Kop.is Podcast #80

Hér er þáttur númer áttatíu af podcasti Liverpool Bloggsins!

KOP.is podcast – 80. þáttur

Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.

Ég (Babú) stýrði þættinum. Með mér að þessu sinni voru SSteinn, Maggi og Arngrímur af LFCHistory.net.

Í þessum þætti fórum við yfir áfallið gegn Aston Villa í gær, staða Brendan Rodgers var tekin fyrir og næstu skref hjá bæði honum og eigendum Liverpool.

Beðist er velvirðingar ef upptakan hikstar við og við, veit ekki hvaða bölvaða vesen það er í þessu hjá mér.

33 Comments

 1. við þurfum einfaldlega betri miðjumenn enn Henderson ef við ætlum að vinna einhverja titla það er mín skoðun.

 2. “Man United is a great club and I feel very familiar with their wonderful fans”
  Jurgen Klopp

  – er þetta rétti maðurinn?

 3. Ég kenni eigendum og BR um hvernig þetta tímabil hefur farið. Hvernig datt þeim í hug að fara í þetta tímabil með einn senter og kaup síðan í panek Balotelli rétt fyrir tímabilið. Þetta sást í síðasta leik með því að þurfa að hafa Sterling frammi. Hefðu betur keypt færri en betri leikmenn en alltaf þessa tilraunar starfsemi.

 4. Miki? hlakkar mèr til a? hlusta á þennan podcast þátt fyrir svefnin þessir þættir eru nett áfallahjálp 🙂

 5. algjörlega sammála með þetta endalausa þreytu kjaftæði ef ég fer út að hlaupa þá er maður vissulega smá stirður daginn eftir en ekki viku seinna ? þessir menn mæta á æfingar hvern einasta dag og vinna við þetta ef að það er komin einhver “þreyta” í liðið eins og sumir tala um slepptu þá 2 æfingum og leggðu þig þá ertu orðinn góður djöfull sem þetta fer í taugarnar á mér. Takk fyrir frábært podcast drengir. #3 Taktu af þér liverpool gleraugun ég hef sagt að dortmund sé flott félag með frábæra stuðningsmenn ég myndi samt taka jobinu að þjálfa bayern ef það væri hringt í mig á morgunn

 6. og já fyrir mér skiptir ekki máli þótt þú spilir 70 leiki eða 40 á seasoni. á meðan liverpool spilar leik þá er væntanlega liðsmenn southampton á æfingu og leggja allveg jafn mikið á sig þar.
  Trúi ekki á þessa vitleysu það má endilega einhver koma með góð rök fyrir því að menn séu bara búnir á því í skrokknum það ílla útaf þeir spiluðu 10 fleiri leiki og slepptu 10 æfingum í staðinn og þurfa sumarið til að jafna sig eftir það.

 7. algjörlega sammála með þetta endalausa þreytu kjaftæði

  Gott og vel að það séu skiptar skoðanir um það hvort aukið leikjaálag skipti máli eða ekki en má ekki velta þessu upp og ræða? Hefur þetta verið alveg endalaus umræða?

  Fyrir mér er þetta klárlega partur af vandræðum Liverpool í vetur og finnst mér það blasa við hvort sem það er eðlilegt eða ekki. Frá 1995 hafa tvö lið unnið FA bikarinn sem ekki voru í topp 2-4, annað þeirra (Wigan) féll sama ár og hitt (Portsmouth) féll árið eftir. Öll liðin sem hafa unnið höfðu að ég held verið Meistaradeildarlið lengi. Oft hafa Meistaradeildarliðin ekki þurft að spila sínu alla sterkasta liði nema í 1-2 leikjum enda með það mikið stærri hópa en önnur lið. Kannski átti þessi hópur Liverpool að vera í þeim flokki núna í vetur en var það ekki. Nýr andstæðingur 2-3 í hverri viku í fjórum mismundani keppnum virtist ekkert vera að hjálpa Rodgers við að koma átta (níu með Borini) nýjum leikmönnum inn á sína hugmyndafræði, hvað þá ofan í meiðsli lykilmanna eins og Sturridge.

