Opinn þráður – Nýr búningur 2015/16

Hér er verið að kynna live nýjan búning fyrir næsta tímabil hafi einhver áhuga á því.

Setjum inn myndir þegar þær koma en orðið er annars laust

Uppfært:

12 Comments

  1. Hvað segja menn, telja menn raunhæfa möguleika á CL sæti?
    Ef svo er hvernig úrslitum vonast menn eftir í Manchester slagnum, hvort liðið mun tapa fleiri stigum það sem eftir er móts?

  2. Vonast eftir sigri stóra bróður í Manchester slagnum þ.e. City.

    Veit ekki alveg með mynstrið í búningnum, hefði viljað bara sjá plane rauðan bakgrunn en annars er ég bara nokkuð sáttur. Mjög einfaldur búningur.

  3. Mér finnst þessi búningur sá langflottasti sem ég hef séð lengi! Það hljómar kannski smá tacky en ég er miklu sáttari með að smella NewBalance logoinu á hann frekar en þessu no name Warrior dæmi. Varðandi mynstrið er þetta ekki smá step up frá þessu kjánalega 8-bit tölvuleikja LFC logo dæmi frá því fyrra.

  4. Ha! stendur NB fyrir NewBalance. Ég hélt alltaf að þetta væri Nota Bene. Eins og Nota Bene hér er Liverpool á ferð.

    Annars er ég bara nokkuð sáttur við búningana. Fyrstu viðbrögð við mynstrinu í búningunum voru ekkert sérstök en örfáaum mínútum síðar finnst mér þau bara flott.

  5. Þeir félagar á myndinni virðast alveg hel-sáttir með nýja gallann:)

  6. Finnst þetta bara fínir búningar.
    Mér er svo alveg sama hvort Manchester liðið tapar 3 leikjum það sem eftir lifir móts bara svo framarlega sem annaðhvort þeirra geri það.

  7. Sælir félagar

    Búningurinn er frábærlega flottur segi ég þó ég sé ekki mikill fatadellukall. Less is more er greinilega mottoíð og hefur tekist vel til. Svarti búningurinn er enn betri en sá rauði finnst mér.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  8. Ekkert ljótir búningar en alveg ótrúlega óspennandi eitthvað……..

  9. Borðdúkabrandarar? Þetta er ekki einu sinni nàlægt ógeðinu sem mu spiluðu í og þar fyrir utan er útlit búninga einhvernveginn mèr ekki efst í huga akkúrat núna.

Blackburn – Liverpool 0-1

Tilraunir á Lazar Markovic