Opinn þráður

Eitthvað efa ég að það sé von á alvöru færslu hingað inn í dag og því um að gera að opna bara fyrir umræðuna.

Eflaust hafa margir lesið þetta nú þegar en líklega er þetta það besta um okkar menn í umræðunni núna.

Svona á milli þess sem maður les um að Chelsea sé á eftir Lambert og Liverpool eigi í basli með að semja við Neto, hver í fjáranum sem það nú er.

Kristján Atli græjar væntanlega ferðasögu frá Kop hópnum á næstunni en dagurinn í dag er auðveldlega lengsti dagur ársins hjá okkur nokkrum sem vorum í Lverpool borg um helgina, enda var gaman í takti við það. Förum betur í það í kjölfar ferðasögunnar, Kristján Atli var sá eini með kók á þessum sunnudags reikningi og man því meira en flestir aðrir.

22 Comments

  1. Liverpool leiktíðin fyrir mér….

    1. Við vinnum deildina!
    1. Ohhhh….við keyptum Balotelli
    2. Afhverju keyptum við Balotelli?
    4. Liðið okkar getur ekki baun.
    5. Brendan er farinn að ná þessu!
    6. Liðið er komið í gang.
    7. Ohhh…við erum ekki með þetta.
    8. Djöfull eru við lélegir.
    9. Hvenær kemur næsta tímabil.

  2. Þetta var flott ferð í alla staði og frábært að sjá Gerrard skora!

    Þakka pent fyrir mig. Þangað til næst 🙂

    Kv. Óskar

  3. Frábær ferð … get ekki beðið eftir næstu takk fyrir mig.

    Kv bjöggi

  4. My 2 cents: það skiptir í raun engu hver er þjálfarinn er á meðan eigendurnir eru ekki tilbúnir að eyða í top leikmann sem er tilbúinn í stað þess að sífellt kaupa efnilega leikmenn

  5. @Jón Einar. Eru eigendurnir ekki tilbúnir til þess að kaupa leikmenn sem eru tilbúnir? Ég hef hvergi séð þá segja slíkt. Þeir hafa aftur sagt að þeir eru ekki tilbúnir að borga meira fyrir leikmenn en þeir verðleggja þá. Ætla semsagt ekki að borga fáránlega mikin pening fyrir leikmenn. Mignolet var tilbúinn leikmaður, Suarez var tilbúinn leikmaður, Lovren var tilbúinn leikmaður, Sakho var tilbúinn leikmaður, Joe Allen var tilbúinn leikmaður, Henderson var tilbúinn leikmaður, Downing var tilbúinn leikmaður, Enrique var tilbúinn leikmaður, Lambert, Balofokkingtelli átti að heita tilbúinn leikmaður og listinn heldur áfram. Allt leikmenn sem að John Henry og co lögðu blessun sína yfir að væru keyptir væntanlega. Það er því ekki hægt að segja að þeir séu ekki tilbúnir að kaupa leikmenn sem eiga að fara beint í byrjunarliðið.

  6. Maður sekkur bara dýpra í vonleysið þessa dagana og það hjálpar ekki að horfa á töfluna eftir að Utd hafa tapa 3 í röð og hugsa þetta stóra EF. Aftur fellur BR á prófinu þegar kemur að því að þora hugsa lengra enn í næsta leik. Í fyrra áttum við að fara í leikinn á móti Chelsea með það markmið að tapa ekki. Í leikjunum á móti Utd og Arsenal þá átti það líka að vera takmark númer eitt (þetta er það sem þeir sem hafa unnið deildina gert undanfarin ár og meira að segja Wenger er farinn að hugsa svona líka). Hérna er grein þar sem verið er að ræða um hvort Chelsea muni halda titlinum og einu liðin sem minnst er á eru Arsenal, City og Utd. Ekki orð um okkur, er þetta ekki bara það sem bíður okkar?
    Hérna er önnur sem sýnir að einu þjálfararnir sem eru með yfir 50% vinningshlutfall eru þeir sem hafa þjálfað þessi dýrustu lið.

    Við munum ekki geta barist við þessi lið fjárhagslega og reynslan segir okkur að dýrustu liðin vinna deildina. Árið í fyrra hefði getað orðið undantekning þegar við áttum þvílíkan sjéns á að taka titilinn. Chelsea, City og Utd öll í „transition“ með nýjan stjóra og við með einn besta leikmann heims (er núna líklega sá besti aftur hjá Barcelona). Er okkar besti sjéns að komast í CL að vinna EL? Eða ná inn þegar eitt af þeim stóru eru í stjóraskiptum eða eru að gera stórar breytingar á hópnum? Munum við getað barist fjárhagslega við lið sem eru langt á undan okkur í dag og fá líka CL peninga? Við eigum fullt að flottum leikmönnum enn getum við haldið þeim þegar aðrir vilja fá þá? Lið sem geta borgað hærri laun og lofað CL á hverju ári? Jú auðvita gætum við unnið deildina eitt árið enn við verðum ekki í baráttu um 1-4 sætið á hverju ári nema við getum barist á fjárhagslegum grunni líka.

