Nýtt tilboð í Nathaniel Clyne – UPPFÆRT, tilboð samþykkt!

UPPFÆRT 25.6.15 kl. 10:30 (Eyþór)

Southampton hefur samkvæmt nýjustu fregnum samþykkt tilboð Liverpool í Clyne (Echo, Times ofl)! Nema eitthvað óvænt komi upp á þá ætti leikmaðurinn að verða sjöttu kaup sumarsins, og það áður en glugginn opnar formlega! Frábær kaup að mínu mati, vonum að þetta verði klárt sem allra fyrst!


Líklega eru eigendur Liverpool laglega að rugla saman Meistaradeildinni og Evrópudeildinni, núna í sumar er félagið með svipað mikil læti á markaðnum og maður var að vonast eftir síðasta sumar, en þá var keypt inn eins og verið væri að undirbúa tímabil í Evrópudeildinni. Mögulega sáu þeir þó síðasta vetur að Liverpool sendi bara ekki nógu sterkt lið til leiks (sóknarlega) og ætla ekki að endurtaka leikinn. 6-1 tap gegn Stoke dugar eitt og sér til þess að klára kaup á 5-6 leikmönnum áður en helvítis glugginn opnar. Slíkt tap (sem og tímabilið í heild) kallar á aðgerðir og það að reka stjórann er ekkert endilega eina töfralausnin þó margir sjái ekki framhjá því.

Nathaniel Clyne virðist vera næstur inn og var í dag lagt inn betrumbætt tilboð í hann skv. fjölmiðlum sem verða að teljast áreiðanlegir.

Síðasta tilboð hljóðaði upp á 10m og er tilboðið nú sagt hljóða upp á 10,5m en geti svo hækkað upp í 12,5m. Clyne vill ólmur koma til Liverpool og á bara ár eftir af samningi. Southamton eru því taldir vera líklegir til að samþykkja þetta tilboð.

Gangi þetta eftir hefur Liverpool keypt 4 leikmenn frá Southamton á 12 mánuðum fyrir 60m, leikmenn sem þeir keyptu á samtals 12m. Á móti er Liverpool að kaupa þessa menn 24, 25 og 27 ára. Þ.e.a.s. á “besta” aldri, tilbúna leikmenn. Gleymum þó ekki að Lallana er uppalinn, Clyne keyptur um tvítugt og Lambert gekk til liðs við þá í 1.deild.

Clyne ætti að vera veruleg bæting á Glen Johnson og mjög góð lausn á stöðu hægri bakvarðar. Þetta er leikmaður sem myndi líklega kosta um 20m væri hann með meira eftir að samningi. Hann er 24 ára og nú þegar kominn í landslið Englendiga.


Clyne er eitthvað sem við höfum nú vitað að væri líklegt í langan tíma og frábært ef hann nær fullu undirbúningstímabili með Liverpool. Það er þó ferð þeirra Fallows og Ayre á Copa America sem sýnir að Liverpool er að spila aðra og miklu sókndjarfari taktík á leikmannamarkaðnum í ár

Fyrir mér eru kaupin á Firmino bara svona

Skítt með Salah og Gylfa en þessi fyrrum samherji Gylfa fer í flokk með hinum sem Liverpool hefur sett sem sitt helsta skotmark og klikkað á. Umorða þetta, ég er mun meira spenntur fyrir Firmono heldur en Depay sem Liverpool “missti af” í vor. Liverpool btw. missti jafn mikið af honum og United missti af Firmono, þetta er slúðurblaða vitleysa.

Loksins sjáum við mann orðaðan við Liverpool og búið að klára dæmið á ca. viku, ef ekki minna. Allir hinir voru orðaðir sterklega við Liverpool svo vikum og mánuðum skipti en sagan endaði ALLTAF illa. Er því nema von að þessi kaup hressi mannskapinn aðeins við.


Persónulega grunar mig að þetta séu kaupin á sóknarmanninum sem vantaði í púslið en allt slúður tengt Liverpool bendir til þess að Ayre og co séu ekki hættir þarna og ætli að hjóla í Bacca eða Rondon líka. Ef það er raunin er það fræbært mál og þá líka að liðið sé með fleiri möguleika ef sá fyrsti (Benteke) klikkar. Afhverju í veröldinni var þetta svona rosalega erfitt hjá þeim í fyrra?

