Sturridge frá fram í september!

Echo slær upp eftirfarandi frétt í kvöld: Daniel Sturridge er að jafna sig eftir aðgerð á mjöðm á dögunum og nú er staðfest að hann byrjar ekki að æfa fyrr en í september í fyrsta lagi.

Þýðing: Sturridge missir af a.m.k. fyrsta mánuði næsta tímabils, sennilega meira. Ég myndi skjóta á að við sjáum hann ekki aftur á knattspyrnuvellinum fyrr en í október í fyrsta lagi.

Þetta setur sumarið fram undan í skýrt ljós. Hér eru framherjar Liverpool í dag: Sturridge, Balotelli, Lambert, Borini. Sturridge verður frá fram á næsta vetur, Balotelli og Borini verða nánast pottþétt í treyjum annarra liða á næstu leiktíð og líklegt verður að teljast að Lambert fylgi sömu leið.

Framherjar óskast! Það er verkefni sumarsins. Origi kemur og við þurfum a.m.k. einn í viðbót, jafnvel tvo ef Lambert fer. Og þetta þurfa að vera alvöru leikmenn, engir helvítis sénsar úr tilboðskörfunni. Aspas er ekki að fara að færa okkur titilbaráttu á næsta ári, Balotelli ekki heldur. Nú er bara komið að því, það verður að sýna metnað í sumar.

Þessu tengt: Memphis Depay er á leið til Man Utd og bætist því á langan lista leikmanna sem Liverpool hefur reynt við en misst af á síðustu árum. Í staðinn orða frönsk lið okkur við Paul Georges Ntep, 22 ára sóknarmann Rennes sem á að hafa heimsótt Melwood tvisvar á síðustu 10 dögum.

Hann er þó ekki framherji, og Depay ekki heldur. Það er langt síðan krafan um alvöru framherja var jafn skýr og nú … nei bíddu, það var síðasta sumar. FSG voga sér ekki að klúðra þessari stöðu annað árið í röð.

YNWA

49 Comments

 1. Lacazette og Benteke gætu verið bestu raunhæfu bitarnir sem við höfum verið orðaðir við. Þó er Lacazette eitthvað sem er of gott til að vera satt og endar hann líklega í ríkara liði (en ekki hvað?).
  Það verður einfaldlega að gera allt til þess að næla í markaskorara í sumar ef allt á ekki að fara til fjandans. Higuain, Cavani… Eru svona bitar raunhæfir? Ég held ekki
  Við fáum efnilegan Breta uppá topp(Ings) og reyndan Breta(Milner) á miðjuna.
  Spennandi
  Reynið að heilla okkur stuðningsmennina mighty transfer committee..

 2. Ég sé fyrir mér að Lovren verði hægri bakvörður á næsta tímabili svipað og Ivanovic hjá Chelsea. Skrtel verður gerður að fyrirliða. Hann spilar alla leiki og mætir aldrei í fýlu, fyrir mér er hann litli bróðir Hyypia. Ég vill sjá Coutinho eða Lallana vera fremstan á miðjunni að stjórna spilinu og hafa 3 rakettur að velja úr frammi. Spá: við komum á óvart og tökum 1.sætið!

  Liðið á næstu leiktíð

  Markovic – Sterling – Origi ( varamenn: Ibe, Borini og nýr leikmaður)

  E.Can – Coutinho – Henderson ( Allen, Lallana, Lucas)

  Moreno – Sakho – Skrtl (c) – Lovren ( Enriguqe, Ilori, nýr leikmaður)

  Mignolet ( nýr leikmaður)

 3. Ég hlakka til að sjá af hverjum við missum næst…. eða þannig.

 4. Það er bara ekki í boði að styrkja þessa stöðu ekki almennilega í sumar!

  Ég vona að þessi aðgerð hans sé eitthvað tengt því að fundist hafi verið eitthvað undirliggjandi sem var lagað og dregur úr meiðslum hans í framtíðinni. Það er ömurlegt að hann fái ekki undirbúningstímabilið og kemur aftur þegar nokkuð er liðið á leiktíðina en ef hann verður heill út leiktíðina frá september/október þá gæti það verið þess virði.

 5. Við minna menn og konur hér á þrennt;

  1) Sumarið sem Luis Suarez fór frá Liverpool vorum við seinna á fullu að reyna kaupa Alexis Sanchez. Suarez ætlaði sér að fara til Barcelona. HVERSVEGNA Í ANDSKOTANUM hélt Liverpool ekki mikið fastar í þá kröfu að fá einhvern heimsklassaleikmann í staðinn til Liverpool? (Sanchez, Pedro o.fl.?) Suarez hefði líklega verið í vondri stöðu og sett mikla pressu á Barcelona og leikmennina að samþykkja þetta.

  2) Luis Van Gaal sem var að stela Depay fyrir framan nefið á okkur í gær átti að verða aðstoðarmaður Brendan Rodgers hjá Liverpool í einskonar Director of Football stöðu. Van Gaal var búinn að samþykkja þetta. Brendan Rodgers hafnaði þessu hinsvegar alfarið og krafðist þess að sjá um allt sjálfur. Vildi algjör óskorðað vald.
  Í staðinn erum við núna með þjálfara sem hefur 0% attraction, reynslu og sambönd í að lokka góða leikmenn frá Evrópu, eitthvað sem Van Gaal leikur sér greinilega að. Rodgers afþakkaði í hroka sínum mjög mikla hjálp sem Liverpool hefði fengið á leikmannamarkaðinum, reynslu og hjálp við að stýra stórum egóum og hreinlega verður að taka afleiðingum af því. Hnífarnir eru mjög eðlilega uppi í dag.

  3) Þegar FSG tóku við Liverpool var eitt af því fyrsta sem þeir gerðu að spyrja kollega sína í Arsenal, Man Utd og Chelsea ráða hvernig ætti að reka fótboltaklúbb á Englandi. Fá ráð hjá stóru og ríku köllunum.
  Ef eitthvað öskrar á mann um “small mind meðalmennsku mentality” þá er það þetta.

  “Getiði nokkuð hjálpað okkur litlu bandarísku bisnessmönnunum að skilja fótbolta sem íþrótt? Kunnum eiginlega ekkert á þettasko. Við lofum að þvælast ekkert mikið fyrir ykkur eða taka leikmenn frá ykkur. Ætlum bara að reka low budget fótboltalið og græða pening hérna. Hugsum kaupin á Liverpool bara sem langtíma fjárfestingu. Plis getiði hjálpað okkur smá?”

