Leikmannaslúður – Milner færist nær Liverpool

Allir helstu miðlar birta það í kvöld að Liverpool sé við það að semja við James Milner á frjálsri sölu frá Manchester City.

http://www.liverpoolecho.co.uk/sport/liverpool-fc-transfers-reds-close-9371702

Ég er nokkuð ánægður með þessi kaup, ef af verður. Milner kæmi á frjálsri sölu þar sem að samningur hans við City rennur út 1. júnlí n.k. Arsenal hefur einnig verið að reyna að klófesta hann en samkvæmt Echo ofl. miðlum þá virðist Liverpool vera að hafa betur í því kapphlaupi. Milner hefur ekki viljað skrifa undir samning við þá bláklæddu þar sem hann vill fá að spila meira (hefur verið að spila rúmlega 50% af spiluðum mínútum í deildinni s.l. tvö ár).

Echo segir einnig frá því að Liverpool sé að undirbúa annað tilboð í hægri bakvörð Southampton og Englendinga, Nathaniel Clyne, en fyrsta tilboði okkar (um 10mp) var hafnað í síðustu viku. Liverpool Echo segir einnig frá því að Ings muni líklega velja okkur í stað Tottenham og að viðræður hefjist um helgina. Það er að lokum talið ólíklegt að við borgum klásúlu Benteke (32 mp), við verðleggjum hann víst nær 20 milljónum (eðlilega).

Við virðumst ætla að gera okkar viðskipti snemma þetta árið sem er jákvætt. Er persónulega nokkuð ánægður með Clyne og Milner, ef af verður. Sé svo ekki hvernig Benteke ætti að passa í liðið okkar frekar en Balotelli og/eða Carroll. Finnst fáránlegt að hann sé skotmark hjá okkur því margir, þmt Rodgers, hafa talað um þörfina fyrir fljótan og hreyfanlegan sóknarmann. Veit ekki alveg hver sá um að útbúa skýrslunar um Benteke en hann er ekki sá maður.

Tom Werner mun svo setjast niður með Rodgers á miðvikudaginn og fara yfir tímabilið og næstu skref. Við ættum því að vita það fljótlega hvort að Rodgers verði áfram. Á frekar von á því. Sjáum hvað setur.

Annars er orðið frjálst.

46 Comments

 1. The Anfield Wrap segja að Ings og Milner séu báðir búnir að skrifa undir og verða kynntir í vikulok. Spennandi.

  THE ANFIELD WRAP
  ?@TheAnfieldWrap
  Danny Ings has signed for Liverpool, and barring losing his hands in an industrial accident, so will James Milner.

 2. THE ANFIELD WRAP
  ?@TheAnfieldWrap
  Danny Ings has signed for Liverpool, and barring losing his hands in an industrial accident, so will James Milner.

  Anfield Wrap, sem geta talist nokkuð áreiðanlegir, skella í þessa ‘sprengju’ á Twitter. Ef við náum í Ings og Milner í vikunni þá er það að mínu mati fín byrjun á glugganum. Vonandi að Clyne og góður framherji bætast við í þann hóp fljótlega.

 3. Milner er eins og stóri bróðir Henderson. No frills bara mætir í vinnuna með kústinn.

  Vonandi vegna honum betur en síðustu stóru viðskiptin okkar á frjálsri sölu Harry Kewell!

  Ég vill sjá Liverpool fá alvöru markmann í þessum glugga.

 4. Harry Kewell kom ekki á frjálsri sölu en kostaði lítið út af því að leeds var gjaldþrota. En síðustu stóru kaup á frjálsri sölu var hins vegar Joe Cole og við vonum að milner standi sig betur en hann og ég hef fulla trú á að hann geri það

 5. Ings inn og Borini út
  Milner inn og Allen út
  Þetta myndi klárlega styrkja hópinn gríðarlega mikið.

  Þessir tveir Milner og Ings eru kannski ekki heitustu bitarnir á markaðnum en Ings veit hvar markið er og er þótt sorglegt sé að segja það, sterkari en allir okkar sóknarmenn nema Sturridge.
  Og Milner er gríðarlega vanmetinn leikmaður sem myndi styrkja liðið mikið.

