Newcastle annað kvöld

Mánudagsleikur annað kvöld, Liverpool hefur ekki alltaf staðið sig vel á þessum leikdögum en mögulega hafði það ekkert með leiktímann að gera. Núna var a.m.k. fínt að fá langt frí eftir erfiðan bikarleik í miðri viku og raunar held ég að Liverpool spili aldrei heimaleik þessa helgi enda Grand National veðreiðamótið í Liverpool þessa helgi ár hvert.

Newcastle er andstæðingurinn að þessu sinni og eftir ágæta byrjun þeirra hafa hjólin heldur betur hætt að snúast á þeim bílnum. Mike Ashley er aftur orðinn sá allra óvinsælasti í borginni, stuðningsmenn hóta að mæta ekki á leiki í mótmælaskyni. John Carver stjóri liðsins tók við af Alan Pardew og hefur sá ódýri innanbúðarkostur alls ekkert gert til að bæta gengi liðsins. Pardew gengur allt í hagin á meðan hjá Crystal Palace. Svona er árgangur liðsins síðan Carver tók við

Carver - Newcastle

Síðast þegar þessi lið mættust var staðan töluvert öðruvísi, Newcastle vann 1-0 eftir mark í seinni hálfleik, fjórði sigur þeirra í röð á þeim tíma. Liverpool var þarna að spila á þriggja daga fresti margar vikur í einu og kom þessi leikur nokkrum dögum fyrir ferð á Bernabeu. Frammistaða Liverpool var hrikalega léleg með sex leikmenn í byrjunarliði sem ekki tóku þátt í síðasta tímabili, Balotelli og Borini saman frammi.

Newcastle tapaði um síðustu helgi gegn erkifjendum sínum í Sunderland, Defoe setti eina sleggju sem gerði út um þann leik. Það eru töluverð forföll í þeirra herbúðum en ca. svona stilltu þeir upp liðinu í síðasta leik.
12.04.14 - Newcastle
Þessi vörn er bara grín hjá Úrvalsdeildarliði en miðjan er á móti ágæt hjá þeim, sérstaklega ef Colback og Gutierez skipta um stöðu. Þeir fóru illa með okkar miðju í fyrr leiknum sem samanstóð af Gerrad, Allen og Can.

Rodgers var að spila 4-3-3 eða 4-2-3-1 í fyrri leiknum og þrátt fyrir að hann hafi tapast vonast ég eftir því að sjá hann gera það aftur á morgun. Blackburn voru lagðir af velli með því leikkerfi og spurning hvort Rodgers endi ekki tímabilið með því kerfi sem hann lagði upp með fyrir mót.

Vörnin hjá okkur verður mjög veik annað kvöld og sérstaklega finnst mér sárið stórt í hægri bakverði. Skrtel er í banni og Sakho er að öllum líkindum meiddur. Flanagan er rétt nýbyrjaður að æfa að nýju og Kolo Toure myndi ég vilja hafa áfram á bekknum. Svona sé ég þetta því fyrir mér m.v. það sem er í boði.
12.04.15 - Liverpool gegn Newcasté
Johnson fannst mér alls ekki eins góður og mörgum gegn Blackburn, hann er á köflum eins og vængjahurð varnarlega. Ef Toure kæmi frekar inn myndi ég setja Can hægramegin. Lovren er vonandi heill, þessir leikir í fjarveru Sakho og Skrtel eru þeir leikir sem hann spilar upp á framtíð sína.

Miðjan hjá okkur með Lucas, Henderson og Allen er steingeld sóknarlega, frekar vill ég sjá þetta eins og í fyrra þegar Coutinho var fremstur á miðjunni, þar losnar hann vonandi aðeins úr þeirri gjörgæslu sem hann hefur verið í undanfarið og nær að skapa meira fyrir samherja sína. Lykillinn að sóknarleik Liverpool er að losa betur um Coutinho. Hans framlag í fyrra var stundum verulega vanmetið þegar menn horfðu alltaf á Gerrard.

Fyrir mér ættu að vera tveir um hverja stöðu á miðjunni og ég hugsa þetta svona. Varnartengiliðir eru Lucas eða Can, box-to-box eru Henderson og Allen í neyð (jafnvel Can) og fremst eru Coutinho og Gerrard/Lallana.

Ibe og Sterling eru báðir mjög spennandi kantfremherjar og geta báðir hjálpað til varnarlega. Bakvörðum Liverpool veitir alls ekki af því og fá eins mikið cover og hægt er að veita þeim. Eins hafa þeir mun betra cover í Lucas sem þeir fengu ekki frá Gerrard fyrir áramót. Markovic set ég alveg jafnan Sterling og Ibe og væri alveg til að sjá hann í þessari stöðu líka.

