Anfield South og Aston Villa

Wembley, eða Wem-ber-lee eins og Scouser-arnir kalla hann, er skemmtilegur staður að koma á. Sagan drýpur þar af hverju strái, þó svo að núverandi völlur sé afar nýlegur. Þarna hafa margir flottir sigrar unnist, bikarar farið á loft og mögnuð tilþrif sést í gegnum tíðina. Svo oft fóru okkar menn þangað á tímabili að völlurinn fékk hreinlega nafnið Anfield South. Stuðningsmönnum Liverpool leiðist ekkert sú nafngift, sér í lagi þar sem hún fer alveg endalaust í taugarnar á stuðningsmönnum helstu andstæðinga okkar manna. En á morgun verður ekki um það að ræða að bikar fari á loft, nei, þetta er síðasti tálminn á leiðinni í úrslitaleikinn gegn Arsenal (já, það er bara þannig). Sá úrslitaleikur verður spilaður á afmælisdag goðsagnarinnar Steven Gerrard og ef okkar menn komast í þann leik, þá verður það síðasti keppnisleikur hans fyrir félagið. Mikið agalega ætti drengurinn það skilið að lyfta bikar við þetta tækifæri.

En eins og áður sagði, þá er það lið Aston Villa sem stendur í veginum fyrir þessari draumsýn, allavega eins og staðan er núna. Sú klisja sem oftast allra er notuð í tengslum við fótboltann er það klisjan um að næsti leikur sé sá stærsti á tímabilinu. Yfirleitt er þetta nú þannig að fyrir leikina eru þeir afar stórir, svo minnka þeir alltaf þegar horft er í baksýnisspegilinn. Það á yfirleitt alltaf við, reyndar ekki þegar um er að ræða úrslitaleiki, en í svona tilvikum, þá á það minna við. Þessi leikur verður alltaf rosalega mikilvægur þegar horft er tilbaka, alveg sama hvernig hann fer. Hann er síðasta valan á stígnum að sjálfum úrslitaleiknum.

Þetta Aston Villa lið er ferlega lélegt fótboltalið og það hræðir mig afskaplega mikið. Okkar menn eiga það nefninlega ansi oft til að detta niður á sama level og mótherjarnir. Það eru ekki margir alvöru kallar í þessu Villa liði, Guzan er fínn markvörður og Benteke er flottur sóknarmaður. Restin er hreinlega ekki upp á margar fisktegundir. Jú jú, það er hægt að telja upp menn eins og Vlaar, Delph og Agbonlahor, en þeir væru ekki staddir þarna ef þeir væru eitthvað meira en slarkfærir Úrvalsdeildarleikmenn. Sorry, gleymdi hreinlega King Aly. Á pappír á þetta að vera bara leiðinda formsatriði. En hvað? Hví hræðist maður þetta? Vitið þið út af hverju? FA CUP! Þarf að segja eitthvað meira? Þegar bikarinn er annars vegar, þá er bara allt gaaaaaaaaal (og þetta er ekkert tengt galna Hollendingnum) opið (nema þegar kemur að Reading og Arsenal…er ég búinn að jinxa það nóg núna?).

Eitthvað hafa Villa verið í meiðslum, en flestir þeirra ættu að ná leiknum. Agbonlahor, King Aly, Sinclair, Gil, Westwood og Senderos eiga allir að vera klárir í leikinn (eitthvað um late fitness test). Clark, Hutton, Herd og Kozák verða fjarri góðu gamni, sem og Sanchez sem er í leikbanni. Hvernig haldið þið að uppleggið verði hjá þeim fyrir leikinn? Haldið þið að þeir verði þéttir tilbaka og keyri á okkar menn með skyndisóknum, kannski löngum boltum fram á Benteke? Þessi Benteke gæji er líklegast sá leikmaður sem varnarmenn okkar manna hafa átt í mestum erfiðleikum með síðustu árin. Það er bara erfitt að eiga við svona stóra og sterka leikmenn og þar er ákveðinn veikleiki hjá okkar mönnum. Þeir eru með ágætis hraða og því fínir að sprengja fram. Þeir hafa engu að síður ekkert fílað mikið að skora mörk í vetur, en aðeins hefur það reyndar breyst undanfarið. Þeir eru allavega aftur byrjaðir að velja mark mánaðarins. Mark mánaðarins hjá þeim í október var einhver Mark sem óvart fór inn í Villa búðina í Birmingham.

En að okkar mönnum, nú skal stillt upp sterkasta liðinu og ekkert múður. Sakho er frá vegna meiðsla og Jordon Ibe er í banni, Sturridge, Balotelli og Lallana ættu að vera klárir eftir smá meiðsli og veikindi og Skrtel og Gerrard verða klárir á ný eftir leikbann. Philippe Coutinho hefur verið frábær undanfarið og var réttilega tilnefndur til leikmanns ársins, sem og ungi leikmaður ársins (ætla ekki nánar út í vitleysuna varðandi það val). Eitthvað hafa nágrannagreyin verið að bera saman stats frá Angry Di Maria og fá það út núna að sá hafi bara átt flott tímabil. Æðislegt bara og gaman að vita að við skyldum hafa unnið titilinn í fyrra, fyrst það er bara tölfræðin sem ræður. Angry var t.d. með einhverjar 6 stoðsendingar þegar tímabilið var rétt byrjað, 5 af þeim voru mislukkuð skot. En flott fyrir Coutinho og ennþá flottara fyrst þetta pirrar einhverja.