  Það er flott ef að það á að kaupa leikmenn snemma en einhvern veginn kæmi það mér ekki á óvart ef að Spurs myndu ræna Ings og Arsenal myndi fá Milner.

 6. Lítur út fyrir að þeir muni splæsa í kringum 150k á viku fyrir karlinn + 5m í tribunal fyrir Ings.

  Athyglisvert.

 7. held það sé nokkuð ljóst að rodgers verði áfram ef þessir leikmenn eru að koma áður en ljóst er hver verði þjálfari. Mun reyndar ekki fagna neinum kaupum fyrr en þau eru staðfest enda alltof oft undanfarið sem nánast örugg kaup hafi klikkað.

 8. http://www.mirror.co.uk/sport/football/news/liverpools-brendan-rodgers-must-accept-5804384#ICID=sharebar_twitter

  Tek þessari grein með fyrirvara enda er Mirror ekkert hágæðarit. Ef þetta slúður er hins vegar rétt er þetta til skammar. Að vilja halda þessari grámyglulegu stefnu sem skilar mjög litlu á markaðnum er náttúrulega galið. Ef að Rodgers neitar að hafa transfer-nefnd, þá spyr ég bara hvaða þjálfari sem við viljum að komi mun virkilega samþykkja að vinna undir þessum ströngu skilyrðum sem FSG setur? Ég held enginn.

  Ef að Rodgers verður ekki lengur já-maðurinn þeirra munu þeir einfaldlega hringja í Gary Monk eða Eddie Howie sem að munu beygja sig undir þá. Ef svo ólíklega vildi til að þeir hefðu samband við Klopp myndi hann líklegast hlægja að þeim og skella á.

  Í nútímafótbolta hefur það sýnt sig að ef þú ert með góða blöndu af ungum vonarstjörnum ásamt nokkrum frábærum eldri leikmönnum mun liðið ná árangri. FSG skv. þessu vilja bara halda í það að kaupa ungar vonarstjörnur ásamt nokkrum eldri ágætum leikmönnum, eða miðlungs eins og margir vilja meina að einkenni Liverpool.

  Sama hvort að Rodgers samþykki eftirfarandi skilmála eða ekki, er ekki hægt að vera bjartsýnn. Ég vona hins vegar að þetta sé algjörlega galið slúður. Ef þeir reka ekki Rodgers vil ég sá Director of Football ráðinn inn sem fyrst sem græjar hlutina. Þá loksins munu samningaviðræður og leikmannakaup taka styttri tíma og líkurnar á að árangur náist á markaðnum mun aukast.

  En guð minn almáttugur ef að transfer-nefndin verður áfram. Af tveimur slæmum kostum væri best að halda Rodgers undir núverandi fyrirkomulagi í staðinn fyrir að taka sénsinn á óreyndum stjóra á næsta tímabili, tímabil sem mun gefa í ljós hver raunverulegur metnaður FSG er. Munum við sækja fram eða falla í meðalmennsku?

 9. Afhverju er Ings svona spennandi kostur? Þótt hann hafi verið ágætur með botnliðinu er ekki víst að hann geti eitthvað með okkur. Gæti verið eins og þegar við fengum Adam sem gat ekki rassgat með okkur en var besti maður Blackpool sem féll. Ég vill að menn sýni smá metnað og reyni að kaupa einhverja alvöru menn en ekki einhverja “efnilega” eins og gert var síðasta sumar.

 10. Nokkuð ljóst að Klopp myndi ekki fara til Liverpool ef hann þarf að begja sig undir að byggja upp lið efir annara manna huga. síðan skil eg ekki af hverju Ings eða Beteke, Ings er svona harðjaxl sem á heima í stoke typu af liðum og Benteke er allveg einsog aðeins verri útgáfa af Carroll og af hverju er þannig týpa núna æskileg, þar sem fyrir 3 árum þótti hann alls ekki passa í liðið.