  Það er annars enginn að tala um þetta sem einhverja aðalástæðu, bara part af púslinu. Meiðli manna eins og Sturridge, Lucas og Sakho hafa klárlega skaðað okkur mikið meira í vetur og þeir sem komu inn í sumar hafa alls ekki staðið undir væntingum, sérstaklega ekki þeir sem keyptir voru með smá reynslu úr EPL á ferilsskránni.

  Haldi Rodgers sama kjarna næsta vetur og nær að bæta góðum leikmönnum við hann efa ég ekki að liðið verði mun tilbúnara í að spila svona marga leiki og standa sig betur. Ef hann þarf aftur að spila með rúmlega hálft nýtt byrjunarlið mun það taka meiri tíma og ekki mun það hjálpa að fá lítinn tíma á æfingasvæðinu milli leikja.

  Varðandi Klopp þá mun verða erfitt að fá inn stjóra ef hann má ekki hafa hrósað erkifjendum Liverpool einhverntíma á lífsleiðinni, Klopp talaði ekki lítið vel um Liverpool fyrir þetta tímabil.

 8. Skuggi Gerrards hefur verið níðþungur á þessu tímabili, bæði innan vallar og utan. Og Rodgers hefur ekki náð að leysa þann vanda nema síður sé.

  Leiðtogakrísan í liðinu er æpandi. Okkur vantar fyrirliða sem er harður eins og Skrtel og kúl eins og Sakho. Ég er alls ekki viss um að Henderson nái máli. Liðið er líka of soft. Vantar drápseðlið, þennan grjótharðan sigurvilja.

  Svo þarf Rodgers að hætta þessu hringli með stöðurnar. Að setja Emre Can í hægri bakvörð í 4ra manna vörn, með tvo ekta bakverði á bekknum? Kommon.

 9. Ágætis pælingar þarna hjá ykkur og næstu leikir skyldusigur. Leiðinlegt laggið samt en maður vandist því 🙂

  Ég hef eina pælingu með leikmannakaup Liverpool. Rodgers hefur verið að láta stóra pósta fara frá liðinu, leikmenn sem hafa verið lengi hjá félaginu, Pepe Reina, Agger, Carra(hættir enda loforð um takmarkaðan spiltíma), Gerrard fer og svo Johnson.
  Miðað við mína pælingu held ég að Rodgers sé að vinna ákveðna valdabaráttu innan félagsins. Með því á ég við að hann er að innleiða að fullu leiti sína stefnu í félaginu án þess að þurfa að hugsa hvernig á ég að koma Gerrard í liðið. Menn sem hafa kannski ekki fulla trú á því sem hann er að gera og hann lætur þá fara á hjóðlegan hátt eins og með Agger í sumar. Þetta eru svona pælingar sem ég hef haft í dag, því mér finnst engin tilviljun að allir þessir leikmenn eru að fara. Þetta eru allt leikmenn sem hann fékk ekki og voru búnir að vera lengi hjá félaginu. Nú síðast er verið að orða Skrtel frá félaginu og ef hann lætur hann fara er greinilegt að hann er bara að tryggja sér klefa og að sýnar hugmyndir verða gagrýnislausar í félaginu.

  Hinn hlutinn af pælingu snýr svo af því hver er algjörlega maður Rodgers í klefanum, segir honum umtalið og allt sem gerist? Hjá Harry Redknapp var það til dæmis Niko Kranjcar.
  Hver ætli það sé hjá Rodgers? Það skildi þó aldrei vera að Joe Allen hafi verið keyptur með þetta fyrir augun frá Swansea. Þeir eru góðir vinir það sérst á spiltíma Allen og gæti vel verið að hann sé algjörlega hans maður og segir honum allt. Það er einn svona gaur í öllum félögum, gaurinn sem kjaftar í stjóran og hann er mikilvægur.

  Vonandi fatti þið pælingu mína, en ég held það alveg klárlega að það sé engin tilviljun að allir stórir og vinsælir leikmenn séu farnir eftir að Rodgers tók við.

 10. Boltinn er hjá eigendunum og þeir verða að bregðast við í sumar. Það er algjört lykilatriði að halda kjarnanum. Ég vil ekki sjá einn einasta leikmann, sem er að spila reglulega eða að skila framlagi, fara í sumar. Getum alveg búið til einhvern pening með að selja lánsmennina og menn sem hafa engu skilað á þessari leiktíð.

