Kop.is Podcast #85

Hér er þáttur númer áttatíu og fimm af podcasti Liverpool Bloggsins!

KOP.is podcast – 85. þáttur

Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.

Ég (Kristján Atli) stýrði þættinum að þessu sinni og með mér voru Babú og Maggi.

Í þessum þætti ræddum við breytingar á þjálfarateymi Rodgers og komu Milner, Ings og Bogdan.

24 Comments

 1. Hlakka til að hlusta a morgun en nuna er það NBA, íþrótt sem er allavega spennandi og snyst ekki bara um það hver a mestan peninginn. Sorglegt að segja það en amerikanarnir kunna þetta 🙂

 2. Andskotinn okkar maður Le Bron buin að tapa titlinum, djofull er þetta pirrandi þegar maður heldur með einhverjum og dettur inni eitthvað og vill fa að halda með liði sem vinnir titill en nei nei þa gerist það ekki, svo sem ekkert nytt maður þekkir það með Liverpool siðusti 25 arin að vera looser og halda með rongu liði. Sem betur fer tek eg NBA ekki jafn mikið inna mig og Liverpool en samt alltaf leiðinlegt að tapa.

  Nuna vill eg að okkar menn gleðji mig, stelum Firmino af Man Utd eða kaupum Kovasic, koma með eitthvað herna FSG, lyst agætlega a Ings og nokkuð vel a Milner en eg vil þessi Marquee signings, eitthvað stórt sem vekur almennilega spennu..

  KOMA SVO FSG , gefið okkur alvoru von ..

 3. Þú kanski þekkir það ágætlega að vera looser og halda með röngu liði Viðar, og finnst vel við hæfi að koma inná kop.is og tala um körfubolta….

  Ég held hinsvegar með RÉTTU liði og er langt frá því að finnast ég vera lúser….

  Í guðana bænum farðu samt með körfuboltaumræðuna þína eitthvað annað….

  Insjallah….

  Carl Berg

 4. Voðalega finnst mér Magnús vera dramatískur, má bara breyta til í aðstoðarmannaliðinu ef að liðinu gengur vel? Hvers vegna er það svona mikið mál að breyta til.

  Eigendurnir eru bandarískir, það er mjög algengt að breytingar verði á þjálfarateymi á milli tímabili í bandarískum íþróttum, bæði hjá góðum og lélegum liðum. Er gáfulegra að halda í alla af einskærri þrjósku?

  Stórmannlegt hjá Rodgers? Þetta eru atvinnuíþróttir. Það er ekki hægt að tala um þetta á einhverjum vinaforsendum.

  mbk

 5. Mjög ánægjulegt að mæta Stoke í fyrsta leik…mig minnir að við þurfum að bæta upp fyrir ýmislegt á móti þeim.

  En annars er bara grjóthart að halda áfram að kaupa leikmenn. Hægri bakvörður, varnarmaður, varnarmiðjumaður, sóknarmaður, aðstoðarþjálfari, markaskorari…koma svo Liverpool enga nísku takk fyrir.

 6. Gaman að því líka að ef ég man rétt var fyrsti leikurinn 2013-2014 á móti Stoke þar sem Mignolet bjargaði okkur með því að verja víti á síðustu mín.
  Einnig voru nánast allir stórleikirnir í fyrri umferð á útivelli eins og nú. Það stefnir því allt í annað 2013-2014 tímabil nema núna klárum dæmið :).

 7. City með nýtt 40 mill punda tilboð í Sterling og fréttir segja að þetta sé lokatilboðið þeirra og Liverpool ætli að hafna því, er eitthvað lið að fara koma með meira en 40 mills fyrir hann?

 8. #8 Stórefast, kannski Real Madrid komi með hærri tilboð i Sterling enn ég finnst 40 kúlur helvitis gott tilboð fyrir leikamann sem á litið eftir á samningi og hann vill fara frá okkur. Samþykkja þetta tilboð og vona önnur lið helst á meginlandinu eins og Real o.fl. komi inn með álíka tilboð eða betra. Klára þessa Sterlingsögu og nota skildinginn sem við fáum fyrir hann i transfer kittyið okkar i sumar.

 9. Þetta leikjaprógram er rannsóknarverkefni útileikir gegn everton,utd,arsenal,city,chelsea og totenham fyrir áramót ég bara veit ekki hvort það sé gott eða slæmt en ef að rodgers heldur upptæknum hætti og heldur þessari skitu áfram fyrir áramót þá lýtur þetta ansi ílla út.
  #1 og #2 það er til groupa á facebook sem heitir nba spjallið mæli með henni fyrir ykkur ef þið vissuð ekki af henni.

