Liðið gegn Stoke

Síðasta byrjunarlið tímabilsins er sem hér segir:

Mignolet

Can – Skrtel – Sakho – Moreno

Henderson – Lucas – Allen
Gerrard – Coutinho – Lallana

Bekkur: Ward, Lovren, Touré, Ibe, Markovic, Sterling, Lambert.

Þetta er spes lið. Enginn framherji, Coutinho sennilega í falskri níu með Lallana, Gerrard og Henderson iðna fyrir aftan sig á meðan Allen og Lucas halda miðjunni.

Eða kannski er Gerrard aftastur á miðjunni, Allen í holunni og Henderson úti á kanti og Lallana frammi og … og … ? Æi ég veit það ekki. Það er gríðarlega erfitt að átta sig á leikskipulaginu þessa dagana.

Sjáum til. Raheem Sterling er allavega á bekknum og situr væntanlega þar í allan dag. Glen Johnson hefur lokið störfum fyrir Liverpool FC, ekki einu sinni á bekk í dag og væntanlega hægt að segja það sama um Mario Balotelli og Fabio Borini.

Það er sterkt að ná 5. sætinu, beint í riðil í Evrópudeild frekar en að þurfa að spila forkeppni í júlí/ágúst. Koma svo drengir, klárið þetta með brosi á vör!

YNWA

158 Comments

 1. Geri engar athugasemdir við þetta byrjunarlið þegar horft er ískalt á þann hóp sem við höfum.

  Er samt ekki sáttur við að hafa Sterling í hópnum. Það þarf að tukta þennan dreng til.

 2. Hvað með 20mil pundamanninn Markovic a ekkert að reyna að koma honum til? Annars ekki miklar væntingar um skemmtilegan leik þetta er buið að vera ömurlegt undanfarnar vikur.

 3. Hefði viljað gefa Johnson kveðjuleik. Ég fyrir mína parta þakka honum fyrir góð störf.

 4. Sælir félagar

  Ekki sáttur við þetta. Can á að vera á miðjunni og Markovic í hægri bak. Sterling á ekki að vera í hópnum og Lucas á bekknum. Fleira mætti telja en gjaldþrot BR lýsir sér vel í mannskap og uppstillingu. Hugmynda- og kjarkleysið er enn það sama og áður. En við hverju var svo sem að búast?

  Það er nú þannig.

  YNWA

 5. Þessar róteringar á liðsuppstillingu pirra mig mikið. Ég hef það á tilfinningunni eins og Rodgers viti ekki sjálfur hvað er hans sterkasta lið og/eða kerfi eftir 3gja ára starf…. Það pirrar mig mikiðog gerir mig óöruggan sem stuðnimgsmann …

 6. Ánægður með hvernig Rodgers setur upp liðið í dag þ.e. að stilla ekki upp eiginlegum framherja en treysta á að boltatækni og þolinmæði leikmannanna búi til færin.

  Uppstilling af þessu tagi er algeng í Þýskalandi og t.d. þýska landsliðið er oft sett upp svona með frábærum árangri.

  Gæti orðið athyglisvert og ég spái góðum úrslitum.

 7. Allt í lagi me þessa uppstillingu. Óþarfi að hella olíu á eldinn og hafa Sterling ekki í hóp, betra að láta hann sitja á bekknum.
  Ójá, bekkurinn: ….Ibe, Markovic, Sterling…. Undirstrikar vel að Sterling er ekki ómissandi?!

 8. Eruð við ekki að fara kveðja slatta af leikmönnum í dag? Balotelli, Borini, Sterling, Johnson og Gerrard að sjálfsögðu. Hugsanlega Lambert og Lucas.

 9. Finnst sérstakt að klúbburinn gefi ekki Johnson kveðju leik, hefði alveg átt það skilið. En þetta lið á að vera nægilega gott til að vinna Stoke, Rodgers sendir skýr skilaboð til eiganda félagins að framherji eigi að vera fyrstur á óskalistanum í sumar.

