Opinn þráður – nýr varamarkmaður?

Eins og gengur og gerist á þessum árstíma eru menn nokkuð uppteknir og minna að spá í enska boltanum. Tímabilið er nýbúið, glugginn ekki formlega opinn og langt í fyrsta leik.

Það er þó alltaf eitthvað að frétta hjá okkar mönnun og það líklegasta í þessari viku er nýr varamarkmaður, Adam Bogdan frá Bolton. Þetta gefur til kynna eins og flest okkar bjuggust við að Mignolet hafi tryggt sig í sessi eftir áramót og ekki þurfi að skipta um markmann í sumar. Bogdan er á fínum aldri m.v. markmann og auðvitað hugsaður sem varamarkmaður. Hann kemur á frjálsri sölu og lítið á því að græða að æsa sig yfir þessum tíðindum. Brad Jones var að spila 2-5 leiki á tímabili ef ég man rétt og Bodgan er líklega ekki að fara gera mikið meira en það. Hann veitir Mignolet vonandi eitthvað meira aðhald en Jones var að gera.

Hér er smá lesning um hann

En orðið er laust.

28 Comments

 1. Fyrir mér eru þetta fín kaup. Fa markmann sem getur leyst þessa 3 leiki á tímabilið. Min von var að fá varaskeifu í markid, ódýrt. Peningunum á að vera eitt á öðrum stöðum. Upphaf gluggans heldur mér í voninni. Vietto & Tevez in please!

 2. Var að vonast eftir betri markmanni en þessum. Ef Mignolet meiðist þá þurfum við mann eins og Reina tilbaka. Markmann sem vinnur leiki fyrir okkur, ekki bara einhvern í markmanns treyju.

 3. Veit lítið sem ekkert um hann en skil af hverju menn eru tilbúnir að æsa sig svona mikið yfir varamarkmann, ef við hefðum keypt öflugari markmann á segjum 6-7 millur þá hefðu menn líka orðir reiðir yfir að við séum að eyða svona miklum pening í varamarkmann

 4. Fyrir mér eru þetta sniðug kaup, yngja upp varamarkmann sem veit hann er lítið að fá að spila. Held þetta sé liður í því að peningunum á að vera varið annars staðar á vellinum sem er vel. Fyrir mér þarf einungis þrjá leikmenn í viðbót fyrir næsta tímabil: Vietto/Tevez sem framherja og góðan DM ´sem ætti að vera leikmaður uppá 25 m.p. enda mikilvægasta staða vallarins að mínu viti og þarna þurfa LFC leikmenn. Gæfi mikið fyrir mann eins og Mascherano í þessarri stöðu til að binda liðið saman. Svo signar Clyne rétt fyrir mánaðarmóti. Þá yrði liðið eftirfarandi á næsta tímabili:
  Mignolet
  Clyne – Skrtel – Sakho – Moreno
  Góður DM
  Henderson —Milner
  Coutinho
  Vietto – Sturridge

  Bekkur: Lallana, Sterling, Lovren, Origi o.fl.

  Já Sterling er á bekk, er bara ekki betri en Coutinho í þessarri stöðu!

 5. villi #5

  vietto og teves mjög líklega á leiðinni til A. Madrid En strákar vill minna ykkur á að við þurftum tvo leiki á móti bolton til að komast áfram í bikarinum og Adam Bogdan stóð í marki þannig að eitthvað kann hann drengurinn 😉

 6. Sama hvað hægt er að fegra þessi kaup er þetta bara ekki nógu gott. Menn benda á að hann kosti ekki krónu, en þó er hægt að benda á að hann er ekki sá eini í heiminum sem er án samnings. Það tók mig 2 mínútna google leit til að sjá að það er til betri markvörður án samnings á markaðnum. Sergio Romero, aðalmarkvörður Argentínu er að leita sér að félagi. Af hverju er hann ekki til skoðunar? Mér finnst ekki nógu gott fyrir klúbb eins og Liverpool að hafa varamarkmann sem var ekki treyst fyrir aðalstöðunni hjá Bolton.