Ég sé ekki hvernig Bacca, Rondon eða Benteke passa í liðið og leikstíl Rodgers og væri persónulega mikið meira til í að sjá liðið landa varnartengilið núna. Það er að verða eina staðan á vellinum hjá Liverpool sem ég hef verulegar áhyggjur af. En fyrst og fremst er frábært að sjá okkar menn á markaðnum um þessar mundir og allt annað en verið hefur undanfarin ár. Þetta er svipað og þegar Comolli var að sjá um þessa hlið mála. Rodgers virðist ætla að fá nánast fullskipað lið frá fyrsta degi á undirbúningstímabilinu og það hjálpar gríðarlega mikið.


Aldur

Langar aðeins að benda á frábæra færslu sem ég sá um daginn. Hér er hægt að sjá aldursdreifinu allra liða í Úrvalsdeildinni. Það sem helst kemur fram þarna er hversu rosalega ungt lið Liverpool er og ætti að eiga meira en nóg inni.

Aldur 001 Liverpool
Hér sjáum við hversu hátt hlutfall spilaðra mínútna hjá Liverpool voru leikmenn 23 ára eða yngri eða tæplega 37%. 29 ára og eldri eru svo menn eins og Gerrard, Johnson og Toure þannig að sú súla gæti lækkað eitthvað á næsta tímabili.

Hér er meðaltalið yfir deildina.
Aldur 002 Allir

Man City er með 0,4% undir 23 ára.
Arsenal er með 13,7% undir 23 ára.
Chelsea er með 2,5% undir 23 ára.
Man Utd er með 12% undir 23 ára.

Aðeins Tottenham (23%) og Everton (25%) eru nálægt Liverpool. Þetta segir svosem ekkert en vonandi nær Liverpool að halda þessum hóp saman næstu árin og þeir þá spili sín bestu ár (23-29 ára) einnig hjá Liverpool. Það er búið er að semja við nánast alla að ég held nema auðvitað Sterling.

Þeir leikmenn sem eru að bætast við hópinn (Milner, Clyne, Firmino, Bogdan) eru svo flestir 23 ára eða eldri og með töluverða reynslu. M.ö.o. þetta Liverpool lið á meira en nóg inni.


Að lokum setti ég í gamni saman Liverpool vs Liverpool með núverandi hópi. Ég hef Clyne með og Sterling ekki með. Allen, Toure, Balotelli, Lambert og Borini komast ekki í liðið. Eins vantar alla kjúklingana þarna og því ljóst að hópur Liverpool er gríðarlega stór eins og sakir standa.

24.06.15 - Liverpool vs Liverpool
Sóknarlínan er góð hjá báðum liðum og mögulega bætist einn til viðbótar við. Can hafði ég svo fram yfir Milner í A liðinu þó það sé líklega ekki raunhæft.

Enrique var því miður til vandræða í gula liðinu og kominn vel úr stöðu er skjámyndin var tekin.

Það verður mjög fróðlegt að sjá hvernig Rodgers er að hugsa þetta, mest óttast ég að hann sé ekki búinn að gefast upp á 3-4-3 en það auðvitað kemur í ljós.

44 Comments

 1. Enrique var því miður til vandræða í gula liðinu og kominn vel úr stöðu er skjámyndin var tekin.

  Hehe djöfusins snillingur

 2. Ég hló upphátt þegar ég sá hvar Enriqur var. En annars frábært með Clyne. Þetta sumar er að byrja eins vel og ég gat leyft mer að dreyma um!

 3. Sýnir þetta ekki að það er ofmetið að lið þurfi að vera í meistaradeildinni til að kaupa topp leikmenn. Við keyptum Suarez, Sturridge, Coutinho þegar við vorum ekki í meistaradeildinni. Utd keypti menn eins og Di Maria þrátt fyrir að liðið væri ekki í meistaradeildinni og mér sýnist að við séum að kaupa töluvert sterkari leikmenn í sumar heldur en síðasta sumar þrátt fyrir að þá vorum við í meistaradeildinni.

 4. Eg spái að við spilum 3 mann miðju með Can aftast og Englendingina báða hver sínu megin.
  Kútinjó og Firmino sem tvær 10’ur með frjálst hlutverk, síðan Sturridge eða Ings á topp.