En stóra spurningin er hvaða leikkerfi Brendan lætur liðið spila. Síðustu leiki (í fjarveru Skrtel) hefur hann dottið í 4-3-3. Breytir hann aftur í 3-4-3 fyrst Skrtel kemur inn aftur? Ég ætla að giska á að hann haldi sig við 4-3-3 og Skrtel komi bara beint inn fyrir Can og að Stevie G komi inn í liðið í stað Ibe. Ég ætla því að stilla þessu svona upp:

Mignolet

Johnson – Skrtel – Lovren – Moreno

Henderson – Lucas – Allen

Gerrard – Sterling – Coutinho

Af hverju Gerrard, spyrja örugglega nokkrir. Ég held að nú verði hungrið hans beislað og reynslan hans nýtt til hins ítrasta. Sá ætti að vera uppfullur af orku núna eftir þetta alltof langa tímabil án þess að spila leik. Ég var ekki hrifinn af Johnson í síðasta leik, en því miður, þá er hann ennþá okkar besti kostur í bakvarðarstöðuna. Can gæti reyndar alveg dottið inn á miðjuna, en ég held að það sé líka fínt að fá slíkan gaur inn af bekknum.

Ég er bjartsýnn, þrátt fyrir að vera skít stressaður. Ég held að þetta hafist, en ekki verður það létt. Ég spái okkar mönnum 2-1 sigri, Benteke kemur þeim yfir, en Stevie G og Sterling koma okkur aftur á Wembley og færa okkur skrefi nær því að láta drauminn stóra rætast.

Onwards and upwards

19 Comments

 1. Chelsea að vinna United 🙂 þetta verður góð helgi

  Held þetta verði jafn leikur við Aston Villa en Stevie G kemur inn á og setur sigurmarkið 0-1

 2. Ef ég fengi að ráða þá væri liðið nákvæmlega svona nema að Sterling og Gerrard hefðu stöðuskipti. Minnir að meistari Benitez hafi sagt forðum að hann sæi Gerrard fyrir sér ferðast framar og framar eftir því sem árin yrðu fleiri og ég held að það sé komið að því eftir að hafa farið aftar á völlinn á síðasta tímabili. Ég sé fyrir mér að hann geti verið duglegur að finna pláss milli varnar og sóknar, snúið og sleppt Sterling og Coutinho lausum með gullsendingum. Eitthvað sem mætti alveg prófa að mínu mati.

  Hins vegar er greinilega allt hægt í FA Cup – Framlenging í gangi á Anfield South núna 🙂

 3. Sæl og blessuð.

  Wembleyblús hjá Reading. Gaman ef þeir hefðu lafað lengur í Nöllum og haft þetta í vítakeppni. Græt úr mér augun fyrir að við skyldum ekki hafa sleppt því að kaupa Baló og Lambert, ekki selt Borini og keypt Sansés í staðinn. Hann hefði breytt öllu fyrir liðið og við værum að narta í eyrnasneplana á Chelsea með hann innanborðs.

  Er nett kvíðinn fyrir morgundeginum en hef trú á að þetta blessist.

 4. Reading nálægt því að komast í vítaspyrnukeppni gegn Arsenal. Það er ekkert gefins í þessum bikar.

  Gæti trúað því að Balotelli byrji á morgun og hann ætti að vera orðinn graður, síðustu forvöð að sýna sig. Annars verður þetta frekar sjálffvalið lið reikna ég með, mjög svipað og liðið í síðasta leik.

 5. Fáránlega spenntur fyrir þessum leik.

  Fyrsti Wembley leikur LFC undir stjórn Rodgers og leikur dagsins augljós áminning að formglugginn er auðvitað ekkert hafður með þegar kemur að FA bikarnum.

  Verið í bölvuðu basli með Villa undanfarin ár en vona að Steini hafi rétt fyrir sér!

 6. Skýjað í London, flott fótboltaveður. Fyrst morgunmatur á Holiday Inn og síðan Metró á Wembley 🙂 YNWA

 7. Sé að þú velur postulínið ekki í liðið. Hvað er að honum? Stórslasaður enn eina ferðina?

 8. jæja spennan magnast samt ekki hélt ég yrði spenntari fyrir þessum leik en ég er en skrtel var að vera fáviti í einhverju viðtali nóg um það, ég spái þessu 4-1 fyrir okkur þetta aston villa lið er lélegasta lið deildarinnar á pappír og örugglega ekki á pappír líka

 9. Gerrard á ekki að vera í þessu liði. Jújú gaman af því að úrslitaleikurinn fari fram á afmælisdaginn hans en því miður hefur hann ekki sýnt það í seinustu leikjum hans að hann eigi skilið stað meðal fyrstu 11. Sterling sömuleiðis, ekki sýnt mikið og það mætti alveg bekkja hann. Væri til í tígul með litla brassan okkar á toppnum fyrir aftan Balo, já ég sagði það, og Sturridge gefið að hann sé heill.

 10. Liðið komið. Gríðarlega sterkt að hafa Match Winner á bekknum

“Sú týpa”

Byrjunarliðið á Wembley – UPPFÆRT