Kop.is Podcast #86 – Firmino á leiðinni

Hér er þáttur númer áttatíu og sex af podcasti Liverpool Bloggsins!

KOP.is podcast – 86. þáttur

Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.

Ég (Babu) stýrði þættinum að þessu sinni og með mér voru Kristján Atli og Óli Haukur

Í þessum þætti ræddum við leikjaplanið fyrstu mánuði tímabilsins sem og slúður tengt Liverpool.

ATH: Á meðan við vorum í loftinu var tilkynnt að Hoffenheim hefði samþykkt kauptilboð Liverpool í Roberto Firmino. Sjá nánar hér í frétt Liverpool Echo.

Við vissum ekki af þessu er við vorum að ræða þessi kaup en það er óhætt að fullyrða að ef þetta gengur eftir er um að ræða mest spennandi leikmannakaup Liverpool síðan Luis Suarez var keyptur.

22 Comments

 1. LOKSINS! Við ætlum okkur eitthvað á næsta seasoni, það er bara þannig. Við erum að versla núna eins og við hefðum átt að gera fyrir ári en jújú klúbburinn þurfti breidd þá. Tígulmiðja með Can/Illaramendi, Hendo, Milner, Coutinho fremstann á henni, svo Firmino fyrir aftan fremsta mann (hver sem það verður) Djöfull hlakkar mig til fyrsta leiks.

 2. Ég ætla að trúa því þegar ég sé það en grínlaust, dömur mínar og herrar, þá er Firmino óslípaður demantur sem getur auðveldlega orðið heimsklassi ef rétt er að málum staðið. Raunar miklu meiri líkur en minni að svo verði að mínum dómi.

  Ég hef fylgst með þessum strák í Bundesligunni frá 2011 og þetta er leikmaður af því tagi sem menn gera sér ferð á völlinn sérstaklega til að horfa á og njóta hæfileikanna. Hef séð hann spila á móti Freiburg í tvígang og á velli er hann áhrifamikil sjón að sjá. Ég vil ekki gera lítið úr Sterling, með alla sína góðu hæfileika, en Firmino er svo miklu, miklu betri í fótbolta eins og staðan er í dag. Ég gæti raunar nefnt fleiri unga leikmenn í Bundes sem mér finnst standa jafnfætis, eða framar, Sterling t.d. Kevin Volland, félaga Firmino hjá Hoffenheim, en okkar maður (vonandi) er sá sem hefur mestu hæfileikana frá Guðs hendi.

  Firmino er að mörgu leyti líkur Suarez hvað leikstíl varðar. Finnst fátt skemmtilegra en að taka mann og annan á og er bæði markheppinn og skapandi. Tæknin er hreint stórkostleg jafnvel á brasilískan mælikvarða. Þegar þessum náttúruhæfileikum er blandað við vinnusemina sem Þjóðverjar hafa innrætt honum er á góðu von og vel það.

  Firmino hefur samt endrum og sinnum ratað í fjölmiðla vegna agavandamála (samt ekkert alvarlegt eða í líkingu við það sem Sterling er að koma sér í) og maður hefur alveg séð leiki þar sem hann virkaði áhugalaus og ekkert gekk upp. Ef Rodgers heldur uppteknum hætti og missir liðið í sama rugl og síðast er vitanlega ekki gott að sjá hvað gerist með wild card eins og Firmino sem þarf góðan þjálfara eins og aðrir ungir menn með mikla hæfileika.

  En þetta er auðvitað bara 23 ára strákur úr sveitinni og ef hann er að koma til Liverpool fyrir u.þ.b. helminginn af því sem fæst fyrir Sterling er það að mínum dómi svipað og að hætta með Miss Stoke on Trent og byrja með Gisele Bundchen. Geðveikt!

  Ég ætla samt engu að trúa fyrr en ég sé kappann í Liverpool treyjunni en ef/þegar það gerist erum við að fá stórspilaraefni á Anfield sem getur einn og sér tekið félagið býsna langt framávið.

  Gæti ekki verið meira sammála Babu. Þetta eru ekki minni tíðindi en þegar að Suarez var keyptur.

 3. Ef Guderian er sáttur þá er ég sáttur. Hann bryður ekki tómt malbik.

  En Ayre í Síle að semja, vonandi fær hann ekki einhverja hitasótt.

  Menn eru að brýna kuta og þessi gluggi þróast vel ef þetta gengur eftir.
  Gæti hjálpað til við önnur target ef menn virka sannfærandi með stóra planið.

