Uppgjör 2014/15

Áhuginn fyrir að gera síðasta tímabil upp var frekar takmarkaður að þessu sinni enda tímabil til að gleyma. Það eru reyndar nokkrar vikur síðan við vorum klárir með þetta en það hefur setið á hakanum að setja þetta saman í eina færslu. Hér lokum við þó síðasta tímabili.

Fyrst eru niðurstöður okkar pennanna samanlagt, til að sjá svörin og skýringar hjá hverjum og einum þarf að ýta á lesa meira neðst.


Leikmaður ársins.

 1. Coutinho
 2. Henderson
 3. Mignolet
  Vorum ekki alveg sammála um mann tímabilsins en samanlagt var Coutinho bestur en Henderson og Mignolegt jafnir rétt á eftir honum.

Bestu kaupin

 1. Can
 2. Lallana
 3. Moreno
  Nánast allir sammála um Can og Lallana sem skástu tvö kaupin. Moreno komst svo í þriðja sætið á tveimur atkvæðum. Fróðlegt að skoða uppgjör síðasta tímabils en þar var þessi listi ekkert meira spennandi.

Framfarir ársins

 1. Mignolet
 2. Ibe
 3. Coutinho
  Nánast allir leikmenn liðsins spiluðu mun verr á síðasta tímabili og var Mignolet sá eini sem var alveg óumdeildur hér.

Leikur ársins.

 1. Spurs úti (0-3)
 2. City heima (2-1)
 3. Spurs heima (3-2)
  Mikið fleiri voru góðu leikirnir ekki. Með ólíkindum hversu mikið þessi liður breyttist milli ára.

Bjartasta vonin (utan augljósra byrjunarliðsmanna)

 1. Ibe
 2. Sinclair
 3. Ojo
  Allir sammála um Ibe sem er á mörkum þess að teljast sem augljós byrjunarliðsmaður. Liverpool hefur sjaldan átt eins marga mjög efnilega og núna og komust mun fleiri á blað.

Mestu vonbrigðin (Leikmaður/Leikmannakaup)

 1. Balotelli
 2. Lovren
 3. Sturridge
  Hér vorum við alls ekki allir sammála en samanlagt raðast þetta svona. Sturridge auðvitað út af meiðslum, hinir hafa ekki þá afsökun.

Hvaða einkunn fær Brendan Rodgers eftir þetta tímabil?

3,9
Augljóslega fall á síðasta tímabili en hluti hópsins hefur alveg trú á honum í upptökuprófinu.

Álit þitt á FSG í dag?

Sjá neðar útskýringar hvers og eins.

Mestu vonbrigðin almennt

Sjá neðar útskýringar hvers og eins.

Hvað stóð upp úr hjá þér á kop.is?

Sjá neðar útskýringar hvers og eins.

Leikmaður tímabilsins 2014/15

Babú
1. Jordan Henderson. Set hann nokkuð vel á undan rest enda heilt yfir jafnastur yfir tímabilið. Hann þarf betri samherja með sér á miðjuna og tekur ekki næsta skref öðruvísi.
2. Mignolet. Hann gerir reyndar líka gott tilkall í að vera versti leikmaður tímabilsins. Þegar hann fékk lið fyrir framan sig sem einhver glóra var í varnarlega kom í ljós að við eigum hörkumarkmann sem fór að verja góðan slatta “aukalega” og hélt búrinu reglulega hreinu. Mignolet er kannski besta dæmið um að það er ekki hægt að dæma einn leikmann svona enda liðsíþrótt með mörgum mismunandi tannhjólum.
3. Coutinho. Hendið alvöru sóknarmönnum fyrir framan hann og Coutinho fer á næsta level og vinnur þessa kosningu að ári. Rosalega misjafn í vetur en mjög góður er hann spilaði sína bestu stöðu og góð holning var á liðinu.

Kristján Atli
1. Jordan Henderson.
2. Phil Coutinho.
3. Simon Mignolet. Þetta er eitt ömurlegasta topp 3 sem ég man eftir hjá Liverpool.

Maggi
1. Jordan Henderson
2. Simon Mignolet
3. Philippe Coutinho

SSteinn
1. Coutinho
2. Jordan Henderson
3. Martin Skrtel

Óli Haukur
1. Coutinho – Hann hefur verið frábær á leiktíðinni, sérstaklega þegar leið á hana. Orðinn mikilvægasti hlekkurinn í þessu liði. Algjör galdramaður með boltann.
2. Mignolet – Sama og með Coutinho, var virkilega góður þegar leið á leiktíðina. Varði mjög vel á oft á tíðum og var hársbreidd frá gullhanskanum. Frábær viðsnúningur hjá honum.
3. Gerrard. Val á milli hans og Henderson en ég ákvað að gefa þetta til Gerrard enda þó hann sé orðinn 34 ára og á útleið þá endaði hann markahæsti leikmaður liðsins í deildinni og var ennþá ‘go to’ gaurinn í liðinu. Frammistaðan ekki alveg í A-klassa en hann sýndi að það má nær alltaf stóla á hann.

Eyþór
1. Coutinho
2. Mignolet
3. Skrtel

Einar Örn
1. Coutinho. Ekkert sérstaklega sannfærandi, en hann átti heiðurinn að stórum hluta fárra gleðistunda á þessu tímabili
2. Mignolet. Ótrúlegt en satt eftir hræðilega byrjun var hann ótrúlega stabíll eftir jól
3. Sterling. Hann var fínn fyrri hluta tímabilsins, en hvarf svo algjörlega og reif bara kjaft.

Bestu leikmannakaupin 2014/15

Babú
1. Emre Can. Var að verða brjálaður á notkuninni á honum og held að hann hafi nú þegar í vetur verið betri kostur í sinni stöðu heldur en þeir sem voru að spila þá stöðu í vetur.
2. Lallana. Set hann inn með semingi enda hann MJÖG LANGT frá því að standa undir verðmiðanum. Hann verður aldrei meira en squad leikmaður sem spilar helling ef hann er heill. Hefur ekki þennan X-factor til að verða í heimsklassa.
3. Moreno. Set hann inn á undan Markovic þó báðir hafi fengið falleinkunn í vetur. Dæmi þennan strák ekki fyrr en hann fær séns í liði þar sem er einhver holning af viti og MIKLU BETRA cover fyrir hann varnarlega frá öðrum stöðum á vellinum.

Kristján Atli
1. Emre Can.
2. Adam Lallana.
3. Ég get ekki með góðri samvisku sett þriðja nafnið hérna. Og mér líður illa yfir að tilnefna fyrstu tvo.

Maggi
1. Emre Can
2. Adam Lallana
3. Sorry…ekki fleiri sem koma til greina.