  Væri frábært að fá Clyne. Erum þá með 2 wingbacks, sem hjálpa báðum 10’unum okkar.

 5. Staðan á Enrique fékk held ég alla til þess að hlægja upphátt, alveg gargandi snild og það fyndna er að þetta er svo satt.

  Clyne verður (vonandi) vsá maður sem við höfum beðið hvað lengst eftir seinustu leikmannaglugga og verður kærkomin viðbót.

  Eins verð ég að viðurkenna fáfræði mína í garð Roberto Firmino en miðað við hvað menn segja hérna inná hlakkar mig til að sjá kauða í rauðu treyjunni.

  En á ekkert að gera í CDM stöðunni? Jú, Leiva og Can geta báðir skilað henni vel af sér en ég myndi samt vilja sjá einn topp leikmann inn í þá stöðu. Kaupa bara Marcherano aftur, Fowler hvað það væri flott (draumar, ég veit)!!!

  YNWA – In Rodgers we trust!!!

 6. Ég tek undir með Babu varðandi varnartengilið. Vissulega geta Can og Lucas leyst þá stöðu en Lucas er of oft meiddur. Á meðan hann er heill þá virðist hann nánast undantekingarlaust meiðast þegar hann er að komast í sitt besta form.
  Það er komin frekar lítil reynsla á að nota Can í þetta hlutverk þó ég sé viss um að hann geti leyst það vel. Ég er hins vegar ekki 100 % um að Rodgers sjá hann endilega í þessu hlutverki.
  Milner, Henderson og Allen gætu jafnvel værið notaðir í þetta hlutverk en það er mitt mat að þeir sómi sér betur í meira sóknarhlutverki. Það má deila um Allen en fyrir mér er hann einfaldlega ekki í Liverpool klassa.
  Mér fannst oft á tíðum vanta smá pung eða greddu á miðjuna í fyrra vetur, svo ég noti vont orðalag. Einhvern með gríðarlegan sigurvilja og einhvern sem er tilbúinn að fórna sér í almennilegar tæklingar, eins og t.d. Mascherano og Vidal.
  Ég hefði persónulega verið mjög spenntur fyrir Kondogbia en hann er farinn til Inter. Vidal og Luiz Gustavo væru einnig góðar lausnir. Það er hinsvegar rannsóknarverkefni af hverju Liverpool er ekki að reyna að fá Song á aðeins 5 milljónir punda, þeas ef slúðrið er rétt.
  Miðað við allt þá lítur amk ekki út fyrir að þessi staða sé ekki í forgangi hjá Rodgers og co.

 7. Ég skil ekki afhverju menn líta ekki á Can sem aðal kallinn í DM? Á hann ekki að vera helsta vonarstjarna hópsins og það að vera hans besta staða?

 8. Mig grunar að æstæðan fyrir því að forráðamenn Liverpool, vilja fá alla menn strax á undirbúningstímablinu er hvað leikjaprógrammið byrjar með miklum látum. Þeir vita að deildin gæti farið mjög illa ef það nást ekki viðunandi úrslit í fyrstu 10 -14 leikjunum .

  Svo myndi ég halda að þessir leikir í Evrópudeildinni kalli þessvegna á breiðari hóp en meistaradeildin, því undirbúningur fyrir næsta helgarleik er skemmri en hjá liðinum sem eru að spila í Meistaradeildinni.

  Ég hef tekið ef því að þrumugoðið Firmino hefur fælt bultu bölmóðisskýinn hérna og það er skyndilega farið að sjást til sólar. Vonandi að það fylgi fleirri kaup í kjölfarið, svo við aðhangendur séum ekki uppfullir af kvíða, fyrir öðru 6-1 tapi gegn Stoke, þegar tímabilið byrjar.

 9. Ef Kovacic kemur getur hann auðveldlega spilað DM. He transformed his game at Internazionale where he was deployed as a deep-lying playmaker. Það sem ég hef séð af honum finnst honum gaman að sækja boltann aftarlega á vellinum og sprengja upp, hann er fáranlega fljótur með bolta.

