Nathaniel Clyne mættur (staðfest)

Best geymda leyndarmálið á Anfield var opinberað í dag þegar að tilkynnt var að hægri bakvörðurinn Nathaniel Clyne væri búinn að skrifa undir hjá klúbbnum og er því sjötti leikmaðurinn til að bætast í okkar hóp.

Fyrsta viðtalið sem Liverpoolmaður hjá honum gefur fín fyrirheit, NathanielClyneljóst mál að Brendan hefur spilað stórt hlutverk í að sannfæra hann til að koma til okkar og hann virkar yfirvegaður og ákveðinn í að ná árangri.

Kaupverðið er 12,5 milljónir punda og talið er að hann hafi skrifað undir fjögurra ára samning við félagið.

Ræddum málið í podcasti gærdagsins en ég held að við séum öll sammála um það að við þurftum styrkingu í hægri bakvarðarstöðunni og það að hafa fengið enska landsliðsbakvörðinn eru afskaplega skiljanleg og góð kaup að mínu áliti. Tíminn einn auðvitað leiðir í ljós hversu vel strákurinn fellur inní og mun standa sig.

En það er ljóst mál að menn eru ákveðnir í borg Guðanna og það gefur manni töluvert þessa dagana. Við förum betur yfir þennan strák þegar nær dregur móti.

Hjartanlega velkominn Nathaniel minn!

49 Comments

  1. Virkilega jákvætt að fá annan af tveimur bestu bakvörðum deildarinnar að mínu mati (Hinn er Ivanovic)
    Þetta þýðir í raun að viðbætur liðsins það sem af er tímabili er (gef mér að Sterling verði seldur):

    Firmino inn, Sterling út
    Milner inn, Gerrard út (Allen & Lucas aftar í gogunarröð)
    Clyne inn, Johnson út

    Hvað segið þið, er um styrkingu að ræða eða komum við svipað mannaðir inní seasonið?

  2. Að losna við Can, Marcovic og Sterling úr þessari stöðu og fá Enskan landsliðsmann í staðinn á eftir að gjörbreyta spili liðsins.

    Ég er mjög sáttur.

  3. Það er margt jákvætt núna að gerast hjá liverpool.

    Ungu leikmenninir Markovitch, Can, Moreno eru komnir með reynslu í deildinni

    Við erum loksins komnir með hægri bakvörð. Glen hefur ekki verið að gera sig og Manquilo er
    bara ekki nógu góður.

    Okkur vantar enþá að losa okkur við nokkra leikmenn. Borini og Balotelli

    Okkur vantar enþá alvöru varnasinnaðan miðjumann.

    Ég er ekki eins sanfærður um E.Can eins og margir hérna. Hann var líklega lélegasti leikmaður liðsins undir lok síðustu leiktíðar. Virkiði þreyttir og þungur og tók margar lélegar ákvarðanir. Hann er ungur og á vonandi eftir að bæta sig mikið og spila meira inná miðsvæðinu en ég er líklega einn af fáum sem er ekki búinn að afskrifa Joe Allen sem mér finnst hlaupa úr sér lungun og getur verið solid leikmaður fyrir liðið ef hann sleppur við þessi meiðsli.

    Ég held að þetta ræðst samt rosalega mikið á heilsu Sturridge hvernig okkur mun ganga. Hann er aðalmarkaskorari liðsins og ef hann er ekki heill þá verður við í vandræðum.

    Glasið er samt alltaf hálf fullt hjá mér og getur maður ekki beðið eftir að tímabilið byrji.

  4. Klárlega styrking á byrjunarliði sem er það sem liðið þarf að gera. Núna þarf bara að klára Benteke og þá erum við einnig að styrkja byrjunarliðið, er slétt sama hvað leikmaður kostar ef hann styrkir byrjunarliðið og Benteke gerir það án vafa.

  5. Við endum á því að skipta Liverpool út í stað Liverhampton 😉

    Að öðru leiti er ég spenntur fyrir þessum strák og er hann nokkuð reyndur ef miðað er við aldur hans er kominn með tæpa 100 leiki fyrir Southampton.

