Danny Ings – verður hann óvænt hetja?

Í gær greindi Liverpool frá því að framherjinn ungi Danny Ings muni ganga til liðs við félagið í sumar þegar samningur hans við Burnley rennur út. Hann er annar leikmaðurinn sem Liverpool fær til sín á skömmum tíma og fögnum við því vel.

Líkt og nokkuð margir leikmenn Liverpool þessa dagana er Southampton á ferilskrá hans en hann hóf ferill sinn hjá þeim áður en þeir létu hann fara þegar hann var ungur strákur. Leið hans lá þar til Bournemouth þar sem hann gekk í unglingastarf þeirra og steig seinna meir sín fyrstu skref í atvinnufótbolta.

Hann lék tæpa þrjátíu leiki með Bournemouth áður en hann gekk til liðs við Burnley og lék þar undir fyrrum þjálfara sínum hjá Bournemouth, Eddie Howie. Á fyrstu leiktíð sinni með Burnley var hann í takmörkuðu hlutverki enda kannski ekki amaleg samkeppnin í liðinu hjá þeim með þá Charlie Austin og Jay Rodriguez innanborðs.

Sumarið 2012 var Rodriguez seldur til Southampton og Ings fékk tækifæri til að vinna sér stöðu í liðinu á þeim tíma en varð fyrir slæmum hnémeiðslum rétt áður en tímabilið hófst, þurfti að fara í aðgerð og var frá í sex mánuði.

Honum tókst að jafna sig af meiðslunum og fékk stórt tækifæri sumarið eftir þegar Charlie Austin var seldur til QPR og greip hann það heldur betur. Hann myndaði frábært sóknartvíeyki með Sam Vokes og fóru þeir hamförum og tryggðu Burnley sæti í Úrvalsdeildinni. Ings skoraði 22 mörk í deildinni og lagði upp all nokkur þá leiktíðina og var kjörinn besti leikmaður deildarinnar það árið.

Stjarna Ings skein skært og festi hann sig í sessi sem lykilmaður í enska u21 árs landsliðinu og líklegt þykir að fljótlega fái hann tækifæri með A-landsliðinu. Burnely féll úr Úrvalsdeildinni í vetur en Ings átti gott tímabil með nokkuð slöku liði og endaði á að skora 11 deildarmörk og fjórar stoðsendingar á sinni fyrstu leiktíð í Úrvalsdeildinni. Það er bara nokkuð gott.

Margir stuðningsmanna Liverpool eru ekkert endilega að tapa sér í gleðinni yfir þessari viðbót í liðið en orðsporið sem Ings er farinn að geta af sér er mjög gott. Það virðist sem að Liverpool gæti verið að næla sér í afar áhugaverðan ungan leikmann.

Hér er viðtal við Rodgers á fyrstu leiktíð sinni hjá Liverpool þar sem hann lýsir hinum fullkomna framherja fyrir sitt lið ætli hann að spila 4-3-3. Áhugaverð hlustun en í stuttu máli þá þarf framherjinn að geta verið hreyfanlegur á miðsvæðinu, draga varnarmenn úr stöðum, draga sig niður tengja spilið og snúa, geta sótt hratt og ákaft í skyndisóknum og hafa það í eðli sínu að koma sér í stöðu við markið. Allt þetta á mjög vel við um Ings.

Chris Flanagan, blaðamaður Lancashire Telegraph, hefur séð um að fylgjast með Burnley og hefur því haft margt áhugavert um Ings að segja og telur hann geta orðið frábæran feng fyrir Liverpool.

“He’s a very clever player. It needs to be said that his first touch is excellent. He also has pace, finishing ability, he’s strong, works hard for the team and creates chances. And of course, his scoring record with 11 goals speaks for itself.”

“He hasn’t really played as a lone striker. Where he’s thrived is in a two with Sam Vokes or Ashley Barnes. Again, with his pace, he could perhaps play as a one but enjoys having a target man to play off. […] It would be interesting to see him with Sturridge. […] Liverpool have been linked with Benteke and he would be the traditional target man he likes to play with.”
“He got 11 goals for Burnley. He will get more chances for Liverpool and there’s no reason why he couldn’t score 20 in a season.”

Áhugaverðir punktar þarna, sérstaklega þetta varðandi það að spila með öðrum framherja sem gefur kannski smá innsýn í að Liverpool gæti hugsanlega horft til þess að spila aftur með tvo framherja á næstu leiktíð. Chris Flanagan hefur greinilega miklar mætur á Ings og reiknar með stórum hlutum frá honum hjá Liverpool.