 10. #7 Ég held að menn séu almennt sammála um að Can gæti leyst þá stöðu vel en það vantar þó einhvern með honum þar sem hann getur aldrei spilað alla leiki. Svo er líka spurning um hvort Rodgers sér hann í þeirri stöðu.
  #9 Rétt ég var búinn að gleyma slúðrinu um Kovacic, hvernig var það samt hægt. Seinasta sem maður heyrði að það væri off the table. Song er mun ódýrari lausn og ég held að hann gæti gert góða hluti fyrir Liverpool.

 11. Takk Babu 🙂

  Ójá, við þurfum alvöru reynslumikið kjöt í varnarmiðjuhlutverkið. En…við þurfum líka first class striker. Sturridge er meiddur, gæti tekið tíma fyrir hann að koma sér í gírinn og hreinlega ekki hægt að treysta því að hann haldist heill. Og talandi um traust. Ég treysti ekki Balo, Borini, Lambert, Ings og Origi til að leiða framlínuna. Hef samt trú á Ings og Origi, en held þeir séu ekki klárir í það verkefni að vera first choice. Okkur vantar því annan first choice striker. Þetta er alveg crucial mál…

 12. Clyne í stað Johnson…..bæting?

  Eeeeeeeeee….JÁ!

  Frábær byrjun á sumarglugganum, sem er by the way ekki enn opnaður!

 13. Þetta virðist eiga svolítið við núna

  [img]http://giant.gfycat.com/VariableFrankJavalina.gif[/img]

 14. Hvað er að gerast!

  Hverju er búið að bæta út í vatnið hjá innkaupanefndinni og hvað er Ian Ayre búin að skella í sig mörgum dollum af Red Bull!!!

  En smá pæling…… yfir hverju er hægt að væla núna….

  Sultuslakur og fæ mér einn kaldan í kvöld………

 15. Kemur ekki á óvart að sjá Enrique þvælast þarna úti í horni og trufla Moreno!

  Ja hérna, hver var það annars sem laumaði orkudrykk í kaffið hans Ayre?

 16. NÆS!!

  Líka eitt sem er jákvætt við það að vera svona snöggir á markaðinum í ár er að það sjá allir að Liverpool meinar bissness. Þar með taldir aðrir leikmenn svo að við verðum meira spennandi kostur fyrir vikið hjá stærri nöfnum ef við ætlum að hjóla í eitt svoleiðis í sumar.

  Ég amk held það. Liverpool er meira spennandi núna með nýja spennandi leikmenn innanborðs heldur en það var í lok leiktíðar nýbúið að tapa 6-1 f. Stoke og ekki með neitt framherjaplan.

 17. Er einhver búinn að taka þessa innkaupanefnd og henda út um gluggann? Skilvirkni af áður óþekktri stærð hjá henna allavegana ef svo er ekki.

 18. Er ég farinn að lesa einhverja aðra stuðningsmannasíðu óvart? Hvað er í gangi hérna? Þetta kalla ég að læra af mistökum sínum. 6 leikmenn og þar af þrír sem fara beint í byrjunarlið. Kalla það gott. En plís kaupa alvöru markaskorara.

 19. Núna þarf að starta söludeildinni af stað.

  Selja þarf.

  1. Borini , aðeins of lítill fyrir LFC
  2. Lambert, kallinn fékk sinn séns með sínu liði en þetta er ágætt
  3. Balotelli, hefur ekki sýnt neitt til að verðskulda að vera áfram
  4. Coates, hefur ekki fylgt eftir því að vera efnilegur
  5. Enrique, hefur ekkert fram að færa
  6. Allen, verður trúlega ekki seldur.
  7. Lucas en bara ef það fæst inn alvöru miðjumaður í staðinn.

  Fá svo inn.

  1. Clyne, nánast staðfest
  2. Klassa varnarsinnaðan miðjumann
  3. heimsklassa sóknarmann

  Þá má tímabilið byrja 🙂

 20. Twitter bæði röflar um að við hofum engan ahuga a Kovacic og að við seum að reyna að kaupa hann.

  Di marzio segir að við seum að reyna að kaupa hann en synist echo og sky sports segja að við hofum ekki einu sinni ahuga a honum.