  Djöfull er ég að vona að klúbburinn fari ekki að eyða tranfser fee-inu í menn eins og benteke og dzeko og svona kalla ég myndi persónulega gráta úr gleði ef að emerick aubameyang myndi koma sá gæi er alvöru ! 25 ára og ég einfaldlega skil ekki afhverju hann er ekki orðaður við nein lið og einnig passar hann fullkomnlega inní liverpool liðið og þá hugmyndafræði sem er í gangi þar gæinn er 3.70 sek uppí 30 metra sem er hraðara en usain bolt. 1.87 sentimetrar á hæð , góður skallamaður og brjálæður finisher.

 10. #11 Hjartanlega sammála þér, hann eða Firmino væri spennandi kostur. Jafnvel bara þeir báðir, við verðum að fara hætta þessu proven premier league rúnki og versla út fyrir England.

 11. 40 er nokkuð gott fyrir Sterling, ágætis fjárfesting. Hitt er annað mál hvað er hægt að gera við þann pening í dag. Ekki mikið og við höfum nú ekki sýnt neina snilld á þessum markaði. Ég myndi reyna að halda Sterling allavegana til áramóta og sjá hvernig stemningin er þá.

  En það verður fróðlegt að sjá hvernig BR fer inn í tímabilið með þetta leikjaprogramm. Vona bara að hann noti það ekki sem afsökun ef gengið verður mjög slakt. En pressan er gífurleg á kallinum, það er ljóst.

 12. Þakka gott podcast.

  Milner… Vissulega hörku leikmaður en hvar á að koma honum fyrir? Ég g.r.f. að Henderson sé hugsaður áfram sem byrjunarliðsmaður. Í 442 værum við með Milner-Henderson miðju sem myndi sennilega leka enn fleiri mörkum en við höfum gert hingað til. Í 4231 væri þetta sennilega þeir tveir með Coutinho fyrir framan sig, ekki mikil vernd í því. Eina hugsanlega kerfið sem ég sé fyrir mér með þeim tveimur er 433 þar sem þriðji maðurinn er varnartengiliður. Sá er ekki til og myndi Brendan eflaust notast við Allen eða Can, sú miðja myndi mígleka mörkum. Tígull væri sennilega eins með Coutinho efstan, engin vörn spiluð þar.

  Nennir einhver að segja Rodgers að vinnusemi á miðjunni er ekki jafngildi varnartengiliðs.

  Ings… Er eins hlutlaus gagnvart þessum kaupum og ég get í augnablikinu, þar til það kemur í ljós að engin annar framherji kemur, þá byrjar maður að bölva þeim. Eflaust ágætlega flinkur leikmaður fyrir neðri helmingin og sjálfsagt skárri en margt af því sem við höfum upp á að bjóða.

  Bogdan… Það væri allavega ágætt að vera ekkert að tala um nauðsyn þess að hafa tvo samkeppnishæfa markmenn í hópnum og kaupa svo einhvern svona kappa. Ef ‘budget’-inn er mjög takmarkaður, sem ég áætla, er þó ekkert vit í að kaupa dýran varamarkmann þegar hópurinn er jafn gallaður. Þó eru eflaust til betri fríir markmenn. Áfram með 2, ekki nógu góða markmenn.

  Hef litla trú á að það hafi verið eitthvað skilyrði fyrir áframhaldandi veru Rodgers að reka allt þjálfarateymið. Hugsa að það hafi bara verið að reyna að friða stuðningsmenn sem voru að kalla eftir breytingum. Verst að þetta voru ekki þær breytingar sem fólk vildi.

  Mér finnst Rodgers ‘fínn kall’ þó ég vilji losna við hann. Ég vorkenni honum eiginlega að fara inn í þetta tímabil. Hann er aldrei að fara að lifa það af með stuðningsmenn á móti sér, hann á bara eiginlega ekki séns. Til þess að halda sínu starfi þarf hann nánast að byrja tímabilið á einhvejru svaka ‘run’-i. Eftir að hafa séð leikjaniðurröðunina finnst mér líklegra að hann verði farinn í sept/okt.

  Annars virðist City hafa boðið 40m í Sterling. Frá okkar sjónarhorni er þetta boð upp á 32m þar sem QPR fær 20%. Það finnst mér ekki nóg, sérstaklega í innanlandssölu.

