Liðið gegn Chelsea

Byrjunarliðið í dag er komið og er sem hér segir:

Mignolet

Can – Skrtel – Lovren – Johnson
Gerrard – Henderson
Lallana – Sterling – Coutinho
Lambert

Bekkur: Ward, Touré, Moreno, Lucas, Allen, Ibe, Sinclair.

Sem sagt, sama byrjunarlið og gegn QPR fyrir viku. Athygli vekur að unglingurinn Jerome Sinclair er á bekknum.

YNWA

64 Comments

  1. Af hverju er Moreno ekki í byrjunarliði frekar en johnson eða can ?

  2. Flott hjá þjálfaranum að halda sig við sama lið og átti í erfiðleikum gegn QPR, væri ekki í lagi að setja Manquillo í bakvörð og færa Can á miðjuna í stað Gerrard? Og mögulega henda vængjahurðinni Johnson úr liðinu og hafa Moreno í vinstri bakvörð? Kannski experimenta smá þar sem enginn séns er á 4 sætinu?

  3. Lucas á að byrja leiki þegar hann er heill á kostnað Gerrard. Sama hvernig staðan væri í leiknum á 60. mínútu væri alltaf öflugt að skipta Gerrard inná. Algjör synd að láta mann með engar lappur byrja í staðinn fyrir Lucas sem er eini varnartengiliður liðsins. Finnst þetta vera mjög íhaldssamt lið með Lambert uppi á topp sem verður líklega einangraður að kljást við besta miðvörð deildarinnar.

    Þetta lið kemur þó ekkert á óvart þó maður sé ósáttur og það er einmitt það slæma við þetta.

  4. Ég tel að stressaður Brendan Rodgers eigi því miður ekki séns í afslappaðan, þunnan og útsofinn Mourinho. Einnig held ég að leikmenn Liverpool muni rembast og rembast fyrir utan vítateig þeirra bláu án þess að komast neitt nær en það, einn af fáum möguleikum á marki er sennilega eitthvað undraskot utan teigs frá Gerrard eða Coutinho. Ég held að það skipti nákvæmlega engu máli fyrir Chelsea hvort þeir séu að koma af viku fylleríi eða ekki, það eru einfaldlega miklir sigurvegarar í liðinu og þeir fara í hvern leik til að vinna, þunnir eða ekki.

    Það versta sem gæti hugsanlega gerst (svona utan við eitthvað second slip hjá Gerrard) væri svo að Remy myndi setja sigurmark á lokamínútunum fyrir Chelsea, tryggja okkur úr meistaradeild og fagna fyrir framan Rodgers… blaut tuska eitthvað?

    Ég fór öfugur framúr í morgun, svo mikið er ljóst og er búinn að hafa slæma tilfinningu fyrir leiknum síðan… mjög langt síðan þar sem ég vaknaði 7. En djöfull vona ég samt innilega að við getum hlegið saman að þessu kommenti mínu eftir leik eftir að hafa valtað yfir meistarana.

    Áfram Liverpool!

  5. þetta frábæra stream sem allir tala um fyrir leik og það þarf að logga sig inn tímalega með lykilorði … einhver :-)?

  6. Móri virkar blekþunnur í þessu viðtali á Sky.

    Nokkuð sama með þennan leik….

  7. Sæl og blessuð.

    Hehemm… Kan í bakknum …u, nei, Jónsson í bakknum, takk en nei, Frábæri fyrirliðinn í brjóstvörninni – ha? Lambert fremstur – jásæll.

    Þvílíkt og annað eins. Skita eða harðlífi – teikjorpikk.

  8. Blabseal linkurinn er bara með Maitix í gangi… eitthvað að frétta með linka?

  9. Hefði átt að halda sig við rauða spjaldið, þetta var svo eldrautt.

    Dómarakunta.

  10. Hvar í andskotanum var Johnson í sókninni hjá chelsea sem gaf þeim hornið?

  11. hafa chelsea stuðningsmennirnir ekkert annað að syngja um nýornir meistarar

  12. Lélegur varnaleikur og dómgæslan heldur áfram að vera slök í ensku deildinni. Chelsea eiga að vera komnir með eitt rautt og svo átti guttinn sem braut á Coutinho að fá gult. En það þýðir ekki að svekkja sig á því núna heldur að reyna að vinna þennan leik. Gerum það með því að ná yfirráðum á miðjunni, hljótum að getaþ að miðað við lið Chelsea.

  13. Held að sóknarmenn okkar hafi gefið fleiri mörk á þessu tímabili en þeir hafa skorað!

  14. Börn að spila fótbolta gegn fullorðnum karlmönnum, getur aldrei orðið jafn leikur.
    Vantar allt malt i þetta lið okkar og algjörlega leiðtogalaust.

  15. Ég meika ekki Chelsea leiki. Þeir eru með verstu stuðningsmennina, þeir eru með hrotta í liðinu sínu, þjálfara sem er með dómaranna í vasanum og Rodgers hefur ekki unnið leik gegn þeim.

