Joe Gomez til Liverpool (staðfest)

Staðfesting á LFC.com: Joe Gomez er orðinn leikmaður Liverpool. Hann kemur til liðsins frá Charlton Athletic og kostar £3.5m samkvæmt fréttum.

joegomezGomez er 18 ára varnarmaður sem spilar bæði sem miðvörður og bakvörður, þó aðallega sem miðvörður, og þykir mikið efni. Hann lék 21 leik með Charlton á síðustu leiktíð, sinni fyrstu enda aðeins 17 ára þegar hann braut sér leið í liðið.

Það má sennilega flokka þessi kaup með mönnum eins og Tiago Ilori, Andre Wisdom, Sebastian Coates (sem er að fara á sölu til Sunderland) og fleiri slíkum. Það er einfaldlega afskaplega erfitt að gefa ungum leikmönnum spilatíma í miðverði og fæstir stjórar gera það að einhverju ráði. Sagt er að Gomez verði lánaður strax út til liðs í Championship-deildinni (Derby County segir slúðrið, enda með gott lánskredit hjá Liverpool eftir góða meðferð á Wisdom og Jordon Ibe) og er vonandi að hann fái að spila þar.

Þessi kaup eru sennilega hugsuð svona: ef hann reynist súpergóður spöruðum við okkur pening með að kaupa hann snemma (sjá: Raheem Sterling) en ef hann nær ekki í aðallið Liverpool verður hægt að selja hann fyrir gróða til liðs í Úrvalsdeildinni (sjá: Jonjo Shelvey). Þannig að þetta eru ekki vitlaus kaup að því leyti.

Þessi kaup hafa þó engin áhrif á sumarið okkar eða komandi tímabil og því varla að maður telji þau með. Nú er bara eins gott að við þurfum ekki að hlusta á afsakanir um að það hafi vantað £3.5m uppá kaup á alvöru sóknarmanni síðar í sumar …

… en velkominn til Liverpool, Joe! Gangi þér vel hjá Derby.

(Kaupin hingað til fyrir þá sem eru að telja: Adam Bogdan, Joe Gomez, James Milner, Danny Ings. Aðeins tveir þeirra munu spila eitthvað að ráði fyrir liðið í vetur og aðeins einn þeirra (Milner) getur talist pottþéttur byrjunarmaður. Við bíðum enn eftir fleiri leikmönnum af Milner-kalíberi eða betra.)

40 Comments

 1. Fyrir mér er þetta fremur einfalt: Þessi kaup eru í sjálfu sér mjög eðlileg ef hann floppar munum við fá þennan pening til baka eins og Kristján Atli bendir á. Það sem ég set hins vegar ? við er að kaupa hann á þessum tíma.
  Fyrir mér á að klára kaup aðalliðsins í sumar áður en kaup eins og þessi eru gerð. Fara í kaup eins og þessi þegar menn eru ánægðir með styrkingu aðalliðsins.

  Vonandi klára þeir helstu skotmörkin fljótt!

  Fagna samt sem áður kaup á þessum leikmanni.

 2. þessi grein gefur þessum glugga bara nokku? gó? skil.

  þa? hefur nefnilega ekkert skè? í þessum glugga sem kveikir upp eitthverjar væntingar. eitthva? sem fær mann virkilega til a? hugsa và! vi? eigum raunverulegan sèns.

  êg vill sjà liverpool versla sig inn í baràttu um titla ekki làgmarksàrangri um a? komast í keppnir.

 3. Flott kaup. Þannig séð ódýr, og efnilegur strákur, og litlar líkur á að tapa á þessum kaupum.
  Stóru kaupin koma síðar í sumar og allir kátir.

 4. Origi er líka nýkominn. Við þurfum sennilega að lengja varamannabekkinn af framherjum: Ings, Origi, Borini, Lambert, Balotelli

 5. #1 mörg lið á eftir honum og hann vildi mest fara til Liverpool. Ef við hefðum farið að slóra með þetta hefðum við mögulega misst af honum til annars liðs. Þess vegna er þetta klárað strax.

  Annars alltaf ánægður þegar keypt er ungt og efnilegt, það er í anda stefnu klúbbsins. Hann verður svo seldur fyrir 30-40 milljónir punda leið og hann mun geta eitthvað, svo FSG græði nú alveg örugglega eitthvað á honum.

 6. Ungur og mjög efnilegur.

  Maður sem ég þekki sem þekkir mann sem þekkir vel til Charlton liðsins vill meina það að þessi strákur eigi að vera í Liverpool í vetur og muni geta leyst hægri bakvarðarstöðuna í leikjum í deildinni og Evrópudeild. Veit svosem ekkert um það en vona að það sé rétt.

