Liðið gegn QPR 

Ég veit ekki hvernig verður með skýrslu þar sem 3 strákarnir eru í Liverpool og ég, sem á skýrslu, er með tvöfalt barna afmæli og sé því ekki leikinn. 

En þið getið rætt um liðs uppstillingu og leikinn hér. 

Innskot, EG:

Mignolet

Can – Skrtel – Lovren

Johnson – Gerrard – Henderson – Lallana

Coutinho – Lambert – Sterling

74 Comments

 1. Það er alveg krúsíalt að hafa leikinn í gangi í barnaafmælum. Hef góða reynslu af því.

 2. 5-0.
  Sterling 2. Coutinho. Lambert og Gerrard fyrir alla þá Íslendinga sem á vellinum eru.

 3. Liðið komið,

  [img]https://scontent-lhr.xx.fbcdn.net/hphotos-xap1/v/t1.0-9/11182265_978431972188812_9031836210210900884_n.jpg?oh=9fbe082194f2bfdc8eb93a28069a2d20&oe=55CF12A1[/img]

  Rosalega finnst mér þetta óspennandi lið, af hverju að nota ekki ungu strákanna Ibe og Markovic frekar en gömlu mennina sem fara í sumar? Ffs Rodgers, leyfðu þeim að spila þar sem tímabilið er nánast búið hjá okkur.

 4. Sælir félagar

  Hvort er verra að hafa Balo einan uppi á topp eða Lambert? Ég geri ekki ágreining um það en ansi væri gaman að sjá til dæmis Balo/Borini aða Lambert/Borini og tígulmiðju í 4-4-2 uppstillingu. Þessi uppstilling er jafn dauð og í síðasta leik. En sjáum til og vonum það besta,

  Það er nú þannig

  YNWA

 5. Mikið vona ég að það verði rétt hjá þér Babu. Lambert hefði gott af því að troða nokkrum sokkapörum á vel valda staði.

 6. BR væri nær að henda í 2 framherja á topp ekki veitur af.

  Hvað er þetta með Johnson alltaf í byrjunarliðinu ????

 7. Ég er fullkomlega ánægður með að Lambert fái sénsinn. Það eru hreinlega allir aðrir kostir fullreyndir.

 8. Skil ekki af hverju ungdómurinn fær ekki sénsinn þessa fáu leiki sem eftir eru. Þeir geta vart verið verri kostur en G.Johnson og Gerrard!

 9. Sáuði flugvélina með borðanum yfir leiknum: “Rodgers out Rafa in”. Hvað er að mönnum??

 10. Þetta er svo lélegt hvernig menn eru að koma inn í þennan leik. Á heimavelli og allir ekki að nenna þessu. Við erum ekki að kappa um neitt nema stoltið og ef þetta er það besta sem menn vilja leggja á sig fyrir klúbbinn þá getur þessi hópur og þjálfarinn með farið þangað þar sem sólin ekki skýn.

 11. Þessi Lallana er bara grín. Þvílíkt drasl. Hefði ekki verið nær að spara pening og kaupa Gylfa.

 12. Væri gaman ef Íslendingarnir á vellinum myndu taka sig til og syngja eitthvað á íslensku. Ég er viss um við mundum heyra það hér heima í stofu.

 13. Lambert að standa sig mjög vel í dag.
  Lallana er flottur leikmaður og gott að sjá hann spila eftir meiðslinn.
  Glen Johnson er búinn að vera mjög lélegur í dag.
  Sterling ekki búinn að eiga góðan dag.

  Munurinn á þessum leik og gegn WBA er að QPR eru ekki með 11 mannavarnarpakka og því er þetta aðeins opnara framávið og við virkum hættulegir framávið.

  Vona bara að við tökum 3 stig í dag.

 14. Það hefur ekkert gengið upp hjá Johnson greyinu í dag.
  Þetta er búið hjá honum held ég.

 15. Augljós gæðamunur á þessum liðum og væri flott að sjá Liverpool notfæra sér það betur. Sérstaklega fyrir alla Íslendingana á vellinum 🙂

 16. Hefði ekki verið sniðugra að koma með borða þar sem stæði „Rodgers out Klopp in“. Rafa er engin lausn.

 17. Sterling afleitur en einn leikinn, hann gæti ekki sólað keilur þessa dagana.

  BR gaf það út að Sterling fer ekkert í sumar þar sem hann á 2 ár eftir af samningi.
  Miðað við þetta þá er betra að láta hann fara í sumar heldur en að hafa hann áhugalausann á vellinum.

