Samanburður leikmanna milli tímabila

Eftir þetta tímabil get ég hreinlega ekki tekið undir með þeim sem eru með þá töfralausn helsta við öllum vandræðum Liverpool að skipta um stjóra. Rodgers hefur átt mjög erfitt tímabil rétt eins og flestir leikmenn liðsins og ég er ekkert alltaf sammála öllu hjá honum en þetta gríðarlega óþol margra við honum næ ég ekki alveg og sé það ekki sem neina töfralausn að reka stjórann og ráða inn nýjan mann sem sami hópur vill svo líklega fá í burtu sem allra fyrst um leið og næst blæs á móti. Frekar vill ég sjá þeim peningum sem félagið hefur úr að moða í sumar varið í nýja leikmenn.

Rodgers hefur átt gríðarlega erfiðan og vondan vetur en að mínu mati er ekki hægt að kenna honum einum um og hann vann sér inn á síðasta tímabili að fá að njóta vafans í mótvindi. Undir hans stjórn spilaði Liverpool skemmtilegasta fótbolta sem flest okkar hafa séð liðið spila. Hann sér ekki einn um leikmannakaup félagsins og á ekki að sjá um það í framtíðinni, því ætti pressan að vera á þeirri nefnd í heild að skila af sér sterkara liði fyrir næsta tímabil enda fór síðasta sumar eins illa og það gat farið. Liverpool er með hræðilegan árangur undanfarin ár í að skipta út sínum bestu mönnum.

Mig langar því aðeins að bera saman frammistöðu leikmanna Liverpool á þessu ári í samanburði við síðasta tímabil og eins bera saman þá leikmenn sem fóru við það sem komu í staðin. Með þessu er kannski hægt að finna betur út hvaða stöður ættu að vera í forgangi að styrkja fyrir næsta tímabil.

Svona er ég að hugsa þetta og set viðeigandi lit við hvern leikmann/leikmenn eftir því hvort viðkomandi hafi bætt sig milli ára. Þetta er auðvitað bara huglægt mat hjá mér.
Röðun

Markmenn
Markmenn
Mignolet þurfti ekki að bæta sig mikið til að toppa frammistöðu síðasta tímabils en rétt eins og þá var honum aðeins vorkun í byrjun þessa tímabils enda með litla sem enga hjálp frá vörninni. Um leið og liðið fór að spila aðeins eðlilega vörn fór Mignolegt að standa sig betur, engin geimvísindi á bak við þetta og hann var á dögunum valinn leikmaður tímabilsins hjá Liverpool. Vonandi er hann kominn yfir David James tímabilið sitt og heldur áfram að bæta sig, treysti honum fyrir rammanum á næsta ári eins og staðan er núna, þveröfugt við það sem ég sagði í janúar.
Brad Jones var síðan jafn lélegur í ár og hann var í fyrra og fer í sumar.

Miðverðir
Varnarmenn
Martin Skrtel er einn misjafnasti varnarmaður sem ég man eftir en þetta tímabil hjá honum má setja í nákvæmlega sama flokk og tímabilið hjá Mignolet. Um leið og liðið lagði upp með smá vott af varnarleik og ekki Gerrard aftastan á miðjunni í öllum leikjum batnaði varnarleikurinn gríðarlega og raunar svo mikið að sjoppunni var bara lokað á köflum. Heilt yfir hefur þetta tímabil verið betra hjá Skrtel heldur en það síðasta.

Lovren hefur spilað svipað marga leiki og Agger í fyrra og líklega hefur frammistaða þeirra heilt yfir verið nokkuð svipuð. Agger átti nokkra skelfilega leiki í fyrra rétt eins og Lovren á fyrri hluta þessa tímabils en Króatinn hefur verið að koma nokkuð vel til eftir áramót og gæti smollið betur í liðið á næsta tímabili. Engin bæting á Agger á þessu tímabili samt en á mun meira eftir á taknum en Daninn.

Þetta tímabil var síðan jafn ógeðslega pirrandi hjá Sakho og síðasta tímabil var. Vonandi sjáum við þennan leikmann einhverntíma jafn heilan yfir tímabil og Skrtel því ímyndið ykkur öll önnur topplið án síns besta varnarmanns hálft tímabil. Hann spilaði 18 deildarleiki í fyrra og er kominn í 15 núna, þetta er Sturridge tölfærði og er að kosta okkur mun meira en flestir átta sig á að ég held.

Kolo Toure var slakur í fyrra og ennþá verri í ár. Hans tími í efsta klassa var búinn hjá Man City. Hefur skilað sínu svosem en Liverpool þarf sterkari hóp en svo að Toure spili marga mikilvæga leiki. Hann er með 11 deildarleiki í vetur og 20 leiki í heildina, það er of mikið.

Bakverðir
Bakverðir
Glen Johnson hlýtur að teljast einhver mest pirrandi leikmaður Liverpool undanfarin ár. Hann virðist ekki geta gert einn hlut mjög vel án þess að klúðra því strax aftur. Varnarlega er hann ennþá verri núna heldur en í fyrra og einhvernvegin virðist neistinn alveg vera farinn. Blessunarlega er risasamningur hans á enda og Liverpool með gott svigrúm til að styrkja þessa stöðu í sumar. Vondur endir hjá annars góðum leikmanni.

Jose Enrique var nákvæmlega jafn gangslaus í vetur og hann var á síðasta tímabili. Hann er líklega að standa sig betur sem almannatengill fyrir nýja spænskumælandi leikmenn heldur en sem leikmaður. Meiðsli eru að rústa hans ferli á þessu leveli.

Alberto Moreno á margt eftir ólært en ég held að hann sé þó nokkur bæting á vini mínum Aly Cissokho. Hann hefur það líka framyfir frakkann að geta sprungið út fyrir alvöru á næstu árum. En þessi smávægilega bæting er eina bætingin í þessari stöðu.

Manquillo getur ekki talist mikil bæting á Martin Kelly þó Kelly hafi afar lítið spilað á síðasta tímabili. Rodgers segist hafa trú á Manquillo á næsta tímabili en hefur ekki beint sýnt það undanfarið.

Meiðsli Flanagan hafa síðan kostað okkur mikið í vetur, grátlegt að hann hafi ekki náð að byggja ofan á síðasta tímabil. Hann meiddist svo aftur um daginn og ætti því að vera afskrifaður fyrir næsta tímabil, gulltrýggir að félagið þarf nýjan hægri bakvörð fyrir framan Manquillo og Wisdom.

Miðjumenn
Miðjumenn
Þetta lokatímabil fyrirliðans hefur verið hreinasta hörmung frá upphafi til enda og hann sjálfur spilað töluvert mikið verr heldur en á síðasta tímabili. Hann líður fyrir það eins og aðrir að vera nú að leita uppi Lambert og/eða Balotelli í stað Suarez og Sturridge en það afsakar ekki allar frammistöður vetrarins. Hann er reyndar markahæsti leikmaður liðsins að hluta til þökk sé föstum leikatriðum. Það er ekki hægt að finna arftaka 22-32 ára Gerrard, en það er alveg hægt að finna betri djúpan miðjumann en 35 ára Gerrard. Eins er vel hægt að finna betri miðjumann og hvað þá sóknartengilið. Eigum slíka til nú þegar í öllum stöðum.

Henderson hefur verið einn af okkar betri mönnum í vetur og er að bæta sig sóknarlega. Hann var hinsvegar frábær í fyrra þó hans hlutverk hafi verið aðeins öðruvísi. Fyrir mér kom þetta tímabil út á pari hjá honum. Fyrsta nafn á blað í byrjunarliði Liverpool.

Lucas Leiva hefur bætt sig í vetur og virtist á tímabili vera kominn aftur eftir meiðslin en meiddist þá auðvitað enn á ný. Rodgers var að spila honum fáránlega úr stöðu á köflum í vetur sem kom niður á hans leik. Hann er of oft meiddur og spilar of mikilvæga stöðu til að hægt sé að treysta á hann einan. Fer í flokk með Sakho og Sturridge hvað það varðar og er það mikil blóðtaka fyrir hryggsúluna í liðinu.

