QPR mætir á Anfield

Það eru ekki alltaf jólin og það á heldur betur við hjá okkar mönnum núna og bara almennt í vetur. Síðustu þrír leikir hafa skrúfað pressuna á stjóranum vel upp og ef leikmenn eru að spila fyrir framtíð sinni hjá félaginu lítur hún hreint ekki vel út. Okkar menn hafa fallið á öllum prófum undanfarið og þá er ég ekki bara að tala um þjálfarann.

Það er slagur framundan um Evrópusætið en það sem er breytt frá síðasta leik er að Meistaradeildar vonin er úti og pressan jafnvel ekki eins mikil, þetta lið á sæti í þeirri deild ekki skilið þetta árið. QPR er því kannski tækifæri fyrir Rodgers að gefa þeim séns sem eru hugsaðir til framtíðar þó það verði líklega ekki nema af bekknum.

Nokkrir úr varaliðinu hafa verið að æfa með aðalliðinu í þessari viku. Glen Johnson og Balotelli toppa listann yfir menn sem eiga ekki að byrja. Svona tippa ég á þetta.

Mignolet

Can – Skrtel – Lovren

Ibe – Gerrard – Henderson – Moreno

Coutinho – Sterling – Markovic

Eftir síðasta leik hoppaði ég aftur af Balotelli vagninum og það á ferð. Honum er vorkun í vetur vegna meiðsla og takmarkaðra tækifæra en ef hann getur ekki peppað sig betur upp fyrir leik en að nýta sénsinn svona hefur þessi leikmaður ekkert að gera í efsta klassa og það er einmitt raunin, Balotelli verður aldrei lykilmaður í stórliði aftur.

Glen Johnson er síðan á leiðinni frá félaginu og því kominn tími á að nota yngri menn. Rodgers er að spila 3-4-3 um þessar mundir en hvaða kerfi sem spilað er myndi ég vilja Manquillo inn frekar en Johnson. Næsta sumar verður áhugavert enda Flanagan að meiðast aftur og verður frá í 6-9 mánuði. Johnson fer og það er ekki nóg að fá bara Wisdom til baka.

Gerrard var hvíldur í vikunni og það er bara við hæfi og rétt að hann spili þá leiki sem eru eftir á Anfield. Líklega yrði það á kostnað Markovic en ég tek samt Allen út frekar.

Sterling ætti að fara á bekkinn fyrir mér og mögulega fær Lambert séns, hann passar samt jafnvel ennþá verr í þetta lið en Balotelli.

Leikurinn skiptir ekki öllu þessa helgi enda er Kop ferð í gangi núna og hópur snillinga að mæta í Liverpool borg núna. Þar á meðal eru Kristján Atli og SSteinn fararstjórar og Óli Haukur er einnig með.

Aðalhetjan (SverrirJón ) úr fyrstu Kop ferðinni er þarna einnig og sjálfur fer ég núna í fyrramálið og verð gjörsamlega í flennigír. Eins gott að starfsfólk Bierkeller sé ekki í starfsgreinasambandinu.

Spá: Enn höfum við ekki lent á tapleik i Kop ferð og það er ekkert að fara breytast núna. Þessi leikur fer 3-1 með mörkum frá Gerrard (Víti), Coutinho og Branagan sem kemur inná sem varamaður.

13 Comments

  1. Ég vona að blessun Kop ferðana haldi áfram! Skemmtið ykkur úti, það er æðislegt á Anfield!

  2. Komnir! Flugið gott, rútan góð (Óli Haukur og bróðir hans rústuðu Pub-quizzinu) og svo hentum við okkur í Chinatown á miðnætti til að borða langþráða kvöldmáltíð (SSteinn er ekki aðdáandi baguette-brauðsins í Icelandair-vélunum, svo ekki sé meira sagt).

    Nú erum við á rugluðu Titanic-hóteli og hlöðum batterýin fyrir alvöru dag á morgun. Babú er víst á leiðinni á svæðið, þá er eins gott að menn séu klárir í bátana. Þetta verður fullorðins.

    Þá að leiknum: við erum á staðnum og þetta verður því að sjálfsögðu sigur. Fleira var það ekki í bili.

    Yfir og út.

  3. Sælir strákar, höfum ekki unnið síðan ég sat í kop stúkunni og sá okkur vinna Newcastle, treysti á ykkur.
    Ps: takið frá tvö borð fyrir Babú á Bierkeller ???? góða skemtun félagar ????

  4. Sælir félagar

    Það verður að segjast eins og er að áhugi minn fyrir þessum leik er lítill. Núna, eins og undanfarin 25 tímabil, snýst Liverpool hugsunin um það hvað gerist fyrir næsta tímabil. Verður BR rekinn og hver kemur þá í staðinn. Hvaða leikmenn verða seldir og hverjir koma inn o.s.frv.

    Hitt er svo annað að ég óska ferðalöngum Kop.is góðrar ferðar og góðrar skemmtunar. Lágmarkið er að liðið sýni okkar mönnum á leiknum þá virðingu að vinna þennan helv . . . leik og það með sóma. Þá helst orðspor Kop.is manna og skemmtunin verður þeim mun meiri.

    Það er nú þannig

    YNWA

  5. Góða ferð Kopparar
    Það var ekki leiðinlegt í síðustu ferð.

  6. Þetta getur nú varla versnað…en spurning hvort þetta getur batnað? 0-0 anyone?

  7. Það er orðið erfitt að spá okkar mönnum sigri þessa dagana, en ég held bara að QPR verði enn lélegri en okkar menn í dag. Við fáum stig í dag, jafnvel þrjú.

  8. Áhugi minn á leikjum Liverpool er aldrei lítill sama hvernig síðasti leikur eða leikir hafa farið.
    Ég er alltaf jafn spenntur að sjá liðið mitt hlaupa inn á völlinn og eftir það er það bara geðshræring í 90 mín þar sem ég er ekki viðræðuhæfur.
    Þessi leikur er engin undantekning þó svo að í dag nái ég ekki að horfa á leikinn í beinni þar sem dóttir mín verður búin að fylla kofann af vinum sínum til að halda upp á 8 ára afmælið.
    Ég ætla samt að spá 2-0 sigri og að Sterling fari á bekkinn. Ibe skorar sitt fyrsta mark fyrir klúbbinn og Coutinho með hitt. Mignolet heldur áfram að gera harða atlögu að Gullhanskanum og verður valinn maður leiksins.

    Áfram Liverpool
    YNWA

  9. Meiri fýlupúkahópurinn sem sumir geta verið.
    Þetta verður stórskemmtilegur fótboltaleikur með öruggum sigri okkar manna.
    Lifið í núinu og njótið leiksins.
    Það er nógur tími þar fyrir utan að bölsótast út í fortíðina og mála framtíðina einhverjum hamfaralitum þeir sem það þurfa.
    Ég geri það ekki og er alltaf spenntur fyrir næsta fótboltaleik, tímabili, áratug, og leyfi mér að taka þátt í augnablikunum þar sem hlutirnir ráðast, hvort sem það ergir mig eða gleður.

    Kannski lánsamur að hafa fengið fullt af hvoru tveggja síðan ’72.
    YNWA

  10. Hvernig væri að koma því til skila til brodge að kaupa Jóa Berg. Yrði flottur á öðrum hvorum kanntinum !

Hull 1 – Liverpool 0

Liðið gegn QPR