    Ég vona að ég hafi rangt fyrir mér!

  7. Hvaða rugl er þetta að tala um tilbúna leikmenn, þeir kunna fótbolta og allt það en það eru bara miklu betri leikmenn þarna úti sem eru miklu betri knattspyrnuleikmenn en þeir sem Liverpool hefur verið að kaupa.
    Mignolet mundi ekki komast í top 4 liðin sem byrjunarliðsmaður
    Sakho ekki heldur
    Lovren ekki heldur
    Joe Allen Ekki heldur
    Henderson Ekki heldur
    Downing ????hehe
    Enrique nei aldrei
    Lambert nei aldrei

    Suarez, Sturridge og Coutinho eru mjög góð kaup, aðrir leikmenn að mínu mati eru kannski “tilbúnir leikmenn” sem geta spilað fótbolta og endað í kringum miðja deild en eru ekki þessi great players sem þarf til að vinna þessa deild.

    Ef það er metnaðurinn hjá eigendum Liverpool með því að kaupa miðlungs leikmenn þá verður árangurinn bara miðlungs og ekkert annað.

    Liverpool eru með tvo leikmenn í dag sem gætu sennilega komið í top liðin í heiminum í dag
    og það eru Coutinho og Sturridge ef hann nær sér af þessu meiðslum sem hafa verið hjá honum.

  8. uhm

    Ég fullyrði aðSakho myndi komast í öll byrjunarliðin. Nema hugsanlega Chelsea.

  9. Sakho, Lovren og Henderson eru allt leikmenn sem topp 4 lið hefðu mögulega keypt en enduðu hja okkur. Ég bjóst t.d. við mjög miklu af Sakho miðað við lýsingarnar frá tíma hans hjá PSG um hversu mikill leiðtogi og nautsterkur hann væri. Ekki náð því enn m.a. vegna hversu litla ensku hann talaði o.fl en það horfðu önnur lið öfundaraugum á að við náðum honum á sínum tíma. Að kaupa þungbrýndan Króata á sem leiðtoga í vörnina með frönskumælandi holdanauti er ekki alveg recipe for success. Það var augljóst í haust að vörnin hjá okkur var í hrikalegum samskiptavandræðum oft hoppandi 2 uppí sama boltann.

    Það eru fullt af góðum leikmönnum í okkar liði en þetta hefur bara ekki verið að smella saman. Liðið vantar alvöru leiðtoga í vörn og á miðju, við erum ekki að spila nógu mikið sem liðsheild né með nógu sterka bakverði til að blanda okkur af alvöru í toppbaráttuna. Moreno verið soldil vonbrigði so far, hélt við værum að fá algjöran gullmola þar frá Sevilla.

    Rodgers viðurkenndi í gær að hafa ekki verið nógu góður manager á þessar leiktíð en lofaði því að Liverpool verði miklu betra á næstu leiktíð og allir í klúbbnum hefðu lært sína lexíu í ár. Það er bara orðið spurning hvort hann fái annað ár. Farinn að stórefast um það, þögnin hjá FSG varðandi þjálfaramálin er orðin ærandi. Ætla greinilega að sjá hvernig tímabilið endar og ákveða sig svo. Hvernig Rodgers hefur tekið á samningamálunum við Sterling finnst mér gefa þeim sem halda því fram að hann höndli ekki að þjálfa stór egó og heimsklassa leikmenn byr undir báða vængi. Rodgers er frábær með unga efnilega leikmenn og bætir þá mikið, en svo þegar þeir breytast í höndunum á honum í stjörnur þá missir Rodgers virðist vera allan kraft. Rodgers er stanslaust búinn að bakka Sterling uppí fjölmiðlum, slá föðurlega á hendurnar á honum útaf vatnspípumálinu og spilar honum stanslaust með þeim afleiðingum að Sterling er búinn að vera fullkomlega áhugalaus og ömurlega lélegur síðustu 2-3 mánuði. Við værum mjög líklega í 4.sæti núna ef Sterling væri búinn að spila eins og maður.

    Það er margt hárrétt við Rodgers og hann ætti að henta Liverpool frábærlega en ég bara get ekki séð að hann muni skila liðinu titlum í framtíðinni. Það gekk nánast allt upp í fyrra þegar Suarez tók næstum yfir liðið sem leiðtogi og það var að mestu meiðslalaust og utan Evrópukeppna. Við spiluðum með swagger og sjálfstrausti. Liðið okkar er pínu skipulagsslys í dag og það þarf einhvern alvöru hershöfðingja til að púsla því saman aftur og ná vörninni í lag. Fullt af fínum leikmönnum en við verðum að finna sjálfstraustið og leikgleðina á ný. Þetta er búið að vera alltof þungt og erfitt ár.