  6. Clyne, Henderson, Sterling, Sturridge, Ibe, Lallana. Við hljótum að vera það lið sem er með flesta enska landsliðsmenn innan sinna raða. Veit hinsvegar ekki hvort það sé jákvætt eða neikvætt en liðið okkar verður ansi ungt á næsta ári, það er ljóst.

  7. Þetta verða vonandi frábær kaup. Hann er á flottum aldri og kominn með mikla reynslu úr championship og premier deildinni. Og landsliðsmaður að auki. Ætti að vera uppskrift að góðum kaupum auk þess sem hann er ódýr.

    Til að svara #1 Villa, þá myndi ég ekki telja að þessi þrjú skipti séu þau sem munu skipta öllu í baráttunni næsta vetur. Frekar eins og #3 Ian Rush segir, leikmennirnir sem komu í fyrra eru komnir með meiri reynslu og hafa flestir bætt sig. Og svo er auðvitað möguleiki á að fá einn sterkan striker í viðbót sem verður vonandi mesta bætingin frá því í fyrra. Og möguleikinn á að Sturridge spili kannski 15-20 leiki, ávísun á 30-40 stig.

  8. Sæl og blessuð.

    Kaupinn á eyrinni verða nú væn
    viðskiptin sýnast mér slóttug og kæn
    fengum’ fúllbakk
    flott, já og takk
    velkominn til okkar Nikulás Klæn.

  9. Djörullis ætlar Brendan ekki að reyna að ná Shaqiri, brilliant inncötter frá hægri og fljótur í holurnar á bakvið varnirnar…

  10. Er þá reiknað með Flannó sem back up fyrir Moreno,og Clyne ?
    Finnst eins og þessi ágæti scauser sé að gleymast 😉

  11. Erum við ekki komnir með slatta af þessum sóknarmiðjumönnum
    Coutinho
    Lallana
    Ibe
    Markovic
    Firmino
    Irigi getur líka spilað þessa stöðu.

    Ég held að þörfin á Shaqiri sé ekki mikil í dag þó hann sé vissulega góður fótboltamaður.

  12. Held að klúbburinn ætti frekar að fara á eftir Arda Turan en mönnum finnst enn vanta upp á sókndjarfa miðjumenn/kantmenn.

    Annars eru Clyne flott kaup, maður sem er á hraðri leið upp brekkuna og styrkir byrjunarliðið. Því miður að mínu mati fyrstu kaup sumarsins sem gera nákvæmlega það, þó vissulega megi færa rök fyrir því að Milner styrki byrjunarliðið.

  13. Ben#15
    Af hverju heldurðu að Firmino komi ekki til með að styrkja byrjunarliðið hjá okkur.
    Hann spilar með landsliði Brazil þannig að eitthvað getur drengurinn.

    Firmino, Milner og Clyne labba allir í byrjunarliðið hjá okkur.

  14. Ég sé ekki betur en að Clyne sé nú þegar orðinn sambærilegur við Glen Johnson á hátindi ferilsins. Sá hátindur er hins vegar að baki og Clyne á helling inni, þannig að þetta er hellings framför í bakvarðarstöðunni. Flott kaup.

  15. Talksport segir að okkar menn hafi náð samkomulagi um Benteke.. vonum að það se bara satt !!

  16. #17 Ásmundur,

    Sé fyrir mér að Firmino komi inn í byrjunarliðið fyrir Sterling, það gæti vel orðið styrking en meira replacement og þar sem að hann hefur ekki leikið í deildinni áður þarf hann líklegast fram að áramótum til að fóta sig.

  17. Sællir væri gaman að sjá Benteke í okkar liði !. væri mjög góður með Firmino eða Sturidgde frammi í sóknini !. kv.Áki

  18. Ég er bara ekki mjög viss um Benteke….. Væri frekar til í einhvern annan.

  19. DRULLU ÁNÆGÐUR!!!

    Ég hef sterkan grun um að Clyne sé púslið sem vantaði í stöðuga vörn. Hann á eftir að eigna sér þessa stöðu og hægri-bakvarðar-álögin sem hafa hrjáð okkur allt of lengi eru leyst.

