Bogdan staðfestur og tilboði City í Sterling hafnað

Það var svo sem vitað en var endanlega staðfest í morgun að Adam Bogdan, leikmaður Bolton, hefur skrifað undir samning við Liverpool FC og mun ganga til liðs við félagið 1. júlí n.k. Hér er að finna staðfestingu klúbbsins, einhver viðtöl munu svo væntanlega fylgja þegar kaupin ganga í gegn og við fara betur yfir hann og hans feril. Við bjóðum hann að sjálfsögðu velkominn!

Er hann upgrade af Jones? Ég veit það ekki. Hann er amk engin samkeppni við Mignolet, enda geri ég s.s. enga kröfu um það heldur. Vil mikið frekar að félagið noti þá peninga sem það hefur í aðrar stöður fyrst sem meira máli skipta í dag.

Aðrar fregnir, og öllu stærri, er að Liverpool hafnaði í gærkvöldi fyrsta tilboði City í Sterling. Tilboðið hljóðaði víst upp á 30 milljónir punda (25 milljónir punda + 5 milljónir háð ýmsum skilyrðum). Þetta kom á öllum helstu miðlum í gær, sjá umfjöllun Echo hér. Samkvæmt Times, Guardian, BBC, Echo ofl. traustum miðlum vill klúbburinn fá nær 50 milljónum fyrir leikmanninn og hefur það birst á hinum ýmsu miðlum í morgun að City undirbúi nú annað tilboð sem ku vera um 40 milljónir. Við sjáum hvað setur. Það kæmi mér a.m.k. stórkostlega á óvart ef að Sterling verði leikmaður Liverpool þegar blásið verður til leiks í águst. Sorglegur endir engu að síður á stuttum Liverpool ferli Sterling, sjaldan verið jafn spenntur fyrir ungum leikmanni eins og ég var fyrir Sterling.

Liverpool ætlar að reyna að klára sín viðskipti snemma, sem er flott. Klúbburinn búinn að tilkynna um kaup á þremur nýjum leikmönnum, allir koma þeir á frjálsri sölu (á þó eftir að ganga frá einhverjum atriðum við Burnley varðandi Ings). Ég held að það sé góð regla að gagnrýna ekki sumarkaupin fyrr en 1. september. En guð minn góður hvað ég vona að eitthvað stórt sé handan við hornið.

35 Comments

  1. Imagine how fucking happy you are to be Adam Bogdan right now. You have a shit season in the championship and fail to hold down a place, the end of the season is looming and you’re thinking “shit, out of contract, here comes league 2”
    Then out of fucking nowhere you get signed up as the back up keeper for Liverpool Football club, in the premier league. Who you know will probably play you because our #1 goes on a tilt bi-monthly.
    Fair fucking play, we make dreams come true for average players everywhere.

  2. Flott að fá menn inn sem styrkja hópinn. Skiptir engu þó þeir komi hingað á frjálsri sölu. Ings og Milner gera klárlega tilkall til byrjunarliðs. Ings er allavega betri en Borini og Lambert og passar betur inn í hugmyndir Rodgers um hvernig framherjar eiga að spila heldur en Balotelli.

    Milner er kannski ekki arftaki Gerrard en fyllir þó eitthvað upp í fótspor hans. Milner gæti passað betur inn leikstílinn að því leitinu að hann er vinnusöm hlaupakanína.

    Hvað Bogdan varðar þá er hann allavega betri en Brad Jones og er klárlega betri en Mignolet, þegar Mignloet spilar á sínum slæmu dögum. Auðvitað hefði verið draumur að fá Petr Chech – en ENN og aftur – þá kemur sama reglan upp. Hann passar hann ekki inn í stefnu Liverpool. Þeir vilja mann á besta aldri ef þeir vilja annað borð eýða fúlgum fjár í þá.

    Það sem er líka jákvætt að við erum að fá þrjá menn án þess að þurfa að kaupa þá. Við getum þá fokuserað að kaupa framherja leikmann til liðs við okkur sem gæti mögulega verið á par við það besta í heiminum.
    það jákvæða við að selja Sterling er að við höfum nóg af þessum væng/tíjum eins og hann er – en okkur skortir raunverulegan markaref. Þannig að hans missir verður aldrei jafn mikill og það var að missa Suarez.