 10. Skil ekki alltaf þessa umræðu um að það sé slæmt að það sé enginn framherji. Framherjar okkar skora aldrei það að sé ekki hvað missum með því að spila þeim ekki

 11. Sit fastur í vinnunni og ætla núna að vera aulinn sem spyr :p
  Linkur á leikinn anyone 🙂

 12. Lucas og Allen á miðjunni og Can í bakverði…
  Frábær skemmtun í vændum.

 13. Sé fyrir mér 4-2-3-1

  Mignolet
  Can — Skrtel —- sakho — Moreno
  Lucas—— Allen

  Hendó Gerrard Lallana
  Coutinho

  Ekkert svo hræðileg uppsetning ef hún er svona. klárlega vantar slútara þarna

 14. Tel sigur ólíklegan í þessum leik. Man annars einhver eftir minna spennandi lokaumferð? Nánast allt klárt nema Hull/Newcastle niður…

  Sammála því að það mætti gefa Glen Johnson kveðjuleik, þótt hann hafi kannski ekki alltaf staðið sig sem allra best. Meðan hann er í 11 manna liði Liverpool styður maður hann og hann á auðvitað þökk skilda fyrir sitt framlag í gegnum árin.

 15. skil ekki þetta að hafa ekki borini eða balotelli í hóp.
  ég tipa á X í þessum leik

 16. Afsakið aulaskapinn. Ef einhver er með gott stream þá væri ég þakklátur að fá info.

 17. Held að Brendan nái með þessu leik að sannfæra Sterling að vera áfram í Liverpool. Lesist sem kaldhæðni.

 18. Sýnt í opinni á stöð 2 gull. En þetta er aumkunarverð frammistaða!

 19. Lucas og Allen saman á miðjunni, Hendo á kannti ? þvílík skita, hefur aldrei virkað. Setja Can á miðjunna! okkur vantar trukka í djúpan miðjumann , það er bara allt opið á þessu svæði leik eftir leik….Brendan fær + fyrir að setja sterling á bekkinn ( hefði samt átt að henda út úr hóp) en með allt niðrum sig annarsstaðar…..shit hvað maðurinn getur verið freðinn…

 20. #24
  1-0 fyrir Stoke

  tvö hálffæri fyrir miðjumennina okkar. Business as usual

 21. Enn heldur liðið áfram að vera andlaust í spili og enginn barátta í þeim, eru virkilega menn ennþá hérna inni sem vilja sjá svona spilamennsku annað tímabil? Við fáum það allavega ef Rodgers verður áfram.

 22. Núna þurfa bara Spurs og Saints skora og við eru dottnir i 7 sæti. In Rodgers/FSG we trust right lads.

 23. Vá ef BR verður ekki rekinn eiga þessir eigendur 100% að selja þetta lið. Við erum svo gjaldþrota varðandi allt að það er ótrúlegt.

 24. Er þetta ekki fullreynt með Can í bakverði, menn labba fram hjá honum eins og keilu þegar þeim dettur í hug.

 25. Eg segi það enn og aftur. Markmaðurinn okkar er sá lélegasti sem við höfum átt lengi ásamt Jones

 26. 2-0 undir á 25min og Sterling að hita upp, þetta er allt frekar sorglegt

 27. Gleymdi því í seinasta commenti frá mér að nefna Rodgers (nr10) Bless Brendan Rodgers.

 28. Jájá, þetta er svona.. Menn virðast ætla að láta Gerrard kveðja í tapleikjum og leyfa Southampton og Tottenham að komast upp fyrir okkur.

 29. Úff….núna fer að verða mjöööög erfitt að halda trú á Rodgers…. Það vantar eitthvað mikið í andlegu hliðina hjá liðinu.
  Eftir situr spurningin…á FSG að halda í Rodgers eitt tímabil í viðbót…eða er hann búinn með sín tækifæri?
  Ég segi FSG….þar sem stuðningsmenn geta röflað eins og þeir vilja en hafa eðlilega ekki ákvörðunarvaldið

 30. Ég er fainn skilja af hverju Sterling vill fara núna. Clueless Qwners og svo virðist vera clueless þjálfari.