  Ég held að BR er hreint ekki vandinn, ég stóð alltaf í þeirri trú að hann hefði síðasta orðið um hver væri keytur, en sé það núna að sennilega er það ekki svo, vandinn er sjáfsagt að Amerikanarnir hafa ekki það að markmiði að vinna deildina, þeir myndu sjáfsagt gleðjast ef það gerðist en það er ekki markmiði, markmiðið þeirra virðist vera að mala in peninga fyrir ódyra unga leikmenn sem þeir selja svo seinna eftir að þeir fá reynslu, það þýðir að við verðum uppeldis stöð fyrir stóru liðin og ekki hægt að lita á okkur sem eitt af stóru liðunum, dálitið sem við höfum verið vanir að teljast sem í a.m.k 6 áratugi.

  ég held að eina lausnin er að losa sig við ameríkanana, ekker gott hefur komið frá bandaríkjunum…

 11. joispoi sagði: “ekker gott hefur komið frá bandaríkjunum…”. Þetta er það alvitlausasta sem ég hef nokurn tímann lesið.

 12. Haldið þið að það sé eitthvað til í því að þeir verði kynntir núna, eða bíðum við til “1. Júnlí” með Milner?

 13. Nei Óskar minn þetta er sko bara hárrétt hjá JoiSpoi. Það hefur nánast ekkert gott komið frá US of fucking A. Kannski Guns ´N Roses, Bill Hicks, Jackson Pollock og mögulega einhverjar uppgötvanir í vísindum og tækjum. Þá er það upptalið. Restin er algjört rusl. Þeir eiga beina eða óbeina sök á 98% allra stríða í heiminum, eru mesta white-trash hjólhýsaþjóð í heimi, Disney-væða allt sem þeir koma nálægt og dömma niður fyrir fávita, eru hrokafullir, sjálfhverfir og hundleiðinlegir túristar hvert sem þeir koma. Eru búnir að steypa helmingnum að heiminum í algjöra fátækt til að þeir græði meiri peninga, á góðri leið með að rústa flestöllum viskerfum í heiminum með að sökkva öllu í olíu og áli. Hafa ekki hundsvit á fótbolta eins og FSG hafa klárlega sýnt. Þetta fólk eru gangandi Excel-skjöl sem er fyrirmunað að hugsa útfyrir kassann. Fólk sem heldur stolt fegurðarsamkeppnir fyrir smábörn. Vitskert þjóð sem á langstærsta her í heimi og byggja 20 fangelsi á móti hverjum háskóla sem þeir búa til. Afleiðingin sú að lögreglumennirnir þeirra eru eins og á sterum berjandi og drepandi venjulega saklausa borgara á hverjum degi. Því fyrr sem þessi ömurlega þjóð mun líða undir lok líkt og Rómarveldi til forna því betra. Engin mun sakna þeirra.

  Aldeilis frábærar fréttir ef að Milner sé að koma. Hann kemur með ákveðna vinnusemi, yfirvegun og sigurviðhorf til Liverpool sem Gerrard hafði að mínu mati aldrei. Held að Gerrard hafi sýnt það á þessu tímabili að hann er langt í frá jafngóður leiðtogi og menn hafa haldið. Í stað þess að hafa Gerrard í frekjukasti gínandi yfir öllu þá mun ábyrgðin dreifast á mun fleiri menn næsta tímabil. Með Milner og Henderson á miðjunni verður áherslan á vinnusemi og fórnfýsi ofar öllu og ég held að Liverpool spili mikið betur sem liðsheild á næsta ári. Við munum kannski loksins fá að sjá Liverpool spila alvöru pressu frá fremsta manni. Ef við erum að fá leikmann sem væri fullkominn fyrir Jose Mourinho og ömurlega fótboltann hans þá er það einhver maður sem okkur klárlega vantar uppá að styrkja liðsheildina og fara spila alvöru vörn. Þá erum við að fá rétta týpu af leikmanni sem færir okkur nær toppnum. http://www.football365.com/mailbox/9872261/James-Milner-Jose-s-Perfect-Player-