    Clyne-Skrtel-Sakho-Moreno verður sterk vörn. Lovren á svo eftir að stíga upp þegar Sakho meiðist (blautur draumur að Sakho haldist heill út seasonið). Can eða Lucas munu svo vernda þá eins og eigin börn með Milner og Henderson hlaupandi af sér rassgatið fyrir framan þá. Coutinho, Firmino, Lallana, Ibe, Marko, Sturri, Ings.. skiptir ekki máli hverjir eru þarna fremst, boltinn mun vera svo mikið þarna uppi að það er ekki annað hægt en að skora nóg! Djöfull er gaman.

    Nú þarf bara rock solid striker sem er að fara gefa okkur þessi 20-25 mörk sem eru svo mikilvæg, losa okkur við hrúgu af leikmönnum, rétta transferin af og við getum byrjað að dansa!

    Ætla fara njóta þess að Liverpool séu að sýna pung og hlusta á podcastið frá því um helgina!

    YNWA!!!!!

  20. Þessi Shaqiri er bara miðlungs gorgeir. Hefði aldrei plummað sig í Liverpool. Þessir nýju sem við erum að kaupa eru miklu betri!

  21. Ég er ekki hrifinn af þeirri hugmynd að fá Benteke inn sem okkar aðalframherja. Ég skil ekki þegar menn segja að það séu einfaldlega ekki til betri leikmenn sem við getum fengið á svipuðu verði. Ég minni á að Bacca fór til AC Milan fyrir 21 milljón. Þar er hreyfanlegur framherji á ferð sem ég tel henta okkar liði betur. Svo er einnig vert að benda á að Jackson Martinez var keyptur á 24,5 milljónir til Atletico. Það er sóun á pening að verða alltaf að kaupa leikmenn úr ensku deildinni.

    Ef við erum að fara að fá einhverjar 50 milljónir fyrir Sterling vil ég sjá menn eyða nánast sömu upphæð í heimsklassaframherja. Kallið mig bara klikkaðan, veruleikafirrtan og galinn, en af hverju væri þá ekki hægt að bjóða í Higuain, Lacazette eða Benzema fyrir upphæðina sem hlýst fyrir Sterling sölu.

    Jafnvel þótt við myndum ekki selja Sterling tel ég þessum 30 milljónum sem Aston Villa heimta að fá fyrir Benteke sé betur varið í annan framherja. 30 milljónir geta dugað fyrir svo miklu meiru heldur en það gerir í ensku deildinni.

    Ég var að vona að félagið hefði lært af þeim gríðarlegu upphæðum sem hafa farið í leikmenn í ensku deildinni og horft frekar á að það er hægt að fá jafnmikil gæði á mun lægra verði í öðrum deildum.

  22. Nú er farið að tísta um að Shakiri sé að draga sig út úr Stoke pælingu.

    Xherdan Shaqiri has knocked back the chance to join Stoke, despite the Potters agreeing a €17m fee with inter. (Gazzetta dello Sport)

    #LFC have been linked with rekindling their interest in #Shaqiri this summer, but Stoke are making all the running. (Gazzetta dello Sport)

  23. Síðustu tvö tímabil höfum við átt hálfan varnarmann í Sakho. Nú eigum við einn og hálfan, mikið fagnaðartilefni.

    Breytir því ekki að restin af varnarmönnunum okkar eru hrikalegir og að þessi eini og hálfi varnarmaður er verndaður af [drum roll] Joe Allen. +50 mörk á okkur hugsa ég.

    Manu, sem er eina raunhæfa liðið til að ná (fyrir utan Spurs en nokk sama um þá og þeirra sæti), munu eyða hundruðum milljóna í leikmenn í sumar. Ansi hræddur um að við þurfum gæða miðvörð, vinstri bakvörð og varnartengilið til að eiga séns. Nokkuð viss um að ekkert af þessu gerist.

    En engu að síður sáttu með kaup á Clyne.

  24. Hrikalega sáttur við að fá Clyne. Rökrétt og beinlínis nauðsynlegt þar sem við erum að missa Johnson. Veitir heldur ekki af bakverði sem getur varist almennilega.