    Áfram Liverpool.

  10. Mér finnst vera hávær umræða um að við eigum lítinn séns á að komast í meistaradeildina og enn minni möguleika að vinna enska titilinn þ.s. við eigum ekki jafn mikinn pening og borgum ekki jafn há laun og liðin fyrir ofan okkur í töflunni. Auðvitað væri barnalegt að halda því fram að peningar skipti ekki máli en ef þetta er staðreynd, lifum við þá bara í einhverri draumaveröld að halda að liðið okkar geti staðið i toppbaráttunni? Eigum við að sleppa þessum kröfum á liðið og gíra væntingar okkar niður? Er það málið?

    Ég fór að hugsa þetta þ.s. nú eru að birtast fréttir víða að Liverpool sé inn á top 10 yfir ríkustu fótboltaklúbba í heimi. Vissulega eru liðin fyrir ofan okkur í deildinni ofar á þessum lista….en erum við samt ekki bara í býsna góðri stöðu og höfum við ekki burði til að keppa við bestu liðin og halda úti samkeppnishæfu liði? Ég ætla rétt að vona það…annars held ég að ég finni mér bara annað sport að fylgjast með.

  11. Þetta er svo ömurlegt þessi gæji hefði verið fullkomin fyrir okkur, en nei hann verður í treyju óvinanna næstu ár

  12. Hann hefur sennilega kostað of mikið miðað við það sem Liverpool metur hann á.

  13. Sælir félagar

    Enn einu sinni gamla sagan. Næsta lið eða bara hvaða lið sem er tekur feita bitann fyrir framan nefið að okkur (sjá Aðunn#15) Það virðist ekki breytast að getuleysið til að klára samninga við góða leikmenn er það sama og þegar Arsenal tók A. Sances (ath stafsetningu). Svo tala menn um að peningaleysi ráði þessu. Það er bull, þetta er bara aumingjaskapur af verstu sort og sannið til. Kaupin hjá klúbbnum vera af þessu kaliberi í sumar og enn ein vonbrigðaleiktíðin verður staðreynd.

    Á meðan segir BR að síðasta (þessi) leiktíð hafi verið mistök meira eða minna. Hann lofar árangri á þeirri næstu. Sá árangur byrjar með svona frammistöðu á leikmannamarkaðinum. Ég veit ekki hvernig málsvarar myrkrahöfðingjans ætla að afsaka þetta.

    Þegar Alexis fór til Arsenal var það vegna þess að hann vildi frekar(!?!) vera í London. Ástæðan fyrir þessum díl er örugglega sú að hann vildi síður koma til Liverpool af því að Manchester borg er nær London. Þvílikt og annað eins metnaðarleysi á sér ekki líka í gjörvallri veraldarsögunni og þótt víðar væri leitað.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  14. Sigkarl við verðum bara að sætta okkur við meðal árangur á meðan eigendur Liverpool kaupa oftast bara meðal leikmenn.
    Er ekki betra að kaupa 2-3 sterka leikmenn frekar en 7-8 meðal og unga og kannski efnilega leikmenn.
    Meðalmenska í leikmannakaupum = meðal árangur

  15. Við skulum ekki kenna Liverpool, Ayre, BR né neinum öðrum um að Depay ákvað að fara til Van Gaal og hollensku vini sína í Man Utd. Það er á endanum hann sjálfur sem tekur ákvörðun, hvert hann vill fara, hvernig laun hann vill, hvaða borg hann vill búa í, með hverjum honum langar að spila, hvern hann vill láta þjálfa sig og svo framvegis….

    YNWA

  16. Sælir félagar

    Sindri, félögin sem vildu fá hann stóður auðvitað bara í röð og biðu þegjandi og hnípin meðan hann ákveð sig. Þessar skýringar sem eiga eftir að koma verða allar í þessum dúr. Ömurlegt.

    Auðvitað leggja félögin að mönnum að koma til sín og hafa eitthvað að bjóða. Það félag sem best býður á öllum póstum hreppir hnossið. Liverpool hefir eins og venjulega ekki verið sélega aðlaðandi fyrir manninn. En það er auðvitað rétt að hann ákveður hvert hann fer – en að gefnum einhverjum forsendum er ég hræddur um. Ég er anzi hræddur um að þetta verði ekki síðustu vonbrigðin í sumarglugganum. Því miður.

    Það er nú þannig

    YNWA

  17. á top 10 yfir verðmætustu fótboltafélög í heimi með álíka getu og west ham að ná sér í leikmenn.

Liverpool – QPR 2-1

Ferðasaga Kop.is: maí 2015