Styrjöld, stríð, orusta, slagur

Menn mega velja sér hvaða nafn menn vilja setja á þann viðburð þegar Liverpool og ManU mætast á fótboltavellinum. Eitt er víst, þetta er ekki eins og hver annar fótboltaleikur, þetta er miklu meira en það og skiptir alveg ótrúlega marga fáránlega miklu máli. Það er ferlega skrítið að segja frá því að maður sé með hnút í maganum yfir einhverju sem maður er að fara að horfa á í sjónvarpi eftir nokkra daga, þannig hefur vikan í rauninni verið hjá manni. Þegar liðið manns tapar fótboltaleik, þá er það fjarri því að vera gaman, en maður kemst oftast fljótlega yfir það og spáir meira í að greina hvað fór úrskeiðis og þess háttar. Það á ekki við um þessa leiki. Það er alveg sama hver reynir að snúa þessu á hvaða hlið sem er, þetta eru 2 stærstu fótboltafélögin á Englandi og 2 af þeim allra stærstu í veröldinni, það er bara þannig.

Leikir þessara liða hafa í gegnum tíðina verið stórir og skiptir þá litlu máli hvar í töflunni liðin hafa verið, það sama má segja um form liðanna, það virðist litlu máli skipta hvort annað liði sé að eiga gott tímabil og hitt slæmt. Það gerir þennan leik samt ekkert minni eða minna spennandi þegar leikurinn skiptir jafn miklu máli og raunin er núna. Þessi lið eru í hatrammri baráttu um sæti í Meistaradeild Evrópu og það veltur á úrslitum þessa leiks hvort liðanna verður ofar í töflunni þegar helgin klárast. Þetta er ekki neinn úrslitaleikur samt, þ.e. að það lið sem tapar leiknum á alveg góðan séns áfram á að næla í þetta blessaða 4 sæti (eða ofar). En það er alveg ljóst að sigur í leiknum mun svo sannarlega hjálpa til við þetta verkefni.

Framan af þessum vetri voru liðin ekkert óáþekk að því leiti að bæði voru þau að spila illa. Frá síðustu viðureign þessara liða hefur þó verið annað og betra uppi á teningnum hjá okkar mönnum og bara ekki tapast leikur í deildinni, 10 sigrar og þrjú jafntefli. ManU hafa safnað slatta af stigum, en spilamennskan oftast nær ekki sannfærandi. En í enda dagsins, þá eru það stigin sem eru talin, ekki hvernig þau unnust. Það er engu að síður staðreynd að nánast allir af mínum ManU vinum eru hundfúlir með spilamennsku liðsins síns eftir að Van Gaal tók þar við stjórnartaumunum. Þessir stuðningsmenn hafa hingað til ekki þurft að horfa upp á einhvers konar kýlingabolta sem talsvert hefur sést af hjá þeim. En mér gæti ekki verið meira sama, það er bara þannig. Maður man alveg þá tíma sem liðið manns var ekki að spila áferðafallega knattspyrnu, en maður fagnaði engu að síður flottum sigrum. Þannig er þetta bara, það er svo gaman að vinna, það er eiginlega jafn skemmtilegt eins og það er leiðinlegt að tapa.

Fyrirfram, þá held ég að ManU menn væru sáttir við að fara frá Anfield með 1 stig í farteskinu, það yrði talsverður sigur fyrir þá, en hreinlega jafngildir tapi hjá okkar mönnum, enda þá áfram 2 stigum á eftir þeim. Það myndi líka þýða það að þeir væru búnir að taka 4 stig úr viðureignum liðanna þetta tímabilið en okkar menn aðeins náð í eitt stig. Þannig að sigur er það eina sem kemur til greina hjá Liverpool þessa helgina. Næstu þrír leikir liðsins gætu mótað tímabilið fyrir okkur, ManU heima, Arsenal úti og svo leikurinn gegn Blackburn um það að komast á Wembley. Sigur í þessum þrem leikjum færu með liðið í nýjar hæðir. En hvað um það, skoðum aðeins þessi 2 lið sem eru að fara að mætast.

