Sterling er ekki framtíð Liverpool

Raheem Sterling hefur sent eigendum jafnt og stuðningsmönnum Liverpool skýr skilaboð í mögnuðu viðtali sem hann veitti BBC.

https://www.youtube.com/watch?v=VNkQxb4ZpFQ&feature=youtu.be

Ef það var einhver vafi á því hvort það skipti máli að komast í Meistaradeildina á þessu tímabili þá er hann líklega úr sögunni núna. Bestu leikmennirnir vilja bara spila í þeirri Evrópukeppni og auðvitað berjast um titla, ekki 4. sætið. Þetta þarf svosem ekkert að koma neinum á óvart og stefna Liverpool hefur alltaf verið í takti við þetta undir stjórn FSG.

Raheem Sterling sem er rétt svo 20 ára opinberar í þessu viðtali að hann er ekki tilbúinn í uppbyggingarstarf hjá Liverpool og er þarna (undir rós) að hóta að fara ef Liverpool sýnir ekki nægan árangur núna strax í vetur. Hann viðurkennir að hann hefði skrifað undir nýjan samning í vor þegar Liverpool var að berjast um titilinn en vilji ekki gera það núna þegar óljóst er með Meistaradeild á næsta ári, hvað þá titilbaráttu.

Nútíma leikmenn eru mjög leiðinlegir og þessi “if you can´t beat them, join them” hugsunarháttur er ekki til að viðhalda áhuga manns á íþróttinni, a.m.k. er galið að nánast tilbiðja nútíma leikmenn á svipaðan hátt og gert var á árum áður, sama hver á í hlut. Þetta snýst um liðið og bara það, hefur reyndar alltaf gert það því leikmenn koma og fara.

Raheem Sterling er einn af lykilmönnum liðsins og var falið það 20 ára að vera einn af máttarstólpum liðsins, meira getur hann varla farið fram á þetta ungur. Núna þegar hann hefur enganvegin staðið undir öllu því glimmeri sem blásið er upp endaþarminn á honum hótar hann að fara frekar í lið sem náði þessum árangri (án hans). Sterling er risastór partur af ástæðunni fyrir því hversu lélegt Liverpool var í byrjun þessa tímabils, rétt eins og félagar sínir sem spiluðu nánast alla leiki og maður bæri meiri virðingu fyrir því ef hann talaði meira um það nú að koma Liverpool aftur á sama stall sem allra fyrst og helst hærra. Taka ábyrgð.

Ég geri mér grein fyrir því að bestu leikmennirnir vilji spila í bestu liðunum en Sterling er 20 ára í liði sem var bara á síðasta tímabili að berjast um titilinn og stefna klárlega að endurtaka leikinn á allra næstu árum. Framtíðaráform hafa að miklu leiti verið byggð í kringum hann og mannskapurinn hjá Liverpool hefur alla möguleika á að springa út á næstu árum.

Þar fyrir utan trúi ég því ekki í eina mínútu að þetta snúist ekki að neinu leiti um peninga. Helbert kjaftæði, honum var boðið 100.þús sem hann hafnaði og fór fram á meira. Umboðsmenn hans vita að þeir geta fengið risa samning fyrir hann annarsstaðar og það er eina ástæðan fyrir því að hann hafnar 100.þúsund pundum á viku.

Eftir daginn í dag tel ég nánast útilokað að þessi leikmaður sé framtíð Liverpool. Hann semur mögulega í sumar þó ég telji það ólíklegt en hvort sem hann gerir það eða ekki verður hann farinn innan 2-3 ára. Vonandi fyrir sem allra mestan pening og helst úr landi. Ég mun áfram fagna því sem Sterling gerir gott fyrir Liverpool og styðja hann í okkar búningi, eins vona ég að hann fari ekki fet enda efni í heimsklassa leikmann. Hinsvegar verður þetta alltaf meira Owen frekar en Fowler í mínum huga, hjartað á honum er ekkert frekar í Liverpool.


FSG – Er planið að vera Arsenal eða fara á toppinn?
Eins mikið og hreinskilni Sterling fer í taugarnar á mér sem og tímasetningin hjá honum er ljóst að þetta er risastór prófsteinn á eigendur félagsins. Ósanngjörn óþolinmæði kannski frá 20 ára leikmanni sem hefur fengið frábær tækifæri hjá Liverpool en þannig er fótboltinn í dag.

Liverpool seldi sinn besta leikmann fyrir síðasta tímabil, fyrir hann fékkst góður peningur og hægt var að skilja þá sölu að nánast öllu leiti. Hinsvegar hjálpar það ekkert til við að sannfæra þá leikmenn sem eftir eru og eiga kost á að spila fyrir stærstu félög álfunnar, Sterling segir það nánast í þessu viðtali án þess þó að taka til sín eitt grammi af ábyrgð sem fólst í því að eiga að fylla skarðið sem Suarez skildi eftir sig.

Fyrir Suarez kom engin leikmaður sem var nálægt því að vera í sama klassa og hann þó 4-5 af þeim sem keytir voru gætu þróast í heimsklassa leikmenn í sínum stöðum. Adam Lallana er fínn leikmaður en ekkert sem sannfærir bestu leikmenn deildarinnar um metnað félagsins. Kaup á Balotelli og Lambert gera það ekki heldur en í stað þess að kaupa eitt risanafn var bætt þær stöður sem þurfti að bæta og hugsað til framtíðar í flestum tilvikum. Þetta heppnaðist ekkert allt en sumarglugginn var ekkert algalinn.

Frá því er síðasta sumarglugga lokaði hefur það legið fyrir að nú væri hægt að setja meiri fókus á fáa leikmenn. Rodgers sagði það óbeint strax í haust að nú væri komið tækifæri til að kaupa meira gæði frekar en magn. Það er sannarlega pressa á FSG að standa við þessi fyrirheit næsta sumar hvort sem liðið verður í Meistaradeild eða ekki. Þetta þarf ekki endilega að súast um dýrasta leikmanninn heldur alvöru gæði sem bætir hópinn og sannfærir þá leikmenn sem fyrir eru hjá klúbbnum.

Ef Raheem Sterling 20 ára er ekki tilbúinn að taka sénsinn á að Liverpool sé á uppleið í framtíðinni er næsta sumar tilvalinn tími til að selja hann hæstbjóðanda. Þá þarf að kaupa einum leikmanninum meira en sala á honum myndi ekki setja framtíð Liverpool í neina teljandi hættu, það er nú þegar jafnvel meira efni á mála hjá klúbbnum sem spilar sömu stöðu. Eins er ekkert mál fyrir FSG að segja Sterling að halda kjafti og standa við samninginn sinn sem rennur út eftir 2 ár. Jafnvel þó hann færi “frítt” ætti Liverpool rétt á háum uppeldisbótum fyrir hann (haldi hann áfram að þróast eins og hann hefur verið að gera).

Haldi FSG áfram að selja bestu leikmenn liðsins minnka líkurnar á góðum árangri, þetta segir sig sjálft og við höfum séð módelið hjá Arsenal. Þeir hinsvegar keyptu sjaldan mikið í staðin fyrir það sem þeir seldu, ekki fyrr en núna undanfarin tvö ár. FSG eru alveg óhræddir við að kaupa leikmenn ef réttur leikmaður er í boði og eru tilbúnir að setja í það þann pening sem þarf þó það hafi ekki alltaf gengið upp undanfarin ár.

Sumarið verður engu að síður risastórt og FSG verða (greinilega) að sannfæra bæði leikmenn og stuðningsmenn um að þeir geti komið Liverpool í allra fremstu röð á ný og það helst strax á næsta tímabili. Síðasta tímabil gaf góð fyrirheit þó flestir hafi áttað sig á að þessi hópur væri aðeins á undan áætlun. Framtíðin er sannarlega mjög björt áfram hvort sem hún er með eða án Sterlig.

Meta þarf hvert tilvik fyrir sig og satt að segja treysti ég FSG og Rodgers mjög vel áfram. Salan á Torres var óhugsandi viku áður en af henni varð, endaði sem frábær díll fyrir Liverpool. Suarez sem var búinn að brjóta allt traust fór á toppverði, mjög skiljanlegur díll. Fari allt á versta veg með Sterling treysti ég þeim til að gera það á forsendum Liverpool.

Aðalatriði í þessu er að ennþá hefur Liverpool öll tromp á hendi, líka næsta sumar og líklega á FSG það skilið frá okkur að treysta þeim til að spila vel úr þessu.

Ef ég á að segja alveg eins og er hef ég eins og staðan er núna meiri áhyggjur af Henderson sem á helmingi minna eftir af sínum samningi, eina sem kemur frá honum er að honum langi að spila hjá Liverpool um ókomin ár.

Ef þetta væri svona einfalt, hvað ætti FSG að gera við Sterling?