  16. Skipulag liðsins ì föstum leikatriðum ì stjòratìð BR ætti að duga til brottreksturs.

  17. hefur þetta lið ekki pung,,,mætir til leiks eins smáguttar. Fótbolti er nú þannig íþrótt þar menn mega takast á…common ! þorir enginn að berjast fyrir sínu,,tækla þetta Chelsea lið niður. Brendan segir að menn séu að spila fyrir sinni framtíð en common hvað með hann…? burt með hann, er bara ekki með þetta!

  18. Horfið á Chelsea og dómgæsluna sem þeir fá svo oft með sér. Þetta er ekkert tilviljun. Bæði þjálfarar og leikmenn væla í dómaranum allan leikinn og svo hefur Mourinho verið að ræða um dómaranna jafnvel á blaðamannafundum. Ég leyfi mér að fullyrða að þeir hafi halað inn ófáum stigum með þessari taktík.

    Við í Liverpool erum hins vegar prúðasta liðið í deildinni og hverju skilar það? Ég held engu. Leikmennirnir eru alltof miklir “nice guys”. Við förum aldrei upp að dómaranum og kvörtum eða verðum reiðir. Leikmennirnir virðast alltaf sætta sig við það sem er dæmt á þá, reyndar sér maður Henderson af og til koma upp að dómaranum og hvísla einhverju reiðisorði að honum en lítið meir. Það vantar helvítist gremjuna og reiðina í menn!

  19. vill hels fá jerome sinclair inná í halfleik lambert alltof hægur þurfum hraða

  20. Vil sjá blaðamannafund í fyrramálið á Anfield
    Rodgers sacked
    Borini sold
    Lambert & Balotelli gefnir
    Allen sold

    Emírinn í Kuwait kaupir liðið.

    Koma svo

  21. Sæl öll,

    ætli Southamton vilji taka við Lambert og Lallana aftur. Þetta eru algjörlega ónothæfir leikmenn. Það hlýtur að vera hægt að nota einhvern annan frammi en Lambert! Frábær “stunga” frá Henderson en það er bara ekkert að gerast þarna frammi. Ég hélt að það væri fullreynt að vera með Lambert einan frammi!

  22. Minnimáttarkennd brendans gagnvart “lærimeistara” sínum, Mourhino, þýðir bara að við byrjum allar leiktíðir með -6 stig .. segir sig sjálft að það gengur ekki.

    Brendan out

  23. remy me? 5 mörk í 6 leikjum og virkar svo miki? betur à mann en lambert og balo….
    samt stennst hann ekki læknisko?un hjà okkur.

    gar?sníglarnir à stanford bridges fara hra?ar en lambert ….

  24. Frábært og verðskuldað. Eru allir þá hættir að væla?

  25. @37 þó að við myndum vinna sannfærandi 1-7 útisigur yrði samt vælt…

  26. Hef ekki séð Liverpool lið jafn andlaust síðan “meistari” Roy Hodgson var að þjálfa liðið.

    Augljóst að það er eitthvað mikið að í herbúðunum og eins gott að yfirmenn tækli þetta vandamál, hvar sem það liggur.

  27. 50-50 leikur , fabregas átti að fjúka útaf. Gerrard að spila ágætlega. Enn möguleiki á að vinna þetta.

  28. Hættir að væla?
    Nei.
    Maðurinn sem var að skora er að fara frá liðinu – hefur fengið sinn skref af gagnrýni en er markahæstur okkar manna í PL
    Stevie G verður ekki til að redda okkur á næsta ári. … En jú er kátur með 1-1
    En það Bjargar ekki Rodgers né öðru því rusli sem er hjá LFC þessa stundina

  29. Sko, það er ekkert annað en fucking sigur sem kemur hér til greina.

    Við erum að keppa við meistaranna sem eru enn skelþunnir og hafa nákvæmlega að engu að keppa að. Ef við getum ekki unnið þá núna hvenær þá??

    Koma svo, klárum mótið með stæl og já verum jákvæðir. Ekki láta eins og hebreskar grátkellingar!

  30. Maður vonar auðvitað að við vinnum þennan leik, þótt það skipti ekki miklu héðan af. Mér finnst mestu skipta að við fáðum alvöru “winner” í brúnna. Ekki mann sem gefur erfiðan útileik á móti RM í meistó , mann sem kann að mótivera liðið og mann sem leikmenn vilja spila fyrir. væri eflaust auðveldara að fá menn til að framlengja samninga sína ef við værum með þannig stjóra .
    Fyrir mér liggur alveg ljóst fyrir að næsta season verður ekkert betra með þennan stjóra, er bara ekki maðurinn. Árangurinn er bara lélegur , og ef við t.d berum liðið saman við liðið sem King Kenny var með og hvað þá árangurinn þá er þetta kristaltært.

  31. Ibe inn og Lambert út. Sterling upp á topp (Þó svo að hann geti varla keypt sér mark er hann samt betri kostur en Lambert) Keyra svo á þetta í seinni og klára þetta.

