Byrjunarlið á SG-daginn

Verður svona:

Mignolet

Can – Skrtel – Lovren – Moreno
Henderson – Gerrard
Ibe – Coutinho – Lallana
Sterling

Varamenn: Ward, Johnson, Toure, Lambert, Lucas, Allen, Sinclair

Munið hashtagið #SG8kopis til að spjalla um fyrirliðann í dag!

61 Comments

  1. Ég skil nú ekki hæpið í kringum þennan leik. Kannski ef Gerrard væri að hætta í fótbolta væri þetta eins stórt en staðreyndin er sú að hann er bara að flýja félagið. Auðvitað ber að sýna svona legendum virðingu en samt sem áður finnst mér þetta einum of mikið fyrir mann sem ætlar bara að fljúga yfir til USA og spila þar.

  2. #2 Ég hvet þig til að lesa síðustu færslur hér á Kop.is og þá ætti það að vera nokkuð ljóst hvers vegna þetta er stór dagur hjá Liverpool.

    Hlakka til að horfa á leikinn og finna stemninguna á Anfield alla leið heim í stofu.

    Mikið mun ég sakna þennan mikla meistara!!! Takk fyrir allt mr. Liverpool!

  3. Lol, #2. Þú ert fyndinn. Ef þú ert að byrjast að fylgjast með Liverpool FC núna þetta tímabil þá legg ég til að þú lesir aðeins sögu félagsins, og lesir t.d. þessaa fínu pistla um þessa goðsögn sem GERRARD er hjá Liverpool.

  4. Raggi minn…í dag ætlum við að velta okkur upp úr besta leikmanni í okkar sögu, ég ætla að leyfa mér að láta þig vita að við ætlum ekki að snúa þræðinum upp í neitt annað.

    Svo minni ég á hashtagið #SG8kopis fyrir þá sem vilja velta sér enn meira upp úr deginum með mér og fleirum.

  5. Þar sem blabseal virðist ekki ætla sýna leikinn í dag, þá spyr ég hvort menn viti um eitthvað gott stream? Maður vill nú geta horft á þennan magnaða leik í alla vega sæmilegum gæðum.

  6. Raggi #2

    Það skiptir engu hvort að hann sé að fara til USA eða hætta alfarið í fótbolta því hann er að spila sinn síðasta heimaleik á ferlinum fyrir Liverpool á hvorn veginn sem er.

    Þetta er “end of an era” í sögu Liverpool og í sögu ensku úrvalsdeildinnar líka ef út í það er farið!

    Ég vill nota tækifærið og segja takk Stevie G, þú ert og verður einn af mínum uppáhaldsleikmönnum sem hafa spilað fótbolta og til að enda þetta á klassíkinni:
    You will never walk alone Steven Gerrard!

  7. Jæja félagar, þá kveðjum við snillinginn Gerrard að þessu sinni. Það er sagt að það komi alltaf maður í mannsstað. En ef ég á að vera raunsær sé ég engann framtíðarmann hjá Liverpool. Ef þjálfarinn Rogers verður áfram, verðum við bara miðlungslið. En ég er búinn að flagga mínum nýja Liverpool-fána sem ég fékk að gjöf frá mínum heima klúbbi, til heiðurs Gerrard. Vona að hann komi seinna til Liverpool aftur og þá sem þjálfari.

    Lengi lifi Gerrad og Liverpool!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  8. Lallana alveg heill heilsu á næsta season er eins og við höfum fengið inn nýjann mann

  9. Greinilega einhver manjú-gaur að kommenta nr#2.

    Stórkostlegur leikmaður að hætta hjá okkur, einn af þeim allra bestu í sögunni og ég hef verið svo heppinn að sjá hann spila með eigin augum, séð fyrsta leikinn hans live, dýrkað og dáð hann í gegnum súrt og sætt.

    Það var frábært að sjá hverning Lallana fagnaði markinu, greinilegt að menn vilja gera þennan dag góðan fyrir okkar goðsögn!

  10. Það verður bara að viðurkennast að Puncheon er snillingur í aukaspyrnum.

  11. Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem Migno fær á sig mark úr aukaspyrnu í markmannshornið, hann þarf að fara að treysta veggnum sínum. Ekkert tekið af Puncheon samt, hann útfærði þetta mjög vel.