    Svo að Benteke. Ef einhverjir halda að hann sé bara einhver staður target lurkur, er hér algjör snilldarfærsla með góðum pælingum og HELLING af margmiðlunarefni:

    https://www.reddit.com/r/LiverpoolFC/comments/3bjl5z/clearing_up_some_misconceptions_surrounding/

    Nú er ég alls ekkert svo spenntur fyrir Benteke, en hann ætti samt að fá að njóta sannmælis. Langbestu “kaupin” í framherjastöðuna fyrir komandi vetur væru heill Daniel Sturridge. Við vorum með um eða yfir 2 ppg í þeim leikjum sem hann spilaði á liðnu tímabili og enginn af þeim var gegn neðstu liðum deildarinnar.

    Loks stenst ég ekki freistinguna að birta stórskemmtilega mynd sem ég tók skömmu eftir að Sviss – Þýskaland á EM kvenna 17 ára og yngri var flautaður af á Vodafone vellinum í kvöld: http://i.imgur.com/LSo2qtH.jpg

    Góðar stundir. 🙂

  25. Brennt félag forðast ekki eldinn. Man einhver eftir Carrol ? 32 millur fyrir Benteke ??? Really ?

  26. Ég vill heldur ekki Benteke…vantaði ekki fljótan framherja í fyrra?

  27. menn eru líkja Benteke við Carroll, en er það eitthvað til að líkja saman, Benteke lítur út fyrir að vera Pro leikmaður meðan Carroll hefði þurft að breyta lífstíl sínum bæði matarræði og bjórvömbina, og kannski er það ástæðan fyrir því að Carroll meikaði það ekki hjá stóru-liði.
    Þannig að þó hann sé stór og mikill eins og Carroll þá tel ég hann betri leikmann og vonandi meira pro, einsog áður sagði, ætla því að gefa honum séns og þó ég sé kannski ekki stærsti aðdáandi hans.

  28. Mjög flott kaup. Bestu kaup sumarsins hingað til. Vandræðastaða sem búið er að manna með frábærum leikmanni á besta aldri.

    Firmino spennandi kaup en ég held hann sé langt frá því að fara að labba inn í byrjunarliðið eins og svo margir vilja meina.

    Frekar hár verðmiðinn á Xherdan Shaqiri, en það gæti verið gaman að fá hann til Liverpool. Hef alltaf haft gaman af að sjá hann spila.

    Benteke, úff, finnst eins og hann ætti að kosta um 10m. Kláralega góður, en rosalega áhættukaup að mínu mati. Brendan má ekki klikka hér. 30m er ennþá mikill peningur.

    Vonast til að Sterling verði áfram. Virðist vera vel liðinn innan liðsins og er efnilegastur og jafnvel bestur í Liverpool í dag. Bara glatað að missa hann.

  29. Ég væri til í að Liverpool færi eftir Higuain frekar en Benteke.
    Ég fæ einhvernveginn á tilfinninguna að Benteke sé bara betri útgáfa af Lambert sem mér fannst aldrei passa inní spilamennsku liðsins.

  30. Er ég eini sem skil ekki Shaqiri til Stoke félagskiptinn. Er þetta ekki gaurinn sem liverpool voru að bjóða stórpenning í fyrir C.a 6 mánuðum og núna er hann hjá stoke

  31. Stórkostleg ljósmynd Eyjólfur #30.
    Hver þorir að taka ólögleg lyf á meðan þessi dama er á vaktinni?

  32. Hafliðason nr 33 (og fleiri poolarar)

    Finnst þer i alvorunni að Benteke ætti að kosta svona 10 mills, en að, einsog einn poolari kommentaði her, að Pool ætti ekki að svara simanum fyrir minna en 50 mills fyrir Sterling???

    Ma eg spyrja, eru flestir poolarar sama sinnis??? Sorry, en eg get bara ekki annað en hlegið að þessu 🙂

  33. Nei, Benteke er klárlega meira virði en 10 millur, ég myndi halda í kringum 25 kúlur fyrir hann.
    En tekurðu Sterling inní þessa mynd sem gengur bara alls ekki.