  Það er hreinlega kominn tími á að byggja ofan á liðið með gæðum – án þess að missa mikilvægan hlekk og tæta það þannig í sundur. Þá er ég að tala um kaup á leikmönnum sem eru í heimsklassa árið 2015 en ekki “mögulega” árið 2018. Við erum með haug af efnilegum strákum en skortir gæði og reynslu.

 11. 10# Enda var ég ekki að vitna í ykkur persónulega. Heyrði bara að þið duttuð inná þessa umræðu og já þetta er orðið virkilega þreytandi umræða því ég virðist heyra þetta hvort sem ég er að lesa fréttir inná fotbolta.net eða þulinn í sjónvarpinu á hverjum einasta degi er keppst um að reyna að finna einhver þreytumerki á liðinu hvort sem það hafi verið afþví þeir áttu erfiðan leik í deildinni og náðu ekki að hvíla 2-3 lykilleikmenn fyrir meistaradeildarleikinn nokkrum dögum síðar en allavegna ég geri mér samt fulla grein fyrir því ef að einhver leikmaður hefur leikið 20 leiki í röð þá má hvíla hann í nokkra daga og þá kemur hann bara ferskur inní næsta leik og ætti að vera laus við hvert einasta “þreytumerki”. ég held að það sé reyndar meiri andleg þreyta sem gerir þetta að verkum að liðum gangi verr í deildinni ef það er að keppa í evrópu. Það er allavegna svoleiðis með mig og mína vinnu að með hverjum deginum verð ég þreyttari andlega með hverjum deginum og verð áhugalausari og á endanum hættir maður að nenna þessu og finnur sér aðra vinnu en það er reyndar verkamannavinna 😉

 12. Umræðan um þreytu er engu minna um þreytu andlega eins og líkalega. Pressan á liðinu var eins mjög mikil fyrir þetta tímabil sem mögulega hafði einhver áhrif. Ekkert endilega afsökun fyrir þessari hörmulega byrjun en mögulega einn bútur í viðbót í púslið.

 13. Gott podcast!

  Mín skoðun á liðinu og tímabilinu..

  Markmaður: Mignolet átti ekki beinlínis stjörnutímabil framan af og lánsmaður frá Breiðablik var jafnvel upp á borðinu til að redda málinu. Þetta þarf að tryggja að komi ekki fyrir aftur með kaupum á alvöru backupi.

  Hægri bak: Glen er búinn að vera farþegi allt of lengi. Flanagan týndist á spítalanum og er víst að verða laus á samningi. Er sá sem sér um samningamálin freðinn á Anfield? Manquillo er óreyndur spænskur unglingur og hvað átti hann eiginlega að gera? E.Can er núna að redda málunum og hann vill frekar spila á miðjunni. Þessi staða logar alveg af bjartsýni.

  Vinstri bak: Enrique er varamaður með stóru V-i. Moreno er flinkur leikmaður og gæti orðið máttarstólpi en guð minn góður hvað við erum búnir að gefa mörg mörk vinstra megin. Það mætti alveg kaupa einn leftara finnst mér.

  Miðverðir: Okkar miðverðir fyrir utan Skrtel geisla ekki beinlínis af sjálfstrausti, sem er ekki skrítið þar sem skipt er um leikkerfi á hálftíma fresti. Lovren virkar á mann eins og hann sé að spila allsber. Kolo Toure djísus kræst. Sakho verður bara að fara taka lýsi, höfum ekki efni á að hafa hann á hækjum. Hérna er búið að eyða næstum því 40 milljónum á 2 árum, með frekar rólegum árangri.

  Miðjumenn: Henderson er eini leikmaðurinn sem sýnir vott af stöðugleika. Mér finnst hann ekki fyrirliðaefni samt fyrir 5 aura en bestur er hann á miðjunni. Gerrard takk fyrir allt. Lucas, Allen og E.Can eru allt skítsæmilegir leikmenn. Vonadi stígur E.Can upp og verður lykilmaður. Mér finnst við vera ágætlega settir hér til framtíðar.