 13. Sæl öll,

  ég gæti ekki verið meira sammála Babu í þeim málefnum sem tekið er á í þessu podcast-i.
  Maggi! Hvað kom eiginlega fyrir þig drengur minn. Eins málefnalegur og skeleggur þú hefur verið að fallast mér hendur yfir málfluttningi þínum um þessar mundir. 1) Að líkja saman þjálfarastöðu á Íslandi, þó að það sé í efstu deild, og framkvæmdastjóra stöðu á Englandi er í besta falli barnalegt. 2) Síðastliðið haust var Liverpool í vandræðum, þau voru leyst með breyttu skipulagi sem gekk vel í ákveðinn tíma. En svo kom að því að andstæðingarnir leystu skipulagið og Liverpool aftur komið í vandræði. Það hefur eflaust verið mikið fundað en engar sjáanlegar lausnir voru í spili Liverpool og þá þarf verkstjórinn að bregðast við. Það er fullkomnlega eðlilegt í mínum huga að BR bregðist við með þessum hætti gagnvart því úrræðaleysi sem blasti við fyrir framan okkur áhorfendum hjá liðinu undir lokin. 3) Danny Ings er fyrir mér mjög góð kaup og fellur fullkomnlega inn í þá hápressu sem BR vill spila en fremstu menn gátu engan vegin skilað nú í vetur. DI mun alltaf skila mikilli vinnu og pressu á varnarmenn andstæðinganna sem hvarf alveg með brotthvarfi Suarez.
  Það er að mínu viti ekki á neinn hátt hægt að líkja saman ráðningu Houlier og ef Pako og Hyypia verða ráðnir inn í þjálfarateymið. Vonandi flykkjast stuðningsmenn að baki Brendan Rodgers því hann hefur svo sannarlega sýnt hvað hann getur gert með góðan mannskap inni á vellinum.

 14. Brendan Rodgers er stjóri Liverpool en það gerir mig ekki að minni Púlara frekar en Sigmundur Davíð forsætisráðherra gerir mig að minni Íslendingi. Það segir samt ekkert um álit mitt á þeim. Við sitjum stundum uppi með hálfgerða minnipokamenn en slíkir koma og fara eins og hver önnur pest sem betur fer. Eftir stendur félagið/þjóðin með sögu sinni og verðleikum og það er það sem skiptir mestu.

  Kæru vinir ég, sem horfi mikið á Bundesliguna og á fjölda þýskra vina sem hafa meira vit á fótbolta en ég, les hér í fjölmiðlum að Roberto Firmino sé á leiðinni í PL. Sagt er að ManU og Liverpool berjist um kappann.

  Fyrir þá sem þekkja ekki Firmino þá er hann snillingur í fótbolta en nett tjónaður í hausnum. Þetta er leikmaðurinn sem Liverpool vantar að mínum dómi. Hann er eiginlega líkari Suarez en Suarez er sjálfum sér (ok veit það – lélegur brandari) hvað spilastíl varðar. Hrikalegur þegar hausinn er í lagi og karlinn er að spekjast smám saman.

  Ef þetta er rétt að ManU og Liverpool berjist um Firmino þá er það barátta sem ósköp einfaldlega verður að vinnast hvað sem það kostar.

 15. Takk fyrir podcastið, það var gott eins og alltaf.

  Ég get með engu móti verið sammála þér ÞHS. Mér finnst Maggi negla þetta ágætlega. Það kom öllum á óvart að þessi fundur í Boston endaði með þessari niðurstöðu. Við getum síðan bara fabúlerað um hvað það var eða hver það var sem er stærsti valdurinn að brottrekstri þessara manna. Þín rök verða ekkert merkilegri bara við það að þú setjir þig á háan hest.

  Ef að stjórnin þrýstir á að fá Pako eða Hyypia sem asistant manager, hvort sem þeir ætli sér það eða ekki, mun koma ákveðin pressa á Rodgers. Það er bara svo einfalt.

  Annars finnst mér bara vanta í þetta að einhver stjórnandi fari að setja alvarlegar athugasemdir við hvert FSG er að leiða þennan klúbb.

 16. Það kom öllum á óvart að þessi fundur í Boston endaði með þessari niðurstöðu.

  Við getum a.m.k. verið afar ósammála um þennan punkt. Þessi lending FSG kemur bara alls ekkert á óvart ef Rodgers er að vinna eftir þeirra stefnu og þeir einmitt líklegir til að gera aðrar minniháttar breytingar. Fínpússa starfið milli tímabila (helst ekki á miðju tímabili).

