Hver spilar hvar?

Hryggsúlan í liði Liverpool er eitthvað sem ég kom inná í síðasta podcasti og í kjölfarið langar mig að skoða aðeins betur hvar hver og einn leikmaður Liverpool hefur verið að spila undir stjórn Rodgers. Fyrsta verk við að byggja upp gott lið er að kaupa inn leikmenn sem þú ætlar að byggja liðið þitt á, hryggsúluna í liðinu. Þetta finnst mér Rodgers alls ekki hafa tekist hjá Liverpool og er það eitt mesta áhyggjuefni mitt núna eftir þetta tímabil. Ég var með sömu áhyggjur á löngum köflum á síðasta tímabili líka, jafnvel þegar liðið var ósigrandi þó sú gagnrýni hafi auðvitað hljóðnað eftir því sem leið á tímabilið.

Bestu ár bæði Houllier og Benitez voru þegar þeir voru búnir að byggja upp þennan kjarna sem myndaði hryggsúluna í liðinu. Þessir leikmenn voru nánast alltaf í liðinu í stóru leikjunum og raunar flestum hinna líka. Það vantar eflaust menn inn í bæði lið en ca. svona voru þau á hátindi beggja.

Houllier (Class of 2001)

Westerveld

Babbel – Hyypia – Henchoz – Carragher

Murphy – Gerrard – Hamann – Berger

Heskey – Owen

Fyrsta verk Houllier var að skrúfa fyrir lekann í vörn Liverpool og það tókst á frábæran hátt. Varnarlínan var gríðarlega stöðug og lykilmenn sjaldan meiddir. Hyypia og Henchoz gátu lokað á allar sóknir. Hamann var með Gerrard sér við hlið aftarlega á miðjunni þar sem hann var meira í varnarhlutverki heldur en sóknar til að byrja með. Upp á topp voru svo Heskey og Owen. Westerveld og Heskey eru klárlega veikleikar í þessari hryggsúlu en heilt yfir er þetta mjög traust lína. Vandi Houllier var að hann náði aldrei að bæta þetta lið mikið frekar og var alltaf í vandræðum á vængjunum. Þeir sem ekki voru að spila af fullri getu þarna voru þeir leikmenn sem ekki voru að spila sína stöðu í hverri viku.

Gerrard var mjög góður en hrár ungur leikmaður sem gerði alveg sín mistök milli þess sem hann var frábær. Hann sprakk ekki út fyrr en hann fór að spila fremst á miðjunni. Á þessum tíma var hann að spila margar mismunandi stöður. Sama á við um Carragher sem fór í hægri bakvörðinn er Riise kom inn í liðið fyrir Babbel. Hann var umdeildur meðal stuðningsmanna nánast þar til hann fór loksins í miðvörðinn. Danny Murphy fékk síðan (skiljanlega) ekki marga leiki í sinni bestu stöðu á miðri miðjunni og spilaði úr stöðu mest allan Houllier tímann.

Heskey var síðan að mestu úr stöðu líka, þ.e.a.s ekki á tréverkinu.

Benitez (Class of 2009)

Reina

Arbeloa – Hyypia – Carragher – Riise

Alonso – Macherano

Kuyt – Gerrard – Riera

Torres

Rétt eins og hjá Houllier þá gerðist þetta ekkert á einni nóttu en Benitez var alltaf að reyna bæta liðið og var árið 2009 kominn með hryggsúlu sem stóðst hvaða liði sem er snúning og átti ágæta menn til vara lika.

Þarna voru allir að spila sína stöðu, vissu sitt hlutverk algjörlega og liðið var að spila mjög vel.

Kannski er fótboltinn búinn að breytast svona mikið á þessum áratug og þessi fræði um að góð hryggsúla sé nauðsyn er orðinn úrelt. Eins þá að það sé ekki lengur lykilatriði að leikmenn þekki sitt hlutverk upp á 10 heldur geti aðlagast 3-4 mismunandi leikstöðum í sama leiknum. Brendan Rodgers virðist a.m.k. ekki vera mjög umhugað um þetta hjá Liverpool og það sést mjög vel á spilamennsku liðsins. Vægt til orða mjög ósannfærandi.

Tökum aðeins saman hvern útileikmann fyrir sig.
Can: Ekta dæmi um það sem hér um ræðir. Hann er ekki lélegur miðvörður og gæti eflaust orðið frábær í þeirri stöðu en það er óskiljanlegt að hann hafi fengið svona lítið að spila á miðjunni í vetur enda liðið átt í vandræðum þar nánast allt tímabilið. Að spila honum sem hægri bakverði er síðan fáránlegt og kemur niður á bæði honum og spilamennsku liðsins. Hann er þó alltaf í liðinu sem er jákvætt en annað svona tímabil þar sem hann fær ekki að spila sína stöðu og hann fer pottþétt að hugsa sér til hreyfings.

Skrtel: Einn af fáum sem flakkar ekki milli staða og er (ótrúlega óvænt) jafnan einn af okkar betri leikmönnum. Spilaði mjög illa í byjun tímabilsins en Rodgers verður að taka á sig meirihlutan af þeirri sök fyrir þá hjálp sem miðverðirnir fengu frá samherjum sínum. Þetta var jafnvel ennþá verra á síðasta tímabili þegar Liverpool var að spila miðvörðunum og markmanni sem einu varnarsinnuðu leikmönnum liðsins. Varnartengiliður og bakverðir voru allir mjög sóknarsinnaðir. Þetta sást líka á varnarleik liðsins sem var hlæilegur.

Lovren: Persónulega hef ég töluverða samúð með Lovren eftir þetta tímabil því hann hefur ennþá verr orðið fyrir barðinu á átakanlega lélegri varnaruppsetningu Rodgers. Hann rétt eins og Skrtel kemur illa út ef hraðir sóknarmenn fá að ráðast á hann óhindrað og þannig var þetta í nánast öllum leikjum fyrir áramót og aftur núna undir lok tímabilsins. Crystal Palace leikurinn besta dæmið. Lovren hefur í kjölfarið spilað hræðilega á köflum. Leikmaður sem var frábær í fyrra þegar hann hafði eitt ákveðið hlutverk, tvo góða varnartengiliði að verja vörnina og bakverði sem var uppálagt að sækja bara annar í einu. M.ö.o hann var miklu betri í liði með betri holningu en Liverpool hefur boðið honum uppá.

Sakho: Hans meiðsli eru gríðarleg blóðtaka fyrir Liverpool hvort sem leggja á upp með 3-4-2-1 eða 4-2-3-1 kerfið. Okkar besti varnarmaður þegar hann er heill.

Moreno: Hann var líka að gera sín mistök varnarlega á Spáni eins og eðlilegt er fyrir 20 ára varnarmann. En að ætla honum að spila bakvörð og kant án þess að hafa almennilegt cover fyrir aftan sig finnst mér ekki raunhæft og því hægt að hafa skilning á mörgum frammistöðum hans varnarlega í vetur. Það sem lið Houllier eða Benitez hefðu mátt hafa svona tegund af bakverði á sínum tíma.

Manquillo: Fyrir það fyrsta veit ég ekki afhverju Liverpool er að ala upp leikmenn fyrir A. Madríd en það má segja svipaða sögu um hann og Moreno. Báðir held ég að batni til muna í liði með nothæfa hryggsúlu.

Johnson: Löngu búinn á því og allt of oft meiddur. Hann er okkar besti bakvörður sóknarlega þó það sé ekki mikið hrós en varnarlega er hann oft eins og vængjahurð og má enganvegin við því að hafa lítið cover.

Gerrard: Hann var líka að gera mistök varnarlega þegar hann var 23-24 ára undir stjórn Houllier. Þar hafði hann samt Hamann jafnan fyrir aftan sig og mjög varnarsinnaða vörn ef svo má segja. Gerrard er besti alhliða leikmaður sem ég hef séð hjá Liverpool en á miðjunni hefur hann alltaf verið sístur sem varnartengiliður. Hann var ekki að spila vel varnarlega þegar Liverpool skoraði bara meira en andstæðingurinn í fyrra og hefur verið afleitur í vetur. Fyrir mér er hann úr stöðu aftast á miðjunni og það eitrar fyrir öllum leik liðsins. Vörnin fær ekki þá vernd sem varnartengiliður gefur, svæðin sem bakverðirnir skilja eftir sig verða bara áfram auð og öll hloning á liðinu fer fyrir vikið úr jafnvægi. Það hjálpar svo 35 ára leikmanni sem spilaði á HM í sumar alls ekki að spila 2-3 leiki á viku mest allt tímabilið.