Joe Allen var ofsalega svipaður á þessu tímabili og á því síðasta. Hann virðist ekki ætla að ná því að springa út hjá Liverpool og er því bara ekki nógu góður.

Emre Can ætti auðvitað að flokkast sem miðvörður á þessu tímabili en hvar sem hann er settur í liðið er hann mikil bæting á Alberto, þeim leikmanni sem hann kom eiginlega í staðin fyrir inn í hópinn. Raunar eina mjög mikla bætingin á hópnum milli ára. Rodgers þarf þó að fara spila honum í sinni bestu stöðu svo hans hæfileikar fái að njóta sín.

Sóknartengiliðir
Sóknartengiliðir
Coutinho er ennþá mjög misjafn leikmaður en heilt yfir einn besti leikmaður Liverpool í dag. Látið hann fá betri framherja fyrir framan sig aftur og sjáum hvað hann hefur bætt sig mikið.

Sterling hefur einnig vaxið aðeins milli ára þó hann hafi ekki staðið sig vel undanfarið. Hann er auðvitað bara 20 ára og gríðarlega efnilegur m.v. aldur. Hann hefur að mínu mati bætt sig aðeins milli ára en þarf betri samherja fyrir framan sig til að springa út.

Lallana hefur átt gríðarlega pirrandi tímabil en m.v. Moses í fyrra hefur hann verið frábær. Liverpool þurfti stærri hóp í vetur og má segja að Markovic hafi bæst við ofan á það. Þeir eru klárlega bæting á Moses en þetta eru samt leikmenn sem ég vill sjá springa almennilega út á næsta tímabili. Lallana var dýrasti leikmaður Liverpool í sumar og hefur spilað 25 deildarleiki og sjaldnast 100% heill. Markovic sem kostaði 20m hefur spilað 19 deildarleiki og nánast aldrei í sinni stöðu og mjög oft sem varamaður.

Jordon Ibe hefur síðan bætt sig mikið í vetur og var hann þó mjög spennandi á síðasta tímabili. Hans mikilvægi gæti aukist gríðarlega fyrir næsta tímabil fari svo að Sterling fari.

Ef þessi staða er skoðuð er mögulega hægt að skilja að Liverpool hafi ekki farið í samkeppni við United og PSG um Depay. Ekki nema slíkur biti sé fáanlegur á Coutinho undirverði ætti þessi staða alls ekki að vera í forgangi í sumar.

Sóknarmenn
Sóknarmenn
Hér er vandamálið eins og öll heimsbyggðin veit. Maður útilokar aldrei alveg nýja leikmenn fyrir tímabilið enda er jafnan einhver ástæða fyrir því að fjárfest er í þessum leikmönnum en síðasta sumar gerði Liverpool laglega í buxurnar og toppaði Tottenham í að klúðra því að skipta út sínum besta leikmanni. Þetta er stærri ástæða fyrir gengi Liverpool í vetur heldur en Rodgers. Það hefðu allir stjórar lent í gríðarlegum vandræðum í sömu stöðu. Góðu fréttirnar eru að þetta getur hreinlega ekki versnað, Liverpool getur ekki haft neitt lélegri framlínu og blessunarlega eru teikn á lofti um að félagið viti mætavel af þessu og ætli sér að stórbæta þessa stöðu. FSG hefur ekki hikað við að losa sig fljótt við farþega hingað til.

Sturridge var auðvitað hækkaður í tign og átti að taka við keflinu af Suarez, eins var Sterling líka líklegri til að fylla hans skarð en þeir sem keyptir voru þegar við vorum að reyna átta okkur þessum kaupum fyrir mótið. Lambert spilaði það mikið á köflum að kannski er réttara að tala um hann sem arftaka Suarez en Balotelli var því miður sá leikmaður sem mestur peningur fór í og sá leikmaður sem virðist hafa verið hugsaður í það hlutverk að fylla skarð Suarez, svona ef heimurinn væri bara svartur eða hvítur.

Þetta eru líklega verstu félagsskipti í sögu ensku knattspyrnunnar, auðvitað klúðruðu okkar menn kaupunum á Sanchez og meira að segja Remy en panic kaup á Balotelli eru nánast óafsakanleg í staðin fyrir Suarez. Comolli var rekinn fyrir minna svo mikið er víst.

Ég reyndi eins og ég gat að halda upp á Balotelli og trúa á hann en honum er því miður ekki viðbjargandi og á ekkert erindi hjá toppliði í neinni deild. Geta hans er fáránlega ofmetin og hugarfarið fáránlegt. Ofan á þetta gæti hann sem leikmaður ekki verið mikið ólíkari Suarez að öllu leiti nema þá kannski ef við berum saman Lambert og Suarez. Galið.

Daniel Sturridge var ógeðslega pirrandi á síðasta tímabili og toppaði það í vetur. Ótrúlegt að tefla honum fram sem fyrsta og langbesta kosti í framlínunni m.v. hans meiðslasögu og það kostaði okkar menn strax í byrjun september og út tímabilið. Hann nær ekki einu sinni undirbúningstímabilinu á næsta tímabili. Óþolandi að hafa svona mikilvæga menn oftar meidda en Harry Kewell var.

Fabio Borini var ótrúlegt en satt ennþá lélegri en Aspas var á síðasta tímabili þó báðir séu langt undir 5 í einkunn. Vonandi verða þeir báðir seldir í sumar og væri Danny Ings ekkert slæmur kostur í staðin fyrir þá sem okkar 3-4 kostur.

Rickie Lambert kemur svo inn sem hrein viðbót við hópinn frá síðasta tímabili og guð minn góður hvað félagið þurfti betri leikmann en þetta. Hann hefur spilað 23 deildarleiki í vetur sem er svakalegt m.v. hversu slakur hann er og hvað þá ef hugað er að því hversu illa hann hentar leikstíl Liverpool. Rétt þó að hafa í huga að hann kemur oft inná í blálokin og þessi tala því vel skökk. Origi ætti að vera bæting á Lambert að öllu leiti á næsta tímabili þó ég sé ekki alveg sannfærður um að það takist að selja Lambert í sumar.

Nýr sóknarmaður, Sturridge, Ings og Origi hljómar betur en það sem er í boði núna. Sinclair er svo mikið efni líkt og Yesil ásamt því að Sterling spilar líklega eitthvað frammi verði hann áfram hjá Liverpool. Skiptir þó auðvitað miklu hver þessi nýji sóknarmaður er.

Niðurstaða
Hópurinn er ekkert alveg ónýtur og margir leikmenn ættu að eiga mikið inni, sérstaklega þeir sem komu fyrir þetta tímabil. Rodgers var rúmlega hálft tímabilið án síns besta varnarmanns (Sakho). Lucas er okkar eini eiginlegi varnartengiliður sem er ein mikilvægasta staða vallarins. Hann hefur spilað 18 deildarleiki og ekki alla sem varnartengiliður. Sturridge var bókstaflega eini nothæfi sóknarmaður liðsins og hefur hann spilað 12 leiki í vetur. Það myndu allir lenda í vandræðum með svona blóðtöku þó Rodgers hafi auðvitað átt ágætlega stóran hóp til að takast á við þetta. Flanagan var síðan hugsaður sem byrjunarliðsmaður og því vissulega bóðtaka líka.

Það sem þarf augljóslega að bæta í sumar er fyrst og fremst eftirfarandi þrjár stöður.
DR – Glen Johnson skilur eftir mikið pláss fyrir nýjan bakvörð og félagið verður að fá inn slíkan mann enda einnig hægt að afskrifa Flanagan á næsta tímabili.

