West Brom 0 Liverpool 0

Liverpool heimsótti WBA í nokkuð mikilvægum leik en fer heim með aðeins eitt af þremur stigum sem í boði voru þrátt fyrir mikla yfirburði í leiknum.

Brendan Rodgers stillti byrjunarliði Liverpool upp á þennan hátt:

Mignolet

Can – Skrtel – Lovren

Johnson – Henderson – Gerrard – Ibe

Sterling – Balotelli – Coutinho

Bekkur: Jones, Toure, Manquillo, Lallana (inn fyrir Ibe), Borini (inn fyrir Balotelli), Markovic, Allen

Leikurinn fór afar rólega af stað. Liverpool átti leikinn og stjórnaði honum en WBA voru mjög skipulagðir og þéttir fyrir í vörninni og vörðust á mörgum mönnum. Fyrsta færi Liverpool kom þegar aukaspyrna Gerrard fór rétt yfir markið um miðjan fyrri hálfleik.

Liverpool með alla yfirburði í leiknum en markið til að skilja að vantaði þegar flautað var til hálfleiks.

Svipaðir hlutir voru upp á teningnum í seinni hálfleik. Liverpool hélt áfram að þjarma að varnarlínu WBA en gekk illa að brjóta niður varnarmúrinn. Jordan Henderson og Coutinho áttu skot úr ágætis færum en markvörður WBA varði vel í tvígang. Skömmu síðar átti svo Jordon Ibe skot í þverslánna.

Smá kæruleysi í vörn Liverpool kostaði næstum mark en Dejan Lovren bjargaði á línu og minnstu munaði að hann yrði hetja leiksins en skalli hans fór rétt framhjá markinu í blálok leiksins. Markalaust jaftefnli varð því raunin í miklum vonbrigða leik.

Liðið virðist vera komið á sjálfstýringu og virðist ekki hafa að neinu að keppa lengur þar sem draumur um Meistaradeildarsæti virðist fjara út með leik eins og þessum. Liðið lék ekki illa heilt yfir en við sáum nákvæmlega það sem við höfum séð svo oft í vetur: liðið tekur takmarkaða sénsa í sóknarleiknum, vantar herslumuninn, frumlegheitin og hreinlega viljan til að brjóta niður mótherjana.

Maður ætlar rétt að vona að liðið muni enda deildina af krafti og setja tóninn fyrir næsta tímabil hvernig svo sem þetta mun fara. Það er ömurlegt að sjá lið bara fljóta í þessum leikjum sem þau eiga eftir.

65 Comments

 1. Klopp á Kop takk.
  Lovren bestur í dag. Rodgers heldur áfram að skíta í skiptingum og in game management en það er ekkert nýtt. Balo var fínn en ætti að fá að klára leikinn.

 2. Það jákvæða er þó að Lovren er að vakna. Einn er hver einn.

 3. Veit ekki með ykkur en hvað mig varðar þá er bottom line-ið þetta, það getur vel verið að einhvern tímann muni þetta lið verða einhvers virði getulega séð,það veit enginn okkar,en það sem er algjörlega augljóst er að núna,í nútíðinni er þetta hálf stefnulaust rekald sem þarf greinileg einhverja hjálp við að rétta sig af stefnulega!!!

 4. Þetta gekk ekki í dag en framistaðan var ekki svo slæm. Liði átti leikinn frá A til Ö en náði ekki að brjóta ísinn. Menn voru að gefa sig í verkefnið voru duglegir og unnu oftar en ekki þessa 50/50 bolta.
  WBA liðið voru með 11 manna varnarmúr nánast allan leikinn og gáfu engin tækifæri fyrir aftan sig en Liverpool fengu nokkur ákjósanleg skotfæri fyrir utan en inn vildi boltinn ekki.
  Það vita allir hvað liverpool vantar það er markaskorara og held ég að það verði forgangsverkefni í sumar að finna svoleiðis mann.
  Balo fannst mér ekki merkilegur í þessum leik og var ekki mikið ógnandi.

  Það var einn maður sem mér fannst frábær hjá liverpool í dag og hélt ég að ég myndi ekki segja þetta en fyrir mér var maður leiksins LOVREN. Hann var að vinna boltan trekk í trekk, bjargaði á línu og skilaði boltanum vel frá sér og djöfull hefði verið sæt fyrir hann að skora þarna á 94 mín.

  Þetta er engin heimsendir baráttan um 4.sætið var nú veik fyrir þennan leik og liðið að jafna sig eftir sjokkið gegn Aston Villa.

  Ég hef séð Liverpool spila mun verr á útivelli en þeir gerðu í þessum leik og fannst mér ekkert að leikskipulagi liðsins. Liverpool áttu miðsvæðið voru með sókndjarfaleikmenn inná og fengu tækifæri til þess að skora en þetta var ekki okkar dagur og þá er bara að snúa sér að næsta leik.

 5. #1 Já ég fór að kanna málið og þú getur keypt þér öndunarvél og tengt þig við hana og látið einhvern vekja þig þegar blásið verður í flautuna í ágúst gott megrunartrix líka ef þú ert að glíma við nokkur auka kíló 😉

 6. Þótt ég óski engum að horfa á Liverpool leikjum, vona ég að transfer-nefndin hafi verið að fylgjast með leiknum, því það þarf eitthvað mikið að gerast í sumar.

 7. Sælir félagar

  Hvílík leiðindi sem svona leikir bjóða upp á. Annað liðið liggur allt á eigin vítateig og hitt liðið kemst ekki í færi sem heitið geti. Ótrúlega ömurlegt og ætti í raun að banna svona leikskipulag. Okkar menn reyndu svo sem en það var ekki merkilegt sem menn höfðu fram að færa.