Að vera með eins sóknarsinnaðan mann og Gerrard í þessari stöðu getur gefið af sér mun skemmtilegri fótbolta eins og við sáum í fyrra en það er að ég held mun oftar sem eitthvað nær Mourinho leikstílnum nær árangri. Hjá honum rétt eins og Benitez er alltaf a.m.k. ein ryksuga sem gefur öðrum leikmönnum aukið frelsi.

Lucas: Hann var að spila fyrir framan Gerrard í byrjun tímabilsins eða við hlið hans og saman voru þeir ömurlegir. Alltaf skárra þegar bara annar þeirra byrjaði inná. Liverpool tók gott run núna eftir áramót og var Lucas lengst af partur af því. Hann hefur núna verið svipað mikið meiddur og Sturridge og Sakho og spilar rétt eins og þeir of mikilvægt hlutverk til að hægt sé að treysta honum. Vill halda honum í sumar en fá inn mann eins og Kondogbia eða álíka ferskan leikmann.

Lucas á sína bestu leiki þegar hann spilar sína stöðu. Það eru reyndar einu góðu leikirnir hans.

Allen: Fyrir mér er hann bara ekki nógu góður en fyrir utan fyrstu mánuðina hjá Liverpool hefur hann að ég held aldrei spilað það hlutverk sem fékk Liverpool til að borga 15m fyrir hann. Hjá Swansea var hann stjórnandinn á miðjunni og hafði ryksugu fyrir aftan sig og lét spilið tikka hratt og gerði það vel.

Hans bestu mánuðir hjá Liverpool voru líklega þessir fyrstu tveir enda að spila sína stöðu og það hlutverk sem hann þekkti best.

Henderson: Hans fyrsta tímabil var hann mikið notaður hægramegin á miðjunni og spilaði svo illa að mati Rodgers að hann var rétt búinn að gefa hann til Fulham. Viti menn hann hefur sprungið út eftir að hann fór að spila á miðjunni og strögglar um leið og hann er settur í hægri væng-bakvörð eða álíka Rodgers vitleysu. Henderson er einn af þeim leikmönnum Liverpool sem fær að spila sína stöðu og er jafnframt (mjög óvænt) einn af okkar bestu leikmönnum.

Coutinho: Leikmaður tímabilsins hjá L2iverpool og hefur klárlega tekið stórt stökk fram á við í vetur. Hann var í upphafi tímabils mikið á vinstri vængnum og hefur verið þar svolítið aftur núna undir lokin. Áberandi munur á honum þar eða fremst á miðjunni þar sem hann er í boltanum og stjórnar aðgerðum.

Coutinho á að vera partur af hryggsúlunni og líklega sá leikmaður sem byggja á í kringum til framtíðar. Ekki á kantinum þar sem auðvelt er að útiloka hann frá heilu leikjunum. Efni í frábæran leikmann en þarf miklu betri samherja með sér og lið með mun betri holningu.

Sterling: Eitt mesta efni í heiminum, valinn það eftir síðasta tímabil og hann hefur ekki hugmynd um það hver hans staða er í liðinu. Það er eðlilegt að ungir leikmenn spili margar stöður og þeir eiga satt að segja að vera fegnir að fá að spila.

Sterling hefur undanfarið verið að spila 2-3 stöður í sama helvítis leiknum og hefur á þessu tímabili spilað sem hægri væng-bakvörður, kantmaður á báðum köntum, holunni og sem eini sóknarmaðurinn. Er þetta bara í alvörunni besta nýtingin á þessum leikmanni?

Markovic: Jesús minn! Hann er eitt mesta efni álfunnar þó hann komi augljóslega ekki fullskapaður í EPL. En að spila honum bara aldrei í sinni stöðu getur ekki hjálpað honum. Þetta er leikmaður sem var lykilmaður hjá Benfica og hræddi líftóruna úr varnarmönnum með hraða. Ef hann fær séns þá er það sem hægri eða vinstri bakvörður sem er um leið einnig kantmaður.

Hann hefur satt að segja staðið sig ágætlega en í guðana bænum sjáum hvað hann virkilega getur í sinni stöðu.

Lallana: Ef ég skil þetta rétt er hans besta staða í holunni en hann getur leyst báða kanta líka. Hann þarf að vera heill meira en fimm leiki í röð til að hægt sem að meta hann eitthvað.

Ibe: Maður óttast að hans bíði sama hringlið og hefur verið í vetur á Sterling, Markovic, Coutinho (og Ibe).

Balotelli: Ótrúlega vitlaus kaup því fyrir utan karakterinn átti að breyta hans leikstíl í 3-4 leikjum og þegar það tókst ekki var hann settur í frysti. Rodgers virðist hafa haldið að hann gæti látið hann berjast fyrir liðið í 90.mínútur eins og Suarez var að gera. Ef þið flettið upp panic buy í orðabók kemur upp mynd af Balotelli.

Satt að segja hef ég aldrei keypt það að Balotelli séu Rodgers kaup, hann getur ekki hafa komist á topp 10 á óskalista Rodgers.

Balotelli er að mínu mati gríðarlega ofmetinn leikmaður en ég efa ekki að hægt sé að nýta hans hæfileika mun betur, bara ekki í liði með sama leikstíl og áherslur og Liverpool. Ótrúlega fínn leikmaður í æfingaleiki og svona góðgerðarleiki þar sem ekki þarf að leggja sig eins mikið fram.

Lambert: Hægasti leikmaður sem ég hef séð hjá Liverpool á eftir Pellegrini. Miklu miklu verri leikmaður en ég bjóst við og með ólíkindum hvað hann passar illa inn í leikstíl Liverpool. Fyrir mér voru þetta verri kaup heldur en Balotelli enda þurfti að nota þennan þriðja kost mjög mikið.

Hann eins og Balotelli getur vel náð sér aftur á strik í liði sem hentar honum betur en ég þoli ekki að hafa svona auglýsingaskilti fyrir meðalmennsku í svona stóru hlutverki hjá Liverpool.

Borini: Gef klúbbnum séns með hann enda reynt að selja hann. Fannst hann samt aldrei fá traust í vetur til að sanna sig. Hann hafði þó vilja og vinnusemi framyfir Balotelli og a.m.k. hraða og hreyfanleika framyfir Lambert.

Sturridge: Einn af fáum leikmönnum Liverpool sem spilar ekki úr stöðu. Það er þó ekkert hægt að dæma út frá þessu ömurlega tímabili.

Þetta eru þeir sem helst hafa verið að spila á þessu tímabili og ef við stillum þessu upp til að lýsa tímabilinu hjá Rodgers þá væri liðið ca. svona.

Mignolet

Can – Skrtel – Lovren
Markovic – Gerrard – Henderson – Moreno
Lallana – Coutinho
Sterling

Can er úr stöðu og Lovren í hlutverki sem hann hefur ekki spilað áður og hentar honum afar illa. Hann er að fá kantmenn ítrekað á sig og er eins og Can sigtaður út sem veikleiki.
Gerrard er aftastur á miðjunni og veitir ekki nálægt sama cover og varnartengiliðir gera sem hafa það aðalmarkmið að verjast.
Moreno og Markovic eru úr stöðu en koma frá sitthvorum endanum.
Lallana og Coutinho ættu að vera í hlutverkum sem hentar þeim en Sterling hefur aldrei spilað þetta hlutverk áður.
Hryggsúlan í þessu liði er í ruglinu.

Gefum okkur að allir verði heilir á næsta tímabili, án þeirra sem verða keyptir.

Mignolet

Wisdom – Skrtel – Sakho – Moreno

Henderson – Can

Markovic – Coutinho – Sterling

Sturridge

Á pappír er þetta hryggsúla sem lítur ekki svo illa út og fyrir utan eru t.d. Lovren, Lucas, Lallana og Ibe.

Henderson er leikmaður sem ég sé sem framtíðarmann í hryggsúlu Liverpool. Coutinho er það klárlega líka. Mignolet hefur ekki sannfært mig en þó unnið sér inn a.m.k. annað tímabil. Skrtel/Lovren og Sako ætti að vera mjög traust miðvarðapar. Can held ég að verði lykilmaður í liði Liverpool sem annað hvort vex með honum eða hann fer til eins af stóru liðunum. Sturridge heill væri svo alltaf í liðinu.

