Stoke City 6 Liverpool 1

Lokaumferð tímabilsins fór fram í dag, okkar menn heimsóttu Stoke City, lið sem hafði ekki að neinu að keppa í dag.

Liverpool gat með jafntefli tryggt sér 5. sætið í deildinni og þar af leiðandi forðast forkeppni Evrópudeildar í ágúst. Eins var þetta síðasti leikur Steven Gerrard með liðið, og tækifæri fyrir ansi marga af leikmönnum liðsins að minna á hvað í þeim býr. Eins var þetta tækifæri fyrir knattspyrnustjórann að enda erfiða leiktíð á jákvæðu nótunum.

Stoke City skoruðu sex mörk í dag, Liverpool eitt. 6-1.

Það er ekki séns að ég fjalli um þennan leik, segi ykkur frá því hvað gerðist. Glætan. Þess í stað ætla ég að enda þetta skítatímabil á nokkrum vel ígrunduðum yfirlýsingum, beint frá mér til ykkar:

Ég hef ekki trú á að þessi leikmannahópur geti náð árangri á næstu leiktíð. Leiðtoginn er að hverfa á braut og aðrir þaulreyndir leikmenn með honum og eftir stendur höfuðlaus her. Það er þörf á nánast kraftaverki á leikmannamarkaðnum í sumar til að setja saman lið sem hefur karakter í að klára verkefni næstu leiktíðar.

Ég hef ekki trú á að transfer-nefnd FSG geti unnið þau kraftaverk. Hvað sem gerist á öðrum sviðum knattspyrnudeildar Liverpool FC er morgunljóst að þessi nefnd þarfnast algjörrar uppstokkunar. Fjandinn hafi það að menn leyfi sér að sóa sumrinu eins og þeir hafa gert síðustu þrjú sumur. Dempsey? Aspas? Balotelli? Fokkið ykkur og ráðið menn sem vita hvað þeir eru að gera þarna.

Og að lokum: ég hef ekki trú á að Brendan Rodgers sé rétti maðurinn til að stýra knattspyrnuliði Liverpool. Hafi einhver vafi leikið á því held ég að það sé engin leið fyrir hann að halda áfram í starfi eftir daginn í dag. Þetta var síðasti séns fyrir hann að minna eigendurna og aðra á kosti sína sem knattspyrnustjóri og svarið var versta tap Liverpool í sögu Úrvalsdeildarinnar. Allar afsakanirnar um að það vanti framherja, og svo var það vörnin sem skeit verst á sig og hleypti fkn Stoke City sex sinnum yfir marklínuna.

Niðurstaðan á þessu tímabili er klár: úr 2. sæti niður í 6. sætið í deild. Undanúrslit í báðum bikurum. Niðurgangur í Meistaradeild og skita í Evrópudeild. Helmingi færri mörk skoruð, 22 stigum minna í húsi og félagið logar stafnanna á milli, allt frá leikmönnum sem hafa verið lengi hjá félaginu og hafa verið snuðaðir um samningstilboð til ungra, efnilegra leikmanna sem hafa enga trú á að þetta sé rétti staðurinn fyrir bjarta framtíð lengur, til knattspyrnustjóra sem er villtur í myrkrinu, til bakherbergis þar sem enginn veit hver gerir hvað, til eigenda sem hafa ekki sést á Anfield nema tvisvar síðustu tvö árin og enginn veit hvað eru að hugsa.

Tímabilinu er lokið, nú hefst tími afleiðinganna. Brýnið hnífana, dýfið pennunum í ferskt blek og gerið svo það sem þarf til að bæta þessa hörmungarstöðu. Slökkvið svo ljósin á eftir ykkur. Næst þegar þau verða kveikt skal nýtt lið með nýjan stjóra og skýra stefnu vera mætt til leiks. Allt annað er óhugsandi.

YNWA

157 Comments

 1. Ef hann Rodgers fer að þvaðra um einhverja ljósa punkta eftir leik, þá má hann taka þennan helvítis poka sinn.
  Skammarlegt.

 2. Er ekki bara best að sleppa henni? Nóg að segja

  tap, gleðilegt sumar.
  Kveðja kop.

 3. Ég á ekki til orð og mig langar að henda fram grafalvarlegri spurningu; Mun BR verða rekinn á morgun?

 4. Rodgers fer eftir þennan leik, það er ljóst. En það hvernig þeir leikmenn sem léku þennann leik í síðasta leik Stevens Gerrards fyrir Liverpool er algjörlega til skammar. Þetta er eitthvað það ömurlegasta sem að ég hef séð lengi! Hver og einn einasti þeirra ætti að skammast sín.

 5. Leikmanna hópur Liverpool til sölu á 1£ , en því miður er það einu £ of mikið….

 6. Ef Brendan verður ekki rekinn eftir svona skíta tímabil er 150% víst að ég fylgist ekki með mínu ástsæla liði á næsta tímabili. Þvílík frammistaða í síðasta leik SG algjörlega til skammar.

 7. Held að leikmenn séu að spila BR út úr liðinu, vilji losna við hann.

 8. Fyrir ykkur sem hlakkar til Evrópudeildar……

  “Spurs have beaten Everton so Liverpool’s season will start on July 30 with the third qualifying round of Europa League. Would need to win two ties before even getting to the group stages”

  Annars vona ég að umboðsmaður Jurgen Klopp fái símtal frá Boston í kvöld!

 9. Brendan á þetta skuldlaust, geldur í uppstillingum og fl. Spilar mönnum út úr stöðum og viriðist ekki fatta að menn eru búnir að lesa hann fyrir löngu. Menn hlaupa endalaust út um allt og ekki skipulag virðist vera á neinu. Menn komnir út úr stöðum og þá er allt opið. Maður sem er búinn að eyða öllum þessum pening og skilar ekki betur en þetta er bara eitt…. Ef okkar eigendur hafa einhvern metnað þá verður Brendan rekinn núna!

 10. Jæja, oft er bara best að fá svona “afdráttarlaus” úrslit þannig að eigendur fái mjög ákveðin skilaboð um hvað þarf að gera. Það verður ekki mikið skýrara núna en 6:1 ósigur og heitasta von enskrar knattspyrnu vill ólmur komast í burtu. Þessi úrslit eru bara eitthvað sem er búið að stefna í mv. úrslit í síðustu leikjum og náði einfaldlega hápunkti núna og sannar svo ekki verður um villst að það er eitthvað stórtkostlegt að í leikmannahópnum.

  Ég er formlega kominn á BrendanOut vagninn eftir þennan dag en var það ekki áður.

  Lýst best á Klopp en óttast að það sé búið að ganga frá samningi við hann af einhverjum öðrum. Þetta verður forvitnilegt sumar og mun reyna á Liverpool hjartað sem er örótt og blæðandi eftir þetta tímabil 🙁

 11. Ömurlegur endir á leiktíðinni.
  6.sætið varð okkar hlutskipti á þessari leiktíð og eru það vonbriðgi.
  Mér fannst eins og þegar liðið missti af meistaradeildarsætinu þá einfaldlega hætti og fór í sumarfrí. Þar þarf Rodgers að axla ábyrgð og auðvita leikmennirnir.

  Ég held að næstu dagar verði fróðlegir hjá Liverpool.
  Ef það á að Reka Rodgers þá þarf að gera það strax ekki eftir 2-3 vikur.
  Ef það á ekki að reka Rodgers og gefa honum annað tímabil þá á að gefa það út strax.

  Eigendur liverpool þurfa að opna veskið sitt og þurfum við að fjárfesta í gæðum í sumar en ekki efnivið(sem mun kannski síðar hjálpa okkur)

  Maður er eiginelga fegin að tímabilið er búið og vona ég svo innilega að liðið sem byrjar fyrsta leik á næsta tímabili verði tilbúið í slaginni og alveg sama hverjir spila eða hver verður við stjórnvölinn þá mun ég styðja mitt lið í blíðu og stríðu.

  Gleðilegt Sumar

 12. Mikið er ég ánægð að tímabilið sé loks búið.

  Ég er búin að missa trúnna #RodgersOut

 13. Vorin eru notuð til hreinsunar, ein slík er framundan hjá LFC og hún þarf að vera STÓR og BR kveður okkur líka. Takk samt fyrir, þú fékkst þinn tíma og reyndir en….. búið 🙁
  YNWA

 14. Leikskýrslan mín er komin inn. Hún er harðorð og beinskeytt. Ég komst ekki að þessum niðurstöðum auðveldlega en þær verða ekki lengur umflúnar.

 15. “Dæmið mig eftir 3 ár” sagði maðurinn… well – time’s up félagi!

 16. Sorglegt.

  BR kom sterkur inn þegar hann var ráðinn, sagði alla réttu hlutina og bara virkilega jakvæðir hlutir í gangi hjá klúbbnum.

  Í vetur þegar hann hefur fengið pressuna á sig er þessu algjörlega öfugt farið. Nánast allt sem hann lætur út úr sér hefði hann betur sleppt, algjör steypa.

  Reynsluleysi hans hefur algjörlega opinberast og hæfir ekki klúbb af þessari stærðargráðu.

  Glasið er svo algjörlega tómt í dag að það eina sem hægt er að gera til að bjarga klúbbnum úr þessari stöðu er stjóri með reputation og ðulling power sem getur fengið til sín einhver nöfn.

  Eins og staðan er eftir daginn í dag að þá mun það aldrei gerast undir stjórn BR.

  Þetta er sökkvandi skip 🙁

 17. Ef Rodgers leikur strútinn enn einu sinni í viðtölum eftir leikinn gerir hann fátt annað en að staðfesta það álit sem margir hafa smám saman myndað sér á þessum ágæta manni. Brendan Rodgers vantar eitthvað sárlega því miður. Það hefur orðið betur og betur ljóst eftir því sem á feril hans með LFC hefur liðið að hann ræður ekki við verkefnið. Árangurinn í fyrra var outlier, þ.e. tilviljun, sem er ekki líkleg til að endurtaka sig.

  Nú skal maður fara varlega í að tjá sig eftir vonbrigði af þessu tagi. Betra að anda rólega með nefinu. Ég vona bara að menn fari rólega og æsingarlaust yfir málin hjá félaginu og komist að niðurstöðu sem er réttust fyrir alla.

  Ég hef verið á því all lengi að stærsta vandamál Liverpool sé þjálfarinn. Þessi leikur breytir engu til eða frá um það þó að hér sé væntanlegum einhverjum botni náð. Kemur samt ekki vitund á óvart nema þá helst hvað niðurlægingin er algjör.

  Fyrir hönd besta leikmanns félagsins fyrr og síðar sárnar manni. Flestir munu vilja freista þessum tveimur kveðjuleikjum. Ömurlegt til þess að hugsa og svo sannarlega ekki það sem meistari Gerrard á skilið.

  Eini ljósi punkturinn er að þessu helvítis tímabili er loks lokið. Ég geri ráð fyrir, og bind mínar vonir við, að mikið muni breytast til hins betra hvað liðið og þjálfun þess varðar. Annað er í fínu lagi hjá Liverpool Football Club og ég ætla að hlakka til næsta tímabils.

 18. BR hleður í 13.000 síðna skýrslu um tímabilið & nær að dáleiða Henry um að hann sé rétti maðurinn í djobbið. Nei annars, hann gerir kvikmynd um þessa 13.000 síðna skýrslu fyrir Henry til áhorfs.

 19. Fyrir tímabilið var sett markmið, tvö reyndar, top 4 og einn titill, hvorugt stóðst, eg er komin á þá skoðun að BR verði að taka ábyrgð og vona að Klopp verði á Kop á næsta tímabili.

 20. Svo innilega sammála Kristjáni þarna. Ömurleg úrslit og ömurleg frammistaða. Það þarf eitthvað stórkostlegt að gerast í sumar.

 21. Besta leikskýrsla ársins!

  Það þýðir ekkert að sykurhúða þetta eitthvað. Þetta tímabil er búið að vera alger hörmung. Liðið er algerlega týnt og það er ekkert í gangi á leikvellinum. Svona er þetta meira og minna búið að vera í allan vetur, 11 hauslausar hænur á vellinum merktar Liverpool-búningnum.

  Ég vildi óska þess að ég gæti sagt að það væru bjartir tímar framundan, þ.e. þetta væri bara reynsluleysi og þessir ungu strákar okkar verði reynslunni ríkari og miklu sterkari á næsta ári. Nei, elskurnar mínar, vandamálið er miklu dýpra en það. Það voru a.m.k. 6 – 7 leikmenn inn á vellinum í dag sem eru einfaldlega ekki nógu góðir fyrir þennan klúbb og verða það heldur ekki á næsta ári!

  BR out, já er því miður búinn að hoppa á þann vagn. Þessi úrslit í kveðjuleik SG eru gersamlega ófyrirgefanleg.

 22. Ég er sammála þvi að Rodgers verður að víkja en hann er því miður ekki stærsta vandamálið sem blasir við þessum klúbb.

  FSG out.
  Rodgers out.

 23. Vandamálið liggur miklu dýpra en Rodgers.
  Vandamálið er að LFC hefur náð að klúðra stöðu sinni sem stórklúbbur með því að hafa ekki fylgt nútímastraumum í fjármögnun og markaðssetningu eins og ManUtd, Arsenal, Bayern, Barca og Real gerðu.
  Fjármagnið hefur afgerandi áhrif á velgengni fótboltaklúbba, það er staðreynd.

  Í tíð Rodgers hefur LFC misst af: Mkhitaryan, Willian, Diego Costa og Alexis Sanchez.
  Væri þokkalegt að hafa þessa menn í hópnum.
  Í staðinn hefur hann þurft að byggja upp lið með efnilegum strákum og leikmönnum í last-chance saloon, reject frá öðrum klúbbum.
  Ekki beint verið að keppa á jafnréttisgrundvelli þarna við lið eins og Chelski, City, Arsenal og Utd sem geta öll keypt stórstjörnur inn í sína hópa.