  Sóknartengiliðir: Coutinho er indispensable eins og sagt er. Sterling hefur ekki staðið undir sem markaskorari. Andstæðingarnir eru farnir að liggja á honum og það er bara klúður hvernig liðinu hefur tekist að leysa það. Markovic – ég sagði um hann einhvern tímann að hann yrði x-faktorinn fyrir tímabilið. Hann varð meira zzzzz faktorinn. Lallana er góður leikmaður og Ibe flottur. Við erum feykilega vel settir í þessar stöður finnst mér.

  Sóknin: Sturridge er meiðslaseggur, þannig að það er bara að taka upp veskið. Balotelli verður að finna sér nýtt lið. Ef hann byrjar inná á næsta tímabili þá fer ég að halda með andstæðingunum í þeim leik. Aðrir leikmenn eru ónothæfir virðist vera og markaskorun sóknarmanna Liverpool á þessu tímabili, án þess að ég viti það, hlýtur að vera ein sú lélegasta frá upphafi.

  Niðurstaða:

  Það þarf að endurskipuleggja sóknina og vörnina og fá varamarkmann. Þetta mun kosta peninga og auðvitað fyllist maður ekki rífandi sjálfstrausti að vita að njósnarar félagsins komu ekki auga á neinn annan heldur en Balotelli í fyrra. Getur verið að reynsla Brendans á leikmannamarkaðnum sé það sem er helst að há honum?

 14. Ég bara skil þessa umræðu ekki um að skipta eigi um stjóra. Brendan Rodgers er maðurinn. Undir hans stjórn hefur liðið tekið miklum framförum, spilar oft á tíðum frábæran bolta. Treysti honum fullkomlega.

 15. Þa? a? hlusta á þetta podcast er eins og lesa skjal sem hefur veri? ritsko?a? me? svörtun yfirstrikunarpenna, ma?ur er allan tímann a? reyna a? geta í ey?urnar.

 16. Hver er framþróun liðsins? Það kann að fara svo að við endum þetta tímabil í 7. sæti. Erum núna jafnir að stigum við Tottenham og einu fyrir ofan Southampton.

 17. Snake, Liverpool á reyndar leik inni en sleppum því bara að taka það með í jöfnuna 😉

  Ekki það að ég sé eitthvað í skýunum með stöðuna, síður en svo.
  Fyrri hluti tímabilsins kláraði sísonið fyrir okkur, enda mjög margir nýjir leikmenn að spila sig saman og tveir marka hæðstu menn deildarinnar frá tímabilinu á undan fjarri góðu gamni.

 18. Ég geri mér grein fyrir því en þau stig eru ekki komin í hús. Það er raunveruleg hætta á að þetta tímabil verði algert fíaskó. Síðan ef það á að fara í einhverja gríðarlega hreinsun á næsta ári að þá spyr maður sig hvar liðið stendur. Afhverju t.d. að láta Skrtel fara, ef satt reynist, sá varnarmaður sem hefur verið að spila best í vetur og í fyrra. Er félagið þá ekki bara komið algerlega á 0 punkt og jafnvel komið niður fyrir núllið.

 19. Þetta tímabil er hrikaleg vonbrigði sama hvernig það er á það litið og maður gat svosem að mörgu leiti búið sig undir það fyrir tímabilið eftir það hvernig glugginn í sumar þróaðist.

  Innkaupastefna FSG reið Rodgers nokkuð hart í sumar, hann fékk vafalaust ekki þá menn sem að hann vildi, sem er alls ekki það sem að kollegar hans í liðunum sem við viljum keppa við voru að lenda í.

  LVG Fékk að eyða peningum eins og hann vildi, það voru engar hömlur á verði né launum og eftir virkilega brokkgenga byrjun þá eru þeir að uppskera það núna í seinnipart tímabilsins.

  Mourinho fær alltaf að eyða eins og hann vill nánst, Chelsea geta keypt hvern sem þeir vilja.

  Pelligrini hefur líka haft nokkuð frjálsar hendur, þótt að hann hafi verið nett mistækur í innkaupum.

  Wenger fékk loksins að fara eyða peningum, stal meðal annars manninum sem hefði gengið ansi langt með að bjarga liðinu okkar, Sanchez.