  Finn ekki greinina núna en í fyrra las maður í september að fullt af góðum leikmönnum hafi verið targetaðir af leikmannanefnd Liverpool síðastasumar enda CL bolti í boði og liðið að spila mjög skemmtilegan fótbolta. Það voru sénsar á mjög góðum leikmönnum. Aðeins til að svarið kæmi að ofan frá Henry og co. Getum ekki keypt hann vegna “Cost issues”.
  Í stað þess að sofa hjá óvininum væri ráð að FSG byrjuðu að drullast til að setja almennilegan pening í liðið og ráða menn sem eru sigurvegarar ekki eilíflega efnilega wannabe menn sem gera lítið annað en að tala fallega og krúttlega um Liverpool og hefðirnar. http://tomkinstimes.com/2014/11/why-liverpool-never-win-the-league/

  p.s. Tengt nr.3 …Getur einhver í andskotanum skýrt það út fyrir mér afhverju mannleysan Ian Ayre er enn að fá laun frá Liverpool FC? Hvað gerir þessi blessaði maður fyrir Liverpool? http://www.express.co.uk/sport/football/471839/We-can-get-the-big-names-Ian-Ayre-confident-of-Liverpool-summer-additions

 6. (FFP) were agreed to in principle in September 2009 by the Financial Control Panel of football’s governing body in Europe (Union of European Football Associations – UEFA). They were established to prevent professional football clubs spending more than they earn in the pursuit of success and in doing so getting into financial problems which might threaten their long-term survival.[1]

  The regulations provide for sanctions to be taken against clubs who exceed spending, over several seasons, within a set budgetary framework.

  FSG eiga ekki olíuauðlindir og munu þar af leiðandi alltaf hlýta þessum reglum. Held að menn ættu að kyngja þessari staðreynd þó erfitt sé að tyggja. Þetta er og verður langt og strembið ferli þar sem reynt er að styrkja klúbbinn með “eðlilegum” leiðum (Arsenal leiðin).

 7. Við fáum bara einhverja NO NAME leikmenn, wanna be this, might be that, the next this one and the next that one.

  Svo lengi sem við bjóðum ekki eitthvað sambærilegt og lið í topp 4 þá verðum við bara að sætta okkur við skítlega meðalmennsku. Það þarf meiri metnað hjá FSG og klúbbnum.

 8. Eigum við ekki aðeins að anda inn og út vegna Depay …þurfum við ekki fyrst og fremst að finna framherja sem hafa þegar sannað sig á top level? Eru “Finished articles” í stað upprennandi bænda, hvort sem þeir eru hollenskir, úr Þykkvabænum eða annarsstaðar frá.

  Skv. James Pearce
  Rodgers on Depay: “It wasn’t something we were ever interested in. We already have 4 wingers at the club. We have other priorities.”

 9. Ég er ekki beint að missa svefn yfir að missa af Memphis Depay (svalt nafn) enda vissi ég ekki af tilvist þessa meinta snillings fyrr en fyrir nokkrum dögum.

  Ég hélt satt best að segja að leikmaður af þessu tagi, þ.e. vonarstjarna úr veikari deild, væri nákvæmlega það sem menn vildu ekki?

  Fengi ég að ráða og velja einn leikmann væri það Roberto Firmino hjá Hoffenheim. Það er líka hellingur af mörkum í Kevin Volland. Ég er einnig ánægður með að Son Heung-Min er orðaður við Liverpool.

 10. James Pearce fjallaði ágætlega um “missa af leikmönnum”- vandamáli Liverpool í Liverpool Echo í gær. Við erum klárlega ekki að bæta ástand okkar í þeim efnum með því að missa af topp4. Er því miður hræddur um að sú staðreynd ein og sér dugi til þess að við munum alltaf missa af bestu bitunum þetta sumar. Skiptir í því sambandi engu máli hversu mikla peninga við bjóðum í viðkomandi leikmenn. Þessir gaurar vilja dansa á stóra sviðinu (Champions League) og sætta sig ekki við neitt annað.

  En hey, við getum alltaf keypt nokkra Borini-a og Aspas-a á sæmilegu verði (stuna)

 11. Já okei Rodgers minn, þú bauðst í Depay en bara uppá djókið því þig langaði ekki það mikið í hann.

 12. Ég held að það sé nú nokkuð til í því að lfc hafi ekki reynt á fullum krafti að ná í depay enda lítur allt út fyrir að við höfum frekar takmarkað budget í sumar (nema sterling verði seldur) og það er bara alveg rétt sem BR segir að það þarf miklu frekar að styrkja aðrar stöður og sorgarfréttin um mjöðmina á sturridge staðfestir það hressilega. Jafnframt sé ég ekki hvernig lfc ætti að láta depay + ibe + markovic + sterling + lallana fá nægjanlega mikinn spilatíma. Depay er virkilega áhugaverður og spennandi leikmaður en þetta er ekki targetið til þess að gráta m.v. þá stöðu sem uppi er í dag.

  Varðandi striker þá eru held ég allir sem koma að lfc sammála um það að sú staða er í hryllilegum málum í dag. Nánast allir strikerarnir eru glataðir fyrir utan Sturridge en hann hefur aðra vankanta (meiðslasaga). Það er í raun með ólíkindum hvað klúbburinn hefur vandað sig illa með alla þessa minni spámenn : borini, lambert, balo, aspas og verður það krefjandi verk að koma þeim frá klúbbnum og fá kannski eitthvað til baka af kostnaðinum við þá.

  Ég held hinsvegar að það standi afar fáir áhugaverðir kostir til boða, sérstaklega ef klúbburinn missir af CL sæti. Nöfn eins og Higuain, Cavani og lacazette er nöfn sem stuðningsmenn hafa klárlega áhuga á og eflaust klúbburinn líka. Ég held hinsvegar að engin þeirra sé neitt sérstaklega raunhæfur kostur nema þá kannski Higuain þ.e. ef Napoli missir af CL sæti. Miklu frekar held ég að klúbburinn muni fara á eftir ings og óttast ég að þeir fari jafnvel í menn eins og Benteke sem vissulega er góður leikmaður en með töluvert frábrugðin leikstíl sem lfc spilar. Það verður eflaust kastað útum gluggann peningum í eitthvað target sem uppfyllir engan vegin kröfur stuðningsmanna en flokkast sem veik og áhættumikil tilraun til þess að lífga upp á framlínu klúbbsins.

  Persónulega er ég hrifnari af því að geyma peninginn inn á bók ef réttu mennirnir eru ekki á lausu.

 13. Froðan sem vellur upp í BR er að verða nokkuð þreytt. Held að til þess að klúbburinn reyni að byggja upp smá virðingu fyrir honum hjá aðdáendum að þá ætti að setja hann í fjölmiðlabann. Hann þvælir bara út og suður hvort sem er um samningsmál, leikmannakaup eða árangur liðsins.

 14. Þannig að Liverpool fór ekki af fullum þunga í samkeppni við Man Uted og PSG um Depay sem spilar NÁKVÆMLEGA sömu stöðu og Sterling, Ibe og Markovic (o.fl.) hjá Liverpool?

  Kemur þetta svona rosalega á óvart og er það sem Rodgers segir núna bull og vitleysa en allt sem menn hafa lesið (og rosalega viljað að sé satt) í slúðrinu sé aldrei þessu vant ekki nálægt sannleikanum?

