Blackburn á miðvikudag

(Innskot: Upphitun kemur degi fyrr þar sem við setjum nýtt podcast í loftið annað kvöld.)

Og þá var ein eftir.

Meistaradeildin fór eins og hún fór. Í stað þess að básúna endurkomu Liverpool á meðal þeirra bestu í Evrópu gerði Meistaradeildin lítið annað en að lækka í okkur rostann. Evrópudeildin kláraði svo verkið og sýndi okkur hversu mikil vinna er í raun fram undan áður en liðið tekur aftur sæti meðal þeirra bestu.

Í Deildarbikarnum stóð liðið sig vel en féll frá á síðustu hindrun. Close but no cigar, eins og virðist ætla að vera venjan hjá Rodgers með Liverpool.

Deildin fór svo eins og hún fór. Liðið rústaði öllum möguleikum á topp fjórum, hvað þá titli, strax í vetrarbyrjun en eftir frábært gengi í fjóra mánuði höfðu menn á ótrúlegan hátt gefið sér séns á fjórða sætinu á ný, til þess eins að fara á taugum þegar ögurstundin rann upp. Tvö töp í röð gegn erkifjendum okkar gerðu út um alla deildarspennu á versta mögulega máta, einmitt þegar maður var farinn að leyfa sér að vona.

Og þá var ein eftir. Ein keppni, einn bikar, ein dagsetning sem Liverpool-menn hafa talað um að sé skrifuð í skýin síðan 2. janúar síðastliðinn.

Við erum að tala um replay gegn Blackburn, á Ewood Park að þessu sinni eftir markalaust jafntefli á Anfield fyrir mánuði. Sigurvegararnir munu svo mæta Aston Villa á Wembley í undanúrslitunum og svo annað hvort Arsenal eða Reading (úff, það verður Arsenal) í úrslitum.

En fyrst þarf að vinna þetta Blackburn-lið. Af heimamönnum er það helst að frétta að það er einhver meiðslakrísa hjá þeim, allt að tíu leikmenn meiddir eftir helgina. Helstan ber þar að nefna að framherjinn Rudy Gestede er tæpur fyrir leikinn en sá maður barði á öllu rauðklæddu á Anfield, óáreittur af dómurum leiksins. Ég græt það ekki ef sá maður missir af. Þeir eru annars í tíunda sæti í Championship-deildinni, unnu Leeds 3-0 á útivelli um helgina og hafa unnið 3 og tapað 2 í deildinni síðan þeir náðu jafntefli á Anfield. Það er því erfitt að giska með einhverri vissu á hversu sterkt lið tekur á móti okkur á Ewood Park á miðvikudag en eitt er á hreinu: það er leikur á Wembley í boði og fyrir klúbb eins og Blackburn sem hefur mátt þola lægð undanfarin ár getið þið bókað að völlurinn verður í dúndurstuði og það mun eflaust knýja leikmenn þeirra áfram.

Fleiri voru ekki orðin um Blackburn. Þá að okkar mönnum.

Steven Gerrard og Martin Skrtel eru í leikbanni, Emre Can líka eftir síðustu helgi. Þá eru Adam Lallana og Jordon Ibe væntanlega frá í þessum leik vegna meiðsla (Ibe er byrjaður að æfa en þetta verður of snemmt fyrir hann). Mario Balotelli verður bara þar sem honum sýnist í friði enda stórefa ég að Brendan Rodgers muni nota hann þegar hann loks nennir að spila fótbolta aftur.

Aðrir eru klárir. Stóra spurningin er hvað Rodgers gerir við vörnina. Nú eru Can og Skrtel frá, tveir af þremur sem mynduðu svo sterka línu síðustu mánuðina. Heldur hann áfram að nota 3-4-3 og setur Lovren inn við hlið Kolo Touré og Sakho eða notar hann tækifærið, eftir hörmulega frammistöðu Kolo Touré gegn Arsenal, og prófar loks Lovren og Sakho saman í tveggja manna pari?