  12. Jesús Mignolet minn þetta er markmannshornið þitt 🙁

    Klaufagangur.is

  13. Sælir félagar

    Gerrard verður seint fullþakkað fyrir framlag til LFC. Vonandi vinnst þessi leikur svona honum til heiðurs. Það er samt ferlegt að sjá hvað bitið er lítið framávið. Sterling 150 000 er eins og tíndur andarungi þarna frammi og kemur nákvæmlega ekkert útúr honum. BR fastur í sínum 4-3-3 og hefur sömu hugmyndir og allir stjórar í deildinni eru búnir að lesa ofaní kjölinn.

    Því miður mun ekkert breytast í seinni hálfleik og leikurinn fjarar út í ekki neitt nema Palace skori sem er öllu líklegra en að okkar menn geri það. Þó Liverpool sé meira með boltann eru andstæðingarnir miklu hættulegri í sínum aðgerðum og því getur þessi leikur auðveldlega tapast. Því miður. Mrkið sem Lallana skoraði kom upp úr skelfilegum mistökum fyrrverandi Liverpool manns en ekki vegna öflugrar spilamennsku liðsins.

    Það er nú þannig

    YNWA

  14. #2
    Steinhaltu kjafti…ekkert annað hægt að segja við þessu “innleggi”

    #22

    Gott að þú sért mættur til leiks…

    Takk fyrir mig Gerrard. Þín verður minnst sem eins besta leikmanns LFC fyrr og síðar.

  15. Can er ekki það fjótur að hann ráði við þetta,, miðjan laus og allir frami..Brendan ekki með þetta,,,,sama draslið. Allir búnir að lesa þetta. Hvar er plan B ?

  16. finnst þetta orðið svo þreytandi þessar endalausu sendingar til baka þegar maður sem er framar a vellinum er laus og rúmlega það. hætta þessari hringavitleysu undir eins og fara að reyna að sækja a markið spái þessu 3-1 menn hljóta að fara að rífa sig i gang á þessum merkisdegi!

  17. Alan Pardrew væri athyglisverður þjálfari með lið eins og Liverpool. Ótrúlegur árangur með þetta CP lið sem var í ruglinu áður en hann tók við. Sömuleiðis hefur Newcastle hrunið eftir að hann fór.

  18. CP eru miklu miklu betri. Held að BR sé í rólegheitunum að tapa allri trú á Anfield.

  19. Menn hljóta að fara sjá að BR er ekki rétti maðurinn tilað gera okkur að betra liði hvað ætla menn að berja hausnum oft við gjörsamlega karakterslaus hópur þarna á vellinum ekki heil brú í þessu . Brendan burt takk fyrir.

  20. Brendan drullusokkur gerðu eitthvað, Sterling útaf og Lampert á topp, eða henda í 4-3-2-1 og láta bakverði overlappa og setja Gerrard framar á völlinn.
    Hata þetta getuleysi

  21. hætta þessu rugli,,4-4-2 er málið… það eru bara 2 menn sem þarf til að vinna okkur í dag,,,djöf…..skita er þetta……hafa hraða bakverði, hraða kannta, öfluga miðjumenn og tvo frammi….það er málið,,,,þetta er eins og beljur á svelli, hlaupandi í allar áttir og vita ekkert hvað er um að vera,,,,,Brendan burt,,,,,,,,,,,,,,,,,,

  22. Alltaf að verða meir og meira ljost að Brendan er ekki maðurinn. Hann hefur til að mynda engar lausnir á því sem er að gerast inná vellinum. Hvernig á að höndla Puncheon og Bolassie , ekkert gert til að eiga við þessa langbestu menn CP. Svo er hann alltaf að spila sterling frammi, þrátt fyrir allir nema Brendan viti að hann er enginn striker. Ég held að þetta sé að verða fullreynt og ég vona svo innilega að við fáum Klopp eða einhvern á svipuðu róli. Það bara þýðir ekkert að henda stjóra frá miðlungsliði í að stjórna okkar ástkæra liði, manni með littla reynslu og enga reynslu af því að stjórna stóru liði

  23. Heyriði ég er búinn að vera með mikla kaldhæðni á að við ætlum okkur að kaupa Bolasie. Væri bara alls ekkert á móti honum miðaðvið þessar sultur sem eru í okkar blessaða liði!