DM – Ef Can er hugsaður sem miðjumaður í anda Toure og Ballack þarf alltaf nýjan mann sem getur spilað aftast. Gerrard hefur spilað þessa stöðu og ekki er hægt að treysta bara á Lucas. Ef ekki varnartengiliður þá a.m.k. þarf nýjan alvöru miðjumann.

S – Félagið verður að kaupa það góðan sóknarmann að hann fer framfyrir Sturridge í goggunarröðinni eða þá spilar með honum. Einhvern leikmann með svipaða eiginleika og Sturridge, ekki eitthvað Benteke tröll á fáránlegu EPL yfirverði sem er nær Lambert og Balotelli í leikstíl.

Ofan á þetta er svo kannski hægt að bæta fleiri leikmönnum sem þurfa ekki að kosta mikið. Einhver af Ilori, Wisdom eða Coates ætti að geta komið í staðin fyrir Kolo Toure. Mögulega þarf að kaupa miðjumann sem skilar betra framlagi en Joe Allen, kannski fær t.d. Texeira séns á að vinna sér sæti í liðinu verði hann búinn að ná sér af meiðslum. Nýr varamarkmaður er alveg gefið og ef Cech er að fara til Besiktas eins og síðustu fréttir herma er kannski spurning um að reyna snúa þeirri fáránlegu ákvörðun hans. Ef félagið losnar við Enrique þarf mann til að berjast við Moreno um stöðu.

EPL markaðurinn vs allur heimurinn
Hvað sem félagið gerir á leikmannamarkaðnum ætti skátahreyfingu félagsins að vera allt að því bannað að versla leikmenn sem koma frá Bretlandi eða voru að spila í EPL á síðasta tímabili. Það eru 19 önnur lið í deildinni, segjum að hvert og eitt sé með 20 leikmenn sem hægt er að horfa á sem markað fyrir Liverpool. Þetta eru því 380 leikmenn og Liverpool á ekki séns á stórum hluta þeirra og hefur (vonandi) ekki áhuga á ennþá stærri hluta þeirra. Ofan á þetta eru þessir leikmenn án undantekninga seldir á miklu yfirverði hvort sem vegabréfið er gefið út í Englandi eða ekki.

Ligue 1, Seria A og La Liga eru allt 20 liða deildir á meðan Eredivisle og Bundesliga eru 18 liða deildir. Með sömu einföldun er þetta markaður upp á 1.920 leikmenn, bara í fimm deildum Evrópu og flestir á mun betra verði en gengur og gerist með EPL leikmenn.

Er í alvörunni ekkert betra til í öðrum deildum Evrópu eða Suður Ameríku en Lovren á 20m, Lallana á 25m, Balotelli á 16m eða Lambert á 4m? Þetta eru samtals 65m í leikmenn sem allir í EPL þekktu mjög vel og er varla hægt að hrósa bráðsnjöllu skátastarfinu fyrir að grafa upp með það að leiðarljósi að vera snjallari á markaðnum en aðrir. Skátastarfið var reyndar ekki betra en svo að þrír komu frá sama helvítis liðinu sem notaði tækifærið og bætti liðið í þessum stöðum með mun ódýrari kostum frá meginlandi Evrópu. Ég hélt að stefnan væri að finna Lovren áður en hann fór frá Frakklandi, hann hækkaði um 12m við það eitt að spila eitt gott tímabil í EPL. Fyrir mót vildi ég leyfa þessum kaupum að njóta vafans og hef svosem ekki gefist upp á þessum mönnum sem komu sem tilbúnir í slaginn í sumar (nema auðvitað helmingnum af þeim, Lambert og Balotelli). Þetta a.m.k. bætti liðið ekkert í vetur og kostaði allt of mikinn pening.

Það er vissulega punktur að með því að kaupa bestu leikmenn annara liða í EPL er verið að veikja það lið en Liverpool er alveg fyrirmunað að gera þetta svo hitt liðið veikist eitthvað, ekki nema síður sé. Við getum tekið fleiri bresk FSG dæmi eins og Carroll á 35m, Downing á 20m og Adam á 6m. Þetta er svo alls ekkert einskorðað við Liverpool.

Danny Ings 22 ára samningslaus á 4-6m er díll sem gengur mjög vel upp og gæti borgað sig margfalt til baka á næstu árum. Hann meira að segja hjálpar að fylla upp í kvóta yfir fjölda heimamanna. Benteke sem er meiddur 1/3 af hverju tímabili á 25-30m (sem hann mun kosta á EPL markaðnum) er eitthvað sem gengur enganvegin upp og eykur alls ekki trúnna á bráðsnjöllu skátastarfi klúbbsins. Bony kom frá Hollandi á 12m fyrir korteri en kostaði svo rúmlega 30m sem EPL leikmaður.

Byrjum samt á því að kaupa almennilegan markaskorara og losa okkur við alla sem treyst var á í vetur. Allt annað ætti að vera aukaatriði þar til þessu er lokið.

35 Comments

 1. Þetta er að vanda þrælfín pæling Babu. Ég get verið fullkomlega sammála þér með þær stöður sem þú nefnir, sem og að Brendan Rodgers á að halda áfram með liðið. Hann er á pari við það sem búast má við af honum. Hitt er svo annað, að þessi óvinsæla transfer-committee er einfaldlega að vinna þolanlegt starf.

  Áður en lengra er haldið er nauðsynlegt fyrir lesendur að lesa þessa grein hér, sem byggir á staðreyndum; tölum og útreikningum en ekki skoðunum:

  http://tomkinstimes.com/2015/05/listen-up-fuckwits/

  Kjarninn í henni er eftirfarandi:
  1. Það er akkúrat ekkert öryggi í því að kaupa “tilbúna” leikmenn á aldrinum 25-28 ára. Það eru jafnmiklar ef ekki meiri líkur á að þeir feili eins og þessir yngri. Sama gildir um leikmenn úr ensku deildinni. Það er einfaldlega ekkert öruggt í leikmannakaupum annað en það að hluti þeirra mun alltaf feila. Það mun alltaf vera “deadwood” til að losa út. Hver man ekki eftir því hvað Jose Enrique var frábær fengur, hafði staðið sig vel hjá Newcastle og átti að vera solid í vinstri bakvarðar-vandræðastöðuna.

  2. Okkur finnst alltaf vanta þessa 2-3 leikmenn í spilið til að gera okkur að alvöru keppinautum um annað hvort fjórða sætið eða efsta sætið, fer eftir því hvort við erum að keppa að. Sama staðan er uppi núna, sama staðan verður uppi eftir næsta tímabil, sama staðan var uppi eftir síðasta tímabil. Vantar bara eitthvað smá.

  3. Staðreyndin er sú að við erum með fimmta dýrasta hópinn, fimmtu hæstu launin og lendum í fimmta sæti í deildinni. Síðasta ár var undantekningin sem sannar regluna. Engar bikarkeppnir, fáránlega góður senter og fleira í þeim dúr gerði liðinu kleyft að ná öðru sæti – en hlutirnir leita alltaf jafnvægis.

  5. Félagið hefur ákveðna stefnu í leikmannamálum. Of dýr leikmaður á of háum launum fer með kerfið til fjandans. Þess vegna verður engin Cavani, Reus, Benzema, Zlatan eða einhver slíkur keyptur. Þessi brandari með Depay verður endurtekinn í sumar. Áfram verða keyptir ungir, efnilegir leikmenn, flestir á aldrinum 20-23 ára. Nokkrir sem við höfum aldrei heyrt um, flestir á 10-15 milljónir punda.

  6. Yfirleitt nær einn af hverjum þremur leikmönnum að blómstra. Ef leikmaður sem hefur staðið sig vel er seldur þarf að kaupa þrjá í sömu stöðu í staðinn til að líkur séu á því að liðið verði ekki slakara. Þá standa menn sig líka misvel á tímabilum, eiga misjöfn ár. Meiðsli, leikstíll, leikkerfi og annað slíkt hafa áhrif. Einnig þreyta.