  Það er mikilvægt fyrir lið sem ætla sér eitthvað að hafa góðan varamarkmann. Þó svo að ég sé ekki að biðja um Petr Cech eða Courtois er þó hægt að óska þess að njósnateymið hjá klúbbnum geti fundið betri markmann en Bogdan. Voru ekki allir að tala um að við þyrftum mann sem að veitti Mignolet aðhald? Ég er ekki að fara að sjá það gerast með þennan mann á bekknum. Sama saga og með Brad Jones, ekki nógu gott fyrir Liverpool.

 7. Það sem mér finnst alvarlegast í stöðunni í dag er að stjórnendur liðsins virðast vera að skíta á sig í samningum við Skrtel og hann farinn að hugleiða flutning til annars liðs. Það væri svo sem eftir öðru hjá stjórnendum að missa hann vegna einhverrar stórfurðulegrar tregðu í launagreiðslum ti lykilmanna, sbr. mál Raheem Sterlings. Það þarf greinilega að reka fleiri frá liðinu áður en almennilega verður tekið á launa- og leikmanakaupamálum liðsins.

 8. Hefði viljað fá alvöru markvörð til að taka við af Mignolet. held að Sterlingruglið hafi ekkert með launamál að gera heldur hausinn á Sterling.

 9. Rodgers í fríi á spáni, ekkert að frétta og ef samningar nást ekki við Sktrel mun ég gjörsamlega missa vitið

 10. #10 Vonandi vaknar klúbburinn og losar sig við Skrtel. Þetta er einhver ofmetnasti varnarmaður úrvalsdeildarinnar og er bara alls ekki nægilega góður til að vera lykilleikmaður í liði sem ætlar sér að berjast um alla titla á hverju ári þetta er svona Tony Pulis leikmaður stór og stekur en ekkert meira en það. SKRTEL OUT

 11. Af hverju í andskotanum eru menn svona harðir fyrir Vietto hérna? En kalla Ings miðlungs drasl og vilja ekki sjá hann?
  Þeir eru jafn gamlir, báðir 22 ára í ár.
  Vietto spilaði 31 deildarleik og skoraði 12 mörk í þeim leikjum
  Danny Ings spilaði 35 deildar leiki og skoraði í þeim 11 mörk.
  Skoruðu svipað mikið í deildunum sínum, danny ings í slappari liði og sterkari deild. Ég vil sjá annan betri senter en Danny Ings sem ég sé meira sem 3-4 senter hjá okkur sem hann verður líklega. Ég sé ekki hvernig Vietto á að vera töfralausn en ekki Danny Ings, þó að Vietto verði geggjaður í FM þá þýðir það ekki að hann sé einn besti framherji í heimi í dag

 12. Væri ekki ráð að bjóða Abou Diaby samning fyrir spilaða leiki? Hörkuleikmaður hér á ferðinni þegar hann er heill. Skilst að Arsenal hafi ekki áhuga á að semja við hann.

 13. Gummi #15:
  “danny ings í slappari liði og sterkari deild”

  Sterkari deild?
  Þvílíkt kjaftæði, í dag er spænska deildin mun sterkari heldur en sú enska.

  Að öðru leyti sammála því að ég skil ekki alveg þetta Vietto-rúnk. Við erum búnir að kaupa Ings sem verður flottur 2-3 framherji og nú verðum við einfaldlega að kaupa framherja númer eitt! Tevez yrði algjör draumur.
  Sturridge verður í besta falli 3-4 framherji því ég sé hann ekki ná það mörgum leikjum fyrir okkur.

 14. Spot on Kristján E #10.

  Það kemur að því að stuðningsmenn LFC vakni og finni lyktina af kaffinu. Vandamálið blasir við okkur en flestir stuðningsmenn eru með hausinn á kafi í sandinum. Það eru skrifaðar lofræður um hvernig FSG hefur skorið niður launakostnaðinn um 500.000 pund á viku og allir dáðst bara af því hversu vel þetta batterí er rekið. Inn í þessa tölu vantar samt upp á að í sumar hverfur Gerrard frá og einnig Johnson…ætli þetta fari ekki nálægt 800 þúsund punda tölunni.

  Viljið þið setja það í samhengi = rúm 41.500.000 milljón pund á ári. Hvert fer þessi peningur?