Mín skoðun er sú að ég myndi vilja sjá Rodgers prófa 4-4-2 á Ewood Park. Við höfum verið að nota leikmenn út úr stöðu í vængbakverðinum hægra megin nógu lengi, auk þess sem Sturridge nauðsynlega þarf að fá hjálp í framlínunni. Þá finnst mér einfaldlega vera kominn tími á að tveir langdýrustu miðverðir okkar fái að spreyta sig saman svo við getum loksins séð hvort þeir eigi möguleika á að mynda par í framtíðinni.

Ef ég fengi að ráða yrði liðið eitthvað á þessa leið:

Mignolet

Johnson – Lovren – Sakho – Moreno

Henderson – Allen – Lucas – Coutinho

Sterling – Sturridge

Þarna eru allir í sinni bestu stöðu (nema Henderson en það er betra að hafa hann hægra megin á demantamiðju en í hægri vængbakverði eins og um helgina). Lucas verndar tvo rándýra miðverði, Hendo Allen og Coutinho pressa fyrir framan hann og frammi ertu með tvo leikmenn sem njóta báðir góðs af því að vörnin þurfi að hafa áhyggjur af hinum. Sturridge var óstöðvandi í fyrra þegar lið þurftu líka að svitna yfir Suarez en í vetur, einn frammi, hefur honum gengið verr (þótt leikform spili vissulega þar inní líka).

Ég er hins vegar ekki sannfærður um að Rodgers fari þessa leiðina. Ég gæti alveg séð hann stilla þessu svona upp:

Mignolet

Lovren – Kolo Touré – Sakho

Henderson – Allen – Lucas – Moreno

Sterling – Coutinho
Sturridge

Þetta er sami mannskapur og í fyrra liðinu (utan Kolo Touré/Johnson) en notkunin er önnur. Ég vil sjá Sterling frammi, Henderson meira á miðjunni en úti við hliðarlínu og tvo sóknarþenkjandi bakverði inná í einu. Gefa Blackburn eitthvað til að hafa áhyggjur af. Treysta á Sakho, Lovren og Lucas. Ef ekki núna, hvenær þá?

Sjáum til hvað Rodgers ákveður. Ég spái því að ef hann heldur sig við 3-4-3 er það af því að hann sér það sem langtímalausn og ætlar ekki að skipta um kerfi í bráð. Ef hann skiptir í 4-manna vörn gæti það þýtt að skammtímalausnin er komin á hilluna í bili.

MÍN SPÁ: Hvað sem pælingum um taktík líður þá eigum við að vinna þennan leik. Það verður ekkert auðvelt í þessari viðureign, ekkert gefið og engin leið að spá hvort Liverpool-liðið réttir úr kútnum eftir 1-2 rothöggið frá erkifjendum okkar í síðustu leikjum. Engu að síður er þetta gjörsamlega síðasti leikurinn sem skiptir einhverju máli á tímabilinu og þessi skiptir hreinlega öllu máli.

Við verðum að vinna. Við vinnum. 3-2 fyrir Liverpool í klikkuðum leik þar sem eitthvað skrautlegt á eftir að gerast.

YNWA

33 Comments

 1. Þetta er ekta leikur til að rífa upp móralinn og hefja sigurhrinu á ný.
  Tökum þetta 0-2 með mörkum frá Henderson og Sterling.

 2. Ég ætla aftur að tippa á (vona) að hann fari í 4-2-3-1 afbrigði. Spáði því fyrir Arsenal leikinn en það gekk því miður ekki eftir.