Þarna er augljóst sár í hægri bakverði og eins þarf alvöru varnartengilið. Þar fyrir utan eru það Sturridge og Sakho sem erfitt er að treysta á sem bestu menn. Nenni ekki Sirkús Raheem Sterling í þessum vangaveltum.

Aðalatriði er þó að Rodgers fari að ákveða kerfi og hryggsúlu. Hann getur ekki endalaust haft 2-3 leikmenn í hryggsúlu liðsins sem eru meiddir 2/3 af tímabilinu. Ekkert lið gæti ráðið við það án þess að það hefði áhrif til lengri tíma.

Það að hringla endalaust með liðið milli leikja og á meðan leik stendur er afar ósannfærandi eins og sést best á leik liðsins. Fyrir þetta tímabil var kepyt inn marga leikmenn til að styrkja liðið og fæstir þeirra spiluðu sína bestu stöðu í vetur. Nánast allir þessara leikmanna floppuðu.

Kannski er það ekki svo óvænt?

63 Comments

 1. 5-stjörnu pistill.

  DC staðan er mönnuð. Kannski hægt að nappa ungum leikmanni eins og Garbutt (Everton) inn sem cover.

  Það sem okkur vantar klárlega er bit í þetta lið. Eina bitið kemur frá DC parinu okkar en fyrir framan þá er enginn nagli. Okkur vantar DMC nagla sem bakkar upp vörnina og gefur sóknarþenkjandi leikmönnum okkar áhyggjulausari hlaup framávið. Can er ekki þessi nagli. Lucas og Allen ekki heldur.

  Okkur vantar akkúrat þetta:

  1x DMC – Alex Song? Carvalho?
  2x sóknarmann – skipta út öllum nema Störra
  1x hægri – Þá höfum við EINN!
  1x vinstri bakverðir – samkeppni!
  1x GK – samkeppni!

  Ef við fengjum £30-35m + Jovetic fyrir Sterling. Peningur (plús viðbót) notaður til að kaupa Benteke og Song eða Carvalho og þá erum við komin með strax sterka súlu af leikmönnum sem allir hoppa í liðið.

  Svo má finna auka soknarmann(Ings) og Gk ásamt bakvörðum til að fylla upp í holur. Það verður að klára aðal vandamálið strax en ekki bíða með það þar til að við endum á öðrum Balotelli.

  Eg geri ráð fyrir að eigendur, sem og þessi nefnd sem sér um kaup/sölur, hafi smá upp í hausnum til að geta sett saman hóp af leikmönnum á fjárhagslega ásættanlegan hátt. Hingað til hafa þeir ekki unnið sína vinnu sem er akkúrat afhverju við ströggluðum þetta árið.

  Let’s go to work!

 2. Mjög góð grein held að það að Steven Gerrard sé að fara geti hjálpað mikið með þetta vandamál. Sem dæmi hafa Henderson og Coutinho oft þurft að færa sig út á kant til að koma Gerrard inn í liðið. Það gerir það að verkum að þessir lykilmenn komast ekkert inn í spilið. Sömuleiðis held ég að það spila Emre Can i bakvörð sé neyðarúrræði ekki framtíðarlausn

 3. Mikið hvað liðið breytist mikið að setja það í 4231, lúkkar miklu hættulegra og betra! Allir að spila sínar bestu stöður. Svo að við snúum okkur að Sterling, ef við fáum 40 mill fyrir hann vill ég að Lpool setji það allt í einn 40 mill punda mann! Svo má selja alla hina og nota það í önnur kaup plús það sem við fáum frá stjórnini til að kaupa.

 4. ekki gleyma að origi er að koma líka og hann gæti nú alveg notið sín með þjónustu frá coutinho og ibe… allavega þá er hann klárlega hugsaður sem byrjunarliðsmaður og hann getur ekki verið verri kostur en bullotelli og ríkharður lamb

 5. Liðið í síðasta leik

  Lallana – Coutinho – Markovic
  Moreno – E.Can – S.Gerrard – Henderson
  Lovren – Skrtel – Johnson
  Mignolet

 6. Ég vil sjá þetta svona

  S.Gerrard
  Lallana – Coutinho – Markovic
  E.Can – Henderson
  Moreno –Lovren – Skrtel – Johnson
  Mignolet

 7. Fyrir mér er þetta langstærsta vandamálið við Rodgers og Liverpool í dag. Leikmenn virðast ekki þekkja sitt hlutverk nægilega vel og það virðist vera svo að Rodgers hafi ekki hugmynd um hvaða kerfi hann vill leggja upp með.
  Maður hefði haldið að seinasta sumar hefði átt að fara í að kaupa leikmenn sem henta í kerfið hans en í staðinn er Rodgers að reyna að breyta kerfinu til að ná því mesta út úr leikmönnum. Þetta er eitthvað svo absúrd.
  Sama í fyrra, þó mjög vel hafi gengið og ekki hægt að gagnrýna það of mikið. Þá virtist það vera þannig að Rodgers væri að aðlaga kerfið að hópnum, þeas hann varð að koma ákveðnum mönnum í byrjunarliðið sama hvað.
  Ég er mest hræddur um að þetta verði raunin eftir sumarið líka. Hann á eftir að finna hvaða kerfi henti best að nýja hópnum í staðinn fyrir að kaupa í ákveðnar stöður.

  Maður sér þetta ekki hjá öðrum toppstjórum eins og t.d. Mourinho þó svo ég sé nú ekki mjög hrifinn af hans leikstíl.

 8. frá fotbolit.net
  Manchester City er að undirbúa 40 milljóna punda tilboð í Raheem Sterling en Liverpool ætlar að gera allt til að halda leikmanninum. (Daily Mirror)

  Manchester City ætlar að bjóða Sterling 200 þúsund pund í vikulaun en félagið þarf að fá fleiri enska leikmenn í hópinn til að uppfylla reglugerðir. (Daily Express)

  FC Bayern mun íhuga að krækja í Sterling ef hann fer frá Liverpool í sumar. (Bild)

  Chelsea er tilbúið að selja Juan Cuadrado og Oscar til að fá pening fyrir kaup á Sterling. (Daily Star)

  Serstaklega þetta neðsta, ég væri allavega til í Oskar + slatta fyrir drenginn, sem myndi síðan morkna niður þar.

 9. Tek undir með Eiríki #1, topp pistill.

  Það er vert í þessum samanburði að geta þess að í gegnum þennan 17 ára feril Steven Gerrard hafa aðeins örfáir heimsklassaleikmenn spilað við hliðina á honum. Ég vil nefna Hyypia, Hamann, Mascherano, Alonso, Torres og Suarez. Eflaust gleymi ég þó einhverjum en margir hafa þó verið í landsliðsklassa.

  Það er raunar gallinn á liðinu öll þessi ár og lykilástæðan fyrir því að ekki hefur gengið betur, of fáir og langt á milli þessara heimsklassaleikmanna.

  Í liðinu í dag eru það helst Coutinho og Can sem eru potential heimsklassaleikmenn. Þeim þarf að fjölga og þeir þurfa líka að vera lengur hjá liðinu en ekki fara um leið og þeir komast í heimsklassa. Sú er samt líklega raunin, Liverpool er annars klassa lið með Real, Barca, Bayern, Man U, Man C, Chelsea, PSG og jafnvel Juve fyrir ofan sig í fyrsta klassa.

  Ef við ræðum síðan um kjarnann í greininni, hryggjarsúluna í liðinu þá kemst Babu að hárréttri niðurstöðu. Í vetur virtist Rodgers vera að basla í leikkerfum og lausnirnar virtust flestar vera tímabundnar en ekki varalegar. Allt kom þetta til vegna þess að enginn almennilegur senter var í liðinu. Kaupin virkuðu ekki og hringlið náði ekki því besta fram hjá fjölmörgum leikmönnum. Þú nefnir Markovic, Ibe, Sterling og Lallana sem dæmi, ég tek vel undir það. Þetta eru allt leikmenn sem eru uppaldir í 4-2-3-1/4-3-3 (með einn djúpan) og kunna best við sig í stöðunum þremur undir öflugum striker. En þar sem við höfðum engan slíkan gátum við ekki spilað þetta leikkerfi með neinum árangri.

  Ef félaginu tekst að stoppa í stærstu götin eins og Babú segir þá getur næsta tímabil gengið vel. 2 stk. strikerar, miðjumaður og hægri bakk ætti að vera priority, byrja á strikerum sem passa inn í kerfið. Leikmenn sem eru kannski með svipaða eiginleika og Borini, nema bara miklu betri.