  Ég hefði alveg viljað Depay og ég hata það að Liverpool missi ítrekað af leikmönnum sem þeir helst vilja. En ég skildi aldrei afhverju hann ætti að vera forgangsmál og efaðist um að svo væri, rétt eins og Rodgers staðfestir í dag. Auðvitað hafa þeir skoðað möguleikann á honum líkt og líklega flest stórlið hafa gert.

  Liverpool þarf að styrkja sig en það er ekki í þeirri stöðu sem félagið er hvað best mannað. Horfa frekar á Chelsea í fyrra og kaupa fáa mjög góða í þær stöður sem helst þarf að styrkja.

  Svo er magnað að lesa það út hjá einhverjum eins og það sé nánast neikvætt að FSG hafi aukið virði félagsins gríðarlega undanfarin ár.

  (Fel mig bakvið sófann)

 15. Æj ég veit ekki með Benteke, finnst hann ekki passa inn í þetta lið okkar miðaðvið hvernig við viljum spila. Leggja okkar allt í Higuain! Finnur ekki meiri ekta striker. Aggressívur og ákveðinn. Gerir hlutina bara einfalda, skorar HELLING hvar sem hann spilar. En ætli hann sé ekki of “gamall” fyrir okkar innkaupastefnu.
  Ohh þetta væri draumur!
  https://www.youtube.com/watch?v=jlpAC1YY8Dc

 16. Babu #15:
  “Þannig að Liverpool fór ekki af fullum þunga í samkeppni við Man Uted og PSG um Depay sem spilar NÁKVÆMLEGA sömu stöðu og Sterling, Ibe og Markovic (o.fl.) hjá Liverpool? ”

  Hmm… ég vissi ekki að Depay væri bakvörður 🙂

 17. En að gríni slepptu, þá er Depay gríðarlega fjölhæfur og mikill MARKASKORARI… og hvað hefur okkur aftur vantað síðasta árið?

  Að ítrekað missa “transfer targets” í önnur lið er ekkert nema skita, sama hvernig á það er litið.

 18. Ég get svosem viðurkennt það að ég var mjög spenntur fyrir Depay. Hversu mikil bæting hann yrði miðað við Lallana, Markovic eða Sterling er svo annað mál. Félagi minn býr í Hollandi og talar mikið og vel um hann, en við vitum öll að hollenska deildinni er ekki á pari við sterkustu deildir Evrópu. En ég hugsa að Rodgers hafi litið til Depay í ljósi óvissunnar um framtíð Sterling.. hugsanlega veit Rodgers eitthvað um samningamálin sem við vitum ekki 🙂

  Við þurfum fyrst framherja (helst tvo miðað við þessar Sturridge fréttir!) og hægri bakvörð. Ég hef grun um að það sé blessun í dulargervi að Depay valdi United.

 19. Er Depay nokkuð nema vængmaður sem hefur eitt einasta tímabil skorað mikið af mörkum? Dirk Kuyt hafði skorað meira fjögur tímabil í röð áður en hann kom til LFC. Ekki það, það gæti vel ræst úr Depay á hvorn veginn sem er. Maður myndi nú samt veðja á einhvern annan til þess að skora mörk.

 20. Ég er sammála þeim sem tala um að anda rólega þó að við höfum misst af M. Depay ef að LFC var e-h tíma að eltast við hann. Það er nú einsu sinni “Silly season”.

  Það er algert happdrætti hvaða leikmenn pluma sig eftir að hafa spilað í Hollandi. Vil minna menn á að menn eins og Kezman, Alfonso Alves og Alfreð Finnbogason hafa allir verið markahæstir í Hollandi svo dæmi sé tekið.
  Síðan hafa komið demantar eins og Suarez, Van.Nistelrooy, Bergkamp ofl en punkturinn er að kálið er langt frá því að vera sopið þó í ausuna sé komið.

  Vonandi að þessi drengur falli í fyrri hópinn.

 21. Mitt mat:
  1) Ég vil ekki sjá Benteke, hann er meiðslagjarn og ekki sú týpa sem okkur vantar.
  Ég væri til í að halda Balotelli, fáum ekki mikið fyrir hann í sumar og hann kann alveg fótbolta. Sú ákvörðun þyrfti þó að vera gerð í samráði við Rodgers þar sem hann virðist ekki vilja nota hann eins og staðan er í dag. Ef við myndum hins vegar taka glugga þar sem gert er ráð fyrir að Balo sé í liðinu og liðið skipulagt með það (meðal annars) í huga þá er ég viss um að BR gæti kreist það besta úr Balo. Ég hins vegar held að BR nenni því ekki og Baló verði seldur.
  2) Selja Lambert
  3) Halda Borini ef Rodgers getur séð not fyrir hann, annars selja og klárlega selja ef við fáum þokkalegt boð.
  4) Fáum Origi.
  5) Selja Aspas.
  6) Kaupa tvo framherja sem eru nokkuð þekkt stærð. Það sem ég hef lesið um Lacassette (sic) hljómar vel og svo bara bomba góðum launum á eina stjörnu! Reyna að sannfæra e-n um að framtíðarsýn Liverpool er að vinna titla og fá e-n til að vera með í því. Væri mest til í e-n eins og Benzema en ég veit að það er óraunhæft. Ég vil bara að Liverpool kaupi einu sinni leikmann sem manni finnst fyrirfram að sé óraunhæft að þeir nái.

 22. Ég skil ekki fólk sem byrjar sillysíson á svartsýni. Það er eins og að mæta í partý í fýlu.

 23. Nr. 17

  Hmm… ég vissi ekki að Depay væri bakvörður 🙂

  Hehe þetta er samt nokkurnvegin það sem ég er að meina, Liverpool þarf að hætta að kaupa bara einhvern og nota svo úr stöðu og styrkja frekar liðið með fáum góðum í þeim stöðum sem þarf að styrkja.

  Það bara meikar ekkert sens að kaupa leikmann í sömu stöðu og Sterling, Ibe og Markovic þegar þörfin er svo augljóslega alls ekki mest í þeirri stöðu. Myndi skilja það ef Depay væri hreinræktaður striker en hann er það víst ekki, ekkert frekar en einmitt Sterling eða Markovic.

  – Hætta að nota Markovic og Ibe sem báðir kosta 15-20m+ úr stöðu sem bakverði og kaupa frekar nothæfan fokkings bakvörð.
  – Nota Can í sinni bestu stöðu og sjá hvort hann er ekki ennþá betri þar en hann hefur sýnt úr stöðu sem miðvörður eða fokkings bakvörður. Hvað þá þegar vantar góða miðjumenn mest allt tímabilið.
  – Kaupa nothæfan sóknarmann/menn sem hentar því kerfi sem á að leggja upp með, ekki kaupa tvo leikmenn (MB + RL) sem eru báðir fullkomin andstaða við það sem lagt er upp með og spila svo manni (RS) úr stöðu fremst mest allt tímabilið.