  Mér er fyrirmunað að skilja af hverju Sterling er að heimta hærri laun. Framlag hans var slakt og raunar stoppar spilið ótrúlega mikið ná honum. Hann fær boltan og æðir af stað út um allar koppagrundir og aðrir leikmenn bíða bara eftir að hann tapi boltanum. Svona er þetta skipti eftir skipti og svona hefur þetta verið í ansi mörgum leikjum í vetur.

  En sem sagt niðurstaðan jafntefli og staðan versnar líklega í dag þegar MC vinnur sinn leik og á morgun þegar MU vinnu sinn leik. Þá er orðið ansi erfitt að vinna 4. sætið og þessi leiktíð þá best geymd í glatkistunni.

  Það er nú þannig

  YNWA

 8. Taplausir í sumar 🙂

  Annars hefði ég viljað sjá BR skipta Mignolet útaf fyrir framherja síðustu 10 mín og láta Skrtel hafa hanskana. Það hefð verið gaman að sjá hvernig Pulis myndi bregðast við því. Býst við að hann hefði tekið framherja WBA útaf og bætt við einum varnarmanni.

 9. Það eitt að BR hafi aldrei svör við steinaldarbolta Pulis er bara hlægilegt. Meira að segja Pardew með sitt Palace lið fór létt með þetta wba drasl.

  Ég vill BR burt frá þessu liði. Við verðum aldrei neitt annað en miðlungslið með þennan stjóra.

  RODGERS OUT ! ! ! and Take Sterling with you ! !

 10. WBA voru gríðarlega skipulagðir í dag og lokuðu gjörsamlega á bensínlausa leikmenn Liverpool í dag.
  Ég vorkenni Gerrard í þessum og sennilega öllum leikjunum sem hann hefur spilað í vetur, hann getur bara ekkert lengur og er ekki að leggja neitt af mörkum til að hjálpa liði okkar.
  Þetta tímabil er búið að vera hræðilegt og eigendur þurfa að taka stórar ákvarðanir á næstu vikum hvort þeir vilja vera með liðið á þessum slóðum eða reyna að taka skrefin sem þarf til að vera að berjast um bikara.
  Leikmannakaupin í sumar klikkuðu gjörsamlega og það er alveg hrikalega að vita til þess að það voru keyptir leikmenn fyrir 120 m punda og flest allir af þeim eru ekki að styrkja liðið.
  Nú er ég farinn að setja spurningamerki við stjóran okkar hvort hann sé með það sem þarf til að stýra liðinu okkar, hann er búinn að gera of mikið af mistökum í vetur.

 11. Sælir

  Liverpool liðið líður enn og aftur fyrir það að hafa ekki almennilegan framherja, Balotelli átti þó sínar rispur inn á milli en framlag hans heilt yfir ekki nægjanlegt. Besti maður okkar var Lovren og Ibe og Lallana áttu ágætis rispur. Slakasti maður vallarins var Sterling, Coutinho þar rétt á eftir.

 12. Móment leiksins var að sjá Rodgers klappa á hliðarlínunni undir blálokinn- greinilega helsáttur við stigið.

 13. Rodgers: “I thought the level of our game, especially second half, was VERY good.”

  Já einmitt…

 14. Gallinn við þetta 10-0-0 kerfi hjá WBA og fleiri liðum (stundum Chelsea) er að það virkar.

 15. Að lokum legg ég til að Tony Pulis verði gerður að varnarmálaráðherra Bretlands.

 16. Svefnormur #9 Kílóin ok en já…… endilega láttu vita hvar ég fæ svona græju! 🙂

  Tímabil vonbrigða mætti ljúka hér og nú mín vegna. Engar dollur í safnið, hálft tímabil í að bíða eftir striker sem átti að redda öllu en væntanlega kominn í sumarfrí. BR sömuleiðis marga mánuði að finna út rétta leikkerfið og önnur lið hálfan þann tíma að lesa það út. Brendan out/Klopp eða Benitez in umræða o.s.frv., o.s.frv., o.s.frv.

  Ágúst 2015……… we go again

 17. Mjög gott að BR skuli vera sáttur,gott að vera með stjóra sem þarf lítið tilað gleðja

 18. Þessu leikur einsog allt Tímabilið í hnotskurn
  *Léleg taktík
  *Ekkert hungur
  *Engin þrá
  *Ekki næg gæði

  Eina jákvæða er að Lovren spilaði sinn langbesta leik í rauðu treyjunni.
  Mignolet er kominn með flestu clean sheets í deildinni 14 stk.

 19. Er það bara ég eða er leikskýrslan eitthvað snubbótt,finnst vanta endann,niðurlagið á hana?

 20. Bitlaust og fúlt.

  Í fyrra skoruðum við 101 mark í deild og erum nú búnir að skora 47.

  Ég veit allt um Suarez/Sturridge vandamálin en þetta er vandræðalegt fall í besta falli milli ára og það virðist fyrirmunað að finna lausn á því…

  Ekki það að fjórða sætið væri raunhæfur möguleiki og það hafa verið verri leikir en þessi, en samt.

  Fattaði það í dag að við erum búnir að spila um 55 leiki í vetur og einn hálfleik af þeim höfum við spilað það leikkerfi sem skilaði okkur mesta sóknarliði Englands, næstum Evrópu…en nú erum við úlfurinn í sögunni um grísina þrjá…blásum og blásum en aldrei fellur húsið.

 21. ég er ekki kominn á rodgers out vagninn einsog sumir hérna en er þó á því að hann verði að fara að hætta að nota þessa leikmenn sem verða ekki á næsta ári, johnson og gerrard eru alveg lost í hverjum leiknum á eftir öðrum, Balotelli er svo alveg gjörsamlega gagnslaus, vill frekar hafa 17 ára strák þarna frammi frekar en hann. annars er komið sumar sem er sennilega 1 jákvæða núna.