    Sterling er enskur landsliðsmaður með mikla framtíð fyrir sér og City sem að skíta peningum verða að kaupa inn enska leikmenn og það eru eigendur Liverpool að nýta sér því að City munu koma með þannig tilboð, bara spurning um hvernær í sumar það verður.

  34. Bergur nr. 37

    Ég hef aldrei farið fram á 50m fyrir Sterling. Auðvitað bara fá sem mest ef það á að selja hann. En eins og ég hef skrifað áður, þá vil ég halda honum.

    Varðandi Benteke og verðmiðann þá snýst þetta auðvitað um svo margt, lengd samnings, laun og þessháttar. Ég geri mér alveg grein fyrir því hann er miklu meira virði en 10m. Mér finnst þetta hinsvegar vera áhættukaup. Mér þætti spennandi að sjá Benteke orðaðan við Liverpool ef hann ætti eitt ár eftir af samning og væri verðlagður á 10m. Svipað og Clyne kaupin. Mjög spennadi og vel áhætturnar virði. En mér finnst ekki spennandi að sjá Liverpool borga fyrir hann 30m.

    Auðvitað vil ég samt umfram allt fá góða leikmenn til liðsins. Þetta eru ekki mínir peningar, ég vildi bara ég væri meira spenntur.

    Vona þetta hafi svarað þér 🙂

  35. Verðmiði Benteke og Sterling ræðst nú líka mikið af því hver ætlat sér að kaupa. Finnst okkur Sterling 50 milljón punda virði. Líklega ekki. En við vitum að Man City getur vel borgað þá upphæð og þess vegna mönnum verðmiðinn eðlilegur. Öðru máli gegnir um Liverpool og Benteke. Liverpool má bara alls ekki við 30 milljón punda mistökum. Ég hef enga trú á Benteke hjá Liverpool, tel hann alls ekki réttu týpuna af framherja fyrir liðið.

  36. Eyjólfur #30

    Þessi kona er fyrrverandi leikmaðurinn og snillingurinn hún Laufey Sigurðardóttir. Topp eintak stelpan sú 🙂

  37. Algjör steypa að hafa ekki tekið Carlos Bacca á 22m punda. Algjörlega frábær leikmaður sem veit hvar markið er. Er einnig hrifinn af Benteke en sé hann hinsvegar ekki fúnkera í Liverpool.

  38. Ég myndi segja að þetta byrjunarlið væri drullusterkt.

    ——————-Sturridge
    Coutinho Firmino
    —————–Henderson
    Moreno —— ——————-clyne
    ——————–Milner

    Skrtel —– – Sakho ——–Lovren

    —————–Mignolet

    Ég er smá spenntur fyrir þriggja manna vörninnni ef við höfum clyne eða Moreno á sitthvorum vængnum., þá verðum við sterkari varnarlega en getum á sama tíma viðhaldið perssunni til að neyða af hinum liðinum boltanum.

    Annars er ómögulegt að geta til um hvernig A-liðið okkar verður, því menn eins og Lallana, Marcovic og Can gætu sprungið út á næsta tímabili og orðið að lykilmönnum. Það er ekki óalgengt að fyrsta tímabilið er slæmt í nýjum klúbbi. Nærtækasta dæmið er Fellaini hjá Man Und.

  39. Flott kaup Firmino og Clyne.Vonandi fleiri góðir á leiðinni. Einhvern veginn hef ég ekki trú á Benteke veit ekki af hverju.Vonandi hef ég 100% rangt fyrir mér.En þetta er bara mín tilfinning.

  40. Eg er einn af faum sem er spenntur fyrir Benteke og hef verið spenntue fyrir honum i 2 ár, auðvitað eru okkar menn ekki mikið að dúndr boltanum uppí loftið en eg hef mikla trú a að þessi drengur gæti gagnast okkur fjandi mikið, algjort naut sem dregur menn til sín og losar þannig um aðra leikmenn. Benteke er algjort naut og miklu betri en nokkurntimann Carroll, Lambert eða Balotelli að minu mati.

    Klára þessi kaup og eg er orðinn fáránlega spenntur fyrir þessu ollu saman 🙂

Kop.is Podcast #87

Enn af leikmannakaupum