  Það væri mjög fóðlegt að skoða SWOT greininguna fyrir síðasta tímabil og hvernig þeir meta árangurinn núna er því er að ljúka. Líklega er svo spurning um aðra nálgun í SWOT greiningu næsta tímabils.

 24. Jæja auðvitað var Liverpool ekkert að reyna að ná í þennan M. Depay. Voru bara búinir að fá leifi PSV til að rabba við hann um daginn og veginn. AFhverju í fjandanum er Liverpool að fá leifi til að spjalla við leikmann ef þeir ætla ekkert að kaupa hann. Ekki koma með að þetta sé nú bara silly season því Fromaður PSV hefur staðfest að viðræður hefðu verið við Liverpool. Skil ekki tilganginn í því að fara á eftir honum ef það stóð ekki til að kaupa hann. Þetta er svona eins og þegar smákrakkar tapa í keppni og segja að þeir hafi hvort sem er ekkert verið að keppa.

  Helginn 23# ef það hefur verið leiðinlegt í síðustu partýum þá er ekkert óeðlilegt að menn mæti í fýlu í það partýi. Síðan koma menn með að jú Liverpool getur ekki keypt við hin liðin um stóru bitana það þýðir þá bara eitt LIVERPOOL ER BARA MIÐLUNGSLIÐ. Það er líklega raunveruleikinn sem við þurfum að fara að sætta okkur við.

  Man Utd og City gátu keypt stórar stjörnur þegar þau voru ekki í CL en Liverpool gat nú ekki einu sinni keypt stjörnur þegar þeir voru í CL. Þannig það er ekki CL sem er aðalmálið heldur bara peningar og því miður þá er boltinn þannig í dag að ef þú ætlar að ná árangri þá þarftu að setja peninga í liðið. Það er alveg sama hvort það er á Íslandi eða Englandi og hefur verið marg rætt hér að ríku liðin eru þau sem vinna í 90%.

  Vissulega vilja leikmenn spila í CL en menn eru kannski tilbúnir að leggja það á sig að spila bara í Europa League ef þeir fá bara nóg borgað fyrir það.

  Það er bara sorglegt að sjá hvernig komið er fyrir Liverpool. Þetta var sigursælasta lið Englands í kringum 90 og hafði alla möguleika á því að halda sigurgöngunni áfram en þá tók maður við sem heitir David Moores sem ég hef marg oft talað um að eigi stæðstu sökin á því að Liverpool hefur ekki unnið deildina allan þennan tíma. Lélagar ráðningar, fáránleg notkun á fjármagni (neita að borga rétt verð fyrir Sherrer, Ronaldo og Cantona sem dæmi), og síða algjört getuleysi í markaðsmálum. Man U tók svo langt fram úr Liverpool í þessum málum frá árinu 1990. Með því að stækka völlinn og skoða önnur markaðsvæði eins og asíu. Meðan sátu þessir aular og skildu ekkert í því afhverju United var að fá mikið meiri pening til sín og fór síðan að vinna titla eins þeir fengu borgað fyrir það. Já síðan til að kóróna aumingjaskapinn þá seldi hann einhverjum algjörum fávitum klúbbinn sem voru næstu því búnir að setja hann á hausinn.

  Þetta hefur orsakað það að Liverpool telst varla lengur sem eitt af stóru liðunum í Englandi lengur. Enda hefur liðið aðeins einu sinni síðstu 5 ár náð að vera í topp 4 og spila því í CL og ef Liverpool nær 5 sætinu í ár þá er það næst besti árangur frá tímabilinu 2008-2009. Eða sem sagt eftir að sheikinn keypti Man City hefur liðið einu sinni náð að komast í CL. Næsta tímabili verður því 5 tímabilið af síðustu 6 sem Liverpool er ekki í CL það er bara svona svipað og hjá Tottenham.

  Ég las hluta af pistlinum frá Tomkins sem var linkaður hér í pistli fyrir nokkrum dögum og ég get ekki sagt að maður hafi orðið mjög bjartsýnn á að þessi þróunn muni eitthvað breytast og Liverpool nái að halda sér upp í topp 4 næstu árin. Heldur geta komið upp eitt og eitt ár þar sem það gæti komið á óvart og náð einhverju af þessum sætum.

  Þið verðið að afsaka þessa svartsýni en það er bara ekkert sérlega mikið sem fyllir mig einhverri bjartsýni þessa dagana varðandi okkar ástkæra lið. Er í mikill baráttu um hvernig ég á að geta látið börnin mín halda með liði sem á varla séns á að vera meðal þeirra bestu.

 25. Skilaboðin sem ég er að lesa frá FSG og co. er að Liverpool ætlar ekki að borga laun á við “stóru” liðin.

  Skilaboðin gætu þar af leiðandi allt eins verið: “Við ætlum okkur ekki að keppa við stóru liðin”.

  Peningarnir tala sínu máli í þessari viðskiptagrein eins og öðrum. Ef þú ætlar að fá topp forstjóra – þá þarf að borga laun í takti við það. Það er engin í business af góðmennsku einni saman. Allt þvaður um tölfræðikunnáttu manna sem stúderuðu hafnarbolta, gæti alveg eins átt við menn sem hafa stúderað skák. Einfaldlega allt annar handleggur en knattspyrna.

 26. Hvað með það þó við séum með 4 vængmenn fyrir? Við erum líka með 4 eða 5 framherja, eigum við þá ekki að sleppa því að kaupa framherja og nota það sem er til? BR þú bullar bara…

 27. Bottom line……………… hættum að lifa á fornri frægð, peningar ráða greinilega öllu eins og sést á Depay kaupum MU.

  Burtséð frá einstöku tímabili í fyrra (þökk sé Suarez) þá er Liverpool lið sem verður að berjast um 5 – 8 sætið næstu árin, kannski að klóra í 4. sætið.

  Komandi sumar verður slúðrað um alla mögulega leikmenn og við fáum á endanum fleiri miðlungs “efnilega” leikmenn, ekkert “nafn”.

  Rodgers fær eitt tímabil til viðbótar til að sanna sig en tekst ekki og endar með liðið í áðurnefndu 5 – 8 sæti, hálfa Evrópudeild og enga dollu.

  Sjáum svo til hvaða stjórar verða á lausu næsta vor. Kæmi ekki á óvart að það yrði nýr stjóri í brúnni haustið 2016.

 28. Sælir félagar

  Þetta er og verður eins og undanfarin ár. Við munum eyða peningum í einhverja sem geta ef til vill orðið góðir í framtíðinni og ef þeir verða góðir þá verða þeir seldir og keypt meira af þeim sem ef til vill verða góðir. Sem sagt úrvinnsla hráefnis til ríkra neytenda. Þetta þýðir einfaldlega að Liverpool verður lið sem verður að berjast um sæti á bilinu 10 til 7 og á góðum árum um sæti 8 til 4 og nær 4 sætinu í eitt skipti af hverjum 10.