 22. Þessi leikur var töluvert í takti við þetta tímabil í heild en þó mun frekar nánast alla útileiki sem Liverpool hefur spilað gegn Tony Pulis, sæmileg frammistaða reyndar í samanburði við nokkra af þeim leikjum. Það getur ekki komið á óvart að Liverpool eigi í verulegum vandræðum á þessu tímabili að brjóta niður lið sem spilar með 6-10 manna vörn allann leikinn og það á heimavelli. Það er í svona leikjum sem leikmenn eins og Luis Suarez skera sig úr frá öðrum og saga sóknarmanna Liverpool í vetur er hræðilegri en ástæða þess að Kyle Walker fór að trenda á twitter núna um helgina! Blessunarlega bull með Walker.

  Fyrir leik var ég ekki spenntur fyrir því að sjá Gerrard og Johnson byrja, frekar vill ég að þeir sem verði hjá liðinu á næsta tímabili spili megnið af þessum leikjum sem eftir eru. Moreno var reyndar meiddur og kannski er það ástæðan fyrir því að Johnson byrjaði og Joe Allen hefði svosem ekkert gert betur en Gerrard.

  Mignolet hélt hreinu í þessum leik sem er hans helsta hlutverk, auðveldar honum verkið þegar heimaliðið neitar að taka sénsa sóknarlega en fyrr á tímabilinu vorum við bara samt að leka inn mörkum í þannig leikjum og fögnum því að búrið sé hreint.

  Can las leikinn ágætlega og var oft á tíðum að spila nánast sem miðjumaður eða á kantinum. Reyndi ekki mikið á hann og persónulega vildi ég sjá hann byrja aftast í þriggja manna miðju með Henderson og Coutinho.

  Skrtel fannst mér spila verst af varnartríóinu og getur þakkað Lovren fyrir að hafa bjargað sér a.m.k. einu sinni. Heilt yfir ágætur í dag samt.

  Lovren er maður leiksins að mínu mati, þetta er miðvörðurinn sem við vorum að kaupa svo einfalt er það. Háloftaboltar WBA og afar ómerkilegur sóknarleikur þeirra var þó klárlega að hjálpa Lovren í dag.

  Johnson var svosem ekki að spila sinn versta leik en þessi leikmaður er löngu búinn á efsta leveli. Hvernig hann svo bara kláraði leikinn fannst mér bera merki um ákveðna uppgjöf og hugmyndaleysi hjá Rodgers. Jafntefli gefur okkur ekkert, hví ekki að setja Markovic á vænginn í lokin (eða Ibe og taka Johnson útaf). Manquillo í allra minnsta lagi.

  Henderson ágætur leikur hjá honum, W.B.A. gaf miðjuna nánast eftir og leyfði okkar mönnum að vera með boltann. Var svosem ekkert að finna neinar lausnir á varnarleik W.B.A.

  Gerrard byrjaði og það var alveg hægt að skilja það að einhverju leiti en að hann sé ennþá að klára 95 mínútur skil ég ekki. Ágætur leikur hjá Gerrard svosem þar sem lítið þurfti að verjast áhlaupum eða pressu andstæðinganna.

  Coutinho var bara í of mikilli traffík allann leikinn og náði ekki að finna leið í gegn. Var líklega næst bestur í liði Liverpool í dag en þarf að klára svona leiki fyrir okkar menn. Langlíklegastur í liði Liverpool til að verða sá maður sem sker úr um svona leiki.

  Sterling fannst mér vera ömurlegur í dag, langlélegastur í liði Liverpool og skil ekki afhverju ekki var a.m.k. reynt Markovic í staðin fyrir hann. Án þess að kanna það frekar finnst mér eins og Sterling eigi jafnan mjög slæman dag gegn liðum Tony Pulis. Ibe virtist líða töluvert betur á vellinum og af þeim tveimur hefði ég frekar tekið Sterling af velli. Sterling hefur ekki verið merkilegur síðan samningsviðræðurnar byrjuðu að fara fram í fjölmiðlum og spurning hvort ekki megi henda honum á bekkinn við og við þegar hann spilar svona illa?

  Ibe var áræðinn og ógnandi allann leikinn og alltaf að reyna hlaupa á vörn W.B.A. Komst í gegn einu sinni og setti boltann í slánna. Það var eftir að hann skipti við Sterling um stöðu og gekk mun betur í baráttunni vinstramegin. Lallana í engu leikformi var ALDREI að fara bæta neitt af því sem Ibe var að gera í þessum leik og sú skipting afleit með öllu. Enda gerði Lallana ekki blautan skít í leiknum og sóknarbroddur Liverpool minnkaði til muna. Allann daginn frekar að setja Markovic inná sem helst hefur skapað sér nafn í boltanum fyrir árásir á varnarmenn áþekkar þeim sem Ibe var að reyna í þessum leik. Afhverju ekki að prufa að henda honum inná í sína stöðu einu sinni frekar en gefa honum bara 45 mín sem bakvörður og taka svo af velli?

  Balotelli átti áður en leikurinn hófst að vera blórarböggullinn í dag og þó hann hafi vissulega ekki skorað einn ganginn enn er ódýrt að skella skuldinni bara á hann. Hann var einn gegn 3-4 oft á tíðum og virkaði okkar líklegasta leið í gegnum vörn W.B.A. Ef Balotelli er ekki meiddur er með ólíkindum að setja Borini frekar inná undir lokin enda hafði sú skipting bara öfug áhrif á leikinn. Það var ekkert outlet sóknarlega lengur og W.B.A endaði leikinn betur en Liverpool.

  Rodgers sá ekki ástæðu til að gera lokaskiptinguna í dag og hrósaði liðinu svo eftir leik sem fór aðeins öfugt ofan í mann, þetta er ekki ásættanlegt í leik gegn W.B.A. Það á að sjóða á stjóra Liverpool eftir svona töpuð stig.

  Sturridge hefur byrjað 7 deildarleiki í vetur, það eru 33 umferðir búnar og hann var að jafna sig á meiðslum í flestum þessara leikja.