  3. Er ánægður með að sterling fari án djóks þessi drengur er allt sem ég þoli ekki .
    Græt hann EKKI !
    Hann er eigingjarn , vanþakklátur og gráðugur ungur drengur sem á ekki skilið að spila í rauðu treyjuni meðað við hvernig hann hefur komið fram ..good riddance sorry varð að koma þessu frá mér.
    Það er ekki eins og Sterling sé eitthver Messi í eitthvað álíka hann er það ekki , Hæfileikaríkur og snöggur drengur sem jú getur eflaust orðið betri en ekkert meira en ofmetinn.

  4. Maður undrar sig ekkert á stöðu Liverpool þegar kaupin eru þessi. Lykilmenn út og meðalmenn inn.

  5. Fínt buisness ef við fáum nálægt 50 kúlum fyrir hann.
    Var ekki borgað 500 þús pund fyrir hann ?

    En hvernig var það, þarf Liverpool ekki að borga 10-15% af söluverðmætinu til uppeldisfélagsins ?

  6. Hver lofaði þessum stóru kaupum? Afhverju að gera sér vonir um þau til að verða fyrir sömu vonbrigðum 1. sept og alla hina. Einskonar reality check dagur fyrir LFC aðdáandann. Djöfull sem ég þoli þann dag ekki, þegar vonin deyr algjörlega.

    Það að vilja alltaf sjá glasið hálf fullt er bara afsökun taparans. Enginn tilgangur að líta endalaust á einhverjar bjartar hliðar, tala nú ekki um þegar þær eru jafn vandfundnar og þegar kemur að Liverpool. Þeir hafa átt 2 góð tímabil í 25 ár (þrennu tímabilið + istanbul), eftir að hafa verið besta lið í heimi í tvo áratugi. Svona í alvöru talað, jákvæðni? common…

    FSG eru alveg að verða búnir, kaupa kannski Trippier og einhvern fyrir Sterling ef hann verður seldur.

    Origi fyrir Lambert
    Ings fyrir Borini
    Milner fyrir Gerrard
    Bogdan fyrir Jones
    Trippier fyrir Johnson
    random free agent fyrir Sterling
    + hugsanlegar sölur ómerkilegra leikmanna

    Framlína: Sturridge, Balotelli, Origi, Ings
    Varnartengiliðir: 0

    Allt yfir 18. sæti og FSG er drullusama. Hagnaðurinn við að eiga LFC til skamms tíma felst í stærð aðdáandahópsins, ekki árangri.

    Mikið er gaman að halda með liði sem hefur 0% möguleika á sigri í öllum keppnum. Áhugi minn á fótbolta sennilega bara í sögulegu lágmarki. Með óbragð í munninum við þá tilhugsun að þurfa að sjá Joe Allen spila í liðinu mínu á næsta tímabili, fjórða tímabilið í röð.

    …og stuðningsmenn kjósa þetta yfir sig með einhverju misguided peningahatri. Vilja frekar aldrei vinna neitt og halda áfram sem þetta meðallið en að fá alvöru eiganda. Það er ekki eins og eigendur okkar séu eitthvað fátækir, þeir eru bara ekki nógu ríkir til að eyða peningum heimskulega og það er jákvætt af einhverjum ástæðum sem ég skil ekki.

    Peningar eru ekki að eyðileggja fótbolta frekar en þeir eru að eyðileggja kvikmynda-, tölvuleikjageirann eða hvað annað. Einstaklega kjánaleg dramatík.

    Skoðum hljóðið í þeim jákvæðu þann 1. sept.

    FSG out!

  7. Pellegrini sagði í vetur “Can you get Sterling? Maybe if you go to Liverpool with £100 million you can.”

    Þarf eitthvað að ræða þetta. Komdu með aurana og við erum með díl.

  8. #7
    Glasið þitt er ekki bara hálf tómt, heldur mölbrotið úti á gólfi og appelsín upp um alla veggi. Lífið er ekki svona slæmt og þetta er bara nú fótbolti ef það hjálpar eitthvað.