  Ömurlegar fréttir hinsvegar að Jurgen Klopp ætlar að áfram pottþétt að taka sér frí til áramóta. Þar mun mjög góður biti sennilega enda í hundskjafti. Ég veit ekki hvort ég nenni öðru tímabili með Brendan Rodgers, hef enga trú á að hann nái liðinu í toppbaráttu. Þrjóskan með að spila hálfu liðinu stöðugt útúr stöðu, hringl með leikkerfi og ömurleg varnarskipulagning í 3 ár er ekki að fara skila neinu nema við finnum annan sóknarleikmann eins og Suarez til að bera liðið á herðum sér og núlla út öll mistökin sem Rodgers gerir. Hann er svo efnilegur stjóri og alltaf að læra sjáiði til! Vorkennum honum soldið. Hann er nú að reyna sitt besta!

  Ætli ég haldi ekki bara með spútnikliðinu Bournemouth á næsta ári ef Rodgers verður áfram stjóri. Þetta verður sama mistæka rúnkið og barátta um 4.sætið ef hinn Norður-Írski David Brent fær að stýra Liverpool áfram á nánasar budgetinu frá hinum ástríðufullu fóboltaelskendum í FSG.

 14. Ef BR heldur áfram með liðið efast ég um að hann selji Allen. Ég tel bara engar líkur á því enda hefur hann mikla trú á Allen og hann er hans maður í klefanum.

 15. Finnst Milner algjörlega tilgangslaus kaup og mjög langt frá því að vera frí. Hann verður 30 ára í janúar og hans leikur snýst um hlaup. Erum þá væntanlega að fara að spila án varnartengiliðs.

  Stórefa að kostnaðurinn við að fá varnartengilið eins og Scneiderlin eða Kondogbia væri meiri en það sem Milner kostar, þegar allt kemur til alls. Ég veit hvor miðjan heillar mig meira.
  Schneiderlin/Kondogbia – Coutinho – Henderson
  Milner – Allen – Henderson

  Milner, Ings og Benteke… nei
  Clyde… já

  Getum við farið að reka einhvern…

 16. List vel a thessi hugsanlegu kaup. Vona ad thau verdi stadfest sem fyrst!

 17. Það væri flott að fá Milner. Hann er stabíll og öflugur leikmaður. Ekki beint marquee signing en frekar pottþéttur. Skv. slúðrinu hefur City boðið Milner nýjan samning upp á 165.000 pund á viku. Ég vona sannarlega að við séum ekki að bjóða honum neitt í líkingum við það. Schneiderlin er til sölu og er í öðrum klassa en Milner. Af hverju reynum við ekki við hann frekar? (Ég veit ég veit, við riðum ekki beint feitum hesti frá Southampton síðasta sumar)

  Það væri snilld að fá Clyne – hann var í liði ársins og þeir fjórir leikir sem ég hef séð af Southampton þá var hann frábær. Góður varnarlega en gat einnig sótt fram og krossað ágætlega. Enskur, 24 ára, og færi beint í byrjunarliðið. Kaupa hann strax takk!

  Ings finnst mér hins vegar verulega óspennandi kaup. Hann skoraði 11 mörk í ár sem verður að teljast gott fyrir framherja sem spilar með falliði Burnley, en ég hefði kosið framherja sem myndi vera _sannfærandi_ bæting á framlínunni.

 18. Sannfærandi bæting á framlínunni ?
  Það þarf ekki að kaupa merkilegan leikmann til þess að bæta upp Balotelli. Borini eða Lambert.
  Ef Ings kæmi þá er hann vonandi hugsaður sem 3-4 kostur.
  Ég vil samt sem áður að Balotelli verði áfram nema að það sé einhver þarna úti sem asnast til þess að kaupa hann á 10 mp plús en Borini og Lambert mega skottast eitthvert.

 19. @Ásmundur: Samt, Í hvaða heimi er Danny Ings bæting miðað við Borini, Lambert eða Balotelli? Er hann ekki bara í nákvæmlega sama klassaþrepi og Borini og Lambert?