Mark Ogden blaðamaður hjá Telegraph kom með áhugaverðan punkt í pistli sínum þar sem hann bar Ings og Harry Kane, framherja Tottenham sem hefur átt frábæra leiktíð, saman. Hann telur að koma hans til Liverpool geti orðið meira metinn en Harry Kane.

“That is less the case with Ings versus Kane. They are two classic centre-forwards who have come to the end of their first full season in the Premier League with their reputations enhanced, even if it is only Kane seeing his name up in lights.

The big positive for Liverpool, however, is that Ings will retain the surprise element next season, having largely gone under the radar with Burnley.

And if he maintains the progress he has shown at Turf Moor over the past 12 months, Ings can use Anfield as the stage to surpass Kane and become the more celebrated of the two.”

Punkturinn um það að Ings hafi ekki verið mikið í sviðsljósinu og að hype-ið er ekki það mikið í kringum hann gæti gert honum og Liverpool afar gott – líkt og gerðist með Tottenham og Kane. Hann kemur ekki með það miklar væntingar og gæti hreinlega bara komið mjög mikið á óvart. Ég ætla svo sem ekki nánar út í einhvern samanburð á Kane og Ings en það er margt svipað með þeim.

Ings hefur síðustu tvö ár vaxið mikið sem leikmaður og sýnt mikið af mjög áhugaverðum og jákvæðum hlutum eins og kemur fram hér að ofan. Hann spilar vel fyrir sitt lið, skapar mikið, vinnur vel og er að skora alls konar mörk.

Það verður einnig að koma því að hér í lokinn að Ings virðist vera mjög góður og þroskaður strákur þrátt fyrir að vera ekki nema 22ja ára gamall. Þegar Burnley var í 1.deildinni komst nafn Ings í umræðuna fyrir annað en góðar frammistöður á vellinum.

Eftir leik rölti Ings að stúku stuðningsmanna Burnley þar sem hann hitti Joseph Skinner, fatlaðan stuðningsmann Burnley. Ings gaf honum takkaskó sína og kyssti hann á ennið. Atvikið náðist á ljósmynd og varð það til þess að hann fékk innblástur við að hjálpa fötluðum og hreyfihömluðum einstaklingum.

Hann stofnaði góðgerðarsamtök þar sem hann reynir að gefa fötluðum, bækluðum og hreyfihömluðum unglingum á Burnley svæðinu tækifæri og þjálfun við að stunda íþróttir. Það er frábært framtak hjá honum og gefur kannski smá innsýn í þann karakter sem Liverpool er að fá í sitt lið.

Við bjóðum Ings að sjálfsögðu velkominn til Liverpool og vonum að hann eigi langan og farsælan feril framundan hjá félaginu.

34 Comments

 1. Ings og Milner eru greinilega flottir og heilir stràkar sem vinna sìna vinnu àn þess að vera með stjörnustæla sem er fràbært .
  Þeir eig eftir að gera liðið betra , ekki spurning .
  Nù er bara að fà reyndan markaskorara ì hòpinn og varnarmann með reynslu ????

 2. Ég skil ekki þetta neikvæða viðhorf sem margir stuðningsmenn Liverpoo á kop.is eru að gefa frá sér.
  Ings og Milner eru flottir leikmenn sem eiga bara eftir að styrkja okkur. Já þeir kostuðu ekki 30+ m punda og ég held að menn séu löngu búnir að sanna það að það er ekki einu sinni öruggt að svoleiðis leikmenn standa sig.
  Þeir sem þekkja smá sögu Liverpool þá er hún full af leikmönum sem hafa komið til liðsins frá svokölluðum minni liðum og blómstrað hjá liverpool eða spilað stórhlutverk.
  Það sem bæði Milner og Ings eiga sameiginlegt er að þeir þekkja Enskudeildina út og inn og eru leikmenn sem gefa alltaf allt í leikinn en það fannst mér vanta hjá sumum leikmönum liverpool á síðasta tímabili.
  Ég er líka viss um að þetta er bara byrjuninn og við eigum eftir að fá fleiri leikmenn inn.
  Auðvita vilja allir stærstu nöfnin en staðan á liverpool er einfaldlega sú að við erum ekki að fara að berjast við Man City, Chelsea, Man utd, Real, Bayern eða Barcelona um stærstu bitana. Stærstu bitarnir kosta oftast rosalega mikið og ef liverpool væru tilbúnir að eyða svo miklu þá villja stærstu bitarnir spila með liðum í meistaradeild og liðum sem hafa verið að vinna titla.
  En það þýðir ekki að liverpool geti ekki fengið til sín mjög góða leikmenn og átt frábært tímabil en þetta snýst um að finna réttu leikmennina og ég tel að Ings og Millner eru ákveðnar týpur sem eiga eftir að nýtast okkur vel.