  32. #37
    Það verður aldrei hætt að væla hér á væl.is, nei ég meina kop.is

  33. Já #37, ég skil ekki af hverju sumir þessara snillinga hér inni eru ekki á Englandi að stýra fótboltaliðum…

  34. Ekkert að þessum fyrstu 45 mín.
    Fabregas átti að fá rautt
    Þeir skora eftir fast leikatriði.
    Bæði lið að skapa sér færi
    Gerrard jafnar leikinn.

    Það hefði verið auðvelt að gefast upp eftir markið hjá Terry en mér fannst Liverpool bregðast vel og héldu áfram og áttu sinn besta kafla rétt eftir markið þar sem nokkur færi komu.
    Þeir hafa verið að sækja mikið á E.Can þarna hægra megin enda Sterling ekki alltaf kominn tilbaka að hjálpa.

    Ég held að maður nennir ekki lengur að lesa þessi vælukomment hérna. Já tímabilið hefur ekki verið nógu gott, liðið er í 5.sæti og endar líklega þar. 5 ríkasta liðið endar í 5.sæti það er ekki tilviljun. Liðið er ungt og maður vill að 2-3 af þessum ungu gaurum verða einfaldlega mjög góðir á næstu árum svo að við getum verið með fínan kjarna.

    Menn tala um rusl, andleysi og kalla menn nöfnum sem eru að spila fyrir klúbbinn. Mér finnst liðið í dag vera að gefa sig í verkefnið þótt að vonin um 4.sæti er ekki mikil. Mér finnst þetta lið í dag ekki vera í Newcastle/QPR fíling að vera komnir í sumarfrí. Það má vel vera að við töpum í dag fyrir Englandsmeisturunum á útivelli en það er ekki af því að liðið er ekki að leggja sig fram það er af því að Chelsea er einfaldlega betur mannað en liverpool liðið.

    Maður horfir á þessa síðustu leiki bara af því að maður dýrkar sitt lið og hefur maður misst af 3 leikjum síðan 1995(mín fyrsta minning af liverpool var að gráta úr mér augun 1989 útaf af Thomas) . Fyrir mitt leiti þá hef ég séð okkar áskæra lið í mun vera ástandi en liðið okkar í dag og hef ég trú á því að á næsta ári verðum við líka í baráttuni um meistaradeildarsæti og höldum áfram að taka smá bikar run en til þess að við verðum með aftur í alvöru titilbaráttu þá þarf olíufursti eða milljarðamæringur(sjá eigendur Chelsea og City) að kaupa liðið eða tippa á að ungir leikmenn stígi upp(því að við keppum ekki um allra stærstu bitana í leikmannamarkaðinum)

  35. Menn sem tala um væl eru bara gaurar sem vantar allt keppnisskap og ástríðu fyrir LFC í. Við eigum ekki að sætta okkur við eitthvert helvítis meðalhóf. Einu sinni vorum við besta og virtasta liðið á englandi Við verðum það aldrei aftur ef við stuðningsmennirnir sættum okkar bara við 5 sætið og engann bikar .. ár eftir ár.
    Fyrir nokkrum árum vorum við aðdáendur liverpool drullufúlir ef við náðum ekki að gera alvöru atlögu að tittlinum. Núna er markmiðið bara að ná 4 sætinu og þvílík hamingja ef það tekst. Þvílik hnignun hjá okkur og liðinu okkar !

  36. Nú, svo hefur Móri aldrei tapað heimaleik í deildinni með Chelsea.

  37. @Ian Rush
    Var Atletico Madrid ekki örugglega ríkasta lidid à Spàni í fyrra?

  38. Sinclair að koma inná fyrir Lambert 🙂 Kominn tími á Lambert frábært að sjá þennan unga strák aftur.

  39. Jahérna Gerrard út Lucas inn.

    Er hægt að losa Brendan á free transfeer?

  40. Við þurfum mark og þá tökum við auðvitað Gerrard út og setjum markamaskínuna Lucas inn.

    Ok, Rodgers #clueless

  41. Það fór allur drifkraftur úr sóknunum þegar Lallana var tekinn útaf

  42. Hvar eru grimmdin og ákefðin,ótrúlega andlaust eitthvað,það er enn smá séns á meistaradeild for crying out loud!!!

  43. Fyrirgéfið en ég sé lið með nánast fullkomna yfirburði á miðju og sæmilega trausta vörn. Með skilvirkan senter værum við búin að raða inn mörkum.

  44. Af hverju spila þeir ekki svona í hverjum einasta leik?? Það sést að allir eru að gefa allt í þetta, en í leikjum á móti minni liðunum vantar það!

  45. Jafntefli sama og tap. Djöfulsins aumingjaskapur að vinna ekki skelþunna meistaranna.

    BR er ekki off the hook.

  46. Jebb, takk fyrir sísonið, upp með veskið og inn með hjólbörurnar.

  47. Er enginn alvöru center þarna úti sem sér sóknarfærið í að koma til liverpool eins og staðan er í dag??? Fullt af ungum og frábærum miðju og kantmönum, ágæt vörn og akkúrat engin samkeppni um framherjastöðuna…næsti heimsklassa framherji sem réttir upp hendina á 38 byrjunarleiki vísa…

Chelsea á morgun

Chelsea 1 Liverpool 1