Opinn þráður – Góðgerðarleikurinn

Eftir tæpa tvo tíma eða svo fer fram góðgerðarleikur á Anfield sem er janframt líka nokkurs konar heiðursleikur fyrir Steven Gerrard sem hættir hjá Liverpool eftir bara nokkrar vikur!

Þar mætir úrvalslið Steven Gerrard úrvalsliði Jamie Carragher en það verður afar skondið að sjá þessa leikmenn mæta hvor öðrum í leik. Í leiknum mæta margar af fyrrum stjörnum Liverpool og nokkrir góðkunningjar þeirra Gerrard og Carragher ásamt nokkrum af núverandi leikmönnum Liverpool sem ekki eru í landsliðsverkefnum.

Hér er skemmtilegt myndband af þeim félögum að kjósa í lið:

https://www.youtube.com/watch?v=h44PN9Ez0zM

Því miður hafa þeir Dirk Kuyt og Raul Meireles þurft að draga sig úr þessum leik vegna meiðsla en þeir mæta víst á svæðið og taka þátt. Peter Crouch átti líka að mér skilst að hafa verið þarna en missir líka af vegna einhverra meiðsla.

Fullt af áhugavörðum nöfnum sem munu spila á Anfield í dag og er liðunum stillt svona upp.

Úrvalslið Gerrard:

Jones

Johnson – Terry – A.Gerrard – Riise

Nolan – Gerrard – Alonso

Babel – Sinclair – Henry

Bekkur: Scott Dann, Ashley Williams, Luis Suarez, Fernando Torres, Joao Teixeira, Charlie Adam, Jay Spearing, Stephen Warnock

Úrvalslið Carragher

Reina

Arbeloa – Carragher – Kelly – Flanagan

Downing – Lucas – Shelvey – Kewell

Balotelli – Drogba

Bekkur: Gulacsi, Luis Garcia, Craig Noone, Alberto Moreno, Gael Clichy, Fabio Borini, Craig Bellamy.

(Lawrence Vigouroux, Joe Maguire og Cameron Brannagan eru sameiginlegir varamenn sem koma inn á ef liðin þurfa auka skiptingar)

Rodgers mun stýra liði Gerrard og Roy Evans mun stýra liði Carragher.

Fullt af afar skemmtilegum nöfnum þarna. Gerrard og Alonso saman aftur á miðjunni, Torres og Suarez munu líklega spila saman í leiknum. Henry, Drogba og Terry hafa valdið Liverpool hausverk í gegnum tíðina og gaman að sjá þá koma og leggja málefninu lið. Hef gaman af því að sjá Jerome Sinclair spila frammi með Henry, þó hann sé hættur að spila og kominn yfir sitt léttasta skeið þá má nú alveg örugglega læra eitthvað af honum!

Annars verður þetta örugglega hin fínasta sunnudags skemmtun og er leikurinn sýndur í beinni á LFCTV og er hægt að kaupa sérstakan 24 klst tilboðspakka á heimasíðu Liverpool fyrir aðeins eitt pund og rennur ágóði þess í málefnið.

Þráðurinn er opinn. Þið getið rætt leikinn, landsleikjahléð eða bara hvað sem ykkur dettur í hug hérna.

33 Comments

 1. Erum við ekki örugglega að tala um 1500 að íslenskum tíma?
  Sá einhversstaðar að það hafi skipst yfir á sumartíma í UK í nótt og það er að fokka aðeins í mér. Einhverjir segja að hann byrji 1400…

 2. Hann byrjar kl 14. er einhver með góðan línk á þetta. var að reyna kaupa áskrift hjá lfc tv en held að það sé of mikið álag á síðuna

 3. allt frosið a heimasíðunni. Skrítið að vera ekki búnir að gera ráð fyrir því að margar milljónir manna vilji sjá Gerrard, Alonso, torres og Suares saman í liði.

 4. Frábær skemmtun á Anfield!

  Balotelli lætur af sér kveða með frábæru marki og stoðsendingu. Verst að hann sé ekki að þessu þegar þetta skiptir einhverju máli!