  Ég minni á að á öllum velgengnisárum Alex Ferguson var hann með fjóra klassa sentera á sínum snærum. Við þurfum allavega þrjá ef ekki fjóra, sem eru tilbúnir að berjast um 1-2 stöður.

 10. Bolasie, Vidal, Gylfi Sig. og einn góðan sóknarmann í viðbót og liðið er tilbúið. Bolasie betri en Benteke og meiri alhliða leikmaður.

 11. Sælir félagar

  Það er merkilegt eftir þessa yfirferð og reyndar í podcastinu líka að niðurstaðan skuli vera að gefa BR annað tímabil. Hann virðist ekki hafa hugmynd um hvað eða hvernig hann ætlar að gera hlutina, stilla liðinu upp, hvaða leikmenn í hvaða stöðu, hvaða leikaðferð o.s.frv. Það er því eina svar mitt við þessum pælingum: BR út og Rafa (eða einhvern alvöru mann) inn. Það er eina rétta svarið við þessum pælingum. En auðvitað er “hægara pælt en kýlt”.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 12. #12
  Svona er fótboltinn í dag, ef grasið er grænna hinumeginn (sem það virðist oft vera) þá vilja menn komast þangað. Að “geta ekki haldið leikmönnum” er ekki eingöngu bundið við Liverpool.
  Mun Man Utd geta haldið De Gea? Ekki vantar nú peningana þar, há laun í boði.
  Suarez hefði yfirgefið Arsenal, Chelsea eða Man City fyrir Barcelona, þú getur bókað það.

  Raheem Sterling hefur alltaf verið tæpur í kollinum, og ekki hjálpar þessi umboðsmaður honum nokkuð. Sterling hefur á listanum sínum “afrek” eins og að láta taka mynd af sér að reykja hasspípu í partýi og svo núna nýlega kengbeyglaður á hláturgasi.

  Það má vel vera að hann sé efnilegur en ef hann vill burt þá á bara að reyna að fá sem mest fyrir hann.

 13. Missum Coutinho í næsta glugga, Ibe í glugganum á eftir og koll af kolli. Leikmenn fara um leið og stóru liðin sýna þeim áhuga.

 14. Mér finnst bara svei mér þú full bjartsýnn hérna Babú minn.

  Í þessu 11 leikmanna byrjunarliði finnst mér enginn heimsklassaleikmaður. Hendo er klárlega í landsliðsklassa og Sakho ætti að vera þar líka en er jafnmikill, ef ekki meiri, meiðslapési en Sturridge og þeir eru í mínum huga báðir bónusleikmenn í hóp. Alls ekki hægt að reikna með þeim sem solid byrjunarliðsmönnum á neinum tíma, þetta eru engar tilviljanir og við verðum að horfast í augu við það finnst mér.

  Coutinho er vissulega mikið efni en mér fannst mjög óþægilegt að sjá hversu hressilega hann dalaði með leikmannahópnum í vor, hann var bara alveg jafn slakur og liðið í heild. Hann er vissulega mikið efni en hann er ekki orðinn stöðugur í leik sínum og alls ekki tímabært að leggja liðið á hans herðar heilt tímabil.

  Ekki ætla ég að gera lítið úr leikkerfum en mér finnast hæfileikar þó skipta miklu meira máli. Það er einfaldlega það sem liðinu vantar mest. Ef við skoðum liðið 2009 þá eru þar á ferð nokkrir leikmenn í heimsklassa og núna kveðjum við þann síðasta sem þar liggur í hópnum. Vissulega hjálpar það aldrei að stilla upp leikmönnum í leikstöðum sem þeir ekki þekkja og í kerfi sem þeir hafa ekki spilað.

  En lykilatriðið er að klúbburinn innihaldi heimsklassaleikmenn og geti haldið þeim. Í dag eru allir leikmenn Liverpool að því er virðist falir fyrir rétt verð og fullkomlega ómögulegt að stilla liði og klúbb þannig upp að menn hafi trú á verkefninu.

  Þar held ég að málið liggi, hvað sem allir segja gott um þjálfarann Rodgers þá lítur klúbburinn út sem áhugamannafélag á við risana sem hann vill vera að berjast við og þar hlýtur sök hans að vera einhver.

  If you aim for the moon you would at least reach the stars.

  Klúbburinn og Rodgers er heltekinn af einhverju “plani” sem segir mikið ofboðslega væri nú gaman að geta komist einhvern tímann á eina stjörnuna…og dólar bara í skýjahulunni.

  Varðandi það hvað SigKarl segir þá er það sennilega einhverri þreytu í podcastinu að kenna að ég var ekki afdráttarlausari varðandi Rodgers, sem og því að ég tel enn vera hægt að nýta styrkleika hans ef hann viðurkennir vanmátt sinn í leikmannakaupum og því að reka risaklúbb, þ.e. leikmenn í heimsklassa. Að fenginn verði inn DoF sem að tekur á sig nákvæmlega þessa hluti og gerir hann að aðalliðsþjálfara. Ég tel hann ekki ráða við það verkefni að ná í heimsklassaleikmenn og vera næsta haust með lið sem verður tilbúið að taka þátt í meistarabaráttu.

  Og ég treysti ALLS EKKI honum og þessari leikmannanefnd til að kaupa leikmenn. Menn kalla eftir því að “bresk mistök” megi ekki eiga sér stað og benda á Lambert, Lallana og Lovren.

  Eigum við ekki líka að horfa á Luis Alberto, Aspas, Tiago Ilori, Manquillo og Cissokho svo dæmi séu nefnd. Lallana er a.m.k. Messi í þessum hópi, ef ekki Suarez. Það er bara ekkert skárra það sem hefur verið sótt sunnan úr Evrópu…leikmenn B-klassaliða og ungir menn sem ekki hafa spilað leiki fyrir liðin sín stóru.

  Svo að ég treysti ekki því set-upi sem er nú á Anfield. Því þarf að breyta á dramatískan hátt og fá inn einstaklinga sem kunna að byggja upp gæðafótboltalið og líka þá sem ná að gera þann stórklúbb sem LFC á möguleika á að vera en er núna fyrst og fremst að ná árangri í auglýsingasamningum!

 15. Einmitt pælingar hjá Babu sem hafa verið að hrjá mig í vetur. Hvað er með þetta að spila mönnum alltaf út úr stöðu? Þarf að bjalla á stjórann og taka á eintal. Eða getur einhver sparkspekingurinn útskýrt í stuttu máli hvað er í gangi í kollinum á Rodgers?

  Pirrandi!

 16. Það sem maður les útúr þessu er Houllier og Rafa er að þeir létu leikmenn í sínu Liverpool liði spila í sínum réttu stöðum, annað en Brendan hringlar með sína leikmenn inn og útúr stöðum hægri vinstri og svo skilja menn ekkert af hverju leikmönnum gengur illa að aðlagast 🙁

  Fáum Þjálfara á Anfield með meiri reynslu Brendan er og var númeri of lítill í þetta verkefni því miður.

 17. Ekki samála 17.
  Houllier lét menn ekki alltaf spila í sínum bestu stöðum.
  Var besta staða Carragher vinstir bakvörður?
  Var besta staða Murphy hægri kanntur?
  Meiri segja Berger langaði mest að vera á miðjuni

  Ég er viss um aðdraumurinn hjá Rodgers hafði verið svona fyrir tímabilið.

  Mignolet

  Manquilo Skrtel Lovren Moreno

  Gerrard

  Sterling Henderson Coutinho

  Sturridge Balo

  Málið var að
  Sturridge var bara alltaf meiddur.
  Balo var ekki að ganga
  Manquilo var einfaldlega ekki nógu góður, Flanagan alltaf meiddur og Glen þurfti að spila.
  Liðið var ekki að ráða við þessi hápressu sína án Suarez og Sturridge , og kom þá í ljós aldur og fyrri störf Gerrards fyrir framan vörnina í ljós(var hægt að fela það aðeins á síðasta tímabili)
  Moreno var eins og jójó
  Lovren fór skelfilega af stað og viti menn Sakho meiðist líka.