  Er virkilefa spenntur fyrir clyne og Firmino en bið ennþa spenntari fyrir alvoru framherja og var að vonast eftir einum klassa miðjumanni i viðbót þó eg gæti alveg trúað þvi að við kaupum bara 2 leikmenn i viðbót i clyne og framherja

 21. Þetta eru góðar fréttir og guð láti gott á vita með framhaldið og allt. Frasmmistaðan á leikmannamarkaðnum er afspyrnu góð enn sen komið er og nú er bara að fylgja henni eftir

 22. Hægri bakvarðarstaðan hefur verið vandræðastaða í mörg ár.
  Glen hefur ekki náð að standa sig undanfarinn ár en hann byrjaði vel. Flanagan var með hjartað á réttum stað en er ekki lausnin en hann var meiddur allt síðasta tímabil.
  Manquilo var einfaldlega ekki nógu góður.
  Can var settur þarna í neið af því að hinir voru ekki að virka.

  Svo að ef Clyne kemur þá er allavega kominn nokkuð solid Hægri bakkvörður og ef Moreno bæti sig þá erum við kominir með ágætist bakkverði.

 23. Og ef við kaupum Bacca þá er hægt að útfæra þennan brandara enn frekar.

 24. Sem aðdáanda Man.Utd. tel ég mig geta horft hlutlausari augum á Liverpool liðið en margir af ykkur stuðningsmönnum liðsins. Þess vegna verð ég að taka af ofan fyrir því hvernig sumarið fer af stað hjá ykkar mönnum. Stundum er nefnilega erfitt að viðurkenna það fyrir sjálfum sér að liðið manns sé einfaldlega ekki nægilega gott. Ég held að sú hafi verið staðan síðasta tímabil hjá Liverpool, liðið var einfalslega ekki nægilega gott (auðvitað frábærir leikmenn inni á milli, en of margir sem kalla má farþega hjá jafn stóru félagi og Liverpool). Þetta virðist BR hafa verið algjörlega meðvitaður um og ætlar sér að gera miklar breytingar, sem var mikil þörf á. Hárrétt segi ég. Þú vinnur ekki fótboltaleiki nema þú hafir góða fótboltamenn inni á vellinum, amk ekki til lengri tíma. Þetta er oft svo einfalt, það eru tvö lið að spila hverju sinni og liðið sem er betra í fótbolta vinnur oftast leikinn. Við sófasérfræðingarnir eigum það oft til að flækja þetta alltof mikið og leita að skýringum á of mörgum stöðum.
  Þó það kosti pening að byggja svona upp þá getur verið miklu dýrara að gera það ekki, um það virðast FSG meðvitaðir. Nú þegar eru komnir (að meðtöldum Clyne) amk 3 leikmenn sem bæta byrjunarliðið hjá Liverpool. Svo er reyndar spurning hvort Sterling fari, sem myndi þá aftur veikja liðið að mínu mati – enda hef ég persónulega mikið álit á honum.. altso sem fótboltamanni. Hins vegar held ég að ef það gerist þá muni einhver mjög öflugur framherji verða keyptur í staðinn, eitthvað alvöru nafn.
  Auðvitað getur svo allt saman mistekist, leikmenn valdið vonbrigðum eða lent í meiðslum. En eitt er þó skýrt og rétt: Það þurfti að ráðast í afgerandi ráðstafanir og það er verið að gera einmitt það. Hvort það virki mun tíminn leiða í ljós en á þessum tímapunkti lítur þetta vel út fyrir ykkar menn.
  Hvað mína menn varðar bíð ég enn spenntur að sjá hvað gerist og hef fulla trú á að sumarið verði líka stórt á Old Trafford.

  Bestu kveðjur.

 25. Krummi #34, málefnalegt svar frá united manni, jafn sjaldgæft og hvítur hrafn! En gaman að því engu að síður, Þekki þá þó nokkra og þeir eru nokkrir hálf stamandi eftir Firmino kaupin. Þó vantar herslumuninn upp á kaup Liverpool (1-2 klassa signing) ef við ætlum okkur að sýna business.

  YNWA

 26. Þessi pistill og sér í lagi þessi tölfræði varpar góðu ljósi á hugmyndafræði FSG. Það virðist vera augljóst hvað þeir eru að gera. Þeir eru með ákveðna stefnu sem þeir trúa á og halda henni áfram. Miðað við þetta og kaupin undanfarnar vikur virðist starf Brendan Rodgers alls ekki hafa verið í hættu í sumar enda skiljanlegt þar sem hann hafði ekki þau vopn í fyrra sem þurfti til að vera á toppnum. Núna er FSG að svara því en heldur áfram að vinna að mestu út frá formúlu sem verður skýrari og skýrari með hverju árinu.