 31. Þetta er ekki boðlegt. Að eyða um 100 milljónum punda og ná ekki einu sinni sæti í Evrópudeildinni. Líklegt að bæði Spurs og Southampton endi fyrir ofan. Stjórinn hefði átt að tala meira niður til þessarra klúbba.

 32. Can með stoðsendinguna fyrir Walters

  Þetta er eins og að horfa á utandeildarlið á Íslandi.

 33. Er einhver þarna úti sem langar í annað tímabil af þessu? Hefur BR einhverja vörn fyrir sjálfan sig, Allavega er engin vörn á vellinum

 34. Can er lélegasti leikmaður þessarar umferðar í enska, búinn að gefa þrjú mörk.

 35. þetta er svo vandræðalegt.
  Liðið þarf að fara í naflaskoðun.
  sökvandi skip

 36. Enn heldur liðið áfram að vera andlaust í spili og enginn barátta í þeim, eru virkilega menn ennþá hérna inni sem vilja sjá svona spilamennsku annað tímabil? Við fáum það allavega ef Rodgers verður áfram

 37. Menn voru svo að tala um Can í hryggsúlunni á næsta tímabil. Hann á svo langt í land eins og svo margir af þessum leikmönnum sem við keyptum í sumar.

 38. Þessi vitleysa bara hlýtur að verða til þess að Brendan verður látin fjúka. Maður er bara miður sín á að horfa uppá hvað maðurinn er búinn að gera við liðið okkar. Burt með helvítið sem fyrst . #Brendan out

 39. Og þeir sem dissa Mignolet eru alveg.. ótrúlegir, vægast sagt.

  Merkisorð okkar eru You’ll Never Walk Alone, og ég hef stutt Simon Mignolet í einu og öllu sama hversu mikið skítkast hann hefur fengið á sig, þá hef ég alltaf vitað að hann er stútfullur af hæfileikum og hefur verið afar óheppinn og hefur haft mjög ‘shaky’ vörn fyrir framan sig. Þessir menn sem eru nú að hrauna yfir Mignolet eru sömu menn og fóru allt í einu að styðja hann þegar honum vegnaði vel. Nú gerði hann ein mistök og þið eruð á móti honum aftur, Make up your mind! Eða bara styðjið leikmennina ykkar í gegnum súrt og sætt!!

 40. Taka Gerrard útaf strax. Hann á ekki að þurfa að þola þá niðurlægingu að taka þátt í svona gjaldþroti í sínum síðasta leik. Bjarga honum frá þessu og það núna takk!

 41. E.Can er búinn að vera lélegasti leikmaður liverpool undanfarnar vikur og er nóg af þeim til staðar.
  Hann er trekk í trekk að láta labba fram hjá sér og getur ekkert varist, hann er ekki fljótur og gerir regulega klaufamisstök.
  Fyrsta tímabilið hans hjá Liverpool hefur verið skelfilegt. Hann byrjaði vel en svo hefur hann bara verið lélegur.

  Liðið í dag er klárlega komið í sumarfrí. Öll umfjölunin hefur verið um Sterling og Gerrard og er eins og hinir leikmenn liðsins hafi einfaldlega farið í sumarfrí.

  Ég vona að þetta lið endar í 7.sæti svo að þeir þurfi að mæta snemma til æfinga því ekki veitir af. Ég ætla samt ekki að detta í það að fara bara í Rodgers út pakkan útaf lélegum endir á tímabilinu en ég held að þessi lokaúrslit setji pressu á Rodgers og alla sem koma að liðinu að gera eitthvað viti í sumar.

 42. Sælir felagari

  “það eru 150% likur að eg verði afram” sagði BR. Eg vona að það se öfugt og þetta se siðasti leikur BR með liðið okkar.

  Það er nu þannig

  YNWA

 43. Þetta segir allt sem segja þarf

  @InfostradaLive: Before April 2015, #LFC had not conceded 3 goals in the first half of a PL match this century. Since then: 3 v Arsenal, 3 v Stoke,

 44. Leikurinn í opinni dagskrá á Stöð 2 Gull – ekki að einhver ætli að horfa meira
  Komið í 4-0

 45. Frábært 4-0. Hver er alltaf hrósa Sakto sem besta varnarmann Liverpool. Algjör klaufi með boltann.

 46. afhverju er maður að horfa á þennan leik.
  4-0
  skammarlegt.
  Mér finnst eftir svona leik eiga leikmenn og þjálfari að byðjast afsökunar.
  Þetta er ekki boðlegt.