  Balotelli var að byrja deildarleik í fyrsta skipti síðan 8.nóvember, þetta eru þeir tveir sem áttu að bera uppi sóknarleik Liverpool.

  Borini hefur varla fengið mínútur eftir áramót í vetur og er samt þriðji kostur í sókninni fyrir mót. Falcao er í þessu hlutverki hjá United, Drogba hjá Chelsea, Bony hjá City, Welbeck hjá Arsenal, Soldado hjá Tottenham.

  Lambert er síðan fjórði kostur, guð hjálpi okkur.

  Það er ekki beint óvænt að Liverpool hafi skorað 7 mörk sl. 720 mínútur.

  Næsta tímabil verður ekki bara do or die fyrir Rodgers heldur líka þá sem sjá um innkaupin með honum, ef þeir lifa þá þetta tímabil af.

 23. ef við fáum ekki klopp þá líst mér bara satt að segja ekkert á næstu leiktíð.

  rodgers og gerrard burt í sumar.. fá klopp og reus inn.. kaupa sóknarmann sem hefur getu og góðann varnarsinnann miðjumann.

  með rodgers þarna þá hugsa ég að kaup sumarsins verða eitthvað skrautleg.. trúlega kaupir hann hálft wba liðið fyrir yfir 100m punda.

 24. Gott tækifæri til að setja verulega pressa á United fyrir morgundaginn en þess í stað mætti liðið til leiks einsog lömb á leið til slátrunar. Nenni þessum ósköpum ekki lengur, þetta vonleysi er jafnvel farið að minna á Hodgson svartnættið.

  Sumir skýla sér á bakvið fjarveru Sturridge og draugs Suarez.. sem fór síðasta SUMAR. Brendan og félagar hafa haft tvo leikmannaglugga til að reyna bæta upp með 80m+ milli handanna svo þær afsakanir eru ótækar.

 25. Við erum alveg að fara sjá Gerrard pikkfastann á miðjuni allar 90 mínúturnar það sem eftir er af tímabilinu með blý í skónum sínum.

 26. Þetta var ekki gott. WBA alveg fáránlega varnarsinnaðir. Það voru alltaf 10 menn fyrir aftan boltan og þá er oft andskoti erfitt að koma boltanum í netið. Velti fyrir mér hvort áhagendur WBA séu sáttir við að horfa upp á liði sitt spila svona bolta.
  Við urðum að vinna þennan leik til að ætla að eiga smá von á þessu fjórða sæti en manni fannst við aldrei nokkurn tíman vera að fara að skora, gætum verið að spila ennþá og ekki en búnir að skora. Mér finnst við hefðum mátt vera djarfari því jafntefli gerir í rauninni jafn lítið fyrir okkur og að tapa.
  Þetta getuleysi fyrir framan markið er búið að vera viðvarandi í allan vetur og þar kenni ég Rodgers algerlega um. Þetta er þriðja árið hjá honum og því er þetta hans lið og hans leikmenn. Hann er búinn að fá marga glugga og þetta er því hans sköpunarverk. Það að fara inn í þetta tímabil með Sturridge sem eina nægjanlega góða sóknarmanninn er alveg fáránlegt. Maður missir alla von þegar að Borini og Lambert er hennt inná og ég veit eiginlega ekki hvar maður á að byrja með Balotelli. Ef að ég ætti að lýsa leikmanni sem að gæti ekki mögulega passað verr við leikstílinn sem að við viljum vera að spila þá myndi ég velja Balo. Voru menn ekki búnir að horfa á hann spila fótbolta áður en farið var í að kaupa hann? Hans stíll er svona target maður sem að hreyfir sig eiginlega ekki neitt og er alveg hörmulegur í hápressunni. Getur verið góður í öðru liði sem að spilar upp á styrkleika hans, en það erum við ekki að gera og ég veit að ég vil ekki sjá Liverpool vera þannig lið. Hans framlag til okkar í vetur er í rauninni ekki neitt. Hann hefur ekkert gert. Ekki neitt. Þetta er aðal strikerinn okkar, þar sem að Sturridge er búinn að vera meiddur allt tímabilið!
  Þarna kenni ég Rodgers um og ég held að sé aðal ástæðan fyrir því hvað við erum búnir að eiga svona lélegt tímabil.
  Ég held ekki að FSG reki Rodgers eftir þetta tímabil hvernig svo sem þessir síðustu 5 leikir fara því hann er nákvæmlega týpan sem að þeir vilja að þjálfi liðið. Ég er ekki endilega sammála. Ef að Klopp er til í að koma finnst mér að við ættum að skoða það mjög vandlega. Ef Klopp hefur ekki áhuga þá held ég að við ættum að halda Rodgers alla vega í eitt tímabil í viðbót og sjá hvernig það fer. Málið með Klopp er það að ég held að hann sé einfaldlega betri stjóri en Rodgers og mjög klárlega uppfærsla á honum. Ég fíla Rodgers ágætlega en ég fíla Liverpool FC meira og ég vill alltaf það besta fyrir liðið mitt.

 27. Þetta kom mér ekkert á óvart að sjá þessi úrslit og hvernig liðið spilaði. Andleysið er algjört, sóknarleikurinn algjörlega í molum og þessi “Brendan Rodgers” stimpill á liðinu -þeas pressa út um allan völl og spila hratt upp- var ekki til staðar.

  Ég veit að það var kýlt úr þeim loftið tapið gegn A Villa í bikarnum en liðið hefur verið andlaust í nokkuð langan tíma, einnig þegar þeir unnu allt og alla. Það er eitthvað að inn í hópnum sem gerir þetta andleysi. Okkur vantar sigurvegara í þennan hóp.

  Eftir að Gerrard lýsti því yfir að hann væri að hætta þá hefur mér fundist vanta kraftinn og stjórnun í liðið. Svo hefur mér fundist BR tala góðan fótbolta en það gerist ekkert. Efasemdir mínar um hann verða háværari með hverju viðtali sem ég heyri hann í.