 • Selja hæstbjóðanda í sumar. (57%, 471 Atkvæði)
 • Halda honum gegn hans vilja næsta vetur og taka stöðuna þá. (33%, 272 Atkvæði)
 • Borga honum það sem hann fer fram á sama hvað. (10%, 82 Atkvæði)

Fjöldi atkvæða: 825

Loading ... Loading ...

58 Comments

 1. Eftir smá hugsun þá er þetta einfalt mál, ég vil alls ekki að liðið selji sýnu bestu leikmenn og standi endalaust í uppbyggingu ár eftir ár. Þó svo að mér finnist hann ekki verðskulda einhver ofurlaun 150 þús+ þá vil ég alls ekki missa hann frá félaginu.

  Ég verð þó að viðurkenna að ég missti smá álit á honum i dag, en hann gæti verið fljótur að vinna það til baka með því að skrifa undir nýjan samning og halda áfram sínum framförum hjá Liverpool FC.

 2. Þetta er bara aprílgabb. Á morgun kemur tilkynning um að hann sé búinn að skrifa undir.

  #afneitun

 3. Klúðrið liggur hjá eigendum Liverpool sem hefðu átt að henda nýjum samningum á lykilmenn síðasta tímabils strax við loka tímabilsins í stað þess að draga samningaviðræður inn á nýtt leiktímabil. Sterling segir skýrt í viðtalinu að hann hefði skrifað undir nýjan samning undir lok síðasta tímabils án þess að hika. Klúður.

  Að selja Sterling og fá haug af peningum hljómar ekkert of spennandi ef við horfum til sölu Suarez . Þrátt fyrir að hafa fengið 75 milljónir punda fyrir Suarez tókst eigendum Liverpool ekki kaupa sóknarmann í staðinn sem var nálægt því að vera í sama klassa og hann eins og Babu nefnir. Liverpool endaði á því að detta í panik kaup á Balotelli þegar stutt var eftir af glugganum. Hver segir að eigendurnir geri ekki sömu mistök ef Sterling verður seldur. Ekki gleyma þvi að ef Sterling fer þarf að borga svipaða upphæð fyrir jafn góðan leikmann auk þess sem launakröfur hans verða ekki minni en Sterlings.

  Ég vil því ekki selja Sterling heldur þurfa eigendurnir að sýna okkur aðdáendum liðsins að þeir geti náð í bestu leikmenn í heimi þrátt fyrir háa verðmiða og miklar launakröfur. Við viljum sjá eigendurna kaupa fáa klassa leikmenn sem gera byrjunarlið Liverpool betra á næsta tímabili þ.e. leikmenn eins og Fabregas og Costa ekki Balotelli og Lallana. Guð forði okkur frá leikmönnum eins og Aspas, Borini, Assaidi, Luis Alberto.

 4. Ég skil Sterling að vissu marki, metnaður hans virðist ganga út á það að vinna titla. Ef hann ætlar að vinna titla með Liverpool að þá er það ekki honum undirkomið, heldur er það hjá klúbbnum. Seinustu ár hefur klúbburinn ekkert gert á markaðnum sem bendir til þess að við ætlum að berjast við önnur lið um titla fyrir utan tímabilið í fyrra, en þá vorum við í aðeins einni keppni. Ég held að Sterling sé að testa klúbbinn og sé að skora á hann til þess að versla inn meiri gæði.

  Ef klúbburinn ætlar að selja hann (sem ég stórefast um), þá vona ég að það verði utan Englands.

 5. Borga honum og halda honum. Tek fram ég á eftir að horfa á viðtalið. En hvers vegna var þetta ekki klárað þegar vel gekk? Sama með Henderson, fyrirliði Liverpool og á eitt ár eftir af samning, ekki eins og sá skuldi félaginu nokkuð.

 6. Hjá mér snýst þetta ekkert bara um Sterling heldur stefnu klúbbsins. Það að missa hann til Arsenal væri algjört þrot. Sumir kunna að segja að Ibe sé betri og efnilegri….
  Hvað gerist samt þegar hann og fleiri efnilegir leikmenn liðsins taka næsta skref og krefjast þess að fá hærri laun? Munum við ekki sjá þá róa á önnur mið líka?

  Ætlum við að vera uppeldisfélag fyrir stærri lið Evrópu eða ætlum við að keppa á toppnum?
  Það er stóra spurningin…

 7. Ef hann vill ekki spila fyrir Liverpool þá er ekkert annað fyrir hann að gera en að koma sér eitthvað annað, éf hef ekki áhuga á leikmönnum sem vilja ekki spila fyrir okkur þó að við náum ekki í CL.

 8. Það er margt í þessu.
  Það er hægt að skilja hann á þann veginn að hann vilji fara í “toppklúbb” berjast á hverju ári um deildartitil og í CL. Þótt þetta sé hryllilega frústrerandi þá er þetta staðan á klúbbnum í dag. LFC er skrefinu á eftir þeim klúbbum sem við viljum bera okkur saman við. Sterling er ekki Púllari frá blautu barnsbeini, hann er keyptur til klúbbsins þar er regin munur á honum og t.d. SG8

  Það er líka hægt að skilja þetta þannig að hann sé að setja þrýsting á eigendur og stjóra að fjárfesta í sumar. “kaupiði eins og stór klúbbur eða ég fer í stóran klúbb!”

  En fótboltalega séð er það enginn heimsendir að missa hann, hvað þá ef það kemur fullt af $$$$ fyrir hann. Sterling er æðislega góður í fótbolta og auðvitað á að reyna að halda honum en ég hef aldrei séð hann sem megastjörnu, hann er ekki nein leiðtogatýpa eins og sást best í vítakeppninni í Tyrklandi og, eins og Babú, nefnir vantaði miklu meira frá honum í haust. Kannski mætti segja að hann og Shaun Wright-Phillips séu ekkert ólíkir. hvort framtíðin leiðir í ljós að Sterling sé annar Wright-Philips á auðvitað eftir að koma í ljós, en hættumerkin eru til staðar…

  Árborgarkveðjur

 9. Hættan er sú að óbreyttu að Liverpool verði eins konar Merseyside Spurs eða Arsenal North West. Leikmenn líti á félagið sem stökkpall til æðri metorða. Eins konar trampólín.

  Auðvitað er Sterling að spila sama leik og Suarez í fyrra. Munurinn er sá að Suarez átti inni fyrir stælunum. Ef fram fer sem horfir á klúbburinn að selja hann í sumar eða í síðasta lagi fyrir EM 2016.

  Þetta snýst nefnilega ekki bara um Raheem Sterling heldur alla aðra leikmenn sem félagið vill byggja framtíð sína á. Að þóknast kenjum tvítugs stráks, sem Rodgers hefur nánast gengið í föðurstað, er ávísun á dómínó-áhrif sem enginn veit hvar lýkur.

 10. Varðandi þá sem eru að koma upp á næstu árum þá held ég að það séu ekki góð skilaboð til framtíðar að ungir leikmenn geti fimmfaldað launin hjá sér ef þeir eru í byrjunarliðinu 1-2 tímabil og standa sig vel. Magnað hversu oft Liverpool er í einhverri svona stöðu.

  Hvort sem hann verður seldur eða ekki er ljóst að félagið þarf að fara gera betur á leikmannaglugganum þegar stóru stjörnurnar eru seldar. Mögulega erum við nú þegar farin að gera það.

  Fyrir Owen kom Cisse, hann var auðvitað mjög óheppinn en þetta voru vond skipti.
  Fyrir Alonso kom Aquilani, hann kom meiddur og meiðslasaga hans í kjölfarið kom ekki á óvart. Grátleg viðskipti.
  Fyrir Mascherano kom Poulsen ef maður vill vera ósanngjarn, Meireles ef maður á að vera sanngjarn. Samanlagt kostuðu þeir svipað og JM. Hræðileg viðskipti.
  Fyrir Torres kom Carroll. Kemur svosem út á sléttu eftir á að hyggja en þennan pening var hægt að nýta svo mikið betur. Gleymum þó ekki að Suarez kom á sama tíma en það hafði ekkert með þennan díl að gera.
  Alonso, Masherano og Torres er hægt að skrifa verulega á fyrri eigendur og þeirra stjórnun á félaginu.
  Fyrir Carroll sem félagið stórtapaði á kom samt Sturridge og stór hluti kaupverðsins á Coutinho.
  Fyrir Suarez fengum við t.a.m. Can, Markovic, Origi, Moreno og Balotelli, allt leikmenn 24 ára eða yngra. Þetta er líklegra til framtíðar en Andy Carroll og Charlie Adam eins og átti að nota Torres peninginn.

  Vonandi hefur FSG lært af þeim viðskiptum. Hvað samninga varðar þá geta þeir verið mjög pirrandi en á móti má ekki gleyma stöðunni sem samningar Hicks og Gillett komu félaginu mörg ár eftir að loksins tókst að losna við þá.

  Ofboðslega stórt grátt svæði í öllum leikmannaviðskiptum nú til dags.