  Því er það svo að ef við viljum að liðið sé að berjast um toppsæti þurfum við eigendur sem eiga peninga. Það er morgunljóst að kanarnir eiga ekki þá peninga sem til þarf. Þeir ætla heldur ekki að leggja peninga inn í félagið meira en orðið er. Félagið verður sem sagt að reka sig sjálft. Til þess að sá rekstur haldi liðinu inni í meistaradeildarsæti þurfum við stjóra eins og Wenger. Afburða stjóra sem sættir sig við titil á 10 ára fresti en heldur liðinu í meistaradeildinni á lágmarksfjármagni.

  Menn tala um hin klassísku Liverpool gildi. Eru þau að liðið sé að brambolta í efri hluta deildarinnar með hóp af mönnum sem verða ef til vill góðir og svo nokkra á síðasta söludegi til uppfyllingar. Eru það hin sígildu gildi klúbbsins. Það er hægt að rífast um hitt og þetta, alskonar söguskýringar og endalausar óheppilegar aðstæður. En staðreyndin er sú að hvorki eigendur, stjórinn ná staffið er af þeim kaliber að meistaratitill, meistaradeildarsæti né meistaraleikmenn eru á borðum Liverpool í dag.

  Heppni eins með menn eins og Suarez (sem auðvitað var gölluð vara og þessvegna gátum viðkeypt hann) kemur ekki til Liverpool nema fyrir algera slembilukku. Balo átti að vera kraftaverk BR númer 2 þar sem hann hafði(og hefur ef til vill enn) þær hugmyndir um sjálfan sig að honum væru allir vegir færir. Jafnvel að gera alvöru liðsmann og sigurvegara úr Balo. Hroki BR og þrái eru eitt af því sem ég hefði vilja minnast á en ætla að sleppa því.

  Hver er svo niðurstaðan af öllu þessu fjasi mínu. Hún er eftirfarandi:
  – Algert vonleysi um að við fáum einhver alvöru mann í sumar.
  – Augljóst að við náum ekki meistaradeildarsæti aftur fyrr en eftir 8 – 9 ár.
  – Liverpool mun aldrei vinna meistaratitil með þessum eigendum, stjóra og staffi.
  – Við verðum á sama bömmernum á hverju vori og undanfarna góða 2 áratugi.
  -Við náum 2. til 4. sæti á 10 ára fresti og höldum þá að við vinnum deildina árið eftir.
  – Í lok hverrar leiktíðar segjum við að þetta hafi gengið illa þetta árið af því þetta og hitt.
  – Stuðningsmanna hópurinn þynnist með hverju ári og að lokum hættir Liverpool að verða til nema sem minning einhverra gamalla skrögga/skrukka sem lifa í fortíðinni sem þó var ekki merkileg því við sem munum dýrðardaga þessa klúbbs verðum gengnir fyrir ætternisstapa.

  Það er nú þannig

  YNWA

 29. Babu #15. Ég er alveg sammála þér að Liverpool sé hvað “best” mannað með okkar hóp í þessum stöðum, en ef við lítum á hvernig man utta er mannað í þessum stöðum þá held ég að þeir séu miklu betur mannaðir en við þarna, samt kaupa þeir hann, eins og LVG segir, “til þess að hann fari ekki til PSG”. Okkur vantar mörk ! og svona leikmenn.

  Við ættum að geta sparað í launakostnaði og látið þennan IA fara. Hann virðist bara vera froðusnakkur, sem er ráðin sem einhverskonar “fjölmiðlafulltrúi” fyrir FSG af því þeir nenna ekki að tala til stuðningsmanna LFC beint og segja hvað er í vændum, sama “lottó planið” kaupa efnilega leikmenn og unga sem við getum kannski selt með hagnaði ?

  Það virðist stefna í það að BR verði áfram hjá LFC eftir þetta tímabil, og áfram verður stefnt að 4 sæti, og að reyna að taka bikar. Ég er bara svartsýnni en fyrr á að nokkuð af því takist og að við verðum áfram að “berjast” við lið eins og Southamton, Tottenham, Everton, og Swansea um 5-8 sæti. ÞVÍ MIIÐUR ! !

 30. Þetta er nú meira vælið. Allt stefnir í að fimmta ríkasta liðið rétt missi af fjórða sæti. Þetta er ekki heimsendir. Allt stefnir í að kjarninn í liðinu haldi áfram þannig að ef vel tekst til í sumar ætti að vera hægt að gera góða atlögu að topp fjögur á næsta ári. Þrátt fyrir að hafa ekki peningana sem shitty, manure and chelský hafa.

  Fyrir mitt leyti vil ég frekar trúa forráðamönnum LFC en yfirlýsingum starfsmanna PSV áður en þau viðskipti fóru fram.

 31. Svartsýni svartsýni… ég er bjartsýnn.. Það losnar um heilan HELLING af launalistanum í sumar (Gerrard, Johnson, Balo, Aspas, Coates og hellingur af minni spámönnum), við erum að tala um 300-400 þúsund pund sem geta vel verið 2-3 stór nöfn. Við erum í evrópu, deildarkeppni og báðum bikarkeppnunum þegar sumarið er að klárast! Hópurinn er stór og þörfin á að breikka hann enginn. Við fáum góða bita í sumar, ekki endilega þá stærstu en þeir verða góðir. Það var vitað mál að hópurinn var of lítill síðasta sumar. Hann er það ekki í ár.

  Ég get ekki annað en litið á björtu hliðarnar. Tímabilið var góð reynsla og lærdómsríkt fyrir Rodgers og marga í liðinu. Get fullyrt það að sama hörmungarbyrjun mun ekki eiga sér stað og við munum verða solid heilt yfir. Það kemur titill á næsta tímabili.

  Setjum upp brosið!

  YNWA

 32. Það er erfitt að geta ekki lækað oftar á komment #6 hjá AEG hérna að ofan.

 33. Það má alveg kalla það “væl” að vera kröfuharður á árangur hjá fótboltaliðinu sem maður er búin að styðja í meira en 40 ár. Sumir sætta sig einfaldlega við meðalmennsku, en ég er sem betur fer ekki einn af þeim.

  Ég vill frekar “væla” eins og þið kallið það, heldur en að sitja bara í sófanum “helsáttur” við meðalmennsku minna manna og vonast bara eftir betri tíð með blóm í haga, eftir enn einn frostaveturinn mikla.

  Það er bara ekki nóg fyrir mig að BR komi alltaf í viðtöl eftir leiki og segji bara “we will work hard” ég meina hvaða lið er ekki að því í ensku úrvalsdeildinni ?

  Ég vill ÁRANGUR og TITLA ! !

 34. Fullyrðingar um Liverpool “sé ekki eitt af stóru liðunum lengur” standast enga skoðun. Liverpool er 9 stærsta félagslið heims skv Deloitte rétt sjónarmun á eftir Arsenal, Chelsea og ManCity.