  Við fengum Millner, sem er frábært, en meðvirkir stuðningsmenn FSG fóru strax að benda á hversu óhræddir kanarnir væru við að setja laun á eitthvað, þegar þeir trúa á það. Fyrir mér þá dekkar Millner bara launapakkann sem að Johnson skilur eftir sig. Gerrard fer út, fáum við mann sem koverar launin hans?

  Það er síðan gott og vel að ætla sér að byggja á ungum og efnilegum mönnum en það eru stærðarinnar göt á þessu plani kananna.

  Þeir halda að sér höndum í öllum samningamálum og eru að glopra efnilegasta manni okkar frá sér. Ég veit að Sterling hefur komið fram eins og kjáni en hefði hann gert það ef að FSG hefði farið í samningarviðræður strax eftir síðasta tímabil. Það sama má segja um Henderson.

  Þetta samingsboð til Skrtel er síðan nánast niðurlæging fyrir hann og ég rétt vona að þetta sé bara eitthvað bull.

  Segjum sem svo að Jordon Ibe eigi eftir að sprynga út eins og við öll vonumst til. Er FSG að fara að halda honum?

  Nei, aldrei.

  Þeir eru ekki að ná til sín mönnum sem geta spilað fyrir City og Chelsea og þeir eru að skíta á sig að endurnýja samninga við efnilega menn og lykilmenn. Ef Ibe verður sá leikmaður sem við vonumst til þá spilar hann ekki fyrir miðlungslið eða lætur bjóða sér einhvern amateur hátt í samningaviðræðum.

  Það eina sem að FSG hefur gefið mér fullvissu um er að þeir halda áfram að draga úr launakostnaði og hagræða í rekstri.

  Flestir stuðningsmenn verða áfram stóránægðir með það og LFC hrapar úr 8 sæti yfir verðmætustu fótboltafélög heims hratt og örugglega.

  Ef að við höldum óbreytt áfram þá erum við á hraðri niðurleið í fótboltaheiminum og þá er ég ekkert að tala um bara Barclay Premier League.

  FSG OUT!

 15. Þetta segir svolítið mikið um njósnakerfi LFC. Stóð sig vissulega vel gegn okkur og er það bara nóg til að fá hann í okkar raðir? Hann var varamarkvörður megnið af tímabilinu fyrir einhvern Andrew Lonnergan sem ég veit ekki einu sinni hver er.

  Var ekki að vonast eftir örlítið betri markverði sem gæti sett meiri pressu á Mignolet.

 16. Ég skil ekki þennan áhuga á því að kaupa dýrari varamarkvörð né heldur áhugan á Teves. Teves er skemmt epli. Enginn efast um hæfileika hans en skapgerðin er með þeim hætti að hann stoppar aldrei lengi hvar sem hann er. Hann eyðileggur móralinn í þeim liðum sem hann er í og hleypir öllu í bál og brand.

  Það er líka eftirtektarvert að Brendan er kominn í frí enda búið að ráða hann áfram þó líklegt sé að hann verði farinn um áramót. Amk. miðað við þá skitu sem hann var með í lok síðasta tímabils. Væri honum ekki nær að snúa sér að því að ná í þá menn sem geta reddað honum starfinu áfram. Ekki veitir honum af tímanum miðað við aðdragandann og kaupin á Balotelli í haust leið.

 17. Vonaðist samt til að það yrði keyptur almennilegur markvörður. Áður en Pepe Reina var látin fara sagðist Rodgers vilja fá annan markvörð til að auka samkeppnina í liðinu. Ekki get ég alveg séð að þessi gaur er t.d betri en Pebe Reina.

  Segi þetta með fyrirvara, Hef ekki grænan grun um hvað þessi markmaður getur. Fannst hann reyndar mjög góður þegar hann spilaði gegn okkar mönnum í bikaranum og furðaði mig yfir því að hann væri varmarkvörður liðsins. Hann er líklega betri en Brad jones en í mínum villtustu draumum vonaðist ég að við fengum Peter Chech.

  geri ráð fyrir því að Oliver Neuer er of dýr fyrir okkur 🙂

 18. Það er svosem allt í fína að fá unproven markmann finnst mér. Það er klárlega einhvers konar launaþak eða peningaþak hjá klúbbnum og Rodgers fær ekkert leyfi til að kaupa heimsklassa leikmenn hægri vinstri. Hann þurfti að fá Ings vegna þess að það er hreingerningarútsala á sókninni hjá okkur. Milner var of feitur biti að segja nei við fyrst hann hafði áhuga á að koma. Ætli Rodgers eigi ekki 30-40 milljónir til að eyða (gisk út í myrkrið) og þar af fer slatti í sóknarmann og hægri bakvörður vantar sömuleiðis í byrjunarliðið.