  Og þá mínar útleggingar:
  Að þessu öllu sögðu þurfum við að fara að ræða raunhæfa hluti, raunhæfa leikmenn, raunhæfar tölur. Það er rétt að Benteke væri algjört rugl á 30 milljónir, hann passar ekkert inn í leikstíl liðsins og er svo sannarlega upp og ofan hjá Aston Villa. Tveir senterar í ensku deildinni passa inn í módelið, það eru Ings og Berahino. Þeir eru líklegustu senterarnir til að vera keyptir. Svo einhverjir óþekktir úr hollensku eða portúgölsku deildinni, eða einhverjir úr miðlungsliðunum á Spáni eða Þýskalandi. Jafnvel Frakklandi.

  Líkt og Babu segir líka gæti Lovren alveg tekið upp á því að standa sig vel á næsta tímabili. Gæðin í fótunum á Lallana eru ótvíræð, en eins og Sturridge er hann meiðslapési sem ekki er hægt að ætla stórt hlutverk hjá liðinu til langs tíma.

  Til að taka saman:
  Í sumar verða allavega 5-6 leikmenn seldir og annað eins keypt. Líklega verður mismunur á kaupum og sölum einhverjar 30-40 milljónir punda. Við fáum engin risanöfn heldur áfram unga og efnilega leikmenn. Kannski springur Lovren út eða Markovic. Við verðum aftur með fimmta dýrasta liðið og fimmta sætið verður rökrétt niðurstaða. Nema Man Utd. eða City klúðri sínum málum big time og við náum að leysa þau stóru vandamál sem liðið stendur frammi fyrir.

  Ég þakka þeim sem á hlýddu.

 2. Fínn pistill.

  Ímyndið ykkur ef , Lucas, Sakho og Sturridge myndu allir haldast heilir næsta tímabil hvað Liverpool væri miklu betra lið en það var í ár.

  það er stutt á milli feigs og ófegis í fótbolta.

  það hefði þurft svo lítið til að Liverpool hefði blómstrað í ár. T.d ef Liverpool hefði fengið Alexis Sanches þá hefði Balotelli ekki verið keyptur. Alexis hefði mjög líklega passað miklu betra í leikstílinn okkar og verið nánast ekkert meiddur og þá ekki ólíklegt að Liverpool væri búið að gulltryggja meistaradeildarsæti.

  Mér finnst þetta á pari. Liðin fyrir ofan okkur eru einfaldlega betri en liðið okkar – því það vantar enn allt “bit” í sóknarleikinn okkar – eftir hvarf Suares 🙂

 3. Hvernig getur þú með nokkru móti sagt að Sterling sé búin að bæta sig á milli tímabila? Hann er búin að vera fáranlega slakur síðustu mánuði, miðað við formið á honum fyrir ári síðan

 4. Rosalega finnst mér þetta þreytt afsökun alltaf og léleg að vera að tala um að það sé bara á pari að enda í 5 sæti af því við séum með 5 dýrasta liðið eða 5 dýrasta launapakka. Viljið þið sömu minna mig á hvar við stóðum þar þegar við unnum CL árið 2005 ? Og aftur árið 2007 þegar við náðum í úrslit ? Launapakkinn er ömurleg afsökun á lélegum árangri eins stærsta félags í heimi. Rodgers getur ekki meira en þetta sem framkvæmdastjóri, ástæða síðasta tímabils er Suarez !

 5. Minnir endilega að Can hafi sagt í einhverju viðtali að hans besta (eða sú staða sem hann kýs helst að spila) staða væri sem varnartengiliður og fyrir mér meikar það mestan sense. Maður sem getur hlaupið með boltan þegar á þarf, góður sendingamaður, líkamlega sterkur og hefur staðið sig ótrúlega vel sem miðvörður sem gefur til kynna að hann ætti að geta staðið sig enn betur sem varnartengiliður. Hann er enginn markaskorari.

  EF klúbburinn ætlar enn eina ferðina að versla framherja innan deildarinnar (eða sem hefur spilað í henni), þá eru Ings og Berahino þeir einu sem koma til greina fyrir minn smekk, þar sem þeir sem eru betri og myndu ekki henta leikstílnum eru ekki í boði. Held að Berahino gæti gert góða hluti í betra liði en WBA, hann er ungur (fæddur 93), snöggur og ágætlega duglegur miðað við það sem ég hef séð af honum, auk þess að hann er ekki meiðslapési.

  Annars að versla mann sem hefur ekki skorað minna en 15 mörk í sinni deild (á þessu tímabili), jafnvel meira ef deildin er ekk í topp 5. Maður myndi allavega halda að það væri meira safe bet enn að kaupa 10 (+/-2) marka framherja. Þurfum eitthvað meira en gott potential í framherjastöðuna, þurfum að brúa bilið (11-20 mörk) milli okkar og liðanna fyrir ofan okkur.

  Finnst persónulega nóg að hafa einn óreyndan gutta í bakvarðarstöðunni öðru hvoru megin. Moreno verður eflaust 1. kostur í vinstri á næstu leiktíð. En að mínu mati ætti að versla reyndari og betri hægri bakvörð. Hversu mörgum leikjum höfum við tapað eða misst niður forskot í leikjum vegna reynsluleysis og klaufagangs í þessum stöðum. Væri fínt að minnka líkurnar á slíku.

  Ef Sterling fer þá þurfum við að kaupa vængmann, Markovic, Ibe, Lallana og ((Coutinho)) væru ekki nóg. Set Coutinho í sviga þar sem hann heima í holunni góðu en ekki út á kanti þó hann geti það.

 6. @4

  Lestu greinina á tomkinstimes (báðar jafnvel) sem hefur verið linkað á hér fyrir ofan. Þetta eru engar afsakanir heldur vel tölfræðilega rökstudd niðurstaða.

  Eins og í allri tölfræði þá eiga sér stað frávik.

 7. #6 ég er búin að því , breytir ekki því sem ég sagði áður. Munurinn er stjórinn sem við vorum með þá og núna, og lottó innkaupastefna FSG.

 8. Alveg er ég viss um að Klopp væri núna með okkur í 1 sæti í deildinni, búin að landa einum bikar og í úrslitum Meistaradeildarinnar með þennan mannskap. Alveg er ég líka viss um að allar helstu stórstjörnur fótboltans væru hangandi á húninum á Anfield að bíðja um að fá að skrifa undir samning hjá okkur.

  Líkt og við að þá missti hann góða menn fyrir tímabilið og aðra í meiðsli og hann er ekki að skila Dortmund í Meistaradeildina. Þeir komust í úrslit í bikarnum því tvær vítaskyttur Bayern runnu á rassinn (Bókstaflega) í vítaspyrnukeppni.

  Ég vil halda BR áfram og hef enga trú á að Klopp sé eitthvað skárri kostur. Hef heldur enga trú á öðru en að sami bölsýnishópur hér mundi vilja hann burtu fyrir áramót ef illa gengi fari svo að hann komi.

 9. Eru menn ekkert að grínast með Danny Ings? Get ekki séð að þetta sé leikmaður sem eigi eftir að gera neitt fyrir okkur. Er metnaður félagsins virkilega ekki meiri en að kaupa aðra Borini týpu.

 10. Held samt að Danny Ings geri meira fyrir okkur en Balotelli, Borini og Lambert. Hann er markahærri en allir í Liverpool liðinu. Hann má vera varaskeifa mín vegna en ef hann leggur sitt fram og verður starter og skorar 20 mörk+ er mér alveg sama þótt hann heiti Danny Ings eða Ingsonhinho. Væri svo til í Vietto og Kovacic plús einn DR.

 11. Svo ég haldi áfram. Nú eru að koma fréttir að illa gangi að semja við Ibe. Hvað í svona alvöruni andskotans er í gangi hjá klúbbnum, náum ekki að semja við einn 19 ára ungling!!