Manchester United liðið hefur á að skipa mörgum öflugum leikmönnum, sér í lagi sóknarlega. Ég hélt því fram fyrir tímabilið að jafnvægið í liðinu væri ekki fyrir hendi og það hefur svo sannarlega komið á daginn. Markvörðurinn þeirra hefur verið gjörsamlega frábær á tímabilinu og bjargað svo mörgum stigum fyrir þá að það er ekki fyndið. Mikil reynsla hvarf á braut úr vörn liðsins eftir síðasta tímabil, Vidic, Rio Ferdinand og óheiðarlegi gjaldmiðillinn héldu á braut og Van Gaal setti traust sitt á 3 meiðslahrjáða miðverði sem ekki hafa þróast eins og þeirra menn voru að vonast eftir. Spilamennska þeirra batnaði þó mikið þegar Carrick kom aftur tilbaka úr meiðslum og var settur í sitt hlutverk fyrir framan varnarlínuna. En þeir hafa úr ansi mörgum góðum sóknarmönnum úr að moða, þótt þeir hafi verið í mis góðu formi á tímabilinu. Í rauninni eru lykilmennirnir ekki þeir sem keyptir voru síðasta sumar, þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát. Það er í rauninni Rooney sem er að halda þessu uppi ofar á vellinum. Ég var eiginlega að vona að Van Gaal myndi detta aftur á höfuðið og setja hann inn sem varnartengilið aftur, það myndi henta ágætlega fyrir þennan leik. Allavega vona ég að hann prófi áfram einhverjar vonlausar uppstillingar, því mér er nokkuð sama hvernig við vinnum, bara að við vinnum.

Það er í rauninni ennþá óbragð í munninum á manni yfir síðasta leik þessara liða, sem sýnir það bara og sannar að það skiptir engu máli hvernig sigur fæst. Þeir verða með nánast fullskipað lið, aðeins Robin Van Persie fjarverandi, reyndar ákvað FA að skíta enn og aftur upp á bak og henti í 6 leikja bann og góða styrkingu á liðinu með því að útiloka Evans fyrir munnvatnstap. Þvílíkir bjánar, er það í alvöru bara 6 leikja bann fyrir það? Fótbrjóttu mann og þú færð 3 leiki? Þegar maður heldur að þeir geti ekki toppað sig þessir brandarakallar, þá bara gera þeir það og styrkja bara ManU liðið í leiðinni. Angel Di Maria fékk einn leik í bann fyrir að rífa í treyju dómarans og verður því með að nýju og hann má alveg geyma það áfram að geta eitthvað. Frábær fótboltamaður, en hefur ekki náð sér á strik, byrjaði svo sem ágætlega en síðan fjarað undan honum. Hann átti nokkrar stoðsendingar í byrjun tímabils sem mikið hefur verið haldið á lofti, en reyndar voru flestar þeirra misheppnuð skot. En skilaði mörkum engu að síður og enn og aftur, það er það sem telur.

Andstæðingar okkar munu gefa sig alla í þennan leik, það er eins gott að okkar menn geri það líka. Ekkert nýtt er að frétta af meiðslamálum annað en það að Balotelli á víst að vera búinn að ná sér af veikindunum sínum og Lucas er víst byrjaður að æfa aftur, en líklegast kemur þessi leikur full fljótt fyrir hann. Það styttist í að Jordon Ibe snúi tilbaka, en hann ætti að vera klár eftir landsleikjahléið. Þar fyrir utan er það bara Jon Flanagan, en ég er löngu hættur að skilja þetta með þann dreng. Kannski er það bara ágætt í bili þar sem staðan hans var lögð á hilluna á meðan hann átti í þessum meiðslum sínum, í rauninni báðar stöðurnar sem hann spilar.