Sturridge er svo okkar eini kostur frammi úr því Balotelli virðist endanlega vera búinn að brenna allar brýr hjá félaginu.

Byrjunarliðið er þó kannski líklegra til að líta svona út, sérstaklega ef Ibe klár í byrjunarliðið. Þetta er alls ekki slæmt lið heldur.
12.04.15 - Líkleg lið

Undanfarnar vikur hefðu ekki mögulega getað farið neitt verr fyrir okkar menn og menn þurfa að vera fjandi bjartsýnir til að hafa ennþá trú á 4. sætinu. Öll vonumst við auðvitað eftir kraftaverki en Arsenal og United hrukku bæði í gang á allra versta tíma á meðan okkar menn voru farnir að hökta nokkru áður en kom að tapleikjum gegn þessum liðum. Man City hefur spilað mjög illa eftir áramót og þar er kannski okkar von en hún er töluvert veik enda þeir líklegir til að skipta um gír til að klára mótið a.m.k. í fjórða sæti. Þeir hefðu heldur betur mátt drulla svona á sig fyrir ári síðan bölvaðir.

Takist ekki að landa þessu 4. sæti er það vegna tapleikja eins og í fyrri umferðinni gegn Newcastle. Velgengni í báðum bikarkeppnum og mikill fjöldi evrópuleikja hefur eins ekkert hjálpað til í vetur þó þetta séu flest allt leikir sem við viljum fá sem mest af hjá Liverpool. Þetta eru þó meira vangaveltur sem við tökum eftir mánuð er tímabilið verður endanlega gert upp.

Spá:
Liverpool hafa ekki verið nógu sannfærandi en vonandi hressti sigurinn á Blackburn aðeins móralinn, Newcastle eru hættulegir þegar sá gallinn er á þeim en á morgun er ekkert nema sigur í boði og helst sannfærandi. Set 2-0 á þetta.

25 Comments

  1. Sælir félagar

    Mér er alveg sama hvernig uppstillingin verður þessi leikur á og verður að vinnast. Eini leikurinn af þeim sem eftir eru sem ég geri ekki kröfu til að vinnist er leikurinn við bláu olíuliðana á Stafnfurðubrúnni. Ekki það að það er alveg hægt að vinna þetta ógeðslega bláa lið hvar sem er hvenær sem er en ef til vill ekki á þessari leiktíð.

    Hvað okkar lið varðar þá er mér nokk sama hvernig þessu verður stillt upp. 3-4-3 eða 4-3-3 eða einhver afbrigði af þessu. Það er nægur mannskapur til að vinna þennan leik og vörnin ætti ekki að vera til vandræða heldur sóknin. Það er að bíta okkur aftur núna í lok leiktíðar eins og í upphafi hennar að það vantar senter sem skorar mörk.

    Sturridge á hálfri ferð er ekki að gera merkilega hluti og Sterling virðist bara bíða eftir nýjum leikmannaglugga til að peppa upp ofvaxið egóið. Eins og ég hefi sagt áður þá vil ég sjá Egoflipparann á bekknum það sem eftir lifir leiktíðar og láta Ibe og Lazar sjá um kantana. Þeir eru ekki síðri þar en Egoistinn og eru miklu meiri liðsmenn en hann.

    Það er nú þannig

    YNWA

  2. Tippaði á Johnson þar sem hann spilaði síðasta leik og liðið hélt hreinu.

    Manquillo spilaði reyndar í fyrri leik liðanna á þessu tímabili.

  3. Stóra spurningin er hvort Ibe sé tilbúinn að byrja , ef hann er það þá er það mikill styrkur fyrir liðið

  4. # 6 – Án þess að vita það með vissu þá held ég að þetta sé meira skrifað af hatri fyrir Utd en ást á City. Ef það er e-h sem áhangendur LFC og City eiga sameiginlegt þá er það vonin um að Utd drulli upp á bak. Annars hefur hann kannski aldrei verið skarpasti hnífurinn í skúffunni greyið og verður það líklega seint.

  5. Æhh það þarf ekki allt að kæfa í rétttrúnaði. Fannst þetta t.a.m. snilld hjá Fowler á sínum tíma.
    Hann er þarna að fagna marki fyrir City með Liverpool skilaboðum ef svo má segja.

  6. Drullu langar að segja að við eigum að taka þennan leik og rúlla honum upp það slakir hafa Newcastle verið á þessari leiktíð.