  Já menn tala um meðalkaup hjá meðaliði en þeir sem hafa verið að fylgjast vel með enska vita að Millner er hörkuleikmaður og að Ings átti frábært tímabil með Burnley og er aðeins 23 ára og því um að gera að taka áhættuna með hann. Hann var oftar en ekki stórkostlegur í leikjum Burnley gegn stóru liðunum og fór hann oftar en ekki mjög illa með svokallaða rándýra heimsklassavarnamenn.

  Ég held að Liverpool séu að leita af hægri bakverði, öðrum sóknarmanni og miðjumanni(+ markmanni sem getur barist við Mignolet). Ef við fáum 3 sterka leikmenn í þessar stöður og ungu leikmenn liðsins Origi, Can, Couthinho, Ibe, Moreno, Markovitch og Sterling(á meðan að hann er í liverpool) halda áfram að bæta sinn leik þá er maður strax bjarsýn á gengi liðsins.

  Ég veit að tímabilið var ekki gott en nú er að skila eftir fortíðina og horfa fram á veginn. Rodgers verður áfram á næsta tímabili hvort sem menn eru sáttir við það eða ekki þá er það ekkert sem við getum breytt og eins og á hverju tímabili þá byrja allir með 0 stig og við skulum dæma liðið á næstu leiktíð fyrir þeira framistöðu og engu öðru.

 3. Ég er sammála að hann Ings gæti komið á óvart. Mér finnst hann passa vel inn í hugmyndir Rodgers varðandi framherja og gæti hæglega spilað sig inn í byrjunarliðið. Samt erfitt að segja því meiðsli og stress gæti spilað sína rullu og komið í veg fyrir að hann næði að blómstra. Annað eins hefur nú gerst.

  Finnst samt eins og það þurfi að koma einn framherji til viðbótar. Annars er ég ágætlega sáttur við Milner og Ings. Svo veltur þetta á hvernig liðið ætlar að spila með þrjá miðverði eða fjögurra manna vörn hvort við þurfum annan í stað Johnson.

 4. Ég held að það sé ekkert nema jákvætt við Ings (og milner) og í ljósi þess að kaupverð þessara leikmanna verður afar lítið þá má alveg hrósa FSG fyrir það að næla sér í squad leikmenn án þess að leggja þeim mun meira út í kaupverð (vissulega fylgir Milner hörku launapakki en hann er líka hörkuleikmaður).

  Ég sá ekki mikið til Ings á síðustu leiktíð en það sem ég sá var mjög áhugavert og mér fannst akkúrat eins og þessi leikmaður gæti fittað inn í hápressu leikstíl sem BR vill spila. En það er held ég mikil bjartsýni að ætla honum að verða 20 marka maður þó það sé svosem allt í lagi að vona.

  Þetta breytir engu um það að lfc þarf betri leikmenn til þess að gera raunverulega atlögu að 4 sætinu (eða ofar) en þetta er afar góð byrjun á glugganum og engin ástæða til annars en að taka vel á móti þessum nýju leikmönnum lfc.

  Ég á ekki von á öðrum striker inn nema klúbbnum takist að losa sig við annað hvort Borini eða Balo (eða báða).

 5. Menn spyrja hér afhverju sumir eru svartsýnir og ekki ánægðir með þessi kaup. Held bara að margir Liverpool aðdáendur séu ekkert ánægðir með þá staðreynd að geta ekki keppt við Real, Barca, City, Chelsea, Man U, Arsenal og Bayern um stæðstu bitana. Afhverju jú vegna þess að Liverpool að á vera í þessum hópi. Barca var núna um síðustu helgi að jafna árangur Liverpool í CL. Liverpool á að vera að keppa um stæðstubitana ef menn telja að það sé stór klúbbur.