Það er mikill munur að núna er ekkert sjálfgefið hvernig byrjunarliðið verði, breiddin er orðin fín og bara veruleg samkeppni um sæti í liðinu. Það eru þó nokkrir póstar þarna sem fara alltaf á blaðið góða þegar um mikilvæga leiki er að ræða. Mignolet, Martin Skrtel, Jordan Henderson og Coutinho eru þeir sem ég myndi flokka sem algjörlega ómissandi í þessu liði í dag. Aðrir geta droppað út og inn. Engu að síður þá held ég að Brendan haldi sig svona að mestu leiti við þann kjarna sem hefur verið að byrja flesta leiki. Hann henti Sakho beint inn í síðasta leik og þrátt fyrir að Can hafi verið ansi dapur, þá held ég að línan haldi sér, þ.e. Can, Skrtel og Sakho. Ég er ennþá á því að þótt Can sé búinn að spila geysilega vel í þessari stöðu, þá sé varnarskyldan mikilvægari í svona leik og hefði ég viljað sjá Lovren þar inni. Mér verður ekki að ósk minni samt.

Á miðjunni þarf engu að breyta, Joe Allen hefur verið að spila eins og engill í síðustu leikjum og það þarf ekkert að fara mörgum orðum um Jordan Henderson. Mikið er nú góð tilbreyting að þegar Lucas er kominn tilbaka að þá sé orðin alvöru samkeppni um stöður þarna. Moreno fær vafalaust sína stöðu áfram, enda að skila henni vel og er bara búinn að vera verulega góður undanfarið, hann þarf bara að fara að laga þessa krossa sína. Hægri kantur/vængur er sú staða sem mest er róterað í. Sterling og Lallana hafa verið þar undanfarið, en Markovic var farinn að spila hana reglulega á tímabili. Ég er helst á því að Brendan setji Sterling þar núna, enda eitthvað verið þar undanfarið. Aðal ástæðuna fyrir því tel ég vera þá að Brendan ætlar sér að setja Stevie aftur inn í liðið og kæmi hann þá framar á völlinn, enda ekki með hlaupagetuna í þessa stöðu lengur. Coutinho verður svo á sínum stað fyrir aftan sóknarmanninn.

Mikið hefur verið rætt um sóknarstöðuna, sér í lagi þar sem að Sturridge virðist langt frá því að vera kominn í sitt besta form. Sumir vilja hreinlega Sterling aftur upp á topp, þar á meðal Liverpool sparkspekingar á Englandi, en ég er því alveg ósammála og ég er á því að Brendan sé það líka. Sterling er bara ekki nógu góður klárari til að geta verið þar, allavega enn sem komið er. Hvernig var fyrri leikur þessara liða? Sterling hefði svo sannarlega geta verið búinn að gjörbreyta þeim leik og það snemma, en klúðraði færum sem ég hreinlega sæi Sturridge ekki klúðra. Leggjum dæmið einfalt upp, Liverpool fær dauðafæri og De Gea er í markinu. Hvort mynduð þið vilja að það væri Sterling eða Sturridge sem væri með þennan bolta? Ég veit allavega hvað mitt mat yrði. Svona held ég að Brendan muni stilla þessu upp:

Mignolet

Can – Skrtel – Sakho

Sterling – Allen – Henderson – Moreno

Gerrard – Sturridge – Coutinho

Geysilega sterkt lið og lið sem á svo sannarlega að geta klárað þetta ManU lið. Það er jafnvægi í þessu liði og styrkur út um allan völl. En það vinnst ekkert á pappír eða út á fyrri frammistöðu frekar en fyrri daginn. Það er dagsformið sem gildir og það er ljóst að það verða 22 gríðarlega öflugir knattspyrnumenn sem labba inn á Anfield og þá er það bara spurning um hvor leikmannahópurinn er betur stemmdur. Vonandi verða það okkar menn, ég er eiginlega viss um að það verði svo.