  Það nýjasta er að hann gerir sér grein fyrir því að LFC vantar sóknarmenn og það verði lykilatriði í sumar og að þetta sumar verði nýtt í að kaupa “tilbúna” leikmenn; eitthvað sem Liverpool hefur ekki gert í 20 ár (með undantekningum eins og Torres og Suarez).

  Þetta virkar mjög mikið á mig eins og einhver sem er orðinn verulega sveittur í sínu starfi og reynir allt til að halda því. Þetta er örvænting og boðar ekki gott. Jú, frábært að menn hafi loksins fattað að gæði umfram magn sé loksins í fyrirrúmi, en þessi rulla hefur verið sögð áður undir leiðsögn BR en skilað frekar litlu.

  Við erum að borga £144m í laun á ári sem er 56% af veltu LFC. Aðeins bæði Mancs liðin, Arsenal og Chelsea greiða meira í laun en þessi fjögur lið eru fastagestir í fyrstu fjórum sætunum sem sannar enn og aftur að gæði umfram magn borgar sig.
  (Biðst afsökunnar á því að finna ekki greinina sem þessar tölur voru teknar úr)

  Þetta margsannar það að yfirborga miðlungsmönnum laun er ávísun á vandræði og það er akkúrat það sem hefur verið að gerast hjá LFC í vetur. Glenn Johnson, Borini, Balotelli, Lambert, Enrique, Kolo Toure, Manquillo…….til að nefna fáeina. Þessir leikmenn (fyrir utan Kolo Toure), gera ekkert fyrir LFC nema að fá borguð forstjóralaun. Þetta eru easy £0.5m í vikulaun / £2.0m á mánuði sem gera £28m af þessum £144m sem við borgum í laun á ári eða 19%. Er furða að við séum að “ströggla” þetta? Alls ekki!

  Ég segi bara alveg eins og er. Borgum Sterling það sem hann biður um. Losum okkur við draslið og gerum þessi kaup á gæðum í sumar og snyrtum hópinn aðeins. Fyllum upp restina með ungum strákum sem allir munu koma til þegar þeir sjá tækifærið (dæmi: Ibe, Sterling).

  Ég myndi miklu frekar sætta mig við ströggl hjá liðinu ef við gerðum þetta með alvöru því þá er hægt að segja að við reyndum.

 28. Benda sáttur.
  Stig gegn WBA
  Balotelli að hækka sig í verði – fáum eflaust 500.000 pund fyrir hann.
  Allar stórstjörnur Evrópu bíða við símann eftir símtali frá Ian Ayre.

  Liverpool er eins og sumarveðrið fyrir norðan í dag.

 29. Þetta er sá Lovren sem Liverpool var að kaupa frá Southampton, stundum góður og stundum lélegur, ekki bara lélegur.

 30. Merkilegt hvað BABU er farinn að vera gagnrýnin. Skyldi hann vera orðinn þreyttur á bullinu,eins og við hinir? Ég held að Brodgers hljóti að átta sig á því að hann sé á skilorði
  næsta season. Mæli með því að hann láta kippu af þremur Balo-Borini og Enrique uppí kaup
  á Gylfa Sig. Sumarið verður spennandi.

 31. Sælir félagar

  Þetta finnst mér athygliverður punktur hjá Eiríki#36

  “Þetta virkar mjög mikið á mig eins og einhver sem er orðinn verulega sveittur í sínu starfi og reynir allt til að halda því. Þetta er örvænting og boðar ekki gott. Jú, frábært að menn hafi loksins fattað að gæði umfram magn sé loksins í fyrirrúmi, en þessi rulla hefur verið sögð áður undir leiðsögn BR en skilað frekar litlu”.

  Þetta er eitt af því sem manni sýnist vera að. BR er algerlega ráðalaus og bullar bara eitthvað sem hann heldur að kyndi einhverstaðar.

  Það er nú þannig

  YNWA

 32. 40# hvað á maðurinn að segja , á hann að segja “við spiluðum hörmulegan bolta og leikmennirnir eru það lélegir að þeir náðu ekki að koma boltanum í netið og þeir ættu að skammast sin því þeir eiga ekki skilið að vera í liverpool eftir þessa framistöðu” . Að sjálfsögðu segir hann þetta til að halda sjálfstrausti í liðinu og reyna að berja menn áfram. Held að hann sé ekkert kampandi kátur bakvið tjöldin

 33. Hvað er þetta, öll lið lenda í vandræðum gegn Tony Pulis þegar hann lætur leggja rútunni fyrir markið og treystir á lukkuna og massífann varnarleik til að fá eitt stig.
  Hann gerir þetta alltaf gegn þeim liðum sem eru ofarlega á töflunni, en sækir svo til sigurs gegn minni liðunum.

  Leikmenn WBA fögnuð svo þessu stigi sem lagt var upp með að fá eins og þeir höfðu unnið leikinn, sem þeir gerðu í sínu höfði.

  Eitt í viðbót, ríkjandi Englandsmeistarar Man City lentu svo í dag í heilmiklum erfiðleikum með að leggja að velli Aston Villa á Ethidad Stadium.
  My point?

  Það geta allir unnið alla í Premier League, og þetta vonleysi og væl Liverpool aðdáenda er orðið vandræðalegt.

  Þetta er komið á það stig að ég á orðið í mestu vandræðum með að koma inn á Kop.is til að lesa um Liverpool.
  Niðurrifið og ergelsið er komið langt út fyrir mín þolmörk.
  Auðvitað eru einhverjir hérna sem eru með fína gagnrýni, en þeim fer ört fækkandi.

  Takk fyrir mig, ég tékka aftur á ykkur í haust.
  Lifið heil og Y.N.W.A.

 34. “Eitt í viðbót, ríkjandi Englandsmeistarar Man City lentu svo í dag í heilmiklum erfiðleikum með að leggja að velli Aston Villa á Ethidad Stadium.
  My point?”