  Ömurlegt að tapa þessum leik á þennan hátt, alveg sammála. Andleysið algjört.
  Hins vegar þarf miklu meira að koma til, eigi LFC að rísa úr öskunni á ný.
  Neville hitti naglann gjörsamlega á höfuðið þar, því miður.

 24. Hver klukkustund sem líður þar til tilkynnt er um brotthvarf Brendan er pínleg fyrir klúbbinn.

 25. #12 er þetta alveg öruggt að við byrjum að spila svona snemma í UEFA-league, þ.e. í lok júlí?

  Ef Arsenal vinnur bikarinn þá dettur niður UEFA-sætið fyrir bikarkeppnina því skv. nýjum reglum UEFA þá fær taplið í úrslitaleik bikarleik ekki sæti í Euro-league.

  Þetta myndi þá væntanlega þýða að 7. sætið (Southampton) gæfi einnig sæti í EURO-league og þeir þyrftu þá væntanlega að byrja keppnina í júlí eða hvað?

 26. Ég var á því að gefa Rodgers annað tímabil fyrir þennan leik, en Jesús ef það verður ekki tilkynnt í kvöld eða í hádeginu á morgun að hann sé rekinn þá er eitthvað að.

  Það myndu flestir stjórar í deildinni fjúka eftir að tapa 6-1 fyrir Stoke.

 27. Við þurfum stjóra sem að stóru nöfnin vilja spila fyrir… hver getur það verið ?
  Hver er á lausu og getur verið með liðið næstu 10-15 árin…
  Klopp gæti verið þessi maður, svo gætum við auðvitað rænt Southampton liðið stjóranum sínum,,,,

  En ég hélt að ég myndi ekki segja þetta í lok þessa tímabils, kannski er það bara vonbrigði dagsins sem að tala, en hér kemur þetta:

  RODGERS OUT!

  YNWA!

 28. Jæja, nú get ég spáð taplausu vori.

  Þið lásuð það fyrst hér.

 29. #33 Ég held að þú málir of dökka mynd þarna. Fjárhagur LFC hefur batnað stórkostlega og markaðsmálin ganga betur en nokkru sinni fyrr í dag. LFC er núna að fara gera nokkra auglýsingasamninga sem munu skila félaginu miklum tekjum á næstu árum. Efnahagsreikningur LFC stækkaði meira en nokkurs annars stórliðs í fyrra, Anfield er í stækkun og svona mætti lengi telja upp frábæra hluti sem FSG hefur verið að gera ekki síst í Asíu og Ameríku.

  Svartsýnisraus eins og í grein Neville eru ávallt skrifaðar um félög í vanda og nokkrar sambærilegar hafa birst síðustu daga s.s. ein eftir Tony Barrett.. Það er lítið að marka greinina, eða aðrar slíkar, og hún er afleiðing af getuleysi Brendan Rodgers og LFC inni á vellinum.

  LFC var í dauðafæri við 4 sætið og lét Tim Sherwood, af öllum mönnum, líta út eins og taktískan snilling þegar FA úrslitaleiknum var glutrað.

  Ef allt hefði verið eðlilegt með þjálfun liðsins hefði CL sæti verið í húsi og við værum að gíra okkur upp fyrir úrslitaleik á Wembley. Engin væri að skrifa svona greinar en þess í stað verið að mæra BR og FSG. Það hefur bara ekkert verið í lagi hjá Brendan Rodgers síðan í mars sem er stóra vandamál LFC.

  Ekki ætla ég að segja að maður sé 100% ánægður með FSG en stóri fíllinn er blessaður þjálfarinn okkar sem náði 5 stigum af 18 mögulegum gegn botnliðum PL, ef Chelsea er frá talið, síðustu 6 umferðirnar.

  Þetta eru staðreyndir málsins eins og það horfir við mér.

 30. Er búinn að kynna mér reglurnar. Við styðjum Arsenal í úrslitaleik FA cup. Ef þeir vinna þá förum við beint í riðlakeppni EURO-league, jibbý!

  Pollýannan er aftur mætt á svæðið

 31. Ég held að Klop sé aldrei að fara koma í klúbb sem er rjúkandi rúst. Hann fer í eitthvað alvöru lið.

 32. Aumingjaleg úrslit, sem betur fer horfði ég ekki á þessa skitu. Burtu með þennan miðlungs stjóra og inn með einhvern winner, komdu aftur heim Benitez ! !

 33. Sammála sumum um að vandamálið liggur miklu dýpra en Brendan Rodgers. Vandamálið er að leikmenn liðsins hafa of oft sýnt ömurlegar framistöður, engan vilja, enga leikgleði og hafa oft á tíðum verið bara hlandlélegir inná vellinum, eins og í dag.

  FSG, stjórnarmenn, Rodgers eða þjálfaraliðið spilar ekki inn á vellinum. Þetta er fyrst og fremst ömurlegur karakter margra bara mjög fína leikmanna liðsins.

  Er nokkuð viss um að svona 4-6 stig í viðbót fyrir áramót og þá hefði verið annað líf í þessu liði síðustu vikur. En svona eru leikmenn liðsins viðkvæmir.

  Rodgers er flottur gaur og flottur þjálfari og hefur sýnt okkur það (meira segja á þessu tímabili hafa menn verið 100% sáttir með hann) að hann hefur fullt af hæfileikum og á einnig margt ólært. Erum með mann sem vill koma Liverpool á toppinn. Sé engan tilgang í að byrja upp á nýtt með því að fá annan manager inn sem er með stærra bremsufar á þessu sísoni ef eitthvað er. Rodgers náði að rétta úr kútnum eftir hörmungarbyrjun, stappaði stáli í leikmennina, en það voru leikmennirnir sjálfir sem drógu sig aftur niður í depurð og þunglyndi og því fór sem fór.

  Fyrir mér á Rodgers að fá annað ár. Tvö léleg síson er ekki boðlegt og þá er hægt að tala um að vandamálið liggi í manninum á hliðarlínunni, þannig ég sé næsta tímabil sem make or break. Hann hefur heilt sumar til að styrkja liðið. Hann þarf ekki að breikka hópinn. Fá inn 2-3 menn sem styrkja byrjunarliðið (markaskorara (Higuain/Behraino) og tvo varnarmann) og aðra minni pósta fyrir mennina sem fara, ætti að vera auðvelt þetta seinna enda eru flestir þeirra að spila verr en margir neðrideildarleikmenn.

  Rodgers er ungur og eins og ungir leikmenn eða manager-ar þá eiga þeir til að gera fleirri misstök en reyndari menn. Hann er samt ótvímælalaust einn efnilegasti stjóri heims og mun bara læra af þessari reynslu og gera betur. Hef trú á honum.

  #RodgersStay

 34. Brendan hlýtur að koma til greina sem landsliðsþjálfari Englands eftir þessa frammistöðu.

 35. Það er bara Rafa Benitez aftur. Áður en Real Madríd nær honum.

 36. það sem Bendan segir í viðtölum eftir leik gengur bara ekki upp….vissi hvernig Stoke væri og fl….afhverju stillir hann þá upp liðinu svona. Hefði ekki betra að vera með bakverði með hraða og meiri styrk á miðjunni. Það langt síðan að menn sáu veikleikan hjá Can ( enda ekki bakvörður) en samt er engu breytt. Miðjan er brandari, Lucas og Allen og Hendo hafður á kannti….burt með manninn..

 37. Ertu eintóm tröll hér inni? Hættið að tala Liverpool niður ef þið styðjið félagið!

  Félagið er fjarri því að vera rjúkandi rúst og raunar allt annað en rjúkandi rúst.

  CCP tapaði hressilega í fyrra sem að mestu er vegna þróunarkostnaðar sem næst til baka í framtíðinni. Engum dettur í hug að kalla CCP rjúkandi rúst.

 38. Today was a major embarassment for LFC; Rodgers has not been able to manage this team since the United defeat. The defeats to Villa, Hull City and today show that BR could not manage the team when he spent over £100M; he lost the players. The defence and midfield is terrible Lucas Allen etc. Our offence has meanwhile always been terrible, even Coutinho is playing badly.

  Rodgers is now accountable after 3 years of trying.

  Rodgers should do the decent thing and resign. Finishing below Spurs after all his patronising comments about them spending £100m and promising that Liverpool won’t “do a Spurs” must be very embarrassing even for a delusional charlatan like him.

  It is time to bring high quality manager and new quality players. A major restructuring is required.

 39. Vel mælt Sindri og Tryggvi. Rodgers er ekki síður sá útvaldi fyrir Liverpool en Moyes var fyrir United. Báðir frábærir og leiðin liggur aðeins upp á við! #nýtt5áraplan #þolinmæðiþrautirvinnurallar #RodgersStay

 40. Hef fylgt LFC að málum frá 1968. Sjaldan upplifað verri daga en í dag.

  Hef verið harður BR maður en get það ekki lengur. Þetta afhroð sýnir að hann er búinn að tapa tiltrú.

  Hjá félaginu er fullt af ágætum leikmönnum. Ítreka: ágætum. Til þess að draga fram styrkleika 7-8 ágætra leikmanna þarf 3-4 afburðaleikmenn í 11 manna liði.

  Á síðustu leiktíð höfðum við þrjá slíka; Suarez, Sturridge og Suarez (tveggja manna maki). Á nýafstaðinni leiktí var enginn slíkur.

  Öll liðin í kringum okkur eru full af ágætum leikmönnum. Þau sem hafa afburðaleikmenn innan sinna raða skara fram úr.

  Þetta er ekki flóknara.

 41. Þetta metnaðarleysi leikmanna er mjög furðulegt. Það virkar á mg eins og BR sé algerlega búinn að tapa trausti leikmannahópsins og nái engan veginn til þeirra.

 42. Ömurleg frammistaða Brendan á skilið skammir fyrir það það er samt ein hópur sem sleppur ansi vel við gagnrýni og það er leikmannahópur liverpool. Sama hversu illa Brendan lagði upp leikinn þá hljóta leikmenn að bera einhverja ábyrgð. Ef þið skoðið ummælin hérna á síðunni þá fjalla þau bara um einn mann Brendan leikmenn liverpool sleppa við alla gagnrýni þrátt fyrir algjörlega skammarlega frammistöðu.

 43. ef þessi hálfviti rodgers verður ekki rekinn í sumar ætla ég að finna mér nýtt félag til að stiðja.

 44. #50 ég held að allflestir hér inni séru harðir Liverpool menn og hafi vonir og væntingar um að klúbburinn okkar nái fyrri stöðu einhvern tímann aftur. En með þessum úrslitum í dag held ég að mjög margir hafi endanlega misst trúna á að það gerist undir forystu Brendan Rodgers.

  Félagið þarf stjóra sem er það virtur að góðir knattspyrnumenn vilji koma til félagsins og spila fyrir hann.

  Áfram Liverpool.

 45. Orðrómur er hávær. Fundur í kvöld. Tilkynning um 10 isl tíma.
  Rodgers út. 11 stig síðustu 10 leikir. Á alltaf að vera brottrekstrarsök

  Hver inn?

  Welcome mr Klopp

  YNWA. …… unless you crap up your back and loose 6-1

 46. Erftir fråbært timabil i fyrra, finnst mer lidid vera allveg bitlaus nuna !

 47. Brendan er flottur stjóri og hæfileikaríkur, það þarf ekkert að efast um það. Sú staða sem er komin upp er ekki endilega honum einum að kenna, margt sem spilar þar inní eins og allir vita. Hann ber hins vegar einn ábyrgðina, það er bara þannig, og eftir árangur síðustu mánuðina er ljóst að hann hefur misst stjórn á ástandinu og sennilega hafa leikmenn misst trúna á honum. Hann verður að fara frá klúbbnum. Því miður.

  YNWA.

 48. Loksins Loksins Loksins Sjá menn ljósið !!!!!

  #Rodgersout ÉG ER 250% klár að nú losnum við loksins við hann. mesti skemmdarvargur í sögu LFC.

  Ég held að RAfa sé eini maðurinn sem getur rifið þetta fljótt upp af rassgatinu. Þekkir klúbbinn inn og út og elskar LFC, myndi líklega fórna Real Madrid fyrir Liverpool

 49. #56. Nákvæmlega. Stærsta vandamál LFC í auglablikinu er Brendan Rodgers. Ég er ekki að segja að þjálfarinn sé eina vandamálið en lang mest aðkallandi vandamálið er að ráða nýjan góðan stjóra.

  En hér eru menn að tala um eins og Liverpool Football Club sé eins og rjúkandi rúst! Vitna í greinar eftir Gary Neville, af öllum mönnum, eins og Guð almáttugur sé að tala um félagið okkar. Er ekki allt í lagi?

  Ekkert nema vandræði þjálfarans stenst nánari skoðun. LFC er hvað flest varðar í fínum málum en þjálfarinn Brendan Rodgers hefur álíka aðdráttarafl í augnablikinu og jólatré í janúar. Hann hefur algjörlega brugðist en vitanlega þurfa aðrir líka að líta í eigin barm.

  Ekki kalla Liverpool “rjúkandi rúst” eða eins og félagið sé á einhverri bjargbrún þó að svona hafi farið. Það stenst enga skoðun og er ekki stutt neinum staðreyndum.

 50. Maðurinn er búinn að sóa yfir 200 milljónum punda. 7 leikmenn sem byrjuðu leikinn voru í liðinu áður en hann tók við því! Það segir mikla sögu.

 51. Ég viðurkenni það að ég hef setið á höndum mínum í dag.

  Var í fermingarveislu þar sem fréttirnar bárust inn og hef nú náð að sjá það sem þurfti að sjá áður en ég tjáði mig, því trúið mér…ég hefði verið bannaður hér inni ef ég hefði skrifað meira en það sem þið sjáið snemma á þræðinum.