  Mignolet
  Johnson, Sahko, Lovren, Moreno
  Lucas, Allen
  Sterling, Henderson, Coutinho
  Sturridge

 3. Mikið um bönn og meiðsli, tippa á þetta lið vinni 4-0 og komi út í plús í vikunni.

  Sturridge
  Coutinho Sterling
  Enrique Allen Henderson Markovic
  Johnson Sakho Lovren
  Mignolet

 4. Guð minn góður, er það spá þín sú að Lucas verði í liðinu. Ég hef sagt það margoft að með hann í liðinu er ekki von um árangur. Allt of hægur og skapar ekkert framávið.

 5. Einkenni hjá mörgum stuðningsmönnum okkar er að gleyma því ansi fljótt hve sumir leikmenn eru bara nokkuð góðir. Fyrir 2 mánuðum meiddist Lucas eftir að hafa spilað eina bestu leiki síni á ferlinum (hans orð) og núna eftir að hafa komið til baka og spilað einn leik eru margir alveg á því að núna skuli selja hann. Liggur því við best að spyrja þá aðila: Þjáist þið af einhvers konar skammtímaminnisleysi?

  Þetta virðist vera tilfellið með marga leikmenn. Margir góðir leikir og leikmenn fá ekki mikið hrós en ef að einn leikur gengur illa á að selja manninn. Virkilega? Þurfiði ekki bara að horfa á nokkur vídeó af Lucas fyrir meiðslin og taka eftir hversu góður hann er í því sem ætlast er til af honum?

  Hann er ekki maður sem á að skapa nein færi eða eiga lokasendingar, heldur að loka svæðum og covera vörn. Hann er 28 ára sem er sá aldur sem menn eru yfirleitt að “toppa”á. Ég held að hann eigi eftir að reynast liðinu mikilvægur næstu 1-2 árin ef hann verður áfram innan herbúða Liverpool.

 6. Lucas á ekki að skapa neitt frammá við, hann á að eyðileggja frammá við sköpun andstæðinganna 🙂
  Hann var ekki góður í leiknun gegn Arsenal, en í vetur, áður en hann meiddist var hann solid.

  Er ekki aðdáandi hans svo það sé á hreinu, vildi bara benda á að hann hefur aldrei verið skapandi fram á við, enda ekki til þess ætlast.

 7. Eitt félagar vorum við ekki að vinna alla leiki án hans, ég bara spyr. Myndi hann komast í eitthvað að þeim liðum fyrir ofan okkur, nei og aftur nei.

 8. Sýnist Jol hafa voða lítið vit á þessu. Arsenal. United. City gætu sem dæmi öll nýtt sér krafta Lucasar. Hann er að komast aftur í stand eftir meiðsli og frammistaða hans fyrr á tímabilinu segir mikið. Hann kom inní liðið þegar allt var í rugli hjá liðinu og kom miklu meiri stöðugleiki í liðið. Eftir það kom miklu meira sjálfstraust í liðið og vörn og markvörður fóru að standa sig frábærlega.

 9. Ég er mjög hrifinn af Lucas Leiva en ég held að þetta sé komið gott hjá honum. Frábær leikmaður svipað og Agger en hann er mjög oft meiddur og síðan tekur hann yfirleitt smá tíma að komast í gang aftur þannig að við fáum mjög sjaldan að njóta hans upp á sitt besta.

 10. ég vona að hann fari í demants miðju.

  Mignolet
  Johnson Lovren Sakho Moreno
  Lucas
  Henderson Allen
  Coutinho
  Sterling Sturridge

 11. ENDILEGA ræðum bara Lucas Leiva og ekkert annað. Hann var greinilega sá eini sem átti slakan fyrri hálfleik gegn Arsenal um helgina, og á sér engar málsbætur þar sem þetta var fyrsti leikur hans eftir tæpa tvo mánuði fjarri vegna meiðsla og hann því klárlega ekkert ryðgaður.

  Endilega einbeitum okkur bara að því hvað þessi eini leikmaður er ömurlegur. Af því að það er ekki mikilvægur leikur á miðvikudaginn, heldur réttarhöld yfir Lucas Leiva.