 17. Er að velta því fyrir mér hvort að það sé lán í óláni að leikjaprogrammið er eins og það er. BR sér það að með svipuðum árangri og í fyrra á móti topp liðunum er hann nánast búnn að vera fyrir áramót.

  Því er það vel hugsanlegt að hann verði aggressivari og kannski á einhvern hátt staðfastari í sínni hugmyndafræði. Kaldari. Hann þarf nauðsynlega að ná í fleiri stig á mót topp liðunum og það þýðir ekkert að nota leikjaprogrammið sem afsökun. All or nothing hugarfar manna sem sjá fram á að verða reknir gæti hjálpað kallinum. Svo gæti þetta auðvitað snúist í höndunum á honum og við horfum fram á hrun.

  En þótt ótrúlegt megi virðast er ég aftur orðinn mjög spenntur fyrir næsta tímabili. Það tók alveg mánuð að fá áhugan aftur sem ég var búinn að missa í lok síðasta tímabils. Þetta hlýtur að vera einhverskonar sjálfseyðingarkvöt hjá manni.

 18. Flott podcast að vanda.

  Hrikalega vorum við óheppnir í “leikjalottóinu” þetta tímabil! Mér finnst nú David Usher hjá Soccernet ganga samt fulllangt í svartsýni sinni.

  http://www.espnfc.com/club/liverpool/364/blog/post/2495684/liverpool-dealt-premier-league-fixtures-blow

  Það mun aldeilis reyna á Rodgers strax í upphafi leiktíðar. Hann gæti hæglega lent í þeirri stöðu að vera látinn taka pokann sig fyrir jól ef við komum illa út úr þessu svakalega leikjaprógrammi fyrir áramót.

  Varðandi Sterling, jú vissulega eru 40 milljónir punda rosalegur peningur, en það gagnast okkur lítið ef enginn almennilegur leikmaður kemur í staðinn. Nú eiga menn að vera klókir og ekki selja Sterling fyrr en við erum búnir að tryggja okkur heimsklassleikmann í staðinn. Það verður samt gríðarlega erfitt að ná þessum leikmönnum, enda erum við ekki í Meistaradeildinni.

 19. Ég er bara sáttur við leikja prógrammið.
  Menn vita að hendur þurfa að standa fram úr ermum frá fyrsta flauti. Eigum svo vonandi þægilegt run í síðustu umferðunum.
  Hlakka til.
  YNWA

 20. Ég gæti nú ekki verið meira sammála Magga í þessu podcasti með nánast allt sem hann sagði.

 21. Varðandi leikjaprógrammið þá er það ekkert alslæmt. Ef við náum viðeigandi úrslitum – eins og t.d Jafntefli gegn Man Und og Arsenal og nælum sigra á liðum sem við ættum samkvæmt öllu eðlilegu að vinna, þá gæti það verið happafengur að fá stóru liðin fyrst, því þá getum við hægt og bítandi unnið okkur upp töfluna.
  Svo er gott að fá Stoke í fyrsta leik, því ég get lofað því að leikmenn Liverpool ætla ekki að láta sama harmleikinn endurgera sig. Þeir mæta dýrvitlausir í þann leik.

 22. Að mínu viti er munurinn á kaupunum á Joe Cole á sínum tíma og James Milner núna sá að Joe Cole hafði glímt mun meira við meiðsli og hafði ekki sama hraða og hann hafði uppá sitt best á meðan Milner hefur aldrei treyst á mikinn hraða í sínum leik og náð að spila flesta leiki.

 23. Fyrst frábært podcast var eins LG oft aður mjög sammála Babu
  Kristjan Atli Pedro var að skrifa undir nýjan samning við Barca svo mer finnst ólíktlegt að hann se að fara koma.
  Hins vegar finnst mer frábært að liverpool se að tryggja ser leikmenn a freetransfer. Það er ódýrara og hægt að nota peninga i meiri aðkallandi stöður eins og bakvörð.
  Eg held að lucas verði seldur fra liverpool og við gætum jafnvel seð nýjan miðjumann þar inn.
  Eitt að lokum er ekki Pako hættur i Ísrael og i raun i atvinnuleit ? Ef svo er finnst mer að liverpool ætti að reyna að fa hann sem aðstoðarþjálfara.

Opinn þráður – Slúður helgarinnar

Leikjaplanið 2015/16 og aðrar fréttir