 47. Jæja! Lokaleikur umferðarinnar. Lokaleikur Steven Gerrard með Liverpool. Ein mesta niðurlæging sem ég hef séð í einum hálfleik.

  Langaði að horfa á þennan leik en get það einfaldlega ekki lengur. Signing off.

  Hafið það eins gott og hægt er félagar….

 48. sama skitan á móti liðum sem er líkamlega sterkari, hvað höfum við inná ? menn sem eru 1,50 cm á hæð og 50 kg. Hvað er Lucas og Allen að gera saman ? mann fíflið sem stjórnar þessu á drullast í burtu strax í kvöld…..skita ársins. freðinn á línunni og hvað, á ekkert að bregast við. Burt með Brendan núns !!!!!

 49. Ha ha ha ha Stoke ekki svo mikið joke lengur. En ætli þetta sé ekki bara annars viðeigandi endir á annars ömurlegu tímabili. Ég vona bara að þetta sé seinasti naglinn í kistur Rodgers.

 50. ég er nú bara farinn að gráta af hlátri, sennilega móðursýkiskast.

  Þetta eru nú meiri dúkkulísurnar þetta lið okkar.

 51. Jæja verður okkar maður ekki rekinn í hálfleik bara. 5-0 oj bara.

 52. YNWA dugar ekki einu sinni að þessu sinni fyrir Rodgers eða hvað? Maður spyr sig ?

 53. Það eru 150% líkur á því að Brendan Rodgers verði rekinn eftir þennan leik.

 54. Sæl öllsölmul. Vil bjóða ykkur öll velkominn í BR out vagninn. Þið sem eruð enn föst utan veruleikans vinsamlegast haldið ykkur frá hreyfanlegum hlutum.

 55. Brendan Rodgers er búin að vera í tilraunarstarfsemi með ca 100m punda lið síðan í águst og hann veit ekki hvað hans sterkasta lið er í dag! Ég hef ekki taugar í annað tímabil með þessum manni.

 56. jæja…þetta er bara að verða fyndið…núna eru stoke-arar (og lfc fans?) að syngja “sacked in the morning” til Brendans?
  Spurning um að drífa í því bara í hálfleik?

 57. Lélegt leikskipulag og 11 hauslausar hænur hlaupandi um völlinn sem vita ekki þeirra hlutverk…

 58. Get því miður ekki horft á meira og sjá þennan stóra klúbb fara í algjöra meðalmennsku með þennan framkvæmdarstjóra. Er ekki hægt að losa sig við hann. Allt betra en þetta!!!!

  ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!!!!!

 59. Af twitter:
  Magnús Már Einarsson @maggimar
  3-0 undir gegn Stoke. Á leið í Evrópudeildina. Gerrard að fara. Sterling ósáttur. Framherjalausir. Framtíðin lítur bara vel út hjá Liverpool
  2:37 PM – 24 May 2015

 60. Þetta er svo lélegt að þetta er komið í hring og maður nánast farinn að skemmta sér…. kannski mín eigin leið að lenda ekki í fótbolta þunglyndi!

 61. Rodgers það má gera breytingar í fyrri hálfleik, það þarf ekki að bíða eftir að þú lendir 5-0 undir!

 62. Það er 5-0 fyrir Stoke er það ekki…. 5-0 í fyrri hálfleik á móti Stoke…. 5 fokking 0 á móti Stoke…. klárum þessar 3 skiptingar í hálfleik og setjum engann inná…. en BR finnst við vera spila fantastic football 5-0