Ég vil sjá okkar menn í hápressu, hápressunni sem hefur skilað sér í svo mörgum mörkum. Hápressu sem gefur fljótum og liprum leikmönnum að njóta sín í botn. Það þarf að setja pressu á þessa vörn hjá þeim, það þarf að setja pressu á Carrick svo hann fái ekki að byggja upp neitt spil hjá þeim í rólegheitum. Vonandi neyðum við þá í háloftabolta þar sem þeir reyna að finna míkrafóninn í hausinn. Þann mann þarf bara að jarða og hef ég fulla trú á að það verði gert. Menn verða eflaust eitthvað sárir eftir olnbogana á honum, en við kunnum alveg að halda þeim dreng niðri.

Ég er bjartsýnn og held að við klárum þennan leik 2-1. Sturridge setur eitt og svo setur Steven Gerrard síðasta mark sitt gegn þessum erkifjendum okkar og nýtur svo hreinlega ásta með einni camerunni í kjölfarið. Get’ekki beðið…

44 Comments

  1. Það er ekki til neitt sem heitir JINX trúi ekki a svona kjaftæði en eg er svo sannfærður um sigur okkar manna að það er hættulegt.

    Er buin að vera með siðan i gær einhverja mynd af Arsenal leiknum i fyrra i höfðinu. Við byrjum þennan leik með SUPER HÁPRESSU og verðum komnir i 3 -0 eftir 20 min og klarum þetta svo bara slakir 4 -1 .

    Djofull er eg spenntur, a erfitt með svefn i nótt og guð minn góður hvernig verður þa næsta nótt. Þetta verður svakalegt og eg get ekki beðið.

    Hvernig verður liðið, Gerrard inni, Sturridhe inni eða Sterling einn uppá topp, mer er skitsama, bara þeir 11 sem byrja þennn leik mega mæta geðbilaðir, ákveðnir, með dugnað, einbeitingu og sigurvilja og bara sigla 3 stigum í hús og PUNKTUR.

    KOMA SVOOO

    YNWA

  2. ég er búinn að horfa á þennan leik í hausnum á mér 30 sinnum síðustu vikuna og alltaf er loka staðan sú sama 3-0 sturridge 2 sterling 1 ég get ekki beðið eftrir þessum leik, ég er einfaldlega einn af þeim stuðningsmönnum sem elska og horfa á liverpool spila ég missi ekki af leik(horfi á u18 og u21 og u19 þegar þeir voru í YCL) ef það kemur fyrir að ég náii ekki að sjá leikinn þar sem ég er á sjó þá downloda ég honum og horfi þegar ég kem heim.. og ég er jafn spenntur fyrir hverjum leik sem er og ég spila leikinn í hausnum á mér alla vikuna fyrir leik og svo hugsa ég umleikinn eftir að hann er búinn.. En um leikinn þá held ég að united komi vitlausir út í byrjun en fá mark á sig snema og allt fer í baklás hjá þeim og þeir detta í LONGBALL UNITED taktíkina og þetta verður frekar auðveld hjá okkur.. en er sammála að ég myndi vilja sjá Lovren í vörninni og fá Can jafnvel inn á miðjunna af bekknum á ca 60 mín til að henda meiri kraft í leikinn þegar við erum komnir í 2-0 😉

  3. Vonandi að hann setji Gerrard inn fyrir Allen sem á ekkert heima þarna,skelfilega slakur leikmaður…. Og svo 3 stig takk 🙂

  4. Á síðasta leiktímabili vann Liverpool United 1-0 á Anfield og 3-0 á Old Trafford.

    Á þessu leiktímabili er United búið að vinna 3-0 á Old Trafford, og ég spái þess vegna að þeir vinni 1-0 á Anfield.

    N.b. þá vona ég auðvitað að okkar menn vinni. En symmetrían sleppir manni ekki svo glatt…

  5. Flott upphitun sem eykur bara á blóðþrýstinginn.

    Við vinnum þetta 3-1 með mörkum frá Hendo, Sturridge og auðvitað Gerrard (víti).