  Ég er ekki tilbúinn að láta Rodgers fara eftir þetta tímabil, eins mikil skita og það hefur verið. Já, hann er ekki búinn að vinna neitt, en hann er samt með hugsjón, kom inn með réttan anda í klúbbinn, og kom inn með langtímaplan. Planið var 100% aldrei að verða næstum því meistarar í fyrra, það bara gerðist, stefnan var alltaf á stöðuga uppbyggingu á nokkrum árum með titilinn í skotmarki eftir 3-4 ár.

  Ofaná það að á þessu tímabili er maður búinn að taka svo íllilega eftir því hvað Gerrard er með mikið hreðjatak á þessum klúbb, og það er fáránlega erfitt að vera ungur óreyndur stjóri með svona legend í klefanum sem vill hafa hlutina á sinn hátt. Svipað og þegar að Roberto Di Matteo var að kljást við John Terry.

  tldr;

  Gefum Rodgers annað tímabil, FSG þarf að step up their game í innkaupum. Við eigum nóg af efnilegum, næstum-því stjörnum, núna þurfum við actual stjörnur.

 20. Náði ekki hver átti röddina sem var að grilla Henderson fyrir AV leikinn, fannst það fáránlega unfair diss. Það sést alltof vel á leikjum þar sem Henderson og Gerrard eru saman inná vellinum, að Gerrard er alveg búinn að segja honum það að ‘ég er maðurinn’. Hann virkar eins og blóðsuga á allt creativity og líf í Henderson.

 21. þarf meiri styrk á miðjuna, ekki smátytti sem hlaupa bara i kringum sjálfa sig.

 22. Nr. 23 ólinn Hvað áttu þú við með því að Di Matteo hafi verið að kljást við Terry?

 23. #26:

  Það var talað um það í þegar að RDM var stjóri hjá Chelsea að hann og Terry hefði tekist á, sérstaklega seinni part tíma hans hjá félaginu, þegar að hann reyndi að innleiða öðruvísi taktík en að liðið hafði spilað seinustu ár sem m.a.s leiddi til bekkjarsetu hjá Terry.

  Á endanum var það RDM sem hvarf frá.

 24. Varðandi Klopp þá las ég þetta á reddit

  “I really like Brendan and feel sorry for him this season, but Klopp is a massive opportunity for us. It’s almost like a shortcut to being at the top with the likes of Chelsea, Arsenal and United. We don’t have the elite players like they do, we’d be mad to pass on an elite manager who can attract elite players to the club. Again feel terrible for Brendan, but he more than anyone at the club will realise that football is cut throat. If Klopp wasn’t available then I’d be all for keeping Brendan, it’s just that our aim of being top in England will take a longer time. It’s a credit to Rodgers that only viable replacement to him is a world class manager like Klopp. It shows how far Brendan has come as a manager. ”

  Sammála þessu, Klopp er risa nafn í knattspyrnuheiminum og vitað er að world class þjálfarar geta fengið world class leikmenn án þess að geta boðið þeim cl fyrsta seasonið. Sjáið t.d. Lvg með di maría og falcao. Við þetta aukalega verður félagið að þora borga heimsklassa leikmönnum, heimsklassa laun.

 25. Líflegt spjall þar sem allir sína góða takta. Er þó mest sammála Magga en vil action strax!

 26. Sælir þjáningabræður,

  Mín skoðun er sú að ég held að liðið nái ekki fjórða sætinu – það er bara ekki nógu gott, svo einfalt er það. Klúbburinn má ekki við öðrum eins vandræðalegheitum í meistaradeild.

  Varðandi leikmannamál þá er ljóst að eftirfarandi leikmenn verða að fara (fyrir utan Gerrard en það mál er auðvitað klappað og klárt): Jones, Johnson, Enrique, Kolo Toure, Lambert, Borini og Balotelli. Þarna myndu losna verulegar fjárhæðir vikulega – án þess að veikja liðið neitt.

  Í stað þessara mann ætti að vera nóg að kaupa: markmann (einhvern ekki-joker sem gefur Mignolet alvöru samkeppni), hægri bakvörð beint í byrjunarliðið, djúpan miðjumann sem er klár, skapandi leikmann og framherja sem er “proven goalscorer”. Samtals 5 leikmenn.