 20. Snilldar samantekt á ameríkönum hjá AEG 🙂
  Hjartanlega sammála þeim hluta hjá honum.

 21. Sorry, en ég get ekki setið á mér þegar komment #13 segir “Hann (Milner) kemur með ákveðna vinnusemi, yfirvegun og sigurviðhorf til Liverpool sem Gerrard hafði að mínu mati aldrei”.

  Honestly?…..hefur Gerrard aldrei í þau 17 ár sem hann lék með Liverpool sýnt vinnusemi, yfirvegun eða neinn sigurvilja?

  Hvet menn til þess að horfa á leiki hans fram til þrítugs og sjá hve gríðarlega mikil yfirferð á honum í leikjum. Hve mikið svæði hann coveraði og hve mikið af tæklingum hann var að vinna. Hvað yfirvegunina og sigurvilja varðar þá geta menn skoðað vítanýtingu hans, úrslitamörk í krítískum augnablikum, Istanbul o.s.frv.

  Þó svo að hann hafi legið undir mikilli gagnrýni í vetur þá var hann einn af bestu leikmönnum liðsins í vetur, markahæstur og skoraði til að mynda 3 mörk í síðustu fjórum leikjum leiðsins. Ekki slæmt af 35 ára manni af manni sem hefur aldrei sýnt neina vinnusemi, yfirvegun eða sigurvilja.

  Gæti haldið áfram en það sem vekur þó mestu athygli mína er hve mörg “like” þetta komment hefur fengið.

 22. James Milner á free tranfer er ekki slæmur díll. Hann kemur með ákveðna festu og stöðugleika, finnst hann að mörgu leyti líkur JH, en samt ekki.

  Danny Ings er aftur á móti álíka gáfuleg kaup og Ricky Lambert í fyrra. Sé þann gaur ekki koma með neitt að borðinu sem við erum ekki núþegar með.

  N. Clyne er ágætis bakvörður, líklega á pari við Glen Johnson ef að GJ fer annað í sumar.

  Jákvætt samt ef að klúbburinn nær að klára sín mál og fá þá menn sem þeir ætla sér að ná í. Ekkert hefur þó verið staðfest og þessir menn gætu allir endað hjá Tottenham, hver veit.

  Ef að klúbburinn ætlar að bæta árangurinn frá því í fyrra, þá eru þetta ekki kaupin sem bætingin mun felast í.

 23. Er mjög spenntur fyrir því að fá Milner, hann er að mínu mati gæðaleikmaður. Held að hann komi með flottann presence inn á miðjuna okkar, eitthvað sem hefur ítrekað vantað í vetur. City virðist alls ekki vilja missa hann og það er í raun afar sjaldgæft að svona menn séu samningslausir. Hitt er svo annað mál að hann leysir ekki okkar vandamál sem eru varnarsinnaður miðjumaður, hægri bakvörður og klassa striker.

  Ings er alveg pínu spennandi leikmaður en ég hef takmarkaða trú á því að hann sé nægjanlega góður leikmaður til þess að verða lykilleikmaður hjá LFC, reyndar miðað við núverandi framherja þá líklegast myndi hann geirnegla byrjunarliðssæti. Ég átta mig ekki alveg á hvað eigendur lfc ætla sér nkvl fyrir með framherjastöðurnar en ef Ings kemur þá verða bæði hann og Origi að reyna að stimpla sig inn sem ungir framherjar hjá klúbbnum og mikið er talað um að nýtt þriðja nafn bætist í hópinn hver svosem það verður. Ef Sturridge verður síðan heill líka þá er þetta töluvert overkill af framherjum. En manni sýnist samt svona útfrá peningahliðinni að þá sé díll við Ings sniðugt move þar sem hann fer mögulega til okkar töluvert undir markaðsverði.

  Þetta er semsagt spennandi slúður en ég kalla eftir stærra nafni í framlínuna, varnarsinnuðum miðjumanni og hægri bakverði.