  24. Er það rétt sem maður heyrir að vélin sem flaug með “In Rodgers we trust” borðann hafi hrapað?
    Eðlilega kannski.

  25. Endilega látum manninn stjórna þessu liði áfram..Þetta er ALLT á réttri leið….Já eða svo heyrir maður og les..Eru menn VIRKILEGA sáttir við þetta og eru menn sannfærðir að þetta eigi eftir að breytast???

  26. Jæja þetta er nú meiri viðbjóðurinn sem Liverpool er að bjóða uppá í dag og ekki segja mér að fólk hér inni sé sátt við Brendan Rodgers. Ég segi burt með hann í sumar og inn með þjálfara með pung.

  27. mér liður stundum eins og að leikmenn liverpool séu undir meðlgreind

  28. Sæl öll,

    á bekkinn með Sterling eða í U-21 liðið. Þessi drengur er farinn frá Liverpool í huganum og er ekkert að gefa til liðsins.

  29. Þetta er allt í lagi er það ekki , 5 sæti verður okkar næstu 9 tímabil, svo kannski eftir 10 þá náum við í CL.

    Rodgers out !

  30. Hálf fúlt að tapa þessum leik!! Setur 5. sætið í uppnám.. Hvernig er það .. gefur 6. sætið Evrópukeppni? -_-

  31. Legg til að við sem erum ósáttir látum John Henry vita af því á Twitter. Hann er með account þar og ef nógu margir tweeta til hans, þá hlýtur maðurinn að gera eitthvað. Ég er búinn að því og þeir sem elska þetta lið ættu að gera það sama.

  32. Á maður eitthvað að þykjast vera bjartsýnn fyrir næsta tímabil ? Ég er alltaf með svo þvílik Lpool gleraugu á mér að ég hugsa alltaf jaa þetta kemur næst kaupa 2 worldclass. Það er bara ekkert að fara breytast. Að vera berjast um titilinn í fyrra og komast í meistaradeild og skíta svo svakalega uppá bak núna og enda í 5-6 sæti er bara ekki boðlegt! Þetta er svo hrikalega mikil vonbrigði, önnur lið tæku þetta aldrei í mál!

  33. Ég alltaf sagt að Lucas er snillingur. Ekki allir sammála mér með það. Margir hér varið hann með kjafti og klóm. Mikið skil ég Gerhard að vilja fara frá þessu félagi.

  34. Hvar er ákefðin? Hvers vegna hlaupa bara 2 leikmenn af stað þegar vítið er tekið? Fyrirliðinn var meira segja byrjaður að rölta að miðjunni þegar vítið er tekið! Skil ekki svona uppgjöf! Enginn tilgangur með markvörsluna ef frákastið er gefins bolti. Pirrandi og leiðinleg uppgjöf í síðasta leik SG og tímabilsins á Anfield.

  35. Auðvitað snýst þessi dagur um Steven Gerrard og allt það, en mér finnst það minnsta að leyfa Glen Johnson að spila eitthvað, hann er kannski ekki allra en hefur skilað sínu hjá LFC og í mörg ár hefur hann verið traustur þó kannski ekki upp á síðkastið.

    Aftur finnst mér Brendan drulla á sig í leikmannamálum og þar má auðvitað nefna Borini, Can, Lallana, Manquillo, Agger og fleiri sem hann hefur gert í brók varðandi.. En Takk fyrir allt Stefán, Takk

  36. Skammarlegt að kveðja Gerrard með þessum hætti. Rodgers verður seint fyrirgefið þessi frammistaða og skiptingar.

  37. Af síðustu 24 stigum tók LFC 8 ömurleg frammistaða.

    Að kveðja Gerrard með svona getuleysi ömurleg frammistaða.

    Maður á að gleðjast yfir öllu sem hann hefur gert fyrir okkur sem maður gerir að sjâlfsögðu en að enda þetta svona gerir mann engu að síður sorgmæddann.

    Takk Stevie fyrir allt saman.

Gerrard-dagurinn í dag – #SG8kopis

Liverpool 1 – C.Palace 3