  Núna…rúmum tveimur tímum eftir stærsta tap klúbbsins í 52 ár þá er ég enn jafn viss um hvað þarf að vera fyrsta skrefið í endurkomu félagsins míns…en get kannski skrifað það á betri hátt.

  Þjálfarateymið hefur sýnt sig sem varnarlítið, reynslulaust og óhæft til að stjórna Liverpool á þann hátt að það verði aftur lið í toppbaráttu Englands.

  Við ætlum að podcasta á morgun og þess vegna ætla ég ekki að skrifa pistil um það í dag hvað mér finnst um það sem hefur birst mér síðustu vikur, eða frá tapinu á Anfield gegn United með lélegum úrslitum og amatörameðferð á máli Sterling.

  Ég ætla bara að ræða þetta hérna inni á þessum þræði og svo kannski verður maður búinn að fókusa eitthvað betur annað kvöld. Þetta var einfaldlega versta frammistaða sem ég hef séð…og á tíma þar sem Rodgers var alltaf að verða dæmdur.

  Liðsuppstillingin bar vott um það hugmynda- og kjarkleysi sem hefur einkennt síðustu vikur. Enn á ný stillir hann upp bakvörðum sem að kantmenn enskra liða hlæja að. Alberto Moreno lítur út eins og verstu kaup hans af mörgum þessa dagana og hvers vegna hann ákveður að eyðileggja sjálfstrausts Emre Can með að láta hann spila stöðu sem leikmaðurinn sjálfur sér augljóslega að hann ræður ekki við er bara blaðamál.

  Sakho karlinn gerir reglulega mistök og nú var honum refsað…ekki einu sinni það gladdi mann í dag að sjá hann í treyjunni.

  Á miðjunni stillti hann upp Lucas Leiva sem hefur átt mjög erfitt að undanförnu og Joe Allen sem hefur aldrei verið treyjunni verðugur…með Hendo úti á kanti. Í 4-4-2 með demant var í rauninni enginn senter…

  Svo segir hann að Sterling hafi ekki verið “mentally ready” í leikinn. En var samt hafður í hóp og látinn hita upp undir öskrum áhangenda Liverpool. Hvers vegna? Óskiljanlegt, ef hann hefði nú bara haft bein í nefinu til að láta Sterling og þennan fáránlega umboðsmann finna til tevatns sjálfur frekar en að skella honum fyrir aftökusveit annarra er bara enn á ný að sýna mér að hann vill ekki vera “vondi kallinn” í leikmannamálum…nema þegar Reina eða Agger eiga í hlut…stjörnuleikmenn sem hann svo augljóslega ræður ekki við. Ég var alveg til í að bakka hann upp þar en þegar maður sér fullkomið ráðaleysi gagnvart leikmanni sem hann greinilega vill að sé með sér í liði þá hristi ég af mér hausinn.

  En þetta stoppar ekkert hjá honum.

  FSG tóku ranga ákvörðun fyrir þremur árum þegar þeir völdu sér það að velja gáfaðan mann sem kann spænsku, er hátt metinn af Mourinho og átti að breyta liðinu í sóknarlið sem allir myndu öfunda (vitna beint í kynningu Tom Werner á honum á sínum tíma) – ungan stjóra til að vinna liðið á næsta þrep og vinna enska titilinn. Þeir ákváðu þá að þeir sjálfir hefðu input í það að koma liðinu lengra, stofnuðu alls konar teymi um þetta og hitt.

  Án þess að vita nokkuð um það hvað þarf til að búa til topplið í Englandi.

  Núna þremur árum seinna er þessi hugmyndafræði steingeld og á henni sprungið. Það á ekki bara að reka Rodgers. Það á að leysa upp öll þessi teymi sem eiga að rýna í hitt og þetta, eigendur og stjórn eiga að hugsa um það eitt hvernig þeir ná í peninga og afhenda það stjóra sem þekkir hvað þarf til að vinna titla. Sem er svo augljóst að Rodgers er LANGT FRÁ núna!

  Shankly sagði: “The chairman is only here to sign the cheques”. Eins og Arabarnir hjá City gera og það sem Roman gerir núna. Ef það gerist ekki þá bara lagast lítið.

  Eins mikið og mig langar til að Klopp verði maðurinn þá bara held ég að það eigi að horfa til manna sem kunna nú þegar að vinna í enska boltanum og þekkja innviðina þar. Ancelotti, Benitez og Pellegrini virðast allir vera á lausu mögulega í sumar. Einn þeirra takk.

  En allavega, það er morgunljóst í mínum huga að þessi tilraun FSG er fullkomlega hvellsprunginn og eina leiðin til að leiðrétta þau mistök er að viðurkenna þau strax og taka á þeim. Engin ástæða til að bíða eftir Boston fundi. Þeir stjórna hvort eð er bara í gegnum síma eða Skype.

  Meira í podcastinu á morgun…kannski verða komnar fréttir þar…

 52. miki? vildi ma?ur geta sé? 100% stjóra sem ma?ur myndi vilja nùna

  Rodgers er mögulega nùmeri of líti? nafn fyrir liverpool og klùbburinn hefur hreinlega ekki tíma til þess a? sjà hann stækka sitt nafn í sínum rö?um þegar hann tekur skref til baka frekar en àfram.

  klopp er à lausu ég er þvì mi?ur ekki samfær?ur
  Rafa er möguleiki ég hreinlega man hva? mèr fannst oft lei?inlegt a? horfa à leiki undir hand stjòrn.
  anceloti jà miki? væri sà kall gò?ur kostur ef þa? væri sèns.
  màli? er a? þa? vir?ist lìti? vera í bo?i en anna? noname um von eitthva??

  chelsea leita?i meira segja til baka og city mun ekki geta neitt eftir timabili?

  svei mèr þà ef Rafa sé ekki bara màli? ef þa? à a? gera eitthva?
  hann hefur allavega þa? sem til þarf a? lokka menn til lfc en menn ver?a þà a? hækkalaun fyrsta verk fsg var a? hreinsa ùt launahàa menn

 53. nùna er eg buinn ad missa alla trú á Rogers!! En eigendurnir eru STÓRA vandamálid okkar

 54. Eigum við ekki aðeins að róa okkur niður. Vissulega var þetta hörmung en það geta komið upp stórslys hjá öllum liðum og þetta var eitt slíkt. Sjötta sætið staðreynd sem er vonbrigði.

  Rodgers á alltaf að fá annað tímabil samt. Veit ekki betur en Klopp hafi drullað upp á bak á þessu tímabili. Það er ekkert betra þarna úti, ekki nema Mourinhio og hann er væntanlega ekki available. Ég æli við tilhugsuninni að fá Benna búðing aftur.

 55. Er þetta stuðningsmaður Liverpool?

  “Veit ekki betur en Klopp hafi drullað upp á bak á þessu tímabili.” Jurgen Klopp skilaði Dortmund í 7 sæti Bundesligunnar að lokum og liðið hans spilar bikarúrslitaleik um næstu helgi eftir að hafa unnið Bayern í undanúrslitaleik. Klopp var kvaddur með tárum stuðningsmanna Dortmund á Westfalen í gær sem kölluðu, klöppuðu og veifuðu fánum honum til heiðurs.

  “Ég æli við tilhugsuninni að fá Benna búðing aftur.” Hér er væntanlega verið að ræða um sjálfan Rafa Benitez sem er með Napoli í 4 sæti Serie A. Rafa fór líka langt með Napoli í EL og er ekki lélegri þjálfari en svo að Real Madrid hugleiðir alvarlega að hann taki við af Ancelotti.

  Grínlaust gott fólk! Þessir 2 þjálfarar, Klopp og Benitez, eru í hópi þeirra bestu. Eftir Brendan Rodgers er álíka eftirspurn og eftir íslenskum bankamanni. Að bera Brendan saman við þá er eins og að bera saman Heidi Klum og Miss Stoke on Trent.

  Það er fundur með FSG í kvöld og margt bendir til að Rodgers fjúki. Vonandi fáum við góðan stjóra og ef annar þeirra Benitez eða Klopp vill taka að sér starfið er það fagnaðarefni fyrir okkur Púlara.

 56. Ég mundi taka Rafa fagnandi og ef Klopp er klár að taka við, að segja að þetta séu lélegir þjálfarar eins og #66 dæmir sig sjálft.

 57. Enn einn leikurinn þar sem Liverpool byrjar ekki með framherja þrátt fyrir að Brendan sé búinn að eyða 60 milljónum punda í framherja á síðstu 3 árum, já ég sagði 60 milljón punda. Í vörninni voru 3 nýjir leikmenn (einn úr stöðu) sem kostuðu klúbbinn 37 milljónir punda. Brendan er búinn að kaupa varnarmenn fyrir 54 milljónir punda á síðustu 3 árum, þrátt fyrir það er vörnin eitt stærsta vandamál liðsins.

  Þessar staðreyndir segja allt sem segja þarf um BR og leikmannanefnd Liverpool. Burt með Brendan og þessa leikmannanefnd.

 58. Ömurleg úrslit og tímabilið vonbrigði en ég bið menn að anda rólega! Er allt ömurlegt og BR allt í einu ómögulegur? Við erum með ungt og brothætt lið og það brotnaði greinilega eftir Man Utd leikinn. Eigendurnir eru með plan og þeir ætla að halda áfram að einblína á unga hingraða leikmenn og verðlauna leikmenn í framhaldi af því þeir sanna sig. Mun þetta plan duga til að brjótast inn í topp4? Til þess þurfa hin liðin líka að gefa eftir (og helst skipta um stjóra) og unga liðið okkar að stiga upp. En það sem skiptir mestu máli er að við grátum veturinn í dag en fylkjum okkur síðan á bakvið liðið okkar í framhaldinu. YNWA! ????

 59. Hahaha, Guderian þú ert oftast góður en “Miss Stoke on Trent”, ég hreinlega hló upphátt, einn á veitingastað í útlöndum, og gleymdi andartak þessu rugli. Takk fyrir það.

  Og ég verð að játa að inneign Rodgers hjá mér var endanlega að klárast. Það er ekki hægt að endurvekja trú á honum eftir þetta.

 60. 2-9 markatala í síðustu 2 leikjum tímabilsins á móti 2 neðrihlutaliðum segir meira en segja þarf. Brendan R’out’gers takk!

 61. Það þýðir ekkert að henga einn mann fyrir þetta gengi! Vissulega á Rodger sína sök en leikmennirnir bera ábyrgð líka. Það virðist vera erfitt að mótíva nokkra leikmenn. Það er alveg ljóst að þeir eru ekki að spila fyrir stjóran sinn en að þeir gátu ekki sett hausinn á réttan stað í kveðjuleik Gerrards á Anfield og síðasta leiknum hans með Liverpool er óskiljanlegt. Vantar bara allt hjarta í unga leikmenn í dag?

  Það er eins og menn misstu trúna eftir að Suarez fór og höfðu aldrei trú á verkefninu. Auðvitað á Rodgers að stappa í menn stálið en menn verða að vera móttakanlegir en ekki hugsa um næsta samning, peninga og eitthvað allt annað.

  En ok margir vilja Rodgers í burt. Skil það svo sem en hver á taka við?

  Klopp? Spennandi kostur en ég ekki að sjá að hann hafi nokkurn áhuga að taka við Liverpool þegar hann getur nánast valið sér sugar daddy lið.

  Benítez? Rafa mun aldrei starfa undir einhverri leikmannanefnd og að láta þrönga upp sig leikmenn á borð við Balotelli.

  Það þarf bara að stokka upp spilin og gefa upp á nýtt. Taka þessa leikmannnefnd í burtu og koma með einhverja haldbæra og skýra stefnu næsta tímabil og leikmannahóp sem er rétt samsettur en ekki hauslausa menn sem er ómögulegt að mótíva í baráttuhug eins og svo margir eru í dag. Ef á að skipta um þjálfara komið þá með eitthvað almennilegt en ekki einhverja ódýra lausn eins og gert var í leikmannamálum í síðasta glugga!

 62. Enn einn leikurinn þar sem Liverpool byrjar ekki með framherja þrátt fyrir að Brendan sé búinn að eyða 60 milljónum punda í framherja á síðustu 3 árum, já ég sagði 60 milljón punda. Í vörninni voru 3 nýjir leikmenn (einn úr stöðu) sem kostuðu klúbbinn 37 milljónir punda. Brendan er búinn að kaupa varnarmenn fyrir 54 milljónir punda á síðustu 3 árum, þrátt fyrir það er vörnin eitt stærsta vandamál liðsins.

  Þessar staðreyndir segja allt sem segja þarf um BR og leikmannanefnd Liverpool. Burt með Brendan og þessa leikmannanefnd.

 63. Vá, ég hef aldrei áður lesið svona hvassan pistil frá James Pearce hjá Echo:

  http://www.liverpoolecho.co.uk/sport/stoke-6-1-liverpool-match-verdict-9322358

  Hann metur það þannig að BR sé mjög valtur í sessi. Hann ræðst líka á FSG, sbr. neðangreind ummæli:

  “This is a club lacking direction both on and off the pitch.

  A club which failed miserably to seize the golden opportunity it had last summer to get back competing for the big prizes on a regular basis.

  A club which operates with a flawed transfer policy which prioritises young potential over proven talent.”

  Þarna er ég 150% sammála honum. Þessi stefna eigenda klúbbsins að kaupa fullt af ungum og “efnilegum” leikmönnum og vona að þeir springi allir út hefur heldur betur sprungið í andlitið á þeim. Það er allt í lagi að kaupa nokkra unga og efnilega leikmenn en þú þarft líka að kaupa reynda gæðaleikmenn! Ekki eitthvað drasl úr liðum sem hafa verið að hanga um miðja deild. Hef margoft komið inn á þetta í færslum mínum á þessari síðu.

  Skora á ykkur að lesa þennan reiðipistil Pearce.

 64. Ég vil bara minna fólk á að 4. sæti í Serie A gefur ekki CL. Að auki duttu þeir út í EL gegn Dnipro ( 3. sæti í Úkraínu núna). Hreint út sagt lélegt tímabil fyrir þetta ágæta Napoli lið að ná ekki CL.