  YNWA
  al

 24. Þrátt fyrir að Ings sé ekki kaup sem neinn er slefandi yfir þá er hann að mínu mati okkar næst besti framherji á eftir Sturridge sem er alltaf meiddur. Ju líklega hefur Balo meiri hæfileika en Ings en hann passar töluvert betur í okkar leikstíll en Balo. Allt þetta tímabil höfum við kallað eftir framherja sem getur stungið sér inn fyrir varnir andstæðingana eins og Sturridge gerir og Ings er þannig leikmaður.

 25. Eigendur fylgja kaupstefnu og vilja framkvæmdarstjóra sem eru hlinntir henni. Þetta vita allir sem vilja vita og á hverjum degi tímabilsins – er þróunarvinna í gangi þar sem reynt er að láta alla þessa ungu leikmenn komast nær sínum persónulegu markmiðum.

  Geri ráð fyrir því að Rodgers er að vinna eftir þessari stefnu að heilum hug og því eru eigendur félagsins miklu sáttari við hann en við aðhangendur liðsins – því við viljum fá árangur STRAX og allt fyrir neðan 4 sæti í ensku deildinni er ömurlegur árangur.

  Enginn af stóru klúbunum á Englandi fylgir þessari stefnu nema Liverpool og mögulega Arsenal. Við getum verið ósammála þessari stefnu og sagt að hún gangi ekki upp.

  En svona vilja eigendur liðsins hafa þetta, sama hvað tautar eða raular. Mér finnst því hálf borubratt allar þessar alhæfingar um að Brendan Rogers verði að víkja og annar verði að koma í staðinn, því sá maður er ekki auðfinnanlegur að mínu mati og þetta er ekki eins auðvellt og við viljum meina því það þarf að fylgja líka þessari stefnu .

  Td. Hvaða framkvæmdarstjóri er í boði sem er raunverulega betri en Rodgers ? Mikið er talað um Ancelotti og Klobb en er eitthvað víst um að þeir vilja fylgja þessari kaupstefnu ?

  Reyndar skítur skökku við að Milner er að koma, því hann er tilbúinn leikmaður og á hátindi ferilsins og fellur því ekki alveg undir þessa stefnu, nema kannski að því leitinu að Liverpool fær hann ódýrt því hann er að verða samningslaus. (Svipað og bílasalinn góðkunni sem kom frá sama félagi)

  Ég er fylgjandi stefnu klúbbsins og finnst hún miklu fallegri en t.d stefna – Man – félagana tveggja og Chelsea.

  Allavega ef ég vil skipti á stjóra – þá verður stjórinn að vera raunverulega betri en Rodgers og ég er efins um að hann er í boði. T.d ef Ancelotti er fylgjandi þessari stefnu – þá væri ég til í að fá hann en ekki bara einhvern út af því að árangur liðsins er undir væntingum. Það er ekki áksrift á góðan árangur.

 26. Milner eru svo sem ágætis kaup,kall með reynslu og vinnur yfirleitt vinnuna sína , Ings ég veit það ekki eitthvað segir mér að við þurfum betri leikmenn en hann ef við ætlum að stefna uppávið.

 27. Lovren að birta áhugaverða mynd af sér og Kovavic á instagram. Og ég með þvílík Lpool gleraugu vona það besta að sjálfsögðu

 28. AEG #15, ég er oft sammála þér en nú finnst mér þú skjóta hátt yfir markið. Ég bjó í USA í mörg ár og kynntist þar mörgu frábæru fólki og get sagt þér að þessi staðalmynd af bandaríkjamönnum sem þú dregur upp er kolröng. Það búa í raun margar þjóðir í þessu landi og ekki hægt að alhæfa svona. Að auki er ég alfarið ósammála þér varðandi Gerrard.

  Ég deili hinsvegar með þér áhyggjum af gangi máli á Anfield. Það var eitthvað mikið að í vetur og að sjálfsögðu viljum við að sárin eftir þetta tímabil grói sem fyrst og að við getum horft til næsta tímabils með tilhlökkun og bros á vör. Það þarf vissulega margt að breytast og margt þarf að laga og mér líst vel á Milner. Vonandi fáum við inn fleiri reynslubolta.