SSteinn
1. Emre Can
2. Adam Lallana
3. Lazar Markovic (framtíðar potential)

Óli Haukur
1. Emre Can – Eini leikmaðurinn sem náði kannski að uppfylla þær væntingar sem gerðar voru til hans. Kom fremur seint af alvöru í liðið en festi sig vel í sesi í þriggja manna varnarlínu liðsins.
2. Adam Lallana – Var afar óheppinn að meiðast á undirbúningstímabilinu og fékk ekki tíma til að fóta sig í liðinu og komast í stand fyrir mótið. Var alltaf einhvern veginn í eltingaleik við að ná hinum og óþarflega mörg meiðsli hömluðu honum. Hann telur þetta vonbrigða tímabil sem það kannski er en hann var þó allavega einn fárra leikmanna Liverpool sem gat komið boltanum oftar í netið en einu sinni!
3. Alberto Moreno – Hefur átt sín ups and downs í vetur. Er ungur og með margt sem hann getur byggt á.

Eyþór
Get í alvöru ekki valið neitt af kaupum ársins sem bestu leikmannakaupin. Öll kaupin, allt frá Lambart, lánið á Manquillo til Balotelli og Lallana voru hrikaleg vonbrigði.

Einar Örn
1. Lallana. Ef hann hefði ekki meiðst svona oft hefði hann verið lykilmaður í liðinu.
2. Emre Can. Ef hann er spilaður í sinni stöðu getur hann orðið verulega góður

Mestar framfarir á tímabilinu
Babú
Þetta var auðveldara í fyrra.
1. Mignolet. Þetta var reyndar ekki flókið.
2. Jordon Ibe. Virðumst vera að fá alvöru góðan mann úr akademíunni, engu minna efni en Sterling og þarf eins og hann að spila hlutverk sem nær því mesta út úr honum.
3. Henderson. Hann er að stíga upp milli tímabila sóknarlega. Þrátt fyrir að liðið hafi verið steingelt fram á við í vetur m.v. síðasta tímabil er Henderson að bæði skora fleiri mörk í vetur (6) og átti líka rúmlega helmingi fleiri stoðsendingar í vetur (7). Hugsið ykkur hversu mikið hann hefði bætt sig með alvöru sóknarlínu.

Kristján Atli
1. Jordan Henderson.
2. Phil Coutinho.
3. Simon Mignolet.

Maggi
1. Jordan Ibe
2. Philippe Coutinho
3. Simon Mignolet

SSteinn
1. Jordon Ibe
2. Allir aðrir tóku skref tilbaka

Óli Haukur
1. Coutinho – Var virkilega góður í fyrra en hefur tekið skrefið upp í vetur að mínu mati og er orðinn mikilvægasti leikmaður liðsins. Virðist hafa unnið í skottækninni á leiktíðinni sem gerir hann að enn hættulegri leikmanni en í fyrra.
2. Simon Mignolet – var upp og ofan á síðustu leiktíð, byrjaði leiktíðina skelfilega í ár en náði að snúa þessu algjörlega við og var mjög góður eftir áramót. Fór að spila með miklu meira öryggi sem gerði hann mikið betri.
3. Jordan Henderson – Bætingin innan vallar hefur ekki verið það gífurleg en hann virðist hafa fullorðnast mikið í vetur og er að verða stór karakter í liðinu – enda ekki skrítið þar sem tippað er á að hann verði fyrirliði Liverpool á næstu leiktíð.

Eyþór
1.Mignolet – var einn af okkar slakari leikmönnum í fyrra, fór svo niður um level í upphafi tímabils en kom svo til baka og var frábær des-mars. Líklega okkar besti maður á því tímabili.

Ekki hægt að velja fleiri – Allir voru slakari í ár en í fyrra. Allen, Henderson, Skrtel og svo voru Flanagan og Sturridge nánast ekki með.

Einar Örn
1. Mignolet

Besti leikur ársins

Babú
Gat einn flokkur breyst mikið meira milli ára?
1. Tottenham úti 0-3 (í ágúst). Þetta lið var greinilega ekki búið og Balotelli var kannski bara góð áhætta.
2. Man City 3-2. Alvöru prófsteinn á liðið á góðum kafla og rosalega góður sigur, þarna vorum við á beinni leið í topp 4.
3. Tottenham heima 3-2. Þetta var ekki einu sinni það góður sigur en sóknarleikurinn (og vörnin) minnti örlítið á tímabilið á undan.

Kristján Atli
1. 3-0 away gegn Spurs í ágúst. Bjartsýnin, maður, bjartsýnin.
2. 2-1 heima gegn City. Það er vonin sem drepur þig.
3. 3-2 heima gegn Spurs. Eina skiptið í vetur sem Balotelli gladdi mig. Eina.

Maggi
1. Liverpool – Man City = 2-1
2. Liverpool – Tottenham = 3-2
3. Detta ekki fleiri góðir í hug

SSteinn
1. Spurs úti (0-3)
2. Swansea heima (4-1)
3. Spurs heima (3-2)

Óli Haukur
1. Útileikurinn gegn Spurs. Vorum góðir, unnum 3-0 og hefðum getað unnið stærra. Allt lék í lyndi!
2. 4-1 leikur gegn Swansea á Anfield – Einn af fáu virkilega góðu leikjum Liverpool á leiktíðinni, heildarframmistaða liðsins nokkuð góð og liðið skoraði slatta af mörkum.
3. 0-0 jafntefli við Real á Bernabeu – á afar umdeildan hátt stillti Rodgers upp “varaliði” í útileik gegn Real Madrid í Meistaradeildinni. Það lið spilaði margfalt betur en “aðalliðið” gerði á Anfield í fyrri leik liðana.

Eyþór
1. Man City 2-1. Frábær sigur á besta kafla tímabilsins. Gaf okkur von.
2.Tottenham 0-3. Snemma á tímabilinu. Gaf manni von um að Balotelli kaupin myndu heppnast og liðið myndi halda svipuðum gengi án Suarez.
3.Tottenham 3-2. Frábær skemmtun, mikilvæg 3 stig.

Einar Örn
1. Sigurinn á City á Anfield
2. Sigurinn á Tottenham á Anfield og Balotelli með sigurmark. Ótrúlega skemmtileg kvöldstund
3. Einvígið við Chelsea í deildarbikarnum.