    Við erum með betra lið og ég er þess fullviss að okkar strákar mæta hungraðir í þennan slag og bæti fyrir þetta ömurlega tap í síðastu viðureign þessara liða.

    YNWA!

  6. Úfffffff, gjörsamlega að tapa mér.
    Held að Markovich verði á kantinum, Sterling frammi og Gerrard kemur inná í seinni hálfleik

  7. Frábær upphitun. Ég verð að taka undir fyrri spámönnum, ég er sannfærður um sigur en ég tel þetta verði því miður engin niðurlæging í þetta skiptið – flottur en öruggur 1-0. Stevie G kemur inn á sínum síðasta leik á móti United og setur sigurmarkið á 89′ í öruggu víti.

    Varðandi Di Maria, þá er í raun blessun í dulargervi að hann fékk bara einn leik fyrir þessa skyrtutog. Þeir leikir sem ég hef séð með United og Di Maria þá er hann hefur hann verið einsog höfuðlaus hæna um allan völlinn – Ég hef ekki trú á öðru en að herra Emre Can muni hafa hann í vasanum.

    BRING IT ON!

  8. Sælir félagar

    Ég mun varla lifa það af að tapa þessum leik. Það eru heldur engar líkur á að hann tapist. En því miður fer ekki allt að líkum eins og oft hefur sýnt sig í lífinu. Ef svo væri þá værum við í efsta sæti miðað við líkurnar eftir frammistöðu síðasta vetrar.

    En hvað um það. Þessi leikur á og verður að vinnast. Það er meira áríðandi fyrir okkar menn en MU því þeir eru ofar í töflunni og eiga svo léttan leik meðan við verðum að berjast við Nallana á útivelli. Sigur er því það eina sem kemur til greina. Spái 4 – 2 og allir sáttir.

    Það er nú þannig

    YNWA

  9. #3
    Eru menn enntá á tví að Allen sjé lélegur?
    Ertu ekki búin að horfa á Liverpool leiki undanfarnar vikur?
    Klárlega besti kostur á miðjuni á eftir Henderson.

  10. Ég er sammála mønnum hérna fyrir ofan að tað er einhver ‘Arsenal á Anfield í fyrra’- tilfinning hérna. Tori ekki alveg að segja að við erum að fara að busta United, en trúi alveg tví að ef við spilum okkar besta fótbolta tá gétum við alveg léttiliga unnið tennan leik.

    Ég er ekki viss um að ég sé á tví að Gerrard byrji tennan leik. Við erum að missa hraða í sóknini og tá kannski pressu líka. Mér finnst líka gott að hafa hann sem kost á bekknum eins og gégn Swansea.

    En ég fulltreysti að Brendan Rodgers velur besta liðið og ætla ekki að vera ósammála honum.

    Ég spái hinsvegar sigri, en staðan er erfið að spá.
    Segjum tetta bara svona, United turfa að skora heimsklassa- eða fluke mark til að skora, tar sem vørnin er búin að vera frábær og verður tað áfram.
    Ég spái ekki að teir skora, en að við skorum 2-5. 🙂

    YNWA

  11. Heiðar þú nátturulega veist ekki skít um fótbolta ef þú segir að allen sé slakur leikmaður.. Hann er búinn að vera ótrúlega góður á þessu tímabili eða sér í lagi eftir jól… Hann gerir svo mikla vinnu sém er kannski erfitt að sjá á skjánum enn sést á tölfræðinni… með því að segja að allen hafi verið að spila illa i siðustu leikjum segir einfaldlega mikið um hvað þú veist lítið um fótbolta vinurinn…

  12. Sæl öll,

    Ég er orðinn mjög smeikur við það hvað allir tengdir Liverpool eru rosalega sigurvissir og eru að auglýsa það í viðtölum. Þetta hjálpar man.utd fyrir leikinn og setur óþarfa auka pressu á Liverpool. Þessi leikur er “must win” leikur fyrir Liverpool og vonandi verður betra flæði í leik þeirra en verið hefur í síðustu tveimur leikjum. Ég óttast man.utd fyrir þennan leik og sérstaklega eftir leikinn gegn Tottenham. Því miður hallast ég að 1-1 jafntefli sem gagnast utd mjög vel.