 12. Það er samt eitthvað virkilega mikið að þegar að ekki gengur að semja við leikmenn félagins.
  Jordan Ibe er orðin tregur að semja við félagið.
  Sterling mun trúlegst fara í sumar.
  Skrtel hefur ekki ennþá skrifað undir.

  Ég held að þeir sem stjórni þessum klúbb séu að stórlega ofmeta tryggð leikmanna og séu að treysta á að þessir leikmenn vilji bara vera hjá Liverpool og muni því reyna að bjóða þeim allra lægstu launin.
  Það er ekkert sem heitir tryggð í boltanum lengur, sú stétt er að deyja út með Gerrard og félögum.

  Ég vil bara segja, step up eigendur eða seljið félagið í hendur á mönnum sem vilja og geta komið þessu félagi á næsta level. Það krefst mikilla peninga en á móti koma líka miklar tekjur inn.
  Tökum treyjusölu sem dæmi, hvaða leikmaður Liverpool mun selja treyjur í bunkavís ?
  Ekki nokkur einasti leikmaður.

  Di Maria og Falcao seldu 1/3 af öllum treyjum í heiminum þegar þeir komu til United.
  Við þurfum að fá stórt nafn í sumar.

 13. Það er oft vitnað til greinar Paul Tomkins um fylgni fjárfestingarverðmætis leikmannahópa og árangurs eins og greinar Isac Newton um þyngarlögmálið.

  Ég er ekki með Tomkins greinina fyrir framan mig en mig minnir að hún kallist “Why Liverpool will never win the League”. Frábær grein sem hefur haft djúpstæð áhrif sem lýsir sér m.a. í að menn telja LFC vera dæmt til að uppskera 5 sætið af því að félagið er með 5 dýrasta hópinn.

  Vitanlega er eitthvað til í þessu en sagan er alls ekki öll sögð. Nokkur atriði til umhugsunar:

  ManU er með lang dýrasta hópinn í dag en má samt þakka fyrir 4 sætið.
  LFC var með 5 dýrasta hópinn í fyrra en náði samt 2 sæti.
  Chelsea var með dýrasta hópinn í fyrra og náði 3 sæti.
  Munur á verðmæti hópa LFC og Arsenal er hverfandi (báðir metnir á ca 300 m pund) en Arsenal á samt fína möguleika á 2 sætinu.
  LFC var með 4 dýrasta hópinn og Arsenal með 5 dýrasta hópinn frá 2007 til 2013 þegar hópur Nallanna varð dýrari. Arsenal náði alltaf 4 sætinu eða hærra á tímabilinu.

  Það sem ég er að reyna að segja er að fráleitt er að tala um það sem eitthvað náttúrulögmál að dýr hópur sé allt sem þarf. Góð þjálfun og skynsamleg innkaup spila gífurlega stórat hlutverk.

  Ég ætla að halda aftur af mér og sleppa því að ræða Brendan Rodgers. Ég vil aðeins segja að ef ég ætti að velja milli þess að hafa 5 dýrasta hópinn og frábæran þjálfara eða 3-4 dýrasta hópinn og meðalgóðan þjálfara er fyrri kosturinn no brainer fyrir mig.

  Tomkins o.fl. hafa sýnt fram á það augljósa þ.e. að fylgni er milli dýrra leikmanna og árangurs á vellinum. Tölfræðin sýnir samt líka að þessi fylgni er alls ekki fullkomin og árangur LFC í fyrra er ekki tölfræðilegur outlier þ.e. einstakt tilfelli.

  Það er hins vegar ekki hægt að útiloka að árangur Rodgers í fyrra sé það.

 14. Höddi B: Það er eitt að lesa og annað að skilja. Þú ferð nákvæmlega þá leið sem Tomkins talar um að margir fari í.

  Guderian: Einn helsti kjarninn hjá Tomkins er að hlutirnir leiti jafnvægis til langs tíma (kannski eðlisfræði?). Þú tekur saman “stutta” tölfræði – þá geta alltaf komið frávik. Einnig eru frávik í neðri hluta deildarinnar. Frávikin hjá efstu liðunum eru sjaldan meira en 1-2 sæti, það sýnir þú líka með þínum punktum.

  Ertu viss um að Man U séu með langdýrasta hópinn? Chelsea og Man City eru með gífurlega dýra hópa – framreiknað til dagsins í dag. Síðan segir hann líka að því minni sem munurinn er því meiri líkur á því að liðin svissi um sæti.

  Alex Ferguson hefur eflaust náð að breyta þessari tölfræði.

  Varðandi Isaac Newton og Tomkins þá eru greinarnar hans mjög vel rökstuddar og það með tölum og staðreyndum. Hann er Isaac Newton okkar Liverpoolmanna á tilteknum sviðum. Hann hefur rannsakað þessi mál mjög vel og mér hefur virst hægt að taka verulega mark á því sem hann hefur sagt.

 15. Flott samantekt Babu.

  Þessi samanburður sýnir einna helst að breiddin er ekkert meiri en hún var í fyrra. Þó var kallað eftir því að hafa mjög sterkan 20 manna hóp fyrir tímabilið. Í sumar þarf svo að henda út 8-10 leikmönnum(Balotelli, Lambert, Borini, Johnson, Allen, Aspas, Toure, Enrique og spurning með fleiri). Enn og aftur þarf að gera meiri háttar grisjun og viðbætur við hópinn.

  BR er búinn að vera í 3 tímabil. Enginn titill og hópurinn langt í frá nógu góður þrátt fyrir gríðarlegar fjárfestingar. Það er auðvitað ekki hægt að skella allri skuldinni á BR. Þessi transfer commitee er algjört rugl t.d. Mér finnst þó tæpt að vegna 2. sætis í fyrra að hann eigi inni eitt tímabil til að sanna sig sem framtíðarstjóra. Varnarleikur liðsins undir stjórn BR er lélegur. Það eru komin 3 ár og liðið vinnur ekki titla með svona varnarleik. Jájá, það koma tímabil þar sem skellt er í lás en overall einfaldlega lélegur. Það er fyrir löngu hætt að vera fyndið öll þessi mörk sem liðið fær á sig úr föstum leikatriðum.

  Eins þykir mér BR vera langt í frá taktíst klókur. Í nánast öllum crucial leikjum sem þurfa að vinnast skítur hann uppá bak. Ekkert motivation og hauslaus her á vellinum sem veit ekki sitt rjúkandi ráð, FA-cup semi final anyone? Það vita svo allir auðvitað hversu mikil hörmung Evrópuboltinn hjá BR hefur verið.

  Hvað er svo að frétta í samningamálum leikmanna liðsins? Eru eigendurnir svona hrikalega nískir? Ibe núna, nei hættið nú alveg. Vekið mig 15. ágúst, nenni þessu ekki.

 16. #16 Ívar Örn, takk fyrir “hlýleg” orð í minn garð.

  Hvað sem Tomkins tautar og raular með þessa tölfræði sína þá er ég bara ekki sammála honum um margt í hans pistli. Hann getur sett fram hina og þessa tölfræði og hún er ágæt sem slík.

  Er heimurinn svona einfaldur kannski að ALLIR sem halda með Liverpool eigi að trúa á allt í hans pistlum og tilbiðja ? Ef þú heldur með Liverpool þá áttu undantekningalaust að vera sammála öllu sem Tomkins skrifar og segir.

  Ég er þó 100% sammála Guderian # 15 hérna fyrir ofan.

  Það er bara alltof mikil einföldun að segja árangur og verð haldist 100% í hendur í þessari íþrótt. Ég vill betri stjóra, sem er RAFA. Ég held að BR fái tíma fram að jólum og ef hann verður enn með skituna uppá bak þá verði hann látin fara.

  Hverja við kaupum í sumar ræður miklu um það auðvitað hvernig mun ganga, en ég bíð ekkert spenntur eftir sumrinu, miðað við síðustu sumarglugga hjá BR og FSG.