Versti leikur ársins

Babú
1. Basel 1-1. Þessi leikur öfugt við Stoke skipti rosalegu máli og var hreinn úrslitaleikur á heimavelli gegn Basel. Versta skita Rodgers á öllu þessu tímabili by very far og það var strax komið brúnt í brók klukkutíma fyrir leik er byrjunarliðið var opinberað.
2. Stoke úti 6-1. Liverpool bara tapar ekki svona, það er ekki í boði. Við höfum (flest) aldrei upplifað annað eins á ævinni hjá Liverpool. Ofan á það var þetta í kveðjuleik Gerrard og lokaleik tímabilsins, við förum inn í sumarið með 6-1 tap GEGN STOKE!
3. Man Utd heima í mars 1-2. Ég hafði enga trú á liðinu fyrir þennan leik en þarna var Liverpool búið að vera á góðu skriði og fékk nánast hreinan úrslitaleik gegn United upp á framhaldið og baráttu um Meistaradeildarsæti. Innkoma Gerrard í þennan mikilvæga leik var hans versta á ferlinum og súmmar hans tímabil líklega vel upp.

Kristján Atli
1. Stoke 6-1.
2. Arsenal 4-1.
3. United 2-1 á Anfield.
Má ég tilnefna svona tólf leiki í viðbót?

Maggi
1. Stoke 6 – Liverpool 1
2. Aston Villa 2 – Liverpool 1
3. Liverpool 1 – Basel 1

SSteinn
1. Stoke úti
2. Aston Villa á Wembley
3. Crystal Palace heima

Óli Haukur
1. Niðurlægingin gegn Stoke. Stoke skoraði sex mörk, voru fimm mörkum yfir í hálfleik. Þarf að segja meira.
2. Leikirnir við Basel í Meistaradeildinni og gegn Aston Villa í undanúrslitum FA bikarsins. Andleysi, ráðaleysi og aumingjaskapur í mikilvægum leikjum. Oj bara, þetta var svo lélegt.
3. Arsenal 4-1. Liverpool byrjaði betur en fékk á sig mark og lagðist niður og drapst. Ömurleg frammistaða

Eyþór
1. Stoke 1-6
2. Crystal Palace 1-3
3.Arsenal 1-4

Einar Örn
1. Tapið gegn United á Anfield. Sá leikur rústaði þessu tímabili
2. Tapið gegn Villa í bikarnum.
3. Arsenal tapið á Emirates

Bjartasta vonin (utan augljósra byrjunarliðsmanna)

Babú
1. Harry Wilson. Hvað mest spennandi af þeim sem ekki hafa brotið sér leið inn í aðalliðið í vetur. Enn mjög ungur en fær líklega mínútur á næsta tímabili og í sumar.
2. Jordan Rossiter. Hrikalega vond tímasetning á hans meiðslum því hann var að spila vel í vetur og er mikilsmetin innan félagsins.
3. Jerome Sinclair. Vonandi nýr meðlimur í gegni Sterling, Ibe og Sturridge sem er í sama gæðaflokki. Ojo verður svo driver fyrir þá næsta vetur.

Kristján Atli
1. Jordon Ibe.
2. Lazar Markovic. Ef hann er þarna ennþá í ágúst.
3. Divock Origi.

Maggi
1. Sheyi Ojo
2. Jerome Sinclair
3. Jordan Rossiter

SSteinn
1. Jordon Ibe
2. Jerome Sinclair
3. Jordan Rossiter

Óli Haukur
1. Jordon Ibe. Ætla ekki að telja hann sem augljósan byrjunarliðsmann. Hann er hrikalega spennandi, er farinn að spila reglulega með aðalliðinu og verður afar spennandi að fylgjast með honum á næstu árum.
2. Divock Origi. Það hafði heyrst eitthvað smá af því að Liverpool væri að reyna að fá þennan strák fyrir HM í fyrra svo maður fór að fylgjast með honum og var ekki svikinn. Hrár en hrikalega flottur ungur leikmaður sem ég hlakka mikið til að sjá í liðinu á næstu leiktíð.
3. Shey Ojo/Harry Wilson. Það eru mikið af efnilegum leikmönnum í liði Liverpool sem gætu náð langt. Ég held ég sé einna spenntastur fyrir Sheyi Ojo og Harry Wilson.

Eyþór
1. Ibe
2. Can – held að hann eigi mikið inni…. í sinni réttu stöðu.
3. Sinclair

Einar Örn
1. Ibe

Mestu vonbrigðin (Leikmaður/Leikmannakaup)

Babú
1. Rickie Lambert. Eftir á að hyggja þá fór hann svo í taugarnar á mér inná vellinum að ég set hann ofar en Balotelli. Kaup á Lambert sem þriðja kosti gáfu líka bara kolröng skilaboð loksins þegar félagið komst í Meistaradeildina. Þriðji kostur þegar Sturridge er einn af þessum fyrir framan þarf að vera miklu betri en Lambert og metnaður félagsins þarf að vera mikið meiri. Hann er Europa Leauge í besta falli, ALDREI Champions League.
2. Mario Balotelli. Mestu vonbrigðin eru auðvitað að missa af Sanchez en að panic enda á Balotelli í staðin er ömurlegt og klár brottrekstrarsök þeirra sem báru ábyrgð á þessum innkaupum. Er ekki að tala um Rodgers þarna enda ekki hann sem er allt árið að skoða markaðinn og finna út hvað er í boði. Er skátastarfið fær ekkert gáfulegra út fyrir Suarez en Lambert og Balotelli þarf augljóslega nýjan skátahöfðingja.
Málið með þá báða var svo aðallega það að þeir gátu ekki verið mikið meiri andstaða þess sem vantaði og var verið að leita að í sóknina.
3. Sturridge. Auðvitað ekki beint við hann að sakast en það að hann hafi meiðst allt tímabilið kostaði okkur klárlega sæti í Meistaradeildinni sem og betri árangur í öðrum keppnum. Líklega hefur félagið sjaldan mátt eins illa við meiðslum hjá aðal sóknarmanninum sínum.

Kristján Atli
1. LEIKMANNAKAUPIN. Þvílík erkiskita, ca. þriðja sumarið í röð.
2. Rodgers. Hann virðist hafa misst trúna á öllu sem gerði hann og liðið hans farsælt í fyrra. Gríðarleg vonbrigði.
3. Raheem Sterling. Pappakassi, þegar maður vonaðist eftir meiru.

Maggi
1. Dejan Lovren
2. Alberto Moreno
3. Mario Balotelli

SSteinn
1. Dejan Lovren
2. Raheem Sterling
3. Mario Balotelli

Óli Haukur
1. Mario Balotelli. Það er eitt að skora lítið en að spila af svona miklu áhugaleysi var fyrir neðan allar hellur. Hann fékk frábært tækifæri en gjörsamlega klúðraði því, kemur mér afar mikið á óvart ef hann hefur ekki spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool.
2. Daniel Sturridge. Kannski ekki hægt að skella því á hann en það eru gífurleg vonbrigði að hann tók þátt í svona fáum leikjum í vetur. Er gífurlega mikilvægur hlekkur í liðinu og liðið sárþurfti á kröftum hans að halda.
3. Raheem Sterling. Byrjaði af miklum krafti og spilaði nokkuð vel yfir leiktíðina en hvernig höfuð hans virðist hafa verið snúið frá Liverpool sýndi sig í frammistöðum hans þegar leið á leiktíðina. Nú vill hann fara og það veldur mér miklum vonbrigðum.