  Þurfum og verðum klárir í bátana frá fyrsta leik.
  Niðurtalning hafin.
  YNWA

 4. Samba-bolti á Anfield næsta tímabil. Vona bara að Brendan ráði sér aðstoðarmann sem getur séð um varnarleikinn fyrir hann. Finnst samt eitthvað meira vanta í þetta hja okkur. Þurfum lika að hreinsa aðeins betur til í leikmannahópnum. Ég myndi alveg kjósa að fá nýjan markman. Símon er ekki maður sem skiptir sköpum. Hann er of mistækur. Það á eftir að sýna
  sig á ný.

 5. Mer er oglatt við þa tilhugsun að okkar menn verði of lengi að græja þetta og Man Utd , city, arsenal eða chelsea steli honum af okkur.

  Verðum að klara þetta STRAX !!!

  Eg er ofboðslega spenntur fyrir þessum kaupum og vonandi gengur þetta eftir asamt 2 til 3 oðrum klassa kaupum og þa tekur maður bjartsynina fram a ny.

 6. Ég er nú ekki alveg búinn að gefast upp á Illori. Mér skilst að hann fái tækifærið í sumar. Af því sem ég hef séð þá efast ég um að hann hafi hraðann og hörkuna sem þarf í enska boltann en jákvæðu eiginleikarnir er hvað hann er góður á boltann og les leikinn vel og er góður sendingarmaður.

  Hvað Firmino varðar þá er ég hæst ánægður með kaupinn á honum en mér finnst enn vanta rúsínuna í pylsuendan sem er hörku góður 20-30 marka framherji og vonandi eins og Kristján sagði að þá verða – Balotelli, Borini og Lambert látnir, og í staðin koma t.d, Origi, Ings og síðan einhver toppframherji sem er með gæði á borð við Sturridge.

  Þá myndi eg ekki sakna Sterling neitt voðalega mikið vegna þess að verðið sem hann verður líka seldur á – var það rosalega hátt.

 7. Af því sem ég hef séð þá efast ég um að hann hafi hraðann og hörkuna sem þarf í enska boltann

  Ha? Hversu fljótur þarf hann eiginlega að vera?

  Það má eflaust finna margt að honum en þetta með hraðann kaupi ég ekki

  Ilori was the fastest player ever recorded over 30 metre sprints at Sporting’s academy set-up, breaking the times of the likes of pace merchants Nani, Ricardo Quaresma and Cristiano Ronaldo in the process.
  http://www.liverpoolfc.com/news/latest-news/144050-10-facts-about-new-boy-tiago-ilori

 8. Með leikmenn eins og Coutinho, Firmino, Lallana, Henderson og Milner innanborðs get ég vel trúað því að Rodgers reyni að færa lið sitt ofar á völlinn en raunin var í fyrra. Allir þessir eru öflugir í pressunni hátt á vellinum og góðir í að skapa og vinna í litlu plássi svo það kæmi mér alls ekki á óvart ef það verður algeng sjón á næstu leiktíð. Ef að við endum á að fá annan ‘target’ framherja í liðið þá held ég að það ýti bara enn frekar undir það.

  Er annars mjög spenntur fyrir þessum leikmanni. Eins og segir, þá er þetta hvað spennu varðar á svipuðu kalíberi og Suarez og Torres voru á þegar þeir voru keyptir á sínum tíma. Hann er enn þá ungur en er orðinn virkilega góður og ég krosslegg allar tær og alla fingur í þeirri von um að þessi kaup gangi í gegn.

 9. Babú.

  Þú veist meira um þetta heldur en ég. Ég sá hann í leik með Bordo, og fannst eins og sentrinn sem var á hans væði, tæki hann á fyrstu tíu metrunum í baráttu um boltan og fór þá að efast um að hann hafði hraðann. Ég vissi ekki að hann væri svona snöggur . Skal gleypa þetta ofan í mig með glöðu geði.

 10. Ég held að Coutinho hafi hjálpað mikið til að ná þessum samning og verður spennandi að fylgjast með liðinu á næstu leiktíð. Það er ótrúlegt hvað smá von gerir mann aftur spenntan.

  Coutinho, Firmino, Ibe, Lallana, Markovitch, Sturridge, J Miller, Origi og Ings. Þetta er nú ekki svo slæmt.

