James Milner til Liverpool (staðfest!)

Klúbburinn var rétt í þessu að staðfesta að James Milner mun skrifa undir samning þann 1. júlí n.k.!

James Milner er 29 ára enskur miðjumaður. Hann hefur leikið fyrir Leeds, Newcastle, Aston Villa og Manchester City þar sem hann vann ensku Úrvalsdeildina tvisvar sinnum.

Við gerum Milner betri skil á næstu dögum en staðfestingin er allavega komin. Velkominn til Liverpool, James!

52 Comments

  1. Frábærar fréttir minn uppáhaldsleikmaður úr öðru liðið. Einn mest vanmetnasti leikmaður ensku deildarinnar. Er rosalega hrifinn af honum, núna þarf að klára Danny Ings næst.

  2. Flottur fengur þarna. Það var nauðsynlegt að fá reynslumikinn leikmann inn og að City hafi viljað hann áfram + Arsenal ofl félög vildu fá hann. Milner byrjaði 18 leiki hjá City og kom inn á í 14, þannig að hann fékk sinn tíma innan um allar stjörnurnar. Held að hann muni reynast okkur vel!

  3. Þetta eru sterk “kaup”. Það er nóg að horfa á það sem Milner hefur gert hjá City til að átta sig á því hvað þetta er sterkur leikmaður.

  4. það er ansi langt síðan ég hef verið jafn ánægður með kaup á leikmanni!

    Velkominn hr. Milner!

  5. Eftir að nánast öll alvöru reynsla hvarf úr klefanum með brotthvarfi Gerrard er kaup á mönnum með reynslu og þekkingu á að sigra titla virkilega mikilvæg. En það þarf fleiri reynslubolta í liðið til að spila í kringum kjúklingana. Vonandi er þetta það sem koma skal.

  6. Velkominn Milner!

    Það fyrsta sem mér dettur í hug þegar ég set upp mögulega miðju núna sem getur samanstaðið af Henderson, Milner og Can, þá er það bara PRESSA!
    Brjáluð, stöðug kæfandi pressa.
    Setjum t.d. Couthinio, og Lallana fyrir framan þá, og segjum bara origi (væri alveg til í eh stærra númer þar) fremstann og við erum að tala um hóp sem getur beitt yfirþyrmandi pressu á mótherjann yfir stóran hluta leiks.

    Það var svo stór ástæða gengissins á timabilinu 13/14. (Suarez gæti hafa haft pínu að gera með það líka)

  7. Snilldarkaup. Einn besti miðjumaður í heiminum í dag og algjör winner. Að auki er hann ungur, aðeins 29 ára svo á hann sín bestu ár eftir. City gerði _allt_ til að halda honum og Arsenal bauð honum gull og græna skóga en hann vissi að once-in-a-lifetime tækifæri til að vinna með Brendan Rodgers væri bara of gott til að hafna. Wenger hlýtur að vera öskuillur núna.

    Nú er bara að láta kné fylgja kviði og ná marka-maskínunni Danny Ings. Ég hef augum litið nokkra álitlega framherja í gegnum tíðina.. Súarez, Messi, Aguero en enginn þeirra kemst með tærnar þar sem enska undrið Danny Ings hefur hælana.

  8. Flott byrjun á glugganum (sem er þó ekki formlega hafinn?) Núna er bara mantran: We go again

  9. Mjög góð byrjun, sterkur og duglegur leikmaður sem kemur með mikilvæga reynslu inní liðið. Hann er jafnvígur á báða fætur og getur leikið margar stöður á vellinum. Frábær skotmaður og tekur góðar aukaspyrnur. Persónulega finnst mér helsti styrkleiki hans hve stöðugur hann er. Hann hefur oft reynst Liverpool erfiður í gegnum árin og hann ætti að vera á hátindi síns ferils síns núna. Það er ljóst að miðjumenn andstæðinganna fá ekki mikinn tíma á boltann á móti þeim H&M á næsta tímabil.

  10. Miðlungarnir hrannast inn! Gætum jafnvel haldið 7 sætinu á næstu leiktíð!

    #fimmtudagsdeildinforthewin

  11. Virkilega góð kaup 10 ára premier leauge reynsla hefur unnið deildina oftar en einu sinni, hleypur úr sér lungun í hverjum leik með góðar sendingar/fyrirgjafir og aukaspyrnur og frábær squad player Velkominn til lfc laxmaður

  12. Velkominn Hames Milner!

    Ég er mjög sáttur við þetta “signing” og hann Hendo og Can gætu myndað mjög öfluga miðju á næsta tímabili.
    Spurning hvort að hann fái treyju nr 8.