Eyþór
1. Sturridge – getur aldrei orðið stiker nr 1. Verður lúxusleikmaður hér eftir. Verður að vera með öðrum svipuðum/betri sem getur leyst hann af í sínum árlegu meiðslum.
2. Henderson – Eins og hann var frábær í fyrra og byrjaði tímabilið. Þá hefur hann ekki fyllt því eftir að mínu mati. Okkur vantaði leiðtoga og kraft. Hann steig ekki upp frekar en aðrir. Á móti kemur að allir í kringum hann voru slakir og honum oft spilað úr stöðu hægra meginn.
3.Sterling – samningamálin búin að vera í umfjöllin síðan 2014. Hefur átt örfáa góða leiki og ekkert getað síðan hann taldi sig of góðan fyrir LFC.

Einar Örn
1. Moreno (þó ég hafi áfram smá trú á honum.
2. Markovic (fékk rosalega lítið af tækifærum)
3. Balotelli (sama og Markovic)

Mestu vonbrigðin almennt

Babú
1. Allt sem tengist Meistaradeildinni. Bæði að komast ekki í hana að ári og auðvitað frammistaða félagsins í þessari keppni í vetur. Til skammar fyrir félagið og okkar versta frá upphafi líklega.
2. Hringl og hugmyndaleysi Rodgers með liðið. Allt of margir eru að spila hlutverk sem hentar þeim illa og enginn nær að sýna sínar bestu hliðar. Upplegg og leikkerfi sannfæara engan og það er eitthvað mikið bilað í undirbúningi leiksins ef það þarf að skipa um kerfi í miðjum leik í hverjum leik, jafnvel oft þar sem sami leikmaður er að spila 3-4 stöður í sama leiknum.
3. Lokatímabil Steven Gerrard. Neistinn virtist vera farinn eftir síðasta tímabil. Hann spilaði allt of mikið í stöðu sem hentaði honum ekki og liðinu alls ekki. Innkoman gegn United og lokaleikurinn, úff. Bara nefnið það, þetta gat ekkert verið neitt meira brutal og þegar hans ferill verður gerður upp um ókomin ár verður þetta tímabil ekki talið með.

Kristján Atli
1. Meistaradeildin.
2. Að gefa United 4. sætið.
3. Ömurleg frammistaða gegn liðunum í bottom 10 deildarinnar.

Maggi
1. Ömurleg frammistaða í meistaradeild
2. Lokakaflinn í deildarkeppninni
3. Andlaust tap fyrir Aston Villa

SSteinn
1. Brendan Rodgers og hans cluelessness
2. Raheem Sterling og umbinn hans
3. Daniel Sturridge og meiðslin hans

Óli Haukur
1. Andleysið, ráðaleysið og uppgjöfin í of mörgum leikjum í vetur
2. Framlína Liverpool skoraði átta deildarmörk samanlagt. Átta! Það er minna en Gerrard skoraði og einu meira en það sem Sterling skoraði. Skelfilegt! 50 færri mörk en á síðustu leiktíð, je minn eini…
3. Ömurlegt gengi Liverpool í Evrópukeppnunum.

Eyþór
1. Leikmannaglugginn 2014. Ekki ein kaup voru góð. Ekki einu sinni sæmileg.
2. Lykilleikmenn fjarverandi. Hvort sem það var vegna meiðsla eða bara ekki nægilega góðir. Stigu ekki upp. Urðu sér til skammar undir lokin.
3.Rodgers. Of seinn að skipta um kerfi í upphafi leiktíðar. Hékk of lengi í kerfinu eftir að það var lesið. Spilaði leikmönnum úr stöðu allt tímabilið og valdi oft, að mínu mati, ranga leikmenn í liðið.

Einar Örn
1. Frammistaða Rodgers eftir Swansea leikinn. Allt virtist tilviljanakennt og Rodgers gat ekki gefið liðinu strúktúr eða sjálfstraust.
2. Lenda fyrir neðan Man U
3. Meistaradeildin

Hvaða einkunn fær Brendan Rodgers eftir þetta tímabil?

Babú
3,8 en ég hef ennþá alveg trú á að hann nái upptökuprófinu fái hann betri glósur og gögn, það er efni í aðra færslu. Byrjun tímabilsins var sú versta hjá Liverpool í 50 ár og þetta endaði á 6-1 tapi gegn Stoke. Liverpool vann einn Evrópuleik í vetur, einn. Hann ber sína ábyrgð á leikmannakaupunum og eru Southamton mennirnir sagðir vera hans ósk.
Kafli um mitt tímabilið sýnir að hann getur alveg gert betur. Þá leiki sem Sturridge spilaði var PPG 2,15 (12 leikir) og enginn af þeim gegn liði sem endaði neðar en 12.sæti. Það þrátt fyrir að hann væri aldrei í 100% formi.

Kristján Atli
Falleinkunn, það er pottþétt. Kannski svona 3,5 af því að hann var góður 35% tímabilsins, á milli ömurlegrar byrjunar og ömurlegs enda.

Maggi
3,0

SSteinn
3,0

Óli Haukur
Ég myndi gefa honum fimmu. Kannski 4.8 sem námundast upp í fimm. Tímabilið byrjaði og endaði afar illa, honum gekk illa að finna réttu uppstillinguna og blönduna í liðinu. Hann náði svo fram frábæru gengi hjá liðinu frá desember og í mars áður en liðið hreinlega lagðist niður og drapst. Vandamálin liggja ekki öll hans megin og að mínu mati vorum við kannski 5-10 fleiri leikjum Sturridge frá því að ná 4.sætinu.

Eyþór
Erfitt að gefa einkunn. Uppbygging klúbbins ekki nægilega gegnsæ. Ef hann ber mikla ábyrg á kaupum sumarsins þá gæti hann fengið tvist. Gef honum fjóra, honum er vorkunn af framherjaleysi allt tímabilið. En þetta var svo rosalega fyrirsjáanlegt að allir sófaspekingar á litla Íslandi sáu þetta fyrir.

Einar Örn
5,0

Álit þitt á FSG í dag?

Babú
Fréttir af FFP hræða mig smá enda það stór partur af ástæðu þess að þeir keyptu félagið og grundvöllur fyrir því að hægt væri að keppa á semi jafnréttisgrundvelli með því að láta rekstur félagsins standa undir sér.
Ég er ennþá á því að Liverpool sé með góða eigendur og ég sé enga aðra í EPL sem ég myndi frekar vilja hafa. Tek Chelsea og City út fyrir sviga enda hálfgerð svindllið og tekur því ekki að væla um að fá svoleiðis eigendur. Fór nýlega yfir þá hér.