  Liverpool veltir hærri upphæð en Juventus, Dortmund, Milan og Atletico og að halda því fram að félagið sé “ekki einu sinni stórt á Englandi” er einhver geðvonska eða troll nema hvorutveggja sé.

  Engin ástæða er til að tala félagið og styrk þess niður en full ástæða til að harma að tækifærin hafi ekki verið betur nýtt.

 35. Við munum drulla upp á bak í sumar, það er nokkuð víst. Það verður þó vonandi til þess að spjótin fari að beinast að eigendum þessa liðs sem virðast að mestu hafa sloppið við þá gagnrýni sem stjórinn hefur (verðskuldað) fengið.

  Eigendurnir munu ekki setja krónu í þetta. Þetta verður einhver hluti af nýtilkomnum hagnaði ásamt söluverð leikmanna (ekki feitur biti það). Hugsa að við eyðum minna en Manu var að setja í einn leikmann.

  Liðið okkar er gjörsamlega ömurlegt eins og er. Skrtel, Sakho, Henderson og Coutinho. Fyrir utan þessa kemst engin í hóp hjá liðunum fyrir ofan okkur. Moreno, Ibe og Markovic fara svo í kannski hópinn.

  Við þurfum markvörð, varnartengilið, hægri bakvörð og 2 framherja. Það þarf enga fræðimenn eða nefndir til að sjá það. Hér dugar þó ekki að kaupa kannski leikmenn. FSG munu hinsvegar ekki kaupa neitt annað og í mesta lagi í þrjár af þessum sex stöðum.

  Allen, Balotelli, Lambert, Borini, Toure, Lovren. Hver er tilgangurinn með þessum leikmönnum? Sturridge er kominn í þennan hóp fyrir aðrar ástæður. Ef hann er eitthvað meira en 3. striker hjá okkur farandi inn í næsta tímabil er það bara mikið klúður. Best væri hreinlega að selja hann enda til ódýrari leiðir til að halda sjúkraþjálfaranum við efnið ef þess þarf.

  Getum við svo drifið í því að hringja í Pellegrini og selja honum Sterling á 100m áður en hann verður rekinn.

  Það að geta lokkað til sín leikmenn snýst um peninga, ekkert annað. Ekki láta segja ykkur annað. Að búa í London, spila í CL, … ekkert af þessu skiptir máli. Sú upphæð er til, sem fær Messi til að spila sinn fótbolta á suðurskautslandinu, þó hún sé sjálfsagt há. Ef FSG ætla ekki að spila þennan leik, ættu þeir að hafa vit á því að leyfa öðrum að reyna. Þeir geta þá snúið sér alfarið af íþróttinni sinni, Hafnarbolta, sem þeir hafa skilning á en ekki við hin.

  Venjulega hlakkaði manni til næsta tímabils þegar Liverpool fór að drulla á sig. Meira að segja það er dautt. Fyrirtækið er kannski á betra stað en sem fótboltalið er þetta á sama stað á Hodgon liðið undir hinum BNA mönnunum.

 36. Ég er kannski smá svartsýnn en mér finnst menn vera missa allt vit sumir hverjir herna inn á þessari síðu. Já ég er spældur útaf Depay en það er nú bara ennþá 8 maí og við hljótum að vita minna hér á Íslandi en þeir sem sjá um málin í Liverpoolborg. Yfir og út.

 37. Ég vil biðja þá sem eru að tapa sér í svartsýni og telja að við eigum ekki séns í Chelsea, Manchester liðin og Arsenal að lesa ummæli Guderian #35 og prenta þau síðan út og festa fyrir ofan rúmgaflinn.

  Leitum ekki að afsökunum fyrir því að vera ekki í toppbaráttu, við erum einn stærsti klúbbur í heimi!

 38. mér finn menn vera lita full dökka mynd af liverpool

  wenger sag?i í nýlegu vi?tali afhverju arsenal var ekki a? keppa um depay þeir væru einfaldlega me? fullt af mönnum í þessa stö?u

  liverpool er líka vel manna? þarna hva? hef?u kaup à depay þýtt fyrir leikmenn eins og ibe e?a lazor? vi? erum einfaldlega me? leikmenn þarna og þurfum ekki a? versla vonarstjörnu frà hollandi.

  livrerpool þarf framherja
  liverpool þarf mann à mi?juna fyrir gerrard
  liverpool þarf bakvör?
  liverpool þarf jafnvel mann í stö?una hans lucasar ef hans ferill heldur àfram a? missa svona miki? ùt à hverju tímabili.

  halda menn virkilega a? liverpool hafa haft depay sem sitt stærsta target í sumar? ef li?i? hefur hreinlega yfir höfu? veri? a? horfa til hans.

  gluggin er ekki en opna?ur tímabili? ekki einu sinni à enda og menn spà li?inu 5-8 sæti à næsta timabili.

  vi? skulum a?eins ròa okkur og sjà hva? sumarglugginn skilar okkur.

 39. Nú herma fréttir að Skrtel sé búin að hafna samningi – maður fer að efast um að þessum mönnum takist að halda hornfánunum á sínum stað.

 40. Ef við erum “einn stærsti klúbbur í heimi”, “9 stærsta félagslið heims skv Deloitte” og væntanlega peningaveltan eftir því, o.s.frv., o.s.frv., hví í ósköpunum verðum við, í nær öllum tilfellum, undir í baráttu um bestu leikmennina?

  Þó við höfum verið nálægt því í fyrra þá er maður er einhvern veginn orðinn þreyttur á þessu kjaftæði og vill fara sjá einhvern alvöru árangur.

  BR á stærstu sökina að mínu mati og VIÐ eigum eitthvað mikið inni hjá honum!

 41. Ég er farinn að halda að blöðin ytra eru að orða leikmenn við Liverpool gagngert til að trolla aðdáendur. Þessi Depay var aldrei að fara mæta á svæðið, var aldrei líklegur en samt er það sett upp að Liverpool rétt missti af honum.

  Núna er verið að orða Pirlo við okkur. Við erum að láta Gerrard og fá okkur Pirlo…really?

  Ég er alveg spakur yfir orðrómum og annarri hasarblaðamennsku af leikmönnum.

  Ofan á það, þá skiptir engu máli hvaða dúddar eru að fara til hinna félaganna. Það eina sem skiptir máli er hverjir koma til Liverpool.

  Það er ekki hægt að gera verr heldur en í síðasta leikmannaglugga. Sjáum til hvort okkar peningamenn lumi ekki á einhverjum ásum upp í erminni að þessu sinni.

 42. Það getur vel verið að ég sé svartsýnn vælu trollari og ég myndi glaður vilja vera á þessum geðlyfjum sem sumir eru á hérna sem láta blekkjast ár eftir ár og bíða alltaf eftir haustinu með von í hjarta. Ég er bara því miður farinn að missa þá trú. Jú það getur vel verið að liðið nái að vera í baráttu um hið frábæra 4. sæti en ég er nú búinn að bíða síðan 1990 eftir því að liðið vinni PL það gerir heil 25 ár sem maður hefur þurft að bíða og það þýðir að stór hluti þeirra sem skrifa hér inni hafa líklega aldrei séð Liverpool lyfta þessum bikar.

