Stoke á sunnudaginn

Æ, já alveg rétt það er einn leikur eftir.

Á sunnudaginn fer fram lokaumferð Úrvalsdeildarinnar og gæti hún hreinlega varla verið minna spennandi en þetta. Sigurvegararnir eru komnir í leitirnar, Meistaradeildarsætin hafa raðast niður á fjögur lið, tvö af þremur liðum eru fallin og Evrópudeildarsætin eru að mestu leiti tryggð (þó að Aston Villa gæti rænt einu þeirra ef þeir vinna FA bikarinn).

Staða Liverpool er sú að liðið fer í Evrópudeildina á næstu leiktíð, sama hvað – ef ég skil þetta rétt. Liðið er sem stendur í 5.sæti sem þýðir að liðið færi beint inn í riðlakeppnin held ég en ef liðið lendir í sætunum fyrir neðar þá þýðir það að liðið færi í forkeppnina. Í alversta falli lendir liðið í 7.sætinu, Villa vinnur bikarinn og tekur það sæti sem þýðir að Liverpool kæmist í keppnina í gegnum Fair Play deildina og tekur þátt í 1.umferð forkeppninar sem hefst 2.júlí. Það vonandi gerist ekki og liðið tryggir sig beint í riðlakeppnina.

Það er afar takmörkuð spenna fyrir þessum leik. Tímabilið er svo gott sem búið, Gerrard var kvaddur á Anfield í síðasta heimaleik og gæti þetta verið hans allra síðasta leikur fyrir félagið. Ætli mesta spennan sé ekki það að sjá hvort að Sterling verði í byrjunarliði Liverpool eftir allt fjölmiðlafárið í kringum hann, umboðsmann hans og samningamálin undanfarið.

Ég skipti reglulega um skoðun hvað það er sem ég vil að Liverpool geri varðandi Sterling í þessum leik. Eina stundina vil ég sjá hann sendan í sumarfrí og sætið hans í liðinu fara til ungs leikmanns eða einhvers sem hefur lagt hart að sér og á það skilið. Aðra stundina vil ég sjá Liverpool spila honum, kaffæra honum í ást og vonast til að hann sjái villu síns vegar – hér áttu heima strákur, komdu því í hausinn á þér!

Ég veit ekki, ætli maður komist ekki að því á sunnudaginn þegar liðið verður tilkynnt hvað maður vonaðist eftir varðandi hann Sterling. Hvað segið þið, viljið þið sjá hann í hóp eða á að senda hann í skammarkrókinn?

Sakho er byrjaður að æfa aftur sem er fínt. Hann vonandi kemur aftur í liðið þar sem hann gerir vörn okkar betri – það er bara þannig. Maður hefði viljað sjá Liverpool vinna síðasta leik, láta Gerrard kveðja Liverpool á Anfield í sigurleik og láta þar við sitja en ég býst við að hann vilji rétta úr kútnum og enda á sigri svo hann verður með á sunnudag. Spurning hvort að Sinclair fái tækifæri í byrjunarliðinu en hann er búinn að koma inn á í síðustu tveimur deildarleikjum.

Það er afar erfitt að ætla að lesa inn í byrjunarliðið fyrir þennan leik en ætli þetta verði ekki nokkurn veginn á þessa átt:

Mignolet

Can – Skrtel – Sakho – Moreno
Henderson – Gerrard
Ibe – Coutinho – Lallana
Lambert

Kannski kemur Lucas inn fyrir Gerrard eða Johnson fyrir Moreno, kannski heldur Lovren sæti sínu, kannski kemur Lambert ekkert inn og kannski byrjar Sterling. Ég veit ekki, eins og ég segi þá er afar erfitt að spá fyrir um þetta. Kannski verða einhverjir leikmenn settir í búðargluggann, kannski fá einhverjir viðurkenningu fyrir erfiði og dugnað í vetur eða einhverjir fá kveðjugjöf frá félaginu. Þetta kemur allt í ljós.

Eins og segir hér áður þá hefur þessi leikur ekki mikið vægi fyrir Liverpool að öðru leiti en það hvenær liðið hefur næsta tímabil. Það er því undir leikmönnum komið að vinna sér inn gott og kærkomið sumarfrí og endurheimta allavega smá stolt með því að enda vonbrigða tímabil á sigri.

Segjum bara 0-1 fyrir Liverpool þar sem Ibe skorar sigurmarkið og setur tóninn fyrir það sem koma skal á næstu leiktíð hjá honum, Mignolet hirðir gullhanskan og Liverpool endar á sigri áður en leikmenn og þjálfarar endurhlaða batteríin og gera betur á næstu leiktíð.