Kristján Atli
Þeir verða að sýna meira. Ég fylgist grannt með þeim í sumar.

Maggi
Hef ekki trú á að þeir viti hvað þarf til að ná árangri í evrópskum fótbolta inni á vellinum en góðir bisnesmenn utan hans.

SSteinn
Sama og áður, minnst við þá að sakast þennan veturinn. Þurfa þó að sýna sig vel og sanna að þeir geti tekið erfiðar og mikilvægar ákvarðanir.

Óli Haukur
Ég veit ekki hvort álit mitt á FSG hafi breyst sem slíkt. Ég er enn nokkuð meðfylgjandi þeirri stefnu sem þeir vilja byggja félagið upp en er alveg klárlega á því að þeir megi og eigi að endurskoða ákveðna þætti innan félagsins sem betur mega fara.

Ég myndi endilega vilja sjá þá ögn virkari hjá félaginu. Láta oftar sjá sig á leikjum og sanna að þeir hafi áhuga á félaginu og séu enn 100% á bakvið það – sérstaklega þegar staðan er eins og hún er.

Eyþór
Áhugaleysi og ætla sér að selja? Ráða ekki lykilmenn og vinna eftir gallaðri stefnu. Klúbburinn er samt á mun betri stað fjárhags- og markaðslega séð en þegar þeir keyptu hann. Myndi gefa þeim sexu.

Einar Örn
Allt í lagi. Ég trúi því enn að þeir séu að gera rétta hluti með því að auka veltuna hjá liðinu og fókusera á að kaupa unga leikmenn. Það er það eina sem er hægt að gera í boltanum í dag að mínu mati ef maður er ekki með sykurpabba.

Hvað stóð upp úr hjá þér á kop.is?

Babú
– Góð hópferð út í október með honum Magga mínum og fleiri snillingum.
– Síðan er oftar en ekki engu síðri þegar á móti blæs hjá Liverpool umræður verið að mestu ágætar í vetur.
– Lang mest vinna hjá mér persónulega fór í Spion Kop færsluna, raunar mun meiri en nokkra aðra færslu sem ég hef skrifað og dettur mér hún fyrst í hug ef ég hugsa skrif í vetur.

Kristján Atli
Hópferðirnar eru alltaf frábærar og standa upp úr. Þá finnst mér umræðan hafa verið betri og á hærra plani í vetur en í langan tíma.

Maggi
Partýið í herberginu hjá okkur Babú á lúxushótelinu eftir sigurleikinn gegn W.B.A. – þvílíkur hattur sem kallinn var með!!!

SSteinn
Stórkostleg ferð á Liverpool QPR trónir lang hæst

Óli Haukur
Það sem stendur upp úr hjá mér á Kop.is er að ég fór í jómfrúarferð mína á Anfield í virkilega skemmtilegri hópferð á vegum síðunar. Þar fengum við afar fágætan sigurleik og ég sá Gerrard skora síðasta mark sitt á Anfield úr Kop stúkunni. Það var helvíti magnað!

Eyþór
Hlýtur að vera ferð Kop.is og sjá síðasta mark Gerrard á Anfield

Einar Örn
Podköstin voru alltaf gott pepp þegar að illa gekk í vetur. Og pistlarnir hans Babú hafa verið stórkostlegir margir hverjir


Við vorum búnir að stilla upp raunhæfu draumaliði hvers og eins en það er orðið laglega úrelt á nokkrum dögum og látum við það því eiga sig núna.

19 Comments

 1. Erum auðvitað öll farinn að horfa til næsta tímabils og brúnin aðeins farin að léttast á mönnum. Þessi þurfti þó að fara í loftið einhverntíma en eins og kemur þarna fram þá kláruðum við þetta strax eftir tímabilið, færslan er bara að koma inn núna.

  Endilega gerið ykkar eigin uppgjör með þessum spurningalista

  Leikmaður tímabilsins 2014/15

  1.

  2.

  3.

  Bestu leikmannakaupin 2014/15

  1.

  2.

  3.

  Mestar framfarir á tímabilinu

  1.

  2.

  3.

  Besti leikur ársins

  1.

  2.

  3.

  Versti leikur ársins

  1.

  2.

  3.

  Bjartasta vonin (utan augljósra byrjunarliðsmanna)

  1.

  2.

  3.

  Mestu vonbrigðin (Leikmaður/Leikmannakaup)

  1.

  2.

  3.

  Mestu vonbrigðin almennt

  1.

  2.

  3.

  Hvaða einkunn fær Brendan Rodgers eftir þetta tímabil?

  Álit þitt á FSG í dag?

  Hvað stóð upp úr hjá þér á kop.is? (Færsla, ferð, hittingur, ummæli o.s.frv.)

  Raunhæft draumabyrjunarlið í fyrsta leik næsta timabils

 2. Horfið líka grimmt til næsta tímabils, farnir að gera það upp 🙂

 3. Leikmaður tímabilsins 2014/15

  1. Mignolet

  2. Henderson

  3. Skrtel

  Bestu leikmannakaupin 2014/15

  1. Emre Can

  2. Lallana

  3. Markovic (hef trú á drengnum)

  Mestar framfarir á tímabilinu

  1. Mignolet

  2. Coutinho

  3. Henderson

  Finnst mjög erfitt að skrifa um framfarir. Mér fannst fáir taka einhverjar framfarir og verða betri leikmenn en tímabilið 13/14.

  Besti leikur ársins

  1. Tottenham úti, 0-3. Þarna var bjartsýnin ríkjandi og ég var viss um að Moreno væri kominn til að rústa þessari deild. Í kjölfarið komu nokkur mistök sem gríttu mér á jörðina hvað það varðar.

  2. City heima, 3-2. Þarna var ég viss um að sigurganga Liverpool væri komin til að vera. Fjórða sætið var í augnsýn og frábært mark Coutinho toppaði daginn.

  3. Tottenham heima 3-2. Aftur var ég viss um að mark Balo myndi kveikja aðeins neista þar og við myndum kannski fara sjá hann fá nokkra leiki. En mikilvægur og flottur sigur.

  Versti leikur ársins

  1. 6-1 tapið gegn Stoke var algjör niðurlæging og gjaldþrot! Síðasti leikur Gerrard í treyju Liverpool og leikmenn launuðu honum með slíkri frammistöðu. Einnig gegn Stoke!! Algjört grín og setur mikla pressu á Brendan Rodgers í fyrsta leik tímabilsins.

  2. 1-2 tapið heima gegn United. Ég vil ekki tala meira um þennan leik. Mörkin hans Mata, rauða spjaldið … nei takk.