  Guardian segir að Liverpool sé vissulega eitt af þeim stóru og tekur fram eitthvað tekjublað. Það sorglega við þetta er að Liverpool er þá als ekki að haga sér í samræmi við þá stöðu. Það að tapa endalaust í lekmanna kapphlaupi við önnur lið sýnir mér ekki að Liverpool sé að láta sem stór klúbbur. Og þegar leikmenn liðsins líta á það sem framaskref að fara til Arsenal þá fæ ég hroll.

  Það er voða gaman að hlakka til og segja að næsta tímabil verð sko allt annað (eitthvað sem “vinir” okkar í United hlægjaað). En það er ekkert sem bendir til þess að næsta tímabil verði eitthvað betra eða að þessi leikmannagluggi verði sko gerð góð kaup. Ef Liverpool hefur einhvern tíman haft tækifæri, bæði fjárhagslega og vegna góðs gengis, til að kaupa há gæða leikmenn þá var það á síðasta tímabili. Þurfum ekkert að ræða hvernig það fór.

  Hvar eiga peningarnir að koma til að kaupa þessa hágæða leikmenn í þetta skiptið? Líklegast með því að selja Sterling myndi ég segja. En er eitthvað sem segir að FSG eigi eftir að setja meiri pening úr eigin vasa í leikmannakaup í sumar en þeir hafa gert undan farin sumur?

  Menn mega endilega sýna mér fram á með einverjum skemmtilegum rökum að næsta tímabilið verði TÍMABILIÐ en ef sagan undan farin ár er skoðuð þá er bara ekkert sem bendir til þess.

 43. Innskot #6 er fjandi spot on!

  Eins pirrandi yfir þessu öllu og maður getur verið þá verðum við að koma niður á jörðina og það strax. Við erum ekki að fara að vinna neina sigra hvað stór nöfn varðar í sumar þegar lið með óendanlegan pening eru til staðar. Við vitum það og við verðum að sætta okkur við það þótt það sé erfitt. Ef fyrrverandi eigendur (Moores fjölskyldan) hefði haft metnað í að stækka klúbbinn í takt við velgengni liðsins í gegnum 80´s tímabilið þá værum við með 70k leikvang og mun betri séns á að keppa við milljarðamæringana.

  Þar sem við núna vitum hvert planið er hjá eigendum LFC er þá ekki við hæfi að víkka að eins sjóndeildarhringinn og hætta að ljúga að okkur aðdáendum með því að tala um “Marquee Signings” þegar þeir í raun meina “Rare Upcoming talent” sem í raun er tvennt ólíkt. Þessi gaur frá Rennes er bara það sem koma skal og er í takt við þeirra framtíðaráform. Við höfum samt séð að eigendurnir eru ekki hræddir við að eyða pening í unga og efnilega leikmenn (Markovic 20m) sem gefur mér vonir um að sjá eitt “nafn” koma inn í sumar. Ég meina….Markovic á 20m! Hann er á sama stall og Carroll hjá mér þessa stundina nema hvað við spöruðum okkur 15m(!)

  Eitt helsta áhyggjuefni mitt er Rodgers en hann hefur sýnt það með leikmönnum sem hafa komið inn að hann er hrifinn af leikmönnum sem hægt væri að kalla “kellingar” ef maður miðar þá við leikmenn sem t.d. Mourinho kaupir. Rodgers er einnig óður í að kaupa leikmenn sem geta spilað 3-5 stöður á vellinum sem pirrar mig hrikalega!
  (Minnir hrikalega á Benitez þegar hann keypti Kuyt (sóknarmaður) og lét hann rotna á hægri kantinum).

  Ég geri mér alls engar vonir fyrir þetta sumar og í raun á von á engu nema ungum og upprennandi leikmönnum á uppsprengdu verði sem koma inn fyrir þá leikmenn sem Rodgers getur selt/gefið.

 44. Afhverju eru stuðningsmenn Liverpool alltaf að svekkja sig á að hafa næstum keypt einhvern? Nokkuð viss um að öll stórliðin vildu Memphis og það vissu allir með van Gaal eins hrikalega óspennandi og hann er hafði góð tengsl við Memphis. Það er ekki eins og Man U hafi komið á seinustu stundu og rifið hann út úr samningaherberginu hjá Liverpool og platað hann í United.

  Metnaður eigenda er meðalmennska. Fótbolti er ekki hafnarbolti, þar sem hægt er að spila eitthvað moneyball, hann er ekki NBA eða NFL þar sem með sniðugum dröftum er hægt að gera atlögu að titli í kannski 3 ár af hverjum 10 og geta lítið þess á milli. Fótbolti er frjáls markaður þar sem peningarnir tala og leikmennirnir eru nánast allir “málaliðar” (flokkast sem venjulegt starfsfólk á vinnumarkaði), þ.e. þeir hafa engin persónuleg tengsl við liðin sem eru ofar þeirra persónulegu hagsmunum. Nýir Suarezar vaxa ekki á hverju strái á 15 milljónir punda.

  Liverpool er að missa af lestinni og þarf nýja eigendur, sú stefna sem þar er rekin markast af þekkingarleysi á leiknum, reynsluleysi í fótboltaheiminum og er rekin til að skila sem mestum arði, hugsanlega aðeins til skamms tíma. Það er enginn að biðja um nýjan sheik en samt einhvern eigenda sem þorir að taka áhættu og leggja alvöru pening og metnað í liðið með framtíðarsýn.

  Tímabilið í fyrra var tálsýn. Öll bestu lið deildarinnar höfðu farið í gegnum þjálfaraskipti og voru að smyrja sig saman á meðan Liverpool og Arsenal voru nokkuð óbreytt. Þá var líka heimsklassa framherji í Liverpool, Suarez. Gott tímabil en betur má ef duga skal.

  Væri skemmtilegt að fá Jurgen Klopp í sumar, hann gæti hrist upp í leikmannahópnum og sett hjarta í liðið sem það þarf, því gæðin eru ekki á pari við bestu lið deildarinnar, því miður.

 45. Sælir félagar

  Það að kalla menn eins og mig svartsýnisrausara og bölsýnismenn sem sjá ekkert nema svartnætti og ömurleika framundan er að mínu viti allt í lagi. Þeir sem það gera hafa örugglega einhverja ástæðu til að gera það. Ég verð þó að viðurkenna að ég átta mig ekki á henni. Það væri gaman og mönnum eins og mér til mikillar hugarhægðar ef sú ástæða eða þær ástæður yrðu gerðar lýðum ljósar.