 11. mér er í raun alveg sama þótt sterling fari…. ég er búinn að segja það allann tímann að það á ekki að gefa tommu eftir í þessum samningaviðræðum og sterling er að haga sér einsog lítill frekur krakkaskítur… hann er búinn að fá að þróa og þroska sína hæfileika í liði sem hefur verið samstíga honum og algjör prófsteinn á hans hæfileika þessi 2 tímabil…

  ekkert nema gott um það að segja en þetta viðtal er algjörlega fáránlegt move af hans hálfu og ef hann heldur að það sé skref uppávið að fara til arsenal þá er gæinn alveg verulega tognaður í hausnum og sér ekkert annað en partý og glamúr í london…

  það á bara að láta hann standa við gerða samninga og ef hann vill ekki semja aftur þá á bara að leyfa honum að fara

  good riddance segi ég bara

 12. Mér finnst að Liverpool eigi án nokkurs vafa að hlusta á tilboð í Sterling og 50Mpunda boð í hann og ég myndi ekki hika við að selja hann. Ástæðurnar eru einfaldlega þær að hann er langt frá því að vera ómissandi, maður hagar sér ekki eins og hann gerir í samningaviðræðum-hann er svo sannarlega ekki að spila vel og hann er alls ekki að endurgjalda klúbbnum það tækifæri og þolinmæði sem honum hefur verið sýnd. Jordon Ibe í hans stöðu og kaupa 4-5 toppmenn í sumar og liðið verður miklu sterkara. Selja Borini, Sterling, Lucas og Lambert fyrir 80M. Klúbburinn má ekki taka þátt í svona kjaftæði eins og Sterling sem í besta falli er miðlungsmaður í ensku deildinni í vetur. Ég vil sjá klúbbinn halda áfram að gefa ungum lofandi mönnum séns eins og Jordan Rossiter, Ibe og Jerome Sinclair og Harry Wilson. Hins vegar er GRÍÐARLEGA mikilvægt að félagið fá afgerandi miðjumann í sumar og helst 2 til að reyna að fylla skarð Gerrard á miðjunni. Ross Barkley?? Morgan Sneiderlin?? Mateo Kovacic?? Kevin De Bruyne?? Adrian Rabiot?

 13. Ég er ekki alveg að skilja þetta með aldurinn að það sé einhver vendipúnktur hvort hann eigi skilið 100 þús punda frekar en 150 mil punda.
  Sterling er einfaldlega eitt mesta efni á þessum aldri í boltanum og metnaður hans er að nà langt og ef menn horfa einsog á StevieG, Liverpool náði t.d aldrei að skaffa honum almennilegt lið til að berjast reglulega um titla og þannig stöðu vill Sterling jafnvel ekki vera í.

  Þar að auki er ekki sanngjarnt að bera Ibe saman við Sterling, Sterling hefur þurft á köflum að bera LFC á herðum sér eftir brottför Suarez og meiðsli Sturridge, síðan kemur Ibe inní þegar liðið er farið að finna taktinn.

  Hvað gerist ef við seljum Sterling og við fáum fínan pening fyrir hann, hvað á að kaupa í staðinn, það er ekki einsog klassaleikmenn hafi komið hlaupandi til okkar undanfarinn misseri þar að auki kosta þeir hellings pening að auki.

  FSG á bara einu sinni að girða sig í brók ganga frá samning við Sterling og sína okkur stuðningsmönnum og honum að þeir geta látið til sín taka á leikmanna markaðnum, ekki taka enn eina skituna eins og panik kaup á Balotelli og reyna að vera snöggir til í stað þess að láta aðra klúbba taka þá leikmenn sem LFC hefur áhuga á.

  Við eigum mjög efnilegt og flott byrjunarlið, enn það þýðir ekki bara að kaupa gutta það þarf líka að kaupa heimsklassa leikmenn með þeim, kanski 2-3 er nóg, við meigum ekki vera uppeldisstöð fyrir efnilega leikmenn og missa þá frá okkur.

  Klúbburinn á ekki bara vera sáttur við að ná 4 sætinu og það er heldur ekki einsog við gerðum einhverjar rósir í meistaradeildinni í ár.
  Það eru núna 13 stig í Chelsea og + eiga þeir leik til góða það þarf að stytta þetta bil og það gerum við ekki ef við missum okkar bestu menn frá okkur.

  Því það hefur líka áhrif á leikmanna hópinn ef okkur mistekst að halda okkar bestu mönnum ásamt efnilegustu, því í öllum liðum eru liðinn byggð upp í kringum bestu leikmennina.
  Hvað gerist þá t.d með Coutinho og Henderson ef þeir halda áfram að þróast í gæða leikmenn, munu þeir sína LFC tryggð, svarið er nei leikmenn fara ef betra lið og launapakki standa til boða svo einfalt er það.

 14. Takk fyrir góðan pistil.
  Maður fyllist vonleysi fyrir fótboltann í heiminum þegar tvítugur strákur lætur svona. Ég er sammála Babu með þetta “if you can’t beat them, join them” hugarfar er allt of algengt.

  Það er hægt að ræða þetta frá mörgum hliðum en mér finnst þetta daður Sterling við Arsenal, nokkrum dögum fyrir mjög mikilvægan leik við þá, frekar vafasamt.

  Autocorrect hefur sjaldan haft eins rétt fyrir sér þegar það stakk upp á orðinu Sterlingspund fyrir nafn viðkomandi leikmanns:)

 15. Hvað er það samt að bera sig saman við Arsenal eins og það sé eitthvað sem Liverpool á bara alls ekki að vera? Síðan Arsenal fluttu á nýjan völl með öllum þeim skuldbindingum þá hafa þeir verið miklu stöðugri en Liverpool svo að það væri gott skref fyrir Liverpool fyrst að ná þeim stöðugleika að fara í Meistaradeild á hverju ári. Liverpool hefur svipað fjárhagslegt bolmagn og Arsenal og þarf að leita að öðrum leiðum til að haldast samkeppnishæfir við sugardaddy félögin og Manchester United.

  Afhverju ætti Sterling bara að segja já? Hann getur fengið betri samning og farið í betra lið hjá svona 10 öðrum liðum og vera byrjunarliðsmaður í nánast öllum þeirra. Nú er það Liverpool að hafa skýra framtíðarsýn og sanna fyrir leikmönnum að þarna liggi metnaður og kaupa almennilega, seinasti leikmannagluggi bar vott um metnaðarleysi. Þetta stóð kannski svolítið og féll með Alexis Sanchez sem að leist betur á Arsenal og þeirra framtíðarsýn og stöðugleika en hjá Liverpool.

  Brendan og FSG þurfa að bæta gæðum í leikmannahópinn í sumar og bíða með Henderson og Sterling og þegar við löndum alvöru mönnum þá munu þeir skrifa undir. Þá erum við með alvöru lið.

 16. Ég er ekki búinn að horfa á allt viðtalið en er búinn að lesa helstu punktana úr því.
  Ég ætla að koma með mín 50 cent og kalt mat á þetta.
  Þegar þú ert í stjórnun þá er tvennt af því fyrsta sem þú verður að gera er í fyrsta lagi að spotta þá sem eru talents, þeas þá sem þig langar að halda af mannskapnum. Þú reynir að hlúa að þessum starfsmönnum og jafnvel vera með fyrirbyggjandi aðgerðir til að halda þeim. Eitt af því er að gefa betri samninga. Þetta má færa yfir á fótboltann og við sáum þetta t.d. gerast í tilfelli Suarez og Sturridge. Þetta voru augljóslega menn sem Liverpool vill halda eða Liverpool sá gríðarlega hagsmuni í að semja við.
  Síðan eru þeir sem maður skilgreinir sem disposable assets. Þetta eru þeir sem maður reynir oft óljóst að losa sig við. Ef við færum þetta yfir á Liverpool þá gætum við t.d. nefnt Borini. Það er augljóslega ekki mikið gert til að halda í hann. Ég gæti ímyndað mér að hluta til sé það gert að yfirlögðu ráði að spila honum ekki þegar það væri jafnvel gáfulegra. Það var stundum fyrr í vetur að menn furðuðu sig á því að hann væri ekki með vegna meiðsla og annars. Það eru auðvitað skýr skilaboð til hans, farðu, þú átt enga framtíð hér. Þetta gerist oft á vinnumarkaði og það er vísvitandi gert ákveðnum starfsmönnum erfitt fyrir. Þeir eru ekki beint reknir en er vísvitandi látið líða illa til að þeir vilji fara.
  Síðan er seinasti hópurinn, það er sá sem er ekki nauðsynlegur en gæti verið gott að halda í eða sýna mikið potential. Ég myndi setja Sterling í þennan hóp og hugsa að Liverpool geri það sama. Hann er einfaldalega ekki kominn á þann stall að eiga skilið 5falda launahækkun og klúbburinn veit það. Það gæti hins vegar verið sterkur leikur að halda í hann en það má ekki kosta hvað sem er.
  Annar punkturinn úr stjórnun er sá að þetta má ekki bara snúast um peninga. Sama hversu starfsmaðurinn er góður þá máttu og getur þú ekki látið allt eftir honum. Til dæmis hvað mynduð þið gera ef talented starfsmaður kæmi með díl frá keppinauti og segði, þetta get ég fengið, borgaðu mér eða ég fer. Margir ykkar myndu líklega segja, it depends, aðrir borgið manninum þetta er talent. Af sjálfsögðu ef við erum að tala um 10 % launahækkun þá er hægt að ræða málin. Ef við værum hins að tala um 50 % þá verðurðu að segja í langflestum tilfellum, farðu. Hvað stoppar t.d. viðkomandi að gera það sama í næsta mánuði eða reyna þetta kerfisbundið, Ronney einhver. Hvað um aðra starfsmenn sem þú skilgreinir á sama leveli. Punkturinn er, þetta má ekki bara snúast um peninga, Liverpool hefur ekki efni á því eins og kannski Man Utd. og aðrir olíuklúbbar.