 65. Sælir félagar

  Ég vil þakka KAR fyrir skýrslunar sem er eins og töluð út úr mínu hjarta. Ég get sagt að þetta var ég búinn að segja ykkur. Að vísu sagði ég að við mundum að líkindum missa bæði Tottenhem og Southamton upp fyrir okkur en það er bitamunur en ekki fjár.

  Ég vil að lokum gera hvert orð sem skoðanabróðir minn nú um langan tíma hefi hér sett inn og segir allt sem ég vildi sagt hafa og gerir það betur en ég og við það er ég sáttur Guderian. Bæði um Brendan Rodgers og klúbbinn sem hann er búinn að niðurlægja svo herfilega. En klubburinn er sterkur og getur risið úr öskunni eins og fuglinn Fönix ef rétt er að málum staðið

  Það er nú þannig

  YNWA

 66. FSG, kanar og “everyone loves an underdog”. Getum við plís hætt þessu.

  Hvað héldu menn að myndi gerast, þegar ráðinn er stjóri sem hefur ekkert unnið og var rekinn frá Reading 2 árum áður en hann kom til Liverpool. Það tók Reading minna en ár að losa sig við hann, greinilega meiri kröfur gerðar þar en hjá okkur.

  Ég hugsa að random val á leikmönnum og stöðum þeirra væri líklegra til árangurs en að leyfa Rodgers að fást við það val. Hann spilar leikmönnum bara hér og þar, 7 miðjumenn í einum leik. Dafuq! Eins vanhæft lið og Stoke er sóknarlega þá bara kom þetta mér ekkert á óvart. Adam og Crouch væru byrjunarliðsmenn í þessu Liverpool liði í dag!

  Liverpool, Southampton, Swansea og Tottenham. Við tilheyrum þessum hópi. Öll þessi lið eiga það sameiginlegt að þau munu aldrei vinna þessa deild. Ekki á næstu 10 árum, 100 árum, 1000 árum. Nema með því að fá fjármagn eins og Chelsea og City gerðu.

  Chelsea og City hefðu aldrei unnið þessa deild án þeirra og meðan fólk talar um plast og olíu þá sýna þeir okkur verðlaunapeningana sína. Who cares? Líkar eiginlega bara talsvert betur við þeirra eigendur en okkar, enda greinilega fótboltaaðdáendur þar á ferð, ekki viðskiptamenn frá Boston sem hafa áhuga á hafnabolta. Hafnabolta!

  Gerið það bara upp við ykkur, hvort viljið þið halda í eitthvað falskt stolt að eiga ekki x ríka eigendur og vinna deildina aldrei aftur, aldrei! eða vinna hana, með olíupeningum.

  Það var ekki einu sinni verið að leita af eigendum fyrir þessu tvö lið, þeir bara komu og sýndu seðlana. Þegar Chelsea er keypt var það sennilega aðeins betur statt en við erum í dag hvað varðar gæði og stöðu í deild en fanbase ekki nálægt okkar. City var bara eitthvað drasl lið. Ef svona lið geta fundið sér eigendur, hversu erfitt er það fyrir okkur að finna eigendur með sambærilegt kapital?

  Er virkilega skárra að lið eyði hundruðum milljóna útaf aðdáendum í Asíu eða útaf eigin fyrirtækjum? Ef ekki væri fyrir þessi lið væri Manu að vinna þessa deild, aftur og aftur. Er það virkilega skárra? Sykurpabbar eru bara algjörlega málið, úr því sem komið er. Við verðum bara að drífa okkur í þann pakka meðan við eigum einhverja aðdáendur eftir í þessum heimi.

  Með þessu áframhaldi förum við að tapa aðdáendum enda kærir sig enginn að fylgja svona lélegu liði. Eina ástæðan fyrir því að einhver undir 15 ára heldur með okkar liði eru foreldrar þeirra. Ekki styðja þeir okkur útaf Joe Allen. Endurnýjungin verður á endanum engin með þessu áframhaldi og áhugi þeirra sem eldri eru dvínar hratt.

  “If you are first you are first. If you are second you are nothing”.

  FSG eru alltaf að fara að reka Rodgers, þó ekki nema til að frelsa sig af sök. Við verðum samt að fara að losna við það pakk líka, algjörlega vanhæfir í þetta verkefni.

  Það er orðinn langur listinn yfir ruslið í þessu liði sem þarf að fara að henda.
  FSG, Ian Ayre, Rodgers og þjálfaralið hans, Jones, Mignolet, Johnson, Enrique, Moreno, Lovren, Toure, Wisdom, Illori, Allen, Lucas, Sterling, Alberto, Markovic, Lallana, Aspas, Borini, Lambert og Balotelli.

  Ég held bara að ég nenni ekki að horfa á þetta lengur, allavega ekki fyrr en við förum að keppa á sama grundvelli og önnur lið. Ég hef horft á nánast hvern einasta Liverpool í rúmlega 10 ár og ég bara get ekki meira. Ef ég ætti að lýsa Liverpool með einu orði væri það orðið niðurdrepandi.

  Þetta er orðið hundleiðinlegt og fyrirsjáanlegt. Hefur einhver hérna virkilega minnstu von um að FSG styrki liðið nægilega til að komast í meistaradeild að ári? Þeir munu halda áfram að veðja á “underdogs” og vona það besta. Fleiri Aspas, Illori, Alberto, Moreno, Markovic… sem skila liðinu engu. Sá næsti mun heita Danny Ings.

  Klopp, Ancelotti, Benitez, … munu ekki vinna þessa deild með núverandi eigendum. Þeir myndu svo sannarlega standa sig betur en Rodgers en þeir bara eiga ekki séns. Suarez dugði ekki til og það er leikmaður sem við dettum niður á, á svona hálfs aldar fresti.

  FFP var grundvöllur FSG fyrir árangri en ekki hagnaði, sem ég held að verði til þess að þeir sitji sem fastast við sama hálfkák. Eina fólkið í heiminum sem hefur engan áhuga á fótbolta eru kanar og okkur tekst tvisvar að koma félaginu í hendur þeirra.

 67. Allt þetta tímabil hef ég verið á bandi Rodgers þó ég hafi gefið þessum stuðningi 59% í podcast þætti um daginn. Að tapa 6-1 gegn Stoke með enga varamenn eða unglinga og jafn marga í báðum liðum allann leikinn er bara ekki ásættanlegt og slíkt tap setur framtíð stjóra Liverpool alltaf í hættu. Þetta var samt bara punkturinn yfir i-ið á hroðalegu tímabili.

  Ástæða þess að ég hef ekki viljað gefa Rodgers upp á bátinn er auðvitað síðasta tímabil sem ég er ekki ennþá búinn að gleyma og það að ég er á því að hann hafi fengið slæma hönd fyrir þetta tímabil og slæmt gengi ekki allt hægt að skrifa á hann. Margbúið að ræða þetta en staðan hjá mér eftir þessa hörmung í dag og tímabilið í heild er að mér væri mun minna sama núna ef Liverpool skiptir um stjóra heldur en mig grunaði að ég yrði eftir þetta tímabil.

  Alltaf þarf Liverpool að slá öll met í öfgum, liðið spilaði í fyrra besta sóknarbolta sem ég hef séð frá því ég fór að horfa á liðið og tók þátt í titilbaráttu fram á síðasta dag. Núna er liðið oft á tíðum búið að vera meira ósannfærandi en undir stjórn Hodgson, búið að vera sér til skammar í Meistaradeildinni og í baráttu um Europa League til síðasta dags. Versta byrjun Liverpool sl. 50 ár var staðreynd í byrjun ofan í verstu frammistöðu félagsins í Evrópu. Endirinn var svipað ömurlegur og á lokatímabili Dalglish nema 6-1 tap í lokaleik kórónar þetta enda stærsta tap Liverpool síðan 1963.

  Fyrir mér snýst þetta allt um það hvað er í boði annað, Liverpool átti ekki svo ýkja ósvipað tímabil 2009/10 og nú er að klárast. Fullkominn stormur utanvallar og meðal stuðningsmanna sem margir töluðu afskaplega svipað og maður les og heyrir núna. Innanvallar var liðið búið að missa lykilmann og eftirmaðurinn var meiddur allt tímabilið. Töfralausnin var auðvitað að skipta um stjóra, það myndi laga allt. Fyrir mér voru þau viðskipti þau verstu sem ég man eftir í sögu Liverpool, Bentiez rekinn fyrir Hodgson og borgað á milli. Þetta síðasta tímabil Benitez fékk Liverpool 63 stig. Síðan þá hefur liðið einu sinni fengið fleiri stig og það var í fyrra. Rodgers er að enda þetta tímabil með 62 stig eða stigi minna en Benitez gerði á sínu lokatímabili.

  Auðvitað er þetta ekki alveg sambærilegt samt, Benitez er betri stjóri en Rodgers og með miklu betra CV (eðlilega enda mun eldri). FSG eru síðan ÁKAFLEGA ólíklegir í að ráða Roy Hodgson lélegan stjóra. En stundum lenda góðir stjórar í erfiðum tímabilum og það er ekki alltaf lausn á öllum vanda að reka stjórann. Mögulega er það besta ráðið núna og erfitt að segja annað svo stuttu eftir 6-1 tap gegn Stoke.

  Ef ferill FSG í Boston er skoðaður er alls ekki líklegt að þeir leiti til elítunnar sem eftirmann Rodgers, Klopp, Ancelotti, Benitez eða álíka. Hjá Boston hafa þeir nánast alltaf ráðið óþekkta menn sem GM og stjóra með ekkert sérstaklega spennandi tölfræði sem þjálfara. Fari Rodgers eru menn eins og Howe eða Dyce líklega alveg eins líklegir og Klopp eða Ancelotti. Svona ef miðað er við það sem þeir hafa gert hjá Red Sox. (Er með pistil í vinnslu um þetta sem kemur á næstunni).

  Það sem við vitum svo ekki er hvernig staðan er í búningsklefanum. Ef Rodges er búinn að tapa honum alveg eins og virðist vera raunin er ljóst að hann þarf að fara eða þá þeir sem mest skemma út frá sér. (Er að horfa á þig Sterling).

  Annars talandi um leiðtoga liðsins þá sýnist mér nú á öllu þessu tímabili og þá sérstaklega lokaleikjunum að það er alveg kominn tími á nýja leiðtoga hjá Liverpool. Lokatímabil Gerrard hefur verið hrein hörmung en það fer í taugarnar á mér þegar menn tala um að hann hafi átt meira skilið frá félögum sínum, hann hefur alveg verið partur af liðinu í þessum leikjum og oftar en ekki lykilmaður. Lucas Leiva er leikreyndur og hefur þjónað Liverpool vel en hann hefur enganvegin verið nógu stöðugur hjá félaginu undanfarin ár og spilar stöðu sem félagið VERÐUR að stórbæta. Johnson er varla reynsla eða leiðtogaefni sem kvatt er með tárum? Já eða Toure? Bestu leiðtogarnir eru þeir leikmenn sem hafa getu til að spila í samræmi og skiptir kennitalan ekki alltaf máli hvað það varðar. Gerrard var fínn leiðtogi 23/24 ára t.a.m. Auðvitað og eðlilega verður gríðarlegur söknuður af Gerrard hjá félaginu, þó það nú væri en innan vallar er kominn tími á næstu kynslóðir.

  Að lokum skil ég ekki alveg hatur á FSG. Mikið frekar horfi ég á Ayre, nefnd sem sér um leikmannakaup, Rodgers og auðvitað núverandi leikmenn.

  FSG er með menn í vinnu við að stýra félaginu og eru að stökkbreyta rekstri félagsins til hins betra, þeir eru þegar byrjaðir að stækka völlinn og stórbæta svæðið í kringum hann. Fyrir þetta tímabil voru líklega meiri peningar í boði fyrir leikmannakaup en hafa nokkurntíma áður verið. Það er ekki John W Henry eða Tom Werner sem hafa úrskurað úr um það hvort þessi peningur sé notaður í t.d. Lambert og Balotelli.

  FSG hafa verið vægðarlausir hjá Red Sox sem og Liverpool. Núna fer Rodgers til fundar við þá eftir tímabilið og útskýrir sitt mál. Ef eitthvað er að marka vinnubrögð FSG hingað til verður þetta mjög erfiður fundur fyrir Rodgers og hann virðist vita það nú þegar. Ef hann verður ennþá stjóri Liverpool af þeim fundi loknum efa ég ekki að FSG breyti eitthvað til innanbúðar að öðru leiti hvort sem það er með því að skoða hlutverk Ayre eða transfer nefndarinnar.

  Framtíð Liverpool held ég að sé ekki alveg jafn dökk og af er látið núna en það er ljóst að þetta sumar verður spennandi og stórt hjá okkar mönnum. Kop.is ætti a.m.k. að verða lífleg á næstunni.

  Gott að þetta ömurlega tímabil er búið, fari það í kolbölvað bara.

  Podcast á morgun, gæti orðið líflegt.

 68. Mikið er ég feginn að þetta tímabil er búið. Ég reyndar horfði afskaplega lítið á okkar menn, því ég hafði lítinn tíma til þess. Ég hef sagt það áður (en ég er enginn spámaður) og hef haft það á tilfinningunni lengi að Liverpool FC nái ekki vopnum að fullu fyrr en réttlætinu hefur verið fullnægt í Hillsborugh málinu. Ég horfði á þann leik og allar hörmungarnar, 10 ára gamall og mér verður ennþá óglatt þegar ég hugsa tilbaka. Þann dag fattaði ég að það er margt mikilvægara en fótbolti. Justice for the 96.

  Ég þakka aðstandendum kop.is innilega fyrir virkilega flotta umfjöllun í vetur, sérstaklega því ég náði ekki sjálfur að fylgjast með leikjum. Þetta var erfitt tímabil og þið stóðuð ykkur eins og sannir fagmenn. Megið þið eiga gott sumar, þið miklu heiðursmenn.