  Að liðið sé búið að
  Fá varamarkvörð
  Miðjumann/Kanntmann
  Sóknarmann
  Ungan miðvörð
  og Brasilískan sóknarsinnaðan miðjumann/sóknarmann

  og í dag er aðeins 24.júní segjir manni að það hafa verið miklar breyttingar á hugsunarhættinum hjá liverpool sem voru oftar en ekki alltaf með allt á síðustu stundu.

  Vel gert Liverpool og verðu velkominn Firmino og ef þú verður eitthvað í líkingum við Coutinho þá er liverpool á réttri leið.

 11. Það er eins og BR og FSG hafi ákveðið að troða sokk upp í kalla eins og mig. Ef þesi Firmino kaup ganga eftir og svo eitthvað meira í sumar þá verður sokkurinn að hálfu kominn í kjaftinn á mér. Ef svo BR stendur í lappirnar fyrstu 2 til 3 mánuði leiktíðarinnar þá verða kallar eins og ég og Sigkarl að kingja drullusokkum í metravís.

  Vonandi verður það svo. É eg er að vísu sammála Babu um að þetta er ekki svo erfitt prógramm ef liðið bara stendur í lappirnar í haust og til dæmis hefnir ófaranna gegn Stoke í vor og nagar eit eða fleiri stig af liðum eins og Arse.

  Yfir og út

  YNWA

 12. Umboðsmaður Firmino talaði nú um að hann færi á 18-20m punda fyrir viku síðan. Finnst 29 ansi dularfull tala. Efa að við séum að borga svo hátt fyrir hann. Hef líka séð tölur í kringum 21-23 nefndar í kvöld.
  En hef fylgst með þessum strák lengi í þýska boltanum og þetta er bara svona leikmaður sem opnar varnir, oft uppúr engu. Carlos Dunga þjálfari Brasílíu sagði að Firmino “Smelled of Goals”.

  Augljóst að Coutinho liðkaði til við þessi kaup og við erum pottþétt að fara spila aftur “Sexy Football” á næstu leiktíð með eldfljóta framherja og Coutinho, Firmino og co. á 100km hraða fyrir aftan. Bara spurning hvort vörnin og miðjan okkar haldi í við sóknina og Rodgers nái loksins að finna jafnvægi með varnarleikinn. Maður stórefar það enn. Ef við fáum Clyne, alvöru sérhæfðan varnartengilið (sé Can meira fyrir mér í róteringu við Henderson og hinn fjölhæfa Milner á miðjunni eftir leikkerfum), Sakho helst oftar heill og Moreno tekur framförum þá er það möguleiki. En það er stórt EF.

  Yrði auðvitað geggjað að geta skipt Sterling út fyrir 3 gæða byrjunarliðs leikmenn og eiga enn afgang af sölum ofl. til að geta bætt almennilega 2-3 stöður í viðbót. Ég spáði því í vor að Liverpool myndu eiga mjög fínan sumarglugga í ár og það virðist vera að rætast. Við verðum mjög líklega komnir með bæði mjög gott 11 manna byrjunarlið og fína breidd í lok ágúst. Vona því líka að nú þegar Lallana er kominn með alvöru samkeppni þá muni hann springa enn frekar út á næsta ári. Held hann sé frábær ef hann hefur hraða og góða leikmenn í kringum sig. Verður make or brake tímabil fyrir hann.

  Enn aðal varnaglinn er auðvitað í kringum Rodgers og hvað hann gerir þegar hann er kominn með alvöru hóp í hendurnar. Mun hann sýna reynsluleysi sitt og fara aftur á taugum? Mun hann koma skikki á varnarleikinn? Hefur hann áhuga á því? Verður hann stöðugt rótandi í liðinu og leikkerfum, reynandi að sýnast tilgangslaust klókari en hann er? Mun honum takast að halda öllum egóunum í skefjum? Jafnvel sínu eigin ofblásna egói? Munu einhverjir ekki sætta sig við að sitja á bekknum?

  Maður veit það ekki. Ef allt gengur upp gætum við jafnvel orðið meistarar en við gætum líka alveg eins endað í 5-8.sæti næsta ár. Það er eiginlega engin millivegur/stöðugleiki með þennan þjálfara okkar. Stefnir í annað rúlluskautaseason.

  Áfram Liverpool.

 13. [img]https://www.youtube.com/watch?v=XMCEyNp35TY&feature=youtu.be[/img]

Unglingar í ferðalag?

Firmino kaupin staðfest