  FSG eru að marka sér stefnu í leikmannakaupum. Kaupa ungt en nú virðast þeir jafnvel horfa enn frekar til leikmanna sem þekkja til í enska boltanum…og ég er alveg til í að kaupa það hjá þeim.

  Það þarf að kaupa stjörnur líka og þar hafa þeir klikkað á leikmönnum utan Englands hingað til. Það þarf að verða öðruvísi í sumar og við bíðum enn eftir slíkum mönnum.

  En þessi strákur finnst mér spennandi, virðist öskufljótur og flottur einn-á-einn, bæði algert lykilatriði fyrir nútíma varnarmenn.

 7. Flott kaup sem eiga örugglega eftir að borga sig, þessi gæti alveg eignað sér stöðu hægri bakvarðar í vetur og ekki skemmir fyrir hversu fljótur hann er og góður maður á mann.

 8. Já liverpool ver?ur a? sjàlfsög?u a? vera vakandi í a? versla ungamenn eins og önnur li? enn ver?a líka a? halda a?alli?inu gangandi.

  þessi stràkur er ungur enn samt er hann mögulega lìkamlega tilbùinn hann er 188cm og kringum 80kg.
  og ef hann er snöggur og gó?ur einn à einn gætum vi? fengi? a? sjà hann me? li?inu í vetur.

 9. Ég vill að þessi strákur fái tækifæri á undirbúningstímabilinu til þess að sanna sig, Hann er á svipuðum aldri og þegar Sterling kom fyrst inn í byrjunarliðið hjá Liverpool og því gæti vel verið að það sé sterkur leikur að gefa honum tækifæri ef hann er tilbúinn.

  Það er líklegast að senda hann á lán, 1,2 ár til viðbótar því ungir gaurar þurfa spilatíma. En af því sem ég hef séð þá er þetta rosalega heilsteyptur leikmaður, teknískur með góða sendingagetu, sterkur líkamlega og með góðan leikskilning og gæti því alveg eins verið viðbót við leikhópinn okkar, því hann getur bæði spilað bakvörð og miðvörð, sem gæti henta virkilega vel þar sem Rodgers er stöðugt að skipta um leikkerfi.

 10. Flott framtíðarhugsun í þessum kaupum. Stór og sterkur varnarmaður sem getur jarðað Lukaku/Benteke/Fellaini tröllin og er líka tæknilega góður í fótbolta.

 11. Klárlega flottur framtíðarmaður en vonandi líka strax í vetur.

  Annað mál, mikið hefur verið rætt um óviðeigandi komment hér á síðunni. Hvernig væri að ritstjórn setti þá reglu að önnur liðsmerki en okkar ástkæra merki væru óvelkomin hér á kommentakerfinu. Þessi þráður inniheldur skelfilegt merki… og það tvisvar!

 12. Hjalti.

  Gæti skilið þig ef það væri Arsenal, Man Und, Chelsea eða eitthvað annað merki í ensku deildinni en við erum að tala um Fram.

  🙂 .

  En Fram er í botnbaráttunni í fyrstu deild í íslenska boltanum. Að einhver kauði hald tryggð við sinn íslenska klúbb er bara sætt.

  í sannleika sagt þætti mér miklu skárra að aðhangendur annars liðs, myndu frekar koma undir réttu nafni og með mynd af klúbbnum sínum, í stað þess að þeir eyðileggja umræðurnar hérna inni með því að þykjast vera vonsviknir Liverpool aðhangendur. Þá væri hægt að henda þeim út ef þeir eru með einhverja stæla og gera þá kröfu til þeirra að þeir væru ekki með stæla.

  verr og miður er það mjög ólíklegt að nettröll sem halda með öðrum liði taki þessari ábendingu og fari á eftir henni, þvi þeirra eini tilgangur er að gera lítið úr umræðunni og eyðileggja hana.

 13. Var að lesa þessa grein: http://moresport.com/football/liverpool/joe-gomez-why-liverpool-have-committed-daylight-robbery
  Og er bara mjög spentur yvir þessum kaupum.
  Er mikið á því að láta hann fara til eitthvað gott Championship lið eins og nýji “feeder-club’in” okkar Derby County.
  Sá að einhver var að benda á að spila hann með okkur í vetur fyrir reynslu. En við verðum að géra okkur grein fyrir því að við erum með Skrtel, Sakho, Lovren, Kolo og var að frétta að Illori var búin að vera frábær með landsliðinu. Þessir leikmenn nema kanski Illori, ýta honum niður á listanum.
  En ennþá mikilvægari þá er finnst mér að varnamenn hafa meiri þörf á reynslu enn aðrir leikmenn. Leikmenn á þessum aldri géra mistök og þegar varnamenn géra mistök þá eru þeir í verri málum en t.d. Sóknarmenn, af því að oftar en ekki kosta varnamistök liðum mörk.
  Ég væri frekar til í að hann fer til Derby eða eitthvað og gérir svo mistökin þar og er búin að læra af þeim þegar hann mætir í Rauðu.