 18. 1-0
  Samt svo arfa arfa slakt.

  Þvílíkir farþegar sem eru í þessu Liverpool liði. 26m fyrir Lallana? Really?

  Stemmingin á Anfield er eins og ef Gylfi Ægisson væri með tónleika á Gay Pride.

  Það sem hefur verið áhugaverðast utan marksins frá Coutinho var flugvélin sem flaug með Rodgers out Rafa In borðann.

  QPR eru einfaldlega það slakir að sigur gegn þeim er bókaður þrátt fyrir þetta rusl sem við bjóðum uppá.

 19. Finnst þessi fyrri hálfleikur sýna að þótt að lampert sé alls ekki top klassa framherji þá er hann samt skárri en Ballotelli

 20. Strákurinn biður um 150.000 pund í laun en klárar ekki færi af 2 metrum.

 21. Jæja inná með Ibe og Markovic, óskiljanlegt að þessir ungu menn séu ekki að fá að spila

 22. Gerrard er með Brendan í vasanum. Held að hlutirnir verði auðveldari hjá honum án Gerrards. Of mikil þrýstingur frá öllum að spila hann.

 23. Æb er með járnið sem lallana skorti. Sjáum hvað strákur gerir.

 24. Þvílík meðalmennska hjá Liverpool, að við skulum ekki slátra svona leikjum.

 25. Rodgers getur farið út og tekið þorran af þessum meðal squadplayerum með sér.

 26. Skil ekki hvernig er hægt að kenna Rodgers um að menn nýti ekki dauðafæri.

  #playersOut

 27. Hvaða andskotans guð myndi gera Gerrard þetta. Óheppnin eltir hann eins og fluga eltir hunang, fær maðurinn ekki breik á þessu ruglári?

 28. Þetta er eins og að horfa á á einhvern grískan harmleik, þvílíka gjaldþrotið.

 29. Hvað ætlar Raheem Sterling að drulla mikið upp fyrir haus? Hann hefur ekkert getað á tímabilinu, og er með bilaðar launakröfur ef miðað er við hversu virkilega lélegur hann hefur verið.. og getur ekki skorað fyrir opnu marki?

  Ég hef verið á þessari skoðun síðan um áramótin, það á bara að selja hann! Reyna að fá sem mest fyrir hann og senda hann með fyrsta flugi burt.

  Svo hef ég marg oft gagnrýnt Gerrard fyrir afar slaka frammistöðu á tímabilinu og hann sömuleiðis á ekkert erindi í brjunarliðið.

 30. #45

  BR Rogers keypti marga þessa kalla, velur liðið, þjálfar það og ber ábyrgð á að mótívera menn fyrir svona leiki.

 31. Rúnar, Rodgers er greinilega ekki að takast að byggja upp neitt sjálfstraust hjá þessum leikmönnum. Hvort er líklegra, að allir þessir leikmenn séu svona lélegir eða að Rodgers sé ekki með þetta?

 32. Vorkenni Gerrard ekkert smá, sorglegt hvernig hann er að enda ferilinn sinn hjá Liverpool.

 33. jæja, spennandi 10 mínútur framundan. Heimavöllur, manni fleiri, dómarinn enginn rugludallur og andstæðingurinn er QPR.

  Ef þetta gengur ekki – þá erum við að tala um róttækar breytingar.

 34. Ekki hægt að kenna BR um þetta í þetta skiptið, LFC hefur yfirspilað QPR þetta er herfileg færanýting leikmenn eiga að skammast sín.

 35. hvað er Rodgers að gera þarna ennþá ??? gjörsamlega geldur,,Sterling !?!? út af í hálfleik en nei hann tekur Lallana á undan útaf og hvað er Gerrard að gera enn inná. Brenda burt strax, er ekki með þetta, freðinn!

 36. Johnson fær að klára 83 mínútur.

  Ungur og ferskur Markovic fær aðeins 7 mínútur (+ uppbót).

  Ok Rodgers.

 37. Fínt mark hjá Gerrard, bætir upp fyrir vítaspyrnuna en ekki slöku frammistöðu hans..

 38. Rodgers setti leikinn svona upp. Við erum komnir með 2 mörk og 3 dauðadauðafæri. Það á ekki að þurfa að fara með leikmenn eins og börn.

  #playersout

 39. KOP heldur 100% árangri í þessum vönduðu ferðum. Þetta fer að verða tölfræðilega marktækt – spurning um að fá styrk frá félaginu svo hægt sé að vera með hóp á öllum leikjum.

QPR mætir á Anfield

Liverpool – QPR 2-1