  3. 4-1 tapið úti gegn Arsenal. Þarna undirstrikaði Arsenal að þeir tóku framfarir frá síðasta tíambili en við tökum mörg skref aftur. Voru einfaldlega klassa ofar.

  Bjartasta vonin (utan augljósra byrjunarliðsmanna)

  1. Ibe er augljósasta valið hérna. Hann getur orðið jafn góður og Sterling ef hann spilar þetta rétt. Vonandi að hausinn á honum sé þó á betri stað og umboðsmaðurinn hans sé ekki naðra.

  2. Jerome Sinclair. Þeir fáu leikir sem ég sá með U-21 liðinu þá var þessi drengur yfirleitt mjög flottur. Hæfileikar til staðar, klárlega. Hinsvegar er of auðvelt að klúðra alveg þessum hæfileikum og taka aldrei næsta skref. Við sjáum yfirleitt 14 af hverjum 15 efnilegum fara í þá átt og enda hjá liðum eins og Hartlepool.

  3. Sheyi Ojo

  Mestu vonbrigðin (Leikmaður/Leikmannakaup)

  1. Balotelli. Ég var að vonast til þess að Rodgers gæti haldið stælum hans niðri og að hann myndi jafnvel ná því besta úr honum. Samband þeirra tveggja virðist hinsvegar langt frá því að vera gott og Balo heldur áfram að senda heimskuleg video á Instagram og Facebook um það hvað allir eru á móti honum. Mikil vonbrigði.

  2. Lambert. Ef þú ert jafn harður Liverpool maður og raun ber vitni og hefur varla getuna til að spila knattspyrnu, þá áttu allavega að geta barist 120% í alla bolta, tæklingar o.s.frv. Þegar hann var inná gerðist fátt og hann lagði sig að mér fannst ekki eins mikið fram og þeir sem spila með Liverpool hjarta.

  3. Lovren. Ég veit ekki með Lovren. Eitthvað segir mér að hann geti orðið algjör klettur í vörninni en það er eins og hann þurfi bara örlítið af leikskilning til þess. Hvort BR geti kennt honum leikinn betur veit ég ekki. Vörnin hefur aldrei verið BR sterka hlið.

  Mestu vonbrigðin almennt

  1. Andleysið. Í alltof mörgum leikjum vantaði upp á baráttuna. Ég gleymi seint leiknum gegn City 13/14 tímabilið sem við unnum vegna þess að við vildum það meira. Í ár vildi hitt liðið í flestum tilfellum sigurinn meira en við. Það eru mikil vonbrigði.

  2. Brendan Rodgers og hans klisjur. Ég held að þessi ágæti þjálfari okkar ætti að hætta tjá sig í fjölmiðlum. Síðan hann kom hefur hann talað um hina og þessa hluti sem skipta gífurlegu máli en hefur svo farið bakvið margt eða látið troða sokk upp í sig.

  Í þáttunum Being Liverpool talar hann um mikil fjölskyldunnar. Nokkra seinna skilur hann við konuna sína.
  Hann talaði reglulega um Death of Football og mikilvægi þess að halda boltanum. Ég man ekki eftir því að við höfum spilað Tiki-Taka bolta þetta tímabil.
  Þegar Spurs selur Bale talar BR um að ef þú getur eytt 100m punda eigir þú ekki að geta klúðrað því að lenda í top4. Hmm.
  Hann talar oft um að liðið spili virkilega vel þegar meiri segja 4 ára stelpa mín hlær af spilamennskunni.

  3. Meistaradeildin. Ég átti ekki von á miklu þar svo sem en það að Basel hafi reynst of sterkur biti fyrir okkur er mikið áhyggjuefni. Svo höfðum við tækifæri til að sýna að það hafi hreinlega verið slys þegar við féllum í Evrópudeildina, rétt eins og Chelsea gerði. En þar vorum við yfirspilaðir líka.

  Hvaða einkunn fær Brendan Rodgers eftir þetta tímabil?

  Hann fær ekki meira en svona 4. Hann fær smá credit fyrir litla runnið sem við fórum á. Allt annað var klúður. Meistaradeildin, framherjaleysið, spila efnilegasta DM úr stöðu í heilt tímabil, leikmannagluggarnir …

  Álit þitt á FSG í dag?

  Hefur lítið breyst. Ég skil ekki alveg hvað menn vilja meira. Þeir leyfa BR að eyða peningum eins og fjárhagur leyfir. BR klúðrar þeim kaupum bara. Þeir hafa aukið tekjur félagsins mikið og undir þeirra stjórn erum við loksins að skila hagnaði. Undir þeim erum við loksins byrjaðir að stækka völlinn. Þar sem þeir eru ekki sykurpabbar megum við alveg búast við því að það taki þá ca. 10 ár að koma klúbbnum á þann stall að þeir geti tekið næsta skref. Þeir eru að búa til strúktúr, ný gildi í peningastefnum, stækka markhópinn og fleira. Þegar þeim hefur tekist þetta gæti ég trúað að þeir muni taka næsta skref.

  Kannski hef ég rangt fyrir mér þarna.

  Hvað stóð upp úr hjá þér á kop.is? (Færsla, ferð, hittingur, ummæli o.s.frv.)

  Bara hvað þið haldið áfram að standa ykkur virkilega vel þrátt fyrir að móti blási. Sjálfur hætti ég að koma hingað í smá stund eftir töpin gegn United og Arsenal þar sem umræðan vill oft verða þannig að hausar eigi að fjúka og menn eigi að hunskast burtu. En þið sem haldið utan um þessa síðu standið ykkar vakt eins og sannir öðlingar.

  Raunhæft draumabyrjunarlið í fyrsta leik næsta timabils

  ——– Mignolet ———-
  —– Skrtel — Sakho —–
  Clyne —-Can — Moreno
  ——- Henderson——–
  Milner – Coutinho – Firmino
  ———– Origi ————-

  Subs: Bogdan, Lovren, Wisdom, Lucas, Ibe, Ings, Lallana

  Aðrir sem gætu komið inn: Markovic, Allen, Toure.
  Kaupum vonandi e-ð powerhouse á toppinn sem gæti mögulega byrjað í stað Origi.

  Gef mér að við seljum/losum okkur við: Sterling, Balotelli, Lambert, Borini, Enrique, Alberto, Coates, Manquillo.

  Þetta verður vonandi betra season en til þá segi ég bara.