  Jesús Pétur. Talandi um að ræna umræðunni.

 12. Ég vil sjá hann fara í 2 manna sóknarlínu með Balotelli og Studge frammi.

  ————-Balo—–Studge
  Sterling–Hendo–Can–Markovic
  Moreno—Sakho–Lovren–Johnson
  —————-Mignolet

  Með 2 eldfljóta á köntunum og sterka miðjumenn.

 13. Bara taka það fram að ég var í raun ekki að tala illa um Lucas heldur setti bara spurningarmerki við það um hvort það væri ekki kominn tími til að finna mann í hann stöðu sem ekki svona mikið meiddur.

 14. Burtséð frá því hvað Lucas Leiva er slakur leikmaður sem hann er en eruð þið ekkert að grínast með að hafa hann og Allen saman á miðjunni? Allen finnst mér persónulega vera mun betri en Lucas og ætti allan tímann að vera með Henderson á miðju vallarins. Lucas og Allen saman er verra en Momo Sissoko og Biscan á miðjunni og þá er nú mikið sagt.

  Og þetta með að hann (Lucas) eigi ekki að skapa neitt fram á við þá myndi það kannski ekki saka ef það skyldi gerast einstaka sinnum. Þó þú sért varnarsinnaður miðjumaður þá ættir þú stundum að geta gert e-h fram á við.

 15. Sælir félagar

  Þakk KAR fyrir góða upphitun og eins fyrir skopið vegna umræðunnar um Lucas kallinn. Hún er út í hött í samhenginu og afar mikil einföldun að jarða hann einan fyrir síðasta leik.

  Ég vil sjá leikskipulgg og uppstillingu með demantsmiðju sem væri einhvernvegin svona svona sett upp í tölurekka: 4-1-2-1-2. Með hraða sókndjarfa bakverði sem hafa þrek til að vera eins og eimreiðar upp og niður kantana (Johnson??) og fljóta kantmenn sem geta komið inn á miðjuna og sótt líka inn í teiginn. Sókn er besta vörnin.

  Það er vörnin: Moreno-Lovren-Sakho-Johnson

  Varnartengiliður: Lucas

  Vængir: Markovic – Coutinho

  Sóknartengiliður: Henderson

  Framherjar: Balotelli – Sturidge

  Ég vil ekki sjá Sterling í liðinu en endilega á bekknum, alltaf, þangað til hann áttar sig á staðreyndum lífsins og tilverunnar.

  Það er nú þannig.

 16. Hæ aftur

  Ég víxlaði Johnson og Moreno annars bara góður 🙂

  Þasð er nú þannig.

  YNWA

 17. Það er súrt til þess að hugsa en það er styttra síðan Blackburn vann ensku deildina heldur en Liverpool.
  Það er algjört lágmark að komast í FA Cup final finnst mér annað er lélegt og myndi endanlega ganga frá þessu tímabili en að taka dolluna, helst á móti Arsenal, myndi bjrga þessu tímabili fyrir horn.

  YNWA!

 18. Ef Rodgers heldur áfram þessu þriggja hafsenta kerfi þá er hann væntanlega ekki með hausinn rétt skrúfaðan á. Eða hefur misst af síðustu leikjum…

  Ég vill eins og pistlahöfundur frönskumælandi öftustu menn með Lovren, Sakho og Mignolet.

  Þetta vona ég að verði liðið:
  Mignolet, Johnson, Lovren, Sakho, Moreno, Leiva, Henderson, Coutinho, Sterling, Markovic og Sturridge.

  4-2-3-1 / 4-3-3 er svarið!

 19. Smá útúrdúr hérna.
  Það er kominn apríl og okkar markahæsti maður/menn er búinn að skora 6 mörk!
  Hvað er að frétta með það?