  Ef Sterling finnst þetta raunverulega ekki snúast allt um peninga. Sem er helbert kjaftæði auðvitað. Þá ætti að vera hægt að sannfæra hann með nokkrum high value targets að við verðum í baráttu á næsta ári og stefnum hátt. Síðan bjóðum við honum 60 þús pund á ári og málið er dautt.

  Að lokum þá er auðvitað ekki hægt að færa svona hluti beint yfir á fótboltann í öllum tilfellum en þetta er mitt mat á þetta og mér finnst þetta eiga ágætlega við hér.

 17. Mér finnst blasa við að Sterling verði seldur. Ég nennti ekki að hlusta á þetta viðtal enda hefur maður heyrt þetta allt áður. Allt þetta lyktar af hannaðri atburðarrás sem miðar alltaf að því að leikmaðurinn fari frá félaginu.

  1. Fyrst sannfærir umboðsmaðurinn fjölskyldu leikmannsins unga að hann sé gjöf Guðs til fótboltans og eigi skilið ótrúleg laun hjá bestu félögum í heimi.
  2. Þá leggst umboðsmaðurinn á leikmanninn og sannfærir hann um það sama og getur þess einnig að ef félagið hans vilji ekki semja sé hann með Plan B um að koma honum til enn betra félags, meiri metorða og hærri launa. Þeir sammælast um að setja saman atburðarás sem gerir leikmanninum auðvelt að verja ímynd sína og um leið að kassa inn sem mest af peningum fyrir sig og umbann.
  3. Ballið byrjar með yfirlýsingu um að leikmaðurinn sé alls ekki á förum frá félaginu. Þessi yfirlýsing þjónar þeim tilgangi að búa til fyrsta reykskýið svona svipað og þegar að þekkt hjón koma fram opinberlega til að halda því fram að þau séu ekki að skilja.
  4. Næst er að setja fram fáránlegar launakröfur sem félagið getur örugglega ekki gengið að t.d. vegna fordæmisgildisins. Umboðsmaðurinn lekur nú út upplýsingum um að viðræður hafi siglt í strand og leikmaðurinn hafi áhyggjur af að metnað skorti hjá félaginu.
  5. Þá er að koma leikmanninum í viðtal þar sem hann horfir tárvotur í linsuna og tjáir heiminum hvað hann elski félagið og stuðningsmennina mikið. Hvað stjórinn sé magnaður en honum finnist bara eins og hann eigi skilið fái að “spila á meðal þeirra bestu”. Sterling karlinn er á þessu tímabili nákvæmlega núna.
  6. Leikmaðurinn er kominn allur út úr þægindarammanum. Pressan leiðir m.a. til verri frammistöðu á vellinum.
  7. Félagið gefst upp og leitast við að lágmarka skaðann með öllum tiltækum ráðum. Skásta lausnin er að selja leikmanninn úr landi. Núna liggja loks hagsmunir félagsins og umbans saman að ákveðnu leyti.
  8. Leikmaðurinn er seldur og umboðsmaðurinn kassar inn sín 10% af sölunni + fl.
  9. Engin veit hvað gerist næst með leikmanninn unga. Stundum heldur hann áfram að þroskast en allt er eins líklegt að ferlið sem hann var hluti af hjá gamla félaginu renni á enda.

  Þetta er einhver veginn svona og ég held að ákvörðunin um að Sterling fari frá LFC sé löngu tekin. Það þarf bara að stilla upp leikriti til að reyna að fela ógeðið sem þessi endalausa peningahyggja og græðgi er í rauninni.

  Og það tekst. Maður heyrir það á þessari síðu að stuðningsmennirnir eru ósáttir: “Af hverju er manninum ekki bara borgað 150.000 pund á viku?”

  Góð spurning; af hverju er ekki 20 ára efnilegum strák borgað 150.000 á viku? Svarið er að hann er einfaldlega ekki þess virði enn sem komið er og svo að ekki er hægt að taka einn mann út fyrir sviga og láta aðrar reglur gilda um hann en aðra.

  Sterling verður farinn frá LFC í haust og það eru a.m.k. 4 mánuðir síðan að leikritið sem núna er að ná hámarki var frumsýnt.

 18. sælir félagar

  Selja Serling strax. Algerlega sammála Guderian hér fyrir ofan. Sterling er ekki sú stjarna sem hann heldur og bara burt með kauða. Munum að “sjaldan launar kálfurinn ofeldið”. Fyrir mér er hann ekki Liverpool maður lengur og selja hann strax í dag þess vegna, fyrir 50 millur plús.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 19. Þetta mál er bara skýrt dæmi um þann vanda sem lið eins og okkar glímir við í raunveruleikanum.

  Það eru lið í þessum heimi sem eru til í að borga fáránleg laun, þar af allavega þrjú á Englandi og umboðsmennirnir vita alveg af því. Það er alveg pottþétt að búið er að “viðra” einhver tilboð við þá sem sinna málum fyrir Sterling og þeir ætla að sjúga þá karamellu.

  Þetta viðtal er auðvitað sögulegt og ég er algerlega sammála honum Babú mínum í hans söguskýringu. Ég hef alveg gagnrýnt FSG í gegnum tíðina og skil ekki enn útaf hverju þeir kláruðu ekki samninga við Sterling, Gerrard, Coutinho og Hendo í vor svona til að gleðja okkur áður en þeir seldu Suarez. En það sem Sterling segir hérna er einfaldlega það að hann telur sig vera þess umkominn að setja Liverpool FC einhverja afarkosti. Já, nefnilega það…því hann á liðinu ekkert að þakka.

  Svona pappakassar annað hvort átta sig á að þeir eru hluti liðsins eða fara bara eitthvað annað og fá þá launatékkann sem þeir eru að horfa eftir. Í þeirri stöðu er Sterling eftir þetta viðtal.

  Nú hlakka ég mest til að sjá viðbrögð Rodgers í viðtölum og í liðsvali. Ef ég væri í jakkafötunum núna þá væri Sterling bara einfaldlega bekkjaður í bili og látinn vita hver ræður. Ekki síst til að efnilegri menn eins og Ibe, Ojo og Harry Wilson átti sig á því að svona hegðun er ekki líkleg til að veita þeim vinsældir á meðal stjórnenda.

  En að því sögðu þá er kannski ágætt að hafa bara fengið hans útgáfu af sannleikanum svo að við áttum okkur á því hvort við höfum vilja til að gera þennan mann að stjörnu, ég hef átt í miklum efaslag um þennan strák í vetur. Hann hefur að mínu mati alls ekki verið að leika vel og þetta samningavafstur hans er vandamál vegna hans og þeirra einstaklinga sem um hans mál sjá.

  Let’s play hardball og frystum hann aðeins. Hann er ekki samningslaus fyrr en 2017 sko.

 20. Sammála… Magga hér að ofan og valdi kostinn að halda honum gegn vilja hans … hvað svo sem það þýðir… Ég meina strákpjakkurinn er samningsbundinn til 2017! Eða er samningur í fótbolta bara eitthvað allt í plati plagg!

 21. Hér er mikið ritað og rætt um að hann hafi ekki gert sitt til að fylla upp í skarðið sem Suarez lét eftir sig. Ég er ekki sammála því hefur fundist Sterling vera svona heilt yfir besti leikmaður lfc á leiktímabilinu með Henderson. Og að hann eigi ekki skilið einhver laun eins og margir gala hérna skil ég svo sem alveg en ef maður setur sig í hans spor þá er hann búnað horfa upp á nánast hvern einasta mann í liðinu í vetur spila verr en hann sjálfur á samt helmingi hærri launum og sumir jafnvel ekkert að spila meira bara að láta hvíta í sér tennurnar(Enrique). Staðreindin er bara að Sterling getur fengið svakaleg laun og hefur nóg til fram að færa fyrir lið eins og Man City. Ef Liverpool tímir ekki að bregðast við því þá er ekkert að annað að gera en að selja hann og halda áfram að reyna að vinna 4 sætis bikarinn.