  ÁFRAM KA! #pepsi16

 4. Leikmaður tímabilsins 2014/15
  1.Coutinho, þótt hann væri mistækur
  2.Henderson, þótt hann væri mistækur
  3.Skrtel, þótt hann væri mistækur
  Bestu leikmannakaupin 2014/15
  1.Can
  2.Lallana
  3.Lambert – Ekki góður, en ódýrustu kaupin 2014 og reyndi allavega að standa sig.
  Mestar framfarir á tímabilinu
  1.Can
  2. Mignolet, fyrir að rífa sig upp af rassgatinu
  3.Ibe
  Besti leikur ársins
  1.Liverpool – Tottenham 3:2
  2.Liverpool – Manchester City 2:1
  3.Liverpool – Middlesbrough 14:13
  Versti leikur ársins
  1.Stoke – Liverpool – Augljóslega
  2. Besiktas – Liverpool
  3. Liverpool – Aston Villa
  Bjartasta vonin (utan augljósra byrjunarliðsmanna)
  1.Ibe
  2.Sinclair
  3.Rossiter
  Mestu vonbrigðin (Leikmaður/Leikmannakaup)
  1.Balotelli, fyrir allan pakkann
  2.Lovren, fórnarlamb aðstæðna?
  3.$terling, pappakassi
  Mestu vonbrigðin almennt
  1.Meistaradeildin, engin spurning
  2.Rodgers – Virðist stundum kasta upp á það hverjir spila, og hvar.
  3.Engin pressa – þ.e.a.s. eftir að Suarez fór virðist liðið ekki getað pressað andstæðinginn.
  4.Enginn foringi í liðinu
  Hvaða einkunn fær Brendan Rodgers eftir þetta tímabil?
  4,5 (Hluti af því vegna góðs tímabils á undan)
  Álit þitt á FSG í dag?
  Ef við fáum ekki viðbjóðslega ríkan eiganda, þá er FSG nálægt því að vera eins gott og við
  getum búist við. Klúbburinn virðist allavega vera mjög vel rekinn núna, og það er ekki sjálfgefið.
  Hvað stóð upp úr hjá þér á kop.is?
  Öll hlaðvörpin, snilld.
  (Utan Kop.is: Feðgaferð á Liverpool – Manchester City, fyrsta ferð sonarins og hittum
  Terry McDermott)
  Raunhæft draumabyrjunarlið í fyrsta leik næsta timabils
  Mignolet
  Clyne-Skrtel-Sakho-Moreno
  Millner- Can-Henderson
  Coutinho -Firmino
  Ings (Hef tröllatrú á honum… en vil betri leikmann)

 5. Leikmaður tímabilsins 2014/15
  1.Coutinho – langfyrsta sæti
  2.Skrtel – fannst stundum við vera spila með 1 í vörn
  3.Henderson – duracell kanínan var fínn

  Bestu leikmannakaupin 2014/15
  1.Can – Góður leikmaður
  2.Lallana – dýr en líka góður leikmaður, verður ábyggilega betri
  3.Moreno – mistækur en fínasti leikmaður

  Mestar framfarir á tímabilinu
  1.Ibe – farinn að banka á A-liðið, getur hann spilað stræker nokkuð?
  2. Held að enginn annar hafi tekið framförum

  Besti leikur ársins
  1.Liverpool – Tottenham 3-0
  2.Liverpool – Manchester City 2:1
  3.Liverpool – Swansea 4-1

  Versti leikur ársins
  1. Basel – þetta lið er the boogey man
  2. Tapa fyrir United
  3. Liverpool – Aston Villa FA Cup, þarna var botninum náð held ég

  Bjartasta vonin (utan augljósra byrjunarliðsmanna)
  1.Ibe – þessi lítur mjög vel út vægast sagt
  2.Ilori – hef trú á þessum
  3.Markovic – kemst vonandi í gang

  Mestu vonbrigðin (Leikmaður/Leikmannakaup)
  1.Balotelli – helmingur kommenta minna var fjarlægður um þennan leikmann hehe
  2.Lovren – sennilega verstu staðsetningar sem ég hef séð
  3.$terling – besti leikmaðurinn fyrstu mánuðina henti inn handklæðinu, vertu blessaður!

  Mestu vonbrigðin almennt
  1.Sturridge meiddist og tímabilið var bara orðið vonlaust í október pfffffffffffff
  2.Bara almennt hvað liðið var ömurlegt
  3.Endirinn á tímabilinu – liðið náði að rétta úr kútnum bara til að klúðra þessu aftur.

  Hvaða einkunn fær Brendan Rodgers eftir þetta tímabil?
  5 rétt sleppur við fall, hann var í ruglinu mest allt tímabilið

  Álit þitt á FSG í dag?
  Mjög ánægður með þá, það eru góðir hlutir að gerast á Anfield þótt liðið hafi oft verið betra

  Hvað stóð upp úr hjá þér á kop.is?
  Ég náði að hætta blóta Balotelli, Rodgers og fleirum.

  Raunhæft draumabyrjunarlið í fyrsta leik næsta timabils
  Mignolet
  Clyne-Skrtel-Sakho-Moreno
  Millner-Henderson
  Lallana – Coutinho -Firmino
  Benteke (Held við endum með þennan leikmann)

 6. Sorry, en eftir jákvæðar fréttir af leikmannakaupum síðustu daga þá einhvern veginn finnst mér óþægilegt að rifja upp þetta hræðilega tímabil. Getum við ekki bara gleymt því? 🙂

 7. Nennir einhver stjórnandanna að loka þessu italics tagi sem er einhversstaðar opnað en lokast hvergi? Það virðist allt vera í italics sem kemur á eftir “Leikmaður ársins” blokkinni efst í pistlinum.

 8. #6 Held einmitt að byrjunarliðið okkar í fyrsta leik verði akkúrat svona, og það er feiknar sterkt að mínu mati. Getur vel barist um topp 4.

 9. ?Raunhæft draumabyrjunarlið í fyrsta leik næsta timabils

  Mignolet
  Clyne Sakho- Skrtel – Moreno
  – Can –
  Henderson – Milner
  Coutinho – Firmino
  Sturridge (eða topp framherji sem á eftir að kaupa )

  Bekkur: Lovren,Ibe, Lucas, Marcovic, Lallana, Ings,Toure,

  Á blaðinu er hópurinn og liðið skuggalega sterkt, raunar svo svakalega sterkt að þeir eru farnir að minna á breidd topp 4 liða á Bretlandi. Valinn maður í hverju rúmi og ef það bætast 1-3 toppleikmenn til viðbótar við þennan hóp þá er ég farinn að hlakka hressilega til að sjá mína menn mæta Stoke í fyrsta leik tímabilsins.
  Eins og við vitum öll, þá er mjög erfitt að sjá hvernig menn standa sig í nýjum klúbbi og því býst ég ekki við allt of miklu – en vona að við sleppum í gegnum fyrstu 14 leikina á góðum stað í töflunni og með fín úrslit gegn stærstu liðunum. Ef það gerist eru góðar líkur á meistaradeildarsæti.