  Svo að hann fór að fikta í liðinu og breytta um leikerfi. Allt í einu segjir hann fuck við bakverði og lætur Markovitch í H-wing back með fínum árangri til að byrja með. Hendir Can í þriggja manna miðvörð með Skrtel og Toure(síðar Sakho og svo Lovren).
  Prófar alla sem fremstan mann. Sturridge meiddur, Balo fékk tækifæri, Sterling fékk tækifæri, Lamberts og meiri segja Borini fékk einn leik. Það vantaði klárlega framherja uppá topp. Oftast lét hann Sterling fá það hlutverk þótt að hann vissi að hann er ekki góður slútari þá var bara fátt annað í stöðuni og gekk það samt ekki nógu vel.

  Ég er samála því að okkur vantar hryggsúla en hún er alls ekki svo slæm. Menn henda því fram að það vantar heimsklassa leikmenn í liverpool en ég skal segja ykkur það að ef heimsklassa þýðir top 10 -20 leikmenn í heimi þá er ég því samaála meiri hlutinn af þeim leikmönum eru í Barcelona, Rea, Bayern, Chelsea, Man City.
  En mér finnst Couthino vera að komast á frábært skrið, mér finnst Skrtel vera frábær miðvörður, mér finnst Sturridge þegar hann er heill stórhætulegur framherji sem varnamenn eru í vandræðum með og Henderson er frábær vinnuhestur á miðjuni(en öll lið þurfa svoleiðs leikmann). Mignolet átti frábæran síðarihluti og er þarna kominn ágætis kjarni sem ég held að við ætlum að halda áfram að bæta en frekar.

  Mér finnst staða framherja það sem skilur rosalega á milli okkar í dag og hinna liðana. Því að lið þarf að vinna sem einheild og ef við værum með markaskorara þá myndi það láta alla aðra í liðinu lýta miklu betur út en í staðin erum við eins og höfuðlaus snákur. Ég held að forgansverkefnið okkar í sumar verður að fá mann sem getur komið boltanum í netið. Þá fá leikmenn eins og Coutinho, Henderson, Sterling( ef hann fer ekki), Lallana, Ibe, Markovitch og Origi pláss til þess að gera eitthvað af viti.

 18. Sælir félagar hvernig er það með mingolet er hann búinn að vinna gullhanskann og já de gea er ofmetnasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar.

 19. Erfitt sumar framundan. Maður lætur sig dreyma um ýmsa leikmenn en það getur verið hægara sagt en gert að fá þá til okkar. Hef tekið niður óskalista sem er í raunhæfari kantinum, hverja við gætum fengið til okkar, vs kostnað , vs hvað við þurfum að styrkja:

  ALEXANDRE LACAZETTE 25m
  DANNY INGS 6.5m
  JAMES MILNER 0m
  (signing fee og laun borguð með sparnaði vegna launa Gerrard sem eru um 150 þ. á viku)
  GEOFFREY KONDOGBIA 25m
  ÁLVARO ARBELOA 0m
  (signing fee og laun borguð með sparnaði vegna launa G.Johnson sem eru um 90þ á viku)
  SHAY GIVEN 0m
  (signing fee og laun borguð með sparnaði vegna launa Brad Jones sem eru um 40 á viku)

  Alls yrði þetta um 56,5 m

  Aðrar sölur / launasparnaður myndu dekka þetta og gott betur

  JOSÉ ENRIQUE fer vonandi en hann er með 65þ á viku
  RAHEEM STERLING fer , bara spurning um hvað við fáum( 30-50m) 35 þ. á viku
  ASPAS fer, Sevilla er með option sem þeir ætla að nýta. er með 40 þ. á viku. fáum kannski 5m
  FABIO BORINI er með 60 þ. á viku og kannski fáum við um 6 m
  MARIO BALOTELLI 110 þ. á viku fáum vonandi 10m fyrir hann
  RICKIE LAMBERT 45 þ. á viku fer kannski á 2m

  kv

 20. Það sem John Barnes segir um Sterling málið er kannski lýsandi fyrir því hvernig komið er fyrir okkar ástsæla klúbbi:

  „Ég tel það væri rangt hjá honum [Sterling] því ég held hann sé ekki tilbúinn til að fara til Man City eða Real Madrid eða slíkan klúbb því að ég held hann muni ekki spila reglulega þar” (Fotbolti.net)

  Það einhver leikmaður sé ekki tilbúinn fyrir Man City og eigi því að vera áfram í Liverpool er náttúrulega ansi dapurt því auðvitað ætti þetta að vera öfugt, Man City og önnur lið að vera feeder klúbbar fyrir okkur en ekki öfugt. Því miður held ég að það sé þó nokkuð í að það verði og strúktúr breytingar (eða þjálfaraskipti) verða að eiga sér stað áður. Aukning tekna, bæði í gegnum samninga með stækkun Anfield, er að sjálfssögðu nauðsyn til að uppbygging geti haldið áfram.

  Það besta varðandi Sterling málið, þ.e. ef hann fer, væri að hann færi til Bayern og við fengum mann/menn í staðinn. Þeir eiga nokkra sem gætu nýst okkur.

  Auðvitað þarf svo að komast skipulag á þetta lið okkar og menn fái að spila sínar stöður og stoppa upp í þau göt sem stærst eru.

 21. Nr. 11 Sigkarl
  Ég vill sjá aftur hvað Rodgers gerir með góðum leikmönnum. Hann hafði þá í fyrra og skilaði næstum titlinum. Mikið af vandræðum nú er vegna vonlausrar framlínu og meiðsla/hnignunar lykilmanna. Eins hefur alltaf mátt gagnrýna stjórann á þess að maður vilji endilega reka hann og fara í gegnum allt sem því fylgir. Þetta er ekki alltaf bara svart eða hvítt.

  Nr. 15 Maggi
  Ég sagði að þessi hryggsúla virkar ágæt á pappír en geri mér alveg grein fyrir að ekki er hægt að treysta á Sakho og Sturridge, segi það í greininni. Henderson er klárlega framtíðarmaður í hryggsúlu Liverpool og ég myndi ætla að Coutinho og Can séu það líka.

  Kjarninn hjá Benitez væri allur flokkaður í landsliðsklassa skv. þinni greiningu þegar Benitez tók við. Mascherano var varamaður í West Ham, Alonso var óþekkt nafn utan Spánar, Gerrard var alls ekki búinn að springa út og Carragher ekki heldur. Torres var í besta falli flokkaður svipað og Coutinho er núna, mikið efni. Það voru helst Hyypia og Hamann sem voru búnir að sanna sig sem heimsklassa menn í sínum stöðum.

  Sama má segja um lið Houllier sem hafði ekki eins marga í heimsklassa. Hyypia var algjörlega óþekktur, Hamann var í Newcastle. Gerrard var 18 ára og Owen rétt nýbyrjaður líka. Westerveld, Henchoz og Heskey verða svo aldrei flokkaðir sem heimsklassa leikmenn.

  Stefna FSG er að gera leikmenn að heimsklassamönnum hjá Liverpool, ekki kaupa þá eftir að þeir komast í þann flokk. (Nema slíkur maður bjóðist).

  Varðandi innkaupin þá tók ég alveg fram þessa ódýru leikmenn sem komið hafa frá Evrópu, ég er að tala um að setja þessar Lallana, Carroll, Lovren (o.s.frv.) í leikmenn frá Evrópu og þá frekar frá ódýra menn úr EPL með. Kaupa alvöru nafn utan EPL á Benteke pening og þá kannski Ings með á 4m. Ekki kaupa Benteke á 30m og hafa kannski einn Aspas með.
  Mikhitaryan, Willian og Costa eru dæmi um klassa sem Liverpool þarf að fara landa, menn sem kosta svipað og þessar “sönnuðu” EPL hetjur sem við höfum verið að kaupa.

  Annars alveg sammála með að breyta þurfi innkaupastefnunni, sama hvernig það er útfært, núverandi kerfi er ekki að virka. Comolli var það næsta sem við höfum komist DoF sem nú er óskað eftir. Hann fékk enn á ný ekki tíma til að sjá árangur innkaupa sinna en skildi eftir sig Suarez og Henderson. Féll hinsvegar á Carroll og Downing. Hjá Tottenham skilaði hann t.a.m. Bale og Modric. Þetta virtist ekki taka eins endalaust langan tíma hjá Comolli og öll innkaup Liverpool gera núna, hann var líka að ná þeim leikmönnum sem reynt var að fá öfugt við það sem gerst hefur síðan hann var rekinn. Efast um að það sé tilviljun.