  Það er nú einmitt málið.. þeir náðu að leggja Villa þrátt fyrir frammistöðu, þessvegna eru þeir í meistaradeildarsæti en ekki Liverpool.

 35. Sælir félagar

  Það er auðvitað hægt að vera leiður á röflinu í okkur hér og ekkert við því að segja. En skyldi Hafliði ekki vera neitt leiður á frammistöðu okkar ástkæra liðs. Eða tekur hann pirringinn bara út á okkur nöldrurunum sem erum orðnir ansi þreyttir á að horfa á liðið okkar standa sig verr en við vonuðum. Ekki bara í dag heldur alltof mikið oftar.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 36. Hmm…enn einn leikurinn sem við þurftum virkilega að sigra og hvað? Við föllum á enn einu prófinu. Hey…en liðið dómineraði í dag og Brendan hefur vonandi lært helling. Samkvæmt mörgum sem skrifa hér og annarsstaðar erum við nefnilega með lærling sem þarf að fá að sjóast og gera allskonar mistök. Bara ein spurning? Síðan hvenær varð það standardinn hjá Liverpool að stjórinn fengi 3-4 ár til að “læra” að stýra liði. Sorry, mér er bara svo ofboðið…ég er búinn að lifa með liðinu okkar í einhverja áratugi og ég hef aldrei orðið vitni að annarri eins skitu og síðasta mánuðinn. Það er eins og þetta lið sé búið á því. Ég er svo svekktur að ég er eiginlega bara orðlaus. Við virðumst ljósárum á eftir bestu liðunum.

 37. Ástæðan fyrir því að Liverpool eru ekki i meistaradeildasæti er ekki útaf þessu jafntefli gegn QPR.
  Stærsta ástæðan fyrir stöðu Liverpool núna er að við seldum okkar besta sóknarmann til Barcelona og okkar næst besti sóknarmaður hefur verið meiddur næstum allt timabilið. Þessir tveir skorðu sirka helming marka i fyrra. Auk þess gaf Gerard upp vonina að vinna deildina nokkurn tima eftir missa siðasta sénsinn í fyrra og hefur verið skugginn af sjálfum sér allt timabilið.
  Nýju mennirnir eru margir ungir í árum og sumir hafa ekki spillað i ensku deidinni og þurfa aðlaðast og stóru kaupinn eins og Lovren, Lallana og Balotelli hafa ekki gengið upp eins og vonaðist. Samt flottir leikmenn sem geta blómstrað i næsta timabill.
  Svo þetta er engin heimsendir og Rodgers er ennþá ungur framkvæmdastjóri sem þarf sinn tima og ég vill gefa honum eitt timabil i viðbót.
  FSG þarf þó fara hugsa sinn gang með þessa leikmannanefnd. Þarf aðeins endurskoða hana og kaupa meira gæði.

 38. Það var nkl ekkert að uppleggi LFC i dag. Liðið spilaði fínan bolta og náði að skapa sér nokkur mjög fín færi. Balotelli var fínn i leiknum, hann bauð upp á meira en flestir, sótti aukaspyrnur með þvi að vera klókur og hann bjó td til færið sem Ibe fékk. Ég er ósáttur við það að Gerrard fái að taka nánast allar aukaspyrnur, ég hefði viljað sjá Balotelli þruma á markið í aukaspyrnunni sem hann sótti sjálfur i fyrri hálfleik.

  Afhverju fékk Liverpool ekki 3 stig í dag ? Svarið gæti ekki verið augljósara og það er ekki leik aðferðinni að kenna, þó að Balo hafi verið fínn í dag þá er svo augjóst að liðinu vantar heimsklassa striker og það helst 2.
  Það er ekki mjög spennandi að sjá menn komast á bakvið bakverðina, senda svo fyrir markið og þar er enginn sem hefur virkilegt passion og greddu til þess að vilja virkilega skora.

  Það er senda mann inná völlinn î þeim klassa sem Borini er á er vægast sagt sorglegt, jú og menn tala um að Lovren hafi verið góður , kannski er þetta einn af hans bestu leikjum en maður skal ætla það að hann ætti að geta hitt á rammann með hausnum, hann hefur fengið fullt af dauðafærum i vetur, undir lok þessa leiks hefði maður eins og Terry skorað. 2 dauða fríir skallar gegn Villa en hann virðist ekki getað skallað boltann niður, fyrir mér er þessi gaur bara pappakassi.

  Hversu oft sá maður alvöru mann eins og King Sami Hyypia skora úr svona færum.
  Sterlingspundið fer lækkandi með hverjum leiknum og Johnson kallinn má fara að finna sér aðra vinnu. Lambert, Kolo, Balo, Lovren, Borini og bráð Jones ættu að gera slíkt líka.

 39. sælir félagar

  Sá ekki leikinn en m.v. umfjöllun þá geri ég mér grein fyrir hvernig hann hefur þróast.

  Ég ætla að byrja á því jákvæða, BR hefur náð mun betri tökum á varnarleiknum en við höfum séð áður undir hans stjórn. Liðið hefur ekki fengið mörg mörk á sig undanfarna mánuði og stærstur hluti þeirra kemur á móti manutd og ars um daginn. Við sáum það í fyrra að hann getur þjálfað sóknarleik og í ár sjáum við að hann getur þjálfað varnarleik. Nú þarf bara að ná þessu saman. Ánægjulegt að heyra að Lovren hafi átt góðan leik því ef við náum honum í gang þá erum við á góðum stað með hann og Sakho (sem er búinn að eiga monster tímabil að mínu mati).

  Eitt sem mér hefur fundist skrítið í leik liðsins í allan vetur er þessi hápressa sem hefur gjörsamlega verið ömurleg og í raun hafa andstæðingar okkar beitt henni mikið betur gegn okkur. BR kvartar stundum undan því að honum hafi ekki fundist leikmennirnir pressa nægjanlega vel. Þetta er bara léleg þjálfun, ef þetta er leikkerfið og þér tekst ekki að útfæra það nema örfáu sinnum allt tímabilið þá er klárlega þjálfuninni ábótavant eða leikmennirnir í besta falli afar illa móttækilegir fyrir skilaboðum.