  Ings er örugglega ágætis leikmaður en það var líka Iago Aspas þegar hann kom þá voru líka skrifaðar langar greinar um hvað hann væri nú góður og hafði skorað 12 mörk með lélegu liði í spænsku deildinni og hvað hann myndi nú gera með almennilega menn með sér. Vonandi verður Ings það sem Liverpool vantar en það sýnir kannski ekki mikinn metnað að ná að kaupa leikmann liðs sem var að falla á frjálsri sölu.

  Milner er líklega betri en flestir núverandi miðjumenn Liverpool sem kannski segir meira um gæði leikmannahóps Liverpool.

  Auðvitað vonast flestir til að næsta tímabili verði tímabilið þar sem Liverpool lætur aftur að sér kveða. En við skulum horfa raunhæft á stöðuna.

  Það eru að fara frá liðinu töluverð reynsla með Gerrard og Johnson og það stefnir í að Skertl sé líka á útleið og jafnvel Lucas og síðan er mjög líklegt að besti leikmaðurinn á síðustu leiktíð sé líka að fara (Sterling).

  Ég held að menn hafi ekkert endilega á móti þessum tveimur leikmönnum heldur séu bara orðinir þreyttir á metnaðarleysi eigenda Liverpool . Það er víst búið að taka til í þjálfara teyminu og margir segja að þar sé verið að hengja bakara fyrir smið en manni finnst að þeir sem bera ábyrgð á leikmannkaupum Liverpool séu látnir svara til saka eða eru menn bara sáttir við kaupinn á síðustu leiktíð?

 6. Ég vil allsekki missa Skrtel. Hann er með þetta grit sem er svo mikilvægt. Mér finnst hann vel koma til álita sem vara-kafteinn.

 7. Ef Skrtel á að vera fyrirliði þá þarf hann nú að læra að tala fyrst. Var nú talað um það hér í öðru podcasti að það heyrist aldrei í honum og ef það heyrist ekkert í þér þá ert þú nú ekki gott fyrirliða efni.

 8. Áhugavert að heyra þetta gamla viðtal við Rodgers. Balotelli og Lampert eru í raun andstæða við þennan striker sem Rodgers var að lýsa þarna

 9. Ég skil ekki í jákvæðninnni á kop.is eftir eitt versta tímabil sem ég man eftir mér sem Liverpool aðdáandi í 30 ár.
  Mér finnst allir eiga rétt á sinni skoðun. Ég horfði til að mynda ekki á leik með Liverpool eftir tapið gegn Aston Villa á Wembley því það var svo greinilegt að liðið var hrunið. Þar áður hafði ég ekki misst viljandi af leik í mörg ár.
  Milner og Ings eru ekkert að gera fyrir mig því miður og það er mín skoðun.

  kv
  Sigurjón

 10. mér lýst bara nokkuð vel á þessi kaup á ings svo lengi sem annar topp framherji verður keyptur, þá lýtur framlínan bara nokkuð vel út sturridge, orgi, ings og vonadi einhver annar. velkomin Ings !

  það var mjög gaman að hlusta á þetta gamla viðtal við Rodgers og eingin af framherjunum á þessu tímabili passa inní þessa hugmyndafræði hvað varðar 9una nema Sturridge spilar svona en hann var að sjálfsögðu meiddur allt tímabilið og náði aldrei leikformi þegar hann var heill. En þarna spyr maður sig hver var þá pælingin með því að kaupa Balotelli af því hann passar ekki inní hugmyndafræðina heldur, reynir ekki mikið að komast innfyrir varnirnar né er þessi suarez týpa sem er útum allt að reyna að skapa,pressa eða draga sig útá vængina en vonandi fynnst sú týpa af leikmanni því eins og einhvertíman hefur verið bent á
  you’re only as good as your strikers are frekar stór alhæfing en mikið til í henni
  Y.N.W.A.

 11. “Liverpool hefur hafnað nokkrum tilboðum í framherjann Fabio Borini. Þetta fullyrti umboðsmaður hans við ítalska fjölmiðla.” (f.net)

  Manni er stórum létt. Borini ætlar að sýna úr hverju hann er gerður á næst leiktíð. Lykilmaður í gríðarlega öflugri sóknarlínu. Getur kennt Ings margt.

 12. #Kilroy was here
  Vera með staðreyndinar á hreinu.
  Liverpool hafa hafnað lánsboðum í Borini, þeir vilja losna við hann fyrir fullt og allt en eki lána hann.