  Hér fer þó málið að vandast, til þess að kaupa þessa leikmenn þarf félagið ekki aðeins að leggja til fjármunina heldur einnig borga alvöru kaup. Fótbolti er business og í alvöru fyrirtækjum sem vilja hæft starfsfólk þarf að borga alvöru laun og vera góð blanda af reynslu og æsku.

  Ef liðið á ekki að taka annað alvarlegt skref afturábak á næstu leiktíð þarf klúbburinn að sýna það í verki. Það er engin lausn að kaupa bestu menn Aston Villa, Newcastle eða Southampton á uppsprengdu verði á lúsalaunum – held að það sé fullreynt. Sömuleiðis að veðja á leikmenn í kring um tvítugt sem næstu stjörnur – liðið er þá og þegar uppfullt af slíkum mönnum.

  Til að nefna einhverja máli mínu til stuðnings þá gæti ég séð t.d. Romero (landsliðsmarkvörð Argentínu), van der Wiel (frá PSG), Illaramendi (frá Real), Yarmolenko (frá Kiev) og Pedro (frá Barca). Þá er ég auðvitað ekkert að tala um þessa leikmenn per se, en einhverja af svipuðu kalíberi. Menn sem hafa unnið titla, spilað landsliðsbolta, meistaradeildarbolta og eru tilbúnir leikmenn sem hafa eitthvað að sanna. Þannig kaup myndu virkilega breyta liðinu.

  Í viðbót við þá myndu leikmenn eins og Illori, Wisdom, Rossiter komi inn í liðið og leikmenn eins og Moreno, Ibe, Markovic, Can (á miðjunni) og Flannagan (sem spilaði ekkert þetta tímabil) skyrkjast ennfrekar.

  Ætla þó ekki að leyfa mér að vera bjartsýnn fyrr en ég sé hvað hefur gengið á 1. sept í haust. Hef þó frekar trú að að Rodgers haldi áfram að fjárfesta í tómri þvælu á leikmannamarkaðnum sem fyrr…

 27. Af hverju keyptum við ekki Alonso í sumar? Klúbburinn segist frekar vilja unga leikmenn en af hverju í ósköpunum ekki að fá Alonso frekar heldur en Lambert.

 28. Þakka fyrir góð podcasts … ég hlusta á þau alltaf og mjög sáttur að hafa aðgang að svona góðum umræðum um Liverpool og það á íslensku.

  En jæja, þetta podcast var full neikvætt og menn að mála djöfullinn á vegginn, ef ég á að segja eins og er.

  Mér finnst við ættum líta þetta tímabil sem gott tímabil, við komust í undanúrslit í bæðum bikurum á tímabilinu en drulluðum uppá bak í meistardeildinni sem var svakalega svekkjandi. En við eigum enþá fræðilegan séns á fjórða sætunni. Þótt við misstum Suarez og svo Sturridge meiri hlutan á tímabilinu og Gerrard hefur verið skugginn af sjálfum sér og ekki náð að stíga upp og kveðja á góðann hátt.
  Auðvita er Meistradeildinn mikilvæg fyrir lið og ég vill að liðið sé þar, en common evrópudeildinn er líka evrópukeppni og gefur okkur séns sýna að liðið geti spilað í evrópu og nota leikmenn okkar og leyfa þeim að þróast ásamt því að við getum alveg náð að laða að leikmenn. Liverpool er enþá stór-klúbbur og með svakalega sögu, mér finnst það stundum átti að næga til draga að leikmenn.

  Ég tel pressan sem Rodger hefur verið undir á þessu tímabili verið ofmikill síðast tímabil var OF GOTT og gerðist aðeins of snemma. Við sem stuðningsmenn getum ekki ætlast til liðið sem missur næstum 54 mörk úr byrjunirliðið ásamt því Gerrard hefur verið svakalega óstöðugur á þess tímabil sé að fara keppa um titilinn en fjórða sætið hefði verið magnað. (VÆRI SVAKALEGT AFREK ef það gerist – Helt enþá í smá trú) … Mínar kröfur fyirr þetta tímabil var að ná evrópusæti (Meistardeildinn væri svakalega Kissuber á toppinn) og svo ná dollu í hús, sem tókst ekki en við komst langt í báðum keppnum.