  Nr. 17 Keli

  Það sem maður les útúr þessu er Houllier og Rafa er að þeir létu leikmenn í sínu Liverpool liði spila í sínum réttu stöðum, annað en Brendan hringlar með sína leikmenn inn og útúr stöðum hægri vinstri og svo skilja menn ekkert af hverju leikmönnum gengur illa að aðlagast 🙁

  Þetta var alls ekki punkturinn hjá mér heldur að þegar þessir leikmenn fóru að spila sína eiginlegu stöðu gekk þeim betur og sköpuðu sér nafn í fótboltasögunni. Árangur liðsins batnaði líka. Báðir voru samt með fjölmarga leikmenn sem spiluðu ekki beint sína stöðu og einmitt liðu fyrir það. Danny Murphy er t.a.m. dæmi sem ég kom inná. Carragher var ekki miðvörður undir stjórn Houllier. Benitez var meira með menn í sínum bestu stöðum ef ég man rétt. Auðvitað er ekki alltaf hægt að spila öllum þar sem þeir vilja spila en það getur líka komið verulega niður á frammistöðu viðkomandi leikmanna.

  Benitez og Houllier voru þó með mun fastmótaðari hugmyndir varðandi leikkerfi en gleymum ekki að þeir voru gangrýndir svipað hressilega ef ekki meira fyrir það og Rodgers er núna fyrir að hringla með liðið.

 22. Er 100% sammála Magga hér # 15. Það sem ég vill bæta við er að ég held að BR geti því miður ekki náð í góða leikmenn og þess vegna færðu ekki að sjá það aftur Babu, þ.e.a.s. BR og klassa leikmenn í liðinu hans. Þessi leikmannanefnd og BR, gera mann alls ekki bjartsýnan á að sjá klassa leikmenn í liðinu næsta haust.

  Ég vill síðan annað hvort sjá BR fara eða þá einhvern “winner” aðstoðamann við hlið hans sem getur komið með þetta “winning mentality” í liðið, og einhvern sem kann að mótivera íþróttamenn. BR er með hvorugt !

 23. Sælir félagar

  Ég er þér sammála Babu að þetta er ekki bara svart/hvítt enda þegar maður fer úr hvítu yfir í svart, eða öfugt, þá fer maður í gegnum grátónaskalann eins og hann leggur sig. En í alvöru talað þá er það sem þið voruð að ræða í podkastinu með þeim hætti að þar hallaðist verulega á merinni. Sá halli var BR ekki í hag. Það sem þið tölduð upp og Einar og reyndar þið allir dróguð upp skýrum dráttum var fyrst og fremst gífurleg vanhæfni BR.

  Ég et líka sammála þér um að það er geysilegt rask, áhætta og mikið álag fyrir klúbbinn að skipta um stjóra. En fyrir mér er meiri áhætta í því fólgin að hafa áfram vanhæfan mann í stjórastöðunni. Ég er sammála öllum þeim vanköntum sem þið dróguð upp á manninn. Ég er líka sammála þeim kostum sem þið voruð að reyna að telja hann búin og ykkur gekk sýnu verr með. En það fyrrnefnda vóg einfaldlega svo miklu, miklu þyngra og því affarasælast fyrir klúbbinn að Brendan Rodgers víki.

  Það er samt svo að það er betra að hann sé áfram en að einhver taki við sem hefur ekkert í leikinn að gera. Það má ekki raka BR bara til að raka hann enda væri það ósvinna. En að því gefnu að það fáist maður af kaliberi Rafa Benitez, Jurgen Klopp o.s.frv. þá við ég skipta honum út.

  Á það má þó benda í þessu sambandi svo öllu sé til skila haldið að ég var einn af þeim sem var orðinn ákaflega þreyttur á Rafa á sínum tíma. En hitt veit ég líka að enginn veit hvaða árangri hann hefði náð ef eigendur klúbbsins á þeim tíma hefðu ekki verið þau erkifífl og skítseiði sem raun bar vitni um.

  Það er nú þannig YNWA

 24. Erfitt sumar framundan. Maður lætur sig dreyma um ýmsa leikmenn en það getur verið hægara sagt en gert að fá þá til okkar. Hef tekið niður óskalista sem er í raunhæfari kantinum, hverja við gætum fengið til okkar, vs kostnað , vs hvað við þurfum að styrkja:

  ALEXANDRE LACAZETTE 25m
  DANNY INGS 6.5m
  JAMES MILNER 0m
  (signing fee og laun borguð með sparnaði vegna launa Gerrard sem eru um 150 þ. á viku)
  GEOFFREY KONDOGBIA 25m
  ÁLVARO ARBELOA 0m
  (signing fee og laun borguð með sparnaði vegna launa G.Johnson sem eru um 90þ á viku)
  SHAY GIVEN 0m
  (signing fee og laun borguð með sparnaði vegna launa Brad Jones sem eru um 40 á viku)

  Alls yrði þetta um 56,5 m

  Aðrar sölur / launasparnaður myndu dekka þetta og gott betur

  JOSÉ ENRIQUE fer vonandi en hann er með 65þ á viku
  RAHEEM STERLING fer , bara spurning um hvað við fáum( 30-50m) 35 þ. á viku
  ASPAS fer, Sevilla er með option sem þeir ætla að nýta. er með 40 þ. á viku. fáum kannski 5m
  FABIO BORINI er með 60 þ. á viku og kannski fáum við um 6 m
  MARIO BALOTELLI 110 þ. á viku fáum vonandi 10m fyrir hann
  RICKIE LAMBERT 45 þ. á viku fer kannski á 2m

  kv

 25. Sælir. Flottur pistill en ég verð þó að koma Brendan til varnar því þótt hann hafi oft á tíðum verið að spila mönnum úr stöðu þá hefur það oft bætt leikmenn því leikskilningur hjá mönnum breytist við að spila stöðu sem menn eru ekki vanir. Sem dæmi má nefna að fljótlega eftir komu Brendans þá notaði hann Henderson í bakverði og ég vil meina að með því hafi hann aukið varnarskilning Hendersons. Sama kemur ábyggilega til með að gerast með þá leikmenn sem hafa fengið vængbakvarðarhlutverkin hjá liðinu í vetur , t.d. Markovic og Sterling. Svo þegar þessir leikmenn fá hlutverk framar á vellinum þá hugsa þeir líka um þá vinnu sem þarf að vinna til baka en ekki bara fram á við.
  Verður forvitnilegt að sjá hvað BR gerir með mann eins og Emre Can á næstu leiktíð. spurning hvort við eigum ekki þar risastórt og traust þýskt akkeri á miðjuna sem er kominn með góðan varnarskilning og skilning á því sem ber að hugsa um sem hafsent. Ég er þeirrar skoðunar að eftir einhvern tíma eigum við eftir að hugsa um tímabilið 2014-15 sem tímabilið þar sem leikmenn framtíðarinnar voru mótaðir.

 26. LFC er orðinn minnsti stóri klúbburinn í dag. Samt sjá kanarnir hversu stór klúbburinn er þar sem við erum enn í topp 10 (ef mig misminnir ekki) i fotboltaheiminum hvað fjármálahliðina varðar. Það þarf bara að fara að sýna skynsemi í leikmanna/þjálfaramálunum.

  Mín þolinmæði er lítil gagnvart BR enda hjálpar hann ekki í viðtölum og öðru slíku þar sem hann hljómar eins og besti þjálfari í heimi. Maður væntir varla minna frá manni sem er með stærðarinnar sjálfsmynd heima hjá sér sem segir margt.

  Ég mun bíða og sjá hvernig liðið verður orðið í ágúst áður en ég fer að grenja. Þessa stundina finnst mer eins og að BR geti keypt réttu leikmennina en náð að eyðileggja allt með vankunnáttu á taktík. Sjáum til.

 27. Þó að menn tali um Dof þá er það alls enginn töfralausn þegar Commoli var í þeirri stöðu gerðum við líka mörg léleg kaup má þar nefna Carrol, Downing , Adam, Enrique og fleiri. Sama saga er hjá city sem eru með hann Begiristain í þeirri stöðu og hafa gert fjölmörg léleg kaup á síðustu árum. Jú vissulega má benda á mörg kaup Commoli hjá liverpool og áður Tottenham hafa sannað sig eftir að hann fór en hver segir að það geti ekki líka gerst með kaupin hjá liverpool seinasta sumar. Menn eru kannski neikvæðir út í gluggan síðast sumar nuna en það gæti vel verið að eftir nokkur ár lýti menn til baka nokkuð jákvætt á þennan sumarglugga.

 28. Er ekki tímabært að henda upp Ward – Carra þræði og poppa?

  Þetta verður eitthvað skrautlegt.