  13. Ég er ógeðslega spenntur. Ég er drullustressaður.

    Ég veit í raun og veru ekkert við hverju maður á að búast. Man Utd sendu virkilega sterk skilaboð gegn Tottenham, þetta geta þeir ef þeir eru rétt stemmdir en við vitum líka að þeir geta verið frekar daprir. Við getum verið ósannfærandi eins og gegn Swansea, Blackburn og svona og við getum við frábærir eins og t.d. gegn City og í viðureignunum gegn Chelsea – ef þannig bragur verður á okkar mönnum þá eiga hinir ekki mikinn séns held ég.

    Dagsformið og stemming mun ráða úrslitum. Vonandi fellur það okkar meginn. Ég get ekki beðið eftir þessum leik!

  14. Ágætu félagar.
    Alltaf þegar menn verða sigurvissir fer um mig hrollur. Hvort sem það er okkar félag, Íslenska landsliðið, nú eða bara Júrúvision sigurinn sem er handan við hornið.
    En hvað um það. Hrikalega stór dagur á morgun. Ég verð að segja það að Allen hefur staðið sig vonum framar upp á síðkastið eins og reyndar nánast allt liðið þannig að ég vil hafa hann áfram inná. Þrátt fyrir að Sturridge sé ekki að fullu kominn í sitt besta form þá vil ég sjá hann inná. Ég er því sammála liðsuppstillingu SSteins en þó í smá efa með okkar aðal hetju fyrr og síðar hvort hann eigi að byrja eða koma inn á í seinni.
    Blóðþrýstingsmælirinn hefur verið virkjaður og viti menn, allt í hæstu mörkum. Anda inn, anda út.
    2-0 staðreynd. Skrtel og ……… Balotelli
    Ég bara hreinlega fell í sömu gildru og aðrir bjartsýnismenn og ræð ekki við mig þrátt fyrir upphafsorðin.

  15. Sléttir 13 tímar í leik, væri gott að na að sofna nuna bara og vakna i hadeginu en það verður erfitt með þennan spennu tilhlökkunar hnút í maganum.

  16. Ég bara krefst þess að við mætum brjálaðir í þennan leik og að við vinnum sigur á þessum erkifjendum okkar. Viði þurfum að kvitta fyrir síðasta leik á móti þeim. Það var algjört rán.

    Ég er samt alltaf stressaður fyrir þessar viðureignir, oft eru þetta 50-50 leikir sama hvar liðin eru í deildinni. Vonum það besta, að vipð rúllum yfir þá 🙂

  17. Mig dreymdi Gerrard í nótt…. !!! Vonandi veit það á sigur…. 🙂 Þetta er náttúrulega risa risa risa leikur í PL á þessu tímabili. Eitthvað segir mér að Balotelli súpersup geri einhverjar hrikalegar flottar rósir í dag og sker sig inn í hjörtu stuðningsmanna að eilífu! Koma svo Liverpool… This is Anfield… There is no tomorrow.. Only this moment… play your heart out and we will be victorious …
    https://www.youtube.com/watch?v=lbrWcvXceGU

    YNWA…

  18. Gameday, loksins…

    Þetta verður fjör og ómögulegt að spá fyrir um úrslit. Auðvitað vonast maður eftir sigri okkar manna en ég hef áhyggjur af varnarleiknum hjá Can og held að Van Gaal eigi eftir að satsa á að herja þeim megin þegar Man U er með boltann. Sér í lagi ef Sterling, Markovic eða Lallana verða á kantinum. Þá fær hann minni hjálp heldur en Sakho hinum megin með Moreno.