  Svona persónulega finnst mér þessi lið eins Real, Paris, City og Chelsea hafa skemmt fótboltann með allan þennan peninig og núna er fótboltamenn orðinir gráður og ungir leikmenn horfa meira í átt að peningum en að ná að þróast í góða leikmenn – Sterling lítur út fyrir vera gott dæmi um. Liverpool á ALLS EKKI að samþykkja að borga honum 100 þúsund + á viku, mér finnst Sterling (1 og hálf ár í aðaliðinu) þurfa að sanna sig sem leikmenn og þessi Villa leikur segir margt um hann. Ég er meira sammála Carra, um að liverpool eigi að bjóða leikmönnum sértaklega ungum leikmönnum( mættu líka gera það aðra leikmenn) saminginga sem gefa leikmönnum mannsæmandi laun byggtá reynslu og mannorði, en samingar ættu að byggjast um á mótiveringu og incentives fyrir leikmenn til að gera betur og þeir fá bónusgreiðslur eða hækkum á launum ef Liverpool vinnur titla og gengur vel. Það er betri þróunn og hjálpar liðinu að halda utan um fjármálinn og vinna í átt að sustainable vexti, sem er meira í þá átt sem klúbburinn og stuðningmenn ættu að líta til en að hugsa um fá eitthvern ríkann sykurpabba til taka við liðinu. Því það getur endað illa og skilið liðið eftir mjög slæmum málum t.d. Leeds.

  Að reka Rodgers væri mjög slæmt á þessum tímapunkti, hann hefur verið gera góða hluti með liðið, auðvita er ömurlegt að sjá að hann frjósa og hafa ekkert creativity á stórum mómmentum eins og t.d. leikurinn á móti Villa, Arsenal og Chelsea. En hann er góðir leið með liðið – vorum t.d. ósigraðir þar til móti Utd. í Mars og eigum enþá séns á fjórða sætu þótt liðið byrjaði hræðilega vegna meiðsla og nýjir leikmenn aðalegast. Hann var ráðinn til frammtíðar og þetta var 5 ára plan, þannig hann á allvega að fá þessi 5 ár, liðið hefur verið gera góða hluti undir hans stjórn, þarf kannski komast að smá stöðguleika á milli fyrri og seinni hluta tímabils. Rodgers og liðið er eiginlega búinn tryggja að það væri evrópubolti á Anfield næsta tímabil og liðið okkar er ungt og leikmenn eins t.d. Markovics, Can, Ibe og Sterling geta orðið enþá betri sértaklega þeirra bæta á sama hraða og Henderson hefur gert.

  Þetta tal um Klopp hljómar mjög vel, en ég er ekki til í að fórna því sem Rodgers hefur gert til byrja nýtt uppbyggingar starf undir nýjum stóra.

  Núna er bara kominn tími til stuðningsmenn setjum allan okkar stuðning á bakvið Rodgers og liðið svo við getum endað þetta tímabil sem best… og byrja næsta tímabil með lágmark-kröfu um fjórða sætið og leyfa kröfunni að byggjast í gengum timabilið. Við eru ekki fara vinna þetta á næsta ári en árið eftir hver veit – Þetta er ekki spretthlaup heldur langhlaup, titilinn mun koma heim fyrren en síðast …

  Leikmenn sem ég væri til að sjá í sumar:
  Asier Illarramendi
  Sami Khedira (ólíkur)
  James Milner (Þurfum Reynslu)
  Pedro (Barcelona – hefur reynslu)

  Ég er ekki viss hvaða sóknar menn ég fá til liðsins en við þurfum sóknarmann sem getur tekið við keflinu ef Sturridge meiðist, ásamt því finna markvörð sem veitir Minglot pressur og baráttu um stöðunna.

  Ég held þetta sé nóg.

  Ég vil þakka umsjónarmönnum þessar síðu fyrir frábæra síðu og umræður …

 29. Af hverju myndu þið vilja Simeone? Jújú hann hefur náð árangri með Aleti og er stemmingsmaður en hann spilar hundleiðinlegan bolta! Varnarsinnaður bolti og beytir skyndisóknum

Aston Villa 2 – Liverpool 1

Samanburður