 10. Ég dáist að ykkur sem nennið að gera upp síðasta tímabil. Ég vil helst draga línu í sandinn og horfa á næsta tímabil. Það er bara ég.

 11. Smá off topic Brazil vs Paraguay í kvöld kl 21:30. Þá fær maður kannski að sjá Firmino. Huu-haa

 12. Leikmaður tímabilsins 2014/15

  1.Coutinho

  Bestu leikmannakaupin 2014/15

  1.Can

  Mestar framfarir á tímabilinu

  1.Ibe

  Besti leikur ársins

  1.Stoke úti(fær mann til að hugsa hvað er að)

  Versti leikur ársins

  1.Stoke úti

  Bjartasta vonin (utan augljósra byrjunarliðsmanna)

  1.Ibe

  Mestu vonbrigðin (Leikmaður/Leikmannakaup)

  1.Rogers

  Mestu vonbrigðin almennt

  1.Meðsli Flano og Sturage

  Hvaða einkunn fær Brendan Rodgers eftir þetta tímabil?
  2

 13. Samkvæmt Sky Italia er Bacca á leiðini til AC Milan, ætli það verði ekki keyrt almennilega í það að landa Benteke þá á næstu dögum.

 14. Það er hægt að horfa á Brasilía Paraguay beint á youtube,fyrir þá sem hafa áhuga á að horfa á okkar menn

 15. Leikmaður tímabilsins 2014/15

  1. Henderson – var einfaldlega oftast solid á þessu jójó tímabili

  2. Coutinho – leit frábærlega út á köflum en átti nokkra leiki sem maður sá hann ekki

  3. Mignolet – Skelfilegur í byrjun en ólíkt liðinu náði hann sér svo vel á strik( okkur vantar samt enþá sterkari markmann)

  Bestu leikmannakaupin 2014/15

  1. Lallana – Var óheppinn með meiðsli en ég hef fulla trú á þessum strák

  2. Markovitch – Þessi á eftir að verða mjög góður.

  3. Can – Ef fær að vera á miðjuni þá góður.

  Mestar framfarir á tímabilinu

  1. Ibe – kom einfaldlega sterkur inn og stimplaði sig inn sem alvöru leikmann

  2. Mignolet – Erfitt að setja hann hérna því að maður er auðvita að miða við að hann var að drulla á sig en kom svo sterkur inn

  3. Henderson – Heldur áfram að bæta sig hægt og rólega

  Besti leikur ársins

  1. Everton H 1-1 – Mér fannst liverpool liðið frábært í 90 mín í þessum leik. Voru hættulegir framávið með fullt af færum og gáfu Everton ekki eitt gott færi. Aðeins stórkostlegt mark af 35 metrunum kom í veg fyrir sigur.

  2. Man City H 2-1 Einfaldega flottur leikur

  3. Tottenham Ú 0-3 liðið leit vel út þarna.

  Versti leikur ársins

  1. Aston Villa að mæta ekki til leiks í undanúrslitum bikars er ekki hægt að afsaka

  2. Man utd 1-2 þarna fór tímabilið í vaskinn

  3. Stoke 1-6 liðið komið í sumarfrí fyrir leik

  Bjartasta vonin (utan augljósra byrjunarliðsmanna)

  1. Ibe

  2. Markovitch

  3. Can

  Mestu vonbrigðin (Leikmaður/Leikmannakaup)

  1. Sturridge – hann átti að halda þessu á floti en alltaf meiddur

  2. Lovren – Dýr miðvörður sem átti skelfilegt tímabil.

  3. Balo – Einfaldlega áhæta sem borgaði sig ekki.

  Mestu vonbrigðin almennt

  1. Meistaradeildar klúðrir

  2. Að komast ekki í úrslitaleik FA Cup

  3. Slæm byrjun

  Hvaða einkunn fær Brendan Rodgers eftir þetta tímabil?

  5 – Rodgers endaði allt í einu framherjalaus og fann eiginlega enga lausn á því allt tímabil. Hægri bakvarða staðan varð vandamál og hann var alltaf að breytta um kerfi og reyna að finna lausn og fannst manni á tímabili hann vera kominn með hana þegar liðið komst á gott run en allt fór í bull í lokinn.
  Ég vill gefa honum annað tímabil.

  Álit þitt á FSG í dag?
  Sama og sama og á morgun. Nútímafótbolti snýst 90% um penninga í dag og ef þeir eru tilbúnir að dæla þeim inn þá eru þeir að standa sig ef ekki þá þurfum við nýja eigendur.

  Hvað stóð upp úr hjá þér á kop.is? (Færsla, ferð, hittingur, ummæli o.s.frv.)
  Mér fannst umræðan í ár vera mjög neikvæð. Já gengi liðsins var mjög lélegt en skítköstinn á milli manna og neikvæðir póstur voru að drepa stemmninguna. Þetta var orðið eins og hjá liverpool.is spjallinu sem menn einfaldlega hættu að nota.

  Annars er þetta aðalumræðuvetfangur liðsins og er kominn smá ábyrgð á stjórnendur og hafa þeir verið að standa sig vel að mínu mati að koma með pistla og halda þessu gangandi. Muna bara að einblína á jákvæðar hliðarnar líka þótt að liðinu gangi ekki sem best. Þetta var ekki versta tímabil Liverpool frá upphafi en manni fannst það stundum.

  Raunhæft draumabyrjunarlið í fyrsta leik næsta timabils
  Ég stið strákana í blíðu og stríðu. Rodgers þarf að taka hrósinu og hatrinu svo að ég leyfi honum bara að velja sitt lið og ólíkt okkur þá fær hann líklega ekki draumaliðið sitt.

 16. Leikurinn sem fékk mig til að efast um Rodgers í nokkra daga var Aston Villa í bikarnum.

  Coutinho var sá leikmaður sem var eftirminnilegastur, sýndi hann á heima í þessu liði.

  Sterling vonbrigðin, efnilegasti leikmaður liðsins vill fara. FSG módelið greinilega ekki að heilla drenginn.

  Annars bara glatað tímabil og ótrúlegt hvað liðið var lengi inní keppninni um 4.sæti.

  Kop.is frábær síða.

 17. Ótrúlegt hvað Mignolet er hátt skrifaður hjá mörgum ykkar þó að hann hafi spilað nokkra góða leiki síðasta tímabil meðal skussinn á milli stanganna það er þó án efa Brendan sem eru mestu vonbrigðin og með hreinum ólikindum að hann sé en að stjórna liðinu það eitt segir mer að Kanarnir hafa ekkert vit à fótbolta

Nýtt tilboð í Nathaniel Clyne – UPPFÆRT, tilboð samþykkt!

Opinn þráður í júnílok.