 13. Voru þetta ekki allt lánstilboð? Ég hef engan áhuga á því að lána Borini frá okkur. Selja kauða takk!

 14. Er nokkuð sáttur með Ings ef hann verður framherji nr 2 eða 3. verðum að losna við Lambert, Borini og Balotelli og vera þá með Sturridge, Ings, Origi og einn enn mjög öflugan striker sem væri nr 1-2. Origi er aldrei að fara gera neitt og eg vil ekki sja hann nema kost nr 4-5 i framlinuna.

  Kaupa einn alvöru framherja i viðbót, plús einn klassa miðjumann og hægri bakvörð og þá fer þetta að líta agætlega ut. en eg er að biðja um einn framherja sem kostar sirka 30 milljonir punda og miðjumann a svipuðu kaliberi, er reyndar mjög spenntur fyrir Kovacic hja Inter og er meira en til i að fa hann fyrir einhverjar 20 milljonir…

 15. Gaman að því þegar leikmenn eru með hausinn rétt skrúfaðan á. Þarna er á ferðinni ungur og efnilegur leikmaður sem er með gott og jákvætt hugarfar og er mjög auðmjúkur yfir að fá borgaðar milljónir fyrir það að spila íþrótt sem hann elskar, og fyrir stóran klúbb. Algjör andstæða við sterling pundið !

 16. Eg er orðinn hrikalega spenntur fyrir kovacic og vona að eitthvað se til i þvi að við seum að reyna að kaupa þann gæja. Mikið sluðrað um þetta en skildi þetta vera twittersaga sumarsins sem ekkert verður úr eða er eitthvað til i þessu ?

 17. Ég verð að vera sammála mörgum hérna varðandi móralinn sem margir hafa út í Milner og Ings. Milner er margbúinn að sanna sig hjá City og Ings er allan daginn að fara að styrkja hópinn.

  Haldið þið að það sé nokkur smuga að lokka svíann káta ydir ermarsundið? Franska pressan er búin að hamast á honum í allan vetur og hann er orðaður við Milan í verstu slúðurblöðunum. Væri það ekki hrikalega öflugt?

  Maður má láta sig dreyma 😉

 18. Fyrir þá allra svartsýnustu þá vill ég benda á að í Liverpoolliðinu núna eru Coutinho, Lallana, Milner, Henderson, E.Can, Sturridge, Sterling, Markovic, Ibe og Lucas….

  …sem er ekki slæm byrjun.

  Bæta powerhouse stræker í þennan hóp og við erum í mjög góðum málum.

 19. Eins frábær og Zlatan er þá er hann að verða 34 ára núna á þessu ári og hann er að gæla við 3 ára samning hjá Milan.
  Ég veit ekki hversu góður Zlatan verður 36-37 ára.

 20. Danny Ings skoraði 40% marka Burnley í vetur og hér er alhæft að hann sé miðlungsleikmaður. Maður með slíkt hlutfall á allavega skilið tækifæri.

  Svo var einhver sem sagði að Aspas skoraði líka mikið fyrir miðlungslið og voru allir að tala um hvað hann væri góður leikmaður en reyndist bara flopp þegar á hólminn var komið. Munurinn er sá að Aspas skoraði mörkin fyrir lið á Spáni en ekki fyrir lið í bresku úrvalsdeildinni og á því er stór regin munur.

  Það er alltaf þannig að það er áhætta sem fylgir öllum kaupum og getur því meira en vel verið að þessi kaup eru afleitt þegar á hólminn er komið. En ef þið skoðið aðeins leikmanninn, t.d bara á YouTube , þá hljótum við að vera sammála um að þessi týpa af leikmanni er líklegri að fitta inn í leikstílinn okkar en t.d Lambert eða Balotelli. Þessvegna finnst mér þessi kaup meika mikin sens því það er mjög algengt að menn verða að stórstjörnum þegar þeir fara frá litlu liðnum yfir til stóru liðana.

  Balotelli eru t.d gott dæmi um mjög góðan framherja sem fittar ekki inn í leikstílinn okkar. Mér sýnist það ekki eiga við um Ings.

 21. þurfum meiri þunga á miðjuna , menn eitthvað skrítnir að nefna Lucas alltaf. Löngu búinn og hefur ekkert í þetta að gera. Þurfum að hafa meira en bara Can sem varnarsinnaðan miðjumann,,,,,,,Lucas og Allen nei takk………..við getum bætt vörn og sókn en það gerir ekkert ef miðjan stoppar ekkert og míglekur.