 17. Sammála hér að ofan pirring hvað er búið að hampa þessu “Erum 5.stærsti klúbburinn – 5.sætið langlíklegast”

  Það sem þessi tölfræði miklu fremur sýnir er að við erum í 5.sæti í goggunarröðinni þegar kemur að fá leikmenn. Þetta eru við að sjá aftur og aftur í ensku deildinni og alls staðar. Auðvitað er síðan fylgni á meðal þess að kaupa bestu leikmennina og ná sem bestum árangri….þarf ekki einu sinni að rannsaka það.

  En það er bull og fásinna að segjast vera í 5.sæti í leikmannagoggunarröðinni er það sem er að hrjá Liverpool og að það sé einhver ógurlegur hamlandi þáttur á velgengni félagsins.

  Ef innviðir félagsins eru í lagi, staðið vel að málum innan vallar sem utan. Þjálfarinn er góður, rekstur félagsins er góður, félagið er lúnkið í leikmannamálum þá hlýtur liðið að eiga góðan sjéns.

  Ég meina einn leikmaður nánast reddaði þessu í fyrra. Enough said.

 18. #Höddi B. Fyrirgefðu að ég móðgaði þig, en ég útskýri líka af hverju ég tel þig ekki skilja hvað hann er að fara. Og mér finnst það svosem ekkert skrýtið því að greinarnar eru mikil lesning og auðvelt að detta út og missa af punktum. Ég sofnaði allavega út frá seinni greininni.

  Ef við finnum ekki rök á móti því sem hann er að segja, þá er jafngott að trúa því, er það ekki? Þetta hlýtur að snúast um það. Hann segir reyndar eins og þú að Rafa náði betri árangri en hann átti að gera skv. þessari tölfræði. Kannski er alveg rétt hjá þér að það yrði góð ráðning og betri en að hafa Rodgers. Ég hefði ekkert á móti því og var alltaf mikill Rafa maður.

  Síðan er erfitt að rökræða hluti ef þeir eru annað hvort svartir eða hvítir. Eflaust er eitthvað af því sem Tomkins segir vitleysa, eða oftúlkun öllu heldur. En hann færir bara drullugóð rök fyrir máli sínu, bakkar þau upp með staðreyndum og því er erfitt að mótmæla. Ég gat allavega litlu mótmælt. Kannski getur þú það.

 19. Er möguleiki að samningavandræðin tengist því að leikmennirnir hafa ekki trú á þjálfaranum?

 20. Ívar Örn. Bara að því sé haldið til haga þá erum við sammála um að mikið mark er takandi á greinum Tomkins. En ef tölurnar hans Tomkins eru eru skoðaðar stenst ekki skoðun að 5 dýrasti hópurin sé sjálfgefið í 5 sæti.

  Ef þú trúir mér ekki skoðaðu þá tölurnar sjálfur; hér er linkur á þessa frægu grein. http://tomkinstimes.com/2014/11/why-liverpool-never-win-the-league/

  Verðmatið á ManU á þessari leiktíð er komið frá Tomkins.

 21. Já Guderian, sé það núna með Man Utd. Nei, þetta er ekki algjörlega þannig en til langs tíma leita hlutirnir jafnvægis, þannig skil ég pointið í greinunum. Dýrustu hóparnir eru efstir, kannski mixast þetta eitthvað á milli ára og mér sýnist t.d. Arsene Wenger stöðugt ná frábærum árangri. Til að ná yfir-árangri eins og hann hefur gert þarf stjórinn að vera snjall í innkaupum og stjórnun á liðinu. Þetta hefur mörg síðustu ár misfarist hjá Liverpool, þó ekki undir Benítez og jafnvel Houllier 2001.

  Það má kannski líka segja – þótt Tomkins geri það ekki – að 1-2 árum eftir að mikið er fjárfest hjá Liverpool, náist góður árangur þótt titillinn skili sér ekki. Það má sjá 2001, 2008 og 2012. En það er mjög margt í þessu, gaman að ræða þetta.

 22. Ívar Örn þá erum við orðnir býsna sammála held ég.

  Mig langar að prófa þetta tölfræðilega og ef mér leiðist mikið væri ég vís til þess. En að óathuguðu máli held ég að Tomkins geti auðveldlega sannað að 3 dýrustu liðin séu ávallt í top 4. Fjórða liðið, sem getur lent hvar sem er frá sæti 1-4, er hins vegar lið sem fer inn annað hvort fyrir tilviljun/heppni (eins og mig grunar að hafi verið með LFC í fyrra) eða vegna þess að þjálfarinn er afbragðs góður (eins og Wenger er augljóslega).

  Mig grunar að karlinn hafi fundist vera meiri fréttapunktur í að stilla þessu svona upp en þetta virðist ekki vera alveg rétt hjá honum.

  Ég er á því að stefna LFC sé í stærstum dráttum rétt og margt gott í gangi. Fíllinn í stofunni er þjálfarinn að mínum dómi og sú staðreynd skiptir meira máli en verðmæti liðsins þ.e. upp á 4 sætið eða ofar að gera.

 23. Sælir félagar

  Ég er búinn að segja það sem ég hefi að segja um leiktíðina og allt. Ég er líka búinn að lofa að vera ekki að nöldra. Því segji ég einfaldlega: Guderian #15,22, Höddi B # 5,18 Helginn #19.

  Það er nú þannig

  YNWA

 24. Þegar menn fara að rökræða um tölfræði, þá er nú voðinn vís! Nafni minn, hinn ágæti heimspekingur, orðaði hlutina eitt sinn sem svo:

  “Facts are meaningless. You could use facts to prove anything that’s even remotely true.”

  Það er alltaf hægt að nota tölfræði til að beygja staðreyndir í eina átt frekar en aðra. Þetta fer bara eftir því hvað menn vilja horfa á. Ætla menn að horfa á tölfræði yfir lengra tímabil en 1 season? Eitt tímabil getur, eins og hér hefur verið bent á, verið frávikið sem hrekur þó ekki “staðreyndirnar.”

  Annars skiptir bara engu máli hvort LFC sé með 5. dýrasta hópinn eða neitt slíkt. Það hjálpar auðvitað að vera með eins dýran hóp, því peningar kaupa gæði. En það er ekkert náttúrulögmál. Ef hópurinn er góður, ef leikmennirnir þekkja hvorn annan nægilega vel, þá eru engin takmörk á því hversu góðum árangri liðið getur náð.

  Fact! 🙂

  Ég vil hins vegar taka eitt úr pistlinum hans Babú, sem að nánast öllu öðru leyti er mjög góður. Babú segir:

  “Ef þessi staða [sóknartengiliðir/kantmenn] er skoðuð er mögulega hægt að skilja að Liverpool hafi ekki farið í samkeppni við United og PSG um Depay. Ekki nema slíkur biti sé fáanlegur á Coutinho undirverði ætti þessi staða alls ekki að vera í forgangi í sumar.”

  Hvað, nákvæmlega, hafa okkar menn fram yfir Depay? Depay skorar mörk, ekki okkar menn. Depay er eitraður í föstum leikatriðum, ekki okkar menn. Hann er skruggufljótur, og almennt talinn eitt mesta efnið í Evrópu um þessar mundir. Og ekki hefur stuðningsmönnum LFC þótt leiðinlegt að hafa “efnilegasta leikmann Evrópu” í okkar röðum, þ.e. Sterling.

  Babú segir að það sé ekkert óeðlilegt að reyna ekki við Depay því LFC sé svo vel sett í sömu stöðu. Ég er því algjörlega ósammála. Sterling er ekki einn efnilegasti leikmaður Evrópu, hann hefur aðeins hraðann og ekkert annað. Auk þess sem hann hefur spilað eins og álfur út úr hól síðustu mánuði. Lallana hefur aldrei haldist heill nægilega lengi til þess að sýna úr hverju hann er gerður. Markovic átti fína spretti, út úr stöðu, en hefur engan veginn náð að réttlæta verðmiðann sinn. Ibe er efnilegur, en óreyndur úr efstu deildar bolta.

