinn og er nú væntanlega að þakka stuðning og kveðjur í því sambandi. Heldur ódýrt hvernig blaðamaðurinn snýr þessu upp í eitthvað annað, sorpblaðamennska hreinlega. Að því sögðu held ég nú að vera þeirra á Anfield sé brátt á enda.

  11. Er ég eini vitleysingurinn sem vill halda Balotelli? Þessi maður er stútfullur af hæfileikum og getur, eða gat allvega unnið leiki upp á sitt einsdæmi.
    Ég held að þegar Liverpool ákvað að kaupa hann þá ætlaði hann sér svo, að standa sig vel og koma sér frá allri neikvæðnis umfjöllun í fjölmiðlum þannig að allt klikkaði á vellinum hann var að reyna að vera annar Balotelli en hann í raun og veru er. Sem sagt: Hann ætlaði að gera betur en vel en það fór verr en illa. Held að hann muni koma sterkur inn á næsta tímabili.
    Svo er ég farinn að halada að Raheem Sterling muni skrifa undir nýann samning við Liverpool fljótlega, hef það einhvernveginn á tilfinningunni 🙂

  12. “Ágætis upprifjun finnst mér að miklir peningar kaupa ekki endilega miklar stjörnur þó útlitið sé alltaf jafn gott fyrst þegar þeir birtast í treyjunni!”

    Það er munur á að kaupa leikmann dýrt sem hafði meikað það áður en hann kom til klúbbsins og dýran leikmann sem hafði ekki meikað það áður. Fyrra dæmið á við um leikmann einsog Torres, leikmaður sem hafði allavega spilað landsleiki og skorað mörk með góðu liði. Seinna dæmið á vel við um Carroll, leikmaður sem hafði enganveginn sannað verðmiða sinn undir neinum kringumstæðum.

    Dýr leikmaður er ekki alltaf stjarna, Carroll og Downing voru allavega ekki búnir að vinna sér inn þann stimpil.

  13. Ég vil halda Balotelli en aðeins ef Rodgers getur hugsað sér að nota hann, sem miðað við síðasta tímabil er engan vegin víst.
    Ég held að það sé vel hægt að ná mörkum úr honum en hann skorar ekki ef hann spilar ekki frekar en aðrir leikmenn.
    Ég vil aftur á móti losna við Lambert þar sem hann er ekki að yngjast og er bara ekki alveg með næg gæði þó að hann sé vissulega með rétt hugarfar. Borini er líka með gott hugarfar en BR er augljóslega búinn að missa trúna á honum og því best fyrir alla aðila að hann fari sem fyrst.

    Fyrir mér væri óskastaða að Borini og Lambert fari og það komi inn einn öflugur striker (hugsanlega Benteke eða Llorente þó að ég sé ekki sérlega spenntur fyrir þeim tveimur og vona að eitthvað betra bjóðist) svo hugsa ég að Firmino sé hugsaður í Suarez rullu þar sem Lallana, Coutinho og Marchovic/Ibe eru sóknarþenkjandi miðjumenn með Milner og Hendo aftar á miðjunni.

    Ég sem sé vona að það komi einn striker inn og Lambert+Borini fari. Þá erum við nokkuð góðir. Má mögulega bæta við einum DM en svo er þetta komið gott.

  14. P.s. Af þeim framherjum sem hafa verið eitthvað verið orðaðir við Liverpool í sumar þá lýst mér best á Higuain. Held að það yrðu virkilega góð kaup, hann er 27 ára og hefur aðeins einu sinni misst eitthvað af leikjum út á tímabili. Við þurfum striker sem hægt er að treysta á þar sem Sturridge er með fádæma slæma meiðslasögu.

  15. #13
    ég fattaði þessa villu eftir að ég var búinn að ýta á SEND INN ATHUGASEMD 😉 og fór að grenja.. Svona skeður þegar maður les ekki yfir commentin áður en maður sendir þau inn 😉

Nathaniel Clyne mættur (staðfest)

Mánudagur – æfingar hefjast