    Þess vegna er Glen Johnson líka mjög svo raunhæfur kostur á kantinn. Ég vil sjá Gerrard koma með Coutinho upp á bak við Sturridge. Hann er alltaf frábær í þessum leikjum og hann er ennþá með töfra í fótunum eins og við sáum með innkomunni gegn Swansea. Innkoma af bekknum er þó líka kostur, góður kostur.

    Eftir allt jinxið sem hefur átt sér stað síðustu daga, tal um annað sætið og þvíumlíkt, spái ég því sem enginn stuðningsmaður liðanna vill sjá – jafntefli. Segi 2-2, Sterling og Sturridge með mörkin fyrir okkur.

  19. holy lord hvað þetta verður massífur leikur ég ætla að henda í 4-0 spá, ég einfaldlega vill ekki trúa því að menn ætla a láta carrick,young,fellaini,jones og blind vaða yfir sig þessir menn kæmust varla í fulham KOMA SVOO !!!!!

  20. 19: Atli Kristinss

    Við horfum á hann á Bryggjunni, flott stemming og matur.

  21. Hjálp, mun missa af leiknum á eftir en langar til þess að sjá hann þegar ég kem heim án þess að hafa heyrt úrslitin. Er einhver linkur til með engum spoler sem ég get verið með ready?

  22. Skásar í Kop skarta rauðu
    skummarar snýta fá rauðu
    drunur og fár
    Nú verður dár
    dregið af djöflunum rauðu

    YNWA

  23. Ég er hóflega bjartsýnn, við erum á svaka runni án þess að vera spila eitthvað meistaralega. United eru í 4.sæti án þess að spila vel sömuleiðis. Þetta er leikur sem getur endað hvernig sem er. Er smeykur við Shrek sem er helvíti góður leikmaður en eftir að hafa rýnt í kristalkúluna, sett sniglana undir rúmið, kastað vatni yfir nágrannann þá er ég á því að Liverpool taki United ósmurt 2-0.

  24. Liverpool team: Mignolet, Can, Skrtel, Sakho, Allen, Henderson, Moreno, Lallana, Coutinho, Sterling, Sturridge.

    Substitutes: Jones, Johnson, Toure, Gerrard, Lambert, Lucas, Balotelli.

  25. Liðið er nákvæmlega eins og ég vildi hafa það! Vitleysa að vera henda Gerrard inn bara útaf hann er Gerrard

  26. jahérna, svakalegt statement hjá BR að hafa SG á bekknum. Geri samt nákvæmlega engar athugasemdir við þetta byrjunarlið.

  27. Liðið klárt og Gerrard á bekknum. Þetta verður rosalegt. 52 min i leik og hnúturinn i maganum fer stækkandi.

  28. Captain Fantastic mun koma inná í seinni hálfleik, það er klárt mál.
    Kooooma svooooo!

  29. Uss, líst ekki á þetta.
    Stevie G. verður alltaf að leiða línuna í þessum leik!
    Hversu mörg mörk hefur hann skorað í þessum viðureignum?

  30. #35 Ég geri þá ráð fyrir að við munum aldrei vinna gegn MU aftur eftir þetta tímabil þar sem SG hverfur á braut.

    RIP Liverpool

  31. #37
    Við erum með hann núna drengir og aldrei aftur:(
    Inn á með Stevie G.!

  32. það er andskotans nóg fyrir gerrard að koma inná á 70 min víst að þetta er síðasti leikur hans gegn utd eigum við ekki að setja hann líka í byrjunarliðið á móti arsenal,wba og öllum þessum liðum til að veikja liðið bara af því þetta er seinasti leikurinn hans við wba

  33. Ég hélt að engin leikmaður væri stærri en klúbburinn eða var það bara misskilningur?

Podcast Kop.is & Rauðu Djöflanna

Liðið gegn Man U