 22. Eigum við ekki að slaka aðeins á í túlkunum á orðum tvítugs stráks í skrýtnu viðtali?

  Liverpool geta að mínu mati lítið kvartað yfir þessum orðum Sterling. Auðvitað er hann að einhverju (miklu) leyti á höttunum eftir besta samningnum peningalega séð, menn ættu kannski að rifja upp undir hvaða aðstæðum Liverpool fengu hinn 15 ára gamla Sterling á sínum tíma. Það var einmitt með peningum. Liverpool hafa sjálfir tekið fullan þátt í*, og notið góðs af því, að gera leikinn að því sem hann er í dag, peningavél. Skv. fréttum af nýjum sjónvarpssamningi er ráðgert að tekjur liða í úrvalsdeildinni hækki gríðarlega. Nákvæmlega af hverju ætti hluti þeirra ekki að renna til leikmanna? Á það hefur verið bent hér á síðunni að hækkun tekna liðanna og launa leikmanna hafi haldist í hendur. Í raun mætti færa fyrir því rök, hefði Sterling samþykkt upphaflega 100 þús. punda samninginn, að nýi sjónvarpssamningurinn hefði, gagnvart þeim samningi, falið í sér forsendubrest.

  Við þetta bætist að ferill þessara manna er stuttur. Það er í raun óeðlileg krafa af hálfu klúbbanna og stuðningsmanna að þeir taki sífellt þátt í uppbyggingarstarfi. Menn eru í þessu til að ná árangri (og fá fyrir það greitt). Fyrir leikmann eins og Sterling má ímynda sér að hann njóti amk. 10 ára, 15 í mesta lagi, sem topp leikmaður. 3-5 ár er ansi stór biti í því samhengi. Þessar kröfur eru í raun ekki lagðar á neina aðra stétt, og samt er starfsævin talsvert styttri í þessu tilviki.

  Fyrir mér er þetta, eins og Babu bendir réttilega á í pistlinum, aðallega spurning um það hvert Liverpool stefnir sem klúbbur. Ætla þeir að vera vel rekið fyrirtæki eins og Arsenal en vinna lítið, eða á að sannfæra bestu mennina um að spila fyrir klúbbinn og um leið berjast af alvöru um titlana? Er það ekki alveg eins ámælisvert, fari Liverpool fyrri leiðina (hluti hennar er t.d. að selja Sterling) og velji peninginn, eins og það er hjá Sterling?

  *Á það má benda að Liverpool, eftir að FSG tók við, hafa t.d. lagt fram tillögur þess efnis að afnumið verði það kerfi sem felur í sér að sjónvarpsgreiðslum sé deilt jafnt á milli liða og litið verði til þess sem gerist á Spáni, þar sem liðin selja sjónvarpsréttinn að sínum leikjum sjálf.

 23. Magnaður … en jú þetta lyktar verulega af skrítnum umba finnst mér. Hann hæpar $terling í botn … og þetta er sorglega útkoman.
  $terling á alveg skilið að fá launahækkun en hann verður líka að átta sig á því að hann yrði bara squad spilari í stóru klúbbunum (Real, Barca, Bayern ….) en hann gæti orðið “kóngur” á Anfield. Hann er bara 20 ára og getur alveg hangið með okkur í 2-3 ár í viðbót án þess að verða einhver “haugur”.

  Mitt mat: Frumhlaup 100% frumhlaup.

  Afleiðingar: BR bekkjar hann út apríl. (sorrý $terling)

 24. Ég valdi að halda honum, en af hverju ætti það að vera gegn vilja hans ? Ástæða þess að hann er með samning við Liverpool FC til 2017 hlýtur að vera sú að hann vill spila fyrir Liverpool allavega til 2017, annars hefði hann ekki skrifað undir samninginn !

  Ég veit síðan ekki hvor meiri krakki í sér og svona óþroskaður, Sterling eða umboðsmaðurinn eða umboðsbarnið hans. Það er eins og leikmenn í dag meti ekki neitt þegar vel gengur inná vellinum og taki því sem sjálfsögðum hlut þegar vel gengur hjá einhverju liði, fari strax að hugsa, “shit ég þarf að fá betri samning ”

  Ég hlustaði á allt þetta lélega viðtal og það var bara vandræðalegt, fór um mig kjánahrollur, þessi krakki svarar öllum spurningunum 90% eins. “Ég er ekki gráðugur ungum maður, ég vill bara spila fótbolta, og njóta þess” Þvílíkt kjaftæði, af hverju er hann þá ekki bara að því, en ekki í viðtölum hægri vinstri og spilar bara og einbeitir sér að því.

  Getum við ekki keypt Walcott frá Arsenal í sumar, og svo bara skoðað stöðuna á Sterling eftir næsta tímabil. Ég meina, hvað liggur á ?

 25. Klúbburinn sendi Sterling í frí til Karabíska hafsins á miðju sísoni. Hefur held ég aldrei verið gert áður í sögu úrvalsdeildarinnar. Ef að slíkt dugar ekki til að fá leikmann til að skrifa undir þá mætti kannski prófa að spila hann í sinni stöðu.

 26. #25 Brúsi.

  Laun og launakröfur í fótbolta jaðra við geggjun. Svo dæmi sé tekið er Sterling er fara fram á mánaðarlega upphæð sem nemur a.m.k. 120 m ISK á mánuði eða næstum 1,5 milljarð á ári!

  Þetta er fyrir utan bónusgreiðslur og auglýsingasamninga.

  Fyrir 50 árum voru meðallaun fótboltamanns í ensku efstu deildinni 1500 pund/ári. Þarna eru inni bónusar og allar aðrar greiðslur. Á núvirði gerir þetta um 75.000 pund eða rúmar 15 m ISK/ári. Meðallaun enskra fótboltamanna í efri hluta deildarinnar voru á síðasta ári 2,3 m punda eða hátt í 500 m ISK/ári. Takk fyrir!

  Allt tal um stuttan feril og hægt sé að skilja Sterling í því ljósi finnst mér kjaftæði. Sterling er fyrst og fremst gott dæmi um mindfuck umboðsmanna sem einskis svífast. Heldur einhver að yfirlýsingar Sterlings um að þetta sé ekki spurning um peninga heldur félagslegan metnað séu samdar af honum sjálfum? Heldur einhver að viðtalið við BBC hafi dottið af himnum ofan?

  Þetta er allt sviðsett, spunnið og ákveðið fyrirfram. Sterling greyið eins og hver önnur strengjabrúða. Vitanlega gera FSG mistök að klára ekki dílinn við hann, þ.e. ef það stóð þá til boða? Leikmaður af fátæku bergi brotinn, og sprottinn upp úr frekar veikum félagslegum aðstæðum eins og Sterling, er auðveld bráð gráðugra umboðsmanna. Fokkings plága sem aldrei fyrr þessir umbar.

  Þetta er ógeðslegt og í öllum bænum farið ekki að vorkenna Sterling af því að honum finnst ekki nóg að fá bara 1.000.000.000 ISK/ári (sem hækkar síðan) en umbinn hefur talið Sterling greyinu trú um að hann eigi að fá 1.500.000.000 ISK/ári.

  Allt þetta ber vitni um skefjalausa og fyrirlitleg græðgi. Ojbjakk.

 27. Verð að gera smá athugasemd við þessa könnun að það séu bara þessir 3 kostir, það kemur hvergi fram í þessu furðulega viðtali að hann vilji fara frá liverpool þannig að það ekkert sem segir að ef við höldum honum sé það gegn hans vilja

 28. Rogers flottur á blaðamannafundi. Í stuttum dráttum drullusama hvað Raheem sé að segja. 2 og 1/2 ár eftir af samningi og stráksi ekki að fara neitt í sumar. Það eina sem skipti máli sé fótbolti og þróun liðs og leikmanna.

 29. Þú getur alveg hent fram þessum upphæðum, mitt mat er hins vegar að samhengið skipti öllu. Mér finnst það auðvitað sjúkt að einhver fái þessar upphæðir fyrir að sparka í bolta. Pointið er hins vegar að í fótboltanum eru óheyrilegar upphæðir af peningum. Af hverju eiga þessir peningar frekar heima í klúbbunum en hjá leikmönnum? Þar fyrir utan finnst mér það ósanngjarn samanburður að miða við meðallaun fyrir 50 árum. Aðstæðurnar eru augljóslega allt aðrar. Sl. 10-15 ár hafa tekjur félaganna aukist gríðarlega. Laun leikmanna einnig.*

  Eins og ég benti á geta Liverpool, einn stærsti klúbbur heims, varla borið fyrir sig græðgi leikmanna. Heldurðu t.d. að Úrúgvæinn Suarez hafi verið svona gríðarlega æstur í að búa í Norður-Englandi og spila þar fótbolta meira og minna í ausandi rigningu frekar en að búa heimsborginni Amsterdam og spila með liði sem er nánast undantekningarlaust í CL? Klúbburinn tók sjálfur þátt í að gera þetta að normi og hefur sjálfur, oft og tíðum, spilað inn á græðgi leikmanna annarra klúbba. Skömmin er þeirra.