  Ég spyr, á Liverpool ekki alltaf að reyna að fá betri leikmenn til félagsins en fyrir eru? Ég hefði alltaf trúað því. Depay hefði smellpassað í þessa margumtöluðu og víðfrægu hugmyndafræði FSG. Rodgers vildi hann. Hann fór annað. Verum bara hreinskilnir með það.

  Það er öllum augljóst að það þarf að kaupa leikmenn í sumar sem kunna að skora mörk. Depay var og er þannig leikmaður, en LFC vildi hann ekki. Nei, Liverpool ætlar að kaupa Danny Ings og líklega James Milner. Ég er miklu spenntari fyrir slíkum mönnum heldur en einhverjum dúdda sem heitir í höfuðið á fæðingarborg Elvis Presley.

  Not.

  Homer

 25. Margar af þessum pælingum sem Babu nefnir í greininni eru hárréttar hjá honum og það sem spjallverjar hafa svo talað um. Fyrir mér hefur þetta tímabil verið stórfurðulegt. Gott og blessað að við eigum 5 dýrasta liðið í deildinni með 5 hæsta launmál í deildinni. Þá hefur þetta lið oftar litið út eins og falllið heldur enn 5 besta liðið í Englandi undir Stjórn Rodgers í vetur,

  Móri Stjóri Chelsea Skaut föstum skotum á Guardiola í vikunni Allir sem hafa Prime Messi í liðinnu ná árangri… Er ekki hægt að segja það sama með Suarez? Mér er minnistætt þegar Liverpool spilaði þennan frábæra fótbolta í fyrra og sjálfstraustið í Rodgers var í hæstum hæðum þá sagði hann “ég Gerði Suarez World Class player” Rodgers á svo langt í land að vera talin World class þjálfari, Veturinn hefur sýnt okkur fram á að hann á margt ólært og virðist þrjóska við að reyna ná árangri þegar illa gengur. Ég er ekki búinn að gleyma hörmungunum sem gekk á frá sept til Des í fyrra… World Class þjálfari hefði nú Drullast til að skipta um kerfi strax ekki eftir 11-13 leiki án árangurs. Við getum líka horft á síðustu vikur hjá okkar leikmönnum liðið virðist algjörlega áhugalaust.andlaust,metnaðarlaust undanfarið. Semi Finals Á móti Aston Villa er bara einn lélagsti leikur sem ég man eftir í seinni tíð. World Class þjálfari hefði nú getað gert betur. Ég er einn af þeim sem Vil Rodgers í Burtu og Klopp inn

 26. Ég skil ekki hvers vegna við eigum að vera bókstafstrúar á greiningu Tomkins? Ég er því alveg hjartanlega sammála m.a. Guderian og Helginn.

  Ef Tomkins er að hitta naglann á höfuðið þá bara eigum við ekki séns…og hversu dapurt er það ! Það er bara svo margt annað sem tikkar en tölfræðin þó hún geti gefið vísbendingar og birt ákveðinn hluta af svokölluðum sannleika. Það er ekki hægt að útskýra og hvað þá segja fyrir um mannlega hegðun einstaklings eða hópa með tölfræðinni einni saman. Við getum ekki bara treyst á tölfræðina þegar við viljum skilja, útskýra og jafnvel sanna hver útkoman verður þegar margar mannskepnur koma saman og mynda ýmsa hópa og teymi sem samanstanda af leikmönnum, stjóra, ýmsum þjálfurum og sálfræðingum, áhangendum og umhverfinu (m.a. fjölmiðlar, andstæðingar, fjölskylda leikmanna, kaup og kjör, o.fl.)

  Að mínu mati getum ekki bara tekið þessa statistic Tomkins, sett upp í Excel og ákveðið fyrirfram möguleika okkar ástsæla liðs…og þar með leitt hjá okkur mannlega þætti, þætti úr umhverfinu o.fl. …og ég segi sem betur fer!

  En takk Babu fyrir pistilinn…alveg frábært að sjá svona greiningu.

 27. Þessi sumargluggi var einfaldlega klúður frá A-Ö. Það eru fá lið í heiminum en Liverpool kunna þessa list betur en Liverpool. Þ.e.a.s. að gera frábært lið lélegt á einu sumri með hræðilegum leikmannaglugga. Ég hef orðið vitni af þessu a.m.k. þrisvar sinnum.

  Tímabilið 2001/02 lendum við í 2. sæti.
  – Veðjum hinsvegar á El-Hadji Diouf í stað Nicolas Anelka sumarið á eftir. Kaupum önnur flopp og endum í 5. sæti tímabilið á eftir.

  Tímabilið 2008/09 lendum við í 2. sæti.
  – Missum algjöran lykilmann en fáum pening fyrir. Klúbburinn ákveður að veðja á leikmann sem hafði spilað helming leikja undanfarin þrjú tímabil og kom auk þess meiddur til félagsins. Þá voru önnur kaup heldur ekki til útflutnings. Lendum í 7. sæti tímabilið á eftir.

  Tímabilið 2013/14 lendum við í 2. sæti.
  – Missum okkar langbesta leikmann og fáum væna summu fyrir. Kaupum hinsvegar leikmann í hans stöðu um miðjan ágúst – einn óáreiðanlegasta leikmann heimsfótboltans.
  Önnur kaup voru ekki til að hrópa húrra fyrir en þó einhver þeirra góð til framtíðar.

  Í öll skiptin erum við með glæsilegt lið í höndunum sem vantar einungis herslumuninn upp á til að fara alla leið. Okkur tekst hinsvegar að klúðra hlutunum eins mikið og hægt er í öll skiptin. Við verðum að snúa þessu við og gera betur. Næst þegar 2. sætið verður okkar hlutkesti og herslumuninn vantar upp á.

 28. Það er enginn að segja að allt sem Tomkins segir sé heilagur sannleikur (amen) og alveg dæmigerð rök þeirra sem engin önnur hafa. Heldur talar enginn (ekki Tomkins sjálfur) um að þetta sé óafsannanlegt náttúrlögmal. Það sem hann skrifar meikar þó mikinn sense og útskýrir hann skoðanir sýnar og tölfræði mjg vel. Ég er enganveginn sammála öllu sem hann segir en ég er ekki að kalla þá sem eru sammála honum bókstafstrúarmenn eða þá sem eru ósammála eitthvað-sniðugt-sem-kemur-umræðuefninu-ekkert-við.

  Það er kjánalegt að sjá hér menn segja þetta bara vera bull og þvaður en færa svo léleg eða engin rök og mynda þær skoðanir út frá eigin tilfinningum. Ég er ekki frá því að sumir hér hafi einfaldlega skimað yfir greinina en ekki lesið hana af athygli.

  En gott og vel, það verða aldrei allir sammála sem er gott mál, en sumir mega fara að hugsa um heiminn í fleiri litum en svörtu og hvítu.

  Eiga ekki annars öll dýrin í skóginum að vera vinir? 🙂

 29. Það er mín tilfinning að ekki ríki almennilegur skilningur á röksemdum Paul Tomkins í umræðunni hér að ofan. Eitt finnst mér sérstaklega vanta, og það er að hann gerir mjög skýran greinarmun á tímanum fyrir og eftir 2004, þegar Abramovic kaupir Chelsea og sturtar áður óþekktum fjárhæðum í leikmannakaup og laun. Stuttu seinna kaupir City sig inn í elítuna og bætist í hóp ofurríku liðanna.