 20. Nr 20

  Kannski enn ein ástæða þess að við erum ekki að gera sömu hluti og í fyrra. Í raun var ekki hægt annað en að vera í toppnum í fyrra með tvo markahæstu menn deildarinnar innan sinna raða. Nú erum við í ruglinu og BR verður að taka ábyrgð á því.

 21. Afskaplega er það broslegt að þegar Liverpool gengur ekki allt í haginn að þá taka menn að hrauna yfir aðdáendur Liverpool. Alls ekki í fyrsta skiptið.

  Stuðningsmönnum, sem stutt hafa Liverpool áratugum saman og hafa þá skoðun að ekki sé keypt rétt inn er bent á að fara nú að styðja eitthvert annað lið. 🙂 Djí. Ekki má gagnrýna einstaka leikmenn o.s.frv.

  Róið þið nú ykkur örlítið eða gangið á Prozak birgðirnar. Stuðningsmenn Liverpool eiga betra skilið.

  En mín spá um leikinn:

  Ég krosslagði fæturna, teygði armana eins langt út frá búknum eins og mögulegt er, hallaði höfði lítið eitt og lyngdi aftur augunum. Spurði sjálfan mig hvernig fer leikurinn og sjá, mér fannst hvíslað:

  Leikurinn fer 1-3.

 22. Smá útúrdúr en mér finnst enginn hafa rætt um þessa hlægilegu varnarvinnu Coutinho í fyrsta marki Arsenal. Bellerín kemur á ferðinni og er samsíða Coutinho þegar sendingin kemur til hans.
  Hvað gerir okkar maður?
  Tekur eitthvað sýndarmennskujogg – STOPPAR og fylgist með Bellerín fífla Moreno sem verst eins og áhugamaður í bumbolta og það er mark.

  https://www.youtube.com/watch?v=ZNdErKFLSM4
  Sjáið þetta sérstaklega vel í endursýningu.

  Þetta er ekki í fyrsta skiptið á leiktíðinni sem það gerist að Coutinho einfaldlega nennir ekki að fylgja mönnum sem koma með hlaup inn að teig. Í fersku minni mínu er mark Rooney í desember gegn okkur.

  Punkturinn er að vandræði okkar eru ekki aðeins það að Lucas sé “lélegur” Allen “off” form eða Rodgers að “klikka” taktíkst.
  Liðið sækir sem heild og verst sem heild! Það eru ellefu menn inná í liðinu (framan af í það minnsta)

  Í síðustu tveimur tapleikjum hafa sést hlutir þar sem lykilmenn hafa einfaldlega ekki staðið undir nafni og liðið ekki spilað sem heild.

  Hvað veldur því er ekki hægt að fullyrða um en þeir hlutir sem eru að gerast utan vallar eru klárlega að hafa neikvæð áhrif.

 23. Ég held að það sé nokkuð víst að Toure verður ekki í liðinu. Hann er enn að reyna að standa í fæturnar eftir siðasta leik.

  Nú er að duga eða drepast. Leikmenn þurfa að sýna í þessum leik að frammistaða þeirra á móti arsenal var bara “terrible day at the office”

  Við VERÐUM bara að vinna þennn leik og ég trúi ekki öðru en að BR sé búin að spila fyrir leikmenn nokkrar klippur að ræðum Shankly.

 24. Já, við verðum að vinna þennan leik og strákarnir vita það best sjálfir. Auðvitað er maður skíthræddur við svona FA útileiki á móti baráttuglöðu 1.deildarliði. Það er bara ávísun á erfiðan leik og hjartsláttartruflanir hja manni. EN við erum með metnaðarfullt lið og BR ætlar ser þennan titil þannig að við tökum þetta. Spái 1-2 i hörkuleik en vona innilega að við pökkum þessu saman. YNWA!