  *http://www.bbc.com/news/business-27667472: Hér kemur t.d. fram að tekjur EPL náðu £3bn á síðasta tímbili, fjórum árum áður voru þær £2bn. Hér er einnig áhugavert að hlusta á síðasta þátt af Eusebio á Alvarpinu (https://www.facebook.com/Eusebiovarp), þar sem fram kemur að spáð er umtalsverðri hækkun meðallauna leikmanna. Ég vil annars gera þann fyrirvara að ég er hvorki hag- eða viðskiptafræðingur né sérstaklega talnaglöggur. Þetta er hins vegar amk. það sem blasir við hinum venjulega leikmanni í þessum efnum.

 30. Sumir leikmenn gleyma að það eru stuðningsmennirnir sem eru númer 1, 2 og 3 í þessari íþrótt. Ef það væru engir stuðningsmenn, þá væru þeir ekki að þéna þessar óraunverulegu upphæðir, og þeir væru ekki svona veruleikafyrrtir.

 31. #32 Brúsi.

  Þú mátt alveg hafa þessa skoðun fyrir mér. Ég ætla samt ekki að kóa með græðginni enda eru hún að eyðileggja fótboltann.

  Eitt dæmið um ruglið sem græðgin hefur leirr af sér er miðaverð á leiki á Englandi. Árleg verðhækkun umfram verðbólgu er næstum 5%! Stakur miði keyptur á leikdegi fer núna á 100 pund eða 20.000 ISK! Ársmiði hjá Arsenal kostar yfir 400.000 og fer hækkandi.

  Það getur vel verið að þín sjónarmið eigi rétt á sér en að mínum dómi endar þetta með ósköpum og allir tapa. Það skiptir ekki öllum hvort þú græðir 10 milljarða á ferlinum eða 12 milljarða finnst mér.

  Ein leiðin til að spyrna á móti er að við, aðdáendur þessa bestu íþróttar allra tíma, fordæmum þessa þróun en sættum okkur ekki við hana.

 32. Nr. 34 – Guderian.

  Þar er ég fullkomlega sammála þér. Mér finnst hins vegar græðgi Sterling ekkert verri en græðgi forráðamanna klúbbanna. Liverpool er, hvort sem okkur stuðningsmönnunum líkar það betur eða verr, hluti af vandamálinu. Á endanum hljóta, eins og þú bendir á, allir að tapa.

  Varðandi miðaverð á völlinn er það líka komið langt út fyrir það sem kalla má eðlilegt. Spyrja má t.d. þeirrar spurningar af hverju miðaverð í Þýskalandi er mun lægra en í Englandi? Erfitt að segja til um það.

  Annars vaknar í mínum huga þó önnur spurning í þeim efnum líka. Fjöldi (ca. 35 þús. manns að meðaltali á leik í EPL skv. einfaldri og ónákvæmri google leit) þeirra sem sækja leiki í EPL er ekki nema brot af þeim heildarfjölda sem fylgist með og horfir á leikina. Þannig er t.d. gert ráð fyrir því að fjöldi stuðningsmanna Liverpool hlaupi á tugum, ef ekki hundruðum, milljóna manna á meðan að íbúafjöldi borgarinnar er í kringum 1-2 milljónir manna (fer eftir því hvaða svæði þú miðar við – þá má ekki gleyma að í borginni eru þrjú önnur lið). Meginþorri teknanna (og þá aðallega sjónvarpstekjurnar) koma þal. ekki frá þeim heimamönnum sem sækja völlinn auk þess sem að kostnaður félagsins af þeim er augljóslega meiri en af þeim sem gera það ekki (rekstur vallarins og þul. er væntanlega reiknað inn í miðaverð).

  Af hverju ætti þannig ekki að vera dýrara fyrir þetta fólk að fara á völlinn? 20.000 kr. miði fyrir mig á einn eða tvo leiki á ári er enginn sérstakur peningur og ég er auk þess líklegri að eyða meiri pening á vellinum og í borginni. Í raun má eiginlega segja að klúbburinn græði talsvert meir á því að fylla völlinn af ferðamönnum en lókalnum. Þetta hefur t.d. Man. Utd. gert um áraraðir en þess að ég fullyrði nokkuð um ástæður sem þar búa að baki.

  Á móti kemur auðvitað að lókallinn býr til stemminguna og hana er erfitt að verðleggja. Spurning hvort að talnaglöggir pennar síðunnar, t.d. Eyþór, geti svarað þessu á skýrari hátt?

 33. Brúsi:

  Í Þýskalandi hafa þeir annað fyrirkomulag að því leyti að flest félögin eru í meirihlutaeigu stuðningsmannanna. Í Þýskalandi, þar sem ég bý raunar hluta úr ári, er inngróið í menninguna að félögin eru fyrir stuðningsmennina en ekki öfugt.

  Það er jafnvel þannig að í stjórnum fyrirtækja skal alltaf vera einn fulltrúi starfsmanna þannig að hér eru menn mjög meðvitaðir um kosti og lesti markaðshyggjunnar. Ordung muss sein segja menn hér og horfa með skelfingu á England og þróunina þar og óttast eins og pestina að hún breiðist hingað. Ég bý í Freiburg og þar er miðaverð raunar ekki alltaf það sama, en síðast þegar ég fór á leik borgaði ég 36 evrur (ca 5000 kall). Bayern kemur hingað í næsta mánuði og ódýrir miðar löngu uppseldir og bara eftir miðar á ensku verði (20.000 kall).

  Hér hefur sosum verið reynt að fara ensku leiðina og hækka verðið upp úr öllu valdi. T.d. reyndi Schalke að hækka ársmiðana um 25% í fyrra (minnir mig) og þá varð allt brjálað. Þjóðverjar eru rólegheitafólk en ef á að svína á verði á bjór eða fótboltamiðum taka þeir til sinna ráða og gera allt vitlaust. Dæmi eins og með Sterling væri litið mjög alvarlegum augum hér.

  Það er þetta sem ég er að reyna að benda á. Við eigum ekki að sætta okkur við þetta. Ég þekki líka vel til í Baskalandi og ætla ekki einu sinni að reyna að ímynda mér hvað gerðist ef stjarna hjá Bilbao setti annað eins af stað og Sterling gerir sig sekan um.

  Baskarnir vilja að leikmenn sýni félaginu sínu virðingu eins og Þjóðverjar en Englendingar virðast hafa gefist upp fyrir græðginni. Vald umboðsmannanna er algjört en ég gef þér rétt að félögin eru ekki heldur saklaus.

  Respect!

 34. Heyr heyr #36 Guderian ! ! ! Mér líst vel á Þjóðverja og Baska að sætta sig ekki við svona græðgi og viðbjóð !

 35. Guderian er alveg með þetta að mínu mati ásamt góðum pistli Babu og kommenti Magga.

  Fari þeir sem fara vilja. Ef að $t€r£ing ætlar að fara þessa ömurlegu græðgisleið nútíma labbakútsins þá yrði ég svekktur en svona er lífið. LFC hefur lifað af stærri brottfarir en þessa.

  Mig grunar reyndar að Rodgers sé alveg til í að rassskella pjakkinn smá líkt og gert var við Suarez sumarið 2013. Henda honum í skammakrókinn og sjá til hvort að hann þroskist. Erum í sterkri stöðu vegna uppeldisbótanna þannig það er lágmarksáhætta að hafa hann áfram á lágmarkslaunum að sinni. En ef 50 millur væru boðnar þá yrði að taka það alvarlega.

  Því fer sem fer.

  YNWA

 36. Selja hann , þetta er bara græðgi og ekkert annað ! Hann ber fyrir sig metnað og það má vel vera en hann er búinn að skjóta sig í fótinn í þessum klúbb , hann er undir hælnum hjá umbanum sínum sem fær líka góða summu ef Sterling fær góðan samning $$ ! Hvað vitum við um Sterling ? jú hann er 20 ára mjög efnilegur og hefur verið í liði sem var að berjast um titilinn og hann er búinn að spila á HM , sem sagt með mikla reynslu miðað við aldur.EN hann hefur ekki lent í neinu mótlæti sem heitið getur og hann á eftir að lenda í því , hann spilar þannig bolta að varnarmenn eru í vandræðum með hann og taka því fast á honum. Ég sé hann fyrir mér sem næsti Walcott , á sínum tíma mjög efnilegur og spilaði ungur á HM og spilaði mikið í kringum tvítugt en er búinn að vera í meiðslavandræðum nánast allan sinn feril. Þar koma stjórarnir inn og Brendan hefur reynt að passa uppá Sterling, tók hann nánast útúr hópnum eftir áramót fyrir 2 árum og nú síðast gaf honum smá frí í vetur er hann sá að hann var orðinn þreyttur. Sterling virðist ekki sjá að hann er hjá góðum stjóra , eða réttara sagt umbinn sér þetta ekki, útaf $ í augunum.