  Tomkins heldur því aldrei fram að það sé fullkomin fylgni á milli verðmæti liðs og sæti í töflunni, enda sérlega auðvelt að afsanna það. Hins vegar bendir hann á það að eftir að Chelsea og Man City olíuvæddust hefur enska deildin þá sérstöðu við flestar deildir Evrópu að þar eru þrjú lið MIKLU RÍKARI en hin, og þar sem það er mjög sterk fylgni á milli verðmætis leikmannahóps og sætis í töflu, eru yfirgnæfandi líkur á því að eitthvert af þessum þremur liðum sitji í efsta sæti að tímabilinu loknu. Síðan 2004 hefur þetta aldrei klikkað, því miður.

  Þannig að til þess að vinna PL þar Liverpool ekki bara að verða fyrir ofan liðin sem eru á svipuðum stað peningalega, þ.e. Arsenal og Tottenham, heldur þurfa öll þrjú ríku liðin, City, United og Chelsea að eiga léleg ár.

  Og líkurnar á að það gerist, eru því miður litlar. Og þess vegna nefnir Tomkins greinina sína eins og hann gerir.

  Tölum um síðasta tímabili. Árið í fyrra var í einhverjum skilningi “the perfect storm” fyrir Liverpool. Þar koma saman margar óvenjulegar og hagstæðar ytri og innri aðstæður. Öll stóru liðin skipta um stjóra og tvö þeirra tóku skýr skref afturábak, sérstaklega Moyes og co. Arsenal átti sitt venjulega tímabil, þ.e. nær ekki að stíga upp og notfæra sér aðstæður en endar í öruggu meistaradeildarsæti og Tottenham runnu á rassinn eins og oft áður.

  Liverpool aftur á móti var heppið að byrja tímabilið vel, á þremur 1-0 sigrum (sem allir hefðu getað endað 1-1 ef andstæðingarnir hefðu nýtt færin sín undir lokin), Suarez átti tímabil lífs síns, Sturridge skoraði og skoraði, Rodgers veðjaði á sóknarkerfi sem hefur ekki sést í 70 ár og sló alla út af laginu (nema Morinho auðvitað), Raheem Sterling kom upp og náði að nýta ótrúlega vel það pláss sem Suarez og Sturridge sköpuðu í kringum sig, Gerrard spilaði frábærlega í óvenjulegu hlutverki (sem líklegast kostaði okkur nokkur mörk en skilaði enn fleiri mörkum réttu megin), Henderson óx um 2 klassa og batt spilið saman með sínum endalausu hlaupum, pressu og vinnslu, og síðast en ekki síst: Stemmningin sem byggðist upp í kringum liðið var mögnuð og fleytti því í gegnum margan erfiðan leikinn.

  En þrátt fyrir að ALLT ÞETTA kæmi saman í einu tímabili dugði það ekki til að vinna mótið. Close, but no cigar.

  Í þýsku deildinni þarf Borussia Dortmund bara að glíma við eitt ofurríkt félag. Athletico Madrid þarf að glíma við tvö. Í Frakklandi er bara eitt ofurríkt félag. Ekkert (eða kannski eitt) á Ítalíu.

  Núverandi bölvun Liverpool er að við þurfum að glíma við þrjú ofurrík lið auk Arsenal, sem stendur okkur talsvert framar fjárhagslega og skipulagslega, liðs eins og Tottenham sem er á svipuðum stað og við, auk hinna liðanna sem eiga tímabil lífs síns.

  Á golf-máli má segja að það dugi okkur hvorki að fá fugl né örn til að vinna mótið, heldur þurfum við helst að fara holu í höggi. Það þarf eiginlega allt að ganga upp. Og það er því miður ólíklegt.

  Nú gætu einhverjir tekið því þannig að þetta sé bara svartsýnisraus og aumingjaskapur sem það auðvitað er ekki. Þetta eru bara tiltölulega einfaldar staðreyndir. Peningar tala, og á meðan Liverpool er ekki bara fimmta ríkasta liðið, heldur langt langt fyrir neðan þrjú af þeim liðum sem eru fyrir ofan okkur, eru mjög litlar líkur á að við víkjum svo langt frá “peningasæti” okkar að við náum að vinna deildina.

  Það hins vegar þýðir ekki að við eigum að hætta að berjast, eða vera ánægðir með fimmta sætið bara af því að módel Paul Tomkins spáir okkur þar á hverju ári. Með góðum þjálfara, skynsamri strategíu, markvissri fjárhagslegri uppbyggingu í gegnum markaðsstarf og stærri velli getum við bæði keppt upp fyrir okkur frá ári til árs og, til lengri tíma, breytt fjárhagslegri stöðu okkur þ.a. hún nálgist liðin fyrir ofan okkur.

  En það sem módel Tomkins ætti að gera væri að skapa skilning á stöðunni eins og hún er. Fimmta sætið, eins svekkjandi og það er, er ekki eitt og sér hörmulegur árangur. Það er sú niðurstaða sem við er að búast ef við og öll liðin í kringum okkur ná að gera nálægt sínu besta yfir heilt tímabil.

  Á yfirstandandi tímabili aftur á móti náði hvorki Liverpool, ManU eða Man City að gera sitt besta, og í því eiga aðal vonbrigðin okkar að felast. Tvö af þessum fjórum liðum fyrir ofan okkur áttu léleg tímabil en við klikkuðum á að notfæra okkur það. Vissulega höfum við að einhverju leyti þá afsökun að við vorum óheppnir með meiðsli Sturridge, en það breytir því ekki að fyrir ekki lengra síðan en fjórum leikjum vorum við í kjörstöðu til að ná United og jafnvel City en við klikkuðum. Í því felast hin raunverulegu vonbrigði og í því ljósi er fimmta sætið þetta tímabil ekki nógu góð niðurstaða. Við hefðum átt að geta gert betur.

  Að lokum vil ég segja það að margur tilfinningahnykillinn hér á kop.is myndi líklega gera sálarlífi sínu og jafnvel hjónabandi góðan greiða með því að stilla væntingar af miðað við ofnagreindar staðreyndir, og ná þá frekar að gleðjast af þeim mun meiri einlægni þegar við förum fram úr væntingum, sem vonandi mun gerast því sem næst árlega á næstu árum.

  Lifið heil félagar.

 30. Þetta sagði fyrirliðinn og lifandi legent Steven Gerrard á blaðamanna fundinum núna áðan í hádeginu:

  Spurður hverj­ir hefðu haft mest áhrif á hann hjá fé­lag­inu svaraði Gerr­ard: „Ég stend í mik­illi þakk­ar­skuld við Ger­ard Houllier. Hann var mér sem faðir og ég vann þrjá titla und­ir hans stjórn. Hann gerði mig að fyr­irliða þegar ég var 23 ára og það var djarft af hon­um. Ég skulda hon­um mikið. Svo vildi ég að ég hefði hitt Brend­an Rod­gers fyrr á mín­um ferli. Þá vær­um við að tala um titla á þess­ari stundu.”

  Flott hjá honum að taka Houllier sérstaklega fyrir og þakka fyrir traustið, en það sem tengist þessari umræðu aðdáenda Liverpool meira eru þó þessar síðustu tvær setningar:

  “Svo vildi ég að ég hefði hitt Brend­an Rod­gers fyrr á mín­um ferli. Þá vær­um við að tala um titla á þess­ari stundu.”

  Fyrst Gerrard sem er á förum frá félaginu hefur svona mikla trú á Brendan Rogers, af hverju ekki sófasérfræðingarnir líka? Gerrard gat alveg sleppt því að segja þetta ef hann meinar þetta ekki.
  Hann er í innsta hring og veit hvað er að gerast og byggir sína skoðun á staðreyndum og eigin upplifun á æfingasvæðinu, en ekki á slúðrinu sem við lesum á netmiðlum.

  Ég treysti Captain Fantastic til að vita um hvað hann talar, hvað um ykkur?

 31. WOW! Standing applause.
  Ég gæti ekki orðað mínar hugmyndir orðinu öðruvísi en #32 Whelan #5 gerir í sínu commenti. Spot on!!!

Hvíl í friði Benjamín Nökkvi

Steven Gerrard – Fyrstu árin hjá Liverpool