  BR er á þriðja tímabilinu sínu með lfc og hann hefur held ég misst einn mann sem hann vildi ekki missa (LS7). Samt er það svo að við erum að horfa upp á byrjunarlið sem inniheldur: Balo, Gerrard, Johnson og enginn af þessum leikmönnum fittar leikstílinn hans Rodgers og í raun hefur heldur enginn þeirra sýnt neitt í vetur sem réttlætir veru þeirra í liðinu. Engar alvöru lausnir eru ennþá á bekknum. Johnson var búinn fyrir mörgum árum og að mínu mati hafa síðustu ár Gerrards verið skrítinn (líka í fyrra en það er svosem efni í annað komment). Balo hefur reynt en því miður einungis eftir sínu höfði. Ef ég skil það rétt þá er nauðsynlegt að allt liðið komi að svona hápressu til þess að hún virki almennilega en það er afar erfitt þegar hluti liðsins annað hvort getur ekki eða skilur ekki svona leikaðferð.

  Ég held að því miður sé eitthvað meira rotið en að liðinu vanti bara framherja, BR hefur þónokkra til staðar en nær gjörsamlega engu út úr þeim og kemur þeim varla í færi. Mér finnst eins og liðið hafi ekki minnstu hugmynd um hvernig leikstíll þess eigi að vera og menn hafi sín hlutverk alls ekki á hreinu og sérstaklega sóknarlega. Auk þess virðist mér þessi hópur vera rosalega sundurleitur og hafi ekki þessa sterku samkennd sem einkenndi hann í fyrra.

  Enginn þjálfari hefur fengið jafnmikla þolinmæði og BR og ég held að erfitt sé að átta sig á því hvert félagið er að fara þ.e. ef það er að fara eitthvað. Vissulega er reksturinn betri og ungur og efnilegur hópur klárlega til staðar en árangurinn á vellinum er engu betri en hann var. Því fyrr sem þetta tímabil klárast því betra og ég vona að eigendurnir átti sig á því hvort BR sé hluti af vandamálinu eða ekki í sumar. Ég vil gjarnan sjá hann fá að byrja næsta haust og þá vonandi með lausn á framherjavandamálinu sínu en það er klárlega síðasta séns.

  YNWA

 40. Við erum alltaf að skýla okkur a bakvið það að við getum ekki keppt við þessi stóru lið eins og Kristján Atli talaði um a twitter um daginn. ..við erum búnir að eyða 215m punda seinustu 3 àr og hvað hefur sà peningur farið í ? Við getum ekki endalaust vælt um að við höfum ekkert á milli handanna þegar við erum jafnvel að eyða meira en þessi stóru lið..miðað við eyðsluna þa mætti halda að við værum með einhvern stóran leikmann i liðinu, en það er langt því frá !

 41. Hérna er klippa (mjög óskýr og með skemmtilegri lýsingu) af leik okkar mann við WBA október 2013:

  https://www.youtube.com/watch?v=8Wx3w1Hl_Zc

  Þegar maður horfir á þetta hrátt (aftur fyrir utan lýsinguna) þá gæti maður dregið þá ályktun að þetta sé munurinn þ.e.a.s. Suarez aðallega og svo Sturridge eða eitthvað annað. Langaði bara að skutla þessu hér inn.

 42. Brendan stendur og fellur með sínum kaupum. Fellur, sem þýðir að hann þarf að fara. Virðist ekki vita hvernig liðið á vera og ekkert plan b og c. Að hafa einn upp á top hefur ekki gengið í vetur en samt heldur hann áfram að reyna. Sé bara ekkert sem veit á gott, sömu lélegu fá að hanga inná leik eftir leik. Agaleysi, skíthræddur að styggja menn. Hefur ekki punginn í þetta, hann verður að fara….

 43. Ímyndum okkur að eitt stærsta og þekktasta fyrirtæki landsins, Eimskip, hefði lent í miklum rekstarerfiðleikum. Til bjargar koma nýir hluthafar sem setja inn mikið fjármagn í félagið til að rétta af fjárhaginn og bæta reksturinn. Allt þetta hafði ratað í miklar ógöngur undir stjórn fyrri eigenda.

  Engum dylst þó að gamla góða Eimskip á frábæra möguleika á að ná árangri á markaðnum.

  Til að sækja þann árangur er sóttur ungur og metnaðarfullur framkvæmdastjóri, Börkur að nafni. Nýju eigendur félagsins góða vita að þeir taka ákveðna áhættu en ungi stjórinn hefur náð ágætum árangri með rekstur Baldurs í Stykkishólmi og lagði auk þess inn með umsókn sinni 300 bls viðskiptaáætlun um hvernig á að reka félag af því tagi sem um ræðir í þessari sögu.

  Börkur hinn ungi byrjar ekki sérlega vel og fyrsta rekstarárið er jöfnun á lélegasta árangri Eimskipa í Kauphöllinni frá stríðslokum. Næsta ár slær stjórinn í gegn ekki síst sökum þess að einn undirmanna hans Lárus að nafni fer hreinlega hamförum við að selja vörur og þjónustu. Gengið rýkur upp og hluthafarnir hreinlega ærast af fögnuði.

  Í lok ársins gerist síðan það að Lárus hættir og fer til Samskipa eftir að hafa slegist við dyraverði á árshátíðum og öðrum mannamótum við hvert mögulegt tækifæri. Börkur er samt hvergi banginn, enda með fullar hendur fjár, og ræður hverja vonarstjörnunar á fætur annarri til Eimskipa við geypifé. Þeir koma með MBA gráður, PhD gráður og allskonar vegtillur úr fínum skólum. Leiðin fyrir Eimskip virðist greið og allt bendir til að Börkur sigli félaginu farssællega um hafið bláa. Svo rennur nýja árið í hönd…

  Nú líður að ársfundi í lok 3 rekstarárs Eimskipa undir forystu Barkar og formaður stjórnar er að undirbúa framsögu sína. Smám saman fer kaldur hrollur um formanninn þegar að staðreyndir um rekstarlegan árangur félagsins undir stjórn Barkar eru teknar saman.