 63. Hann hlýtur að segja af sér sjálfur maðurinn – annað er niðurlægjandi.

 64. Hvernig slekk ég á kaldhæðna appinu sem fagnar alltaf í símanum mínum þegar skorað er í Liverpoolleikjum.

 65. Sælir félagar

  Nú er staðan 5 – 0 í síðasta leik Gerrard með BR og Liverpool gegn Stoke. Ég er viss um að Gerrard þakkar máttarvöldunum fyrir að vera að fara frá liðinu með BR sem stjóra þess. Ef Brendan Rodgers verður ekki rekinn eftir þennan leik þá er ég ekki viss um að ég geti stutt liðið áfram. Ég mun að vísu ekki styðja annað lið í ensku deildinni en hefi nóg af liðum til að styðja hér á íslandi (ÍA, Völsungur) og á meginlandinu.

  Það er klárt að ég get ekki stutt lið sem BR stjórnar. Niðurlægingin og skitan sem hann hefur orsakað fyrir liðið mitt er af þeirri stærðargráðu að engu er hægt að líkja við það. Ég bið þá sem styðja BR ennþá að gefa sig fram og biðjast afsökunar. Hann er að eyðileggja klúbbinn, leikmenn, orðspor liðsins til áratuga og veldur milljónum stuðningmann þvílíkum sálarkvölum að engu verður við jafnað í knattspyrnuheiminum. Vona að hann verði rekinn í leikhléinu.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 66. Ef BR verður ekki rekinn eftir þennan leik þa er eitthvað athugavert við eigendur þessa klubbs.

 67. ja hérna,verði mönnum að góðu að hafa þennan stjóra annað tímabil.

 68. Sennilega bara óheppni að vera undir. Brendan er rosa góður stjóri, það er að sanna sig sérstaklega svona í lokaumferðunum og öllum leikjum sem virkilega skipta máli. Hljóta að jafna í seinni fyrst Liverpool eru að borga hærri laun en Stoke.
  Finnst BR svo hugaður alltaf í liðsupsstillingu sinni. Stillir bara upp einhverju bulli og tekur sénsinn að það virki, það er kjarkur. Flestir aðrir þjálfarar stilla bara upp sínu sterkasta liði og með menn í réttum stöðum, hvað er svona gaman við það?

 69. Þetta er eiginlega bara of fyndið það er eins og BR sé bara að grátbiðja um að vera rekin.

 70. Held að enginn annar en BR geti tekið þessa stöðu á sig. Eftir endalaust rugl í uppstillingum og leikkerfum virðist öllum leikmönnum líða illa inni à vellinum.

  Hættur að horfa og ætla ekki að horfa á LFC fyrr en stórar breytingar hafi átt sér stað á Anfield.

 71. Þeir eru yfirleitt mjög íhaldssamir á Liverpool-stöðinni og eru ekki mikið fyrir það að drulla yfir einstaka leikmenn.

  En Jason McAteer sagði rétt áðan að hann þoldi ekki að taka einstaka leikmenn fyrir EN “Emre Can is having a shocker!”

 72. Það er hraunað yfir Can, ef hann hefði vitað þegar keyptur að hann yrði bakvörður allt tímabilið hefði hann aldrei komið!

  Hans staða er á miðjunni og hann er alltaf skárri kostur en Lucas eða Allen.

  Ég gæti haldið áfram svona um fleiri leikmenn en þetta skrifast allt á einhvern furðulegan hugsunarhátt hjá BR sem er með gjörsamlega allt niðrum sig.

  Að geta ekki mótiverað lið fyrir Wembley og síðustu leiki Stevie G. er algjör skandall!

  Ég segi að BR er búinn að missa klefann og verður kallaður á fund til Boston í vikunni!

 73. nú kom skýringin af hverju sumarið er svona seint á ferðinni … það er 1. apríl

 74. Hann a nu bara að syna soma sinn i þvi að segja af ser eftir leik hann ræður einfaldlega ekki við þetta verkefni.

 75. Flestir virðast vera komnir í sumarfrí andlega. Engin barátta í gangi. Diouf, Adam og N’Zonzi fá allt pláss í heiminum við teig okkar manna.

  En Toure inn fyrir Can og Ibe fyrir Moreno. Væntanlega þriggja manna vörn í síðari hálfleik þá.