  YNWA

 69. Ég held að það séu stór mistök að reka Rodgers. Hann hefur margsinnis pirrað mig en þetta eru helstu ástæður fyrir því að halda honum:

  1) Það er einhver gleði yfir honum. Það er erfitt að líka illa við hann þótt hann sé léttklikkaður.
  2) Hann er snarruglaður. Það er á brattann að sækja að stjórna Liverpool en hann talar alltaf eins og Liverpool eru kóngarnir og hinir mega fara vara sig. I like it.
  3) Hann var einu “rennsli” frá því að vera í guðatölu, má ekki gleyma því.
  4) Þetta tímabil er ein stór mistök frá A-Ö samt var liðið hársbreidd frá CL
  5) Leikmannakaupin eru flest öll til framtíðar E.Can, Markovic, Manquillo, Moreno..þessir strákar verða reynslunni ríkari.
  6) Meiðsli settu strik í reikninginn. Flanagan hefur ekki spilað neitt. Sturridge varla neitt og Lallana, Sakho og fleiri verið tæpir.
  7. 62 stig, 6.sæti, undanúrslit í báðum bikurum er ekki dauðasynd, tilfefni til að skipta um kennitölu, fórna meydómnum fyrir eða skipta yfir í annað félag.
  8. Eigendur og allir tengdu félaginu eru hliðhollir honum (ennþá)
  9. Leikmennirnir tala vel um Brendan og enginn betur en Gerrard sem ætti að vera mest marktakandi maður innan félagsins.
  10. Brendan minnir mig á Sir Alex.

 70. Ég er eins og svo margir hér , orðlaus …
  Ég held að ef BR verði làtinn fara næstu daga þà sé bùið að tala við arftaka hans .
  Ég vona að það sé ekki verið að henda honum ùt àn þess að reyndur maður sé tilbùinn að taka við .Klopp væri gòður kostur en það þarf að taka til à fleiri stöðum .

 71. Jæja ég er að drepast úr forvitni! Hvað segir twitter? Er ekkert að gerast ? Mig langar að fara heyra frá einhverjum tengdum Liverpool!

 72. #80 Helginn

  Brendan minnir mig EKKI á Sir Alex – þvertámóti. Hann er hrygglaus.

 73. Váá hvað eg valdi góðan dag i að vera þunnur og missa af Liverpool leik i fyrsta sinn i mörg ár 🙂

  Annars held eg að Rodgers se ekki vandamálið, okkur vantar bara moldrika eigendur ef við viljum berjast um einhverja titla, se ekki benitez , ancelotti eða klopp breyta miklu þvi miður

 74. Ef BR er ekki á útleið þá á að fá SGerrard til að hætta við þessa ameríkuferð og ráða hann sem aðstoðarstjóra þar til hann telst tilbúinn að taka við liðinu. Þetta getur ekki klikkað eða hvað? Maður spyr sig. Kv. Tótinn

 75. Brendan var 150% öruggur að eigin sögn í síðustu viku, á hverju ætli hann hafi byggt það eftir þetta hörmungartímabil? Vissulega martröð í dag en tímabilið í heild eins og slæmur draumur í besta falli.
  Ég tel það augljóst að Rodgers hefur enga tiltrú hjá sínum leikmönnum, það kristallast í síðustu leikjum, ef maðurinn getur ekki blásið liði baráttuanda í brjóst á Wembley er eitthvað mikið að, dagurinn í dag endurspeglaði það.

  Leikmenn tala líka sín á milli utan vallar og mér finnst það líklegt að þeir séu óánægðir með ýmsa hluti í fari Rodgers og þá ekki síst hvernig þeir eru meðhöndlaðir, t.d.Johnson, Sakho, Moreno, Manquillo, Balotelli, Borini og fleiri sem hafa verið frystir á einhverjum tímapunkti. Óánægja smitar út frá sér og menn fara að baktala kallinn sín á milli.
  Brendan er einfaldlega kominn á endastöð og ætti að sjá sóma sinn í því að hætta.
  Það má velta því fyrir sér hver ber höfuðábyrgð á leikmannakaupum en það er nokkuð óumdeilt hver fékk Joe “Welsh Xavi” Allen og Fabio “you will love this player” Borini til liðsins, þarf að segja meira um styrk Rodgers í leikmannakaupum?
  Hann og Ian Ayre virðast einstaklega slakir á leikmannamarkaðnum, Hr. Ayre á að selja auglýsingar, virðist kunna það en leikmannasamningum á hann að halda sig fjarri.
  Það verður að gera breytingar, en raunveruleikinn er samt sá að Liverpool er ekki að fara að keppa um marga titla með núverandi eignarhaldi, til þess eru FSG ekki tilbúnir og skortir fjárhagslega burði, það versta er að nýir eigendur með fulla vasa fjár eru ekki endilega trygging fyrir betra gengi því miður því þar er um algert happdrætti að ræða. FSG hafa gjörbreytt rekstri klúbbsins til hins betra en ekki nóg til að koma honum varanlega í hóp þeirra bestu. Gerum vonandi aðra atlögu að titlum undir þeirra stjórn en það verður þó ekki stöðugt og gengið mun rokka upp og niður. Það er einfaldlega blákaldur veruleikinn sama hvaða stjóri verður við stýrið.

 76. HÉR TALA MENN BARA EINS OG 2014 HAFI EKKI ÁTT SÉR STAÐ!!!!!

  2014 vorum við flottasta sóknarlið í evrópu og svo grátlega nálægt því að verða Englangdsmeistarar að það var sárt. Það eru allir búnir að gleyma því í dag. BR kom okkur á stað þar sem mörgum hefur mistekist að koma okkur. Það telur ekki hjá neinum lengur greinilega. Síðan þá hafa verið gerð ótal mistök og höfum það á hreinu að hann á þau ekki einn!!!!

  Eigendur (kaupnefnd helvítis) eiga stóran þátt í skitu á leikmannamarkaði.

  Sem dæmi þá var Móri ekki beint að gera frábæra hluti í lok síðasta tímabils var það? En hann hefur traust og fær að ráða og hvar er hann ári seinna? Öfugt við okkar mann þá ræður hann svo litlu að hann fær ekki þá leikmenn sem hann vill.

  Jú jú látið BR fara en einu get ég lofað ykkur, hann verður einn besti stjóri Englands innan nokkura ára og þá ekki hjá okkur.

  kv. eini gaurinn sem er brjalaður yfir ósanngirni í garð BR!

 77. #87 – ekki gleyma mér. Ég var reyndar eyrnamerktur sem “ekki” Liverpoolmaður af því að ég benti (mín persónulega skoðun) á að hvorki Klopp né Benitez gætu gert meira með þetta lið. Benitez var hársbreidd frá því að vera rekinn í vetur frá Napolí sem stefndi á ítalska titilinn en enduðu í 4.sæti. Ég er EKKI að segja að þessir tveir herramenn séu lélegir þjálfarar, held bara að vandamál LFC sé dýpra en stjórinn. T.d að hafa bara skorað 52 mörk á heilu tímabili þegar tveir leikmenn skoruðu meira en það á síðasta tímabili.

  Ég held að BR eigi eftir að gera fína hluti hjá Liverpool ef hann fær sénsinn. Ef þetta tímabil var ekki til að læra af því þá veit ég ekki hvað.

  Hann er ungur og óreyndur, en ég hugsa að hann sé reynslunni ríkari í dag.

 78. Suarez – á miklu meiri þátt í 2.sætinu 2014.
  Hef ekki gleymt 2014. Árinu sem Rodgers klúðraði titlinum. Já segi það og skrifa. Hann tapaði þessu gegn Chelsea á Anfield.

 79. Pælið í þessari tölfræði áður en menn gera upp hug sinn hvað BR varðar.

  £211,550,000 farið í leikmenn síðan BR tók við fyrir þremur árum
  http://www.lfchistory.net/Transfers/ByManager/25-1

  £129,400,000 fyrir selda leikmenn síðan BR tók við fyrir þremur árum
  http://www.lfchistory.net/Transfers/ByManager/25-0

  Mismunur: Rúmar 82 milljónum eytt í leikmenn sem þýðir 27 milljónur punda eytt í leikmenn á hverju ári sem hann hefur verið stjóri.

  Ekki ýkja slæm tölfræði á þremur árum og nokkurn veginn í takt við hvernig FSG (eigendur LFC) hafa ætlað sér að reka klúbbinn. Hvað þessa tölfræði varðar þá er Rodgers ekki að fara neitt. Það má hinsvegar deila um það hvort hans þekking á boltanum sé að skila því sem við viljum sjá.

  Áður en ég fór að skoða leikmannakaupin hafði ég setið í klukkutíma og skrifað heiftarlegan pistil hvað mér fannst um BR og hans fræði en vatnspásan sem ég tók fékk mig til að skoða innkaupatölfræðina sem róaði mig talsvert.

  Ef við höldum okkur við þessar staðreyndir – aðeins 82 milljónir eyddar til að skapa þennan hóp – þá getum við í raun verið tiltölulega sátt við klúbbinn. Það sem gleymist alveg í umræðunni eru fáeinir þættir:

  1) Þáttur Súarez-ar en það bjóst enginn við því að þarna væri topp 5 leikmaður í heiminum að fara að skapast og hreinlega umturna einu liði eins og hann gerði.

  2) Sturridge skuli hafa passað svona svakalega vel við Súarez og í raun liðið spilað umfram allar spár og vonir aðdáenda sem annarra.

  3) Að enn einn demanturinn í Sterling skuli hafa hoppað inn á sjónarsviðið með þeim afleiðingum að LFC varð besta sóknarlið í heimi á síðastliðnu tímabili.

  Ef teknir eru fyrstu tveir liðirnir og ekkert sett í staðinn er ekki hægt að búast við miklu. Samt náðum við 6.sætinu sem er í raun bara ANDSKOTI GOTT miðað við hvað við misstum og hvað kom í staðinn. (Þetta er sagt í alvöru!).

  Liðinu hefur verið algjörlega snúið við frá því að vera á mikilli niðurleið og yfir í lið sem er viðloðandi toppinn og hefur kjarna sem svo sannarlega má vinna með í framtíðinni. Það vantar ekkert mikið til að gera hópinn það sterkan að hægt sé að búast við að keppt sé um dolluna, ekki bara topp 4 sæti.

  (Þennan kjarna byggi ég upp á því sem hægt er að byggja við og tálga sterka liðsheild úr. Aðrir leikmenn eru ekki inn í myndinni hvað mig varðar. Unglinga tel ég ekki með en myndu fylla upp í hópinn síðar.)

  MARK
  Mignolet

  VÖRN
  Sakho, Lovren, Skrtel, Moreno, Flanagan, Wisdom

  MIÐJA
  Henderson, Coutinho, Markovic, Can, Lallana, Ibe

  SÓKN
  Sturridge, Origi

  Ekkert slæmur kjarni sem samt mætti vera sterkari (og eflaust verður). Ég hef róast talsvert við að skrifa þennan pistil en það má fljótt skemma það með því að eyða illa í sumar. Þetta sumar sem er að koma upp er LYKILLINN að því hvernig framtíðin hjá BR verður. Ég efast um að BR verði rekinn en hann fær vissulega smá rassskell eftir þetta tímabil og hvernig liðið hefur hreinlega horfið af radarnum og hversu auðveldlega það gerist.

  Hann mun fá pening og það er BR að vinna úr því hvað gerist. Pressan er á honum. Hann er á loka tækifærinu.

 80. Hérna er, augljóslega, stór hluti skýringarinnar á muninum á 2013-14 og 2014-15. Heimsklassasóknarmaður sem verst líka og djöflast á 100% gasi í 90 mínútur og hrellir mótherjana út í það óendanlega. Það kemur einfaldlega ekkert í staðinn fyrir það: https://www.youtube.com/watch?v=R40_TDSmb70

  Þessi maður lét alla í kringum sig líta vel út, Brendan Rodgers þar með talinn. Við erum að tala um glæpsamlega góðan fótboltamann, svo góðan að heimurinn sér varla nema 4-5 í sama gæðaflokki á hverjum áratug.

  Svo bætast meiðsli Sturridge við. Ég held að það hefði ekkert lið á jarðkringlunni náð að gera gott úr þessu. Ábyrgðin liggur samt hjá stjóranum, burtséð frá öllu þessu. Eflaust nóg að gera hjá FSG þessa dagana.

 81. Ef teknir eru fyrstu tveir liðirnir og ekkert sett í staðinn er ekki hægt að búast við miklu. Samt náðum við 6.sætinu sem er í raun bara ANDSKOTI GOTT miðað við hvað við misstum og hvað kom í staðinn. (Þetta er sagt í alvöru!).

  Það er alveg sama hversu hrottalega þú hellir í Pollýönnu þá nærðu bara aldrei að segja þetta tímabil (6.sæti) bara andskoti gott og hvað þá með hástöfum. Tek undir margt þarna hjá þér svosem en EKKERT við þetta tímabil flokkast á nokkurn mögulegan hátt sem andskoti gott, hvað þá ANDSKOTI GOTT.

  Suarez var svo ekkert eina ástæðan fyrir góðu gengi Liverpool í fyrra en það er auðvitað ekki hægt að selja hann og kaupa inn menn sem gætu ekki verið mikið ólíkari eða verri en hann.

 82. Þarna telurðu upp 15 leikmenn sem þú vilt byggja á.

  Flanagan, Wisdom og Markovic fullkomlega óreyndir til að vera með alvöru fótboltaliði, Ibe í rauninni líka og enginn veit hvað Origi gerir.

  Svo telurðu upp Sakho og Sturridge sem haf misst á milli 40 og 50% af leikjum liðsins frá því þeir komu…eigum við svo að ræða frammistöður Moreno og Lovren…og reyndar Can eftir að hann var settur í leikstöðu sem hæfir honum alls ekki.