 25. að hafa Sterling, Allen og Lucas inná alla saman boðar ekki gott. Það er bara mitt mat á þetta, finnst Sterling ofmetinn, Allen er bara númeri og lítill og Lucas er búinn. Hvernig á miðju slagurinn að vinnast með 2x hæga/máttlausa titti inná miðjunni ??? það hlýtur að vera til eitthvað skárra til að henda ínná. Nú á BR að sýna punginn og taka alla þá sem drulluðu upp á bak síðast og henda þeim út….

 26. Ég vill sá sigur og helst öruggan sigur eftir slæmt tap um helgina. Ég sé ekki hvað allar eru æstir að breyta um leikaðferð. Þessi nýja leikaferð hefur virkað mun betur enn hinar og deildatölfræðin frá með tapinu gegn ManU i desember er 10 sigrar, 3 jafntefli og 3 ósigrar. Vert er að geta að þessir 3 tapleikir eru móti Man U og Arsenal.
  Ef við tökum saman hina tölfræðina þegar við vorum að spilla 4-2-3-1 eða 4-3-3 þá eru tölurnar þessar 6 sigrar, 3 jafntefli og 6 töp.
  Auðvitað þarf Rodgers taka tillit hvort við getum spillað með þriggja manna varnarlínu þegar tveir bestu miðverðirnir eru banni. Ég treysti ekki Kolo Toure eða Lovren fylla stöður þeirra enn Rodgers þarf einhvern vegin púsla þesssu saman með mennina sem hann hefur til umráða.
  Ég fannst miðvarðastöðuna vera frekar þunna í janúar sérstaklega þegar við spillum með þrjá miðverði og vildi fjárfesta i einum miðverði eða fá Coates úr láni og núna kemur i ljós við megum alls ekki missa fleiri miðverði i bönn eða meiðsli.
  Ég vill sá meira frá sóknarmanni okkar og sóknarmiðjumönnum okkar og fá þá til létta pressu af miðjumönnum og varnarmönnum. Skjóta oftar að marki og reyna fá andstæðinginn gera mistök á sinum eigin vallarhelmingi með því pressa betur.
  YNWA

 27. Það var alveg hundleiðinlegt að mæta í vinnu í morgun, allir nallarnir og man utd tútturnar voru alveg hræðileg leiðinlegir, ég bara nenni ekki að fá svona pakka í andlitið á fimmtudaginn þegar ég mæti í vinnuna.
  Mér er alveg sama hvernig við vinnum þennan leik bara að komast áfram i FA cup.

 28. Takk fyrir góða upphitun, þvílík forréttindi að hafa þessa Kop síðu…bæði í blíðu og stríðu 😉

  Ég hef aldrei spáð okkar liði tapi en ég verð að segja að ég er ekki alltof bjartsýnn fyrir þennan leik. Það er eitthvað skrítin stemning í gangi og vísa ég m.a. annars í að Gerrard sé bara á tréverkinu í fyrri hálfleik á móti United (fullfrískur maðurinn), þessa ótrúlegu brottrekstra alla, sögur um að Sterling og Henderson vilji meira í pyngjuna en er í boði og Rodgers virðist aftur í veseni með leikkerfið sem var búið svínvirka alveg þangað til velski munkurinn mætti á hliðarlínuna. Ég spái að þetta muni hanga á bláþræði…ef mér yrði boðin vítaspyrnukeppni núna, held ég svei mér þá að ég myndi bara segja já takk! Þetta verður naglbítur…

 29. Það vantar ekki bara leikmenn í lið okkar.

  Bowyer could be without as many as 14 first-team players for the visit of Liverpool.

  Jay Spearing, David Raya, John O’Sullivan and Paul Taylor are all ineligible and Jason Lowe (foot) and Shane Duffy (knee) are long-term injury absentees.

  Blackburn’s casualty concerns do not end there, with Grant Hanley, David Dunn, Josh King, Craig Conway, Rudy Gestede, Chris Brown, Chris Taylor and Simon Eastwood all nursing problems too.

Anda inn, anda út.

Kop.is Podcast #79