 29. Vonandi fara hlutirnir að klárast í kringum Brendan en bara að skjóta einu inn varðandi Ings. Ings er með 11 mörgk af 28 mörkum Burnley í deildinni sem gerir 39% allra marka þeirra auk 4 stoðsendinga. Þetta er nokkuð sem fellur klárlega í kramið í statt-skýrlu fyrir innkaupa nefndina.
  Og eitt varðandi Milner þá er ég ekki með áhyggjur hvernig hann á að komast inn á miðjuna, bara ef hanner nógu góður í liðið þá dettur bara einhver annar út sem er minna góður þá studnina, hvort sem það er á miðjunni eða á kantinum. EN hann er ekki kominn fyrr en skrifað er undir.

 30. Sælir félagar

  Ég nenni ekki að hugsa um neitt fyrr en búið er að losa liðið við Brendan Rodgers. Ef hann fer ekki er ég ekki viss um að ég hafi nennu til að fylgjast með liðinu næstu misseri. Ekki það að ég verði ekki stuðningmaður Liverpool, það breytist aldrei. En ég nenni ekki BR eina leiktíð enn.

  Það er nú þannig

  YNWA

 31. En já. Silly Season byrjar með LÁTUM. Ímyndið ykkur.. ég fæ bara gæsahúð við tilhugsunina um geta stillt upp þessari S-E-X-Y þriggja manna miðju:

  Hendo – Joe Allen – Millner

  Og rúsínan í pylsuendanum; Danny Ings fyrir framan þá! Þetta fær hvaða hafsent í heiminum til að svitna á efri vörinni af stressi!

  Get ekki beðið eftir næsta slúðurpakka!

 32. Aftur verið að nefna Walcott í skiptum fyrir Sterling.

  Þetta gæti orðið laglegt. Sakho, Sturridge, Walcott og ætli við fáum þá ekki Van Persie líka á góðum kjörum því hann spilar í mesta lagi 15 leiki á tímabili?

 33. Samkvæmt #33 hljótum við að spila með sex í vörn. Fer Coutinho þá á bekkinn svo að Allen komist í liðið?

 34. Sigkarl #32. Ég ælta að vona að þú standir við orð þín.

 35. #35 Magnús T

  Já, mikið rétt. Manni finnst eins og að Rodgers sé til í að fórna hverjum sem er til þess eins að Allen komist í liðið.

 36. Jæja fyrst Rodgers er öruggur í starfi vill ég fara sjá leikmannakaup ekki seinna en á morgun! Klárum þetta snemma einu sinni. Nú verðum við að treysta á Brendan, ég persónulega vildi sjá hann fara sérstaklega eftir Stoke leikinn en vonandi er kall greyið ekki búinn á því því ég held hann sé hörkustjóri inn við beinið. Striker einn tveir og núna!

 37. Geisp ! Við fáum miðlungs pappakassana áfram. Engin kaup eins og Torres eða Suarez á leiðinni næstu árin.

 38. Ég ætla mér að treysta því að þessir sem stjórna viti hvað þeir eru að gera. Ekkert helvítis neikvæðis raus. Ætla að fylgjast með sumar kaupunum sem verða örugglega góð. Byrja svo nýtt tímabil vongóður um sigur í öllum leikjum þar til annað kemur i ljós.
  Áfram Liverpool

 39. Fínt að fá JM á miðjuna, ætla mér að vera ekki of jarðbundinn og trúa á að bjartsýnin hafi meiri góð áhrif heldur en svartsýni, og sérstaklega í ljósi þess að ég styð mitt félag 🙂

 40. Djöfullinn fékk ég óglatt að lesa þeta ógeð frá honum AEG og þessar alhæfingar um Bandaríkjamenn sem flestir eru rangar og sjá hátt i 40 manns líka við þessa haturskríft AEG á Bandaríkjamönnum. Einbeitum okkar á fótboltanum hér.

 41. AEG – fá Þjóðverja til að þjálfa Liverpool. Það er gott move miðað við sögu Þjóðverja.

Kop.is Podcast #83

Rodgers verður áfram!