25 Comments

 1. Ég ætla að gera orð Magga síðuhaldara að mínum og segja “Ef Sterling fær mínútu á sunnudaginn þá á að reka BR og allt hans teymi strax eftir leik”

  Svo einfalt er það!!!

 2. Leiðinlegt að allt skuli snúast um Sterling þessa dagana.

  Reynum frekar að njóta þess að horfa á Gerrard spila í síðasta skipti fyrir okkar ástkæra félag.

 3. http://www.telegraph.co.uk/sport/football/teams/liverpool/11623307/Liverpool-are-stuck-in-the-past-and-in-danger-of-becoming-a-provincial-club.html

  Nokkuð góð grein frá rottunni sjálfri. Viðurkenni að hann er frábær pundit og þessi grein er lýsandi um það hvernig standi klúbburinn er í. Við erum föst í hefðum og fortíðinni, á meðan að önnur stórlið eru að sækja fram. Finnst þetta gríðarlegt áhyggjuefni og afturhaldssemin er eitthvað sem þarf að hætta sem fyrst hjá Liverpool.

 4. Djonnson #1:

  Maggi var töluvert grófari en þig minnir. Hann sagði eftirfarandi:

  “Ef að Raheem Sterling verður í leikmannahópnum á sunnudag vill ég að BR og þjálfarateymið víki í hálfleik.”

  Ég er honum fullkomlega sammála.

 5. Sælir félagar

  Liðið á bara að drullast til að vinna þennan leik. Það er ekkert annað í boði eftir endalausa skitu liðs og stjóra undanfarið. Hitt er annað að ég skil ekki af hverju BR þarf enn einn naglann í líkkistu brottrekstrarins ( sjá Djonnson#1). Það á náttúrurlega að reka hann strax að leiktíð lokinni ef eitthvað annað marktækt býðst. Um það snýst þetta. Er alvöru stjóri í boði? Ef svo er, þá á að reka BR strax.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 6. Sigkarl #5:

  Það er nóg af stjórum í boði. Þeir kosta bara mismunandi mikið.

 7. Heyr heyr!

  Og ég ætla að gera orð Sigkarls að mínum…..

  “Liðið á bara að drullast til að vinna þennan leik. Það er ekkert annað í boði …… ”

  Vel mælt Sigkarl!

  YNWA

 8. Stoke er ekki lengur joke. Liverpool er það. Því miður.

  kæmi mér ekki á óvart ef Stoke vinnur þennan leik, þvílíkt er áhugaleysið hjá liðinu okkar og BR getur ekki mótiverað leikmenn.

  Því miður.

  rodgers out !

 9. Hvaða, hvaða. Gefa BR tvö til þrjú ár í viðbót. Hann á eftir að verða fyrir Liverpool eins og Ferguson var fyrir manure. Ungu drengirnir þurfa að þroskast aðeins undri hans stjórn, vitið til hann á eftir að landa titlum ef hann fær smá tíma í viðbót.

 10. Var á Anfield síðustu helgi að kveðja okkar mann, þar voru flestir sem ég talaði við á sama máli um Rodgers. Hann er engan veginn með þetta og virðist ekki ná til manna.

  Margir í stúkunni brostu og hlógu þegar Steven Gerrard sagði að liðið væri í góðum höndum hjá Rodgers.

  Því miður erum við komnir þangað eftir öll vonbrigði tímabilsins.

 11. Það er nú þannig.
  Er góð setning hjá Sigkarl.
  Það er bara krafa og sanngjörn að krefjast sigur í öllum leikjum en hvort það tekst er ekki alltaf sjálfssagt. Ef lið mitt leggur sig fram er maður sáttur, pressa-hlaupa-senda og mark=sáttur

 12. Það væri nú alveg ein strategía að spila Sterling eins og ekkert hefði í skorist; láta allt dramað sem vind um eyru þjóta. Hann getur jú alltaf sent inn beiðni um félagaskipti, með tilheyrandi fjárhagslegu tapi.

  Það er örugglega búið að ígrunda alla þessa vinkla í botn. Áhugavert að sjá hver lendingin verður.

  Annars er margt af þessu water under the bridge. Þetta er síðasti leikur Steven Gerrard fyrir Liverpool FC, það er langstærsta fréttin. Gleymum heldur ekki að þetta er einnig síðasti leikur Glen Johnson fyrir félagið! Báðir hafa verið dyggir þjónar félagsins í árafjöld, þótt einungis annar þeirra verði goðsögn. Báðir gáfu þeir okkar ástkæra félagi samt sín bestu ár, þótt þau hafi verið öllu færri – og léttvægari – hjá Johnson blessuðum.