  13. Henderson, Can og Milner þurfa ekki að pressa neitt, þeir munu ekki missa boltann. Þetta er svo vel spilandi flokkur manna.
    Ég vildi Milner áður en hann fór til City, hann er flottur leikmaður, hann gæti þó alveg eins verið búinn með sín bestu ár eins og að eiga þau eftir.
    Er vitað hvað hann fær í laun hjá Liverpool? Hann gæti verið stóri launapakki sumarsins.
    Annars bara gott mál. Velkominn í ströglið Milner.

  14. Flott að fá Milner, hann er hörkuduglegur leikmaður sem gefur sig 110% í alla leiki og getur spilað nokkar stöður á vellinum. City buðu honum 165.000 á viku þannig að hann er klárlega ekki að koma launana vegna.

    Sniðugt signing hjá klúbbnum.

  15. Frábær liðsauki og ánægjuleg byrjun á sumrinu. Ég vona hinsvegar að athygli eigenda beinist að þeim stöðum sem eru hvað veikastar fyrir hjá klúbbnum.

  16. Þessi maður vildi koma til okkar útaf einni ástæðu , Til að spila fótbolta honum er sama um laun eða titill þetta snýst um dreng sem er búin að eyða of miklum tíma á bekknum og það besta er að hann kom frítt til okkar er það ekki ?
    Bara gott mál.

  17. Frábær leikmaður…Verður spennandi að sjá hvaða stöður hann verður látinn spila ;)…En þarna er kominn strákur með reynslu og verður vonandi leiðtogi innan liðsins….Þeir eru ekki margir þannig í liðinu í dag….Ég er ekkert hissa á að Carra þyki hann efni í fyrirliða..Persónulega vildi ég að hann fengi þá stöðu, með fullri virðingu fyrir Henderson..

  18. Henderson verður fyrirliði okar+Milner verður varafyrirliði okar!vertu veilkómin til okar í Liverpool Milner!…………….

  19. Sæl og blessuð.

    I’t Milner time og við vonum að það marki tímamóti á göngunni í gegnum auðnina. Nú þarf að setja upp skeiðklukku fyrir utan skrifstofu BR þar sem sekúndurnar eru taldar frá því liðið vann síðast eitthvert brass.

    Enn er kransæðin stífluð – framherja vantar á línu og net og við þurfum að snúa nokkrum sparibaukum á hvolf til að geta keypt einn slíkan. Þetta miðjumannablæti er annars efni í sérstaka rannsókn. Mér finnst liðið vera stútfullt af miðjumönnum sem BR er að reyna að gera að einhverju allt öðru.

  20. Svo lengi sem hann verður ekki launahæstur né í treyju númer 8 er ég ánægður, ágætis leikmaður fyrir ágætis lið.

  21. Talað um að Milner fá smá signing on fee og um 120.þús pund á viku. Held að sumir séu ekki að átta sig á hversu frábært það er að fá 29 ára James Milner á free transfer.
    Hann verður ekki þessi marquee kaup sumarsins sem allir eru að bíða eftir en hann gæti orðið þau mikilvægustu. Verður vonandi jafn frábær kaup og þegar við fengum reynsluboltann Gary McAllister á free transfer árið 2000. Góðs viti að Milner er fyrrverandi leikmaður Leeds líkt og hann.

    Hann er náttúrulega bara Mr.Professionalism. Virkilega agaður og yfirveguð týpa, hrikalega vinnusamur á æfingasvæðinu og því frábær fyrirmynd fyrir alla þessa ungu stráka hjá Liverpool. Góðar fyrirgjafir, sendingar, góður tæklari, pressar mjög vel, kann að spila vörn, berst alltaf 100% og veit hvar markið er. Hann ætti að mynda frábært mótvægi við showboating menn eins og Sterling, Sturridge, Lallana, Balotelli o.fl. og styrkja mjög liðsheildina hjá Liverpool.

    Nú er ég að spá í að byrja í Twitter bara til að geta fylgst með þessum frábæra fake account! http://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/football-news/best-boring-james-milner-tweets-9388874?