  Víst að málið er komið í þennan farveg á bara að selja hann, helst út !!

 37. Nr. 30

  Þessi könnun var nú bara skyndihugdetta og gefur aðeins til kynna hvernig stuðningsmenn eru að meta þessa stöðu sem upp er komin. 10% myndu vilja gera “allt” til að halda honum.

  Það kemur hvergi fram í þessu furðulega viðtali að hann vilji fara frá liverpool þannig að það ekkert sem segir að ef við höldum honum sé það gegn hans vilja

  Það þarf engan geimvísindamann til að lesa í gegnum það sem hann segir í þessu viðtali. Ef Liverpool nær ekki í Meistaradeildina og/eða vill ekki borga honum þar sem hann fer fram á vill hann fara.

  Höddi b

  Ég valdi að halda honum, en af hverju ætti það að vera gegn vilja hans ? Ástæða þess að hann er með samning við Liverpool FC til 2017 hlýtur að vera sú að hann vill spila fyrir Liverpool allavega til 2017, annars hefði hann ekki skrifað undir samninginn !

  Haha já það er einmitt svona sem þetta virkar!

  Tek annars undir allt sem Guderian er að segja.

 38. rodgers gekk frá liverpool endanlega í fyrra með þessum kaupum.. hann keypti bara rusl.

  held að þetta sé punkturinn yfir i-ið..

 39. Frábært svar hjá Rodgers.

  http://www.liverpoolfc.com/news/latest-news/182938-rodgers-on-raheem-sterling-future

  Sólarhring eftir þetta viðtal er orðið ljóst held ég að þetta er stærsta PR-sjálfsmark ansi lengi og það verður þessi strákur að eiga við sig.

  Afskaplega gott að sjá að Rodgers þorir að minna þennan ágæta leikmann á þá þjónustu sem hann hefur fengið síðan hann kom sem hrár pjakkur frá Suður London…og bendir honum á okkur stuðningsmennina.

  Svo eins og ég hef áður sagt, við skulum sjá hvernig Sterling og augljóslega vanhæfum umboðsmönnum hans tekst að spila úr sjálfsmarkinu…

 40. Spot on Maggi #43.

  Hef mikli meiri áhyggjur af samningsmálum Henderson. Að mínu mati er hann mun mikilvægari leikmaður fyrir LFC en Sterling.

 41. Ætli Sterling endi ekki á því að bíta Ivanovic undir lok tímabilsins. 🙂

 42. Skrítin umræða.

  Einn efnilegast leikmaður … ef ekki sá efnilegasti … í heiminum vill spila í Meistaradeildinni. U -já. En ekki hvað.

  Ef önnur lið vilja borga honum hærri laun verðum við einfaldlega að jafna það. Annars drögumst við einfaldlega afturúr.

  Held að Sterling hafi með þessu viðtali gert okkur meiri greiða heldur en menn geri sér grein fyrir. Nú er pressan á þjálfaranum og eigendunum sem einfaldlega verða að gera betur en þeir hafa verið að gera að undanförnu.

 43. Hann var með þessu viðtali að tryggja það að hann verður ekki í liðinu á móti Arsenal það er alveg ljóst. Þvílíkur asni, á bekkin með hann og leifa honum að vera þar einhverja leik

 44. Byrjum á að gefa okkur grunnforsendurnar.

  1. Sterling er mjög efnilegur.
  2. Sterling er ekki í heimsklassa
  3. Sterling getur ekki spilað uppi á topp því þar er þess krafist að menn geti klárað færin sín.

  Akkúrat á þessum tímapunkti er Sterling, nákvæmlega eins og Shaun Wright Philips, leikmaður sem er fljótari en allir aðrir, en er ekki með gott töts, klárar ekki vel og sendingarnar eru í besta falli í meðallagi. Hann er samt það fljótur að það er mikið sem hann hefur fram yfir aðra.

  Það semsagt vantar helling uppá það að hann verði meira en efnilegur. Kannski finnst sumum það vera nóg, að menn séu efnilegir og þá geta menn hagað sér eins og stórstjörnur. Og eiga þá að fá borgað eins og stórstjörnur.

  Það finnst mér ekki, sagan er full af leikmönnum sem að líta vel út og eru efnilegir fyrir tvítugt. Það er ekki þar með sagt að þeir geti bara labbað inn í Real Madrid eða Chelsea og séu í byrjunarliðinu 22 ára.

  MIKLU oftar eru þetta menn eins og Giovanni Dos Santos, Bojan, Adam Johnson, Jack Rodwell, Scott Sinclair, Francis Jeffers og Shaun Wright-Philips.

  Það er alls ekkert útséð um það hvorum hópnum Sterling verður í, eiga menn þá bara að hlaupa upp til handa og fóta og borga honum uppsett verð því hann er í fílu og fer í fáránlegt viðtal?

  -Nei takk. Bekkja manninn og taka stöðuna í sumar.

 45. Ef hann vill ekki semja fyrir eitthvað í kringum 100 í sumar(gefið að hann spili ágætlega það sem eftir er tímabils) má Arsenal kaupa hann í sumar fyrir met fé. Hann fær himinhá laun hjá Þeim og missir sig þá eins margur ungur leikmaður á undan honum. Fyndið að tala um að vilja titla og vera svo orðaður við Arsenal.

 46. ja er að sammála þér að mörgu leyti Babu stóra vandamálið er að hann fór í þetta viðtal, að mínu mati sagði hann fátt slæmt í þessu viðtali sem innihélt eiginlega bara leiðandi spurningar, en það að hann hafi farið í þetta viðtal er mikið áhyggjuefni

 47. Hann er svo upphypaður að hálfa væri nóg, ef Sterling væri ekki orðinn þetta frægur og þið ættuð að velja á milli Sterling eða Ibe tæki ég Ibe alltaf framyfir, sá drengur er ALVÖRU efni!

 48. Flott færsla hjá Babú. Ég hef ekki haft tíma til að bæta mínum kommentum við og geri það núna. Betra er seint en aldrei.

  Í fyrsta lagi, þá er ég búinn að vera á Sterling-hlið þessa máls í vetur. Ég hef verið að tuða yfir því bæði hér á Kop og á Twitter að klúbburinn eigi bara að drattast til að sýna metnað og klára samninga við hann og Henderson.

  Þetta viðtal hans við BBC sneri mér hins vegar eiginlega alveg. Brjótum niður afsakanirnar sem hann gefur og líka þær sem eru orðaðar við hann:

  Peningar: Ef tölurnar eru réttar er hann með £35þ á viku í dag og Liverpool er að bjóða honum £100þ. Það er þreföldun á launum. Ég hef hingað til sagt að hann eigi rétt á að biðja okkar klúbb um meira ef hann getur fengið meira annars staðar (lögmál markaðarins: þú ert þess virði sem fólk er tilbúið að greiða þér) og ég stend enn við það. En, það er samt verið að bjóða tvítugum manni þreföldun á núverandi launum og hann getur verið 100% öruggur um enn hærri laun en það þegar samið er á ný eftir ca. 2-3 ár (þegar hann er enn aðeins 22-23 ára).

  Ég skil ekki hvernig það telst ófullnægjandi að lifa á £35þ pundum á viku fyrir tvítugt, £100þ pundum á viku frá 20-23 ára, segjum £180-£250þ á aldrinum 22-26 ára og svo ferðu til Real Madrid og færð £300þ á viku fram að þrítugu eftir það. Hvers vegna liggur honum svona á að komast strax í £180þ+ þrepið?

  Mín skoðun: Vertu hjá Liverpool. Þú ert að þéna feykinóg með £100þ á tuttugasta ári. Þú færð meira síðast, það eru engar dyr að lokast. Gefðu þér tíma hjá besta mögulega félaginu til að þróa þína hæfileika.

  Spilatími & notkun: Hér er ástæða sem hann ýjaði að og umboðsmaður hans hefur verið að gefa fjölmiðlum: að Sterling sé notaður vitlaust hjá Liverpool. Sem er algjört kjaftæði. Hann er tvítugur og hefur spilað 100+ leiki fyrir félagið. Ætlarðu að segja mér, Raheem litli, að þú fengir þá sénsa hjá City eða Chelsea eða Real? Góði besti.

  Hitt kvörtunarefnið er að hann sé spilaður úr stöðu. Ókei, ha? Þú ert ungur og hefur spilað báða kanta, holuna, framherjann og vængbakverðina hjá Liverpool. Gareth Bale, Steven Gerrard, Cristiano Ronaldo, Ryan Giggs, Wayne Rooney og svo endalaust framvegis eiga það allir sameiginlegt að hafa spilað fjölmargar stöður fyrir sitt lið. Er Rooney að væla yfir því að hafa þurft að taka miðjuna hjá United í vetur? En árið sem Gerrard var úti á kanti? Sáuð þið Bale pirra sig þegar hann braut af sér barnskóna hjá Spurs í bakverðinum?