    YNWA

  9. Án þess að vera aalveg jafnt langt niðri og Jón #7 trúi ég Liverpool samt til þess að kaupa nákvæmlega engan striker i viðbót og bjóða bara upp á sóknarlínuna Sturridge, Balotelli, Ings og Origi í haust. Kanarnir ætla sér eflaust að freista þess að kreista peninga út úr fornri frægð félagsins (og hins nokkuð rykfallna vörumerkis) næstu árin og láta það duga. Hvort þeir síðan selja félagið – eða fara að nota peningana í leikinn og leikmennina – verður bara að koma í ljós. Það verður ekkert marquee signing í sumar, boys and girls.

  10. Ég bara veit ekki hvað ég finnst um Adam Bogdan. Hvort hann sé nógu góður fyrir Liverpool. Ég tel hann samt vera ágætis varamarkvörður og fínt fá hann frítt. Gefum honum séns.
    Sterling má fara ef við fáum hátt i 40 milljónir pund tilboð fyrir hann enn ég heimta að FSG noti skildinginn að styrkja liðshópinn betur i staðinn. Við þurfum fjárfesta i varnartengilið og heimskassa sóknarmann ef t.d. Borini, Lambert eða Balotelli fara i sumar.
    Ég vill ganga frá kaupum og sölum fyrir miðjan júli og vil vill ekki sá engin panic buy í lok ágúst.

  11. Ég spái ekki að Störling fari… BR gérir það sama og hann gérði við Suarez.

    Ég er bara mjög bjartsýnn fyrir tímabilið en veit ekki hvaðan það kémur…

    Fáum meistaradeild aftur á Anfield 2016-17.

  12. Við erum lið sem ætlar að byggja á efnilegum leikmönnum en um leið lið sem getur ekki haldið efnilegum leikmönnum…

    …hvert leiðir það okkur?

  13. Fyrir einhverjum hljómar framlínan Sturridge – Balotelli – Ings og Origi bara alls ekkert svo illa. Hún reyndar hljómar bara sem þokkalegasta framlína. Eiginlega bara sudda góð. Sturridge og Balo kunna alveg fótbolta, hafa reynslu af stórliðum og eru heimsþekkt nöfn. Ég bara get ekki séð fyrir mér annað svona tímabil þar sem Sturridge er frá meira en helmingin af árinu. Við eigum klárlega HELLING af mörkum inni hjá honum. Balo ætlar að vera áfram, sem segir mér bara að hann sjái eftir því hvernig fyrsta tímabilið hans fór og vill sýna okkur sófaspekingunum hvað í honum býr. Ings er klárlega að fara valda usla, það er bara hans stíll. Aggresívur, hraður og áræðin. Origi er svo risa spurningamerki. Höfum klárlega séð góða hluti hjá honum með Belgíska landsliðinu og vonandi hentar Liverpool honum betur en Lille, þar sem hann stóð sig ekki vel þrátt fyrir sín 9 mörk (fæddur 1995).

    Ég hef reyndar ekki trú á að þetta sé framlínan sem mun byrja næstu leiktíð. Ég held að það sé annar senter á leiðinni, einhver sem er lítið þekktur á besta aldri (25-27 ára) og á eftir að reynast okkur drjúgur og ég gæti trúað að Origi verður lánaður innan Englands. Svipaðan díl og Wisdom var á.

    Annars er Sterling-dramað ekkert að trufla mig. Hann er fyrir löngu búin að eyðileggja orðspor sitt hjá Liverpool og óþarfi að fara eyða tíma og orku í hans mál. Burt með hann. 30M/p er fínn díll þar sem við fengum hann á eitthvað klink.

    Það er annar ungur strákur í Liverpool sem opnaði fyrir kranan hjá mér og bætti aðeins ofan í glasið mitt. Eftir nokkur ár verður hann stjarnan í Enska landsliðinu, held að það sé enginn vafi á því. Hann er eins og er á æfingarsvæði Liverpool að gera sig betri, ekki á Jamaica á næturbúllunum að drekka mojito. Hann er eiginlega sami leikmaðurinn og Sterling fyrir utan þá parta að hausinn á honum er rétt skrúfaður á. Er jafnvel meira spenntari fyrir Ibe heldur en ég var fyrir Sterling. Ibe er eiginlega að gera allt það sem maður vonaði að Sterling myndi gera.. í guðannabænumfarðuvelmeðhannRodgers.