  Í nafnalista þinn sýnist mér í fljótu bragði vanta 14 leikmenn sem eru í leikmannahópi LFC núna, tökum Gerrard og Johnson í burt þá viltu losna við 12 leikmenn og byggja að stórum hluta upp á efnilegum mönnum eða einstaklingum sem hafa ekki náð að fóta sig hjá félaginu.

  Ef þetta er ásættanlegt ástand eftir þriggja ára veru stjóra þá er bara allt þannig. Og þessi “rjúkandi rúst” sem þú ert að tala um að maðurinn tók við var tveimur sætum neðar í deild, fimm færri mörk…og já alveg rétt. Bikar og úrslitaleikur….og liðið í plús í þessari peningatölfræði sem þú talar um frá 2011.

  Auðvitað er frábært að finna Pollýönnu eftir svona frammistöðu. En það að telja það ásættanlegt að vera að fara að versla 7 leikmenn hið minnsta inn í hópinn og selja 12 getur aldrei nokkurn tíma verið eðlilegt…að mínu mati allavega.

 83. Bill Shanklys styrði Liverpool árið 1963 þegar það tapaði á White Hart Lane 7-2. Árið eftir vann Shankly deildina í fyrsta sinn með Liverpool, það var á hans 5. Tímabili sem stjóri hja LFC.
  Ég vill meina að góðir hlutir gerast hægt, BR hefur sinnt okkur að hann kann þetta. Ég vill meina að hann einn beri ekki ábyrgð á þessu tímabili. Hann hefur minn stuðning.

 84. Hugsið aðeins út í það þið sem eruð enn á Rodgers vagninum, við erum að tapa 5-0 gegn stökk og það í fyrri hálfleik. Af hverju í ósköpunum gerði maðurinn ekki breytingar þegar hann sá hvað í stefndi eftir hálftíma leik. T.d. Með Can, það sáu allir að hann var engan vefinn tilbúin til þess að taka að sér þessa stöðu og hlupu arnautovic og Co framhjá honum í gríð og erg.

  Nú vilja sumir hérna fara líkja Rodgers við ferguson(lol), haldiði að ferguson eða hvaða þjálfari með vott af skynsemi í hausnum hafi látið þetta líðast í 45 mínútur án þess að gera nokkurn skapaðan hlut? Það held ég ekk.

  Þú þarft að fara herra Rodgers. Þurfum mann með kúlur sem gerir stórar breytingar þegar á þeim er á að halda eins og að gera skiptingar í fyrri hálfleik. Eitthvað sem Rodgers hefur ekki þorað eða gert á sínum þjálfara ferli.

 85. Þetta er því miður bara rangt hjá Davíð það er ekki algengt að þjálfara taka leikmenn út af í fyrri hálfleik en Brendan hefur gert það sem stjóri liverpool gerði það á sínu fyrsta tímabili tók suso út af eftir einhverjar 20-30 min. Hins vegar kannast ég ekki við að Ferguson hafi eitthvað verið að taka menn út af í fyrri hálfleik sem þjálfari utd .

 86. Engin ný speki hér á ferð….en í fyrra sumar var keypt magn fram yfir gæði til að höndla álagið í öllum keppnum. Við vorum semsagt komnir með 2-3 í hverja stöðu. Eitthvað klikkaði á leiðinni og núna vantar markmann, bakverði og sitthvað fleira en ég ætla að fókusera á langstærsta vandamálið: Nei það er ekki Brendan hehe

  1) Framherjastaðan eftir að Sturridge meiðist er búinn að vera til háborinnar skammar. Leikmennirnir sem voru fengnir voru ekki nógu góðir og þetta er búið að vera eins og baggi á öllu liðinu allt tímabilið. Eini ljósi punkturinn var þegar Sterling fór upp á topp í 3-4-3 kerfið.

  Úr þessu þarf að bæta strax og eiginlega óskiljanlegt að ekki var brugðist við í janúar. Það þarf að kaupa stórt nafn í framlínuna beint í byrjunarliðið þótt að þurfi að taka lán fyrir því. Talað er um Ings sem að myndi koma í staðinn fyrir alla varamennina. Origi kemur og getur vonandi eitthvað þótt ég sé ekkert sérstaklega bjartsýnn á það. Stóri gallinn hérna er að við erum að fara kaupa einhvern góðan og setja allt traust á það. Ef framlínukaupin klikka aftur þá verður einhver rekinn.

  Framlínan á næsta tímabili: Dzeko eða einhver, Ings, Origi, Sterling kannski, Sturridge meiddur

  þetta er held ég as good as it gets

  Hvað erum við þá að horfa til. Dzeko (eða einhver sambærilegur) má ekki meiðast, verður að aðlagast liðinu strax og þarf helst að skora 15 mörk eða meira. Ings verður til vara en ef ég þekki Brendan vin minn rétt þá er hann ekki að fara gera nokkurn skapaðan hlut. Origi er ofmetinn að mínu mati en getur vonandi nýst eins og Wellbeck eða einhver. Sterling er frábær en hann er týndur í hausnum í augnablikinu og eigum við ekki að gefa honum 50/50 að hann spili á næsta tímabili. Sturridge er auðvitað góður en hann er með Kewell syndromið.

  Það er óttalegur Liverpool bragur á þessari upptalningu finnst manni. Mikið af ef og hefði, hugsanlega og kannski. Það veltur auðvitað ansi margt á gæðum framherjans sem mætir á svæðið. Held að menn hafi lært af reynslunni og setji það í forgang að kaupa í þessa stöðu en ekki á lokadegi félagagluggans liggur við eins og var í fyrra.

  Þar voru stærstu mistökin gerð og eigum við ekki að gefa okkar mönnum sjéns að bæta fyrir þau.

 87. Rodgers Rodgers… Ég er búin að styðja hann alveg frá upphafi og eiginlega alveg þangað til í gær. Það sem mér fannst gott við Rodgers var hvað hann var oft fljótur að bregðast við aðstæðum sem komu upp í leikjum. Þetta á við um fyrstu tvö árin hans. Á þessu tímabili hefur hann eiginlega farið í þver öfuga átt. Tökum nokkur dæmi:
  1. Hann breytti liðinu mikið eftir tap á Old Trafford í vetur, þá var liðið ekki búið að spila mjög ílla allt of lengi.
  2. Eftir að Sterlingspundið fór í viðtalið “góða” hefur hann ekkert getað en samt spilaði hann allar mínútur þangað til í gær. Rodgers beið allt of lengi. Ef Sterling var ekki andlega tilbúin í gær þá hefur hann ekki verið það í tvo mánuði.
  3. Rodgers er ekki ennþá búin að átta sig á að Emre Can er ekki hægri bakvörður.
  4. Gerrard virkar ekki aftastur á miðjunni, er hann búin að átta sig á því ennþá?
  Svo eru svona undarlegar ákvarðanir eins og með Glen Johnson, byrjar nokkra leiki í röð en er svo ekki í hóp. Markovic, hvar er hann, er best að taka hann alveg útúr hópnum? Hann spilaði megnið af leikjunum þegar okkur gekk vel og það ekki í réttir stöðu.

  Er Rodgersout vagninn ekki að fyllast?

 88. Èg tel mig vera á krossgötum frekar en á einhverjum “INN/ÚT” vagni. Það sem ég eingöngu var að reyna að segja var að það er ekki slæmt að lenda í 6.sæti eftir að hafa misst 50+ mörk frá sl. tímabili og fara inn í tímabilið án þess að hafa keypt leikmenn til að fylla skarðið. Þetta dæmi má færa yfir á öll lið í heiminum og sama útkoma er óhjákvæmileg. ANDSKOTI GOTT segi èg bara en ÓÁSÆTTANLEGT! Ef við hefðum fyllt striker stöðuna hvað hefði þá gerst?

  Hvað kjarnan sem ég taldi upp varðar er um lið sem byggja mætti á en það er rétt að það þarf að umturna hópnum aftur til að fá fleiri bita inn í liðið sem styrkja hryggsúluna betur. Treysta menn öðru sumri þar sem Rodgers fær vörubílsfarm af 50 punda seðlum til að hreinsa út eða vilja menn byrja upp á nýtt með nýjum manni (Klopp?) sem gæti verið með betri hugmyndir hvað taktík varðar og mun minni hroka/sjálfsálit og það sem meira er; nafn sem laðar að stærri leikmenn?

  Ég finn til með Rodgers en þessi fótboltaheimur er eins og hann er. Refsar ef menn eru ekki vakandi yfir því sem verið er að gera. Hvort sem hann kaupir inn eða ekki þá er ekki hægt að hlaupa frá þeirri staðreynd að hann sér um uppstillingu liðsins og taktík sem hefur verið verulega bágborin. Svo hefur hans sjálfsdýrkun og hroki í viðtölum ekki hjálpað honum.

  Klopp er á lausu og hefur verið talinn svipuð útgáfa af Rodgers nema heilsteyptari hvað taktik varðar. Einnig tel ég að ef hann kemur inn mun hann vilja ráða leikmannamálum. Eru FSG tilbúnir að hleypa nýjum manni inn þegar þeir hafa fullkomið “gæludýr” til að vinna skítverkin fyrir þá? Ef skipta á út þá er tíminn núna.

 89. Eftir Aston Villa leikinn var ljóst að tímabilinu var lokið. Þá gerði ég það sama og leikmennirnir tók mér frí og hef ekki fylgst með síðan. Mér líður miklu betur fyrir vikið.

  Því miður hef ég misst trú á þessu. Lpool er ekki lengur topplið fjárhagslega og því miður vinna þeir ríkustu nánast alltaf, í Bretlandi er hlutfallið 10/10 sl. áratug. Lpool borgar ekki þau laun sem þarf til að fá þá bestu í liðið og ég er hræddur um að þegar þeir efnilegu verða góðir verði þeir keypti í burtu. Árið í fyrra var undantekning og að sjálfsögðu var besti maðurinn keyptur frá okkur.

  Eina vonin er að FSG nái að styrkja félagið rekstrarlega, þar hefur þeim reyndar tekist þokkalega upp sl ár. Það mun hinsvegar taka tíma að komast á toppinn, ef það er þá mögulegt.

 90. Sammála #103.

  Það er of mikið hringl fram og til baka. Svona vantraustsyfirlýsingsar með því að taka menn alveg út úr liðinu og ætlast svo til að menn komi inn 10-12 leikjum síðr og blómstri. Markovic er gott dæmi. Sterlingspundið tekinn út í síðasta leik en samt ekki þar sem hann var á bekknum sem meikar engan sense. Er þetta refsingin!?! Menn hafa ekkert lært af fyrri reynslu. Engar kúlur. Markovic kemst siðan ekki íliðið þegarr hans fyrirstaða í liðinu er á bekknum sem segir margt um traust BR á Markovic.

  Sama má segja um sóknarmannavandann sem ég tel að Rodgers hafi skapað sjálfur og gert verri en í raun var. Það að hafa Fjóra sóknarmenn sem hægt er að spila (áður en Störri meiddist) og síðan nota engan af þeim þremur sem eftir eru þegar við þurfum mörk er hrein og bein geðveiki. Afhverju að hafa þá ef þeir eru ekki traustsins verðir? Til hvers að kaupa Lambert eða Balotelli ef ekki á a nota þá? Borini er enginn afburða leikmaður en hefur sýnt að hann getur skorað þegar hann spilar og hefði eflaust skorað ef hann hefði spilað. Nei, setjum frekar Sterlingspundið í sóknina og spilum hann úr stöðu rétt eins og hálft liðið.

  Virkar meira eins og Rodgers sé að refsa “Transfer Committee” fyrir að velja þessa leikmenn handa honum. Æji, er enn pláss í þessum “Rodgers-Á-Haugana” vagni? Ég er farinn að hallast á breytingu………..

 91. Liverpool getur borgað hærri laun en til þess þarf að fá mann inn til að kaupa slíka leikmenn inn. Einhvern sem hefur aðdráttaraflið til að næla í þá stóru. Aðferðafræðin í Amerískum íþróttum er stjörnudýrkun.

 92. Fyrir hönd áhanganda Chelsea á Íslandi vil ég votta ykkur áhangendum Liverpool samúð mína nú á þessari stundu. Sé hér fyrir ofan hversu margir ykkar eru orðnir örvilnaðir af slökum árangri liðsins síðasta tímabil og skil ég það vel.

  Sé samt ljósið í því að þið viðurkennið nú staðreyndirnar og eruð hættir að verja slaka hluti sem hafa stundum hafa verið á dagskrá hjá liðinu. Sammála þeim sem telja að finna þurfi mann í brúna sem ,,kann” á Ensku deildina. Samt hræddur um að það vanti of mikið núna til að hægt sé að ,,redda” því í fljótheitum.

  *Ljóst að árangur tímabilsins á leiktíðinni fyrir ári byggðist á getu eins manns svo til alfarið. Vart hægt að nota þá leiktíð sem viðmið finnst mér. Það versta er fyrir liðið hversu Ó-eftirsóknarvert það er fyrir leikmenn að koma yfir til liðsins nú um þessar mundir. Liðið á fullu í að stimpla sig endanlega sem ,,miðlungslið í efri kantinum” og ekkert meira en það.

  En hvað um það gott fólk. Ég á ekki að þurfa að velta mér uppúr þessu lengur. Bara vegna þess að þetta er mitt gamla félag skil ég hvernig ykkur líður núna. Á svona stundum (sem eru nógu margar), er ég ánægður með það skref sem ég tók árið 2001 að færa mig sem stuðningsmaður frá félaginu. Hef hugsanlega haft hugboð um það hverjar væru horfur liðsins á komandi árum.

  Með vinsemd og virðingu segi ég bless að þessu sinni og er strax fariðað hlakka til næstu leiktíðar. Hjá Chelsea og meistara Mourinho er markmiðið göfugt fyrir næstu leiktíðir. Sigrar í öllum mótum sem boðið er uppá að keppt sé í og ekkert annað.