 19. #19 lestu greinina sem Babú linkar á í færslunni og þar sérðu að Bogdan var ekki varamarkvörður á tímabilinu heldur átti hann við meiðsli að stríða. Það er svo ágætt að lesa þessa grein þó svo að þetta sé bara álit eins stuðningsmanns Bolton þá er það ágætt innlegg í umræðuna.
  Ég er á því að við séum að styrkja varamarkvarðastöðuna hjá félaginu með því að fá þennan gæja inn í staðinn fyrir Brad Jones.

 20. Nú þegar við erum að fara í endurbætur á Anfield, liggur þá ekki við að klúbburinn sé að minnka við sig á leikmannamarkaðinum á næstu árum? Var það ekki sem Arsenal var að díla við þó upphæðirnar þar voru hærri….

  Eða mun sá peningur koma annarsstaðar frá?

 21. Djöfull er stemmningin orðin leiðinleg hérna. Það er verið að tala um að fá nýjann varamarkmann eftir að Mignolet var frábær eftir áramót og virðist vera kominn á skrið.

  Og þá er beint farið í meðalmennskubaulið, ó mæ gad hvað þetta er orðið þreytt. Þetta er spurningin um fokking varamarkmanninn og hefur lítið sem ekkert að segja í alvörunni.

  Til að súmmerað þetta upp: Keyptur var varamarkmaður, hann er að fara að spila svona 4 leiki allann næsta vetur.

  kv,

  Diego Cavalieri, Brad Jones, Charles Itandje, Alexander Doni, Chris Kirkland og Peter Gulasci.

 22. Fyrir þá sem ekki vita þá var Bogdan ekki “varamavörður” Bolton vegna þess að hann er lélegur, heldur vegna þess að hann var meiddur í góðan tíma á tímabilinu. En ekki að það þýði að þetta sé sá markvörður sem maður hefði helst viljað fá til liðsins.

 23. Eitt sem ég set spurningarmerki við?

  Af öllum markmönnum í heiminum þá er Liverpool að fá sér leikmann sem átti stórleik á móti þeim í bikarnum á síðustu leiktíð. Ætli þessi leikmaður hafi verið númer 1473 í röðinni fyrir þann leik?

 24. Ég sá nokkra leik með Bolton í vetur þarsem Bodgan var að æfa sig að verða varamarkvörður liverpool þaes hann var á bekknum í þeim leikjum. Ekki var hann meiddur þá. Hann bara komst ekki í liðið einfalt mál. Enda var hinn markmaðurinnn að standa sig vel.

  Það er klárt mál og það hefur sýnt sig að Mignolet er ekki nægjanlega góður fyrir lið eins og Liverpool og að spila part úr tímabili sæmilega, er ekki sá markmaður sem við þurfum á að halda til að keppast um cl sæti eða jafnvel titla. En er Mignolet nokkuð betri en þetta, að bullandi samkeppni við varamarkmann úr liði sem var í botnbaráttu í fyrstu deildinni í vetur eigi að halda honum á tánum, má hann við nokkuð meiri samkeppni aður en að svokallaður varamarkmaður sé betri en það sem fyrir er. Mitt mat er að fyrir eigum við ágætan varamarkmann í Mignolet en okkur vantar enn toppklassaaðalmarkmann og því eru þessi kaup á þessum Bodgan óþörf nema að það eigi að selja Belegíska súkkulaðið.

  Svo má nú ekki gleyma því að Brad Jóns sló meistara Mignolet úr liðinu í vetur, hann var nú ekki verri en það blessaður eða er Mignolet nokkuð betri það? Maður spyr sig?

Danny Ings – verður hann óvænt hetja?

Tvöfalt eða ekkert