    Við höfum aftur á móti heldur betur brotlent í undanförnum leikjum og það er eitt annað sem er að taka í þeim efnum t.d
    – Byrjunarliðið virðist oftar en ekki leka út
    – Sturridge á langt í land með að ná fyrr styrk
    – Aðrir framherjar liðsins Balo, Borini, Lampart kæmust ekki á bekk í topp 5 liða í deildinni.
    – Þjálfarinn tekur varnarmann sem löngu er kominn yfir sitt besta í liðið umfram 20 miljón punda varnarmann.
    – Algjört agaleysi inná vellinum leikmenn komnir í bönn fyrir heimskuleg brot
    – 20 ára leikmann sem hafnar toppsamning og fer í viðtal þar sem hann er ánægður með áhuga Arsenal á sér nokkrum dögum áður en hann mætir Arsenal í mikilvægum leik um um 4 sætið
    – Þjálfarinn hefur ekki fundið lausn þegar andstæðingarnir ná að útiloka Coutinho frá leiknum, því að ef Coutinho er gengur illa þá gengur LFC illa.

    Vona samt innilega að þetta sé bara svartsýnis röfl og liðið kemst aftur á beinu brautina með góðum sigri.

  7. Erum í dauðafæri á 4.sætinu
    Sigur í kvöld og munurinn er 4stig

    Ekkert sem bendir til upprisu City

    Við eigum Newcastle – Hull – QPR og WBA í næstu 4 leikjum áður en það kemur að heimsókn á Brúnna. Vinnum þessa 4 og setjum pressu á City.

    Yrði æðislegt að sjá olíu furstanna klikka á CL

    Balotelli á svo að gefa í sumar. Annað eins fífl er vandfundið

  8. Þetta er algjör must-win leikur. Henderson á miðjuna takk. Mér er sama hvort þessi leikur vinnst 5-0 eða 1-0, bara sigur.

    Við erum í dauðafæri að setja þrusu pressu á fjórða sætið eftir að City ákvað að checka sig út í gær. Ég hata að segja það, en ég verð að hrósa united – þeir áttu gjörsamlega ómögulegt mars-april leikja-prógramm og hafa slysast til að vinna alla leiki. Vonandi dregur þetta tap í gær allan þrótt úr Pellegrini og liðhlaupunum. 4 stig er ekki neitt þegar 6 leikir eru eftir!

  9. Það er miður april og við eigum enn séns á Meistaradeildarsæti og erum að fara á Wembley í undanúrslit í bikarnum. Það er varla hægt að kvarta allt of mikið undan þessum árangri.

  10. Það yrði ánægjulegt ef Brendan næði að hrista einhverju sniðugu fram úr buxnaskálminni fyrir þennan leik. Honum tókst í desember að finna á ný hvernig átti að vinna leiki, nú þarf hann bara að finna hvernig á að skora.

  11. Er ekki alveg sammála að miðja með Henderson á sé steingeld sóknarlega, hann hefur nú verið alveg ágætur framávið í vetur.

    En annars væri ég alveg til í að sjá Balo byrja og fá Sturridge inn í hálfleik, held að hann gæti nýst betur ef hann spilar ekki heilan leik.

  12. Nr. 12
    Þetta er bara alls engin árangur fyrir lið sem var í titilbaráttu fram á lokadag í fyrra, Pollýanna næði ekki einu sinni að spinna þetta þannig þó hún væri drukkin. Arsenal, United og City hafa svo öll gefið færi á sér sem þau gefa ekkert alltaf en LFC hefur alltaf náð að hiksta bara meira en þau.

    Nr. 14
    Henderson er alltaf í liðinu sama hvernig ég stilli því upp en miðjan hefur enganvegin verið að skila nógu góðu framlagi sóknarlega og þessari gagnrýni var aðallega beint að Allen, enda hann sem ég vildi skipta út fyrir Coutinho. Ef Lucas er inná í þriggja manna miðju þurfa hinir tveir að vera nothæfir sóknarlega.

  13. #15:

    Já klárlega, miðjan hefur alls ekki verið nægilega góð hjá okkur á köflum.

    Ég væri alveg til í að sjá hann prófa eitthvað í kvöld, svona á meðan að það kostar okkur allavegana ekki sigur.

    http://i.imgur.com/tx5T1Nt.png

  14. #15
    En til hvers ætlast þú Babu, ef þú ert raunsær ? Fimmta dýrasta liðið með fimmta hæsta launakostnaðinn endar í fimmta sæti. Það hefði verið framúrskarandi árangur að ná 4 sætinu og í raun framar raunhæfum væntingum.