    Næsta verkefni hlýtur bara að vera að negla niður hægri bak. Þá helst Clyne en ég myndi sætta mig við einhvern töffara úr þýsku deildinni. Einhvern sem nennir ekki að vera hálfan mánuðin á sjúkrabekknum og spilar bara allar helv… mínúturnar. Algjör nauðsyn að klára góð kaup þar.

    Mignolet
    Clyne Skrtel Sakho Moreno
    Can Henderson
    Ibe Coutinho
    Strridge Ings

    Bekkur: Bogdan, Balo, Lallana, Markovich, Milner, Lovren, Flanagan
    Utan Hóps: Lucas, Allen, Toure, Manquillo, Origi…..

    Og þetta er aðeins dæmi ef okkur tekst að landa Clyne… Hefur oft litið verra út…..

    YNWA

  14. Afhverju kaupum vid bara ekki Cabaye fra PSG?

    Vanur ensku deildinni, gott hugarfar godar sendingar og skot, sennilega a vidradanlegu verdi thar sem hann vill fara fra psg.

  15. Sturridge er frá fram til september…sem þýðir svona nóvember. Ég ætla ekki að kveikja á imbanum í ágúst og sjá Balotelli í framlínunni. Ings og Origi að leiða sóknina hjá okkur og þá erum við virkilega að berjast við Stoke í stigatöflunni. Það er einna helst að Ibe og Sterling þroskist í strækera en Sterling virðist að öllum líkindum vera að fara og einungis verið að prútta um verð. Þannig að þótt ég kunni að meta jákvæðnina Sindri Rafn þá er staðan glötuð ef það kemur ekki sóknarmaður beint í byrjunarliðið.

  16. Eru menn að gleyma leikmanni #9 frá í fyrra?

    En við getum skálað fyrir því í kvöld að Aspas kemur ekki úr láni, frágengið:)

  17. Þar sem Sturridge kemur í seinna lagi til baka í haust og þarf kannski tíma til að koma sér í gírinn er nauðsynlegt að bæta við einu stykki 1st choice striker.

    Auðvitað er sorglegt að missa Sterling, eitt mesta efni sem komið hefur fram í enska boltanum síðustu ár. Og þó hann sé ekki ,,finished article” þá er hann samt frábær leikmaður og það verður fúlt að sjá hann brillera annarsstaðar. En, hann fer örugglega og City virðist liklegasti áfangastaðurinn. Tökum á móti 30 mills og Samir Nasri í staðinn og málið er dautt!

  18. Orðrómurinn um að við séum að landa Mateo Kovacic frá Inter Milan verður háværar og háværari! Hver elskar ekki smá slúður??

  19. Hver af öllum þessum miðjumönnum á að sjá um að ryksuga hreint fyrir framan vörnina? Milner, Henderson, Can eru allir box-to-box. Kovacic líka. Á Joe Allen að fara í skó Lucasar? Stundum er þetta hreinlega eins og Rodgers stafli upp mönnum sem allir spila nákvæmlega sömu stöðuna. …. og svo vantar samt striker og DM come next winter.

  20. Sá dani og serba í gærkvöldi þar sem Markovic fór oft á kostum ,fljótur og snöggur en það kom bara ekkert út úr því og til síst unnu danir óverðskuldað þar sem þeir höfðu góða vörn sem var stjórnað af Daniel Agger!!!
    Ég sá líka íslendinga vinna tjékka í fyrrakvöld.
    Íslenska fótboltalandsliðið er farið að vekja athygli um evrópu fyrir vel spilaðan fótbolta,hápressu sem sækjir hratt á mörgum mönnum og svíarnir sem analiseruðu leikinn voru imponeraðir. Já lansliðið íslenska leikur sem sagt fótbolta eins og Liverpool vill spila en getur ekki af því að leikmennirnir sem eru til staðar hjá klúbbnum eru ekki nógu góðir eins og t.d Markovic,Allen og Lambert.
    Svo mín 5 cent í dag eru að kanske mætti reyna að fá Sigurðsson aftur ,hann er miklu betri en flestir sem nú eru á miðjuni hjá Liverpool og svo fannst mér síðhærði guttinn Bjarnason týpa sem mundi passa vel í Liverpool teknískur og velspilandi.
    Það var bara eitt sem mér líkaði ekki við landsliðið okkar og það voru Stoke innköstin ,engin ástæða fyrir svona gott lið að vera að kasta alltaf svona langt inn á völlinn .