  Þetta getur varla versnað mikið – eða hvað? 😛

 76. Ég er til í 8-0 tap bara til að losna við þetta drasl sem hann BR er!!!

 77. hvaða skita er þetta,,,Can út af???? og Lucas og Allen enn inná fokk maður,,Lucas er með skituna upp á bak en fær að hanga inná ?? hættur að skilja þetta. Brendan á ekki að fá að klára þennan leik……………………

 78. Það væri gaman ef að aðdaendur BR a þessari siðu letu i ljos skoðanir sinar a þessu augnabliki.

 79. #100 Sigkarl.

  Rodgers ber ekki einn sökina. Hann þarf vinna eftir Moneyball kerfi eigenda Liverpool. Hann þarf fylgja eftir áætlun FSG að kaupa unga leikmenn og þróa þá áfram. Hann þarf fara eftir þessari leikmannanefnd.

  Ég segi ef Rodgers á að fara þá má FSG fara líka.

 80. Hvernig náði BR að plata leikmenn til að mæta inná í seinni hálfleik? Hann hlýtur að hafa sagt þeim að það væri karamellufjall á miðjunni eða eitthvað.

 81. Ja hérna hér.
  Aumingjahattur BR að ná nýjum hæðum. Búið að vera í gangi í allan vetur en náð nýjum hæðum með ræfilgangi gagnvart sterling og svo með hroðalegri frammistöðu eftir það.

  Ég held svei mér þá að hann hafi misst virðingu allra annarra leikmanna innan klúbbsins eftir þann aumingjagang.

 82. Gaf E.Can 3 mörk í hægri bakverði? Þetta er bara grín hvað það er lítið að gerast í okkar liði.

 83. Maður er farinn að skilja afhverju Sterling vill fara. Glasið er galtómt.

 84. Vá hvað ég öfunda þann Kop-snillinginn sem á leikskýrsluna á eftir……….enginn sagði

 85. Jà einmitt Brendan Rodgers, var ekki sà eini af pistlahöfundum kop.is sem vildi skipta ùt Rodgers. Hvad segja hinir? Rètt gengi midad vid laun? Efnilegur stjóri? À skilid annad season ùtaf Suarez í fyrra? Best ad vera ekki alltaf ad byrja uppà nytt?

 86. Ætli einhver hafi einhvern tíman búið til plan um hvernig ætti að bregðast við í stöðunni 5:0 undir í hálfleik? Ég meina hvað er hægt að gera? Hvert er planið? það er ekkert hægt að koma til baka eftir þannig útreið!
  Líklega er það eina sem hægt er að spila upp á er að “vinna” seinni hálfleik. Stoppa lekann og skora eins og eitt eða tvö mörk.

  Já Gerrard !!!

 87. Hvernig hefur þetta stjórafífle ekki séð að Gerrard er ekki DM heldur AM

 88. Liverpool er einfaldlega of stórt fyrir Rodgers. Hann ofmetnaðist, yfirfylltist af sjálfum sér, dömpaði konunni og fjölskyldugildunum sínum, hvíttaði tennurnar, fór að skokka, byrjaði að deita táning sem hann fann hjá félaginu og að síðustu, þá missti hann sjónar af sinni eigin heimspeki. Þetta er aldrei að fara að lagast undir hans stjórn !

 89. Var að heyra að BDSM-félagið á Íslandi muni á morgun bjóða Brendan Rodgers listamannalaun til ársins 2017. Hafa þegar boðið Liverpool klúbbnum á Íslandi afnot af dýflissum ef við viljum stað til að hittast og skemmta okkur við að horfa á Liverpool spila næsta season.

  Parkódín Forte, vaselín og sjóveikistöflur verða seldar við innganginn. Nú er bara að herða jarlinn strákar. Rodgers er bara Masterinn.

 90. Inná hjá liverpool var að koma framherji sem er 33 ára og á 100 leiki í efstu deild. #metnaður

 91. Það er mjög jákvæðir straumar á milli dómarans og Lallana……..aumingja Lallana, búið að taka af honum 2 vítaspyrnur.