 22. #26 Það er nú óþarfi að fokkast út í markaskorun Aspas.

  Ings skoraði 11 mörk í úrvaldsdeildinni, öll gegn liðum sem lentu neðarlega á töflunni í lok leiktíðar utan að eitt mark gerði hann gegn Man. Utd. Það var glæsilegt mark. Það voru aðrir leikmenn Burnley sem skouðu mörkin gegn efstu liðunum.

 23. #2 Ian Rush:

  “Það sem bæði Milner og Ings eiga sameiginlegt er að þeir þekkja Enskudeildina út og inn og eru leikmenn sem gefa alltaf allt í leikinn en það fannst mér vanta hjá sumum leikmönum liverpool á síðasta tímabili.”

  Við keyptum nú samt leikmenn á seinasta tímabili sem þekktu ensku deildina inn og út, þrjá meistara frá Southampton 🙂

 24. Það er ekki vafi að tilkoma þeirra Ings og Milners er hið besta mál miðað við þau kjör sem þeir fást á. Hinu er ekki að leyna að þeir duga skammt til meistaradeildarsætis og þarf að bæta verulega í ef það á að nást. Bakvörður (jafnavel 2) varnartengiliður og sóknarmaður, allt eru þetta menn sem vantar í liðið og það þurfa að vera menn í eða amk. alveg við heimsklassa en ekki einhver vonarpeningur.

 25. #28 Hvert hefðu 11 mörk gegn liðum í neðri hlutanum skilað okkur á þessu tímabili?

 26. http://www.theanfieldwrap.com/2015/06/buying-a-new-liverpool-striker-the-knowledge-gap/

  Mæli eindregið með þessari grein! Góðir punktar í henni. Til að mynda er talað um stefnuna í leikmannamálum. Ég velti því fyrir mér hvaða stefna er virkilega við lýði hjá klúbbnum? Maður hefur heyrt talað um að kaupa ungt og gera síðan að stjörnum innan klúbbsins, og svo hefur Rodgers líka talað um að við þurfum “marquee” kaup. Hvað eru btw “marquee” kaup? Ef að það þýðir Benteke, Lallana, Carroll og Milner þá er klúbburinn staddur fyrir neðan sína virðingu að mínu mati.

  Hvers vegna er hægt að bjóða í menn eins og Carroll og Lallana fyrir háar upphæðir en ekki í Lacazette? Ef að Liverpool getur boðir James Milner 150k á viku þá ætti að vera til svigrúm fyrir striker á svipuðum, ef ekki hærri launum. Það er eins og þegar eyða eigi stórt skuli það vera leikmaður í ensku deildinni á okurverði.

  Ef að þetta sumar fer í kaup á Benteke sem okkar aðalsenter fyrir næstkomandi vetur er útlitið ekki bjart. Það þarf ekki að googla lengi til að sjá að hann er meiðslapési eins og Sturridge. Manni finnst ekki neitt plan vera innan klúbbsins með þessi kaup.

  Kovacic sagan. Manni er farið að gruna að sá leikmaður verði bara okkar hefðbundna “marquee” target í sumar sem síðan endar hjá einhverjum öðrum. Maður hefur heyrt að Liverpool sé ekki tilbúið að auka tilboð sitt um einhverjar 5 milljónir. Ég vona að ég hafi rangt fyrir mér en þetta lyktar bara svipað og þegar við vorum að skoða Diego Costa á sínum tíma, Willam, Sanchez og fleiri kalla.

  Liverpool undir FSG á það til að “monitora” leikmenn í fleiri vikur og funda dögunum saman um hvað skuli gera. Meira að segja Tottenham á það til að hlægja að okkur á meðan við sitjum og ræðum hvað skuli gera og ræna leikmönnum af okkur. Algjörlega óbjóðandi hvurslags seinagangur þetta getur verið. Ef þú vilt virkilega fá leikmann þá býðurðu uppsett verð.

 27. #28
  Okkur vantar einmitt leikmann sem getur skorað á móti minni liðunum – þar erum við að tapa dýrmætum stigum.

 28. oooooohhh.. ég sem var að vonas eftir podcasti svo ég gæti sofnað vært :/
  allavega, velkomnir í Liverpool fjölskylduna Danny og James

Danny Ings mættur á svæðið (staðfest)

Opinn þráður – nýr varamarkmaður?