Hull á morgun

Það sem huggar mann mest við tvö töpuð stig um helgina er að það er annar leikur strax. Okkar menn eiga leik inni í deildinni og á morgun skal hann leikinn, á útivelli gegn Hull.

Hull

Heimamenn standa í ströngu þessa dagana. Þeir unnu frábæran 2-0 útisigur á Crystal Palace um helgina sem hélt þeim stigi fyrir ofan fallsæti. Draugurinn sá hefur þó ásótt þá í allan vetur og það er nokkuð ljóst að þeir verða í þeirri baráttu fram á síðasta leikdag þetta árið. Steve Bruce er enn stjóri tígranna þótt það hafi verið heitt undir honum í allan vetur en sá stjóri hefur í gegnum tíðina haft gott lag á að ná úrslitum gegn Liverpool.

Þýðing: þetta verður langt því frá auðveldur leikur.

Af hættulegum leikmönnum ber helst að nefna gömlu Everton-kempuna Nikica Jelavic sem er markahæstur með heil átta mörk hjá þeim (ekki hlæja, okkar markahæsti maður er með sex…) og svo Dame N’Doye sem skoraði tvennu um helgina og hefur verið að leika vel að undanförnu.

Liverpool

Af okkar mönnum er lítið að frétta. Maður býst við að sömu leikmenn verði í leikmannahóp og léku um helgina, spurningin er bara hvort Rodgers breytir einhverju til að reyna að blása lífi í sóknarleikinn. Liðið hélt hreinu í 14. sinn á leiktíðinni og því efa ég að hann breyti vörninni en ég yrði hissa ef Alberto Moreno komi ekki inn á ný fyrir Glen Johnson og eins get ég ímyndað mér að Mario Balotelli víki fyrir Adam Lallana eða Lazar Markovic, sem myndi þýða að Phil Coutinho spili á ný í falskri níu eins og gafst svo vel gegn Newcastle fyrir tveimur vikum.

Ég spái liðinu sem sagt svona:

Mignolet

Can – Skrtel – Lovren

Ibe – Gerrard – Henderson – Moreno

Lallana – Coutinho – Sterling

Hvað sem Rodgers ákveður skulum við vona að það virki og liðið skori mörk á morgun. Það segir samt sitt að ég sé að spá því að okkar besta von til að glæða sóknarleikinn lífi sé að fjarlægja framherjana og nota Coutinho „frammi“. Það verða keyptir framherjar í sumar.

Mín spá

Sko, ég er að fara til Liverpool um helgina og eftir að United steinlá gegn litla bróður okkar í gær er Liverpool í þeirri stöðu að geta, með sigrum á Hull annað kvöld og QPR á laugardag, verið komnir stigi á eftir United þegar þeir eiga næst leik. Ef það gerist er þetta allt í einu séns á nýjan leik. Lítill séns, en samt séns. Og þetta bara verður að gerast.

Við vinnum þennan leik 1-0. Adam Lallana skorar markið. Og hana nú!

YNWA

15 Comments

 1. Þetta lið – nema Allen í staðinn fyrir Gerrard.

  Ekki enn einn leikinn í hægagangi, plís!

 2. Sælir félagar

  Mikið vildi ég óska að þú hafir rétt fyrir þér KAR og okkar menn vinni þennan leik. Ég er ekki bjartsýnn eftir niðurstöðu helgarinnar en vona samt. Ef BR nær eina markmiði leiktíðarinnar sem eftir er og ekki endanlega fallið okkur úr greipum (amk. tölfræðilega) tek kröfu mína um brottrekstur hans til baka. Fjórða sætið og hann má vera áfram.

  Það er nú þannig

  YNWA

 3. Voðalega væri gaman að sjá Rodgers fara í 4-3-3 með Henderson og Can á miðjunni . Held hreinlega að engin gæti hlaupið þá félaga af sér… Sterling má svo vera heima að hugsa sinn gang. Gerrard getur boðið upp á nammi á bekknum og Kolo sér um skemmtiatriðin.

  Mignolet
  Johnson, Skrtel, Lovren, Moreno
  Henderson, Can, Allen
  Ibe, Coutinho, Lallana

 4. Svona myndi ég vilja hafa byrjunarliðið.

  – Mignolet

  —– Can – Skrtel – Lovren

  – Ibe –Lukas – Henderson – Moreno

  – Lallana– Sterling – Coutinho

  Annars eru framherjavandræðin þónokkur og því kannski spurning að láta Balotelli byrja og reyna að spila hann uppi. Það verður fróðlegt að sjá hvernig byrjunarliðið verður.

 5. Leikmenn sem eru ekki inn í myndinni, eru á leið frá félaginu eða í öðru basli. Ég sé ekki að þeim sé gerður neinn greiði með því að spila þennan leik. Sammála Kristjáni með byrjunarliðið. Hafa bara fríska pilta frammi sama hvaða stöðu þeir spila á pappírum. Gafst vel um áramótin og afhverju ekki halda því bara áfram. Frá því að Sturridge snéri aftur og fram til þessa leiks erum við aftur dottnir í hægaganginn…þurfum að breyta því.

  Mætti alveg koma einn 5-0 leikur…þótt það væri sennilega líklegra að Ísland vinni Eurovisjón.

 6. Hljótum að vinna þennan leik gegn Hull trúi ekki öðru. Held að allt fari í gang núna enda erum við bestir þegar pressan er farin og við höfum að litlu sem engu að keppa.

  Algjör aulaskapur að hafa ekki klárað WBA. Það hefði opnað möguleikann á að komast stigi ofar en Utd með sigri á bæði Hull og QPR. Þeir ættu þó ennþá leik til góða en pressan væri klárlega til staðar. Held að munurinn sé einfaldlega of mikill núna.

  Við erum voðalega samstíga liðunum fyrir ofan okkur í mistökum. Virðumst alltaf mistaka okkur þegar tækifærið gefst. Ótrúlegt.

 7. Ef að Gerrard fær að byrja þennan leik í kvöld að þá er það bara af því að hann er Gerrard, ekki út af neinu öðru.
  Myndi frekar vilja fá Lallana inn á miðjuna og Balotelli upp á topp.
  Gerrard getur svo komið inn í lok seinni ef þarf.

 8. Hvernig væri nú að gefa Lambert kallinum 90 mínútur, svona til að hrista aðeins upp í sókninni? Ha?? :O)

 9. Það myndi gera stemninguna á leiknum um helgina mun betri ef sigur í þessum leik verður staðreynd. Hlakka til að öskra og syngja frá mér allt vita á Anfield!

 10. Hull tekur andlaust lið okkar. 2-1, því miður. Bruce virðist alltaf ná að mótivera lið sitt gegn okkur á þeirra heimavelli.

  Rodgers out !

 11. Slúðrið talar um að Yesil verði byrjunarliðinu (eða a.m.k. hóp) í kvöld. Sjáum til með það.

  Svona myndi ég vilja sjá liðið
  Mignolet
  Manquillo – Skrtel – Lovren – Moreno
  Henderson – Can
  Markovic – Coutinho – Ibe
  Balotelli

  En líklega verður það eins og KAR setur upp.

 12. Ekki veit ég hversvegna Gerrard ætti að vera í byrjunarliðinu. Hann verður ekki hluti af liðinu framvegis og hefur ekkert sýnt í vetur sem ætti að auka möguleika á sigri í þessum leik. Flestir á bekknum ættu að koma á undan Gerrard.

Eitt sæti laust!

Byrjunarliðið gegn Hull