  Þessi Henry sem er frammi með Sinclair, er ekki hægt að fá hann til okkar á meðan Sturridge er meiddur?! Hraðinn er kannski farinn en hreyfingarnar og tæknin í þessum manni er enn alveg fáranleg. Djöfull er gaman að horfa á hann spila fótbolta.

  Fáum svo Suarez, Torres og fleiri áhugaverða menn inn í seinni hálfleikinn. Það verður nú eitthvað!

 5. Luis Suárez með klobbasendingu á Fernando Torres. Unreal að sjá þetta. 🙂

 6. Ég bara trúi því ekki að ég hafi misst af þessum leik. Hvað var ég að pæla.

  Þarna voru komnir saman nokkrir af þeim leikmönnum sem ég hef haldið hvað mest upp á í sögu Liverpool og fleiri sem ég virði mjög mikið. Í þann hóp bættust svo nokkrir andstæðingar sem ég virði mjög fyrir að hafa látið sjá sig í dag.

  Torres, Suarez, Alonso, Reina og Arbeloa. Pæliði í því ef við hefðum haft burði til að halda í alla þessa leikmenn.

  Svo er ég að lesa sögu Gerrard og þar er að finna ótrúlegar lýsingar á mörgum þessum mönnum. Reina – besti markmaður sem hann hefur spilað með (Carragher tók heils hugar undir það í myndbandinu fyrir leikinn.) Alonso – besti miðju/sendingamaður sem hann hefur spilað með og svo lýsingarnar á sambandi hans (Gerrard) og Torres. Magnað. Honum leið eins og þeir tveir væru ósigrandi inn á vellinum.

  Maður les líka greinilega eftirsjánna eftir því að hann(Torres) og Suáres náðu ekki að spila saman … reyndar eftir mörgum öðru líka en það er annað mál.

  Best af öllu (af því að ég náði því þó) var viðtalið við Suáres eftir leikinn. Hann sagði að hann myndi aldrei spila fyrir annað lið á Englandi en Liverpool. Toppmaður. Alger toppmaður.

  Ætla að eyða restinni af deginum í smá nostalgíu og pínu söknuði yfir því sem hefði getað orðið.

  Svo er það bara Arsenal leikurinn sem getur skipt öllu varðandi hvernig tímabil þetta verður hjá okkur.

  Áfram Liverpool!

 7. Torres var tekið frábærlega. Lagið hans sungið nokkrum sinnum og honum fagnað ákaft. Frábært að sjá!

 8. með sorg í hjarta yfir að hafa þurft að vera í vinnuni og missa af þessu úff.

 9. Owen? Það er nú bara man utd ræfill sem hefur talað um hvernig Liverpool eyðilagði feril sinn. Óþarfi að bjóða honum.

 10. Gaman að sjá allar hetjurnar …það vantaði bara Rafa og Erik Meijer.

 11. Mér finnst ánægjulegt að sjá hve margir Liverpool fans virðast hafa grafið kergju sína í garð Fernando Torres í dag. Ég skil ástæður þeirra tilfinninga fullkomlega, en þetta var að mínu mati algjörlega tímabært.

  Torres póstaði þessu í dag (en eyddi reyndar síðar, væntanlega að undirlagi umba/PR eða Atleti): http://i.imgur.com/sv3GtjX.png

  Hér eru svo áhorfendur á Anfield í dag að syngja gamla Torres sönginn (þvílíkar minningar): https://www.youtube.com/watch?v=x6ptQt3Kr2Q

  Hér eru viðtöl við Gerrard, Suárez, Torres og Henry eftir leikinn: https://www.youtube.com/watch?v=90ja7aSUwQM

  Luis Suárez segir berum orðum að hann muni ekki spila fyrir annað lið á Englandi en Liverpool FC. Klykkir m.a.s. út með “…for the Stevie…” (eða jafnvel “…for the Stebie…”). Þvílíkur toppmaður, þrátt fyrir sína bresti. Djöfull sakna ég hans – og mun alltaf gera.