  Góðar stundir.

 93. #109

  Áhugaverð tímasetning til að yfirgefa Liverpool, hvenær á árinu var þetta og hver var ástæðan? Chelsea voru skemmtilegir á þessum árum, en að skipta árið 2001?

  Ég er ekki jafn svartsýnn og margir hérna, hef verið Rodgers maður en ávalt gagnrýnt innkaup félagsins. Væri núna til í að skipta um stjóra einungis vegna þeirra. Finnst hinsvegar Rodgers frábær stjóri þegar hann hefur góða menn á vellinum. Ef hann er ábyrgur fyrir kaupum félagsins þá er hans tími liðin. Sem er sennilega tilfellið.
  Rodgers bauð uppá skemmtilegasta timabil i sögu úrvalsdeildarinnar og var óheppinn að vinna ekki.
  Enginn heimsendir að hafa hann áfram sem stjóra. Þ.e.a.s ef leikmenn hafa trú á honum.

 94. Smá komment á pistill nr:109. Hvernig er hægt að kalla sig stuðningsmann félags og ákveða svo 2001 að skipta um klúbb(Smárinn ný mættur til Chelsea), má ég giska klúbbur númer 2 hjá þér er Stoke frá árinu 1999. Þú skiptir ekki út liði sem þú heldur með, getur skipt um konu, hús og bíl en klúbburinn er eitthvað sem maður breytir ekki þó maður stundi vildi.

 95. Spesfróður 109

  Maður skiptir aldrei um lið, þú heldur með þvi í gegnum súrt og sætt!

  Með hvaða liði ætlar þú að halda þegar Mourhino og Roman eru farnir?

 96. Finnst engum kjánalegt að vera fagna því að 10 ár séu frá því við unnum meistaradeildina síðast, segir það ekki eitthvað um okkar klúbb? Erum við bara núna að fara halda samkomur um einhverja glæsta forna tíma?

 97. Ætlaði ekki að tjá mig hér, en spesfróður nr 109 fer bara svo í mínar fínustu.

  Til að byrja með, Nr 109 þú varst aldrei stuðningsmaður Liverpool, svo sá misskilningur þinn sé hér með leiðréttur. Það að styðja eitthvað í lífinu er þínum karakter greinilega um megn. Þú flögrar um og styður þann málstað er hentugur er hverju sinni og þannig pappírar eru mér ekki að skapi.

  Fyrst þú vorkennir okkur STUÐNINGSMÖNNUM Liverpool svona voðalega,og fagnar því að hafa skipt yfir í Chelsea 2001, get ég sagt þér að þú misstir af ágætum fótboltaleik hjá “gamla” liðinu þínu sem fram fór 2005 í Tyrklandi.

  Haltu þig svo á Chelsea síðunum framvegis, amk þangað til það hentar þér að skipta yfir í eitthvað annað lið.

 98. #109

  Þú segist hafa hætt að halda með Liverpool árið 2001 (árið sem við unnum þrennu) og farið að halda með Chelsea.

  Chelsea endaði í 6. sæti tímabilið 00/01 á meðan Liverpool endaði í 3.
  Chelsea endaði í 6. sæti tímabilið 01/02 á meðan Liverpool endaði í 2.
  Á þessum tíma vann Liverpool alla bikara meðan Chelsea vann ekki neitt.

  Við vitum alveg hvaða ár þú skiptir, þú þarft ekki að reyna svo augljósar lygar hér. Ekki að mér sé ekki nokkuð sama, good for you.

 99. Aðeins um þetta dæmi með að skipta um uppáhalds lið; í Soccernomics kemur fram að þetta er talsvert algengara en menn halda. Á meðan flest okkar líta á knattspyrnulið sem fjölskyldumeðlim sem þú styður í gegnum súrt og sætt er fullt af fólki sem lítur frekar á þetta eins og hjónaband, og þú ert bara í hjónabandi á meðan makinn gerir eitthvað fyrir þitt líf. Um leið og makinn færir þér enga ánægju lengur skilja leiðir.

  Ég kemst samt aldrei yfir það hvað það er asnalegt að skipta um lið, hvað þá hversu mikið asnalegra það er að koma svo inn á Kop.is og monta sig af því eins og viðkomandi sé gáfaðri en við hin.

  Spesfróður #109, kíkti við eftir ca. áratug, þegar Abramovich hefur fengið leið á Chelsea og þeir eru lentir í lægð, og segðu okkur hvers vegna þú heldur með Manchester United eða Arsenal. Ég hlakka til að heyra í þér.

 100. úff dagurinn í gær var erfiður og ef tímabilið hefði ekki verið eins og það var þá hefði áfallið orðið enn verra í kjölfar þessa hræðilegu úrslita. Segir mikið um tímabilið. Á að láta Rodgers flakka eða ekki. Ef hægt er að fá Klopp eða Ancelotti þá á að reka Rodgers annars þjónar það engum tilgangi að fá annan stjóra sem hefur ekki unnið neitt að ráði. einu sem koma til greina eru Klopp og Ancelotti.

  Að skipta um lið það hafa margir gert það það var t.d. einn aðdáendi Arsenal sem var orðinn leiður á öllu þessu peningafári í kringum Úrvalsdeildina og hvernig peningar voru orðnir ástinni á klúbbnum og leiknum ofar í forgangsröðinni hjá öllum sem komu að klúbbnum svo hann ákvað að hætta að styðja Arsenal og selja stuðning sinn á ebay. Stuðningsmenn Colchester keyptu stuðning hans fyrir eitt stykki treyju og miða á leiki með Colchester að mér vitanlega styður þessi ágæti maður enn Colchester. Ástæður geta veri mismunandi eins og með #109 en fótbolti á að færa mönnum ángæju og gleði og að halda með Liverpool er ekki auðvelt það er ákveðinn lífsstíll og ákveðinn tegund af manneskjum sem styðja Liverpool með þeim hætti sem við gerum þetta er svona ísland best í heimi syndrome eða eitthvað slíkt, og ef menn vilja yfirgefa það þá verði þeim að því vonandi finna menn þá hamingjuna í einhverju öðru. En eitthvað segir mann þó að þegar kemur að því að hjólinn fara að snúast okkar mönnum í hag að allir þessir einstaklingar verði fljótir að koma aftur og lýsa því yfir að þeir hættu aldrei að trúa þeir studdu ávallt LFC. Menn hætta ekkert að vera LFC bara afþví illa gengur ekki frekar en menn hætta að vera Íslendingar þó illa gangi menn fara kannski og reyna fyrir sér annars staðar en draumurinn um LFC lifir alltaf og á endanum koma allir til baka aftur bara spurning um tíma. Hvort þeim verði svo tekið með opnum örmum er svo annað mál en ég vil trúa að svo sé því Liverpool er meira en bara að styðja klúbbinn þetta eru hálfgerð trúarbrögð eins og Shankly sagði forðum it´s more important then religion. Hann talaði um fótbolta í heild sinni en við vitum allir að hann var að tala Liverpool.

 101. #109 er líklega aumasta lesning sem augu mín hafa litið.

  Stuðningsmenn LFC sem láta svona barnaskap fara í taugarnar á sér ættu að vita betur.

  Spesfróður #109 til hamingju með titilinn í hinum ýmsu greinum. Ég vænti þess að þú sért nú spenntur að bíða eftir hvort þú ætlir að halda með Golden State eða Cleveland Cavaliers.

 102. Vildi sjá FSG taka áhættuna og leyfa Gerrard að hefja þjálfaraferil sinn nú í sumar með Carra og Hyppia sem aðstoðarmenn. Brotthvarf Gerrard til USA mun breyta honum í tákn eins og Beckham, erfitt fyrir hann að verða þjálfari í framhaldinu. Daglish byrjaði sem spilandi þjálfara á svipuðum tíma. Það virkaði á þeim tíma af því að Daglish naut virðingar leikmanna innan og utan klúbbs. Álíka og Gerrard og Carra njóta báðir. En við sennilega munum hafa BR áfram þar sem hitt mun kosta allt of mikið.

 103. ÉG ER POOLARI .
  Frà þvì ég man eftir mér hef ég alltaf haldið með LIVERPOOL , ekki af þvì að pabbi (ùlfarnir) eða bræður mìnir (arsenal) héldu með þeim .
  Ég tòk mìna àkvörðun sjàlfur og mun standa við hana það sem eftir er sama hvað gengur à .
  Fyrir mér er starfið semLIVERPOOLKLÙBBURINN hefur haldið ùt til fyrirmyndar td àrshàtìðin , blöðin og sérstaklega barnaàrshàtìðin sem mìnir krakkar elska .
  Ég mun aldrei ALDREI skipta um lið enda er þetta lið okkar stòr partur af mìnu lìfi .
  ÉG ER POOLARI .

 104. ætlar enginn að tjá sig um Emre Can ? var sennilega valdur af 5 mörkum…eða Skrtel, burt með hann, í öllum mörkunum er hann að dekka svæði….svæði hefur aldrei skorað mark ! Rodgers out….gerir alla að litlum körlum sem finnst gaman að ná tíu sendingum á milli manna, mun aldrei ná árangri í þessarri íþrótt, en í íþróttinni að halda bolta, mun hann eflaust ná fínum árangri

 105. #102 þetta eru rosalega djúpar pælingar og svakalega “samsærisvænt” ala kaninn í hnotskurn, skemmtileg lesning

  en hins vegar þá gæti þetta alveg staðist ef maður pælir í því…. og brosir útí annað.

  það verður gaman að fylgjast með næstu dögum og vikur og ekki útilokað að það verða gerðar róttækar breytingar á innviðum félagsins eftir afhroð tímabilsins.

  það er strax farið að bendla okkur við “efnilega leikmenn” eins og eduardo salvio(who??)
  og annar hver leikmaður í sumar verður örugglega á leiðinni til okkar einsog von er vísa

  en hins vegar er það alveg ljóst að klúbburinn er í einhverju skipulagsleysi þessa daganna og vonandi verður því kippt í liðinn

 106. #109 það er þitt mál að mínu viti að skipta um lið en minnir svolítið á Roger og hans hringl á leikkerfi þennan vetur og mismunandi stöður fyrir leikmenn. Fyrir það má hann finna sér annað félag nb. fyrir mína parta. Hverja svo sem BR fékk að kaupa þá er traustið á hann farið innan meirihluta leikmanna og nýr stjóri gæti vissulega náð betri árangri með sama lið og örlítið meiri staðfestu og grimmd(EPL-brjálæðið).
  Get ekki beðið eftir breytingum sem þurfa að vera róttækar.

 107. Ég á mjög erftitt með að setja mig í spor þeirra sem skipta um lið hafandi verið stuðnigsmaður rauða hersins síðan fyrir 1980. Ég skil vel að menn geti verið mis heitir í stuðningi milli tímabila eða jafnvel verið með auka lið. (Swansea hjá mér, gleðst alltaf þegar þeim gengur vel.)
  En að hætta að styðja liðið sitt skil ég ekki. Ekki frekar en ég skil þá sem virðast aldrei getað tekið niður Liverpool gleraugun.
  Hafandi sagt það , þá er alltaf næsta tímabil 🙂

 108. Að tapa leik 6-1 fyrir hvaða liði sem er á að vera brottrekstrarsök, hvað þá gegn fokking Stoke City. Flestir menn með fótboltavit myndu reka þjálfar slíks liðs beint eftir leikinn. Svo er ekki hjá eigendum Liverpool. FSG eru alveg voða slakir yfir þessu. Þeir eru jú bara að hugsa um þetta í tölum og skattarframtölum næstu ára, en ekki í medalíum og árangri. Finnst það hreinlega blasa við miðað við aðgerðarleysið á toppi klúbbsins eftir þennan leik.

  Ef stjórn klúbbsins og eigendur byggju yfir einhvers konar metnaði hefði Rodgers verið sendur í burt í gær, en núna virðist það vera svo að þeir séu bara sáttir með hann (skv. heimildum Sky Sport). Í augum flestra stuðningsmanna ætti þetta að vera litið á sem metnaðarleysi og algjör aumingjaskapur hjá FSG.

  Og svo maður byrji aðeins að ræða um þessa blessuðu eigendur. Hvar í andskotanum hafa þeir verið undanfarna mánuði? Þeir geta ekki einu sinni látið sjá sig í síðasta leik Steven Gerrard, besta leikmanni félagsins. Þeim virðist hreinlega verið drullusama svo lengi sem þeir fá nóg fjármagn í hendurnar. Ekki skemmir heldur fyrir þeim að menn á háum launum eru að yfirgefa félagið sem eykur gróðann enn meir fyrir þá.

  Ég held að þeir muni ekki kaupa neinn stóran leikmann í sumar. Þeim finnst það vera óþarfi og þeirra leið er sú að ala einhverja unga menn upp fyrir stærri lið til að casha inn á. Ég get því miður ekki verið bjartsýnn með þessa pappakassaeigendur sem halda að hafnaboltaaðferðir virki í enskri knattspyrnu. Hvers vegna líta þeir ekki á liðin sem eru að ná andskotans árangri í þeirri íþrótt í staðinn fyrir “player for value” og “this is our model” kjaftæðið?

  Búinn að fá mig saddan af þessu ógeði undanfarin ár. Svona stöðu á klúbburinn Liverpool FC ekki að vera í sem er virkilega sorglegt og ömurlegt. Vonandi getur einhver dáleitt John W. Henry til þess að eyða einhverju smá umframfjármagni í einn andskotans heimsklassaleikmann í sumar, annars fer illa er ég hræddur um.

 109. Ef að þessi úrslit og frammistaða á þessu tímabili er ekki nóg til þess að reka þjálfarann þá held ég að menn verða fljótir að snúast að könunum.

 110. Klopp, Benitez, Ancelotti… þessir gaurar eru allir lausir.
  Sigurvegarar sem laða til sín heimsklassaleikmenn og kunna að vinna titla.