    Og að miða við árið í fyrra en nánast ósanngjarnt. Við vorum með lang besta mann deildarinnar í okkar röðum sem raðaði inn mörkum og svo vorum við með nokkuð heilan og mjög svo heitan Sturridge.

  15. Sælir drengir, staddur í Bítlaborginni með drengina mína og með með miða í kop stúkuna, eigum við eitthvað að ræða spenninginn. Koma svoo tökum þennann leik ???? YNWA

    Ps: vantar bara Magga og Babú til að fullkomna ferðina

  16. # 18
    Er svo sammála þér með þetta. Ef skoðuð eru byrjunarlið þessarri fimm efstu liða. Hversu margir úr byrjunarliði LFC kæmust í tvö af hinum byrjunarliðinum?
    Mín skoðun:
    M. Skrtel gæti komist í öll byrjunarliðin
    Henderson færi í öll byrjunarliðin nema Arsenal
    Coutinho færi í Chelsea og Manc City

    Tel að það séu ekki fleiri leikmenn sem kæmust í byrjunarlið andstæðingana við gætum hins vegar notað:
    Dea Gea, Matic, Costa, Hazard, Cazorla, Sanchez, Aguero o.s.frv.

    Erum bara ekki með nægjanlega gott lið, punktur en með áframhaldandi uppbyggingu á þeim mönnum sem fyrir eru gætum við verið að sjá Liverpool lið eftir 2-3 ár sem standast þessum liðum snúning.
    ÞOLINMÆÐI

  17. En Babu verður ekki að skoða hlutinna í samhengi. Auðvita er þetta ekki góður árangur en það varla hægt að bera liðið saman við liðið frá því í fyrra þegar það hefur vantað okkar tvo bestu menn frá því á síðast tímabili mest allt þetta tímabil. Það eru fá lið sem ráða við það að missa 80 % af mörkum liðsins frá því á tímibilinu á undan

  18. Helvede væri nú sætt ef við myndum parka rútunni á Stamford og 1-3 stig af þeim og þeir rétt missa af titlinum X)

  19. Fyrir mér er allt undir 4. sæti gríðarleg vonbrigði eftir síðasta tímabil þó hægt sé að finna fullt af afsökunum. Ég er ekkert að segja að reka eigi stjórann en það er bull að maður sé bara nokkuð sáttur með þennan “árangur” enda nákvæmlega ekkert áorkast á þessu tímabili. Framtíðin er sæmilega björt ennþá nema ekki takist að semja við neinn af þeim leikmönnum sem við eigum nú þegar. Frammistaða í Evrópu var líklega sú versta í sögu félagsins, hreinlega til skammar.

    Það var keypt 8 menn í sumar á rúmlega 100m og því þunn afsökun að geta ekki sett meiri kröfu á liðið eftir síðasta tímabil. En þetta er umræða sem við tökum betur í næsta mánuði.

    Garðar
    Væri djöfull til í að vera vel sjúskaður núna að keyra mig í gang fyrir Park og svo leik, ánægður að sjá hversu hressilega Anfield bakterían hefur heltekið þig.

  20. Vill aldrei sjá aftur allen og lucas inná á sama tima held að það væri brilliant að sjá markovich á miðjunni og ibe úti á kanti og svo 2 CENTERA held að það sé að styttast í það að minn maður rodgers átti sig á því að það þýðir ekki að vera með 1 framherja. ég ætla að henda í 3-0 allt undir það eru vonbrigði

  21. Ef liðið nær 4.sætinu væri þetta frábært tímabil en það var vitað fyrir fram að það yrði mjög erfit en samt alveg raunhæft. Ég er líklega einn af fá sem tek FA Cup bikar og 5 sæti fram yfir 4.sætið því að ég tel að markmið með því að spila fótboltaleiki sé að vinna bikara og skapa minningar fyrir stuðningsmenn liðsins(að ná 3 eða 4.sæti hefur nokkrum sinnum tekist og ekki eru það sterkar minningar í höfðinu).

    Ég vill ekki sjá Lucas í liðinu. Mér fannst við spila vel á tímabilinu þegar Allen og Henderson voru saman tveir á miðjuni að djöflast fyrir framan 3 manna vörn(Can, Lovren, Toure í þessum leik). Glen spilaði vel síðast og ætti hann að halda sætinu ásamt Moreno.
    Couthinho fyrir framan Allen og Henderson.
    Sterling, Sturridge og Markovitch svo frami.

    Fyrir bikarleikinn þá verða Skrtel, Gerrard, Ibe(verður líklega á bekknum í kvöld) og Lallana komnir tilbaka og verður spennandi að sjá það lið spila.

Tilraunir á Lazar Markovic

Liðið gegn Newcastle – Ibe byrjar