    Vonum svo að Milner fái rematch á þessa viðureign. https://www.youtube.com/watch?v=dIQSRLK–cI
    Ef við mætum Barcelona á næstu árum þá verð ég ánægður og FSG að gera loksins eitthvað rétt.

    Vertu velkominn til okkar Milner. Vonandi ertu bara fyrsta af nokkrum frábærum kaupum í sumar. Vonandi kemuru skikki á Liverpool liðið og lætur alla í kringum þig leggja sig 100% fram allt komandi tímabil. Áfram Liverpool.

  22. Ég veit ekki hvað málið er með jákvæðni gagnvart öllum kaupum. Ég er alveg jafn sekur um þetta og aðrir. Breytir nánast engu hver er keyptur, maður er alltaf spenntur. Þetta á jafnt við um önnur lið.

    Ég var spenntur fyrir ACarroll, Cissé, Diouf ,Downing o.s.frv. Kæmi mér ekki á óvart ef ég var spenntur fyrir Nunez, Josemi, Kromkamp og Vororin en ég man það ekki alveg. Maður sér ekkert nema jákvæðar hliðar á að kaupa leikmenn.

    Svartsýnin eftir síðasta tímabil og í ljósi áframhaldandi veru Rodgers hefur þó loks unnið bug á þessu og ég er bara ekkert spenntur fyrir James Milner. Þessi kaup verða sennilega til þess að engin varnartengiliður verður notaður á miðjunni. Er þetta ekki meira arftaki JCole frekar en Gerrard?

  23. Góðar fréttir. Vona innilega að hann passi inn í leikstílinn okkar og sleppi meiðlslalaus í gegnum næsta tímabill. Ef það gerist er Milner klárlega mikill liðsstyrkjur. Minnist t.d þegar hann gjörbreytti leiknum gegn Liverpool í hitt í fyrra þegar Liverpool var komið 2-0 yfir og Man City jafnaði 2-2, eftir að Liverpool var að rúlla yfir City. en Coutinho bjargaði okkur síðan að lokum með því að skora sigurmarkið.

    Mér finnst margt mæla með því að Milner verði happafengur. Man City spilar svipaðan sóknarbolta og ætti Milner því að passa ágætlega inn í leikstílinn og svo hefur hann reynslu af því að spila fyrir stórlið og veit því hvað þarf til þess að okkar menn komist á þann stall sem þá dreymir um.

    Næstur á Dagskrá er Danny Ings 🙂

    YNWA

  24. Flott að klára alvöru díl svona snemma, boðar vonandi gott fyrir sumarið. Hörkuduglegur og reyndur leikmaður, veitir ekki af við brotthvarf SG og Johnson.

    Svo er auðvitað ekki verra að hafa @BoringMilner twitter accountinn á okkar bandi! 🙂

  25. Nei takk, útbrunninn leikmaður, við erum enn við sama heygarðshornið að kaupa leikmenn af félögum sem eru bara að losa sig við lélega leikmenn, við erum að nálgast það að líta út eins og Tottenham, hvað sjáið þið merkilegt við það?
    Ég skal alvega éta þetta ef og ef, en ég sé ekki að Milner sé að koma til að gera eitthvað fyrir okkur

  26. í alvöru .. hvað er svona frábært Milner .. 30 starts fyrir England .. 1 mark .. Eina sem ég get sagt er góður squad leikmaður .. líkt og Ings, ef hann kemur líka.

  27. Sé að einhverjir hafa verið að velta fyrir sér laununum hans. The Guardian gefur upp 150k í vikulaun, þannig ætli það sé ekki nokkuð nærri því sem FSG gæti verið að bjóða honum

  28. Jón #30 og Zkario #33. Ekki reyna þetta einu sinni.

    Milner er miklu fjölhæfari og betri leikmaður en Joe Cole. Langtum vinnusamari og langt í frá útrbrunninn 29 ára. Man City margsinnis grátbáðu hann um að skrifa undir nýjan samning og buðu honum 170.þús pund í laun. Hann er nú ekki útbrunnari en svo.