  Brendan Rodgers er því miður ekki í sömu deild og þessir herramenn, auk þess sem hann er fyrir löngu búinn að missa klefann.

  Breytingar takk, núna strax.

 111. Sindri #46
  “Sammála sumum um að vandamálið liggur miklu dýpra en Brendan Rodgers. Vandamálið er að leikmenn liðsins hafa of oft sýnt ömurlegar framistöður, engan vilja, enga leikgleði og hafa oft á tíðum verið bara hlandlélegir inná vellinum, eins og í dag.”
  Rodgers hlítur að bera ábyrgð á því að spila mönnum úr stöðu, það er nákvæmlega engin dýnamík liðinu og spilið einkennist einungis af einstaklingsframtökum.

  Sindri #46
  “Rodgers er ungur og eins og ungir leikmenn eða manager-ar þá eiga þeir til að gera fleirri misstök en reyndari menn. Hann er samt ótvímælalaust einn efnilegasti stjóri heims og mun bara læra af þessari reynslu og gera betur. Hef trú á honum.”
  Aldur er engin afsökun ef sá sami einstaklingur er að gera sömu mistökin aftur og aftur.

  Fói #74
  “Það þýðir ekkert að henga einn mann fyrir þetta gengi! Vissulega á Rodger sína sök en leikmennirnir bera ábyrgð líka. Það virðist vera erfitt að mótíva nokkra leikmenn. Það er alveg ljóst að þeir eru ekki að spila fyrir stjóran sinn en að þeir gátu ekki sett hausinn á réttan stað í kveðjuleik Gerrards á Anfield og síðasta leiknum hans með Liverpool er óskiljanlegt. Vantar bara allt hjarta í unga leikmenn í dag?”

  Það sem einkennir góðan stjóra á borð við Mourinho er hversu góðir þeir eru að “mótivera” leikmenn. Leikurinn gegn Man Utd var 22. mars og Rodgers hefur ekki ennþá breytt uppstillingunni. Can er ennþá á sama stað, Markovic og Moreno eru einnig spilaðir sem vængbakverðir. Hvernig eiga leikmenn að taka skrefið þegar þeir eru spilaðir í kolröngum stöðum? Eina breytingin sem hann hefur gert síðan Man Utd er að taka sóknarmann út og nota sóknarsinnaðan miðjunmann fremstann.

  helginn #83
  “3) Hann var einu „rennsli“ frá því að vera í guðatölu, má ekki gleyma því.”
  Nei, ég man ekki eftir neinum í fljótu bragði sem hafði tekið hann í guðatölu.
  “4) Þetta tímabil er ein stór mistök frá A-Ö samt var liðið hársbreidd frá CL”
  Já en glöpuðum því.
  “5) Leikmannakaupin eru flest öll til framtíðar E.Can, Markovic, Manquillo, Moreno..þessir strákar verða reynslunni ríkari.”
  Verða þeir þá ekki að spila í sínum upprunarlegum stöðum?
  “10. Brendan minnir mig á Sir Alex.”
  Hvernig þá? Er það nefið eða vaxtarlagið?

  Ingi Torfi #90
  “Eigendur (kaupnefnd helvítis) eiga stóran þátt í skitu á leikmannamarkaði.”
  Er það nefndinni að kenna að liðið hafi átt sinn stærsta ósigur síðan 1963? og gegn liði sem eyddi talsvert minna en við seinasta sumar.

  “Sem dæmi þá var Móri ekki beint að gera frábæra hluti í lok síðasta tímabils var það? En hann hefur traust og fær að ráða og hvar er hann ári seinna? Öfugt við okkar mann þá ræður hann svo litlu að hann fær ekki þá leikmenn sem hann vill.”
  Ertu virkilega að bera saman mann sem hefur unnið meistaradeildina með tveimur liðum, Spænsku deildina einu sinni og PL þrisvar sinnum við mann sem hefur einungis afrekað það að koma liði í úrvalsdeildina?

  Rétt í þessu voru að berast fréttir um að Real Madrid hafi rekið Ancelotti. FSG gætu séð sterkan leik og fengið hann til liðs við okkur.

 112. Ég hélt að Carlo Ancelotti væri töluvert eldri, en hann er bara 55 ára gamall og á nóg eftir á tanknum.
  Ég væri virkilega til í að fá hann sem stjóra liðsins. Hann er sigurvegari og hefur unnið allt sem hægt er að vinna.
  Ég hef átt rosalega erfitt með þetta hjá mér og verið á og af Rodgers vagninum en ég held að ef hægt væri að fá Carlo Ancelotti þá væri það no brainer.

 113. Verði BR áfram næsta season verður ekki horft mikið á fótbolta það árið. Maður kíkir á úrslit, fréttir og fylgist með en ég nenni ekki að horfa á þennan fótbolta sem hann lætur liðið spila og pirrast yfir því í 90 mínútur 1-2 sinnum í viku.
  BR out

 114. Já ég er ansi hræddur um að það verði bara tekin pása frá knattspyrnu á næsta tímabili ef Rodgers verður áfram með liðið maður hefur ekki endalausa sjálfspíningarhvöt.

 115. Sverrir Björn #129

  Ég er ekki að bera árangur þeirra saman!! Ég er ekki VANVITI! Ég er að segja að stundum ganga hlutirnir ekki upp en smella svo næsta tímabil þegar búið er að endurstilla vélina, skipta út sófanum og fá lampann sem maður bað í raun um. Balotelli er líklega versti sófi knattspyrnusögunnar.

  City voru óstöðvandi í fyrra og menn slefuðu yfir þeim. Hvað gerðist þar í ár? Algjör “skita”? Svona er fótboltinn. Upp og niður.

  Varðandi þetta tap í gær þá ætla ég ekki að dæma liðið eða stjórann af því. Það er auðvelda leiðin og ég neita að fara hana, vil horfa á þetta í stóra samhenginu. En ég skil þá sem gera það, ekki misskilja mig. Ég bara sé eitthvað í Rodgers og ég er svo sannfærður um að hann verður einn af þessum stóru einn daginn og muni hugsanlega þjálfa svipuð lið og Móri.

  Fór að hugsa þetta og af hverju ég væri svona á hans bandi. Þetta eru atriði sem ég man að heilluðu mig:

  -Hann hélt í Suarez þegar hann var í raun farinn. Hann átti sinn þátt í því.

  -Hann færði Gerrard í DM þegar hann var hættur að virka framar á miðjunni. Það gekk ömurleg fyrst en þegar uppi var staðið var það eitt besta tímabil Gerrard í nokkur ár og endaði næstum eins og bíómynd.

  -Á sama tíma blómstraði Henderson og var okkar mikilvægasti maður, þannig að áhrifin voru tvöföld.

  -Hann tók Mignolet úr markinu þegar hann gleymdi allt í einu hvernig átti að gegna þeirri stöðu. Hann var einn af okkar bestu mönnum í vetur þegar uppi var staðið.

  Hann stoppaði í þessa hræðilegu vörn með því að færa Can aftur í 3ja manna varnarlínu og við vorum taplausir leik eftir leik. Vörn sem menn öfunduðu okkur af á 2 mánuði.

  Hann sótti óvænt Ibe úr láni í janúar og setti hann í byrjunarliðið og drengurinn er búinn að spila frábærlega þegar hann var heill.

  Þetta eru svona atriði sem fengu mig til að hugsa, hum… það er eitthvað við þennan mann, hann er með plan B, hugmyndarflug jafnvel. En ok þið getið alveg talið upp 100 atriði sem farið hafa öfugt og litið illa út en mér hefur alltaf fundist hann finna lausn á vandanum á endanum og unnið úr því sem hann hefur þó að það hafi ekki náð því núna í lok tímabils en þar spila held ég fleiri þættir inní.

  Ég er viss um að nú eru einhverjir eigendur sem vonast til þess að BR verði rekinn og hugsi sér gott til glóðarinnar.

 116. Úff, maður þorir varla að tjá sig nema drulla yfir BR í leiðinni. Ekki misskilja, er virkilega svekktur yfir hvernig tímabilið endaði en hef trú á því að hægt sé að snúa þessu við undir stjórn BR. Þetta ár hlýtur að hafa verið honum lærdómsríkt og herslumunur með bikar og deild. Reyndar algjör skita í lok tímabilsins sem er áhyggjuefni en vil frekar halda áfram undir stjórn BR heldur en að fá inn nýjan stjóra og byrja rússíbanann upp á nýtt.

 117. Mér finnst að EF það á að reka Rodgers þá á að gera það strax og krækja í alvöru mann eins fljótt og mögulegt er.
  Gagnast engum að bíða eitthvað með þá ákvörðun.

  Hins vegar ef að það á að gefa honum meiri séns þá er sennilega besta að koma með sterka yfirlýsingu, ekki í orðum við höfum heyrt nóg af þeim (“Talk is cheap”), nei menn þurfa að láta verkin tala. T.d. í formi þess að semja við virkilega öflugan sóknarmann sem gefur mönnum smá trú á verkefnið og nokkra gæða menn í okkar helstu vandræða stöður.

  Það er alveg ljóst að án alvöru sóknarmanna lendum við neðar en 6. sæti næst. Það er auðvitað handónýtt að vera með sóknarlínu sem skorar samanlagt minna en Gerrard á sínu síðasta og slakasta tímabili með líðinu.

 118. Ég ber geysilega virðingu fyrir síðuhöldurum hér inni og er vinna þeirra við að viðhalda þessari bestu Liverpool blogg-síðu sem ég heimsæki þakklætisverð.

  En er möguleiki (spái að það sé í burðarliðnum) að koma með nýja færslu sem dregur kastljósið af skelfilegum efsta titli hér á síðunni og sömuleiðis glórulausar ræður hjá plast-stuðningsmönnum.

 119. Ég er að sjá núna á Twitter, að BR gerði 17 SINNUM skiptingu í hálfleik í vetur…Er þetta ekki eitthvað met? Ég bara spyr….Eða er hann kannski bara tactical genius eftir allt?

 120. Daníel #141: “Að skipta um fótboltalið, er það ekki svipað og að skipta um kynhneigð?”

  Frekar kysi ég brjálað stuð á GayPride en plastfánana á Stamford Bridge.

 121. Sælir félagar

  Djöfull væri ég til í annan þráð þar sem spefróði gloryhunterinn væri ekki inni. Ég veit ekki um neinn sem hefur áhuga á ömurlegu stuðningsmannasiðferði hans. En hvað á maður að gera ef BR verður áfram. Það er amk. öruggt að maður skiptir ekki um lið til að styðja. Frekar fær maður sér frí þangað til annar kemur til að leiða liðið fram á veg. Rodgers out.

  Það er nú þannig

  YNWA

 122. Plast er búið til úr olíu. Ágætt að hafa það í huga þegar maður sér umræðuhala taka jafnmargar undarlegar beygjur.

 123. Getum við ekki fengið að fá að heyra í einhverjum af eigendum félagsins? Annað hvort að Rodgers verði áfram eða ekki. Þarf ekki að vera flóknara! Svo segir sagan að Klopp taki sér 6 mánaða frí.

 124. Ef Rogers verður rekin mun það sennilega gerast fyrir eða um næstu helgi. Svo ef hann verður enn stjóri Liverpool eftir næstu helgi að þá verður hann sennilega stjóri Liverpool eitt ár í viðbót hið minnsta. Segjum að hann verði rekin, af hverju ættum við að einblína á Klopp Ancelotti og Benitez. ER þessi ekkert spennandi, http://www.liverpool.is/News/Item/17727/Fyrrum-thjalfari-liverpool-med-thrennu
  Hann hefur sennilega ekki attraction ennþá, en hann ætti að þekkja Liverpool vel…

 125. Brendan Rodgers er “dead man walking”. Þurfið ekki annað en að lesa ummælin á öllum stuðningsmannasíðum tengdum félaginu. Hins vegar er ljóst að næstu menn inn eru ekki Klopp, Ancelotti eða Benitez, heldur Monk, Dyche eða Howie.

  Sá mikli áhugi sem John Henry og félagar sýna félaginu okkar er til skammar, hafa sést hvað; tvisvar á síðasta árinu?

  FSG eru bara í business og er alveg sama um hvað gerist meðal stuðningsmanna, hvað þá á vellinum. Svo lengi sem “bottom line” sýnir græna tölu og efnahagsreikningurinn er í vexti eru þeir hressir, burt séð frá því hvort að Rodgers eða Mike Basset stjórni félaginu. Sannleikurinn er oft ekki fallegur, en svona blasir þetta við.

  Munurinn og Liverpool og Tottenham er samt auðvitað að Liverpool eru með plan, það plan snýst bara því miður ekki um stuðningsmennina, heldur um fjárhagslega hagsmuni. Þegar þeim er náð verður “cash-að” út.

  Afsakið hreinskilnina – vonandi geta Pollýönnurnar hoppað yfir þetta komment.

 126. Varðandi #109
  [img]http://suicideproject.org/wp-content/uploads/2013/10/aaa.jpg[/img]

 127. Liverpool er al besta félagslið sem nokkru sinni hefur verið uppi á Englandi og þó viðar væri leitað. Liðið mun sigra deildina á næsta ári og verða bikarmeistarar líka. Þetta er mín spá fyrir næstu leiktíð og hana nú.

 128. Gæði liðsins eru áberandi og ættu að vera hverjum manni sýnileg sem á annað borð veit hvernig fótbolti lítur út. Sigursælasta lið á Englandi frá upphafi.

 129. Það má vel vera að Liverpool sé sigursælasta lið á Englandi enn í dag. Þeirri sögu lýkur brátt ef liðið heldur svona áfram. Stebbi Geit vann aldrei EPL, Liverpool hefur ekki heldur unnið EPL. Bjartari tímar framundan.

  YMCA

Liðið gegn Stoke

Kop.is Podcast #82