  Það er að mínu viti ekkert, ég endurtek, EKKERT sem bendir til þess að ástæða sé til bjartsýni á komandi leikári/árum. Það er alveg sama hvernig ég reyni að velta hlutunum fyrir mér og sjá eitthvað sem er ástæða til að gleðjast yfir, í nútíð og að ég tali nú ekki um, í framtíð. Depay málið er ekki endilega nein ástæða fyrir svartsýni útaf fyrir sig. Það er bara enn eitt atriðið í neglingunni á líkustu framtíðarvona þessa liðs sem við höldum með. Ekki stærsti naglinn en nagli samt.

  Það eru allar líkur á að flest ef ekki öll alvörukaup fari sömu leið og Depay díllinn. Það eru allar likur á að kaup sumarsins verði í anda síðasta sumars. Það er nefnilega ekkert sem bendir til að neitt hafi breyst í innkaupastefnu fyrirtækisins. Depay díllin bætir bara í þá fjallgrimmu vissu mína þó hann sé maður sem okkur ef til vill sárvantaði ekki. Samt er það svo að sá díll bætir bara í þessa tilfinningu um skítakaup sumarsins framundan.

  Við munum sjá eitthvað á pari vi Ings og Benteke sem að vísu væri mikil bæting við Balo/Borini snilldina og líklega skárra en Lambert gegnumbrotið á leikmanna markaði undanfarinna missera. En samt verður þetta af því tagi að við getum ef til vill barist um 6. sætið á komandi leiktíð við Everton og Aston Villa með dassi af West Ham og Southampton. Tottenham verður svo ásamt Þeim 4 efstu að berjast um 4. sætið og við getum fylgst með þeirri baráttu úr hæfilegri fjarlægð.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 46. Vil ekki sjá Benteke. Enn einn leikmaðurinn sem uppsprengist í verði því hann er í ensku deildinni. Alveg væru það samt týpisk kaup miðað við síðasta sumar. Tel að það yrðu mistök að sóa pening í framherja Aston Villa.

 47. Þetta er skelfilegar fréttir að Sturridge sé frá frammí september, Origi verður sjálfsagt hent útí djúpu laugina.
  Einhvern vegin held ég að þetta verði langt sumar því allar líkur eru á að Danny Ings sé á leiðinni inn.
  http://www.thisisanfield.com/2015/05/liverpool-deal-for-danny-ings-all-but-done-reports/

  Það er allt að falla í sama farið látum ManUtd taka Memphis Depay fyrir framan nefið á okkur og var maður farinn að lesa um það fyrir þó nokkru síðan að LFC hefði áhuga á honum og auðvitað var þetta í öllum miðlum einsog vanalega þegar LFC er með target á einhvern leikmann og allir orðnir spenntir og þá kemur BAMM leikmaðurinn samdi við annað lið og fer Depay í flokk með öðrum leikmönnum sem við misstum á loka metrunum Costa, Willian, Salah, Konoplyanka, Sanchez.

  Hvað er vandamálið:

  Hefur Brendan það sem til þarf að sannfæra heimsklassa leikmenn til að ganga til liðs við LFC og spila undir hans stjórn?

  Hvaða sannfæringarkraft hefur Ian Ayre til að byggja á til að lokka heimsklassa leikmenn til LFC?
  – Er það möguleikinn fyrir leikmenn að spila með öðrum heimsklassa leikmönnum sem eru fyrir hjá LFC. Bíddu við hverjir eru það?
  – Möguleiki á að spila í meistardeildinni. Mjög ólíklegt.
  – Möguleiki á að spila fyrir framan hávaðasama ástríðufullaáhangendur LFC. Nei klárlega ekki þessa dagana.
  – Möguleiki á því að vera í titilbaráttu. Best að sleppa því að svara þessu.

  Það furðulega er að sumir áhangendur finnst bara eðlilegt að við séum í 5 sætinu jú að því við erum það lið sem er með 5 hæðsta launakostnaðinn og að við séum þá á pari og það er þá varla að við náum að standa undir þeim (væntingum) þar sem Tottenham og Southampton anda ofaní hálsmálið á okkur.
  Þetta er bara kjaftæði ManUtd sem er í 4 sætinu er með langhæðsta launakostnaðinn í PM uppá £215.8m.
  -LFC er með £144m.
  – City með £205m
  – Chelsea með £192.7m

  Sjónvarpsrétturinn 2016-19 er sá hæðsti í sögunni í PL og það er verið að tala um veltu uppá £8.5 billíon sem gefur klúbbum á ári í PL allt frá £100m uppí £160m fyrir meistarana.

  Síðan er það tekjurnar sem við missum af að vera ekki í meistara deildinni
  http://www.uefa.com/uefachampionsleague/news/newsid=1858497.html

  Það benta aðrir á að við þurfum að fara Arsenal leiðina, ég hef bara enga trú á því að við getum farið þá leið, því það verður að viðurkenna það að Wenger hefur ávallt komið liði sínu inní meistaradeildina þrátt fyrir að missa sína bestu leikmenn aftur og það er magnaður árangur sem ekki er auðveld að leika eftir.

  BR missti Suaraez og hefur verið með skituna síðan, fyrir mér er hann bara ekki með þetta því miður.

  Að mörgu leiti er ágætis efniviður í liðinu og ég vil fá Klopp inn eða hreinlega Benitez til að stýra skútunni þarna eru þjálfara með reynslu og hafa unnið bikara þeir þekkja báðir hvernig þarf að byggja upp lið án þessa að hafa aðgang að endalausum peningum.

  Þá er stóra spurninginn hvaða leikmenn vilja koma til okkar, það er ekki einsog við séum á heillandi stað og það er nokkuð ljóst að heimsklassa leikmenn koma ekki til okkar í glugganum í sumar.

  Það ætti að byrja á þvi að selja Sterling ég held hreinlega að strákurinn hafi ekki trú á liðinu og nenni ekki að taka þátt í einhverri uppbyggingu og það ætti að fást slatti í kassann ef hann færi.

  -Bentake hef ekk trú á því að liðinn í topp 4 hafi áhuga þannig að LFC eiga séns í hann.

  – Luciano Vietto oft líkt við Aguero gríðarlegt efni á ferð, langar að fá þennan á Anfield.

  -Lacazette sagt er Lyon sé að reyna að fá hann til að skrifa undir nýjan samning sem auðveldar ekki LFC að kaupa hann þar að auki er áhugi frá stórum klúbbum og þar að auki er hann í liði sem er í meistaradeildarsæti.

  – Pedro hjá Barcelona góður leikmaður sem gæti fengist á ekki svo mikinn pening.

  – Roberto Firmino flottur leikmaður með mikla vinnslu og tæklari sem er óvanalegt af playmaker.

  Hvað sem mér finnst um BR þá held ég að hann verði næsta tímabil ásamt vini sínum Ian Ayre, þeir félagar verða að finna leið til að halda samningaviðræðum frá kastljósinu því ég er ansi hræddur um að Depay verði ekki eina skotmarkið sem LFC missir af þetta sumar.

Ferðasaga Kop.is: maí 2015

Íslensk bók um Steven Gerrard