  En ég er annars bara mjög sáttur með gluggan hingað til. 4 leikmenn komnir áður en 1. Júlí.

  Nú er komið að stóru bitunum!

 14. Miðað við allt sem maður les er Liverpool þarna að gera mjög spennandi viðskipti á gríðarlegu efni sem hægt var að fá mjög ódýrt.

  Hann mun vonandi standa sig betur en Paletta, San Jose, Ayala, Coates, Ilori eða Wisdom hafa gert hingað til. Já eða Danny Wilson sem var alltaf að fara meika það líka. Gleymi ég einhverjum? Martin Kelly kannski þó hann sé vissulega uppalinn?

  Er mjög fylgjandi því að félagið kaupi svona leikmenn reyni að fá þá upp í aðalliðið en næstu 1-2 árin held ég að þarna sé Liverpool að gera útvalskaup á varnarmanni fyrir Derby County. Reyndar held ég að best sé að kaupa efnilega miðverði þegar þeir eru 21-22 ára. Þá eru bara 2-3 ár í að þeir geti hugsanlega náð stöðugleika.

 15. Af hverju erum við ekki að reyna að tryggja okkur Alex Song frá Barcelona.
  Hann er falur fyrir 5 mp myndi jarða Lucas í allri samkeppni.
  Að auki telst hann sem uppalinn eftir veru sína hjá Arsenal.

 16. Danny Ings mun skora 15+ mörk í deildinni á næsta tímabili. Hann mun einnig leggja töluvert upp. Hann verður ekki sú varaskeifa sem margir vilja vera láta. Mark my words.

 17. 🙂 þa? er líti? màl a? skipta Fram merkinu ùt ef þa? er a? pirra menn.
  ég er samt alveg 100% rau?ur poolari.

  a? sjàlfsög?u er ég tryggur Fram og væri þa? þòtt fèlagi? væri ne?st í 4 deild.
  ég er líti? fyrir þa? a? skipta um vagna þòtt minn sè a? dragast aftur ùr.

  a? lokum àfram liverpool stràkar mínir !

 18. Fram-merkið eða ekki Fram-merkið það er spurningin?

  Bara ekki Fram-sóknarflokks-merkið plís…

 19. Nú eru sögusagnir um að Liverpool ætli að kaupa Illaramendi frá Real Madrid. Nú hef ég ekkert séð þeð hann að spila en af myndum að dæma er hann tekníska týpan af Lucas.

  veit einhver eitthvað um þennan mann og er hann 20 miljón punda virði ?

 20. Er Stjörnumaður/Völsungur. Sé ekkert að því að stuðningsmenn Fram nota merki Fram. Gott mál bara.

 21. illaramendi var virkilega slakur hja Real i vetur þegar hann fékk sénsinn..er lika Real maður og eg er nokkuð viss um að menn hja Real séu i skýjunum með það að fá 16m fyrir hann…þessi kaup eru allaveganna ekki að styrkja okkur

 22. Illaramendi lúkkar öflugur leikmaður. Kaupa hann, annaðhvort firmino eða kovacic og alvoru striker og ju clyne þa er eg sattur með gluggann.

  Losa þa ut Sterling, Lucas, Allen, Balotelli, Lambert, Borini asamt einhverjum sem voru i lani fra okkur i vetur.

  Þarna værum við með kaup uppá 70 til 80 milljonir en ættum að geta selt fyrir allavega 40 kúlur a moti sem væri agætis gluggi bara 🙂

 23. Uhs gleymdi sterling solunni, með þvi að selja hann fyrir 45 eða 50 værum við i plus i glugganum með þessum kaupum og solum 🙂

 24. Coutinho notaðu sjarmann þinn og talaðu Firmino á að koma til Liverpool. Ég sé hann alveg fyrir mér sem Suarez týpu, gefa honum smá free role þarna frammi.

 25. Mér finnst þessi gluggi hingað til vera mjög skynsamlegur. Milner og Ings eru fín viðbót í breska kjarnan sem er alltaf nauðsynlegt að hafa hjá bresku liði. Þeir vita slveg hvað LFC stendur fyrir og þesssi Jói Gomez virkar mjög vel á mig. Gæti séð hann vera að fá leiki í vetur. Bogdan er solid keeper og ódýr lausn og rauðhærður.

  Annars var èg að lesa áðan að við værum nálægt því að næla í slatta af leikmönnum. Firmino (£15m), Kovecic (£17.5m), Illaramendi (£15m) og Clyne (£15m). Ef þetta gengur allt upp og verðin á þessum nótunum er um mikla kænsku að ræða því þetta mun verða að mestu borgað af Man City þegar þeir yfirborga fyrir Sterling á næstu dögum.

