Hvíl í friði Benjamín Nökkvi

Það er alltaf sorglegt þegar fólk fellur frá, hvað þá á unga aldri. Við stuðningsmenn Liverpool FC misstum einn félaga okkar fyrir stuttu síðan, en hann Benjamín Nökkvi var borinn til grafar í dag. Hann hafði barist við illvíga sjúkdóma allt sitt líf og því miður höfðu þeir betur þann 1. maí síðstliðinn. Benjamín var aðeins 12 ára gamall.

Einkunnarorð okkar fallega félags eiga svo rosalega vel við á svona stundum og merking þeirra er svo falleg. Ég vil fyrir hönd Kop.is votta aðstandendum Benjamíns Nökkva alla okkar samúð og mun minningin um hann lifa áfram um ókomna tíð. Benjamín Nökkvi, You’ll Never Walk Alone. Blessuð sé minning þín.

809329

41 Comments

  1. Samúdarkvedja og virding á ættingja og vini. Megi elsku drengurinn hvíla í fridi.

    YNWA

  2. Lagið okkar var spilað í útförinni í dag frétti ég. YNWA.

Evrópudeild – here we come!

Samanburður leikmanna milli tímabila