  Ég treysti BR, FSG & co fullkomlega til að díla við Sterling – eins og þeir díluðu við Suárez.

  Ég mun a.m.k. ekki setjast á kop(pinn) fyrr en ég sé annað.

 13. Ég er bara ósammála mönnum um að það eigi að refsa Sterling fyrir það sem umboðsmaðurinn hans var að segja. Hins vegar átti að setja hann út úr liðinu eftir viðtalði á BBC sem hann fór í án leyfis LFC enn það er of seint núna. Þar tapaði BR respect leikmanna.

 14. Ef menn koma andlausir í þennan Stoke leik þá verða næstu vikur erfiðar fyrir BR. Það verða head 2 head talks við eigendur og hann þarf að loka með góðri frammistöðu.

  Ef BR verður treyst áfram (sem ég reyndar býst við) þá þurfa menn að ná bullseye í öllum kaupum í sumar og taka einhvern titil á næsta tímabili. Það er lykilatriði í því að klífa fjallið næstu árin.

  Ef BR verður rekinn þá verður þessi mikla pressa um titil einhvern vegin mildari, gefa nýjum manni sjéns og svoleiðis kjaftæði.

  Ég vil hafa BR áfram, ég vil að hann finni fyrir svo mikilli pressu að hann svíði í *gatið og ég vil að hann stígi gegnum þann vetur með titla.

  Þannig sé ég fyrir mér að stóra skrefið væri tekið inn í næstu fimm ár.

  En það þarf víst fleira … og nóg af peningum helst, því miður.

  Við náum flottum leik, lokum tímabilinu og kveðjum SG með góðum sigri og glæsilegri knattspyrnu. Ekki spurning.

  YNWA

 15. ég er ekki að óska þess en ef við töpum, tottenham geri jafntefli og southamton vinnur, lendum við í sjöunda sæti.

  ef það gerist verður BR að víkja, það væri stórkostlegt hneiksli að fara úr 2 í 7 sæti þrátt fyrir laikmannakaupin í sumar.

 16. Rewind ten years to 25th May 2005. The Atatürk Olympic Stadium, the Champions League final between Milan and Liverpool. Rafa Benítez and his men trudge off towards the dressing room at half-time trailing 3-0.
  The Reds boss is at a loose end. Should he speak? Keep quiet? The walk seems to take forever. Many of his players arrive before him. When he opens the door, he surveys the scene: almost everyone’s eyes are rooted to the floor. They are despondent.
  Amid the wreckage, Benítez summons the mother of all team talks: “We have nothing to lose. If we can relax, we can get a goal. And if we get the first goal, we can come back into the game. We have to fight. We owe something to the supporters. Don’t let your heads drop. We are Liverpool. You are playing for Liverpool. Don’t forget that. You have to hold your heads high for the supporters. You cannot call yourselves Liverpool players with your heads down. We have worked so hard to be here, beaten so many good teams. Fight for 45 minutes. If we score, we are in it. If you believe we can do it, we can do it. Give yourselves the chance to be heroes”.
  This rousing battle cry, and a couple of changes – the introduction of Didi Hamann, the move to three at the back, with Steven Gerrard eventually shifting to right wing-back, and Djimi Traoré being called back from the shower because Steve Finnan couldn’t continue – paved the way for one of the greatest comebacks in history.

 17. Væri alveg til í Milner og Dzeko frá City í staðinn fyrir Sterling

 18. #16, markatala okkar er betri en markatala Tottenham þannig að ef við töpum, Tottenham gerir jafntefli og Southampton vinnur þá verðum við nr. 6 og Southampton nr. 5

 19. Síðasti leikur Gerrard, og leikið verður í nýjum þriðja búningi. Það er ekkert annað spennandi við þennan leik.
  1-0 tap í hefðbundnu haus- og ráðaleysi.

 20. Klopp farinn úr 5/1 niður í 2/1 í veðbönkum sem næsti stjóri Liverpool. Verður spennandi næsta vika!

 21. Sælir félagar

  Rúnar Geir#22 súmmerar þetta vel upp í þremur setningum. Þar að auki kemur fram athygliverð staða á veðbankastöðu LFC/og Jurgen Klopp.

  Það er nú þannig.

  YNWA

Hver spilar hvar?

Liðið gegn Stoke