  Þú ert tvítugur. Þetta heitir knattspyrnumenntun og Brendan Rodgers er besti framhaldsskólakennari landsins í þeim fræðum. Þú endar í þinni bestu stöðu (hver sem hún er). Þangað til, njóttu þess að læra. Þú munt þakka Rodgers og Liverpool og engum öðrum þegar þú ert orðinn 27 ára og (vonandi) besti striker eða besta tía í Evrópu.

  Titlar: Enn og aftur, þú ert tvítugur. Þú ert algjör fókuspunktur í mest spennandi liði sem Liverpool hefur komið upp í áratugi. Lið sem er nú þegar feykigott en allt bendir til að verði súpergott á næstu árum. Þú ert þar. Hjá einu stærsta félagi heims, fastamaður í liðinu og landsliðinu, alheimsstjarna og það er verið að bjóða þér þreföldun á launum.

  Og þú vilt lið sem berst um titla … og umboðsmaðurinn þinn daðrar við Arsenal? Fokkaðu þér með það rugl.

  Valið er einfalt: vertu þungamiðja í Liverpool-liði sem berst um stóru titlana næstu 5 árin áður en þú ferð til Real eða Barca eða Bayern og ert í áskrift að titlum seinni hluta áratugarins. Eða farðu núna til Real, Barca, Bayern, Chelsea eða City og sjáðu þróun þína sem knattspynumaður snarstöðvast (sjá: Jack Rodwell, Scott Sinclair, Kevin De Bruyne, Romelu Lukaku, Gareth Bale, Karim Benzema, etc.) og nánast tryggðu að þú náir aldrei þeim hæðum sem þú gætir náð.

  Þetta er ekki flókið val.

  Niðurstaðan er ekki flókin. Hjá Liverpool býðst tvítugum leikmanni þreföldun launa, ótrúlega spennandi lið á hraðri uppleið, einn stærsti klúbbur veraldar með stuðningsmenn sem munu elska hann ef hann sýnir hollustu og næg tækifæri til að fara svo til Real eða Bayern þegar hann er orðinn eldri og í stöðu til að ganga beint inn í byrjunarlið þeirra risaklúbba (sem hann gerir ekki í dag).

  Ég bara trúi ekki öðru en að hann velji rétt. Hættu að hlusta á þennan gráðuga umboðsmann sem er búinn að koma þér í algjöra pattstöðu í fjölmiðlum, Raheem. Skrifaðu undir.

 49. Myndu ekki allir skipta um vinnu ef þeim stæði til boða að fá tvöfalt ef ekki þrefalt hærri árslaun hjá fyrirtæki sem er að gera betri hluti þessa dagana? Þetta er stuttur ferill og ein slæm tækling getur endað hann eins og hendi sé veifað.

  Vissulega er þetta græðgi hjá aðeins tvítugum strák. Ég sé hinsvegar ekki hvernig við ætlum að skáka klúbbum eins og City, Utd og Chelsea þegar við náum ekki að halda okkar mönnum þegar þeir eru rétt skriðnir yfir tvítugt. Ég er ansi hræddur um að það sama verði upp á teningnum með Ibe, Markovic, Can og fleiri efniviðum klúbbsins. Auðvitað mun það heilla þá að fá stærri launatékka þegar ríku klúbbarnir fara að eltast við þá.

  Peningar vinna titla og peningar skipta öllu máli í fótbolta í dag. Því miður er það þannig og eina leiðin til að koma í veg fyrir slíkt er launaþak.

 50. “Myndu ekki allir skipta um vinnu ef þeim stæði til boða að fá tvöfalt ef ekki þrefalt hærri árslaun hjá fyrirtæki sem er að gera betri hluti þessa dagana?”

  Jú, ef við værum að tala um muninn á 300 þkr. í mánaðarlaun og 900 þkr. í mánaðarlaun. Eða milljón á mánuði og þrjár milljónir.

  Ef þú værir með 30 milljónir króna á mánuði sem stjórnandi hjá Pepsi og Coke byðu þér 90 milljónir króna á mánuði, myndirðu þá vera jafn desperate að skipta um vinnu? Ef þú værir í draumastarfinu og það eina sem hitt fyrirtækið gæti boðið þér væri enn fáránlegri laun?

  Það er það sem við erum að tala um. Þessi samlíking um að fótboltamenn séu eins og við hinir er rugl. Það er enginn að bjarga Sterling frá lágmarkslaunum og skúringarvinnu á kvöldin til að geta borgað reikningana. Maðurinn er með þrjátíu milljón íslenskar krónur á mánuði.

 51. Ég skil hvert þú ert að fara Kristján. Við erum samt að tala um tuttugu ára dreng. Menn verða gráðugir um leið og þeir finna lyktina af peningunum. Þetta er einfaldlega sorgleg þróun.

  Það þarf einfaldlega að setja launaþak. Hinsvegar verður FIFA að standa fyrir því og allar deildir þyrftu að taka slíkt launaþak í gildi á sama tíma. Peningarnir einfaldlega búnir að eyðileggja ástríðuna í fóbtolanum og þetta verður verra með árunum sem líður.

 52. Í mínum huga er sterling eitt mesta efni sem sést hefur í langan tíma á anfield og átti ansi gott tímabil í fyrra. Hann er enn að þroskast og hefði alveg mátt skila meiru í vetur en því miður hefur þetta tímabil ekki verið jafnspennandi og maður vonaði fyrir Sterling.

  Hann er engu að síður algjör lykilleikmaður í liðinu og hefur verið undanfarin tvö ár. Með það að leiðarljósi tel ég að hann ætti að vera einn launahæsti leikmaður liðsins, það hefur ekkert með aldur að gera. Stjórinn hefur sagt að það bíði staða handa þeim leikmönnum sem eru tilbúnir óháð aldri og þá held ég að leikmenn geti gert svipaða kröfu um að þeir fái laun í takt við ábyrgð.

  Að því sögðu á samt að fara varlega í brjóta bankann hvað varðar launastefnu. Í 99% tilfella myndi ég segja að ef leikmaður myndi fara að raska því góða jafnvægi sem komið er í launastefnu lfc þá ætti ekki að verða við þeim kröfum. Hinsvegar í tilfelli Sterlings þá held ég að slíkt ætti að vera gert og er þar einfalt mat mitt á því að ég hafi trú á að Sterling þróist í leikmann sem geti unnið titla fyrir klúbbinn í framtíðinni.

  Ekki minni maður en Steven Gerrard sagði um leikmanninn fyrir skömmu að hann yrði líklegast besti maður ensku deildarinnar innan fárra ára. Ég er allavegana sammála að það er möguleiki á því.

 53. Óli það er smá villa hjá þér í færslunni, þú hefur Johnson í byrjunarliðinu!!!

  Vona innilega að okkar menn geri grín af efasemdum mínum fyrir þennan leik. Mér finnst 3-4-3 leikkerfið hafa gengið afar erfiðlega undanfarið og aldrei meira en í síðasta leik. Kannski er ég að rugla enda liðið bara tapað einum deildarleik en mér finnst of margir stjórar hafa lesið þetta kerfi nú þegar.

  Með núverandi kerfi tippa ég á að Rodgers fari ca. svona inn í þennan leik.

  Lucas inn fyrir Allen ef hann er heill og vonandi er Lovren klár í slaginn, þetta er risastórt tækifæri fyrir hann. Persónulega myndi ég henda Sterling á bekkinn en ég sé Rodgers ekki gera það, hann hlítur þó að setja hann aftur í sóknina, sérstaklega ef Ibe er heill. Ef að Sturridge er meiddur er hægt að velja á milli Lallana, Markovic og Balotelli í staðin.

  Persónulega myndi ég alveg vilja sjá Rodgers breyta aðeins til og fara svona inn í leikinn. Sambærilegt lið og spilaði gegn Spurs í byrjun mótsins.

  Prufa aftur að hafa tvo sóknarmenn inná en hafa miðjuna mjög þétta einnig. Hægri bakvarðastaðan væri helsta vandamálið þarna en Rodgers hefur úr þremur slíkum að velja. Sterling er ekki í liðinu þarna enda óvíst hvort hann sé búinn að vera með hugann við leikinn. Ef Sterling byrjar er heldur betur pressa á honum að geta eitthvað.

  Eins væri ég til í að sjá Rodgers stilla upp í takti við liðið sem vann Arsenal 5-1 á Anfield í fyrra. Hópurinn er líklega mun tilbúnari í 4-2-3-1 núna en í byrjun tímabilsins og allt annað að hafa Sturridge frammi frekar en t.d. Lambert.

  Hópurinn bíður upp á marga kosti og Rodgers hefur verið að breyta alveg um leikkerfi í öllum leikjum undanfarið. Spurning hvort það megi ekki bara prufa að breyta til frá byrjun í þessum leik?

  Ég er alls ekki bjartsýnn fyrir þennan leik.

Spilað fyrir framtíð sinni

Risaleikur á laugardag – Top 4 baráttan í húfi!