  Annars er City að tryggja það að við spilum í Euro-league á næsta tímabil, jibbý!

 92. Þurfum engann varnarþjálfara, rodgers er algjörlega með varnarskipulagið á hreinu

 93. Það er einn maður á vellinum sem er á þriðja metra, og engum dettur í hug að passa hann í fyrirgjöfinni.

 94. Liverpool endar með neikvæða markatölu að afloknu tímabilinu. Það segir eitthvað.

 95. Bjarnotelli#125

  “Rodgers ber ekki einn sökina. Hann þarf vinna eftir Moneyball kerfi eigenda Liverpool. Hann þarf fylgja eftir áætlun FSG að kaupa unga leikmenn og þróa þá áfram. Hann þarf fara eftir þessari leikmannanefnd”. Segir þú.

  Ég er sammála þér um að hann ber ekki einn sökina því auðvitað eru fleiri samverkandi þættir en bara óhemjuleg vangeta BR. Það breytir samt ekki því að hann ber ábyrgðina á leik liðsins, uppsetningu leiksins, mönnun í stöður o.s.frv. Þá ábyrgð ásamt sínum hluta af innkaupum ber hann algerlega sjálfur og einn. Þá ábyrgð verður hann að axla hvernig sem allt veltist og snýst. Það gerir hann með því að annað hvort segja upp eða biðja umm að vera rekinn. Hvort FSG megi taka pokann sinn líka er bara önnur umræða ágæti félagi Bjarnotelli og sjálfsagt að ræða það líka.

  Það er nú þannig

  YNWA

 96. Af vef bbc

  “Stoke 6-1 Liverpool
  Posted at 87 mins
  This is no way for Steven Gerrard to bow out. His team-mates should be hanging their heads in disgrace.”

  Segir allt

 97. Viðtal við BR eftir leikinn:

  “I thougt we were OUTSTANDING in the second half. We were a bit unfortunate on some refere decisissions in this game. I think overall we deserved more from this game”

 98. Ég held að standarinn hafi lækkað töluvert í dag!
  Ætli David Moyes sé til í að koma?

 99. Nei.. hvað er að frétta. Loic Remy, framherjinn sem féll á læknisprófinu hjá okkur búinn að skora 2 fyrir Chelsea íd ag

 100. Segir allt

  @oilysailor: 13% of Stoke’s PL goals this season have come against Liverpool today.

 101. Eftir svona framistöðu þá er fátt jákvætt sem upp kemur í hugann. Liverpool tapaði 6-1 fyrir liði sem hafði uppá engu að keppa. Sama hvernig leikurinn hefði farið þá var Stoke búnir að tryggja sér 9. sætið. Liverpool voru hins vegar að berjast um að endana í 5. sæti. Það sæti hefði komið okkur beint inn í riðlakeppni evrópudeildarinnar og skilar einnig eimhverjum auka 100 þúsund köllum í kassan. Liverpool var líka að kveðja besta leikmann í sögu félagsins. En samt sem áður leyfa Liverpool, Stoke, að skora 5 mörk á 25 mínótna tímabili og sína hræðilega framstöðu gegn klárlega lakara liði.
  Hvað á maður halda eftir svona. Þegar að þjálfarinn getur ekki einu sinni mótiverað leikmenn sem hann keypti nánast alla sjálfur til að setja smá orku í hlutina til að klára þennan leik, eða skila allavega sómasamlegri framistöðu, berjast um alla bolta og fara í tæklingar?
  Hafa menn enga trú á honum?
  Ég get ekki séð að einn einasti leikmaður Liverpool vilji berjast fyrir stjórann sinn.
  Og hvað er þá hægt að gera?
  Jú annaðhvort að skipta út þeim leikmönnum sem ekki á hann trúa sem ég tel að séu 80% af hópnum, eða að láta mannin í jakkafötunum fara. Að hafa Brendan áfram á næsta tímabili með leikmanna hóp sem ekki trúir á hann væri eins og skjóta sjálfan sig í fótinn.
  #brendanout

Stoke á sunnudaginn

Stoke City 6 Liverpool 1