    Hann kemur til Liverpool fullur af reynslu, vanur toppbaráttu og getur líka gefið okkur inside information um veikleika Man City þegar við mætum þeim. Hann kemur líka til Liverpool hungraður og með eitthvað að sanna. Telur sig hafa verið vannýttan hjá City og vill sanna fyrir þeim og ensku pressunni að hann sé toppleikmaður. Að kalla slíkt meðalmennskukaup lætur mann halda að menn eins og Geir #26 hafi voða lítið vit á fótbolta og hafi byrjað að fylgjast með íþróttinni um síðustu helgi. Milner er þekktur sem Mr.Reliable og kemur með stöðugleika hvert sem hann fer. Ef eitthvað lið þarf akkúrat á svona leikmanni að halda þá er það rússíbanaklúbburinn Liverpool.

    Eina sem ég óttast með þessi kaup er einmitt það sem þessi grein kemur inná. Að Rodgers reyni að þykjast of klókur og klár fyrir sjálfan sig og noti hann útum allt, jafnvel í Right Wing -back stöðunni og frústreri þannig Milner.
    http://www.football365.com/profile365/9874146/Nick-Miller-worries

  29. Milner er mjög góð viðbót eins og AEG lýsir hér að ofan. Það þarf ekki að bæta neinu við það. Spurning hvort City hafi liðkað til og Sterling sé á leiðinni þangað? Það kæmi ekki á óvart.

    Þetta er allavega fín byrjun…

  30. James Milner, vertu velkominn til Liverpool og megir þú lyfta mörgum skínandi dollum með okkur í náinni framtíð.

  31. Mér er sama hvað leikmaðurinn heitir, ég tek öllum fagnandi sem bæta hópinn, það má þá láta aðra slakari fara í staðinn. Ég trúi því að Milner styrki miðjuna hjá okkur og hann þarf enga aðlögun, ætti að geta látið til sín taka strax frá byrjun. Það er eitthvað annað en þeir leikmenn sem við fengum í fyrra.

  32. Duglegur leikmaður (íþróttamaður), eitthvað sem okkur hefur sárlega vantað síðan Kuyt fór.

  33. hvaða part af því að hann er að koma á free transfer er fólk ekki að skilja, Kvarta undan að hann sé meðalmaður og fleira..var ekki litið á Sturridge sem meðalmann hjá chelsea á sínum tíma líka ? fekk aldrei að spila. þó hann sé meiðslapési þá gerði hann sitt gagn til að byrja með allavega.
    Klárt mál að Milner fær alveg sénsin að spila fótbolta núna það er klárt mál vonandi treður hann sokk uppí ykkur naysayers.

  34. Góð kaup, þarna er verið að kaupa reynslumikinn leikmann sem gefur allt sitt í hvern leik. Milner vill greinilega spila fleiri leiki sem er upplífgandi að heyra, það eru enn til leikmenn sem meta það að fá að spila íþróttina sem þeir elska og þeir sjá að peningar eru ekki allt fyrir þá, enda hafa þeir unnið sér inn fúlgur sem við eigum erfitt með að bara hugsa um.

    Sem sagt. Milner og Sterling eru eins og svart og hvítt, ekki bara í útliti 😉

  35. Ekkert neikvætt við að fá James Milner í hópinn á free transfer, bara alls ekkert.

  36. Frábær leikmaður, ég veit ekki alveg hvaða leikmenn sumir vilja hérna. Við erum ekkert að fara versla Benzema eða einhverja svoleiðis kalla, hélt að flestir væru farnir að sjá það.

  37. Ég ætla að fara varlega í væntingarnar. Það er ekki langt síðan Joe Cole átti að redda öllu.

  38. “You’ll be missed at City brother, as a teammate and a friend! Your drive and passion were inspirational. Good luck! – Kompany”

    Ánægður að fá þennan sterka karakter í hópinn. Velkominn Milner.

    Ings og Clyne, fariði svo að koma líka..

  39. Mér finnst þetta vera frábærar fréttir og er spenntari fyrir þessum liðsstyrk en eiginlega öllum meðaljónunum sem komu inn síðasta sumar. Það er alveg ljóst að Milner mun styrkja liðið mjög mikið ef hæfileikar hans verða nýttir á réttan hátt.

    Núna þarf að fylgja þessu eftir með kaupum á bakvörðum og 2 öflugum sóknarmönnum. Það þarf hraða, duglega sóknarmenn sem vita hvar markið er og á sama tíma að losa okkur við Balotelli, Lambert og Borini alla.

  40. Bara jákvætt að fá hann, það sem hann gerir er að hann styrkir liðið frá fyrsta leik punktur.

Kop.is Podcast #84

James Milner – hefur Liverpool not fyrir hann?