  Það yrði mun sterkara lið sem mætti til leiks ef þetta gengi eftir en það gæti samt tekið tíma að þjappa þeim í liðsheild. Svo má gera ráð fyrir að einhverju verði klúðrað i samningaviðræðunum.

  Fingers crossed!

 26. Ég held að Eiríkur er með þetta. Kaupin virka skynsamleg. T.d var það snilldar lausn að fá Milner án þess að borga ekkert nema launinn hans og lofa honum öruggt hlutverk í liðinu, sama á við um Bogdan og Ings. Þetta þýðir að við getum einbeitt okkur að bæta í þau göt sem okkur virkilega vantar í.

  Varðandi Man City, þá finnst mér eins og karmað er að bíta þá í rassgatið. Þeir hafa ekki gætt nægjanlega að því að kaupa til sín bestu bresku leikmennina í gegnum tíðina og eru því mjög miklum vanda eftir að þeir misstu Milner. Þeir þurfa sárlega breskann leikmann með góð gæði til þess að spila fyrir sig, því ensku leikmennirnir sem eru ekki nógu góðir til að eiga tilkall í byrjunarliðið, vilja fara frekar annað til að getað spilað í – stað þess að þurfa að sætta sig við langa bekkjasetu.

  Á sama tíma hefur Liverpool verið til fyrirmyndar með kaup á breskum leikmönnum sem eru í nánd við eitthvað af bresku landsliðunum og eru nú að uppskera verðlaun þess, t.d að hafa gefið hinum fjárgráðuga sterling tækifæri.

  Í dag höfum við Henderson, Lallana, Lambert, Ings, Ibe, Gomes, Sturridge, Allen, Flanagan (held að walesverjar falli undir þessa reglu) , Ojo, Wisdom – Og marga marga marga fleirri á samningi á meðan Man City sárvantar enska leikmenn með gæði eftir að hafa misst Milner frá sér og Lambart líka.

  Þeim var nær segi ég og verð hæst ánægður ef Sterling verði seldur og við kaupum nokkra gæða leikmenn í staðinn fyrir hann.

 27. Núna er Bacca heavily linked við okkur og fyrir fé í kringum 21 milljón pund.
  Já takk segi ég. Sá hann í úrslitaleik evrópudeildarinnar og fannst hann vera magnaður.
  Þessi gæi er með staðsetningarnar á hreinu og er virkilega snöggur á fyrstu metrunum.
  Ekta poacher.

 28. #34 Sé okkur samt ennþá reyna við Benteke þar sem hann var rétt í þessu að neita skrifa undir nýjann samning við Villa, ætli hann fari svo ekki fram á sölu fljótlega? Annars langar mig að eyða smá púðri í Lacazette bara, fara drífa í því að selja Sterling og bjóða svona 25-30 mill til Lyon.

 29. 34#
  Dúddi, það er því miður líklegra að Messi vilji til Liverpool heldur en að félagið landi Lacazette, þetta er gæji sem er að fara til liðs í meistaradeild og er á meðal topp 5-10 bestu klúbba heims.
  Var ekki forseti Lyon að segja að Liverpool hafa hvorki fjárhagslega getu né áhuga hans.

 30. Af hverju, ég bara spyr, af hverju ætti Liverpool að kaupa Benteke ? Mér finnst hann ekki bæta neitt sóknarleik liðs sem vantar sárlega mikla bætingu í markaskorun.

 31. Ég skil vel þá sem langar ekki í Benteke. Sérstaklega ekki fyrir þessa upphæð. En maður sem skorar í öðrum hverjum leik (42 í 88) yrði klárlega bæting 😉

 32. Hef enga trú á því að LFC sé að reyna við Bacca, góður er hann en finnst hann ekki passa inn í formúlu FGS. Tel að umbi hans sé að vinna vinnuna sína og orða hann við Liverpool til þess að fá betri samning hjá Sevilla.

  Benteke myndi vissulega bæta sóknarleik Liverpool…þarf ekkert sérstaklega mikið til að bæta hann. En myndi hann bæta hann það mikið að hann réttlæti svona háan verðmiða, ég efa það.

  Lacazette, fjarlægur draumur. Þetta er sá leikmaður sem myndi bæta sóknaleik flestra liða í EPL. Þegar Sterling verður seldur finnst mér að Liverpool eigi að gera heiðarlega tilraun til þess að bjóða í þennan leikmann, þó það væri nú ekki nema til að láta önnur lið borga meira.

  Firmino myndi klárlega bæta byrjunarlið Liverpool, dreg samt í efa að LFC hafi það sem til þarf til að klára þann díl áður en önnur lið hirða hann.

  Er ekki kominn tími á þráð um slúður ? 🙂

Leikjaplanið 2015/16 og aðrar fréttir

Benteke-brjálæðið