  Eimskip hafði sett tvö megin rekstarmarkmið um árangur. Hvorugt þeirra náðist og það sem verra er, tekjumöguleikar félagsins næsta ár eru fyrir vikið stórskaðaðir.
  Flestir þeir sem voru ráðnir til félagsins fyrir hagnað síðasta árs eru hálfmisheppnaðir þrátt fyrir dýra samninga.
  Börkur virðist lifa í öðrum heimi en hluthafarnir og segir reksturinn frábæran í viðtölum við Viðskiptablaðið.
  Ókyrrð er meðal bestu starfsmanna Eimskipa og hluthafanna sem að efast um að Börkur ráði við að stjórna félaginu.
  Í mikilvægum samningaviðræðum frýs Börkur hvað eftir annað og klúðrar hverjum dílnum á fætur öðrum.
  Eimskip sem skilvirk rekstareining er komið á sama stað, ef ekki lengra til baka, en þegar að Börkur tók við.
  Mórallinn er orðin þannig að starfsmenn Eimskipa geta varlað haldið einbeitingu í samkeppni við smáa aðila á markaðnum.

  Stjórnarformaðurinn fínpússar ræðu sína.

  Hann mun að sjálfsögðu leggja til að Börkur fái fullt og óskorað umboð til að halda áfram að stýra Eimskipum. Eða er það ekki annars? Er ekki sjálfsagt mál að þessi snillingur, hann Börkur, haldi áfram? Kemur bara næst…er það ekki annars?

 44. #52 Þetta er nú með betri póstum sem ég hef lesið hérna inni.

  Afsaka um leið pirringinn minn í póstum gærdagsins….þetta er jú bara leikur (ég hefði sennilega ekki komist í lið Shankly´s)

 45. Guderian #53, ég tek hatt minn ofan fyrir þér,þú ert svo gjörsamlega spot-on með þetta að ég hef bara ekki orðið vitni að öðru eins hér á síðunni,það þarf ekkert að ræða þetta meira!!!!

  Það munu samt örugglega koma einhverjir besserwissar og segja að þessi samlíking sé alveg fáránleg and so on en frá mínum bæjardyrum séð: TWO THUMBS UP!!!

 46. Sælir félagar

  Dæmisaga Guderian#53 er ansi skemmtileg og dregur upp mynd í líkingu sinni sem leiðir okkur til augljósrar niðurstöðu. Börkur verður rekinn á aðalfundi félagsins.

  Þó líkingin sé góð er örugglega hægt að benda á einhverja bláþræði í henni en ég nenni ekki að elta óla við þá. Líkingin ætti fyrst og fremst að vekja okkur til umhugsunar um hvað það er sem segir að Börkur ætti að fá eitt ár enn í rekstur fyrirtækisins. Það er afar fátt ef nokkuð þrátt fyrir 300 blaðsíðurnar.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 47. Það er nátturulega skrifað í skýin að Everton vinni Manjú í dag (1-0 fyrir Everton núna) og við gátum auðvitað ekki klárað okkar leik í gær, en ég er hvort sem er ekkert svo viss við náum að klára Hull úti þannig tilhvers að svekkja sig.

 48. Við gætum kanski lært af bláklæddum nágrönnum okkar hvernig á að tækla United,2-0 fyrir Everton núna!!!

 49. United að tapa 2-0 fyrir Everton!! Gærdagurinn verður enn meira svekkjandi!

 50. Er ég eini maðurinn sem sé síðasta tímabil sem algert klúður af hálfu Rodgers ?

  Hann klúðraði titlinum með því að geta ekki skipulagt vörn.
  Var ekki hægt að spila 5. manna varnarlínu í fyrra ?
  Þurfti 15. leiki fyrir jól að fatta að Lucas var besti varnartengiliðurinn ?
  Er svakalegt mál að breyta um leikkerfi fyrir hálfleik ?
  Spilar e-h manager Sterling í alvörunni í Wingback ? ( á móti man utd )

  Þessi maður er algerrt Crap so sorry og hans teymi er einfaldlega of lítið og lélegt fyrir LFC.

  Hvernig væri klúbburinn með þessa eigendur 200. milljónir punda og Rafa Benitez við stjórnvöllinn eða Klopp sem er fæddur winner alveg sama þótt gengið hjá Dortmund hafi verið slakt í ár. Bestu mennirnir hans eru hirtir af honum ár eftir ár.

  Rodgers Out !!

 51. Hafliði #43: “Þetta er komið á það stig að ég á orðið í mestu vandræðum með að koma inn á Kop.is til að lesa um Liverpool.
  Niðurrifið og ergelsið er komið langt út fyrir mín þolmörk.
  Auðvitað eru einhverjir hérna sem eru með fína gagnrýni, en þeim fer ört fækkandi.”

  Af því áhangendur eru orðnir réttilega óþolinmóðir og pirraðir á stöðu mála að þá ætlarðu bara að hætta kíkja á þessa síðu þangað til í haust? Mér finnst einmitt sumir hérna rembast við að verja klúbbinn alveg sama hvað þrátt fyrir að það sé lítil innistæða fyrir því. Seinustu mánuði finnst mér kommentakerfið hérna hafa stórbatnað þar sem menn eru orðnir málefnalegri en oft á tíðum. Hvað með það þótt flestir vilja Rodgers burt? Fyrir mér er flott að fjölbreytilegar skoðanir lýði hér.

Liðið gegn WBA

Brendan Rodgers?