  YNWA

 29. Eitthvað segir mér að Sterling sé búinn að spila sinn síðasta leik fyrir Liverpool.

 30. Flottur pistill og afar áhugaverð lesning Babu.

  Ég hef eiginlega ekki hugmynd hvert er sterkasta byrjunarlið lfc og versta er að mér sýnist BR ekki vita það heldur né hvaða leikstíl hann spilar. Gott dæmi um það er þegar þú spilar þrjú mismunandi leikkerfi á móti Aston villa, villa er einfaldlega ekki það tæknilega gott lið að þú eigir að þurfa að vera að margbreyta þínum leikstíl og satt best að segja eru ekki mörg lið sem geta svissað auðveldlega um leíkstíl í miðjum leik, hvað þá oftar en einu sinni.

  Við sjáum vissulega á því hvaða mönnum BR spilar ítrekað hann telur vera hryggjarsúluna (sktel, can, gerrard, henderson, sterling, sakho, , coutinho, sturridge). Versta er að hann ætti að vera að hreyfa aðra leikmenn til þess að láta þá mæta afgangi en ekki hringla öllu liðinu fram og til baka. Mér finnst það svo stórkostlega blóðugt þegar sterling er kominn í vængbakvörð og can í bakvörð og verst af öllu eiginlega þegar henderson fer í vængbakvörð. BR til varnar þá er hann ferlega óheppinn með hvað margir af þessum mönnum eru með ítrekuð meiðsli.

  Ég held jafnframt líka að notkun á Gerrard hafi að vissu leiti valdið alveg svakalegu hringli í allri uppstillingu og jafnframt fannst mér það afar veikt hjá BR að hafa ekki gripið sterkar í taumana í vetur og valið betur tækifæri og tilefni þar sem SG var spilað….hann einfaldlega að mínu mati var ekki tilbúinn í þá ákvörðun enda tók SG þá ákvörðun af honum að lokum.

  Ég er líka sammála magga að það eru ekki beint neinir heimsklassamenn í þessari hryggsúlu þó vissulega geti þeir orðið betri þ.e. nokkrir þeirra og því töluvert potential í þessum hópi.

  Að lokum tek ég undir með Babu og óska eftir því að BR fari að hætta þessu mikla hringli með stöður manna og reyni að halda sig við leikkerfi þar sem hans bestu og mikilvægustu menn fái að spila sínar aðalstöður og lögð verði áhersla á að styrkja þær stöður sem eru veikar. Við sjáum nánast ekkert af bestu liðum í EPL vera að breyta mikið sinni uppstillingu eftir því hvaða liði þau mæta. Þau einfaldlega fókusera á sína styrkleika.

  YNWA
  al

 31. Ekki vert að henda upp þræði strax.

  En ég fullyrði það að nú kemur í ljós hvað í okkar stjórnendur er spunnið, eigendur sem framkvæmdastjóra. Ef að Raheem Sterling verður í leikmannahópnum á sunnudag vill ég að BR og þjálfarateymið víki í hálfleik.

  Svona hegðun hefði ALDREI verið liðin hjá stjórum með bein í nefi. Rodgers hefur hlíft Raheem og spilað honum þrátt fyrir að geta lítið sem ekkert og í óþökk okkar margra. Það ef að hann fær mínútu á sunnudag fyndist mér einfaldlega koma fullkomlega í ljós að “player power” hjá félaginu er kominn langt yfir nokkur mörk.

 32. http://www.bbc.com/sport/0/football/32826926

  Hér er komin næsti aðstoðarþjálfari hjá LIVERPOOL. Fáum hann tilbaka, ekki til meiri áskorun fyrir hann í boltanum í dag. Rífa upp Liverpool FC. Hann veit hvernig á að gera þetta.

  Náum í PAKO ! !

  Varðandi Sterling, þá er ég ánægður með að Liverpool hafi frestað fundi með honum sem átti að vera á morgun. Látum hann bara vera eitt tímabil áfram hjá okkur á 35 k á viku og spila með varaliðinu. Þessi hálviti sem er umboðsmaður hann hefur aðeins tognað á heila og er að taka á Liverpool FC. Ég vona að yfirmenn hjá klúbbnum láti hann vita hver ræður hérna. Sterling er með samning til 2017.

 33. 100% sammála Maggi. Sterling er orðið rotið epli, skemmir bara út frá sér. Frysta hann í eitt tímabil, starting NOW ! !

 34. Höddi B Nú veit ég ekkert um ísraelskan fótbolta. Ef hann er flinkur stjóri, hvað er hann að gera í Ísrael?

  Og sammála þér og Magga með Sterling. Frysta hann og í varaliðið. Kominn tími til að ala þennan dreng upp!

 35. Hljómar eins og Sterling verði eini viðskiptavinur Ward. Knattspyrnufélög eiga taka sig saman og neita gera viðskipti við svona kúreka.

 36. Sterling er kominn i sama flokk og Owen ad minu mati. Thvilikur skitakarakter!

 37. Hversu bættari erum við halda Sterling.
  Það er enginn tilgangur að frysta Sterling í heilt tímabil þetta yrði bara endalaus farsi og rugl í kringum hann.

  Bara selja Sterling og hætta þessu rugli enda hefur hann engann áhuga á að spila fyrir okkur, taka peninginn og versla leikmann í staða hans því okkur mun alltaf muna um peninginn sem fæst fyrir hann heldur enn að frysta hann og fá engann pening fyrir hann á meðan.

  Því fyrr því betra áður er enn leikmannglugginn fer á fullt.

  Common ppl let’s move on.

 38. Sé ekki tilgang í að frysta hann hjà Liverpool í eitt ár og selja svo, selja hann frekar á hámarksupphæð í sumar til City og láta þá um að frysta hann.

 39. Nr.42

  Hann er pottþétt falur fyrir hámarksupphæð þó félagið geti auðvitað ekki gefið slíka yfirlýsingu út. Þetta er póker og FSG er með öll bestu spilin á hendi.

  Efa að United vilji greiða háa upphæð fyrir hann enda nýbúnir að kaupa mann í sömu stöðu og eiga fínan lager fyrir en þeir ásamt Arsenal eiga ekki að koma til greina að mínu mati. EF City og Chelsea vilja henda morðfjár í hann er það annað mál held ég.

  Liverpool á ekkert að gefa leikmanni og svona umboðsmanni neinn afslátt út af því þeir láta eins og fávitar til að komast frá félaginu (og undan undirrituðum samningi). Þannig á þetta ekki að virka.

 40. Spurning hvaða möguleikar eru uppi á borðinu fyrir Sterling. Hann er búinn að spila rassinn úr buxunum með umboðsmanni sem veit ekkert í sinn haus. Ekki bætir úr misjöfn frammistaða á tímabilinu.

 41. Varðandi Sterling fíaskóið, þá eru City líklegastir allra til að yfirborga fyrir efnilega, enska leikmenn. Bæði þurfa þeir að ráðast í töluverða endurnýjun á liðinu og svo heimamannakvótarnir.

  Félagið hefur annars hreint ekki svo slæm spil á hendi. Það er a.m.k. engin ástæða til að selja hann á neins konar undirverði. Það væri nær að John W. Henry myndi hlaða í annað tíst á borð við “What do you think they’re smoking over there at Emirates?”. Get jafnvel séð fundinn með Sterling og umbanum (þegar til kemur) þannig fyrir mér að þeirra bíði Henry með stóran vindil og tilbúinn með nokkrar vel valdar línur.

  En ef hann verður seldur í sumar, sem virðist æ líklegra, verður það fyrir dálaglega upphæð. Það er ég viss um.

 42. Varðandi liðuppstillingu og hvaða stöðu hver á að spilla þá vill ég benda á þegar Rodgers fór i þessa 3-4-2-1 leikkerfið um miðjan desember var útaf því að við vorum spilla illa og leikur okkar var hugmyndasnauður og framherjarnir geltir. Þetta nýja leikkerfi skilaði árangri enn samt eru enn byrjunar erfiðleikar á þessu kerfi. Ég er samt hrifinn af þessari þriggja manna vörn og vill halda henni áfram. Vörninn er betri með þessa þriggja manna vörn og Rodgers þarf bara fínpússa miðjuspillið og sóknarleikinn með því kaupa leikmenn i ákveðnar stöður t.d.sóknarmann sem skorar mörk.