  Spurning er…. virkar þessi formúla? Ég leyfi mér að vona það. Hins vegar er það afar augljóst mál að þeir eru ekki að hugsa til skammstíma – öll þessi kaup að undanförnu sanna það. Þessi tölfræði sem Babú hendir fram segir að LFC hópurinn gæti mögulega toppað eftir 2-4 ár og eigi nokkuð inni þar sem liðið er núna að spila á yngri mönnum (og mun ódýrari / með minni laun) en keppinautarnir. Hafa FSG menn því væntanlega ekki einu sinni verið að hugsa um að reka Brendan í sumar heldur sjá þeir þetta fyrir sér að hægt og rólega muni þeir ná að byggja upp topp lið. Gaman verður að sjá hvort þeir ná því en liðið núna er alla vega þannig skipað að hægt er að setja kröfu á að enda fyrir ofan lið sem hafa verið að eyða margfalt meira en við í laun/kaup á undanförnum árum. Gæðin núna eru loksins að komast á svipaðan stað og liðin í topp 4 hafa.

  Áfram Liverpool

 27. Sem aðdáanda Man.Utd. tel ég mig geta horft hlutlausari augum á Liverpool liðið en margir af ykkur stuðningsmönnum liðsins.

  Haha nei þetta er vanalega alveg jafn hlutdrægt í hina áttina. Held að það sé ekki stuðningsmaður Liverpool eftir sem hefur ekki komið inn á að liðinu vanti betri leikmenn.

  Vill þó ekki gagnrýna þína skoðun og málefnalegt og gott innlegg, en þetta með hvernig við horfum á þetta er bara einstaklingsbundið, United menn eru ef eitthvað er ólíklegri til að horfa hlutlaust á Liverpool (almennt) heldur en stuðningsmenn Liverpool (og öfugt).

 28. Það er eins og það séu komin jól í um hásumar! Hver kemur næst? 🙂

  Einn punktur varðandi Bacca orðróminn. Er ekki ólíklegt að FSG séu að fara að borga 21 milljón punda fyrir leikmann sem verður þrítugur eftir rúmt ár? Ég er ekki að sjá það fara að gerast…

 29. Ég held svei mér þá að einhverjir hérna eru búnir að drulla yfir hver einustu kaup Liverpool so far og glugginn ekki opnaður ennþá. Þurfum við svona stuðningsmenn? Ég bara spyr

 30. Ég segji bara höldum Sterling og hann mun halda á englandsbikarnum næsta vor í Liverpool
  😉
  Ég mun fyrirgefa honum allt alveg eins og elsku Suarez forðum.

 31. Hvernig er það, var eitthvað komið fram hverjir munu vinna með Rodgers í vetur.
  Fóru ekki bæði Mike Marsh og Pascoe

 32. Maður var orðinn vanur því að lesa slúður og vita að enginn af þeim leikmönnum myndi koma. Í þessum glugga er maður að lesa staðfest áður en maður les slúðrið, spennandi tímar.

  Það sem mér finnst truflandi samt er hvað enginn minnist á þörfina á hafsent. Skrtel og sakoh þeir einu sem geta eitthvað og ekki viljum við sjá annað tímabil með Can þar. Viðurkenni að það finnst ekki mikið á markaðnum en að við hugsum mest um sóknina finnst mér sláandi. Við getum vonast eftir því að lovren sýni sitt rétta andlit en þá getum við vonast eftir því sama frá Balotelli. Ég vill hafsent og Bacca og ég verð hamingjusamur. Við vitum að Brodgers vill ekki hafa Matic týpu í sýnu liði þannig við getum gleymt því, hann vill hafa Can týpu í Dmc .

  Hafsent og Framherja í viðbót, og ráða þjálfara í stað pascoe og marsh. Þá erum við að tala saman.

  Og að sjálfsögðu selja sterling, krakkinn gróf sína eigin gröf

 33. Algjørlega frabær byrjun a sumrinu og thad hefur kviknad mikill ahugi a nyjan leik i minum huga eftir hrædilegan endi a sidasta timabili.

  Megi thetta halda afram svona!

Firmino kaupin staðfest

Uppgjör 2014/15