  21. Jón#7 er algerlega med thetta. Thad er svo sem ekki miklu vid ad baeta nema ad BR virdist aetla ad fara sömu leid og sidast thegar hann keypti dót í stad alvöru verkefaera. Afsakid stafsetningu, er í tölvu í útlöndum sem hefur ad vísu broddstafi en ekki íslenska stafi adra.

  22. Ekki örvænta!
    Charlie Austin er væntanlegur.
    Þá þurfum við bara að finna einhvern frá Hull og málin eru afgreidd.

    Stór kaup…. spái Milner sem aðal nafni sumarsins.

    En dreymi þó um að sokk verði troðið í mig

  23. það virðast flest lið vera á eftir Austin og skil það vel góður leikmaður á lítinn pening skoraði 18 mörk hjá liði sem endaði neðstir í deildinni og ég er ekki góður í prósentu reikningi en það er einhverstaðar í kringum 38,4% af mörkunum sem við skoruðum…

  24. Nei ojj vill ekki sjá 25 ára Charlie Austin sem kominn er í landsliðið og skoraði 18 mörk, vill frekar halda Lambert og Borini…

  25. Verð að segja að ég er mjög hrifinn af Charlie Austin. Ef það er eitthvað sem þessi gæji kann, þá er það að skora mörk. Kíkið bara á recordið hans í gegnum árin og með hinum ýmsu liðum, að vísu eru þetta allt lið í neðri deildum (fyrir utan 1 tímabil í úrvalsdeild) en mér er sama um það. Þessi náungi er aðeins 25 ára og hann kann að skora mörk, svo mikið er víst: https://en.wikipedia.org/wiki/Charlie_Austin

  26. Er alveg hættur að skilja hvað er í gangi hjá þessum klúbb okkar. Meðalmennskan skín úr hverri einustu signing sem við erum búnir að gera undanfarið.

    Borini, Balo, Lallana, Moreno, Marko, Lambert, Can, Lovren, Alberto, Bogdan, Origi osfr

    Can, Lallana og Marko eiga alveg möguleika á að verða eitthvað, og maður vonar að Lovren sé nú ekki allt í einu svona lélegur, en þetta er frekar glatað. Maður veit svo ekki með Origi en hann átti ömurlegt tímabil og færi sennilega ekki á 5 millur í dag.

    Ekki einn einasti topp leikmaður hefur komið til klúbbsins síðan Suarez kom. Og okkar bjartasta von vill ekki vera hjá okkur lengur þrátt fyrir að BR sé svona rosalega flínkur í man management eins og hann sjálfur heldur fram.

    Pressan verður gríðarleg á BR og svo lúrir Klobb handan við hornið. Veit ekki betur en meðalmennskan sé komin til að vera hjá þessu félagi með þessu áframhaldi og FSG sem eigendur.

  27. Sterling búinn að gefa það út að hann vilji sölu til nýs félags sem fyrst,þvílíkur karakter aldrei verið með hjartað á réttum stað, en við hljótum að geta pikkað upp einhverja fleiri fríara einhverstaðar.

  28. Þrjár hugleiðingar eftir svörin hérna að ofan.

    Horfði með öðru á England.

    Sterling var bara nákvæmlega eins og í allann vetur hjá Liverpool, fljótur en með dapurt töts og getur ekki klárað færi. Enn sem komið er þá er hann Shaun-Wright-Philips. Ekkert meira.

    Lallana leit frábærlega út áðan, þar fer maður með töts.

    Hvernig er hægtað afgræða kaup sem meðalmennskukaup fyrirfram?

    Var það meðalmennska hjá Chelsea að kaupa Gary Cahill frá Bolton? Meðalmennska hjá ManU að kaupa Valencia? Heimskulegur málflutningur.

    Það er til endalaust af dæmum þar sem góður leikmenn eru keyptir af verri liðum. Barca, Real, Bayern og Chelsea kaupa ekki leikmenn bara hvert af öðru.

  29. Held að “ráðamenn” Liverpool verði að átta sig á því að samningur Sterlings rennur út eftir 1 ár. Þannig að þeir fá aldrei 50 mills fyrir hann nema það verði einhver samkeppni um hann. Ég skal sættast á 35 til 40 mills…. 😉

Tvöfalt eða ekkert

Opinn þráður – Slúður helgarinnar