 43. #38, Haukur, við getum líka spurt. Fyrst BR var hjá swansea, af hverju er hann þá “svona góður” ? Svo kemur Monk og er að skila Swansea besta tímabili hjá liðinu hingað til í EPL.

  Ég er þá að hugsa um Pako sem aðstoðarmann hjá BR. Liverpool þekkir hann, og hann þekkir klúbbinn.

 44. Erum við áskrifendur af stanslausum sirkus? Hvað er málið? Það er aldrei lognmolla yfir þessu félagi.

 45. Varðandi Sterling, þá er það eina í stöðunni hjá Liverpool að slíta viðræðunum. Sterling getur þá sætt sig við stöðuna eins og hún er og klárað samninginn eða lagt inn beiðni um sölu. Þá missir hann allar bónusa og aukagreiðslur, en hann er hvort sem er ekki í þessu peninganna vegna, að eigin sögn.

 46. Nr. 45

  Sterling er því miður nú þegar búinn að skemma það tíst fyrir Henry, það fór ekkert á milli mála hvað hann væri að reykja um daginn.

 47. Maður er búinn að melta þetta aðeins með Sterling og umbann og ætla ekki að kenna Sterling um stöðuna sem félagið og hann er kominn í. Svona sirkus gæti svo auðveldlega rústað ferlinum hjá ungum leikmanni eins og honum en vona samt ekki, hans vegna.

  Þegar reiðin út í umbann er farinn að sjatna aðeins hjá mér hef ég eiginlega mestu áhyggjurnar af því hvað við fáum í staðinn. Félagið og Brendan hafa ekki beint verið að hausta inn af síðustu 200 miljónunum í pundum talið, ekki eins og búast mætti við. Sannarlega áhyggjuefni fyrir mína parta hvert við hendum peningnum ef við seljum Sterling…eða þegar við seljum hann.

 48. Babu mig langar að segja þér soldið 😉 Hugarfar og sjálfstraust eru lykilatriði í fótbolta. Menn sem hafa trú á sér og sínu liði og vita hvert þeir stefna.
  Það er alveg dagljóst að stjóri sem gefur útileik i meisto á móti RM ( vitum allir að hann stillti upp liði til að tapa og hvíla menn ) hefur ekki traust á sínu liði og getuna til að mótivera menn. Það var líka bara yfirlýsing um að í dag sé LFC bara meðalklúbbur sem eigi ekki einu sinni séns á Bernabeu. Er alveg viss um að Rafa hefði aldrei gert slíkt, enda rúllaði hann Madrid upp á Bernabeu fyrir ekki svo löngu.
  Það sást líka bersýnilega á Wembley að Brendan var ekki að ná að hvetja liðið í þann leik.
  Ég get ómögulega skilið af hverju mönnum langar að sjá Brendan eitt tímabil enn og þá á einhvern ótrúlegan hátt með “betri leikmannahóp” Og allt tal um að hann hafi næstum landað tittlinum í fyrra og eigi því skilið að fá annað tímabil er bara bull. Það var suarez og hans óbilandi trú, vinnusemi og sigurvilji sem dreif okkar áfram í fyrra. Ekki Brendan, frekar að hann hafi valdið því að við unnum ekki dolluna, eins og hann setti upp leikinn á móti Chelsea, þar sem jafntefli hefði verið nóg. Staðreyndin er sú að Brendan er miðlungsmaður, með miðlungshugarfar og bara hálfan pung, eins og sést á því hvernig hann hefur höndlað Sterling vitleysuna.
  Svo má nú líka bara benda á það að Swansea hefur bara ekkert vegnað verr eftir að Brendan yfirgaf þá fyrir liverpool, þrátt fyrir að vera alltaf að selja marga af sínum betri mönnum. Ég hefði þessvegna meiri trú á að Gary Monk núverandi stjóri Swansea gæti gert betur fyrir okkur en Brendan.
  Annars þá vill ég helst fá Klopp.

 49. Mikið rosalega gleðst ég yfir því að Ibe skrifaði undir til fimm ára í dag 🙂

  Hef verið mikið spenntari fyrir honum en Raheem $terling í vetur.
  Svo skrifaði líka Flanagan undir, nú er bara að vona að strák greyið nái að tjasla sér vel saman til framtíðar.

 50. flottur pistill og segir svolìti? um þessa blessu?u kaupstefnu eftir a? nýtt teymi tòk yfir anna? hvort er rodgers glòrulaus e?a þessi transfernefnd þa? er allavega oft ekki veri? a? kaupa menn í stö?ur þà meina ég td lfc vantar hægri bak og þà dettur mönnum í hug a? kaupa mi?jumann í þà stö?u í von um a? hann geti leyst af à mi?ju þegar à þarf a? halda? menn ver?a a? fara kaupa menn ì rèttar stö?ur og sleppa hinu bullinu

 51. Real Madrid ad semja vid Rafa og vid sitjum uppi med Brendan Rodgers.
  Meiri vitleysan.

 52. Rodgers búinn að koma fram og segja að Sterling sé góður strákur og verði í byrjunarliðinu á sunnudaginn. Cmon Rodgers show some balls!!

 53. Pókerinn sem er verið að spila í Sterling málinu býður upp á ýmsa möguleika þ.m.t. að láta drenginn spila eins og ekkert hafi í skorist.

  Manni sýnist eins og umboðsmaðurinn hafi farið fram úr sjálfum sér eða a.m.k. tekið mikla áhættu. Vandamálið hér er að umboðsmaður sem leitast eftir að græða sem mestan pening fyrir skjólstæðing sinn (og sjálfan sig) getur í leiðinni stórskaðað framtíð leikmannsins ekki síst ef hann er ungur.

  Ég er ekki frá því að Rodgers og FSG ætli hreinlega að dissa stóryrði þessa Ward og spila Sterling. Láta pjakkinn æfa með hinum, vera í klefanum og þurfa að þola embaressmentið.

  Það er a.m.k. ein leið til að sýna hver ræður. Ward og Sterling eiga ekki marga valkosti ef FSG og Rodgers láta sem þessi Ward sé ekki til. Verkfall eða gerviveikindi gera ekkert nema að eyðileggja enn frekar fyrir Sterling.

  Ekki þar fyrir ég sagði strax eftir BBC viðtalið að Sterling væri farinn frá LFC og mér er skítsama um þennan gaur. Þetta er bara spurning um að fá sem mest fyrir hann og að LFC haldi virðingu sinni.

 54. Það sem Smoogmz #56 sagði er bara orðið almennur concensus þeirra sem vilja sjá alvöru breytingar hjá liðinu. Rodgers hugsar og er bara meðalmaður. Samt vilja ótrúlega margir núna vorkenna honum og gefa 1 tímabil í viðbót. Stokkhólmsheilkenni much?

  Hvernig hann hefur höndlað Sterling ruglið er bara niðurlægjandi. Maggi vill að BR og þjálfaraliðið verði rekið í hálfleik ef Sterling verður í byrjunarliðinu. Well guess what? BR kemur fram í fréttum í morgun og vill bara að öll dýrin í skóginum verði bara vinir og segir að Sterling sé 100% í hópnum á sunnudaginn!

  Er furða að restin af liðinu virðist alls ekki nenna að spila fótbolta síðustu 5-6 leiki þegar þjálfarinn lúffar svona? Það sást greinilega í leiknum gegn Crystal Palace. Just couldnt be arsed. Jafnvel ekki einu sinni fyrir goðsögnina Steven Gerrard. Bara beint í sturtu, uppí dýra sportbílinn sinn og heim í Playstation. Við erum svo að fara tapa líka þessum leik gegn Stoke á útivelli um helgina.

  Svona hlutir eru bara ekki í boði hjá Liverpool FC. Vinnusemi, leikgleðin og ástríðan fyrir fótbolta hefur alltaf sett liðið og aðdáendurna skör hærra. Þegar liðsheildin er orðin þannig að leikmenn klára tímabil eins og þeir hafa gert í ár á rassgatinu þá erum við komnir vel útaf sporinu. BReytinga er þörf. Burt með BR.

 55. Leikmenn sem Mér finnst að Liverpool eigi að losa sig við og kaupa aðra betri:
  Jones, Johnson, Enrique, Toure, Lambert, Coates, Lucas, Allen, Ilori, Borini, Yesil, Balotelli, Wisdom, Alberto, Aspas og skila svo Manquillo.

  Kaupa svo proven leikmenn til að geta eitthvað á næsta tímabili.

Kop.is Podcast #81 + Sterling vill fara!

Stoke á sunnudaginn