  Þessi leikur var flottari en ég átti von á og öllum hlutaðeigandi til sóma. Frábært þegar Bellamy skaut upp í 2nd tier á Anfield Road stúkunni. Daniel Agger er það eina sem hefði getað bætt þennan viðburð – nú eða draugamark frá Luis García!

  YNWA!

 12. Allt annað mál…..Raheem málið.
  Getið þið, mér mun fróðara fólk um elsku klúbbinn minn, sagt mér hvernig það getur staðist að leikmaður sem er 20 ára, ætti að vera í besta líkamlega forminu, getur ekki spilað heila leiktíð an þess að vera hvíldur reglulega, getur farið fram á svona mikla hækkun á samningi og svo hitt, að önnur lið vilji leikmanninn með þessum “hvíldarákvæðum”
  Fæ þetta dæmi ekki til að ganga upp.
  Kv
  Sigfús

 13. ef það er satt að guttinn hafi neitað 180 þ pundum á viku má hann eiga sig. Hann er bara enn bóla sem á kannski eftir að springa út eða ekki. Mörg dæmi um efnilega leikmenn sem verða að engu…selja hann hæðst bjóðandi….

 14. Mér finnst nú hálf fyndið að Suarez tali um það núna að hann myndi ekki spila fyrir neitt annað lið á Englandi. Þegar hann var hjá okkur reyndi hann að komast til Arsenal bara til að komast í burtu. Það er auðvelt fyrir hann að segja þetta núna fyrst það gekk ekki í gegn.
  Samt sem áður verður hans minnst sem hetju hjá Liverpool og þakka ég honum fyrir hans tíma og það sem hann gerði fyrir okkur.
  Ég virði manninn en get með engu móti trúað öllu sem hann segir 😉

 15. eru menn í alvöru að trúa þessum sterling fréttum það hefur komið frá hjá bæði leikmanninum og klúbbnum að það verði ekki meiri samningaviðræður fyrr en eftir tímabilið, hvernig getur hann verið hafna samningi ef það eru engar viðræður í gangi

 16. Ég get nú ekki sagt að maður sé bjartsýnn fyrir hönd LFC eins og staðan er í dag. Mér sýnist að stóru klúbbarnir, sem ná núna sennilega allir í topp 4 ( líkt og launakostnaðurinn gefur fyrirheit fyrir) og miðað við laun og annað þá getum við, Tottenham og álika klúbbar ekki keppt við þessa klúbba mikið lengur. Nú hækka allar greiðslur til þessara klúbba næstu árin og þeir einfaldlega stinga af með áskrift að Meistaradeildinni.

  City, Arsenal og Man U hafa öll mjög stóra og flotta velli tilbúna. Chelsea er með milljarðarmæring sem eiganda. Arsenal er reyndar með þetta allt, ríkan eiganda, flúnkunýjan völl sem þeir eru að mestu búnir að borga upp, og er staðsettir í London. Ekki slæmt það.

  Svo kemur eitt og eitt ár inn á milli þar sem við eða annað sputnik lið grísar á að komast í fjórða sætið, en það verður sennilega bara einu eða tvisvar sinnum á næstu 10 árum. Það er erfitt að sætta sig við þetta en ég er ansi hræddur um að þetta verði svona til frambúðar.

 17. Já, Luis Suárez er vissulega ólíkindatól og mætti jafnvel gera þátt um hann í “Brestir” seríunni, en hann virðist algjör toppmaður inn við beinið. Ef tveir 11 ára strákar myndu hringja dyrabjöllunni hjá honum og spyrja hvort hann væri til í smá fótbolta, myndi hann alltaf segja já. Hann er bara þannig gerður.

  Sjá þetta (sem varð að heimsfrétt, en þaðan er hún upprunin): http://www.reddit.com/r/LiverpoolFC/comments/22f58k/luis_suarez_stopped_to_play_football_with_my/

  Og ennfremur https://www.youtube.com/watch?v=DN7RPTPdLHU

Liverpool og listin við að sigla í strand

Spilað fyrir framtíð sinni